Misréttisjafnrétti alþjóðastofnana og auðkýfinga

Jafnrétti er þula eða mantra vorra tíma. Það má einu gilda, hvert litið er, til eigin samfélags eða alþjóðastofnana. Jafnrétti kynjanna er mál málanna. Og hver vill ekki jafnrétti?

Kvenfrelsunarhreyfingar hafa gert jafnrétti að þungmiðju stefnu sinnar og helsta baráttumáli. Einu sinni þótti það t.d. hagsmunamál kvenna að stofna sérstaka skóla handa þeim. Körlum var bannaður aðgangur. En konur hafa almennt verið boðnar velkomnar í menntastofnanir, sem opnar voru körlum, í um það bil eina og hálfa öld. Þannig hefur jafnrétti frá upphafi svonefndrar frelsisbaráttu kvenna, verið rammskakkt. Jafnréttisskútan siglir í alvarlegum hliðarhalla, en skríður glatt fyrir það í með- og beitivindi. Það eru auðkýfingar og lýðræðislegar ríkisstjórnir, sem blása vindi í seglin. Svo hefur verið frá upphafi. Hvernig má það vera?

Áróður kvenfrelsaranna hefur verið svo árangursríkur, að misréttisjafnréttishugsun hefur skotið rótum í hugskoti almennings. Löggjöf vestrænna ríkja er orðin alvarlega menguð þessari hugsun, svo og allt opinbert líf. Sú hugsun hefur meira að segja ratað inn í íslenska löggjöf, alþjóðasamninga og -stofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) og fleiri, að konur hafi um aldir alda verið kúgaðar af körlum og séu það enn.

Það heyrist þó gagnrýnisrödd á stangli. Hérna ritar norður-amerískur lögfræðingur, Robert Franklin, um málefnið á grundvelli gagnrýni sinnar á „jafnréttisstefnu“ Gates-stofnunar auðkýfinganna, Bill og Melinda Gates, sem feta í fótspor fyrri sjóða af þessu tagi og bera morð fjár á kvenfrelsara í baráttunni fyrir misréttisjafnréttinu. Starfsemi kvenfrelsunarsamtaka er fjármögnuð af auðkýfingum og hinu opinbera.

Höfundur kemur víða við og fjallar skilmerkilega um stöðu kynjanna; við skilnað fá mæður miklu frekar forsjá barna; konur eiga auðveldara með að ættleiða börn; faðernissvik (Í Frakklandi er það einn þá ólöglegt fyrir föður að biðja um prófun erfðaefnis (DNA); harðneskjulegri meðferð afbrotastráka en -stúlkna; skemmri ævi karla; yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem sjálfsmorð fremja, eru karlar; rammskakkt jafnvægi kynjanna í æðri menntun (höfundar segir karla vera fjörutíu og þrjá að hundraði, en sjötíu er nær lagi); drengir eru um sextíu af hundraði þeirra, sem heltast úr lestinni í framhaldsskóla; litið er fram hjá þeirri staðreynd, sem legið hefur fyrir í tæpa hálfa öld, að kynin berja hvort annað ámóta oft á heimavelli; hlutfall kynjanna í athvörfum er hins vegar einn karl á móti fimm hundruð konum.

Umfjöllun höfundar um nýjustu getnaðarvörnina, Vasalgel, fyrir karla er athyglisverð. Samkvæmt heimasíðu Parsemus Foundation, sem vinnur að þróun hennar (Revolution Contraceptives), þ.e. vörn, sem ekki truflar kynvakastarfsemi, hefur langan verkunartíma og ekki er skaðleg líkamanum. Áþekk vörn var reyndar fundin upp af brasilískum vísindamanni fyrir áratugum síðan en eftirminnilega hafnað af forkólfum kvenfrelsaranna. Hvers vegna? Jú! Þeir töldu nefnilega, að getnaðarvörn myndi knýja karla til frekara kynofbeldis gegn konum.

Greinarhöfundur gerir orð mexíkanska skáldsins, Octavio Paz Lozano (1914-1998) að sínum: „Í spilltu samfélagi ber brýna nauðsyn til að hreinsa kolbruna tungunnar. Því byrjar gagnrýnin á samfélagið með málfræði og endurheimt merkingar.“

Niðurlagsorðin eru: „Það færi vel á því að byrja á hugtakinu; „kynjajafnrétti.“

https://thewordofdamocles.com/blogs/family-law/gates-foundation-funds-gender-equality-nope


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband