Kína, Íran og RÚV

Árla morguns, konudaginn sjálfan, kveikti ég á útvarpi RÚV. Mig fýsti að heyra um það, sem efst var á baugi í veröldinni. Úr viðtækinu hljómaði mjúk rödd kvenprests, sem sló botninn i trúarlega hugleiðingu sína og bæn.

Hún hljóðaði á þá leið, að himnamóðir vor var innilega beðin um að leggja lóð sitt á vogarskál kvenna og barna þeirra, stuðla að því, að þeim væri sýnd virðing og alúð, og sjá til þess, að hamingjan brosti við þeim. Gott hjá henni, hugsaði ég með mér. Hvað ætli hún segi á bóndadaginn?

Ég hafði varla sleppt hugsuninni, þegar fréttir brustu á. Ég beið spenntur. Ung karlmannsrödd flutti frétt af konu í Bandaríkjunum, sem hafði hlaupið berfætt úr bíl inn á bensínstöð, og tjáð starfsmönnum, að sér hefði verið rænt af ástmanni sínum og haldið fanginni. Þulur bætti svo við, að lögreglan liti málið „alvarlegum augum.“ Það voru heimsfréttir þess fréttatíma.

Fréttastofu RÚV hefur greinilega ekki þótt markverðari heimsókn forseta Írans, Ebrahim Raisi, til Kína, þar sem hann hitti Xi Jinping, forseta þess máttuga ríkis.

Rannsóknablaðamönnum RÚV hefur – eftir því sem ég best veit – heldur ekki þótt þörf á að greina þá þróun í heimsmálum, sem þessi heimsókn endurspeglar, þ.e. sífellt aukna samvinnu Kínverja, Rússa og Evróasíulanda á öllum sviðum. Tilgangurinn er að komast hjá afarkostum Vesturlanda og berjast fyrir margmiðju eða margskauta (multi-polar) heimi. Það merkir vitaskuld, að Vesturlönd og heimsveldið, Bandaríkin, missa spón úr aski sínum.

Meðan ríki sunnan miðbaugs treysta böndin, stofna bandalög eins og efnahagsbandalagið, BRICS (Brasilía, Rússland, Indland, Kína, Suður-Ameríka), með langan lista umsóknarlanda, og meðan Tyrkir og Sýrlendingar friðmælast, hamast Bandaríkin, Vesturlönd og Ísrael, við undirróður og áróður gegn Írönum, Rússum og Kínverjum, magna stöðugt upp stríðið í Úkraínu og ybba kíf við Kínverja. Þau grafa sér eigin gröf.

Og það er ekki bitið úr nálinni með sérkennilega fréttamennsku ríkisfjölmiðils vors. Tuttugu ár nú eru liðin frá lygunum um yfirvofandi árásir Saddam Hussein á Vesturlönd, innrásarstríð Nató og brot á friðhelgi landamæra Íraks (sem RÚV klifar á í sambandi við hernað Rússa í Úkraínu), ásamt viðbjóðslegum efnahagshernaði á hendur íbúum landsins. Þetta þegir RÚV þunnu hljóði um, svo og mótmælin gegn stríðinu í Úkraínu í Bandaríkjunum og Evrópu.

https://steigan.no/2023/02/nar-startet-flyktningestrommen-fra-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://libertarianinstitute.org/articles/who-really-started-the-ukraine-wars/ https://www.medialens.org/2023/a-beautiful-outpouring-of-rage-the-observer-the-great-peace-march-and-nord-stream/ https://steigan.no/2023/02/nar-startet-flyktningestrommen-fra-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.indianpunchline.com/china-iran-ties-on-the-right-side-of-history/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband