Ég geri mér ekki grein fyrir því, hvort menningarbylting Mao Zedong (1893-1976), allsherjarformanns í Kína, hafi orðið mér hvatning til að lesa Kommúnistaávarpið, þar sem Þjóðverjarnir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895), hvöttu öreiga heimsins til að sameinast undir vígorðinu: Öreigar allra landa sameinist. En hún varð mér ævarandi umhugsunarefni eins og Ávarpið.
Menningarbylting Mao Zedong (1893-1976) hét raunar Hin mikla menningarbylting öreiganna. Áþekk bylting á sér nú stað á Vesturlöndum, kvenfrelsunarbyltingin, þar sem Íslendingar hafa tekið að sér leiðtogahlutverk. Og eru þegar orðnir heimsmeistarar í kvenfrelsun.
Neðanmáls er krækja á grein, sem skrifuð er af alþjóðastjórnmálafræðingnum Wenyuan Wu, framkvæmdastjóra Jafnréttisfélags Kaliforníu (Californians for Equal Rights) afkomenda rauðs varðliða eins og byltingarliðar Maós voru kallaðir. Rauðliði þessi tók m.a. þátt í því að sverta mannorð kennara sinna, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans, amma og afi hennar, þ.e. greinarhöfundar.
Þegar ég komst betur til vits og ára fylgdist ég grannt með framvindu mála í Kína, m.a. með áskrift að nokkrum málgagna þeirra. Eitt þeirra hét Kína á líðandi stundu (China To-Day). Annað: Peking fréttayfirlitið (Peking Review). Þar var ósjaldan sagt frá glæpum hinna og þessara, m.a. menntamanna og kennara, sem kenndu ekki (nægilega vel) í anda ríkjandi hugmyndafræði, þ.e. hugmynda formannsins og aðal hugmyndafræðings Kínverja. Rauðliðarnir vitnuðu í Rauða kverið. Þar gaf að lesa sannleikann.
Afbrotamennirnir voru smáðir, misstu lífsviðurværi sitt, voru hnepptir í fangelsi og sendir í þrælkunarvinnu, myrtir. Fjöldaftökur og fjöldamorð voru algeng. Ágústmánuður 1966 er kallaður rauði ágúst.
Þetta fólk var dæmt af sams konar dómskerfi og nú hefur skotið rótum á Íslandi og á Vesturlöndum öllum, í stofnunum ekki síst í æðri menntastofnunum - félögum og fyrirtækjum. Í umræðu liðandi stundar á Íslandi ber hæst hinn nýja kvenfrelsunarrannsóknarrétt í knattspyrnuhreyfingunni.
Höfundur greinarinnar víkur einmitt að hliðstæðu beggja byltinga. Hann segir m.a.:
Það er ekki raunin, að Menningarbyltingin sé að ganga í endurnýjun lífdaganna. Ei heldur er hætta á nýjum, blóðugum ágústmánuði fjöldamorða. En Bandaríkjamenn ættu að slá varnagla við þeirri ógn, sem stafar af svipaðri, róttækri hugmyndafræði [og knúði byltinguna þá], sem og ákalli til háskólanema um að gerast aðgerðasinnar í nafni félagslegs misréttis, fjölbreytni, jafnstöðu, innlimunar (inclusion), andkynþáttahyggju, og annarra loftkenndra markmiða, menntun óviðkomandi.
Eins og í Menningarbyltingunni er kaldhæðnin viðloðandi að því leyti, að fjölmenningarlegu öryggissvæðin í háskólunum hafa litla skírskotun til menningar eða fjölhyggju, heldur snúast þau um völd.
Höfundur greinarinnar bendir á orð blaðamannsins, Richard Bernstein (f. 1944). Fólk með margs konar góðan ásetning hefur villst af leið virðingar fyrir margbreytileikanum og sokkið á hyldýpi kreddufullyrðinga, óskhyggju og sýndarvísindalegra yfirlýsinga um kynþátt og kyn.
https://www.mindingthecampus.org/2021/10/04/maos-red-guards-and-americas-justice-warriors/?utm_source=NAS+Email+General&utm_campaign=59a773ec21-RSS_EMAIL_CAMPAIGN&utm_medium=email&utm_term=0_407924b2a9-59a773ec21-236730470&mc_cid=59a773ec21&mc_eid=3f29f8eb4a
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021