Kynlífsórar kvenna. Bók Nancy Friday. Leynigarðurinn minn. 1: Inngangur og baksvið

Aðvörun: Siðar í pistlinum koma fyrir bersöglilýsingar kvenna á kynlífsórum sínum. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.

Ungar konur kveinka sér stöðugt undan nýjum tilbrigðum við kynofbeldi karla. Nú er það orðið kynofbeldi af karlmanns hálfu álpist hann inn í sjónmál konu og líti hana hýru auga - að hennar eigin dómi. Því væri ekki úr vegi að líta um öxl og horfa til kynlífsþjáninga formæðra þeirra til samanburðar og aukins skilnings. Allt er greinilega á hverfanda hveli í þessu efni.

Á áttunda áratugi síðustu aldar var nýju lífi blásið í aldagamla baráttu til (sí)frelsunar kvenna. Þá komu út nokkur grundvallarrit kvenfrelsunar seinni áratuga. Eitt þeirra var rit Betty Friedan (1921-2006), „Hin kvenlega dulúð“ (The Feminine Mystique). Hún skrifaði um hinn „nafnlausa vanda“ kvenna, þ.e. þau leiðindi, sem konum voru búin í kúgun sinni á heimilinu. Lausn á nafnlausa vandanum taldi hún m.a. vera launavinnu, skólagöngu, valdeflingu og frelsi til kynlífs. (Sjálf lýsti hún fullnægjandi kynlífi með karli sínum.)

Um svipað leyti (1973) kom fyrir almennings sjónir annað merkt rit, „Leynigarðurinn minn: Kynlífsórar kvenna“ (My Secret Garden: Women‘s Sexual Fantasies). Höfundurinn, Nancy Colbert Friday (1933-2017), var bandarískur blaðamaður og kvenfrelsari. Hún gekk í hinn nafntogaða kvennaháskóla, „Wellesley College“ einn hinna rómuðu „Sjö systra kvennaháskóla“ í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA).

Bókin er vel á fjórða hundrað síður að umfangi og hefur að geyma á fimmta hundrað sögur um kynlífsóra eða -reynslusögur kvenna í BNA, Englandi og á ítalíu. Nancy átti ýmist viðtöl við þátttakendur eða þeir skrifuðu henni lýsingu í kjölfar auglýsingar eftir lysthafendum. (Blaðsíðutölur í sviga.)

Aðfaraorð ritar norður-ameríski rithöfundurinn, Joan (Terry) Theresa Garrity (f. 1940) (dulnefni „J“), sem skrifaði bókina, “Hina ástríðuþrungnu konu: Fyrsta leiðarvísi handa konum, sem þrá að blómstra á alla vegu sem konur“ (The Sensuous Woman: The First How-to book for the Female Who Yearns to Be All Woman), sem kom út árið 1969 undir dulnefni höfundar. Bókin er fyrst og fremst leiðarvísir handa konum til betra kynlífs.

Hún skrifar: „“[L]eynigarðurinn minn“ markar þáttaskil í kynlífsmenntun, því þar er kannað eitt af síðustu ókönnuðu svæðum kynlífs kvenna. [Könnunin] knýr okkur til að viðurkenna, að hugsanlega gæti ímyndun verið jafn nauðsynleg fyrir fullnægjandi kynlíf eins og draumar fyrir heilbrigðan svefn.“ (14)

Viðauka skrifaði norður-ameríski geðlæknirinn og sálkönnuðurinn (psychoanalyst), Martin Shepard (1934-2020).Hann segir:

„“Leynigarðurinn minn“ er safn óritskoðaðs vitnisburðar um leyndustu hugsanir kvenna um kynlíf. Þetta hefur aldrei áður verið gert á okkar méli. Ég hef sem geðlæknir, áður ljáð slíkum órum eyra. Að mínum dómi er heiðarlega frá sagt.“ (350)

Líklegt má telja, að Nancy hafi með bókinni stuðlað að kynlífsstríðunum í hreyfingu kvenfrelsaranna, þ.e. þriðju kvenfrelsunarbylgju, sem reis í BNA á seinni helmingi liðinnar aldar. Stríðið snerist um þá grundvallarspurningu, hvort karlar kúguðu konur í kynlífi, m.a. með klámi og vændi, eða hvort konur gætu frelsast í frjálsara og betra kynlífi – jafnvel með körlum.

Þetta er reyndar þráður allar götur aftur úr baráttu byltingarsinna og rússnesku byltingunni árið 1917, sem á Vesturlöndum náði hámarki í stúdentaóeirðunum og hippahreyfingunum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Harðasti kjarni kvenfrelsara þessa tímabils – eins og í dag – taldi þó fullnægjandi og frjálst kynlíf við karlmenn óhugsandi. Kynlíf með karlmanni fæli óhjákvæmilega í sér kúgun.

Kúgun kvenna telur Nancy ekki illskuverk karla, heldur eigi hún eigi rætur í félagslegum væntingum. Því geti hún sem hægast verið kvenfrelsari, án þess að hafa horn í síðu karla. En kvenfrelsunarmálgagnið „Ms. Magazine“ hafði horn í síðu Nancy og afneitaði henni sem baráttusystur fyrir frelsun kvenna.

Nancy sagði: „Þótt undarlegt megi virðast, hugsa ég, að einbert stíðsöskur kvenfrelsunarhreyfingarinnar hafi ekki komið konum að gagni, alla vega ekki mér, meðan á samningu bókarinnar stóð.“ (21)

Nancy segir kyn sitt dularfullt: „Þyki körlum konur vera dulúðugar, eru þær miklu frekar dulúðugar sjálfum sér og hver annarri.“ (200) …

Hugmyndaauðgi kvenna og ímyndarafl er öflugra en karlal: „[A]ð mínum dómi eru órar kvenna oft og tíðum auðugri og ævintýralegri en karla. Þeir eru réttilega leyniheimur kvenna.“ (44) … „Ímyndunin felur í sér virkari þátttöku [og] meira sjálfkvæmi. [Þá er] fremur er veitt og þegið [og] brennidepillinn færist fremur á hana sjálfa. Hún kann að hljóða meira, svertingjar kunna að koma oftar fyrir sem og aðrar konur, hundar, áhorfendur, foreldrar, [fyrri] reynsla, viðhorf [og] hlutverk. Kynlíf er konu ótæmandi reynsla [variable] og ótakmörkuð. [Kynlíf] er einasta leið hennar til að afhjúpa dulúð þess að vera og finna til sem kona.“ (71-72)

Nancy tekur af öll tvímæli um gildi kynlífsóranna: „Það verður að vera hverjum þeim, sem bókina les, skýrt í huga, að margir þeirra óra, sem getið er um, ættu að vera þáttur í raunlífi konunnar.“ (307)

Nancy víkur – eins og Betty - að nafnlausa vandanum, leiðindum húsmæðra með sjálfum sér heima: „Allar þessar stundir í iðjuleysi; síendurteknu, leiðinlegu verkin, sem hendurnar vinna sjálfkrafa, stöðugt tilefni til til íhugunar, hugsunar og endurhugsunar. (76) … Það er ekki svo, að iðjuleysi valdi því, að ímyndunaraflinu sé gefinn laus kynlífstaumurinn. Það er ekki svo, að allir kynlífsórar (og iðjulausar hendur) leiði til sjálfsfróunar. … Rannsóknir mínar leiða í ljós, að allar konur segjast hafa fróað sér.“ Það er með konur eins og snípinn: „Við erum í leyni eins og snípurinn. … [F]lestar þeirra kvenna, sem ég átti samtal við, muna, að fyrstu kynlífsórarnir og fyrsta sjálfsfróunin, átti sér stað samtímis á aldursbilinu frá sjö til ellefu ára.“ (85-86)

Esther vinnur bug á leiðindum sínum heima við á sinn eigin, sérstaka hátt: „Á daginn læt ég mig oft dreyma. Það er trúlega þess vegna, sem ég nýt kynlífs í svo ríkum mæli. Húsverkin vinn ég í stuttum náttkjóli (baby doll pajamas). {Ég er] hér um bil stöðugt kynlífsvolg með því að snerta mig eða núa mér utan í hitt og þetta. Til dæmis er nautnafullt að láta totann á ryksuguslöngunni leika um sköpin og til fullnægingar, þegar svo ber undir. Stundum sting ég gerviskaufa upp í skeið mína, meðan á húsverkum stendur. Ég ímynda mér, að hann sé skaufinn á boxerhundinum mínum.“ (83)

Þegar Jo er alein heima, önnum kafin og nakin við húsverkin, hleypir hún hundi nágrannans inn. Öðru hverju lætur hún hundinn sleikja láfu sína. Jo bakar uppáhaldsköku eiginkarlsins, en áður en kakan fer í ofninn smyr hún deigi á brjóst sín og lætur hundinn sleikja. Kynfæri sín smyr hún með sykurhrærðu smjöri. Hundurinn sleikir með áfergju. „Kakan bólgnar í ofninum … og sætkenndur ylurinn leikur um okkur. Ég bið þess, að hundurinn láti ekki staðar numið og að kakan springi ekki í loft upp í hreinu eldhúsinu mínu, áður en eiginkarlinn kemur heim, áður en ég er tilbúin, áður en ég hef lokið mér af, áður en hundurinn hefur lokið sér af.“ (187)

Nafnlaus, yljar sér við eftirfarandi óra á daglegu flandri sínu: „[H]ugurinn hvarflar inn í frumskóginn. Þar er ég fangi Tarsans á heimili hans í trjákrónu. Hann er villtur, ástríðuþrunginn, [og] stundar kynlíf eins og frumstætt eðli hann býður. En ég nýt sérhvers andartaks, þegar hann læsir harkalega í mig klónum, [sem er] afar frábrugðið siðvæddum atlotum. Ég rek ekki minni til þess lengur, hversu oft Tarsan hefur þvingað mig til að njóta dýrslegra kynlífsnauta með sér.“ (345)

Sukie segir: „Það er uppáhalds tómstundaiðja mín að virða fyrir mér karlmenn. Mér geðjast að því að ígrunda, hvernig afturendinn á þeim sé í laginu, og hvernig þeir beita honum, þegar þeir þrýsta sér inn í konu. Svo ímynda ég mér líka, hvernig væri að reka gervilim upp í endaþarm þeirra.“ (239)

Deana hefur svipað áhugamál og Sukie: „Það fellur aldrei ró á huga minn, jafnvel, þegar ég hef yfirgefið svefnherbergið, þar sem ég stelst stöðugt til þess að kíkja á karlmenn – einkasvæði þeirra. Þar eð þröngar buxur eru nú í tísku, er engum vandkvæðum bundið að meta, hvað hvílir undir lofandi gúlpi. Ég læt mig að minnsta kosti dreyma um það og reyni að gera mér í hugarlund, hvernig hlutaðeigandi stæði sig í stykkinu sem elskhugi, hversu mikið væri undir honum og svo framvegis.“ (239)

Í ljósi umræðunnar um óþverratal íþróttakarla er við hæfi að heyra kynlífsóra ensku gyðjunnar, sem viðstödd var leik karlkyns tennisstjörnu. „Ég settist af yfirlögðu ráði í námunda við dómarastólinn, svo fætur hans væru nálægir. Ég gat með engu móti tekið augun af honum. Og þegar hann var að þerra af sér, leit hann um öxl. [Það var] langt og unaðslegt andartak. Augu okkar voru í raun og sann á læstri bylgjulengd. Það gæti hafa flogið honum í hug, hvað þessi heimska kona (ég) væri að horfa á, en ég kýs að hugsa sem svo, að boðskapur minn hafi náð til hans. Hann var: „Góði Guð, ég vildi að þú þrýstir þér inn í mig.“ (46)

Bobbie (15 ára) finnur svipað aðdráttarafl: „Stundum, þegar ég er í skólanum og á leið fram hjá strákasalerninu, ímynda ég mér, að strákarnir standi þar með fyðlana flögrandi út úr buxunum. Það kitlar hláturtaugarnar fremur en að ég finni til kynþokka.“ (295)

Þegar Nancy flokkar kynlífsóra viðmælenda sinna, sér hún greinilega fyrir sér vistarverur í húsi, ef til vill gróðurhúsi. Flokkunin er svofelld:

1)Nafnleyndin eða riðið af ókunnugum og ásjónulausum; 2) Sýningin (audience); 3) Nauðgunin eða stattu ekki eins og þvara, þvingaðu mig; 4) Sársaukinn og sjálfsmeiðingin eða ó,æ, haltu áfram; 5) Drottnunin eða „svo auðmýkjandi“ – þakka þér; 6) Ógnarkynlífið eða „hjálp, ég fæ engu stjórnað – guði sé lof; 7) Unaðshrollurinn þess bannaða eða „þú mátt þetta ekki – leyfðu mér að aðstoða þig;“ 8) Umbreytingin eða „lífið gæti orðið fagurt“; 9) Móðir Jörð; 10) Sifjaspellin; 11) Dýragarðurinn; 12) Stóru, svörtu folarnir; 13) Ungu piltarnir; 14) Blætið (örvunargripirnir); 15) Aðrar konur; 16) Vændið eða „Sadie Thompson“ býr ekki hér lengur. (Söguhetja, þ.e. „fallin kona“/kynlífssali/hóra úr smásögu enska leikritaskáldsins, William Somerset Maugham (1984-1965), „Rigningu“ (Rain), frá 1921. Kvikmynd var gerð eftir sögunni árið 1928.)

Læt þetta duga að sinni. Framhald síðar. .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband