Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Aukaverkanaaðvörun í kófinu. Læknar í þágu covid siðferðis

Suma rekur kannski minni til, að síðasta vor (2021) var um tíma hætt bólusetningum með AstraZeneca vegna áhættu á aukaverkunum.

Það voru samtök lækna og vísindamanna frá tuttugu og fimm þjóðum, sem skrifað höfðu forstýru Lyfjastofnunar Evrópu (The European Medicines Agency - EMA), Emer Cooke, með afritum til Charles Michel (1975), forseta Evrópuráðsins (Council of Europe), og Ursula von der Leyen (f. 1958), forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission). (Sú fyrstnefnda er írskur lyfjafræðingur, skipuð í embætti í nóvember 2020. Úrsúla er þýskur læknir, Charles er belgískur lögfræðingur.)

Í svari til hópsins, sem kallar sig ”Lækna í þágu covid-siðferðis,” var gert lítið úr ábendingum þeirra, bólusetningarlyfið talið vera fremur heilsueflandi en heilsuspillandi. Þetta er viðkvæðið frá íslenskum yfirvöldum. Þórólfur sjálfur segir EMA ábyrga stofnun, rétt eins og samsvarandi stofnun vestan hafs, Malvæla- og lyfjastofnunina (Food and Drug Administration - FDA).

Ég sýndi því miður það dómgreindarleysi að hlaupa til við bólusetningarkvaðningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda á grundvelli meðmæla frá EMA. “Þú átt tíma,” voru upphafsorð kvaðningarinnar.

Í fréttatilkynningu um boðskap hópsins stendur: “Vænta má,” að blóðkekkjun og blæðing í kjölfar bólusetningar “aukist með hverri endurbólusetningu og sérhverri nálægð við kórónuveiruna milli þeirra.“ Þegar fram líða stundir “skapar þetta hættu, bæði við endurteknar bólusetningar og návígi við almennar kórónaveirur, fyrir unga og heilbrigða aldurshópa. Án „bólusetningar“ hefur Covid-19 enga umtalsverða hættu í för með sér fyrir þá.“

Hópurinn sendi hinni „ábyrgu stofnun“ kalda kveðju. „Annað hvort skortir EMA sérfræðiþekkingu til að leggja mat á viðeigandi sameindavísindi, eða hana [stofnunina] skortir siðferðislegt hryggjarstykki til að láta hana stjórna gjörðum sínum.“

Raun ber vitni um, að blæðingar og ýmis konar hjartakvillar eru snarir þættir í þeirri mynd aukaverkana, sem stöðugt verður skýrari. Bréfsskipti hópsins og EMA eru fróðleg. Krækjur hér fyrir neðan.

Raun ver einnig vitni um, að fólk smitar, þrátt fyrir „bólusetningu,“ veikist, þrátt fyrir bólusetningu, og það er varla, þrátt fyrir blekkingarleiki með upplýsingar, nokkur ástæða til að ætla, að aukaverkunum fækki með fjölgun sprauta, nema síður sé. Nú hafa heilbrigðisyfirvöld mundað fjórðu sprautuna.

Nýlega hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) (óvart) látið í ljós þá staðreynd, að kórónaveiran hafi valdið færri dauðsföllum almennt heldur en árstíðabundin inflúensa. Grein þess efnis frá grísk-bandaríska farsóttarfræðingnum, John Ioannidis (f. 1965), birtist meira að segja í Tíðindum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO Bulletin) sjálfrar.

En þrátt fyrir þetta viðheldur sóttvarnarlæknir og ríkisstjórn Íslands – með dyggri aðstoð RÚV - múgsefjuninni við og hyggst brjóta sóttvarnalög enn um sinn.

https://www.who.int/bulletin/online_first/BLT.20.265892.pdf

https://doctors4covidethics.org/blog/

https://doctors4covidethics.medium.com/urgent-open-letter-from-doctors-and-scientists-to-the-european-medicines-agency-regarding-covid-19-f6e17c311595

https://doctors4covidethics.org/rebuttal-letter-to-european-medicines-agency-from-doctors-for-covid-ethics-april-1-2021/

https://doctors4covidethics.org/press-release-doctors-and-scientists-accuse-medical-regulator-of-downplaying-covid-19-vaccine-dangers/


Hernám hugans 4: Hjarðstýring. Kínverskur spéspegill Veturlanda?

Milli heimsstríða reit enski rithöfundurinn, Aldous Leonard Huxley (1894-1963), merkilega bók, skáldsögu um framtíðarsamfélagið, staðleysu eða «útópíu». Nokkrar hafa áður verið skrifaðar. Skáldverk þessa merka höfundar hafa mörgum veitt innblástur. Mál og Menning gaf bókina út árið 1988. Kristján Oddsson íslenskaði.

Í sögunni … er lýst Alheimsríkinu, ríki framtíðar, sem spannar alla jörðina og byggist á afar róttækri, líffræðilegri og sálrænni innrætingu eða „skyldögun“ allra þegna. Fæðing manna er úr sögunni og þykir dónaleg tilhugsun – öll börn eru getin í glösum. Stéttaskipting er líffræðilega ákvörðuð og kynlíf markað af reglunni Allir eiga alla.

Þar ber ýmislegt nýtt fyrir augu (eða gamalt vín á kunnuglegum belgjum) eins og múgsefjunarfræðinga, villimannaþjóðgarð, klakstöð, endurskyldögunarstöð, sambura, samlyndismessu, svefnskóla, dákennslu, getnaðarígildi, múgsefjunarháskóla, girndarígildismeðferð, áróðursskrifstofur og fengimeyjar.

Sagan hefst í Klak- og skyldögunarstöð Mið-Lundúna, nánar tiltekið í frjóvgunarsalnum. Forstjóri þessarar merku stofunnar, mikilmennið, fer fyrir hópi nýnema. Þeir eru „náfölir, taugaóstyrkir, og næstum lotningarfullir, fylgdu fast á hæla“ hans. Í Klakstöðinni eru framleiddar hamingjusamar mannverur.

Forstjóri Klakstöðvarinnar segir:: „[Þ]að er lykillinn að hamingju og dyggð að elska örlög sín, nauðugur viljugur. Öll skyldögun beinist að því að láta fólk fella sig við sín óumflýjanlegu, þjóðfélagslegu örlög. … Skyldögun er fólgin í því að maður gerir ekkert nema það sem á að gera. Og allt sem menn gera er svo skemmtilegt og þægilegt, frjálsræðið svo mikið að engar freistingar eru til að standast. Ef svo ólíklega vill til að eitthvað óþægilegt kæmi fyrir þá höfum við alltaf soma til að grípa til, það losar okkur við öll óþægindin. Soma er alltaf við hendina til að sefa menn ef þeir reiðast, sætta þá við óvini sína og gera þá þolinmóða og umburðarlynda.“

Þeir, sem efast um rétttrúnað og innrætingu, sæta refsingum, annað hvort sendir í endurskyldögunarstöð eða til Íslands. Forstjóri gefur undirtyllu ákúru: „Ef ég frétti nokkurn tíma framar að þér víkið frá réttu og stöðluðu líferni mun ég óska eftir að þér verið fluttur til einhverrar undirstöðvar – helst til Íslands.“

Framtíðarsamfélag Aldous Huxley kynni nú að vera í burðarliðnum. Síðustu tvö árin hefur valdboðsstefna yfirvalda keyrt um þverbak. Sjálfsvald og sjálfsábyrgð fólks hefur verið gefið langt nef í nafni sóttvarna gegn veiru, sem er óneitanlega vond, en lífshættuleg fáum. Stjórnvöld og Alþjóðaheilbrigðisstofunin (WHO) hafa farið hamförum með blekkingum og öfgum til að hræða fólk til hlýðni; sent það í sóttkví og einangrun og þvingað það til að láta sprauta í líkama sinn tilraunaefni til bólusetninga. Hinir óbólusettu eru úthrópaðir sem blórabögglar. Meira að segja börnum er ekki hlíft.

Á Vesturlöndum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að skipta fólki í misgilda meðborgara, þ.e. að skerða borgaraleg réttindi enn frekar. En þessi þróun er trúlega komin lengst í Kína.

Stjórnvöld í Kina hafa ákveðið að beita þegna sína alls konar takmörkunum í anda atferlisfræða og sálstýringarstjórnmála (psychopolitics). Sýni fólk þóknanlega hegðum fær það viðurkenningarstig (social credit). Samkvæmt opinberu skjali ríkisstjórnarinnar frá 2015 segir um viðurkenningarkerfið, að það sé „mikilvægur þáttur í markaðshagkerfi jafnaðarstjórnarinnar (socialist) og félagsstjórnunarkerfi [þess].“ Tilgangurinn er sá, að styrkja hugmyndina um „traustið sem dýrðlegt og hversu ódýrðleg það sé að rýra það.“

Stigveldi viðurkenningarinnar, þ.e. ákvörðun um hegðun, sem verðlauna skal ellegar refsa fyrir, er tekin af Hagáætlunarteyminu (áþekkt teymi á Vesturlöndum er „Atferlisinnsæiseiningin (Behavioural Insights Unit)), Þjóðlega framfara- og endurbótaráðinu, Þjóðarbanka Kína og réttarkerfinu. Ákveðinn fjölda stiga þarf til að ávinna sér tiltekin réttindi. (Vinsæl aðferð í geðheilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni á Vesturlöndum.)

Viðurkenningarkerfið nær bæði til einstaklinga og stofnana, en einkageirinn hefur samið eigið kerfi. Kerfið kemur til viðbótar öðrum leiðum til vöktunar eins og afburða andlitskennslatækni, opinberum skráningum og eftirliti, svo og eftirliti með neysluvenjum eins og á sér stað á Vesturlöndum.

Kínversk yfirvöld stefndu að því, að kerfið væri svo til fullmótað og virkt fyrir tveim árum síðan.

https://www.nrk.no/urix/kina-har-begynt-a-rangere-borgere_-straffes-med-reiseforbud-og-skolenekt-1.13997936

https://www.wired.co.uk/article/china-social-credit-system-explained

https://www.businessinsider.com/china-social-credit-system-punishments-and-rewards-explained-2018-4?r=US&IR=T&IR=T/#a-prototype-blacklist-already-exists-and-has-been-used-to-punish-people-7


Tilraunagrísir heilbrigðisyfirvalda og lyfjaiðnaðar. Börnin í Nýju Jórvík

Ríkisstjórn Íslands og sóttvarnaryfirvöld hafa haft okkur að ginningarfíflum. Þau hafa lagt á það þunga áherslu, að hvern mannsbarn yrði ”bólusett” með mRNA tilraunalyfi frá Pfizer og fleirum. Dræm virkni þeirra hefur knúið fram nýja skilgreiningu á „bólusetningu,“ þ.e. nú dugi, að í okkur sé sprautað efni, sem sé vörn gegn ákveðnum sjúkdómi. Áður átti bóluefni að veita ónæmi.

Sóttvarnarlæknir boðar fagnaðarerindi sitt á grundvelli rannsókna lyfjafyrirtækjanna, sem eru – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – meingallaðar og rangfærðar. Nú eru börnin meira að segja leidd til sprautunnar. Það væri því ekki úr vegi að glugga ofurlítið í þessa sögu.

Sagan, sem BBC sagði fyrir bráðum tveim áratugum síðan, er lærdómsrík (neðsta krækja). Þar er þó ekki sögð sagan af því, hvernig lyfjafyrirtækin hegða sér í hinum svokallaða þriðja heimi. Nei, hér erum við stödd í Nýju Jórvík (NY) í landi hinna frjálsu.

Lyfjatilraunirnar, sem skýrt er frá, eru gerðar með samþykki heilbrigðisyfirvalda – og yfirleitt fjármagnaðar af þeim, þ.e. ýmist af Þjóðarheilbrigðisstofnuninni (National Health Institute) eða undirdeild hennar, Sóttvarna- og ofnæmisstofnun þjóðarinnar (Natiional Institute of Allergy and Infectious Diseases).

Þar birtist ljóslifandi - eins og oft er, þegar tilraunir með bóluefni og lyf ber á góma -Anthony nokkur Fauci (f. 1940), sem „merkilig nokk“ hefur verið alvaldur – eða því sem næst - í þessum efnum í áratugi. Anthony er Þórólfur Bandaríkjanna. Okkar Þórólfur segir Sóttvarnastofnun BNA vera „ábyrga“ stofnun. Aðdáun sína á Pfizer hefur hvorki hann né fóstbróðirinn, hinn óopinberi sóttvarnarlæknir, Kári, farið leynt með.

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld, háskólastofnanir, kirkjan og barnavernd Nýju Jórvíkur, beittu ofurafli sínu, hvert með sínu sniði, og tóku börn fátækra fjölskyldna og komu fyrir í tilraunabúðum eða hjá fósturforeldrum, sem taka vildu þátt í tilraununum. Um var að ræða börn, fædd með eða smituð af alnæmi, eða afkvæmi alnæmissmitaðra mæðra.

Meðal lyfjafyrirtækjanna er góðkunningi okkar, Pfizer, sem og GlaxoSmithKline (áður Burrroughs Wellcome) og Merck, sem öll hafa komið að framleiðslu „bóluefna“ við covid-19. (Baneitrað lyf Merck, Vioxx, hefur nýlega verið fjarlægt af markaði – á Vesturlöndum alla vega.)

Það kemur varla á óvart, að réttlæting þeirra, sem fyrir tilraununum stóðu, var á þá lund, að blessuðum börnunum væri gefin nýjasta og besta meðferð sem hugsast gæti. Eitt þeirra lyfja, sem dælt var í börnin (stundum bókstaflega) er „kjarnorkusprengjan,“ sem stundum er svo kölluð, „Nucleoside analogue“ (Zidovudine, Retrovir). Lyfið hefur verið gefið fullorðnum alnæmissjúklingum og fjöldi alvarlegra fylgikvilla hefur komið í ljós, alveg eins og með annað lyf, Nevirapine.

Prófið, sem greina skyldi á milli smitaðra og ósmitaðra, er ómóta óáreiðanlegt og PCR próf það, sem skilur á milli feigs og ófeigs í kórónufaraldrinum. Þó ekki að mati Þórólfs okkar allra.

Laim Scheff (f. 1971) er rannsóknarblaðamaður, sem árið 2004 fór að forvitnast. Innanbúðarfólk hvíslaði í eyra hans, að „eitthvað hræðilegt“ ætti sér stað á vegum ofangreindra aðilja. Hann segir m.a.:

„Börnunum eru gefin eitruð lyf – okkur er kunnugt um, að þau valda stökkbreytingum á erfðum, bilun í líffærum, dauða beinmergs, afskræmingu líkamans, heilaskemmdum og banvænum húðsjúkdómum. Neiti börnin að taka lyfin, er þeim haldið niðri og fóðruð með valdi. Veiti þau enn viðnám er farið með þau á Columbia Presbyterian sjúkrahúsið. Þar er þrædd slanga gegnum kviðarholið og inn í maga. Upp frá því er lyfjunum sprautað beint í iður þeirra.

Árið 2003 fengu tvo börn, sex og tólf ára, heilablóðfall (hjartaslag - stroke) vegna lyfjaeitrunar. Það sex ára varð blint. Bæði dóu skömmu síðar. Nýlega lést fjórtán ára gamalt barn. Átta ára gamall drengur var lagður undir hnífinn, svo fjarlægja mætti stóra kekki í hálsi hans, aukaverkun af lyfjunum. Þetta er ekki vísindaskáldskapur. Þetta eru alnæmisrannsóknir.“

Vera Sharav (f. 1937), stofnandi „Samtaka um mannvernd við rannsóknir“ (Alliance for Human Research Protection), sem rannsakað hefur þessar rannsóknir um árabil, sagði: „Fauci fægði barasta öllum dauðu ungbörnunum undir teppið. Þau voru hliðartjón (collateral damage) á framabraut hans. Þau voru sorpbörn (throw away).“

Celia Ingrid Farber (f. 1965) er rannsóknarblaðamaður, sem hefur reynt að lyfta hulunni af ofangreindum tilraunum. Hún uppgötvaði gröf eða skurð, þar sem börnin voru husluð.

„Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þetta var afar stór gryfja, hulin gervigrasmottu, sem fletta mátti af. Undir mottunni voru tylftir einfaldra trékista í óreglulegum röðum. Þær gætu hafa verið hundrað eða svo. Ég komst að því, að í hverri þeirra væri fleiri en eitt lík. Stórum grafsteinum var raðað í hálfhring um gryfjuna. Á þá voru rituð nöfn allt að þúsundi barna.“

Robert Kennedy segir: „Og doktor Facui lét sér ekki duga að gera ósiðlegar tilraunir með alnæmislyf á bandarískum börnum. Í júní áttu sér stað 10.906 klínískar tilraunir í níutíu löndum. Deildin doktor Fauci, nýlega skírð „Deild áunnins alnæmisheilkennis“ (Division of Acquired Immunodeficiency Syndrome - DAIDS), ruddi nú brautina við tilraunir með eitrað samsull veirusýkingarlyfja. [Þær voru] fjögur hundrauð talsins í Bandaríkjunum og á alþjóðavísu.“

Það ber að taka fram, að staðreyndamálaliðar (fact checkers) lyfjafyrirtækjanna og hlutaðeigandi stjórnvalda, sem meira að segja hafa hreiðrað um sig í Wikipedíu, hafa hjólað í alla, sem hér eru heimildarmenn. BBC var meira að segja þvingað til að skrifa afsökunarbeiðni í þá veru, að „afneitunarsinnar“ hefðu ráðið för við gerð heimildarmyndar þeirra. Það er sama heiti og RÚV gefur þeim, sem efast um rétttrúnaðinn, t.d. að heimsendir sé á næsti leiti.

Til frekari upplýsingar; það urðu einnig örlög Nóbelsverðlaunahafans í efnafræði, Kary Mullis (1944-2019), sem fann upp raðgreiningaraðferð þá á hvítum (próteinum), sem er grundvöllur veiruprófa eins og PCR. Hann sagði þau ónákvæm og ekki til sjúkdómsgreiningar fallin. Það er alkunna í heimi heilbrigðisrannsókna, að fólk á öndverðum meiði við Anthony Fauci og málaliða hans, eru ýmist lygarar eða fávitar, enda vegur hann snöfurmannlega að þeim, ýmist múlbindur, gerir útlæga, útskúfar eða mútar.

Kennedy Jr., Robert F. . The Real Anthony Fauci: Bill Gates, Big Pharma, and the Global War on Democracy and Public Health.

https://www.theguardian.com/world/2004/apr/04/usa.highereducation

http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/this_world/4035345.stm

https://www.sourcewatch.org/index.php/Foster_child_drug_trials

https://www.youtube.com/watch?v=is6Dtx8bXSU


Hernám hugans 3: Hjarðstýring og slóttugir sálfræðingar

Fyrsta sálstjórnunarteymið eða hnippteymið (Behaviour Insights Unit – Nudge Unit) veraldar var stofnað á vegum breska forsætisráðuneytisins árið 2010. Breski sálfræðingurinn, David Solomon Halpern (f. 1966), hefur frá upphafi verið teymisstjóri.

Simon Ruda er annar sálfræðingur, sem viðriðinn var umgetið teymi. Hann segir frá. „Ég var meðstofnandi hnippteymisins og leiðtogi [deildarstjóri]. Það hefur aukið hróður ríkisstjórnarinnar alveg frá upphafi árið 2010.“ Síðar var einingunni „útvistað“ að hluta til fyrirtækis í eigu ríkis og einkaaðilja, þ.m.t. starfsmenn. „Við urðum að sjálfstæðu ágóðafyrirtæki. Forsætisráðuneytið er eigandi þriðjungs þess. Það var í okkar valdi að selja þjónustu okkar til opinberra þjónustuaðilja í Stóra-Bretlandi og sérhverrar annarrar ríkisstjórnar eða samtaka, sem leituðust við að bæta líf þegnanna.“

Simon segir enn fremur: „Hugur okkar stóð miklu frekar til vísindalegra athuganna heldur en að skoða heiminn með augum samborgaranna. … Þar eð beita má atferlisvísindum eins víða og raun ber vitni, verður skilgreining þeirra einnig víðtæk. Fyrra atriðið er í góðu samræmi við vers Richard Thaler, þ.e. að auðvelda [fólki] að yfirstíga skilgreinda hindrun og hljóta óumdeildan ábata fyrir vikið. Seinna atriðið er samt sem áður fremur áróðurskennt. Að mínum dómi eru svívirðilegustu og afdrifaríkustu (far-reaching) mistökin í viðbrögðum við faraldrinum sá ásetningur að vekja svo mikinn ótta hjá lýðnum.“

Opinber lýsing á starfssviði teymisins er þessi: „Hnippeiningin vinnur í nánu samráði við heilbrigðis- og félagsþjónustuna við að úthugsa (craft) viðbrögð ríkisvaldsins. Að svo komnu máli eru áhrif þess helst sjáanleg í tilmælum (communication) í sambandi við handþvott og andlitssnertingu – sérstaklega notkun orðsins, „viðbjóðs,“ sem hvatningu til að þvo hendur sínar. Sömuleiðis þá tillögu að kyrja afmælissönginn til að tryggja handþvott í þær tuttugu sekúndur, sem gerð er krafa um.“

Bakhjarl teymisins er „Neyðarástands-vísindaráðgjafarhópur“ (Scientific Group for Emergencies – SAGE) ríkisstjórnarinnar og „Flensu-farsótta-vísinda-atferlishópurinn“ (Scientific Pandemic Influenza Group on Behaviours – SPI-B). Sá síðarnefndi skrifaði m.a.:

„Enn er það svo, að fjöldi fólks finnur ekki til nægjanlegs, einstaklingsbundins ótta; svo kynni að vera, að umræddir telji sér borgið í ljósi lágrar andlátstíðni í eigin lýðhópi, jafnvel þó svo sé, að áhyggjur kynnu að vera vaxandi … [A]uka þarf ógnartilfinningu hvers og eins meðal hinna sjálfsánægðu, beita hnitmiðuðum tilfinningahlöðnum skilaboðum. Svo að tilganginum verði náð, verður einnig að gera þeim ljóst, til hvaða ráða megi grípa til að minnka hættuna [og þar með] efla þá að valdi (empower).“

Í sama skjali var einnig gefinn fjöldi ráða til að auka auðsveipni við stjórnvöld. Til að mynda var minnst á gildi fjölmiðlunar til að magna óttann.

Það fer hrollur um fleiri en Simon. T.d. segir starfsbróðir hans, Gary Sidley: „Það er engu líkara en að skapast hafi vísir að iðnaði í kringum stjórn faraldursins. Hann útilokar framandi raddir. Það sjást vaxandi áhyggjur innan míns vettvangs um það [snjallræði] að beita ótta og smán sem aflvaka hegðunarbreytinga.“

Hópur í kringum Gary hefur snúið sér til Breska sálfræðingafélagsins með áhyggjur sínar. Hópur sex hundruð háskólaborgara hefur skrifað stjórnvöldum opið vandlætingarbréf.

Í skýrslu frá háskólanum í Nottingham var minnt á nokkur grundvallaratriði úr sálónæmisfræðinni: „Það er alkunna, að þrálátar, vondar tilfinningar, leiði til truflana í þeirri líkamsstarfsemi, sem hefur hlutverki að gegna við stjórnun ónæmiskerfisins. Því er það, að verulega áhætta (potential) sé á því, að sálrænn skaði af völdum farsóttarinnar umbreytist í líkamlegan skaða. Það gæti falið í sér aukið smitnæmi fyrir veirunni, verri afleiðingar við smit og vissulega einnig verri svörun við framtíðarbólusetningum.“

Þess má og geta, að rithöfundurinn, Laura Dodsworth, liggur yfir heimildaleit að bók með titlinum „Ríki óttans (óttaástand): Um það, hvernig breska ríkisstjórnin beitti ótta sem vopni, meðan á covid-19 farsóttinni stóð“ (A State of Fear: How the UK Government Weaponised Fear During the Covid-19 Pandemic).

Hún lét hafa eftir sér: „Ég hef átt viðtöl við fólk, sem er frávita af hræðslu, fólk, sem hefur þurft að sannfæra um að farga sér ekki, og fólk, sem þjáist í áunninni víðáttufælni.“

https://www.telegraph.co.uk/news/2021/04/02/state-fear-ministers-used-covert-tactics-keep-scared-public/

https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/882722/25-options-for-increasing-adherence-to-social-distancing-measures-22032020.pdf

https://unherd.com/2022/01/how-the-government-abused-nudge-theory/

https://www.instituteforgovernment.org.uk/explainers/nudge-unit

https://www.theguardian.com/politics/2018/nov/10/nudge-unit-pushed-way-private-sector-behavioural-insights-team

https://theconversation.com/coronavirus-how-the-uk-government-is-using-behavioural-science-134097


Sýkillinn og sjúkdómar lýðræðisins

Á Vesturlöndum er vöggu lýðræðis að finna, flokkalýðræðis vel að merkja. Einn af hornsteinum lýðræðis er málfrelsi og samkomufrelsi. Upplýsingaskylda stjórnvalda ætti einnig að vera í hávegum haft í lýðræðisríki. Það er væntanlega alkunna, að á þessu er alvarlegur meinbugur. Leyndarhyggja og þöggun þjóðmálaumræðu er algeng. Skrifræðisstofnanir lifa eigin lífi. Embættismenn taka afdrifaríkar ákvarðanir um líf og heilsu fólks. Stjórnmálamenn, sem margir hverjir bjóða sig fram sjálfum sér til dýrðar, leika lausum hala í sorglegu flokkalýðræði. Forsjárhyggjan er þeim mörgum í blóð borin og má þá einu gilda hvar í flokki þeir skiptast.

Stjórnmálaflokkar stunda einnig hagsmunagæslu fyrir flokksfélaga og ákveðin öfl í samfélaginu, t.d. lyfjafyrirtæki. Mörg þeirra eru peningamylla eigendanna, enda starfa þau á nær öruggum markaði, sem stjórnvöld og lýðurinn skapa þeim. Hræðsla fólks við dauðann og jafnaðarmennskuhugmyndir (allir jafnir fyrir dauðanum) stuðla að kerfi, þar sem lyf og heilbrigðisþjónusta er að verulegu leyti greidd úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, sem ofangreindir stjórnmálamenn stýra. Slíkir sjóðir eru óþrotgjarnir.

Í hjálögðum fréttaskýringaþætti er sögð skrítin saga, sagan af kófinu; ævintýralegum tilraunum með sýkla í dýrum og hagsmunafléttum embættisræðis, vísindasamfélagsins og stjórnvalda, þ.e. löggjafarvaldsins. Hún er í hnotskurn þessi:

Árið 2014 hefja þrír erfðafræðingar, Peter Dazek og Ralph Barric frá Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA)í samvinnu við Zhenli Shi frá Kína, rannsóknir á því, hvernig megi flytja sýkla úr leðurblökum í mýs, sem hafa verið „mann-mengaðar,“ þ.e.a.s. lungu þeirra tillíkjast nú fyrir tilstilli erfðatækni lungum manna. „Starfsemisauki“ (gain of function) er það kallað.

Hugmyndin er sú, að gera tilraunir með bóluefni á hinum mannbreyttu músum, sem kynni að gagnast mönnum. Einnig er horft til þess, hvort fólk gæti smitast við þessar sýklayfirfærslur. Rannsóknirnar eru fjármagnaðar af Þjóðarheilbrigðisstofnun BNA (NIH). Þar er í fyrirsvari Anthony Fuci. Rannsóknirnar eru stundaðar á rannsóknarstofu í Wuhan. Í október 2019 kemur í ljós, að „fiktsýkillinn“ smiti manna á milli. Fjöldi manna á hersýningu í Wuhan dreifir sýklinum út um allt, en smit höfðu þegar átt sér stað í september. Heiðarlegir starfsmenn reyndu að vara við, en það var þaggað niður í þeim með ýmsum hætti. Um þrem mánuðum síðar tilkynntu Kínverjar Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um málið.

Fyrr en varði hafði smitið dreifst um alla veröld. Litið var til lyfjaframleiðanda sem frelsara mannkyns. Svo einkennilega vildi til, að NIH og Lyfjafyrirtækið, Moderna, höfðu gengið í eina hagsmunasæng. Í skugganum stóðu svo fulltrúar opinberra sjóða og einkafjármagnaðra slíkra. Pfizer er þar á meðal. Það er hins vegar ekki fyrirtækið, Johnson og Johnson. Bólusetning með þeirra lyfi var stöðvuð um hríð. Það vill einnig svo til, að löggjafarþing BNA hafði, skömmu áður en veiran slapp út frá Kína, samþykkt lög þess efnis, að lyfjafyrirtæki nytu friðhelgi í sambandi við framleiðslu lyfja í neyðarástandi.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að stjórnvöld róa að því öllum árum með góðu og með illu, að bólusetja fólk með lyfjum frá helstu lyfjafyrirtækjum – og í BNA ekki síst frá þeim fyrirtækjum, sem NIH á hlut í.

Þar sem nú virðist ljóst, að „bóluefnin“ stuðli ekki að ónæmi, hefur skilgreiningu bólusetninga verið breytt í þessa veru: Bólusetning er „sú aðgerð að kynna bóluefni fyrir líkamanum í því skyni að vernda hann frá sérstökum sjúkdómi.“ Horfin er úr skilgreiningunni það ætlunarverk, að stuðla að ónæmisviðbragði líkamans.

Samfara þessu virðist eiga sér stað samvinna fjölmiðla, þar með talin samvinna við tæknirisanna, sem samfélagsmiðlana reka, lyfjafyrirtækja og stjórnvalda (sóttvarnaryfirvalda, ríkistjórn) um að leyna staðreyndum framvindunnar og þagga niður umræðu um hana.

Þróunin er í flestu tilliti ógnvænleg. Óheiðarleiki stjórnvalda, embættismanna, fyrirtækja og vísindamanna, sem jafnvel ljúga fullum fetum og nota embætti sín og menntun til að skapa falskan trúverðugleika, er bein ógn við lýðræðið. Það er sýklahernaður að yfirlögðu ráði líka, en trúlega er hér um að ræða afdrifaríkt fikt með erfðir. Einnig er lærdómsrík samvinna gerræðisafla í landi hinna frjálsu, fyrirmyndarlýðræðisríkinu sjálfu, og flokkseinræðisríkis.

https://www.youtube.com/watch?v=91Ib5NjSZ-o


Hernám hugans 2: Upplýsingafræði og Richard Thaler

Ævi mín er orðin tiltölulega löng miðað við aldur afa minna beggja. Á ævikjaginu hefur aldrei verið hörgull á fólki, sem vildi kunna fótum mínum forráð eða sem vissi, hvað mér væri fyrir bestu, og vildi veita mér forsjá. Þessa hugulsömu menn er vitaskuld einnig að finna í fræðunum.

Einn þeirra er bandaríski hagfræðingurinn, Richard H. Thaler. Árið 2009 skrifaði hann bók, sem ellefu árum síðar kom út í nýrri útgáfu. Meðhöfundur er landi hans, lögfræðingurinn, Cass Robert Sunstein (f. 1954), reglugerðarmeistrari Barrack Obama, fyrrum forseta Bandaríkja Norður-Ameríku. Bókin heitir: „Hnipp: Hvernig bæta má ákvarðanatöku í sambandi við heilsufar, auðlegð og hamingju“ (Nudge: Improving Decisions about Health, Wealth, and Happiness). Richard uppskar hvorki meira né minna en Nóbersverðlaun í hagfræði fyrir verk sitt árið 2017.

Höfundar leggja út af kenningum sál- og félagsfræðinga um atferli manna, hvernig megi móta hegðun þeirra með beinum og óbeinum hætti. Fræði þeirra eru kölluð upplýsingafræði eða atferlishagfræði (behavioural economics). Innblástur er greinilega einnig sóttur til sálstýringarstjórnmála eða sálstýringarfræða (psychopolitics).

Bandaríska sálfræðingafélagið skilgreinir sálstýringafræði svo: 1) fræðin um sálræn tilbrigði við stjórnmálalegt hátterni og umhverfi stjórnmálanna, svo sem áhrif mismunandi samfélagsgerða [eða stjórnarhátta] (lýðræði, fasismi, sósíalismi) á samfélag og þegna þess; 2) fræðin um beitingu sálrænna kænskubragða eða stefnumótunar til að ná stjórnmálalegum markmiðum.“

Orðið, sálstýringarstjórnmál, mun vera ættað frá bandaríska bókmenntafræðingnum, Armstrong Richards (1893-1979). Náskylt seinni tíma orð yfir sama eða svipað hugtak er „félagstæknifræði“ (social engineering).

Yfirmaður leynilögreglu Joseph Vissarionovich Stalin (1878-1953), fyrrum einvalds hinna horfnu Ráðstjórnarríkja (Sovétríkja), Lavrentiy Pavlovich Beria (1899-1953), stundaði hagnýta sálstýringarfræði. Hann sagði:

Aðferðin snýst um „að skapa sem mestan glundroða í menningu óvinarins. Það er fyrsta skref okkar. Við uppskerum í jarðvegi glundroða, vantrausts, fjárhagsþrenginga og vísindalegs umróts. Örvinglaður lýðurinn getur í það minnsta eingöngu sótt huggun hjá alræðisríki öreiganna (Communist state). Að lokum kemst lýðurinn að því, að þrautalendingin sé [hugmyndafræði] kommúnismans.“

Það er harla skammt milli auglýsinga og áróðurs. Listin er að læða þeirri hugmynd í djúpvitundarhugskot manna, að vilji þeirra, þarfir, langanir, tilfinningar og hugsun, sé í samræmi við áróður og auglýsingar. Fáir skutu áróðursmeistara eða hnippara nasista, Paul Joseph Göbbels (1897-1945), ref fyrir rass í áróðri og auglýsingum.

Þokkapiltarnir, Göbbels og Bera, lögðu báðir áherslu á að skapa ótta og óöryggi, deila og drottna, sundra, vekja upp úlfúð og vekja aðsóknarkennd með hugmyndafræðilegum áróðri, þöggun, bann við málfrelsi, afskræmingu vísinda, ríkisuppeldi og sálstýringu. M.a. lögðu þeir að börnum að ljóstra upp um rangtrúnaðarhugmyndir foreldra sinna, vina og vandamanna. Kunn er áhersla þeirra á blóraböggla.

Í ofangreindu ljósi er boðskapur bókarhöfunda að mestu leyti gamalt vín á nýjum belgjum eða gjöf í nýjum og aðlaðandi umbúðum, hvort sem litið er til sálfræði- og samfélagsfræðilegra kenninga eða mannkynssögu.

Richard segir m.a.: „Hugmynd okkar um hnipp tekur til tiltekinna þátta í umhverfinu, sem við veitum athygli og hafa áhrif á hátterni okkar. Hnippið hefur áhrif, án þess að þvingun sé beitt eða lofað sé hagfelldum verðlaunum.“

Hann nefnir sem dæmi þá tillitssemi Breta við gesti sína að mála leiðbeiningarörvar á götur til að forða útlendingum frá umferðarslysum. Málið snýst um að örva fólk til að veita athygli og nota svona skynsamlegar leiðbeiningar, til að taka skynsamlegar ákvarðanir í valumhverfi (choice architecture) sínu.

En stundum dugar það skammt. „Við leggjum á það áherslu, að þegar hátterni fólks hefur í för með sér hættu fyrir aðra, er valfrelsi ekki kjörhugmyndin – en jafnvel þótt svo sé í pottinn búið, geta hnipp komið að gagni. Við gerum okkur einnig grein fyrir, að taki fólk verulega, skelfilegar ákvarðanir, og skemmi þar með fyrir framtíðarhorfum sínum, dugi hnippin skammt.“

Richard er talsmaður skyldubólusetninga og kolefnisskatts. „Að mínum dómi væri það góð, opinber stefna, að þvinga hinu óbólusettu til frekari einveru.“

„Það að upplýsa fólk um nýjabrum eða það, sem á döfinni er – t.d. á sviði sjálfbærni – getur leyst úr læðingi sjálfdrifna vitrun (self-fullfilling prophecy). Mörgum er annt um að staðsetja sig réttu megin í sögunni. … Sú hugsun gæti hvarflað að þeim og verið óhjákvæmileg, að komast mætti yfir hjalla, sem virtist óyfirstíganlegur og jafnvel ókleifur.“

„Tilgangur okkar er að leggja fólki lið eins og því sýnist best, rétta þeim hjálparhönd við að ná markmiðum, sem það skilgreinir.“ Það á þó ekki við um hinn þrjóska, „ofurlitla, grenjandi minnihluta“ bandarískra þegna, sem hann segir um þriðjung þjóðarinnar.

Bók Richard og Cass hefur notið gífurlegra vinsælda og á grundvelli hennar hafa verið stofnuð svokölluð atferlisinnsæisteymi eða -stjórnvaldseiningar (Behavioural Insights Unit) hjá stefnumótandi yfirvöldum víðs vegar um heiminn. Þau munu nú vera um fjögur hundruð, m.a. hjá ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum, t.d. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Teymin, sálstýringarteymin, bera mismunandi nöfn. T.d. kallar Írska sjálfbærnistofnunin sitt teymi, atferlishagteymi eða atferlisupplýsingateymi (Behavioural Economics Unit).

Zain Afif, samfélagsfræðingur og talmaður Alþjóðabankans (World Bank), skrifaði fyrir fimm árum síðan: „Það mætti segja sem svo, að fyrsta teymið hafi verið stofnað árið 2009, þegar bandarísk stjórnvöld réðu Cass Sunstein til að leiða „Skrifstofu upplýsinga og reglugerða“ (The Office of Information and Regulatory Affairs – OIRA) til að sníða agnúa af reglugerðum. Árið 2010 stofnaði forsætisráðuneytið (Cabinet Office) í Stóra-Bretlandi fyrstu atferlisinnsæiseininguna (Behavioural Insights Unit) til reynslu. Aðrar þjóðir hafa fylgt í fótspor þess.“ (Það skoða ég í næsta pistli um efnið.)

Sálstýringarteymi Alþjóðabankans er liðtækt við að koma slíkum teymum á fót víðs vegar um veröldina, segir Zain „[S]tofnanavæðing atferlisvísinda í stjórnkerfinu gæti tryggt kerfisbundna, vaxtarvæna (scalable) og sjálfbæra notkun [þessarar] þekkingar til umbreytinga. … Við erum ekki lengur innt eftir því, hvort ríkisstjórnir skyldu koma sér upp umræddum teymum, heldur hvernig og hvenær.“

https://blogs.worldbank.org/developmenttalk/nudge-units-where-they-came-and-what-they-can-do

https://www.youtube.com/watch?v=dlr4ct3fzx4


Hryllingsaga vondu veirunnar. Lygavefur?

Viðtalið, sem vísað er til neðanmáls, er afar fróðlegt, en gæti raskað hugarró lesanda, skapað óöryggi og ótta. Það stuðlar varla að trausti sauðsvarts almúgans á lýðræði, yfirvöldum og alþjóðlegum stofnunum. Boðskapurinn minnir á fléttu úr James Bond mynd, jafnvel þótt en séu ekki öll kurl komin til grafar. En svo má barasta banda þessu frá sér sem samsæriskenningu. (Hljóðið í síðustu tilvísuninni er mjög gott og þar er unnt að töfra fram texta. Gott fyrir okkur, sem ljá eyra mörgum nýjum hugtökum.) Ég reyni að miðla nokkrum aðalatriðum.

Það eru tveir aðalleikendur, báðir afskaplega áheyrilegir, tala ensku. Annars vegar er David E. Martin, doktor í lífeðlisfræði frá háskólanum í Virgíníu. Hann er stofnandi og formaður „MCAM alþjóðlegrar áhættustýringar (International Innovation Risk Management), greiningarfyrirtækis, sem nýtur alþjóðlegrar virðingar og er jafnframt eins konar ábyrgðaraðilji í sambandi við gildi óefnislegra eigna og viðskipta með þær. (https://www.m-cam.com/about-us/)

Hinn er Reiner Füllmich (Fuellmich), þýsk-bandarískur lögfræðingur, sem rannsakað hefur svikamyllur stórfyrirtækja á borð við Deutsche Bank og Volkswagen. Reiner er jafnframt einn fulltrúa í þýsku rannsóknarnefndinni um kórónafaraldurinn (German Corona Investigative Committee). Rannsóknarstarfið hefur m.a. falist í viðtölum við sérfræðinga víðs vegar um veröldina. Reiner gerir þennan samanburð á ofangreindri spillingu við kórónasvikamylluna:

„Ofangreind tilvik um spillingu og svik, framin af þýsku samsteypunum, blikna í samanburði við þá skaðsemi, sem kórónukreppan hefur valdið og veldur enn. Í ljósi þeirrar vitneskju, sem við búum yfir á líðandi stundu, verður að endurnefna kreppuna kórónuhneykslið. Það verður að draga hina ábyrgu fyrir rétt vegna afbrota sinna, lögsækja fyrir samfélagslegt tjón. Það skal einskis ófreistað til að tryggja það, að engum verði aftur gert kleift að öðlast þvíumlíkt vald á vettvangi stjórnmálanna til að svíkja mannkyn eða ráðskast (manipulate) með okkur af spillingarásetningi.“ (Hér er sjálfsgreinargerð hans og úrdráttur úr hryllingssögunni, málatilbúnaður hans: https://www.aeginagreece.com/aegina-island/wp-content/uploads/2020/12/Transcript-testimony-Reiner-Fuellmich-.pdf)

Nú hefur David Martin upp raust sína: Yfirlýsing þess efnis, að um nýja veiru sé að ræða, er rangfærsla. Borin var saman sú röð arfbera, sem „Alþjóðleg nefnd um veiruflokkun“ (International Committee on Taxonomy of Viruses) á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization – WHO), taldi sig hafa einangrað, og borin saman við skráningar einkaleyfa, sem fyrir lágu árið 2020. Í ljós kom, að fyrir lágu 120 einkaleyfi, sem sýndu fram á hið gagnstæða.

Meðal þessara einkaleyfa var umsókn Pfizer um að nota broddhvítu (spike protein) til dýralækninga.

Anthony Fauci (f. 1940), forstjóri Sóttvarna- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkja Norður-Ameríku (National Institute of Allergy and Infectious Diseases – NIAID) mat nothæfni (malleability) kórónuveirunnar á þann veg, að vel mætti nota hana við framleiðslu bóluefnis gegn alnæmisveirunni (human immunodeficiency virus – HIV).

Það ber ekki að líta á bráðaöndunaröng sem dýrkvæman eða tegundahverfan (zoonotic) sjúkdóm, þ.e. sjúkdóm, sem smitast í menn úr dýrum. Í raun réttri ber ekki að líta á SARS-veiruna sem náttúrulega þróun breyttrar, tegundahverfrar kórónuveiru. (Severe acte respiratory syndrome coronavirus - SARS – undirtegund hans, auðkennd með tölustafnum 2, veldur covid-19 sjúkdómnum.)

Reyndar er það svo, að Anthony Fauci fjármagnaði tilraunir, þegar árið 1999, við háskólann í Norður-Karólínu, Chapell Hill, sérstaklega í þeim tilgangi að skapa sýkta eftirmynd ófullkominnar kórónaveiru. Hún er markvisst til þess gerð að sýkja þekjuvef lungnanna. Með öðrum orðum; „við bjuggum SARS til.“

Einkaleyfi á slíkri veiru var veitt 19. apríl 2002, mánuðum áður en meintur SARS-faraldur braust út í Asíu. Það er staðreynd, að okkur var kunnugt um herpingarumbreytihvatann eða -móttakann ACE, þ.e. hvítu eða prótein sem auðveldar kórónaveirunni tengingu við frumur líkamans og innrás í þær. (Angiotensin-converting enzyme -ACE receptor. Angíótensín veldur herpingi eða samdrætti í æðaveggjum og þar með auknum blóðþrýstingi.)

Okkur var sömuleiðis kunnugt um broddhvítuna (spike protein) og aðra þætti í veirunni, sem nú er þekkt sem skaðvænleg sóttkveikja (pathogen).

Það var ekki bara svo, að hún væri búin til, heldur var unnt að framkvæma gerviumbreytingu (synthetic) á rannsóknarstofu, með þeim einfalda hætti að beita arfberaraðtækni samkvæmt tölvulykli (code). Þannig varð til sóttkveikja eða milligerð af sóttkveikju.

Notuð tækni var fjármögnuð í upphafi veiruframleiðslunnar til þess að virkja kórónaveiruna sem smitbera fyrir alnæmisbóluefni.

Það olli okkur hugarangri, að kórónaveiran væri ekki einungis hugsanlegur, umbreyttur smitberi í bóluefni, heldur kom það skýrt fram, að hún gæti líka orðið sýklavopn. Við kynntum þessar áhyggjur í skýrslu, áður en SARS faraldursins varð vart síðla árs 2001.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir, að kórónaveiran er í raun ekki ný af nálinni og hefur ekki varið það síðustu tvo áratugina. Hún hefur reyndar verið hluti arfberaraðar, sem hefur verið í umferð töluverðan tíma.

Þetta olli vandræðum fyrir „Sjúkdóms- og heilsuverndarstofnun Bandaríkja Norður-Ameríku“ (Centers for Disease Control and Prevention – CDC) í apríl 2003, því að skrá alla arfberaröðina, sem síðar varð að SARS veirunni, fól í sér brot á bandarískum lögum. Það er ekki leyfilegt að sækja um einkaleyfi á náttúrulegu efni.

Einkaleyfisumsóknin náði ekki einasta til arfberaraðar SARS kórónaveirunnar heldur einnig til aðferðar við að komast á snoðir um hana eða greina, þ.e. „kjarngreiningartæknina“ eða RT – PCR (real-time polymerase chain reaction). Slíkt einkaleyfi skapar einokun. CDC réttlætti þetta með frelsi allra til að rannsaka kórónuveiruna. En það er lygi. Ástæðan er sú, að einkaleyfisstofan hafnaði í tvígang umsókn um einkaleyfi, þar eða arfberaröðin var almennt aðgengileg.

Með öðrum orðum; áður en CDC lagði inn einkaleyfisumsókn, komst stofan að því, að 99.9% samsömun væri að finna við kónónaveiru, sem þá þegar var kunn í allmannarýminu. Viðbrögð CDC voru þau að sækja aftur um einkaleyfi 2006 og greiða áfrýjunargjald. CDC virti höfnun einkaleyfisstofunnar að vettugi og fékk að lokum árið 2007 einkaleyfi á SARS kórónuveirunni.

Hrekja má opinberar yfirlýsingar CDC þess efnis, að gjörningurinn hafi verið í almannaþágu. Einkaleyfisskrifstofunni var mútað og aukagjald greitt til að einkaleyfið færi leynt.

Hvað Cov2 veiruna varðar (kórónaveira af undirtegund 2, sem er orsök Covid-19 sjúkdómsins), er ljóst, að hún er að 89 til 99% sömu gerðar og einkaleyfisgerðin. Það er ennfremur ljóst, að kjarni SARS veirunnar – sem er raunar grein (clade) Beta-kórónuveirufjölskyldunnar – og ættkvíslin (subclade), sem nefnd hefur verið SARS Covid 2, verða að skarast af flokkunarfræðilegum sjónarhóli séð.

Þrem dögum, eftir að CDC sótti um einkaleyfi á veirunni, sótti Sequoia Pharmaceutical, stofnsett árið 2002, um einkaleyfi á bóluefni við henni. Það nú hluti af eignasafni Pfizer, Johnson og Johnson, og fleiri.

Þetta er skilgreining glæpsamlegs samsæris, fjárglæfra og leynimakks. Hér er ekki um samsæriskenningu að ræða heldur sönnunargögn.

Umsókn Moderna um einkaleyfi á SARS Cov2 skaut upp kollinum samkvæmt upplýsingum frá bólusetningarmiðstöð NIAID, áður en skilgreining hinnar nýju ættkvíslar lá fyrir.

Árið 2008, þegar „Hátæknivarnarstofnun“ Bandaríkjanna (Defense Advanced Research Projects Agency – DARPA), sótti lyfjafyrirtækið Ablinks, nú Sanofi, um einkaleyfi á fjölbasískri skorustaðsetningu (polybasic cleavage site) fyrir nýju broddhvítuna (spike protein) og sömuleiðis fyrir tengisvæði ACE2 móttakans. Þetta er nú sögð SARS Covid 2 nýlunda.

Leyfisveitingarnar voru gefnar út, eftir að bann við rannsóknum á starfsemisauka (gain of function) tók gildi árið 2014 og eftir að „Mið-austurlanda kórónu- andnauðarheilkennisims“ (Middle East respiratory syndrome – MERS) varð vart. En í ljós hefur komið, að á árabilinu 2016-2019 voru gefin út einkaleyfi, sem náðu til allra þátta ríbósakjarnsýrunnar (riboucleic acid – RNA) og einnig til undirþátta arfberaþáttanna. Einkaleyfishafar eru m.a. Ablinks og Sanofil.

Það skall því enginn SARS faraldur á, því við höfðum búið til alla þætti veirunnar árið 2016. Rannsóknirnar, sem fjármagnaðar voru, meðan á banni við starfsemisaukanum (gain of function) stóð, urðu grundvöllur að þeirri staðhæfingu, að framleiðsla veirunnar væri undirbúningur (poised for) fyrir hugsanlegt neyðarástand í mannheimum. En einkaleyfið náði líka til hagnýtingar á markaði.

Greinin um niðurstöður rannsóknanna var skrifuð af Ralph Steven Baric (f. 1954), prófessor í farsóttar-, örveru- og ónæmisfræði við háskólann í Norður Karólínu að Chapel Hill. Hann er náinn samstarfsmaður Anthony Fauci og kínversku „leðurblökukonunnar, Shi Zhengli (f. 1964).

NIAID, stofnunin, sem Anthony Fauci veitir forstöðu, fyrrgreindur háskóli, ásamt Moderna, sem Anthony á hlut í, hófu framleiðslu á bóluefni, mánuði áður en covid-19 faraldurinn braust út í Kína. Reyndar hafði Anthony lýst því yfir í nóvember 2019, að Moderna, yrði í fararbroddi framleiðslu á covid-19 bóluefnis, enda þótt fyrirtækið hefði aldrei komið vöru á markað.

Hugtakið, hin nýja viðmiðun (new normal) bar fyrst á góma á fundum hjá lyfjafyrirtækinu, Moderna, og var síðar rætt á fundum hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), þar sem þátt tóku fulltrúar sóttvarnarstofnunar Kína, Bill Gates (f. 1955) og Anthony Fauci. „Hið nýja viðmið“ felur í sér áróður fyrir alheimsflensu og alheimsbólusetningu við kórónaveirunni. Áætlun þessa efnis lá fyrir, þegar í janúar árið 2004. Hún endurspeglast einnig í viðbúnaðaráætlun Evrópusambandsins.

Anthony Fauci hafði borið sig illa undan því, að þjóð hans þráaðist við að þiggja bóluefni við inflúensu. Því þótti skynsamlegt að taka tillit til slíks óvissuþáttar við framkvæmd ofangreindrar áætlunar, sem gerð var hjá Alþjóðaheilbrigðistofnuninni í september árið 2019.

Mánuðum, áður en hin meinta, „nýja“ veira, andnauðarsóttkveikjan, var kynnt til sögunnar, lá fyrir viðbragðsáætlun við faraldri af völdum hennar. Markmiðið var, að í september 2020 væri náð stjórn á almannatengslum á alheimsvísu og að hjarðstýring og tilskipun til bólusetninga á allri heimsbyggðinni lægi fyrir.

Þetta var sem sé í september 2019. Í orðavalinu lá ásetningurinn um að sleppa lausri andnauðarsóttkveikjunni. Í sviðsmyndinni var gert ráð fyrir, að sleppingunni væri lokið um svipað leyti. Það kann að hljóma undarlega, en WHO sagðist hafa afmáð kónónarveiruna árin 2007 og 2008.

Mergurinn málsins er sá, að veiran þótti afar hentug til sýklahernaðar. Það er engum vafa undirorpið, að á árinu 2005 féll valið á veiruna í þessu tilliti. Því miður verðum við stöðugt vitni að því, að velviljað fólk lifi í þeirri trú, að svo hafi ekki verið.

Staðreynd málsins er sú, að málið snýst ekki um bólusetningu við veiru. Í fólk er sprautað broddhvítu í boð-ríbósakjarnsýru (messanger RNA), sem er tölvuherma (computer simulation). Hún er ekki fengin úr náttúrunni. Um er að ræða tölvuhermu, sem hefur verið þekkt árum saman og nýtur einkaleyfis. Það er fullkomlega ljóst, að ekkert lyfjafyrirtæki hefur lagt til atlögu við þessa veiru.

Breski dýrafræðingurinn, Peter Daszak, forstjóri „Umhverfisverndarsamtakanna“ (EcoHealth Alliance), sem m.a. eru fjármögnuð af Anthony Fauci og Bill Gates, sagði 2015:

„Það þarf að auka vitund almennings um aðgerðir í lækningaskyni eins og alhæfs bóluefnis við kórónaveirunni. Fjölmiðlar eru meginaflvakinn. Fjármagnið fylgir í kjölfar blekkinganna (hype). Við verðum að nýta blekkingarnar til þess, sem máli skiptir. Fjárfestar munu bregðast [jákvætt] við, sjái þeir, að hilli undir gróðavon við lok ferlisins.“ (Birt í National Academy Press, 12. febrúar 2016.)

https://thegreatdeception.is/whistle-blowers/dr-david-martin-exposes-the-covid-agenda/

https://www.bitchute.com/video/0iv3ayD0elrG/?fbclid=IwAR0xj7PC_HubNUf8W2YqYnATiUyDB-SCT4w8qhctsx38-JDsSjSNL2PealI

https://www.facebook.com/randy.hillier/videos/530142078244383/


Hvernig var í (heita) pottinn búið? Funheit kynfólska?

Milli jóla og nýárs var heldur lítið að frétta af kynvígstöðvunum samkvæmt fréttamanneskjunum á sjónvarpsstöð okkar allra. Ég vissi ekki gjörla, hvaðan á landsmenn veðrið stóð. Bleik var brugðið, en það átti heldur betur eftir að rætast úr.

Nýja árið var varla gengið í garð, þegar nýi boðhlaupsráðherrann úr Dómsmálaráðuneytinu, Jón Gunnarsson, gekk á fund ríkislögreglustjóra til að grennslast fyrir um sakfellingar karla í kynafbrotamálum. Fjölgun slíkra sakfellinga er sem kunnugt er, einn af burðarásum samstarfs græn-fjólubláu kvenfrelsunarríkisstjórnarinnar.

Í lok fundar sagði Jón fréttamanneskju RÚV, þungur á brún, að einungis fjögur af hundraði kynafbrota í garð kvenna kæmu upp á yfirborðið. Því hafði kvenfrelsarinn, ríkislögreglustjórinn, sem flokkur hans réði á dögunum, hvíslað í eyra ráðherrans. Vonandi er spádómsgáfa ríkislögreglustjóra brigðul. En þessum spádómi fróðari taldi ráðherra að gera þyrfti gangskör að því að ljóstra upp um kvennaníðingana og hvatti þar með brotaþola til dáða.

Vitalía Lazaraeva svaraði kalli ráðherrans snöfurlega og felldi fimm kynfól í einni svipan í hlaðvarpsviðtali við landskunnan bjargvætt þolenda, kynofbeldisfræðinginn og -dómarann, Eddu Falak. RÚV sýndi landsmönnum vel valið skeið úr viðtalinu, meðan fréttamanneskjan útskýrði málavöxtu með andköfum.

Ætli hún hafi nú eygt von um að skapa nýja „me-too“-byltingu? Þrjár síðustu tilraunir fréttastofunnar, þ.e. uppljóstranir um Megas og félaga, óþverrana, sem byrluðu Öfgadísinni eitur og nauðguðu hér um bil, og svo um níðinginn í Landhelgisgæslunni, höfðu einhvern veginn runnið út í sandinn.

RÚV vandaði sig núna og fylgdi fyrri uppskrift í þaula; þ.e. að kalla til helstu mannvitsbrekkur samfélagsins til vitnis um þessa óhæfu. Heimspekingurinn í Háskóla Íslands, sagði eins og Edda Falak, að karlkvikindin gætu bara sjálfum sér um kennt (og hrósaði svo baráttusystrunum í Öfgum); félagsfræðingurinn sagði hrottaskapinn í heita pottinum bera enn einu sinni vitni um kyngefið valdaójafnvægi, guðsgefna drottnun karla, og að uppljóstrunin gæti orðið kveikjan að frekara jafnrétti kynjanna; fjölbreytileika- og kynjafræðingurinn taldi hispurslausa og ískalda frásögn Vítalíu merki um, að konur væru nú æfðari og áræðnari í brotaþolahlutverkinu; talskona Stigamóta sagði það sama og venjulega; talskona eins ofbeldisþolendaathvarfanna sagði, að enn fjölgaði konum, sem segðu farir sínar ekki sléttar um kynferðislega áreitni og kynbundinn níðingsskap í heitum pottum og víðar. Dapurleg er myndin, sem dregin er upp. En til allrar hamingju þrauka konur enn þjáningar og þjösnaskap af hálfu sona, ástmanna, frænda og vina.

Si svona til að gefa umfjöllun sinni aukinn trúverðugleika, hefðu fréttamanneskjur RÚV getað tekið forsætisráðherra vorn tali, fulltrúa „UN Women“ og kvennaathvarfanna í Reykjavík og á Akureyri. Það má enn bæta úr því.

En hvað gerðist í heitapottinum? Brotaþolinn er einn til frásagnar. Það veit bara hún „og nokkrir þrestir.“ En þeir voru snúnir úr hálsliðnum fljótt og vel. Tveir þeirra sögðust saklausir, áður en dauðadómurinn féll. Þeir sýndu þá ósvífni að trúa ekki konunni. Pottníðingurinn lét meira að segja að því liggja, að það væri löglegt að striplast með nakinni konu í heitum potti. Það efast ég reyndar um, því það má ólíklegt teljast, að hann hafi ekki rennt hýru girndarauga til gyðjunnar, Vítalíu, kviknakinnar, kynþokkafullrar og kúgaðrar. Það er óumdeilanlega kynferðisleg áreitni -eða kynbundin ósvífni allavega.

„Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. … Fólk áttar sig ekki á hversu stórt þetta var. Margir halda að þetta hafi verið bara þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum,” segir Vítalía m.a. í spjalli við hina óborganlegu Eddu, sem spyr leiðandi og túlkandi spurninga, sjúkdómsgreinir og dæmir í málinu. Stórfróðlegt samtal, ævinýralegt og lærdómsríkt í öllu tilliti; viðtalstækni, efniviður, málfar og efnistök yfirleitt. Edda Falak er einstök. Mæli með hlaðvarpinu. (https://frettin.is/2022/01/06/mennirnir-sem-vitalia-asakar-fjorir-komnir-i-leyfi-og-einn-mannana-laetur-af-storfum/)

Fátt lýsir fréttamennsku RÚV betur en umfjöllunin um þetta hlaðvarp. Lágkúra í fréttamennsku ríkisfjölmiðils verður vart meiri.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hinum réttarhöldunum – í karllæga dómskerfinu. Jón dómsmálaráðherra hefur ærinn starfa fyrir höndum. Það hlýtur að blasa við, að veita þurfi verulegum fjármunum til stofnunar sérstaks kynafbrotadómstóls til viðbótar kynafbrotadeildum hjá lögreglu, sem trúi konum og afgreiði slík mál fljótt og vel til að komast hjá biðlistum. Það væri í anda jákvæðrar mismununar, að þar störfuðu bara kvenfrelsunarkonur – ekki endilega menntaðar lögmanneskjur.

Einnig er einboðið að koma þurfi á fót meðferðarstofnun fyrir brotaþola eða stórauka fjárveitingar til Stígamóta, svo stíga mættu hlutaðeigandi konur út úr áfallastreituröskunaráfalli sínu. En samkvæmt áfallafræðivísindum kvenofbeldisiðnaðarins á Íslandi, er slíkt áfall óhjákvæmilegur fylgifiskur kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis og kyngerviseineltis og kynbundinnar ósvífni. Sömuleiðis ætti að banna þá frygðarfullu dægrastyttingu karlþjóðarinnar að striplast í heitum pottum með konum á Evuklæðum. Óeðli þeirra samkvæmt er viðbúið, að þeir geri dísunum glingrur og stígi í vænginn við þær.

Það væri betur, ef allir brotaþolar – svo ekki sé minnst á brotabrotaþola og þaðan af bágstaddari þolendur - sýndu sama styrk og Vítalía: „Þetta eru fyrir mér ekkert endalokin. Mitt líf er bara að byrja. Ég er 24 ára … Það [fólk] þarf ekkert að hafa áhyggjur af minni framtíð. Ég er alveg slök yfir þessu,“ segir hún.

Það virðist gæta torkennilegrar örvæntingar hjá fréttastofunni. „Me-too“ – bylting liggur henni á sinni. Hún leitar dyrum og dyngjum að meinsemdum karlmennskunnar. Fyrir nokkrum dögum síðan skýrði hún frá þeim hörmulega atburði, að ung kona og efnileg, hefði verið myrt á Írlandi. Þennan dag voru mýmörg morð framin um alla veröldu, ef marka má staðtölur. RÚV taldi þennan viðbjóð fela í sér þann kynjaójafnréttisboðskap, að konur væru ekki óhultar fyrir körlum.

Val frétta endurspeglar þroska, þekkingu, hugarfar og innræti starfsmanneskjanna á fréttastofunni. Stundum er valið hér um bil spaugilegt. Fyrir fáum árum síðan skýrðu danskir fjölmiðlar frá því, að ung stúlka, brotaþoli, hefði dregið ákæru um hópnauðgun tilbaka og þar með frelsað pilta fimm úr fangelsi. Danir trúa líka konum. RÚV sá ekki ástæðu til að leggja út af þessari staðreynd, en flutti þess í stað fréttir af dönskum karlpresti, sem ákærður var fyrir kynósóma.

Nú heggur fréttastofa RÚV reyndar aftur í sama knérunn. Við eftirgrennslan komst hún að því, að biskup hefði fjarlægt tvo presta úr embætti fyrir sömu sakir, eftir að kynafbrotadómstóll kirkjunnar felldi dóm. Ætli það séu karlar?

https://www.dv.is/frettir/2022/1/6/samantekt-mali-dagsins-fimm-thjodthekktir-karlmenn-stiga-til-hlidar-kjolfar-asakana-ungrar-konu-um-kynferdisbrot/


Kína í austrinu rís

Það eru ekki ýkja mörg ár umliðin, síðan Deng Xiaoping (1904-1997) lét þau orð falla, að það mætti einu gilda, hvernig kötturinn væri á litinn, bara að hann veiddi mýs. Þennan örsmáa mann dreymdi stóra drauma um viðreisn Kínverja. Kínverjar fóru sömu leið og Japanar áður, tileinkuðu sér tækni Vesturlanda. En nú er öldin önnur. Sól þeirra er risin og skín skært. Kínverjar eru ötulir við að kaupa vestræn tæknifyrirtæki. Meira að segja Volvo er nú kínverskt farartæki. Draumur Deng er orðinn að veruleika. Kína heilsar veröldinni sem ofurríki nýrrar tækni.

Forseti Kína, XI Jinping (f. 1953), áréttaði drauma Deng árið 2014, þegar hann trúði veröldinni fyrir því, að Silkileiðin skyldi endurvakin – eða hagbelti Silkileiðarinnar. Þar fer nú um „hraðlest.“ Hann sá fyrir sér nána samvinnu Þjóðverja og Kínverja um að tengja saman markaði Evrópu og Austur-Asíu, með afleggjara til Afríku um Mið-austurlönd. Sýrlendingar eru þegar komnir um borð, Íranir hafa pantað miða. Kínverjar eru þegar mikilvægasta viðskiptaþjóð Þjóðverja.

Norður-ameríski hagfræðingurinn, David Paul Goldman (f. 1951), ritstjóri hjá Asíutíðindum (Asia Times) segir: „Eftir hrun kommúnismans fyrir þrem áratugum síðan gátu Norður-Ameríkumenn ekki gert í sér í hugarlund, að annar kænn (tactic) keppinautur kæmi fram á sjónarsviðið. Þjóðartekjur á mann á lokaáratugi síðustu aldar var einungis einn níundi hluti þess sem hann er í dag. Norður-amerísk fyrirtæki litu á Kína sem uppsprettu ódýrs vinnuafls fyrir óarðbærar framleiðslugreinar og hagfræðingarnir þar um slóðir trúðu því, að innflutningur ódýrs varnings þaðan væri Bandaríkjum Norður-Ameríku hagstæður. Ameríkumenn gátu einfaldlega ekki gert sér í hugarlund, að Kínverjar gætu tekið það heljarstökk að verða tæknilegt ofurveldi. Enn þá trúum við ekki eigin augum.“ (https://steigan.no/2021/03/kina-regner-med-a-bli-teknologisk-supermakt/)

Fyrir tveim árum síðan áttu Kínverjar flestar umsóknir um einkaleyfi á tækninýjungum hjá Alþjóðlegu einkaleyfisstofnuninni (Worlds Intellectual Property Organization (WIPO) - Patent Cooperation Treaty). Tækni þeirra telja vestræn ríki ógnandi. Huawei 5-G fjarskiptatæknina, sagði Donald Trump „hættu við þjóðaröryggið.“

Í miðri heimskreppu vinna Kínverjar efnahagslega sigra, samkvæmt norður-ameríska stjórnmálafræðingnum, Godree Roberts, sem skrifað hefur bókina, „Ástæður þess, að Kínverjar eru fremstir í flokki í veröldinni: Hæfileikar á tindinum, þekking í miðjunni og lýðræði á botninum“ (Why China Leads the World: Talent at the Top, Data in the Middle, Democracy at the Bottom). Hér er ágrip af landvinningum þeirra, samkvæmt bókarhöfundi. (Hér er vitnað til þessarar umfjöllunar: (https://steigan.no/2022/01/midt-i-den-globale-krisa-kina-leverer-sine-beste-resultater-noen-gang/ ):

Kínverska ríkið útrýmdi sárri fátækt; sýndi hagvaxtarauka, sem nemur tveim billjónum dala; varð ríkasta þjóð á heimskringlunni; varð stærsti fjárfestir á heimsvísu; varð stærsti markaður kvikmynda á heimsvísu; skóp um bil einn milljarðamæring á degi hverjum og þrjú hundruð milljónamæringa; lagði nýjar járnbrautir í sjö löndum, þá fyrstu í Laos; jók lestarferðir um þriðjung milli Evrópu og Kína, þ.e. fimmtán þúsund vörulestir; gerðist þátttakandi í viðskiptasáttmála Suður-austur Asíu og Eyjaálfu „Regional Comprehensive Economic Partnership“, sem státar af þriðjungi heimsviðskipta og mannfjölda; seldi í netsmásölu á einum sólarhringi fyrir 140 milljarða dala (Amazonmetið er fimm milljarðar); setti fyrstu rafmynt seðlabanka á markað; skaut Vesturveldunum ref fyrir rass í rannsóknum í skammtaeðlisfræði; smíðaði bestu hraðvinnslutölvuna; smíðaði ofurflugskeyti (sem Bandaríkjamenn eiga ekki svar við); eignaði sér rúman helming af orkusparnaði þjóða heims; fann meðferð við Covid-veirunni, sem hindrar sjúkrahúsinnlagnir og fækkar dauðsföllum af völdum hennar með tæplega áttatíu af hundraði, það er 0.6% af tíðni dauðfalla í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Og lengi mætti enn upp telja.

Það leikur varla vafi á því að hugsa verði hlutverk Kínverja í veröldinni upp á nýtt. Einu sinni kölluðu kínverskir áróðursmenn Bandaríkjamenn fyrir „pappírstígra.“ Líklega eru það nú orð að sönnu. Meðan Vesturlandabúar ganga vakslega fram í því að frelsa konur vegna kynferðis, „frelsast“ þær af eigin verðleikum í Kína. Meðan Vesturlandabúar – með BNA í broddi fylkingar – hamast við að grafa undan vísindastofnunum sínum í nafni ýmis konar rétttrúnaðar og útskúfa hæfileikaríkustu vísindamönnum sínum, hlaða Kínverjar undir þá og hampa. Meðan Vesturlönd leggja sig í líma við að níða karlmennskuna niður, ekki síst í skólunum, leitast Kínverjar við að virða hana og styrkja.

En Kínverjar og Vesturlandabúar eru að einu leyti samstíga. Þeir gefa lýðræðinu langt nef og stefna hraðbyri í átt að alræði – jafnvel grænu alræði. Raunar hefur sóttvarnaralræði þegar skotið rótum á Vesturlöndum.

 

https://www.gatestoneinstitute.org/17160/china-tech-war


Undirlægjur, ógn og ótti 2: Robert Altemeyer

„Ég held ekki, að fasískt einræði sé yfirvofandi. En við erum ekki vel varin gegn því. Og mér segir svo hugur, að hættan hafi aukist upp á síðkastið ... Ellefu árum síðar (2007) ... held ég, að atburðir eins og „9/11“ hafi feykt okkur að barmi glötunar. Valdógnin hefur aukist stöðugt og allir varnargarðar, sem ég eygði 1996, eins og árvökul og frjáls miðlun, hafa brostið, eru eyðilagðir. Valdlægjan er að mínum dómi helsta áskorunin.“

„Drottnurunum er það að skapi, að þú verðir afhuga stjórnmálum og finnir til vonleysis. Þú flækist fyrir þeim. Þeir óska þess, að lýðræðið líði undir lok, að frelsi þitt verði skert, að jafnræði verði upprætt. Þeir vilja stjórna öllu og öllum, þeir vilja gína yfir öllu. Og undirlægjurnar eru búnar til hergöngu í anda „hinna fornu trúarbragða“, til krossfarar, sem mun eiga sér stað, ef þú spyrnir ekki við fótum.“

Þessi orð skrifaði Robert Anthony Altemeyer (f. 1940), sálfræðiprófessor við Manitoba háskólann í Kanada. Það lá honum eins og mörgum öðrum á hjarta að gera sér grein fyrir uppgangi og lýðræðislegri valdayfirtöku gerræðishreyfinga nasista og fasista í siðmenntaðri Evrópu fyrir tæpri öld síðan. Robert hefur þá sérstöðu að hafa rannsakað fyrirbærið um áratuga skeið.

Meginverk hans á þessu sviði er bókin „Valdlægjurnar“ ( eða undirlægjurnar - The Authoritarians), sem kom út árið 2006. Verk Roberts mætti jafnvel líta á sem eins konar framhald rannsókna og kenninga austurríska læknisins og sálkönnuðarins, Wilhelm Reich (1897-1957), og þýska félagsfræðingsins m.m., Theodor W. Adorno (1903-1969). Bækur hins fyrrnefnda þóttu svo hættulegar almenningi, að þær voru brenndar í Bandaríkjum Norður Ameríku.

Robert segir: Hin mikla ráðgáta um sálina hefur ævinlega verið, hvers vegna sumir velja alræði fremur en frelsi.

Trúlega mun það alltaf verða svo, að í umhverfinu leynist einstaklingar, sem þrá það eitt að verða einráðir. Sumir þeirra eru sauðheimskir, aðrir afar greindir. Margir þeirra eru viðhlæjendur, en þeir eru ekki „vinir,“ viðmótsþýðir og alþýðlegir. Innra með þeim eru hatursumbrot, sem leiðtogarnir geta auðveldlega leyst úr læðingi.

Rannsóknir hafa leitt í ljós, að undirlægjurnar lifa lífi sínu skertari í hugsun en gengur og gerist, röksemdafærslur þeirra eru lausar í reipunum, viðhorf þeirra eru einstrengingsleg, þær eru tvöfaldar í roðinu, tala tungum tveim, sýna yfirdrepsskap, sjálfsblindu, djúprætta þjóðernishyggju, og til að bæta gráu ofan á svart; þær eru haldnar grimmilegu ofstæki, sem gerir það að verkum, að varla er unnt að ná til þeirra með rökum eða sönnunum.

Valdlægjusamfélagið verður til, þegar fylgjendur afsala of miklu til leiðtoga sinna, treysta þeim of mikið og gefa þeim of frjálsar hendur um hvaðeina, sem þeim þóknast. Oft og tíðum er það sitthvað ólýðræðislegt, ofríkislegt eða grimmilegt. Á síðustu öld stafaði lýðræðinu mestri ógn af einræðisríkjum byltingarmanna (kommúnista) eða fasista. Þau lutu þó í lægra haldi, bæði í stríðum heitum og köldum. En leiðtogadýrkunin er hvergi nærri horfin.

Í áranna rás hef ég komist að því, að valdsundirlægjurnar hafi alsælar látið sér lynda fjölmargar óréttmætar og ólögmætar aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada. Viðhorf þeirra til ríkistjórna má orða sem „pabbi og mamma vita best.“

Undirlægjurnar eru óttaslegnar skræfur, sem ráðast til atlögu, þegar þær eru vissar um að yfirbuga andstæðinginn, sem þær telja sig siðferðilega hafna yfir. En óttinn getur hvort heldur sem er, örvað til undirlægjuháttar eða ýgi, árásar.

Andstæðingana telja undirlægjurnar til úthóps, sem þær hafa alls konar fordóma um. Fordómarnir búa í manngerð þeirra og geta færst yfir á hvaða úthóp sem er. Undirlægjurnar láta til skarar skríða, ef leiðtoginn heldur yfir þeim hlífiskildi. Annars ekki, því þær eru gungur. En í valdlægjuhópum þvo leiðtogarnir venjulega hendur sínar af andstyggðarverkum fylgismanna sinna.

Undirlægjurnar tengjast innhópi sínum afar sterkum böndum. Ógn að utan þjappar hópnum saman. Efasemdir um leiðtogann eða viðhorf og reglur hópsins geta orðið afdrifaríkar. Hollusta við hópinn er megindyggð. Undirlægjuháttur og bókstafstrú eru nánar hliðstæður. Bókstafstrúarmenn eru gjarnir á að fylla flokk undirlægjanna. Megineinkenni þeirra eru: Gefa sig auðveldlega undir vald, eru ýgir í nafni þess valds og svo auðmjúkir valdinu, að þeir telja blinda valdhlýðni dyggð.

Ótti er auðvakinn með bókstafstrúarfólki, það er sannfært um eigið ágæti og býr yfir hatri í garð úthópa. Hatrið er auðvelt að leysa úr læðingi. Það er taumlipurt, heldur frábitnið því að hugsa sjálfstæða hugsun. Skynsemi og staðreyndum hrindir það frá sér eins og vatni sé skvett á gæs.

Bókstafstrúarmenn reiða sig á stuðning hópsins til að treysta skoðanir sínar. Þar eru þeir hollir liðsmenn, hugur þeirra er afgirtur og hólfaður. Tvöfeldni er áberandi í dómum þeirra. Stundum virðast grundvallarlögmálin harla götótt og þeir eru oft hræsnarar. Sök bítur ekki á þeim.

Bókstafstrúarmenn horfa á sjálfa sig blindu auga, fullir af þjóðrembu og fordómum, skammsýnir og þröngsýnir. Þeir geta sýnt sorglegan þekkingarskort á því, sem þeir andæfa. En þeir kjósa heimskuna og vilja stuðla að samskonar heimsku hjá öðrum. Til mikillar furðu eru þeir einnig jafn vankunnandi um eign trúaratriði. Sumir ala á ótta um gildi dýpstu sannfæringar sinnar. En hverju sem því líður eru þeir hamingjusamir og töluvert ötulir.

Robert leiðir huga okkar að rannsóknum norður-ameríska sálfræðingsins, Stanley Milgram [1933-1984], sem leiddu í ljós, að flestir á fullorðinsaldri væru tilbúnir til þess að valda saklausum fórnarlömbum óbærilegum sársauka, jafnvel þótt dauði þeirra væri yfirvofandi. Þessar rannsóknir, unnar við Yale háskólann í BNA, hafa verið endurteknar víðar þar í álfu, í Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni, í Austurríki og Jórdaníu. Þátttakendur hafa komið úr röðum námsmanna og óbreyttra borgara. Það hefur engu skipt með tilliti til niðurstaðnanna, sem alls staðar eru þær sömu.

Vonandi hvetja þessi orð Roberts okkur til umhugsunar um eðli mannsins og fjöregg hans, lýðræðið. Það er í bráðri hættu.


Næsta síða »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband