Kynlífsórar kvenna. Bók Nancy Friday. Leynigarðurinn minn. 2: Nauðgun og annað ofbeldi

Aðvörun: Í pistlinum koma fyrir bersöglilýsingar kvenna á kynlífsórum sínum. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.

Konur kveinka sér stöðugt undan nýjum tilbrigðum við kynofbeldi karla. Nú er það orðið kynofbeldi af karlmanns hálfu, álpist hann inn í sjónmál konu og líti hana hýru auga - að hennar eigin dómi. Því væri ekki úr vegi að líta um öxl og horfa til kynlífsþjáninga formæðra þeirra til samanburðar og aukins skilnings. Allt er greinilega á hverfanda hveli í þessu efni. (Blaðsíðutölur í sviga).

Órar um nauðgun og ofbeldi eru viðmælendum Nancy stundum hugleiknir til örvunar og unaðs í kynlífinu. Endur fyrir löngu benti Sigmund Freud (1856-1939), upphafsmaður sálgreiningar (psychoanalysis) á samtvinnun ýgi - gegn sjálfum sér og öðrum – og kynhvatar í sálu manna. Frá dögun mannlífs virðist ýgin og ofbeldið hafa fylgst að.

Kvenskjólstæðingar Sigmund skýrðu honum ósjaldan frá nauðgunarreynslu í æsku, meðal annars af hendi föður síns. Slíkar frásagnir tók hann góðar og gildar framan af, en fór síðan að efast um, að þær hefðu allar við rök að styðjast. Trúlega væri svo, að reynslan ætti rætur í kynórum hlutaðeigandi kvenna. Þessi kenning hefur gert Sigmund að einum versta fjanda kvenfrelsaranna. Það hefur vafalaust ekki orðið honum til vegsauka í þeirra augum heldur, að hann var hvítur karlmaður.

Hér fylgja nokkrar sögur úr brautryðjandariti Nancy:

Alison, sem er fjórtán vetra, notar í órum sínum kunnuglega ímynd eða nauðgarakjörmynd; hinn ofsafengna sjómann. Hinn leikarinn á sviðinu er vinkona hennar: „Í svefnherberginu mínu leikur hún brjálæðing hússins, en ég óspjölluðu meyja. Hún klæðir mig í kynþokkafull baðföt … Síðan leikur hún hlutverkið sem ógnvænlegan sjómann, sem nauðgar mér. Hún leggst ofan á mig og nuddar láfu sinni við mína. Ég fæ æðislega fullnægingu (æðislegri en hjá hvaða karlmanni sem væri).“ (274)

Elizabeth er gift húsmóðir. Hún býr yfir fjörugu ímyndunarafli, sem hún beitir óspart, þegar hún fróar sér. Elizabeth ímyndar sér sölumann, sem kveður dyra. Hún býður honum inn fyrir. Meðan á söluræðunni stendur, fækkar hún fötum og fróar sér. Frygð beggja eykst stöðugt: „Þegar hér er komið sögu býð ég honum stundum að ráðast til inngöngu [í mig]. Það veldur honum undrun og yndi. Hann nær varla af sér buxunum sökum ógurlegs holdriss. … Hann slær helming af hverju því, sem hann hefur á boðstólnum … Meðan ég ímynda mér þetta sting ég gulrót eða þvíumlíku upp í endaþarminn og örva snípinn með hendi eða titrara til að magna órana.

Stundum breyti ég söguþræðinum. Ég geri ekkert til að tæla eða hvetja karlmanninn. En þegar hann kemur inn í húsið eru töfrar mínir slíkir, að það halda honum engin bönd. Og hann nauðgar mér þarna í setustofunni – en gætir þess að valda mér ekki eiginlegum sársauka eða meiða mig. Ég ímynda mér, að hann sé einstaklega kunnáttusamlegur elskhugi. Enda þótt ég hafi afneitað og reynt að telja honum hughvarf, fer svo, að ég þrábið um meira af svo góðu. Hann stríðir mér og giljar og krefst þess svo, að ég veiti honum unað með ýmsu móti … athafnir, sem mér eru ókunnar og hef aldrei verið beðin um. [En] ég hef oft óskað þess, að eiginkarlinn hefði beðið mig þessa.“ (92)

María hefur verið gift í þrjú ár: Hún segir: „Stundum geri ég mér í hugarlund, að eiginkarlinn sé svo spenntur fyrir mér, að hann rífi af mér fötin og „nauðgi“ mér. … Uppá síðkastið hef ég oft og tíðum verið afundin, þegar hann stígur í vænginn við mig (sem er um það bil mánaðarlega), svo að hann þvingi mig til samræðis og í þeirri von, að hann nauðgi mér einhvern veginn. Enn sem komið er, lætur hann hjá líða.“ (36-37)

Annabel óskar sér aftur á móti fleiri elskhuga. Hún segir: „Órar mínir eru ævinlega á sömu lund. Mér er nauðgað - ekki af einum manni heldur þrem eða fjórum. En það skrítna er, að þegar þeir skiptast á, þarf ég [stöðugt] á stærri böllum að halda. Ég ímynda mér þá stundum níu tommur [tæplega 23 cm.] og tólf tommur [rúmir þrjátíu ca.]. Það hefur í för með sér losta, þegar ég glenni mig út til að taka við þeim, og gefur mér alltaf unaðslegustu fullnægingu.“ (74)

Hugmyndaflug ónefndrar er fjölskrúðugt: „ Mér er nauðgað af [karla]gengi í Harlem eða dregin á tálar af herbergisfélaga kærasta míns. Eða ég er sjálf hin óspjallaða mey, sem tæli. Eða teknar eru af mér myndir fyrir klámkvikmynd eða … ég eigi bólfarir með öðrum pörum (sú athöfn svínvirkar).“ (336)

Ónefnd kynsystir hennar kemur einnig víða við: „[Mig dreymir] um samneyti við tvo karlmenn, sem hafa munnmök við mig samtímis. Eða eiga samfarir, meðan á sjónvarpssendingu stendur, því það kyndir óra um, að ég hafi áhorfendur. Eða að fróa mér fyrir framan mannþröng, þannig að hver og einn finni til frygðar. Eða ég geri mér í hugarlund, að ég laumi hendi minni niður í buxur karlmanns og frói honum. Eða ég ímynda mér, að mér sé nauðgað af myndarlegum, ókunnugum karlmanni, sem stöðugt blótar: „Reður minn er á kafi í kuntu þinni. [Hún] logar í björtu báli. [É]g ætla að sprauta yfir þig alla, í augu þín og rass, og svo framvegis,“ kryddað með útvöldum blótsyrðum (fuck me‘s).“ (348)

Nauðgunarórarnir eru stundum kryddaðir með meira ofbeldi: Nafnlaus segir: „Ég er hlekkjuð og ég er barin, þvinguð til samfara. Þetta undrar mig, því ég hef aldrei leyft karlmanni að leggja á mig hendur … En engu að síður leita ég sífellt aftur til þessara aðstæðna.“ (339)

Sjálf nýtur Nathalie þess að vera ágeng eða árásargjörn í kynlífi sínu. Hún segir: „Stundum nýt ég þess að vera óvægin í kynlífi, stundum krefst ég þess að vera undirgefin. … Ég hef ævinlega ögrað til rassskella. Þeir eru aldrei úr lausu lofti gripir. Meðfæddur, kvenlegur kvikyndisháttur gerir það að verkum, að ástmaður minn segir hæglátlega: „Jæja, gott og vel, en nú er nóg komið.“ Ég svara til: „Skipa þú mér ekki fyrir.“ Þá segir hann: „Þú ert að biðja um hressilegan rassskell.“ Og ég svara stríðnislega: „Ég vildi gjarnan sjá þig reyna.“ (145-146)

Enn þá eitt tilbrigðið við nauðgunarstefið upplýsir Heather okkur um. Auðmýkingin ein og sér, án þess að komi til nauðgunar eða bókstaflega ofbeldis, gæti líka örvað. Hún lýsir því svo: Stundum, þegar mér reynist erfitt að fá fullnægingu – (kærastinn verður alltaf að örva mig með hendi, þegar hann hefur lokið sér af) - ímynda ég mér eftirfarandi: „Ég læt sem ég hafi verið auðmýkt með einhverjum hætti. Eða þá, að karlmaður, þrælahaldari t.d., hafi mig til sýnis fyrir vini sína. Guð má vita, hvers vegna, en ef ég ímynda mér þetta nógu stíft, fæ ég bullandi fullnægingu.“ (151)

Læt þetta duga í bili. Enn er af nógu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband