Kvenfrelsarar hafa sigrað í stríðinu gegn körlum

Kvenfrelsarar hafa unnið stríðið gegn drengjum og körlum, segir Joel Kotkin, bandarískur samfélagsrýnir. Hann tekur að því leyti undir orð breska kvenfrelsarans og rithöfundarins, Katharine (Penelope Cade) Burdekin (1896-1963). Sú sagði í bók sinni (undir dulnefninu Murray Constantine), „Hreyknum hali“ (Proud Man) frá árinu 1934: (Sögumaður lýsir mannlífssviðinu í Englandi á tuttugustu öldinni.)

„Það er líklegt, að konur muni drottna yfir körlum, fari svo, að líffræðilegu mikilvægi kvenna sé haldið í heiðri og að konur verði sáttar við sjálfar sig frá fæðingu og finni valdið í lífmóðurinni fremur en í reðinum.

Sjálfsöryggi þeirra, sem skjóta mun rótum, jafn djúpum og hin forna öfundsýki karla, mun leysa úr læðingi andlegt ógnarvald, sem karlar hafa enga burði til að hamla gegn.

Eðli málsins samkvæmt er þess ekki að vænta, að mannkyn muni verða aðnjótandi meiri hamingju eða þokast vitund nær mennskunni (humanity). Forréttindin munu einungis umsnúast og hugsanlega munu [kven]forréttindin verða enn þá meira þrúgandi og grimmdarleg.“

Rebecca Crespo fagnar:

„Framtíðin er kvenlæg og framtíðin er björt. … Hún er í okkar höndum. Það er okkar að ákveða atburðarásina, hún er á okkar valdi, þökk sé brautryðjendunum.“

Rebecca tínir til ein tíu atriði í þróuninni til kvenveldis. Eitt þeirra er:

„Líklegra er, að konur ali upp börn aleinar.“ Annað: „Konur hafa skipað sér í forystusveit [kvenfrelsunar]herferða eins „Me-too“ og „TimesUp.“

Katharine reyndist sannspá og bæði Rebecca og Joel virðast hafa rétt fyrir sér. Þróunina þekkja flestir, sem skyggnast um með opin augu og búa við lítt fjötraða hugsun.

Það er alveg hárrétt hjá Rebekku, að miklu fleiri konur séu einstæðir foreldrar en karlar. Það háttar nefnilega þannig til, að venjulega æskir móðir skilnaðar og venjulega er forræði yfir börnunum úrskurðað eða dæmt henni í hag.

Samtímis þessari þróun færist það í vöxt, að konur útvegi sér sæði, án þess að stofna til sambands við sæðisgjafann, en geta þó krafist fjármuna til uppeldis afkvæminu. Annars sjá skattgreiðendur að verulegu leyti um aðbúnað og uppeldi.

Fráskildir feður sökkva oft og tíðum í fátækt. Upplausn fjölskyldunnar er nöturleg staðreynd sem og síaukin umsvif hins opinbera í uppeldi ungu kynslóðanna. Konur eru þar fyrirferðarmiklar.

Áhrif föðurleysis á börn er skelfilegt. Það sést einkum á hörmulegum árangri pilta í skóla, áhugaleysi um að standa sig og axla ábyrgð. Gera má ráð fyrir, að kynbrenglun meðal barna og unglinga sé að verulegu leyti runninn af þessari rót. Sefasýkislegt karlhatur ungra kvenna vafalítið einnig.

Konur eru nær einráðar í leikskólum og grunnskólum, ítökin eru sterk í framhaldsskólum og háskólum. Í leikskólum starfa að miklu leyti stúlkur og ungar konar. Konur „eiga“ félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og barnavernd. Aukin heldur er opinber sálfræðingsþjónusta í auknum mæli kvenleg.

Nú er það ekki svo, að allar konur séu kvenfrelsarar, en boðskapur þeirra hefur engu að síður víðtæka skírskotun. Það liggur við, að boðskapurinn um karlillskuna sé snar þáttur almannavitundarinnar.

Hagfræðingarnir, David Autor og Melanie Wasserman, benda á afdrifaríkar breytingar á vinnumarkaði, sem einkum íþyngja körlum og stuðla enn að fátækt. Þeir líkja þessum breytingum við hræringar í jarðskorpunni:

„Síðustu þrjá áratugina hafa aðstæður á vinnumarkaði karla versnað á fjórum sviðum: starfshæfni, atvinnuþátttöku, mikilvægi og kaupgjaldi.“

Þetta helst í hendur við aukna áherslu á kyn og „jákvæða mismunun.“ Það felur í sér, að kvenkyn sé hæfni í sjálfu og séu karl og kona jöfn að verðleikum, skal velja konuna. Þetta merkir einfaldlega skerðingu á hæfnikröfum til starfa, almennt séð.

Aukið brottfall úr skóla og minnkuð ásókn í framhaldsnám og æðra nám, skiptir verulegu máli í þessu viðfangi. Drengir hverfa umvörpum úr skóla og fjöldi þeirra er hvorki vel læs né skrifandi.

Í skóla er að miklu leyti litið fram hjá því, að drengir þroskist öðruvísi en stúlkur og læri stundum á annan hátt. Kynin eru að ýmsu leyti ólík, en kennsla yfirleitt miðuð við þægar stúlkur. (Á þessu eru þó vissulega undantekningar.)

Drengir gætu verið í þann mund að hverfa af fjölda sviða í háskólanámi. Í Bandaríkjunum hafa konurnar stungið körlunum ref fyrir rass í doktorsnámi. Í sálfræði t.d. eru fírar orðnir eins og hvítir hrafnar.

Í undirgreinum eins og þroska- og barnasálfræði, eru piltar hér um bil horfnir af sjónarsviðinu eins og í hlutverkum kennara við leik- og grunnskóla. Sama á við um sjúkrasálfræði eða klíníska sálfræði. Aðstoð er veitt í samræmi við kvenfrelsunarfræðin, þ.e. að karlar séu konum vondir, kúgarar þeirra í lífinu. Í því ljósi eru andlegar kaunir útskýrðar og lækningin felst í að „koma körlunum undir,“ þótt eitraðir séu. Það heitir valdefling kvenna. Hún á sér víða stað.

Námsumhverfið við æðri menntastofnanir er óaðlaðandi og jafnvel hættulegt æru og andlegri heilsu pilta. Kvenfrelsunarhugmyndafræði og -ofbeldi fer eins og logi um akur.

Auk þess er nám á háskólastigi sniðið í auknum mæli að konum sérstaklega, meira að segja á raunvísindasviði. Kennt er undir kvenfrelsunarsjónarhorni, jafnvel eðlis- og jöklafræði. Slík fræði eru nefnilega öðruvísi í huga kvenna en karla, segja kvenfrelsarar.

Í æðri menntastofnunum er körlum miskunnarlaust útskúfað, bjóði kvenþjóðinni (og karlkyns meðhjálpurum hennar) svo við að horfa. (Þetta á reyndar stundum við um konur einnig, hafi þær óæskilegar skoðanir.) Það virðist búa í vitund fólks, að drengjum og körlum megi fórna.

Karlfórnin sést hvarvetna í samfélaginu. Hún er margskoðuð í rannsóknum. Hagsmunir þeirra og eðlisfar er oft og tíðum ekki virt viðlits, frekar en tilfinningar, heilsufar og sársauki. Samfélagið er almennt kvenmiðað, drengir skulu kvengerðir og gæddir sjúkdómum.

Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir yfirleitt og sérstaklega á Íslandi. Drengjum og körlum er almennt ætlað það versta (moral typecasting).

Í þessu tilliti hefur síðustu áratugina kastað tólfunum með tilkomu ýmis konar kvenréttinda- og kvenfrelsunarhreyfinga, sem auðjöfrar og vestrænar ríkisstjórnir fjármagna til baráttu gegn drengjum og körlum.

Sumir anga þeirra eru beinlínis hatursfullir (instrumental harm) eins og við sjáum mörg dæmi um á líðandi stundu, meira að segja hjá skólameisturum þeirra skóla (og samtaka þeirra), sem er treyst fyrir menntun og uppeldi piltunganna. Samúðarklyfturinn er geigvænlegur (empathy gap).

En hvernig skyldi ungum og öldnum líða í kvenríkinu?

Geðlyfjanotkun gæti sagt sögu í þessu sambandi. Ég hef ekki allra nýjustu tölur handbærar, en líklegt má telja, að upp undir helmingur fullorðinna gangi fyrir geðlyfjum, sem hvorki hressa, bæta né kæta, í raun réttri, en auðga lyfjarisana.

Það færist stöðugt í vöxt, að ungum börnum séu gefin lyf við óæskilegri hegðun eða vanlíðan. Svo heiftarleg er markaðssókn lyfjafyrirtækjanna og faglegur sljóleiki sálfræðinga og lækna.

Bandaríski félagssálfræðingurinn, Jonathan Haidt, heldur því fram, að við séum vitni að sálsýkisbylgju eða -faraldri meðal ungu kynslóðanna, sem hófst fyrir um það bil einum og hálfum áratugi síðan.

Jonathan vinnur nú að því í opinni samvinnu við alla þá, sem eitthvað vísindalegt hafa til málanna að leggja, að kortleggja niðurstöður rannsókna um efnið.

Bráðabirgðahlutfallstölur um aukningu frá 2010 eru þessar:

Sjálfsvíg; unglingar á aldrinum 15-19; drengir 35% - stúlkur 64%. Unglingar á aldrinum 10-14 ára; drengir 109% - stúlkur 134%.

lllvígt þunglyndi; stúlkur 145% - strákar 161%.

Sjálfsmeiðingar; stúlkur 48% - drengir 37%. Innlagnir vegna þessa; hjá stúlkum 188% og drengjum 48%.

Nýnemar í háskóla: kvíði 134%; þunglyndi 106%; ADHD 72%; fíkniefnaneysla 33%; geðhvarfasýki 57%; lystarstol 57% og geðklofi 67%.

Niðurstöður úr öðrum áttum eru svipaðar: Á árabilinu 2000 til 2007 jókst sjálfsvígstíðni meðal drengja um 25% og fíkniefnadauði um 250%.

Lokaorðin koma frá Joel Kotkin: „Þær tilhneigingar, sem við erum vitni að á líðandi stundu, lýsa ekki kvenfrelsunarparadís heldur sjúku samfélagi, þar sem karlar og konur láta skeika að sköpuðu í sífellt meira mæli eða sitja aldrei á sátts höfði.“

Ábending um lesefni:

Richard V. Reeves: Of Boys and Men: Why the Modern Male Is Struggling, Why It Matters, and What to Do about It.

Aman Siddiqi: A Clinical Guide to Discussing Predudice Against Men - The Psychology of Prejudice Against Men: How is it Maintained.

Josh Hawley: Manhood. The Masculine Virtues America Needs.

Paul Nathanson og Katherine K. Young: Legalizing Misandry: From Public Shame to Systematic Discrimination Against Men

https://www.encyclopedia.com/arts/educational-magazines/burdekin-katharine-1896-1963 https://www.youtube.com/watch?v=I9FgvXkUknc https://menaregood.substack.com/p/prejudice-against-men-maintaining?utm_source=post-email-title&publication_id=1350013&post_id=124633232&isFreemail=true&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/regarding-men-8-false-accusations?utm_source=substack&utm_medium=email https://fiamengofile.substack.com/p/never-blame-feminism?utm_source=substack&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/red-pill-relationships-3-understanding?utm_source=substack&utm_medium=email https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/36930334/#:~:text=Findings%20indicate%20people%20(especially%20women,%3B%20Sacrifice%3B%20Sacrificial%20harm%20endorsement. https://www.centreformalepsychology.com/male-psychology-magazine-listings/its-easier-to-blame-men-than-to-see-men-as-victims https://menaregood.substack.com/p/instrumental-harm-should-women-be?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749597820303630 https://news.unm.edu/news/choices-choices-choices-why-your-gender-may-impact-them https://www.theguardian.com/books/2023/may/13/manhood-review-josh-hawley-book-tucker-carlson https://www.dailysignal.com/2023/05/18/josh-hawley-masculinity-manhood-book-war-men/ https://www.wsj.com/articles/for-long-term-health-and-happiness-marriage-still-matters-86114ced?utm_source=substack&utm_medium=email https://nationalpost.com/opinion/women-have-won-the-war-between-the-sexes-but-at-what-cost https://jonathanhaidt.substack.com/p/the-teen-mental-illness-epidemic https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2015/09/the-coddling-of-the-american-mind/399356/ https://www.judiciary.senate.gov/imo/media/doc/Haidt%20Testimony.pdf https://www.wsj.com/articles/why-children-need-nurturing-fathers-e7d84db8 https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2018/12/the-sex-recession/573949/ https://ifstudies.org/blog/1-in-4-projecting-childlessness-among-todays-young-women https://www.aei.org/politics-and-public-opinion/the-dangerous-faculty-gender-gap/ https://basicsbybecca.com/blog/the-future-is-female https://www.washingtonpost.com/opinions/why-cant-we-hate-men/2018/06/08/f1a3a8e0-6451-11e8-a69c-b944de66d9e7_story.html https://www.thirdway.org/report/wayward-sons-the-emerging-gender-gap-in-labor-markets-and-education https://fiamengofile.substack.com/p/and-another-man-gone-and-another https://www.nytimes.com/2012/08/25/opinion/men-who-needs-them.html https://www.apa.org/monitor/2019/01/ce-corner http://www.ejfi.org/family/family-26.htm https://www.mindingthecampus.org/2017/11/30/we-made-this-harassment-law-up-from-the-beginning-and-now-weve-won/ https://www.mindingthecampus.org/2019/01/03/why-men-are-falling-behind-in-schools/ https://www.mindingthecampus.org/2019/01/15/the-toxic-mission-to-reengineer-men/ https://www.wsj.com/articles/masculinity-isnt-a-sickness-11547682809 https://www.nationwidechildrens.org/newsroom/news-releases/2023/02/bridge_ruch_youthsuicide_pandemic https://societyhumanities.as.cornell.edu/news/family-abolition-focus-upcoming-lecture-sophie-lewis https://www.asanet.org/women-more-likely-men-initiate-divorces-not-non-marital-breakups/ https://canadiancrc.com/newspaper_articles/catholic_exchange_what_god_has_joined_10mar03.aspx 2003 https://www.mindingthecampus.org/2019/01/27/the-feminist-mission-to-undermine-heterosexuality/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband