Kvennaathvarf í krumlum kvenfrelsaranna. Chiswick-athvarfið fimmtíu ára. Erin Pizzey Hálfrar aldar lygar um heimilisofbeldi

Fyrir nákvæmlega hálfri öld síðan opnaði Erin Pizzey (f. 1939) í Lundúnum, „Chiswick terrance,“ athvarf fyrir konur, sem orðið höfðu fyrir ofbeldi af hálfu maka. Athvarfið var rekið af hugsjón, af vanefnum. Erin þekkti ofbeldi af eigin raun. Móðir hennar var ofbeldismaður. Því kom henni ekki á óvart, að fjöldi þeirra kvenna, sem barðar voru af körlum sínum, væru sjálfar ofbeldismenn, þ.e. beittu líkamlegu ofbeldi.

Samtök kvenfrelsara sáu sér leik á borði til að færa sér í nyt þörf karla til að koma bágstöddum konum til hjálpar og bylgjuna til frelsunar kvenna, sem þá var að komast í algleyming. Þarna var aura von. Það skipti engum togum. Samtökin lögðu undir sig athvörf Eirin, sem þá voru orðin nokkur að tölu. Kenningum þeirra samkvæmt var ofbeldi kvenna „úthýst,“ þaggað niður. Samtökin höfðu eignast mjólkurkú. Nytin er afbragð.

Við þekkjum framhaldið. Ofbeldi karla gegn konum varð að síþulu, eins konar möntru, sem brenglaði skynsemi almennings, fag- og stjórnmálamanna, sem kepptust við að klappa kvenfrelsunarhreyfingunum lof í lófa og ausa í þær fjármagni. Stofnun kvennaathvarfs var meira að segja beitt sem atvinnuskapandi úrræði ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á síðasta Herrans ári. Ríkisstjórninni þótti þó ekki ástæða til að styðja við stofnun karlaathvarfs.

Erin Pizzey var bolað út í horn, varð hornreka. Síðar neyddist hún til að flýja land sökum ofsókna kvenfrelsaranna. Hún var þó ekki alveg af baki dottin. Í útlegðinni hélt hún áfram að fræða um hina sönnu ásjónu heimilisofbeldis. Hún lifir nú í hárri elli og fátækt í Lundúnum.

Um áratugi hafa alvörurannsóknir (kvenfrelsunarrannsóknir frátaldar) sýnt svipaða mynd af ofbeldi á heimilum og Erin reyndi að bregða birtu á. En kvenfrelsarar og stjórnmálamenn almennt skella skollaeyrum við þeirri þekkingu. Líka á Íslandi. T.d. hefur Katrín forsætisráðherra stundum látið hafa eftir sér, að í þjóðmálum skuli taka tillit til vísindalegra rannsókna. En það gerir hún og hennar sálufélagar bara, þegar þeim hentar.

Í þeirri kosningaumræðu, sem nú stendur yfir, ber málefnið ekki á góma, nema að sjálfsögðu hjá Katrínu, sem lætur ekki deigan síga við að kynna meinlokur sínar um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni og svo framvegis. En vel gæti verið, að fólk annars staðar en á Íslandi sé að vakna til vitundar.

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur verið stofnað „Bandalag til höfuðs heimilisofbeldi,“ (Coalition to End Domestic Violence). Bandlagið sendi frá sér sérstaka skýrslu nýverið, „Hálfsannleik, falsanir og lygar um heimilisofbeldi í þrjátíu ár“ (Thirty-Years of Domestic Violence Half-Truths, Falsehoods, and Lies). (Sjá: endtodv.org.) Þar er m.a. fjallað um nýjustu fjáröflunarherferðina, sem RÚV þreytist seint á að auglýsa, þ.e. aukið ofbeldi karla gegn konum í kófinu.

Í Ástralíu standa vonir til, nú þegar „Þjóðarátak til að andæfa ofbeldi gegn konum og börnum þeirra“ (National Plan to Reduce Violence against Women and their Children) rennur sitt skeið á enda innan skamms, að unnt verði að spyrna gegn kvenfrelsunarofbeldishugmyndafræðinni í framhaldinu. Þetta mikla átak – að mestu fjárveitingar til kvenfrelsunarstofnanna – mun kosta þrjá milljarða dala.

En þrátt fyrir, að gælt sé við slíkar hugmyndir í skýrslum frá ástralska þinginu, er við ramman reip að draga. Kvenfrelsarar vilja nauðugir missa spón úr aski sínum. Velta jafnréttis- og ofbeldisiðnaðarins er gífurleg og völd þeirra, bein og óbein, eru blátt áfram ógnvænleg, hvor heldur er á heimavelli eða alþjóðlegum vettvangi.

Ein umræddra stofnana í þvísa landi, er „Þjóðarrannsóknarstofnunin til rannsókna á öryggi kvenna“ (National Research Organisation for Women‘s Safety). Hún mun vafalítið hanga á skattpeningum eins og hundur á roði.

Pistillinn er saminn við innblástur frá Bettina Arndt. Sjá nýjasta fréttabréf hennar, „Hálfrar aldar lygar um heimilisofbeldi. Aurakú kvenfrelsaranna afhjúpuð“ (Fifty years of lies about domestic violence. Exposing the feminist‘ cash cow).

https://bettinaarndt.substack.com/p/fifty-years-of-lies-about-domestic?token=eyJ1c2VyX2lkIjo0Njk0NzAxNCwicG9zdF9pZCI6NDE2Mjk5ODAsIl8iOiJvVEw4TCIsImlhdCI6MTYzMjQxNzQ0NSwiZXhwIjoxNjMyNDIxMDQ1LCJpc3MiOiJwdWItNDQ4MjYzIiwic3ViIjoicG9zdC1yZWFjdGlvbiJ9.CM2ROfbJRu0rQy9w7ojkdCIUSCMhGY7J7aa0K0CYrT4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband