Lífmælingaauðkennið, snjallbuddan, stafræni leiðtoginn og Greiðsluveitan

Tæknijöfrar, fyrirtæki, embættismenn og stjórnvöld falbjóða stöðugt nýja tækni okkur til hægðarauka. Stundum er snúið að átta sig á, hver tekur ákvarðanir um innleiðingu þessarar hagræðingartækni. Þegar ekki er um raunverulega valkosti er að ræða, verður að líta á þennan „hægarauka“ sem hreint tækniofbeldi. Það er t.d. orðið vonlítið að nýta sér þjónustu banka og opinberra stofnanna, nema eiga snjallsíma. Þau þægindi geta verið dýru verði keypt. Snjallsíminn er nefnilega upplagt njósnatæki eins og annar töluvbúnaður. Eftirlitið í veirufári stjórnvalda var dæmi um slíkt.

Það hefur lengi legið í loftinu – með fyrirmyndum frá Kína t.d. – að enn skyldi auka „hægðaraukann,“ þ.e. að setja inn í auðkennin allra handa upplýsingar um snjallberann, sem meira að segja umbreytist í „tölvumenni“ eða „snjallmenni,“ ef áætlanir G7 ríkjanna, Evrópusambandsins og Alheimsefnahagsstofnunarinnar ganga eftir – sem allt stefnir hraðbyri í að óbreyttu.

Nú þegar ganga sumir um eins og örmerktur búfénaður með örflögu undir húð. Það má í slíka snjallflögu forrita hitt og þetta. Hver ætli verði húsbóndi þessa nýja búpenings?

Það hefur verið á allra vitorði, að Úrsúlu og vini hennar hjá Evrópusambandinu hefur dreymt um að örmerkja fólk, svo greina megi að hafrana frá sauðunum í sambandi við bólusetningar. Almæltar eru hugmyndir um að samþætta vegabréf (gamaldags auðkenni) og bólusetningabréf. Nú er komið eindregið framkvæmdahljóð í strokkinn.

Stjórnvöld víða um álfu, ásamt bankamönnum, forstjórum einkafyrirtækja og opinberra, gera nú gangskör að því að beita nýjustu kennsla- og lífmælingatækni (biometric) til að smíða nýju auðkennin. Ísland tekur þátt í tilraunaverkefni um snjallbudduna og viðeigandi snjallmælingar, ásamt Danmörku, Lettlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Noregi.

Samsteypa, sem kölluð eru NOBID samsteypan (consortium), samvinna norrænna ríkja og ríkja við Eystrasalt, hefur yfirumsjón með tilraunaverkefninu. Því er lýst sem alevrópsku (pan-european) greiðslukerfi í tengslum við evrópska snjall- eða rafbuddu Evrópusambandsins.

Seðlabanki Íslands hefur sett á stofn fyrirtæki til að sinna þessu, enda eru Íslendingar brautryðjendur. Það heitir Greiðsluveitan. Svo segir á heimasíðu þess:

„Greiðsluveitan er sjálfstætt starfandi einkahlutafélag í eigu Seðlabanka Íslands. Hjá því starfar hópur sérfræðinga sem sinnir hinum ýmsu verkefnum tengdum starfsemi félagsins. [Við hvað ættu þeir annars að starfa?]

Greiðsluveitan hefur innleitt stjórnunarkerfi vegna upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001:2013 staðlinum og hefur hlotið vottun þess efnis …

Greiðsluveitan hefur hlotið vottun frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki 2012 – 2020. …

Tilgangur félagsins er að starfrækja greiðslukerfi og önnur þjónustukerfi tengd greiðslumiðlun í samræmi við gildandi lög og reglur, þ.á m. að viðhalda og tryggja öryggi og virkni þeirra, svo og skyld starfsemi.“

Fyrirtækið virðist hafa umsjón með Greiðsluráði. Því fyrirbæri er svo lýst: „Nýtt greiðsluráð á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið stofnað og hélt það sinn fyrsta fund miðvikudaginn 2. febrúar 2022.

Greiðsluráð er umræðu- og upplýsingavettvangur stjórnvalda, markaðsaðila og annarra hagsmunaaðila um málefni greiðslumiðlunar og fjármálainnviða. Markmiðið er að draga fram sjónarmið þeirra aðila sem hafa hagsmuni af og nýta fjármálainnviði og veita stuðning við framþróun og nýsköpun í greiðslumiðlun.

Eftirtaldir aðilar eiga fulltrúa í ráðinu: Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Viðskiptaráð Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja, Reiknistofa bankanna, Samtök iðnaðarins, fjármála- og efnahagsráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands.

Greiðsluveitan ehf., dótturfélag Seðlabanka Íslands, annast undirbúning funda og seðlabankastjóri, sem er formaður ráðsins, stýrir fundum þess. Gert er ráð fyrir að greiðsluráð fundi tvisvar á ári. Allt efni tengt greiðsluráði verður birt fljótlega eftir hvern fund á sérstöku svæði á vef Seðlabanka Íslands.“

Það er enn fremur upplýst, að unnið hafi „verið að endurskipulagningunni í anda þess sem kom fram í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út 2018.“

Hvergi hef ég rekið augun í upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins um lífmálsauðkennið, sem það vinnur að. Hvergi hef ég heldur rekið augun í kynningu á tilraunaverkefninu. Ei heldur skoðanakönnun meðal almúgans.

En á heimasíðu „Island.is“ rakst ég á eftirfarandi texta á ensku (lauslega snarað af mér):

„Snjallbudda Evrópusambandsins felur í sér öruggt lífmælingasmáforrit. Að því fullbúnu mun það auðvelda þegnum Evrópuríkja að færa sönnur á skilríki sín, opna aðgang að opinberri þjónustu og þjónustu einkafyrirtækja, jafnframt því að geyma viðkvæm snjallskjöl á einum staði. Tillaga samsteypunnar [NOBID], í þá veru að útfæra eitt fjögurra tilraunaverkefna, er í fullu samræmi við lykilmarkmið Evrópusambandsins um heildarumgjörð stafrænna skilríkja.“

Að sögn Andra Heiðars Kristinssonar, hins „stafræna leiðtoga“ Íslendinga „eru Íslendingar hreyknir umsóknaraðiljar í NOBID verkefninu (project).“

Á sömu síðu er einnig upplýst, að 95% þrettán ára og eldri hafi rafskilríki í snjallsíma sínum eða á korti. Og meira að segja gamlingjar, þ.e. eldri en sjötíu og fimm ára, slá ekki slöku við, 75% hafa umrædd skilríki.

Á heimasíðu Stjórnaráðsins má lesa: „Andri Heiðar Kristinsson hefur verið ráðinn stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en starfið var auglýst í nóvember síðastliðnum. Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og hefur ríkisstjórnin ákveðið að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið almennings við hið opinbera fyrir lok ársins 2020.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett á fót verkefnastofu um stafrænt Ísland til að tryggja framgang markmiða ríkisstjórnarinnar. Verkefnastofan vinnur með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti.“

Óskar þú lífmælingaauðkennis? Kaust þú þessa snjallstefnu stjórnvalda?

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/31/Andri-Heidar-Kristinsson-radinn-stafraenn-leidtogi-i-fjarmala-og-efnahagsraduneytinu-/ https://island.is/s/stafraent-island https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2022/02/02/Nytt-greidslurad-heldur-sinn-fyrsta-fund/ https://www.greidsluveitan.is/um-fyrirtaekid/ https://petersweden.substack.com/p/paying-with-microchip-implant?utm_source=substack&utm_campaign=post_embed&utm_medium=web https://steigan.no/tag/digital-id/ https://island.is/en/news/iceland-in-a-european-cooperation-with-eu-digital-identity-wallet https://www.nobidconsortium.com/ https://www.nobidconsortium.com/press-release-14-december-2022/ https://tkp.at/2022/04/29/frankreich-rollt-digital-id-aus-wenige-tage-nach-macrons-wiederwahl/ https://steigan.no/2022/12/norge-i-spissen-for-a-utvikle-eus-digitale-lommebok/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2022/08/jat-til-kontanter-nei-til-overvaking-og-kontroll/ https://tkp.at/2022/03/15/oesterreichs-naechster-schritt-in-die-totale-digitale-kontrolle-id-austria/ https://www.nrk.no/sorlandet/bankid-pa-mobil-blir-historie_-_-vil-gjore-hverdagen-enklere-1.15919766 https://tkp.at/2022/05/14/norwegen-biometrische-digital-identitaet-kommt/ https://petersweden.substack.com/p/digital-id-biometrics?s=r


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband