Færsluflokkur: Bloggar

Kína, Íran og RÚV

Árla morguns, konudaginn sjálfan, kveikti ég á útvarpi RÚV. Mig fýsti að heyra um það, sem efst var á baugi í veröldinni. Úr viðtækinu hljómaði mjúk rödd kvenprests, sem sló botninn i trúarlega hugleiðingu sína og bæn.

Hún hljóðaði á þá leið, að himnamóðir vor var innilega beðin um að leggja lóð sitt á vogarskál kvenna og barna þeirra, stuðla að því, að þeim væri sýnd virðing og alúð, og sjá til þess, að hamingjan brosti við þeim. Gott hjá henni, hugsaði ég með mér. Hvað ætli hún segi á bóndadaginn?

Ég hafði varla sleppt hugsuninni, þegar fréttir brustu á. Ég beið spenntur. Ung karlmannsrödd flutti frétt af konu í Bandaríkjunum, sem hafði hlaupið berfætt úr bíl inn á bensínstöð, og tjáð starfsmönnum, að sér hefði verið rænt af ástmanni sínum og haldið fanginni. Þulur bætti svo við, að lögreglan liti málið „alvarlegum augum.“ Það voru heimsfréttir þess fréttatíma.

Fréttastofu RÚV hefur greinilega ekki þótt markverðari heimsókn forseta Írans, Ebrahim Raisi, til Kína, þar sem hann hitti Xi Jinping, forseta þess máttuga ríkis.

Rannsóknablaðamönnum RÚV hefur – eftir því sem ég best veit – heldur ekki þótt þörf á að greina þá þróun í heimsmálum, sem þessi heimsókn endurspeglar, þ.e. sífellt aukna samvinnu Kínverja, Rússa og Evróasíulanda á öllum sviðum. Tilgangurinn er að komast hjá afarkostum Vesturlanda og berjast fyrir margmiðju eða margskauta (multi-polar) heimi. Það merkir vitaskuld, að Vesturlönd og heimsveldið, Bandaríkin, missa spón úr aski sínum.

Meðan ríki sunnan miðbaugs treysta böndin, stofna bandalög eins og efnahagsbandalagið, BRICS (Brasilía, Rússland, Indland, Kína, Suður-Ameríka), með langan lista umsóknarlanda, og meðan Tyrkir og Sýrlendingar friðmælast, hamast Bandaríkin, Vesturlönd og Ísrael, við undirróður og áróður gegn Írönum, Rússum og Kínverjum, magna stöðugt upp stríðið í Úkraínu og ybba kíf við Kínverja. Þau grafa sér eigin gröf.

Og það er ekki bitið úr nálinni með sérkennilega fréttamennsku ríkisfjölmiðils vors. Tuttugu ár nú eru liðin frá lygunum um yfirvofandi árásir Saddam Hussein á Vesturlönd, innrásarstríð Nató og brot á friðhelgi landamæra Íraks (sem RÚV klifar á í sambandi við hernað Rússa í Úkraínu), ásamt viðbjóðslegum efnahagshernaði á hendur íbúum landsins. Þetta þegir RÚV þunnu hljóði um, svo og mótmælin gegn stríðinu í Úkraínu í Bandaríkjunum og Evrópu.

https://steigan.no/2023/02/nar-startet-flyktningestrommen-fra-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://libertarianinstitute.org/articles/who-really-started-the-ukraine-wars/ https://www.medialens.org/2023/a-beautiful-outpouring-of-rage-the-observer-the-great-peace-march-and-nord-stream/ https://steigan.no/2023/02/nar-startet-flyktningestrommen-fra-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.indianpunchline.com/china-iran-ties-on-the-right-side-of-history/


Góður blaðamaður brosir við CIA. Seymour Hersh og kjarnorkustyrjöldin

Öldungurinn, Seymour Myron Hersh (f. 1937), er, samkvæmt skilningi RÚV, samsærisblaðamaður eins og þeir, sem gera sér hugmyndir um „djúpríkið“ (þ.e. hagsmunaaðilja, sem stjórna samfélaginu að tjaldabaki).

Hugtakinu, samsæri, var upphaflega beitt af leyniþjónustu Bandaríkjamanna um málflutning þeirra, sem gerðu athugasemdir við skilning stofnunarinnar og áróður um menn og málefni, ekki síst eigin fólskuverk, glæpi, undirróður og njósnir um eign þegna.

Það fjallaði Seymour einmitt um á sínum tíma eins og lygarnar um morð Osama bin Laden, pyntingar í fangelsi Bandaríkjamanna í Írak og margt fleira. Því er hann vondur blaðamaður, beygir sig hvorki fyrir CIA, né brosir. Seymour segir hins vegar sannleikann, enda er hann sagna bestur.

Í hugarheimi fréttamanna RÚV er Seymour smiður samsæriskenninga. Því hafa reyndar fleiri látið liggja að og sagt. Sumar fréttastofur – eins og hin ríkisrekna RÚV „okkar allra“ – reyna nú að þegja í hel síðustu grein Seymour um hryðuverk vina okkar, Norðmanna og Bandaríkjamanna. Þeir unnu það afrek að sprengja í sundur gasleiðslu Rússa og nokkurra vestræna ríkja.

Það hefur heldur ekki heyrst hósti né stuna frá ríkisreknu norsku fréttastofunni, NRK (Norsk rikskringkasting). Í Þýskalandi heyrast aftur á móti raddir, sem krefjast þess, að þýska ríkið bregðist við hryðjuverkunum á eigum þess.

Eins og þjóðum mun kunnugt er nefnt hryðjuverk til þess fallið að auka sölu á norsku gasi til Póllands og koma iðnaði annarra ríkja álfunnar á kné, enda þótt yfirlýst markmið hafi vitaskuld verið að hjálpa lýðræðis- og frelsisdýrlingi okkar, Volodomyr Úkraínuforseta, að rústa Rússum. (RÚV bauð íslenskum almúga upp á hyllingu leiðtogans í gær (15. feb. 2023) og Alþingi Íslendinga hefur boðið honum skjásamveru í þingsalnum).

En það kynni að fara svo, að vopnin snerust í höndum norskra og bandarískra. Þeir eru eins og óvitar með bjúgverpil. Orðspor Norðmanna býður enn einn hnekkinn. Þeir eru nú orðnir rakin hryðjuverkaþjóð. Undir forystu stríðsbrjálæðingsins, Jens Stoltenberg, sprengdu þeir Líbíu í tætlur. Síðar lömdu þeir á Afgönum.

Þrátt fyrir hryðjuverk, ógrynni fjármuna og hernaðartól, virðist harðna á dalnum í stríði Vesturveldanna og Rússa í Úkraínu, að sögn Christopher Cavoli, yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna. Hann sagði nýlega, á varnarráðstefnu í Svíþjóð, á þessa leið:

Æðstu leiðtogar Nató hafa áhyggjur af gríðarlegu tapi og notkun skotfæra í Úkraínu. … Stríðið hefur vaxið áætlunum okkar yfir höfuð. En við verðum að bregðast við því.

En það er hængur á. Birgðir drápstóla virðast á þrotum eins undarlega og það hljómar. T.d. hefur Jósef Bandaríkjaforseti trúlega lofað upp í ermina á sér, hvað langdrægar drápsflaugar áhrærir, samkvæmt fréttum Politico. Jens Stoltenberg skælir líka yfir vopnaeyðslusemi úkraínska hersins.

Til að bæta úr skák ætlar Jósef að auka framleiðslu á fallbyssukúlum um 500%. Bretar hyggjast færa Úkraínumönnum heilu vopnaverkmiðjurnar til viðbótar við orrustuþotur og skriðdreka. Þessi óþverravarningur kemur til viðbótar lífefnavopnaverksmiðjunum, sem Bandaríkjamenn komu á laggirnar. Svo nú kætast menn á úkraínsku vígstöðvunum. Kjarnorkustyrjöldin gæti verið fótum nær en hyggur. Rússnesk kjarnorkuvopnafley sveima nú við landamæri Bretlands og Noregs.

Ola Tunander er gagnfróður, sænskur vísindamaður við Friðarrannsóknarstofnunina í Ósló. Hann hefur skrifað ágæta grein einmitt um þessa hættu: „Leið okkar til kjarnorkustyrjaldar“ (Vår vei til atomkrigen).

Ola segir m.a., að þegar litið sé til þess í fyrsta lagi, að loforð vestrænna leiðtoga um að halda aftur af stækkun Nató að landamærum Rússa, hafi verið svikin, og í öðru lagi, að Rússar hafi margsinnis lýst því yfir, að brugðist verði við með hernaði af þeirra hálfu, verði þau loforð svikin, eru líkur til, að látið verði sverfa til stáls. (Því bera Íslendingar fulla meðábyrgð á.)

Loforð vestrænna leiðtoga voru aftur svikin í sambandi við Minsk samkomulagið. Það var meira að segja staðfest af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í þessu samkomulagi fólst m.a. sjálfstjórn rússnesku héraðanna, Donetsk og Lugansk. Rússar höfðu ekki ljáð máls á umsókn þeirra um aðild að Rússneska sambandsríkinu, þrátt fyrir látlausar árásir stjórnarinnar í Kænugarði og mannfall í námunda við 12.000. En það breyttist við brot á Minsk samkomulaginu.

Að þessu sögðu má ljóst vera, að samkvæmt skilningi Rússa, er um líf og dauða að tefla og lítil von til friðarsamninga, enda Vesturlönd varla samningshæf. Yfirhershöfðingi Nató í Evrópu, Wesley Clark, hefur látið þau orð falla, að Rússum sé sigurinn vís, nema herjum bandalagsins verði beitt gegn þeim í Úkraínu.

Jósef (og íslenski utanríkismálaráðherrann) hefur margsinnis lýst því yfir, að gengið verði milli bols og höfuðs á Rússum. Það liggur því ljóst fyrir, hvert stefnir.

Íslenska ríkisstjórnin er örlát á skattfé okkar til stríðsrekstrarins. Hún hefur valið okkur „lið.“

https://frettin.is/2023/02/16/island-veitir-hundrudum-milljona-krona-krona-i-breskan-stridsfjarmognunarsjod-fyrir-ukrainu/ https://www.nytimes.com/1974/12/22/archives/huge-cia-operation-reported-in-u-s-against-antiwar-forces-other.html https://www.politico.com/news/2023/02/13/u-s-wont-send-long-range-missiles-ukraine-00082652 https://news.antiwar.com/2023/02/13/stoltenberg-says-ukraine-using-way-more-munitions-than-nato-can-produce/ https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2023/02/16/did-us-build-bioweapons-in-ukraine.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1HL&cid=20230216&cid=DM1347562&bid=1722843457 https://www.nato.int/cps/en/natohq/opinions_211689.htm?selectedLocale=en https://sonar21.com/sy-hersh-speaks-and-nato-warns-of-escalation-in-the-war-in-ukraine/ https://sonar21.com/public-display-of-the-gross-incompetence-of-u-s-and-nato-military-leaders/ https://sonar21.com/why-are-so-many-in-the-west-lying-about-ukraines-casualties/ https://sonar21.com/persistent-delusion-among-the-american-and-nato-defense-establishment/ https://www.newyorker.com/magazine/2004/05/10/torture-at-abu-ghraib https://steigan.no/2023/02/seymour-hersh-presidenten-ma-stilles-til-ansvar/?utm_source=substack&utm_medium=email https://web.archive.org/web/20150623005156/https://pando.com/2015/05/28/seymour-hersh-and-the-dangers-of-corporate-muckraking/ https://therealnews.com/lapdogs-redux-how-the-press-tried-to-discredit-seymour-hershs-bombshell-reporting-on-cia-domestic-spying https://www.lrb.co.uk/the-paper/v37/n10/seymour-m.-hersh/the-killing-of-osama-bin-laden https://www.thegatewaypundit.com/2023/02/greenwald-nord-stream-spread-lies-behalf-cia-get-ahead-journalism/ https://www.theguardian.com/media/2018/sep/30/bellingcat-eliot-higgins-exposed-novichok-russian-spy-anatoliy-chepiga https://archive.ph/xsu6A https://www.businessinsider.co.za/ukraine-war-scale-out-of-proportion-with-nato-planning-cavoli-2023-2 https://schillerinstitute.com/blog/2023/02/08/helga-zepp-larouche-biden-lets-nord-stream-blow-up-german-government-must-act-immediately/


Skakka kynjajafnréttið. Karlhatrið: Seinni hluti

Í uppgjörinu um þróun nýliðins áratugar bendir Tom á eftirfarandi:

Um 50.000 þúsund karlmenn hafa týnt lífinu í vinnuslysum. Karlmaður verður fyrir dauðaslysi á tveggja klukkutíma fresti. Um 300.000 karlmenn hafa svipt sig lífi. Karlmaður drepur sig á stundarfjórðungsfresti. Milljónir feðra hafa verið sviptar börnum sínum við spillta dómsstóla, án þess að hafa unnið nokkuð til saka. Um tíu milljónir drengja hafa verið umskornar. Tveir drengir eru limlestir með þessum hætti á hverri mínútu.

Tom beitir hér sömu aðferð og kvenfrelsararnir við framsetningu talna og hlutfalla. Þetta er sérstaklega vinsælt í áróðurdeild Sameinuðu þjóðanna og útibúi þeirra á Íslandi, svo og í ofbeldisiðnaðinum. T.d. segir í fræðslumyndskeiði frá Vinnueftirlitinu, að um þriðjungur kvenna hafi verið kynáreittur. Heimild er ekki gefin upp. Er það ekki makalaust, að þessi stofnun skuli eyða kröftum og fjármunum skattgreiðenda í karlfjandsamlegan kynofbeldisáróður í stað þess að reyna að koma í veg fyrir atvinnuslys karlmanna.

Í fréttum RÚV fyrir skemmstu, á degi, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað umskurði ungmeyja, sagði fréttamanneskja frá þessari ósvinnu með andköfum og augun á stilkum. Hún bar SÞ fyrir skelfilegri limlestingatíðni. En heimildin var ekki skoðuð frekar.

Fréttamanneskjan veit líklega ekki, að það eru konur, sem framkvæma umskurðinn á ungmeyjunum, og um sé að ræða mismunandi gerðir slíks umskurðar. Heldur var ekki minnst á umskurð drengja, sem í tölum mælt er miklu tíðari.

Um svipað leyti fræddi naglalakkssérfræðingur í RÚV okkur um, að litun naglanna endurspeglaði ljóslega kúgun karla á konum. Fréttamennska af ofangreindu tagi og hreinn kvenpíslarvættisáróður dynur á skilningarvitum fólks á hverjum degi.

Hvernig samræmist það stöðugri valdeflingu kvenna að kenna ungmeyjunum, að konur séu píslarvættir og fórnarlömb. Við sáum dæmi um afleiðingarnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð nýlega.

Ætli umtalið og frægðin auðveldi meiðingar á körlum? Orð stórstjörnunnar, Sharon Stone (f. 1958), sem er vinsæl fyrirmynd kvenna, eru alla vega umhugsunarverð í þessu tilliti.: „Vald mitt til að meiða karlmenn eykst með aukinni frægð og valdeflingu.“

Illvirki karla gegn konum er þrástef i fjölmiðlum. Launakúgun er eitt þeirra. Það nýtur óbrigðulla vinsælda, t.d. í verkfalli Eflingar nú, þrátt fyrir að löngu hafi verið sýnt fram á, að misjöfn laun karla og kvenna ráðast í öllum aðalatriðum af vali kvenna sjálfra með tilliti til starfs og vinnutíma. Glerþakið margumrædda settu konur en ekki karlar.

Hvenær ætli komi að því, að konur taki ábyrgð á sjálfum sér og hætti að kenna körlum um eymd sína og volæði. Og það er svo skrítið, að þær frelsuðustu tala mest um kúgun og álag.

Samtímis eykst sala á taugalyfjum til kvenna, sérstaklega þó þunglyndislyf. RÚV sýndi raunar um þetta heila píslarvættisþáttaröð frá Svíþjóð; „Þetta er okkur um megn.“

Er ekki kominn tími til að endurskoða karlfjandsamlega stjórnarstefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og hins opinbera á Íslandi, beita almennri skynsemi og alvöru vísindum?

Hversu mörgum drengjum og körlum skal fórna á altari karlhaturshugmyndafræðinnar? Ætli það hafi verið rætt í ríkisstjórn? Líklega ekki, því Katrín hefur margsinnis lýst yfir, hversu hreykin hún sé af kvenfrelsunar- og karlhatursstefnu Vinstri-grænu hreyfingar sinnar.

Breski kvenfrelsarinn, Julie Bindel (f. 1962), er líka afskaplega hreykin af sjálfri sér og hreyfingunni. Hún orðar það svo: „Líta ber á hatur kvenna á körlum sem kvenfrelsunarviðbragð. Við ættum að vera hreyknar af því.“

Það ber ekki á öðru en Kvenfrelsunarávarp bandaríska sálfræðingsins, Valerie Jean Solanas (1936-1988), sé VG ámóta hugleikið og sjálft Kommúnistaávarpið. Hún segir m.a.:

Það „rennur sífellt skýrar upp fyrir þeim [körlum], að hagsmunir kvenna séu þeirra hagur; að þeim sé einungis fært að lifa fyrir tilstuðlan kvennanna; að aukin hvatning til kvenna til að lifa lífi sínu og rætast sem konur, en ekki karlar, geri hann sjálfan lífvænlegri. Þeim er orðið ljóst, að auðveldara sé að lifa fyrir tilstuðlan kvenna, heldur en að hrifsa til sín eiginleika þeirra, ...“

Áður en sjálfvirknin hefur verið innleidd og vélar koma í stað karla „ætti karlinn að gera konunni gagn, þjóna henni til borðs, hlaupa eftir duttlungum hennar, hlýða hverju og einu boði hennar, beygja sig fullkomlega í duftið fyrir henni, ...“

Það er ofur skiljanlegt háttalag í ljósi eftirfarandi: „Á sama hátt og mannverur hafa æðri tilverurétt, heldur en hundar, því þær eru þróaðri og hafa yfirburðavitund, hafa konur æðri tilverurétt heldur en karlar. …

Beygi hann sig í duftið með ofangreindum hætti, kynni að vera von, því líf konunnar snýst um að skapa tengsl, láta ljós sitt skína, elska og vera hún sjálf. Líf karlsins snýst um að framleiða sæði. …

Konan mun, hvort sem henni líkar betur eða verr, taka öll völd í fyllingu tímas, jafnvel þótt væri bara af þeirri einu ástæðu, að hún neyðist til þess – þegar öllu er á botninn hvolft hverfur karlinn af sjónarsviðinu.“

Fyrirsætan og rithöfundurinn Clare Staples, gæti einnig veitt konum og kvenfrelsurum innblástur, bæði í VG og utan: „Það er hollt bæði hundum og körlum, að þeim séu sett mörk – og að þú setjir þau. ... þannig að hvorir tveggju sýni þér virðingu. Vertu ævinlega sjálfsörugg. Það er leynivopnið. Bæði körlum og hundum þykir það aðlaðandi, æskilegt og ómótstæðilegt. Skorti þig sjálfsöryggi, skaltu þykjast hafa það.“

Egypsk/norður-ameríski blaðamaðurinn, Mona Eltahawy (f. 1967) vísar einnig veginn: “Ég bið fólk að hugleiða ... sviðsmynd, þar sem við [konur] myrðum ákveðinn fjölda karlmanna í viku hverri. Hversu mörgum þyrftum við að lóga, þar til feðraveldið sest niður handan borðsins og segir: „Gott og vel, látum gott heita. Hvað getum við gert til að stansa aflífunina?“

Spænski kennarinn, Aurelia Vera, flytur heldur mildari boðskap: „Við þurfum að láta okkur lynda (dabble) úrval [drengja] til geldingar. Ef þú vanaðir son þinn, væri hann ekki fær um að eignast börn. [Aukin heldur] væri honum hlíft við fjölda kynvakastýrðra breytinga, sem hafa í för með sér [aukna] líkamsburði. Þrótturinn kemur úr kynkirtlunum. Svo verða raddir þeirra áfram barnslegar.“

Það er varla tilviljun, að hugmyndir Germaine, Aurelia, Mona, Clare og Valerie endurspeglast að töluverðu leyti í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem íslensku kvenfrelsunarríkisstjórninni er umhugað um að fylgja út í ystu æsar.

Mary Daly (1928-2010) var spámannlega vaxin: „Afeitrun jarðarinnar verður að eiga sér stað, eigi líf að þrífast til framtíðar. Ég hygg, að hún verði samhliða þróun, sem hafi í för með sér verulega fækkun karlmanna.“

Enn sem komið er deyr fólk og lestast við bólusetningar stjórnvalda fyrir tilstilli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og auðjöfra innan vébanda Alheimsefnahagsráðsins. Umframdánartíðnin er orðin óhugnanleg og frjósemi skert.

Í sjálfbærnimarkmiðum Alheimsefnahagsráðsins og SÞ er lögð sérstök áhersla á að veita börnum og konum brautargengi á kostnað karla. En hver veit, nema beitt verði þekkri kvenfrelsunarhugmyndafræði í fólksfækkunarframhaldinu, sbr. tillögu Sarah Jeong (f. 1988):

„Það er engin þörf fyrir herkvaðningu. Við þurfum geldingarhappdrætti fyrir hvíta karla. Mánaðarleg drögum við út afmælisdag, sundurgreinum þá óþörfu og bregðum skærunum á nokkra poka [punga], helst við fjölmenna, opinbera samkomu.“

Umhverfiskvenfrelsarar hafa sérstaklega lengið körlum á hálsi fyrir kjötát, en það eru almæli orðin, að viðrekstur bolanna valdi hamfarahlýnun. Því verður að fækka nautum, fjór- sem tvífættum.

https://www.visir.is/g/20232374776d/er-kynja-fraedi-lykillinn-ad-fjol-breyttara-nams-vali-?fbclid=IwAR03rgWEZMRnTO825_JwTD0j4qtNcl0fg-EYAgEyaESibtKsdkGxQbZgHMU https://menaregood.substack.com/p/fathers-save-the-human-race?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://www.youtube.com/watch?v=OFpYj0E-yb4 https://avoiceformen.com/author/tomgolden/ https://www.youtube.com/user/1menaregood1 https://tgolden.com/about/ https://menaregood.com/ https://www.reddit.com/r/MensRights/comments/5tuf3m/why_are_men_so_often_at_the_top_tom_golden_men/ https://ncfm.org/advisor-board/tom-golden-lcswauthor/ https://www.youtube.com/watch?v=0CKgWpkReUA https://menaregood.substack.com/p/intro-to-mens-issues?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.reddit.com/r/MensRights/comments/1v3hjw/equality_a_step_down_for_women_tom_golden_men_are/ https://avoiceformen.com/featured/the-western-butler-and-his-manhood-2/


Skakka kynjajafnréttið. Karlhatrið: Fyrri hluti

Fyrir tíu árum eða svo tók bandaríski ráðgjafinn og sállæknandinn (psychotherapist), Tom Golden, saman helstu atriði um jafnrétti kynjanna, með karlaskekkjuna í brennidepli. Nú hefur hann litið um öxl og sýnist fátt hafa breyst til batnaðar.

Það er almælt, að á sumum sviðum mannlífsins eru karlar fjölmennari en konur eins í stétt hæstaréttardómara, hershöfðingja og forstjóra stærri fyrirtækja. Kveinstafir kvenfrelsaranna vegna þessa eru ærandi. Konur eiga að vera hvarvetna, þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar, segir Katrín kvenfrelsari.

En karlar eru líka miklu fjölmennari í stétt hermanna. Þó heyrast engin ramakvein þess vegna. Síður en svo, þvert á móti! Valkyrjurnar í ríkisstjórn Íslands hvetja t.d. eindregið til, að Úkraínumenn berjist til síðasta karlmanns. Nýlega fermdum unglingspiltum er nú att á stríðsforaðið eins og oft áður.

Kvenfrelsarar gera heldur ekki athugasemd við þá staðreynd, að uppeldi íslenskra barna í skólakerfinu sé að mestu í höndum kvenna, sem og félags- og heilbrigðisþjónusta, eins og ofbeldis- og jafnréttisiðnaðurinn. Leiðarljós kvenfrelsaranna er hlutfallsjafnrétti (nema þegar talið berst að fækkun karla). Hugmyndir um jöfn tækifæri líta þeir aftur á móti hornauga.

En sagan er ekki öll sögð. Lítum á nokkrar staðreyndir og tölur frá Tom (lýsa bandarískum veruleika og vestrænun, eftir atvikum) um jafnréttishlutföll kynjanna á ýmsum sviðum:

Karlar eru 98% fórnarlamba stríðs. Neiti þeir að hlíta herskyldu (í Bandaríkjunum) fá þeir 250.000 dala sekt eða verða að dúsa fimm ár í fangelsi. Konur búa almennt ekki við herskyldu.

Það er einnig miklu fátíðara, að konur séu myrtar. Myrða þyrfti eina konu á klukkutíma í eitt ár, svo hlutföllin yrðu jöfn, að þessu leyti.

Drengir og fullorðnir karlmenn eru 80% þeirra, sem deyða sjálfa sig. Vilji konur standa jafnfætis körlum á þessu sviði, þyrftu sjálfsvígum þeirra að fjölga fjórfalt.

Um 93% þeirra, sem látast í vinnuslysum, eru karlmenn. Svo jafnræði kæmist á milli kynjanna, hvað vinnuslys varðar, þyrfti ein kona að láta lífið á tveggja klukkutíma fresti.

Karlmenn vinna hættulegri og sóðalegri störf en konur. T.d. þyrfti að margfalda fjölda kvensorphirðumanna 35sinnum, til að jafnræði ríkti á því sviði. Dýpra þyrfti að taka í árinni í umhirðu ræsanna. Þar þyrfti að fjölga konum 85sinnum, svo að jafnrétti næðist.

Karlar lifa fimm árum skemur en konur. Þeir deyja sem sé yngri, og má þá hér um bil einu gilda, hver dánarorsökin sé. Til að jafnrétti ríkti, þyrftu miklu fleiri konur að deyja miklu fyrr. Svo að jafnist út fjöldi andláta, án tillits til orsaka, þyrftu 1000 konur að geispa golunni daglega í eitt ár.

Karlar slasast líka í heimiliserjum og bíða fjörtjón. Um 38% hljóta limlestingar. (Enn þá gætir trúlega skekkju við rannsóknir. Karlar eru oft og tíðum taldir „hinir eðlilegu“ ofbeldismenn og þeir kvarta síður og kveina yfir ofbeldi maka. Endurteknar rannsóknir víða um Vesturlönd sýna, að almennt skiptist makaofbeldi til helminga milli kynja. Í lespusamböndum er hlutfallið einnig svipað milli maka.)

Falskar ákærur um ofbeldi karla eru algengar. T.d. eru um 40% ákæra um nauðganir falskar. Hví er svo lítið gert til að vernda unga karlmenn fyrir röngum dómum? (Hvar er lögregla og ríkissaksóknari? Hafa t.d. meiðyrðameyjarnar við Menntaskólann í Hamrahlíð verið saksóttar?)

Misþungir dómar fyrir sams konar brot eru einnig algengir. Dómar kvenna eru yfirleitt vægari en dómar karla. Við rán eru karlar dæmigert dæmdir í tíu ára fangelsi, konur átta. Við höfum tilhneigingu til að líta á karla sem illa, en konur kærleiksríkar og góðar. Leitað er dyrum og dyngjum að einhverju því í lífi konu á sakamannabekki, sem gæti mildað dóm yfir henni. Reynsla (jafnvel þótt upplogin sé) af kynáreitni eða -ofbeldi reynist oft vel.

(Það er til að mynda ekki ýkja langt síðan, að par var látið sæta gæsluvarðhaldi sökum sameiginlegra kynglæpa gagnvart börnum. Það varð mun skemmra hjá konunni, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, því hún var álitin bera minni sök. Býsna algengt.)

Fangelsin eru fleytifull af körlum. Það þyrfti að fangelsa fjórar konur á hverri sekúndu á eins árs tímabili til að jafna hlutföllin. Fjöldi fangelsaðra karla er greindarskertur.

Hugsanlega stjórnast dómarar af umhyggju kvenfrelsaranna fyrir körlum. Hinn mikli kvenfrelsunarspekingur, Germaine Greer (f. 1939), lætur að því liggja:

„Líklega er öryggisfangelsi einasti staðurinn, þar sem karlar geta talið sig örugga, nema yfir þeim vofi sú hætta að verða leystir úr haldi.“

Karlar eru miklu ofar en konur heimilislausir umrenningar. Svo jafnrétti sé náð á þessu sviði þyrfti að fjölga heimilislausum konum um 1000 á dag.

Óhróður um karla er algengur og almennur. T.d. er það talið skop og spé, þegar karlar meiðast, en samúð er vakin í brjósti fólks, þegar um meiðsli kvenna er að ræða. Þetta á sérstaklega við um allt, er lítur að kynferði og kynlífi.

„Kynofbeldi gegn konum er glæpur. Kynofbeldi gegn körlum er skemmtilegt,“ segir Tom.

Hið opinbera er afskaplega upptekið af heilsu kvenna. Það hefur sett á laggirnar alls konar stofnanir, t.d. rannsóknastofnanir, til að stuðla að góðu heilsufari kvenna. Varla nokkurt sambærilegt er til fyrir karlmenn.

Rúm ein milljón sveinbarna er umskorin árlega. Þetta er eyðileggjandi, sáraukafull og gersamlega ónauðsynleg aðgerð. Limlesting á kynfærum drengja er heimil lögum samkvæmt, en bönnuð á stúlkubörnum. (Afskorin forhúð drengja er notuð í iðnaði.)

Jafnrétti á þessu sviði fæli í sér, að umskera þyrfti milljónir meyja og kvenna, verulegan hluta án deyfingar. Það á nefnilega við um mikinn fjölda núlifandi karlmanna í Bandaríkjunum.

Æxlunarréttur karla er í raun enginn. Konum er selt sjálfdæmi um fóstureyðingar. Þær taka geðþóttaákvarðanir. Þá má einu gilda, hvort faðirinn óskar barnsins eða ekki. „Hún ræður líkama sínum og buddunni hans,“ kemst Tom að orði.

Rangfærsla faðernis er einhvers staðar í námunda við 30%. Feður greiða uppeldi afkvæma móðurinnar, hver svo sem raunfaðirinn er.

Við skilnað fá mæður óskoraðan foreldrarétt í 83% tilvika, en feður í 8% tilvika.

Greind karla og kvenna (mæld á hefðbundnum greindarprófum) dreifist misjafnlega, þ.e. greind kvenna mælist i meira mæli um miðju bjölludreifingar, karla til endanna. Sé jafnvægis óskað, þyrftum við að sjá miklu fleiri þroskaheftar konur og snillinga úr röðum kvenna.

Tom fjallar lítillega um stöðu drengja, sem öllum ætti að vera kunnugt um. Í leik- og grunnskólakerfi, sem fremur er sniðið að þægum stúlkum en fyrirferðarmiklum drengjum - og þar sem (ungar) konur eru nær einráðar - heltast drengir úr lestinni á flestum sviðum.

Sama má um æðri menntun segja. Í Bandaríkjunum yrði að meina 3 milljónum kvenna aðgengi að æðri menntastofnunum, svo jafnvægi skapaðist milli kynjanna. Þessar milljónir kvenna og margar fleiri, yrðu að gerast iðnaðarmenn (trade) til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Konur eru einungis 3% byggingaverkamanna, 3% pípulagningamana, 5% sjómanna (eða fiskara eins og það heitir á jafnréttisíslensku Vinsri-grænna), 5% skógarhöggsmanna og 3% rafvirkja.

Hvernig má það vera, að fólk undrist, að drengir – margir án handleiðslu föður – villist af leið, leyti í fíkniefni og afbrot, vilji skipta um kyn eða káli sjálfum sér.

Kvenfrelsararnir segja misrétti og hatur í garð karla réttlætanlegt, því þeir séu eitraðir, fæddir kúgarar kvenna og nauðgarar. Eða eins og annar meiriháttar kvenfrelsunarspekingur, Andrea Dworkin (1946-2005), tók til orða:

„Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“

https://www.reddit.com/r/MensRights/comments/1v3hjw/equality_a_step_down_for_women_tom_golden_men_are/ https://avoiceformen.com/featured/the-western-butler-and-his-manhood-2/


Svo mælti spámaðurinn í Davos , Yuval Noah Harari

Klaus Schwab, aðalhugmyndafræðingur og forstjóri Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), kallar ísraelska sagnfræðinginn, Yuval Noah Harari, spámann sinn. Á þingi ráðsins árið 2020 mælti hann svo:

”Þeir tímar koma, að allir skulu bera lífmælisarmband (biometric). Það mælir stöðugt blóðþrýsting, hjartslátt og heilastarfsemi, allan sólarhringinn.

Þú leggur við hlustir, þegar leiðtoginn mikli talar í hljóðvarpi. Honum er kunnugt um, hvernig þér raunverulega líður. Þú getur klappað honum lof í lófa og brosað þínu blíðasta. En ef snuggar í þér, berast honum skilaboð um það, og að morgni muntu gista Gúlagið.

Vöxtur tölvugagnanýlendustefnunnar (data colonialism) og tilorðning stafrænueinræðis (digital dictatorship) mun leiða til fæðingar stéttar alheimsónytjunga. Gerðu þér í hugarlund, að þú sért fimmtugur vörubílstjóri, sem misst hefur vinnuna á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Hin eiginlega barátta verður gegn ónytjungshætti (irrevlevance). Það er miklu verra að vera gagnslaus en hagnýttur. Þeir, sem tapa baráttunni og verða ónytjungar, skapa nýja stétt ónytjunga. Þeir eru gagnslausir af sjónarhóli stjórnmála og hagstjórnar. [Það var lærifaðir Klaus og Harari, Henry Kissinger, sem sagði öldunga vera „gagnlaus átvögl.“ Þaðan kemur væntanlega orðfærið.]

Og hin nýja stétt ónytjunga mun skiljast frá úrvalinu, sem stöðugt sækir í sig veðrið. Gjáin milli þeirra mun stækka. Hvernig munu stjórnmál arta sig í þínu landi, þegar einhverjum í San Franscisco eða Peking er kunnugt um lífssögu sérhvers stjórnmálamanns, dómara og blaðamanns að heiman, þar með talin kynlífsævintýri, allir andlegir kvillar þeirra og spilling.

Munu sjálfstæð ríki verða við lýði? Eða munu þau þróast í átt að töluvgagnanýlendu, þegar nóg verður af gögnum. Þá þarf ekki að senda her á vettvang til að halda yfirráðum.

Hugur margra harðstjóra og ríkisstjórna stóð til þess. En enginn hafði næga þekkingu á líffræði, úrvinnslugetu og gögn til að rjúfa (hack) milljónir manna.

Hvorki Gestapo [leynilögregla nasista í öðru heimsstríð], né KGB [leynilögregla Ráðstjórnarríkjanna sálugu] réðu við verkefnið. En nú er öldin önnur. Fyrr en varir munu einhver fyrirtæki og ríkisstjórnir vera fær um að rjúfa almenning kerfisbundið. Dagar okkar sem dularfullra sálna eru taldir.

Við erum rjúfanleg dýr. Það erum við einmitt. Ef þessi völd féllu í skaut Stalin tuttugustu og fyrstu aldarinnar, blasti við skelfilegasta einræðisstjórn allra tíma.

Og nú þegar er fjöldi umsækjenda um stöðu Stalín tuttugustu og fyrstu aldar. Lausnir á alheimsvanda verður að finna á alheimsvettvangi. Góðir þjóðernissinnar verða að gerast gjaldgengir alheimssinnar.

Við höfum skapað hina regluvæddu frjályndisskipan í veröldinni. [Væntanlega á hann við alheimsskipan Bandaríkjamanna, „rule based international order.“] En ég el svo sannarlega þá von í brjósti, að réttindunum þurfi ekki að treysta, heldur leiðtogunum, sem hér eru staddir. Þakka þeim, sem hlýddu.“

Á ráðstefnu samtakanna í Davos var einmitt málstofa um efnið. Frumtækni ytri og innri stýringar er nú þegar fyrir hendi – og í eigu hagsmunaaðilja í Alheimsefnahagsráðinu. Unnið er að því að skilyrða aðgengi að nýjum afurðum tæknirisanna, þ.e. ýmis konar smáforritum, upplýsingum um heilavirkni.

Í Keníu eru þegar hafnar tilraunir með lífvöktun á brjóstmylkingum í sambandi við bólusetningar. Fingraför eru tekin af fjórum fingrum þeirra og rödd móður hljóðrituð.

https://reclaimthenet.org/kenya-testing-ground-for-biometric-based-vaccine-tracking https://mittval.is/the-world-economic-forums-ten-creepy-goals/ https://www.youtube.com/watch?v=4zUjsEaKbkM https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2286145/?fbclid=IwAR20zEGfyFfXLGgQpK_BVdFaVgU2fMe_yLxYTavS45jyV0e3JzuLc2Bp1po https://expose-news.com/2023/02/11/secret-plan-in-1989-to-microchip-everyone/ https://www.youtube.com/watch?v=za4Q8WXI4vQ https://rumble.com/v28o8uw-wef-declares-that-human-beings-are-no-longer-sovereign.html https://live.childrenshealthdefense.org/chd-tv/events/never-again-is-now-global/Never-Again-Is-Now-Global-Part-3/


Greindin sem glutraðist niður. Vísinda- og menningarkreppan. IX: Greindin og stríðið gegn körlum

Það hlýtur að vekja ákveðna undrun og skelfingu jafnvel, að svo sé komið vísindunum, sem lýst var hér að framan. Ætla má, að verulegur hluti þeirra rannsóknaniðurstaðna, sem almúginn og þjónar hans, t.d. heilbrigðisstarfsmenn og stjórnmálamenn, taka mark á, sé ómarktækur.

Það ætti líka að vekja ugg, að í byrjun áttunda áratugs síðustu aldar – um það leyti sem greindin fór að glutrast niður – hófst stríðið gegn körlum við æðri menntastofnarnir á Vesturlöndum, drifnar áfram af ofstækisfullum kvenfrelsurum.

Fjölda kennara og nemenda af karlkyni hefur verið útskúfað. Samtímis náði sú hugdetta fótfestu við æðri menntastofnanir, rannsóknastofnanir og í opinberri stjórnsýslu, að bæta skyldi konum upp kúgun karla í 100.000 ár eða svo, með því að hygla kvenkyni á flestum sviðum.

Þetta hefur haft þær afleiðingar, að kröfur til umsækjanda um stöður hafa verið lækkaðar og síðri kröfur gerðar til kvenna. Samtímis hefur karlnemendum við háskóla fækkað niður í fjórðung nemenda og kvenfrelsunar- og harmkvælafræði (woke) fer eins og eldur í sinu um menntastofnanir.

Í rannsókn á fjölda vísindagreina, sem lagðar voru til grundvallar veitingar 1345 prófessorsembætta í Svíþjóð, kom í ljós, að karlar höfðu í þessu efni miklu meira til brunns að bera, bæði í lækna- og samfélagsvísindum. Konum er sem sé beinlínis hyglað og þægt við æðri menntastofnanir.

Í vandaðri bandaríski rannsókn var skoðað gildi kyns við ráðningar á sviði líffræði, verkfræði, hagfræði og sálfræði, við 371 háskóla víðs vegar um Bandaríkin. Niðurstaðan var á þá leið, að konur voru tvöfalt oftar ráðnar til starfans en karlar, jafnir að verðleikum. Konur völdu heldur fráskildar mæður en gifta feður. Karlar völdu mæður, sem tóku orlof, fram fyrir „vinnuþjarkana.“ Samkvæmt ofangreindum rannsóknum má ljóst vera, að stutt sé við bakið á konum, sem sækja sér frama í æðri menntastofnunum.

Garrett Ward Sheldon, heiðursprófessor við Háskólann í Virginíu, í Bandaríkjum Norður-Ameríku, lítur um öxl. Hann segir á þessa leið:

Harmkvælahyggjan (woke) eða „frjálslyndisrétttrúnaðurinn“ í stjórnmálum (political correctness), hefur unnið tjón á æðri menntun, sérstaklega í forsetatíð Barrack Obama.

Rétttrúnaðurinn kemur í stað frjálsrar og margþættrar umræðu, jákvæðni og umburðarlyndis í vísindasamfélaginu. Rétttrúnaðurinn er áþekkur tjáningarhelsi nasistanna. Í stað hollrar umræðu kemur einsleitur stjórnmálarétttrúnaður. Því er haldið fram, að vestræn menning sé í raun kynþáttahatur, kynfólska og óréttlát heimsvaldastefna.

Því má ekki orði halla um „verndaða hópa“ eins og konur, samkynhneigða, ólöglega innflytjendur, Múhameðstrúarmenn og fl. Þessir hugmyndafræðingar hafa meira eða minna lagt undir sig félags- og hugvísindi við bandaríska háskóla (og sömuleiðis þekktustu samtök háskólamanna, tímarit og eftirsóttustu verðlaunin).

Þessi hugsanagangur skaut rótum og öðlaðist gildi sem vopn væri með útvíkkun IX greinar laga um jafnrétti í skólum, sem fjármagnaðir eru að öllu eða sumu leyti af alríkisstjórninni.

Það var að miklu leyti ólöglegur og ólýðræðislegur gjörningur. Hann felur m.a. í sér jafnar fjárveitingar til íþrótta karla og kvenna, hvor sem kynjunum hugnast hlutaðeigandi íþrótt eða ekki. Hugmyndafræðibrellan var sú að leggja „mismunun“ að jöfnu við „áreitni.“

Þar var ekki látið staðar numið. Hugtakið „áreitni“ bólgnaði. Inntak þess tók nú einnig til „yrtar eða munnlegrar“ áreitni. Það leiddi til ritskoðunar og refsingar fyrir hvaðeina tal, sem einhverjum datt í hug að væri móðgandi eða ótækt.

Á grundvelli IX greinar voru settar á laggirnar stofnanir á borð við „Hegðunarskrifstofu,“ „Auðsveipniskrifstofu“ (Compliance), „Fjölbreytniskrifstofu“ og „Meðveru- og karlmennskuafvæðingarskrifstofu“ (inclusion and demasculinization). Starfsemi þeirra brá einnig til hátta nasista; eftirlits, skyldutilkynninga, yfirheyrslna (án lagastoðar), áminninga, brottrekstrar og uppsagna.

Á síðustu árum hefur bæst við nýr rétttrúnaður, þ.e. um hamfarahlýnun, sem beitt hefur verið eins og kvenfrelsunartrúarbrögðunum til að flæma burtu sjálfstæða vísindamenn, yfirleitt karlmenn. Háskólarnir hafa að miklu leyti þróast í átt að pöntunarfélögum, þar sem panta má tilteknar „vísindalegar“ niðurstöður.

Hvar er skýringa að leita? Fjöldi háskóla vestanhafs eru í eigu auðjöfra. Þeir styrkja einnig háskóla, jafnt sem fjölmiðla. Það á einnig við um fagtímarit. Sum þeirra, einkum á sviði heilbrigðisvísinda og tækni, eru beinlínis háð auðmannastyrkjum. Það eru almæli í heimi vísindanna, að rannsóknaniðurstöður séu pantaðar eins og raunin var í covid-19 faraldrinum. Það er einnig alkunna, að þekktir vísindamenn skrifi undir rannsóknir, sem þeir hafa ekki tekið þátt í. Hagsmunaaðiljar greiða þóknunina. Það er alltof algengt, að þeir stjórni rannsóknaverkefnum og -niðurstöðum.

Í grundvallaratriðum eru það sömu aðiljar, sem styrkja niðurbrotsstarf í samfélaginu og stjórna æðri menntun, útgáfum og fjölmiðlum. Kvenfrelsunarhreyfinginn komst fyrst á legg með styrkjum úr auðmannasjóðum. Hún hefur í Bandaríkjunum átt trausta stoð í Lýðræðisflokknum (Demókrötum), sem beitt hefur sér fyrir karlfjandsamlegum stefnumálum hreyfingarinnar á þinginu og á alþjóðavettvangi.

Lýðræðisflokkurinn og kvenfrelsararnir hafa að töluverðu leyti sömu bakhjarla, rétt eins og félagsbyltingarhreyfingar á borð við „Líf blakkra skiptir máli“ (Black Lives Matter) og hina ögafullu samskipunarkvenfrelsunarhreyfingu (intersectional), sem hinseginhreyfingin er sprottin upp úr.

Markmið þessara afla er niðurbrot samfélagsins til að „endurbyggja betur“ (build back better) og tryggja hina miklu „Endurræsingu“ (The Great Reset), sem boðuð hefur verið af samtökum auðkýfinga, stjórnmálamanna og nokkurra ríkisstjórna. Hið endurræsta alþjóðasamfélag skal lúta alheimsstjórn Alheimsefnahagsráðsins, sem er framkvæmdaraðilji við undirbúninginn, m.a. að snjallborgunum.

Fransk-bandaríski sagnfræðingurinn, Jacques Martin Barzun (1907-2012) skrifaði merkilega bók um sögu menningarinnar, „Frá upphafi til úrkynjunar. Fimm hundruð ára saga vestrænnar menningar“ (From Decadence to Decadence: 500 years og Western Cultural life). Bókin kom út árið 2000. Jacques skrifar um úrkynjunina:

„[Þ]að er mikið um að vera [og fólk hefur] djúpristar áhyggjur. En vanstillingin er skringileg, þar sem engin skýr framför er í sjónmáli. Tap tækifæranna blasir við. Tilbrigði við list og líf virðast uppurin, þróunarskeiðin á enda runnin, starfsemi stofnana höktir. Afleiðingar eru óbærilegar, endurtekning og örvænting. Leiði og þreyta eru magnþrungnir aflvakar sögunnar.“ (Hann getur ekki stillt sig um að stríða kvenfrelsurunum ögn og notar því orðið „Man“ um mannkyn.)

Jacques segir ennfremur: „Vestrænar þjóðir eyða biljónum í almenna skólagöngu, hvattar til dáða af kröfu almúgans um ágæti (excellence). Samt sem áður veitist samfélagið að hverjum þeim, sem skarar fram úr og sakar um úrvalsdýrkun (elitism).

Sömu þjóðir harma ofbeldi og lauslæti í fari ungmenna sinna, en leyfa engu að síður ofbeldi í kvikmyndum og bókum, klúbbum og búðum, sjónvarpi, dægurlagatextum og á veraldarvefnum, til að varðveita „markaðsfrelsi hugmyndanna.““

Síðustu hálfa öldina eða svo, hefur kvenfrelsunarhugmyndafræðin smogið inn í huga fólks eins og hver önnur trúarbrögð. Kanadíski enskuprófessorinn, Janice Fiamengo, tekur svofellt uppgjör við mannskemmandi kvenpíslarvættistrúarbrögð:

„Kvenfrelsunhreyfingin var aldrei heilbrigð. Hún var aldrei laus við djúprætta óvild og biturð gagnvart körlum; hún hékk eins og hundur á roði á þeirri sannfæringu, að konur væru fórnarlömb karlrándýrsins; lét aldrei hjá líða að eyðileggja fjölskylduna; staðhæfingar um félagslega stöðu kvenna voru ævinlega lausar í reipunum; alltaf tilbúin til að hallmæla körlum á hinn grimmdarlegasta hátt, án nokkurrar samúðar; og hún lét aldrei í ljósi mætur á körlum eða viðurkenningu á framlagi þeirra til samfélagsins, að þeir hefðu af ástríki, umhyggju og alúð í þeirra garð, samið lög eða sett á laggirnar félagslegan aðbúnað (social instrument), sem elfst hafði um árabil. Hreyfingin var ævinlega karlfjandsamleg inn í merg og einkenndist af karlhatri og ámæli.“

Vestræn menning stefnir fram af hengiflugi eins og hámenning Grikkja (Myceanaen) um 1200 f. Kr. og Kínverja á þriðju öld, gerðu. Innbyrðis óeirðir og brenglun gilda, skiptu vafalítið meginmáli í Grikklandi. Svipuð þróun virðist hafa átt sér stað í Kína á tímum Han keisaraættarinnar. Þá var slakað á menntunarkröfum til stjórnenda samfélagsins.

Evrópsk lærdómsmenning hlaut sömu örlög með falli rómverskrar menningar á fimmtu öld, þegar skólar lognuðust út af, og endanlegu falli grískrar menningar, þegar æðri menntastofnunum í Aþenu var skellt í lás um tveim öldum síðar. Þá tóku Arabar við eins og Austur-Asíubúar gera nú.

Verum minnug orða hins mikla tékkneska rithöfundar og frelsishetju. Václav Havel (1936-2011): Þeir, sem í lyginni lifa, eru lygurunum samsekir.

https://www.information.dk/debat/2008/02/feminismen-problemet-loesningen?lst_cntrb https://www.jamesgmartin.center/2023/02/social-justice-restrictions-on-research-harm-all-of-us/?utm_source=NAS+Email+General&utm_campaign=911178eb16-EMAIL_CAMPAIGN_2023_02_02_01_29&utm_medium=email&utm_term=0_-911178eb16-%5BLIST_EMAIL_ID%5D https://brownstone.org/articles/the-decline-and-fall-of-the-university/ https://www.britannica.com/question/How-did-the-Han-dynasty-fall https://newcriterion.com/issues/2000/6/barzun-on-the-west https://www.jamesgmartin.center/2023/01/when-discipline-specific-accreditors-go-woke/?utm_source=NAS+Email+General&utm_campaign=911178eb16-EMAIL_CAMPAIGN_2023_02_02_01_29&utm_medium=email&utm_term=0_-911178eb16-%5BLIST_EMAIL_ID%5D https://en.wikipedia.org/wiki/From_Dawn_to_Decadence https://www.theguardian.com/books/2001/mar/03/history.art http://www.psychologicalscience.org/news/releases/are-the-wealthiest-countries-the-smartest-countries.html https://www.researchgate.net/publication/220014360_Rindermann_H_Sailer_M_and_Thompson_2009_The_impact_of_smart_fractions_cognitive_ability_of_politicians_and_average_competence_of_peoples_on_social_development_Talent_Development_and_Excellence_1_3-25 https://www.researchgate.net/publication/251531234_National_IQs_and_their_demographic_correlates/citation/download https://www.researchgate.net/publication/271074512_The_Rise_of_Modern_Industrial_Society_The_cognitive-developmental_approach_as_a_new_key_to_solve_the_most_fascinating_riddle_in_world_history/citation/download https://www.researchgate.net/publication/256979482_National_IQs_A_Review_of_Their_Educational_Cognitive_Economic_Political_Demographic_Sociological_Epidemiological_Geographic_and_Climatic_Correlates/citation/download https://www.researchgate.net/publication/296678828_Evolution_IQ_and_Wealth/citation/download https://www.worldhistory.org/Mycenaean_Civilization/ https://www.researchgate.net/publication/289964036_IQ_and_global_inequality/citation/download https://www.upi.com/Odd_News/2003/10/16/QA-Charles-Murrays-Human-Accomplishment/63221066339488/ https://www.amren.com/news/2019/10/race-differences-in-intelligence-richard-lynn/ https://www.amren.com/news/2020/07/racial-transformation-britain-enoch-powell/ https://www.amren.com/news/2017/10/arthur-jensen-helmuth-nyborg-genetics-intelligence/ https://www.amren.com/archives/back-issues/december-2010/#article2 https://www.amren.com/news/2018/09/genetic-differences-justify-racism-luigi-luca-cavalli-sforza/ https://www.amren.com/news/2019/07/racial-differences-in-intelligence-personality-and-behavior/ https://www.amren.com/author/lynn/ https://human-intelligence.org/race-differences-in-intelligence/ https://www.encyclopedia.com/social-sciences/applied-and-social-sciences-magazines/scarr-sandra-wood https://www.youtube.com/watch?v=SUC2Xk2YW9M https://www.youtube.com/watch?v=21h_2RyQKRU https://www.youtube.com/watch?v=2wUY7f_Kld0 https://www.youtube.com/watch?v=sAax6RFGXac https://www.foxnews.com/story/dna-discoverer-blacks-less-intelligent-than-whites https://www.researchgate.net/publication/38061313_Men_and_Things_Women_and_People_A_Meta-Analysis_of_Sex_Differences_in_Interests https://politiken.dk/debat/kroniken/art8016815/Hvorfor-n%C3%A6gter-lighedsfundamentalister-at-se-i-%C3%B8jnene-at-der-er-forskel-p%C3%A5-m%C3%A6nd-og-kvinder-ogs%C3%A5-n%C3%A5r-det-g%C3%A6lder-arbejde-og-karriere https://jyllands-posten.dk/debat/kronik/ECE8567102/frygt-danmarks-fremtid/ https://jyllands-posten.dk/debat/kronik/ECE9195433/evolutionsbiologer-der-er-en-lang-raekke-fejl-i-nyborgs-viden-om-og-fortolkning-af-evolutionsbiologisk-forskning/ https://jyllands-posten.dk/debat/breve/ECE9188003/misbrug-af-naturvidenskab-i-demokratidebatten-den-kolde-vinterteori-er-videnskabeligt-fupmageri/ https://www1.udel.edu/educ/gottfredson/reprints/1994egalitarianfiction.pdf https://www.information.dk/moti/2017/06/hvorfor-kvinder-stadig-fanget-glasloftet-tre-grunde https://www.iltalehti.fi/uutiset/a/2015082220222292 https://en.wikipedia.org/wiki/Richard_Lynn https://en.wikipedia.org/wiki/Mainstream_Science_on_Intelligence https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/03075079.2020.1723533 https://www.pnas.org/doi/10.1073/pnas.1418878112 https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/jnr.23862 https://psycnet.apa.org/doiLanding?doi=10.1037%2F0022-3514.94.1.168 https://www.stil.dk/aktuelt/uvm/2018/feb/280228-nedbrydning-af-koensstereotyper-skal-faa-pigerne-med-paa-den-teknologiske-udvikling https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0002106 https://www.facebook.com/TheScoop.Politics/posts/pfbid02UkcpDs1rtNVNKHN92sqem5gxVjLr4BB3W842CF6vuVzgp9jA5FbBFQi4fHtDPHmil https://academic.oup.com/sf/article-abstract/85/4/1483/2234883 https://en.wikipedia.org/wiki/Head_Start_(program) https://www.theatlantic.com/politics/archive/2017/03/middlebury-free-speech-violence/518667/ https://www.theatlantic.com/politics/archive/2017/02/everyone-has-a-right-to-free-speech-even-milo/515565/ https://link.springer.com/article/10.1007/s10508-010-9618-z https://helmuthnyborg.dk/wp-content/uploads/2016/07/Publ_2003_The-sociology-of-psychometric-and_chapter-20.pdf https://theconversation.com/china-now-publishes-more-high-quality-science-than-any-other-nation-should-the-us-be-worried-192080 https://helmuthnyborg.dk/wp-content/uploads/2016/07/Publ_1994_Sex-Hormones-and-Society_Book.pdf https://www.weekendavisen.dk/2020-32/samfund/hop-paa-stedet https://helmuthnyborg.dk/wp-content/uploads/2016/10/Publ_1994_The-neuropsychology-of-sex-related-differences.pdf https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0029265 https://web.archive.org/web/20120722020238/http://psychology.uwo.ca/faculty/rushtonpdfs/pppl1.pdf https://arthurjensen.net/wp-content/uploads/2014/06/How-Much-Can-We-Boost-IQ-and-Scholastic-Achievement-OCR.pdf https://psykologisk.no/sp/2018/08/e6/ https://www.forskerforum.no/anerkjent-tidsskrift-vil-hindre-krenkende-forskning/ https://www.akademikerbladet.dk/aktuelt/2022/september/foerende-videnskabeligt-tidsskrift-bliver-woke-vil-afvise-kraenkende-forskning https://www.amazon.com/Dysgenics-Deterioration-Populations-Evolution-Intelligence/dp/0275949176 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0191886911001073 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0018506X08000949 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0191886911001073 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S019188690400385X https://www.researchgate.net/publication/323890725_Population_projections_for_Sweden_Norway_Denmark_and_Finland_2015-2065 https://www.economist.com/britain/2021/06/05/a-parallel-society-is-developing-in-parts-of-muslim-britain https://gwern.net/docs/iq/high/smpy/2007-lubinski.pdf https://www.micheletribalat.fr/435984667 https://www.standaard.be/cnt/dmf20220904_97648086 https://folkbladet.se/debatt/artikel/om-45-ar-ar-de-etniska-svenskarna-i-minoritet-i-sverige/rgqw68xl file:///C:/Users/arnar/Downloads/Decrease%20of%20intelligence%20(IQ)%20in%20the%20Nordic%20countries%20due%20to%20immigration%20Bull.%20of%20Geogr.%20final%20with%20name.pdf https://www.gatestoneinstitute.org/19127/multiculturalism-national-identities https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0160289604000522 http://emilkirkegaard.dk/da/wp-content/uploads/Nyborg-sag2-UVVU-afg%C3%B8relse.pdf https://retractionwatch.com/2013/11/13/citing-scientific-dishonesty-danish-board-calls-for-retraction-of-controversial-paper-on-decline-of-western-civilization/ https://www.theoccidentalobserver.net/2011/05/05/helmuth-nyborg-on-the-genetic-decline-of-western-civilization-denmark-as-a-cast-study/ https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S019188690400385X https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0191886911001073 https://www.youtube.com/watch?v=2wUY7f_Kld0 https://altcensored.com/watch?v=02vvYDxXQ3w https://uniavisen.dk/koensfordelingen-paa-de-videregaaende-uddannelser-er-pilskaev-det-er-et-stort-samfundsproblem/ https://www.youtube.com/watch?v=ksqgKZfEfNM https://bettinaarndt.substack.com/p/feminism-was-never-about-equality?utm_source=substack&utm_medium=email https://helmuthnyborg.dk/wp-content/uploads/2016/09/Kronik_2012_Vestlige-lande-bliver-dummere-dag-for-dag-5.pdf


Mótmæli gegn stríðsvitfirringu í Washington og þriðju heimsstyrjöldinni. Evrópska verndarsvæðið

Það eru enn til friðarsinnar í landi hinna hugprúðu og frjálsu. Það voru þeir, sem stöðvuðu ógeðslegt stríð yfirvalda sinna í Víetnam á sínum tíma. Og árið 1982 mótmæltu friðarsinnar í Bandaríkjunum kjarnorkuvopnavæðingunni. Síðan lögðust þeir í dvala. En nú rumska þeir loksins, hafa yngt upp, og koma út á göturnar aftur, þ.e. þann 19. þessa mánaðar. „Fordæmið stríðsvélina“ (rant against the war machine) eru vígorð þeirra. Mótmælendur hræðast hamslausan hildarleik í veröldinni.

Þetta kemur fram í fréttaþætti, þar sem blaðamennirnir, Aron Maté og Max Blumenthal, ásamt spaugaranum og fjölmiðlamanninum, Jimmy Dore, stikla á stóru um framvindu stríðsins í Úkraínu. Undir lokin spjalla þeir um þátttöku Norðmanna í sprengingu gasleiðslunnar í Eystrasalti undir stjórn Bandaríkjamanna.

Hugsunin um þriðja heimsstyrjöldina er orðin býsna áleitin. Færa má gild rök fyrir því, að hún sé hafin og aðeins sé spurningin um, hvort beitt verði kjarnorkuvopnum eða ekki.

Franski mann- og sagnfræðingurinn, Emmanuel Todd, leiðir líkum að því, að stríðið í Úkraínu sé aðeins forleikurinn að þriðju heimsstyrjöldinni, þar sem það snúist um tilvistaröryggi bæði Rússlands og Bandaríska heimsveldisins, sem hefur gert Evrópu að eins konar verndarsvæði sínu. Kína er í þessu tilliti einnig svarinn andstæðingur Bandaríkjanna, að þeirra sögn, en Nató hefur lýst því yfir, að Rússar séu erkifjendur þeirra.

Evrópubúar – ekki síst Íslendingar – virðast ofurseldir Bandaríkjunum, sem gaukuðu að þeim nasistagulli til uppbyggingar, eftir annað heimsstríð, og „þvinguðu“ þá flesta inn í Nató.

Mótmælum hefur helst verið hreyft í Frakklandi í tímans rás, sbr. ákvörðun forseta lýðveldisins, Charles André Joseph Marie de Gaulle (1890-1970), að draga Frakka út úr virkri aðild á sínum tíma.

Emmanuel gaf í fyrra út bókina, „Þriðja heimsstríðið er hafið“ (La Troiséme Guerre mondiale a commenc“). Í viðtali „Figaro“ um efni bókarinnar kemur fram, að hún hafi verið gefin út í 100.000 eintökum í Japan. Samkvæmt því, sem blaðamaðurinn, Ben Norton, segir, er hún ekki aðgengileg á Vesturlöndum. Ben stiklar á stóru um efni hennar í hjálögðum fyrirlestri.

Emmanuel bendir á, að viðskiptaþvinganir gegn Rússum hafi ekki haft tilætluð áhrif, m.a. vegna stuðnings þjóða, handan verndarsvæðanna, þ.e. Evrópu og Japans. Hann bendir einnig á, að mælingar vestrænna hagfræðinga á þjóðarframleiðslu gefi skakka mynd af fjárhagi Rússa, þar eð fjármálabrask vegi þungt við slíkar mælingar.

Írússneska hagkerfinu sé því aftur á móti ekki þannig farið. Þar sé framleiðsla í öndvegi. Því er hætt við því, að auðsýnd seigla þess grafi undan hagkerfum, þar sem Bandaríkjamenn drottna í krafti dalsins og látlausrar peningaprentunar. Því er það svo, að tapi Bandaríkjamenn stríðinu í Úkraínu, mun gjaldmiðill þeirra og veldi hrynja í allri sinni dýrð eins og spilaborg væri.

Emmanuel heldur því fram, að á Evrópska verndarsvæðinu sé Nató í raun klofið. Stríðsreksturinn, áróður fyrir honum og þátttaka, sé að mestu í höndum Bandaríkjamanna, Pólverja og Breta. (Norðmenn hafa nú augljóslega bæst við.) Meðan Bandaríkjamenn missa tökin á alþjóðavettvangi, herða þeir hreðjatakið á Evrópuþjóðunum.

https://geopoliticaleconomy.com/2022/06/26/cia-special-ops-ukraine-proxy-war-russia/ https://geopoliticaleconomy.com/2022/09/21/global-south-west-cold-war-russia/ https://geopoliticaleconomy.com/2023/01/08/china-dollar-gold-reserves-argentina-yuan/ https://geopoliticaleconomy.com/2022/12/29/cia-nato-sabotage-attacks-russia/ https://geopoliticaleconomy.com/2022/03/18/cia-trained-ukrainians-2014/ https://www.moonofalabama.org/2023/02/some-small-corrections-to-seymour-hershs-new-nord-stream-revelations.html https://www.globalresearch.ca/french-ambassador-us-rules-based-order-means-western-domination-violating-international-law/5800178 https://geopoliticaleconomy.com/2023/01/14/world-war-3-us-russia-china-emmanuel-todd/ https://geopoliticaleconomy.com/2023/01/14/world-war-3-us-russia-china-emmanuel-todd/ https://news.antiwar.com/2023/02/09/sen-mike-lee-cant-rule-out-that-the-us-blew-up-nord-stream/ https://www.washingtonpost.com/world/2023/02/09/ukraine-himars-rocket-artillery-russia/?pwapi_token=eyJ0eXAiOiJKV1QiLCJhbGciOiJIUzI1NiJ9.eyJzdWJpZCI6IjI3MTcyNDc1IiwicmVhc29uIjoiZ2lmdCIsIm5iZiI6MTY3NTkxODgwMCwiaXNzIjoic3Vic2NyaXB0aW9ucyIsImV4cCI6MTY3NzIxNDc5OSwiaWF0IjoxNjc1OTE4ODAwLCJqdGkiOiIyYTYwNzZiMC00MmYyLTRjOWYtYjhmYy1hODBlYjFjMWIzMGUiLCJ1cmwiOiJodHRwczovL3d3dy53YXNoaW5ndG9ucG9zdC5jb20vd29ybGQvMjAyMy8wMi8wOS91a3JhaW5lLWhpbWFycy1yb2NrZXQtYXJ0aWxsZXJ5LXJ1c3NpYS8ifQ.2eyNbfcb_o8Ia7FqLgP6B7JtvOI_rQga_tK2r3FsZBo https://www.lefigaro.fr/vox/monde/emmanuel-todd-la-troisieme-guerre-mondiale-a-commence-20230112 https://www.youtube.com/watch?v=au3sGTgRpAU


Greindin sem glutraðist niður. Vísinda- og menningarkreppan. VIII: Greind og kvenfrelsunarvísindi

Síðustu áratugi hafa kvenfrelsarar riðið röftum í æðri menntastofnunum á Vesturlöndum, með þann arf í farteskinu, sem áður er gerð grein fyrir.

Steven Goldberg, (f. 1941) benti, þegar árið 1973, á kvenfrelsunarfræðafúskið: „Það er [vísinda]blekking, þegar kvenfrelsarar í nafni fræðilegra rannsókna, eru svo fúsir til að upphugsa staðreyndir, hafna þeim eða taka til sín, eftir því, hvernig [staðreyndirnar] höfða til tilfinninga þeirra.“

Það sama gerði þýsk-argentínski læknirinn og sálfræðingurinn, Esther Vilar: „[K]onur bera enga virðingu fyrir vísindalegum staðreyndum og sýna eingöngu áhuga því, sem kemur þeim að gagni hér og nú.“

Kvenfrelsarar hafa leitast við að glæða lífi augljósa fásinnu, bábiljur, trölla- og goðsögur, með fræðum og vísindum, sem iðulega hafa reynst villuljós.

„Kvenfrelsarar hafa verið óvandaðir að virðingu sinni í því, er lýtur að staðreyndum,“ segja hagfræðingarnir, Diana Furchtgott Roth og Christine Elba, í bók sinni „Kvenfrelsunarkreppunni.“ (The Feminist Paradox.)

Steven Pinker, sem áður er nefndur til sögu, tekur í sama streng: „Kvenfrelsunarbarátta fyrir jafnrétti í stjórnmálalegu og félagslegu tilliti er mikilvæg, en kvenfrelsunarfræðaklíkur á háskólastigi, sem einbeita sér að furðukennisetningum, eru það ekki. ... [því] kynerfðakvenfrelsun steytir gegn vísindunum. ... [Kvenfrelsararnir] berjast með kjafti og klóm gegn rannsóknum á kynferði og mismuni kynjanna. ... [Það er] meginástæðan fyrir því, að heiftúðlega er spyrnt gegn beitingu vitneskju um þróun, erfðafræði og taugafræði, í umræðu um mannshugann.“

Bandaríska sálfræðingnum, Shari L. Thurer, rekst svo sannarlega rétt orð á munn, þegar hún segir: „Upplýsingar af vísindalegum toga eiga erfitt uppdráttar, þegar vinsælar goðsagnir eru annars vegar, sérstaklega þegar þær ganga í berhögg við hleypidóma, sem fólki er annt um.“

Í alvöru vísindum eru gerðar strangar kröfur um sönnunarfærslu, þ.e. að skoða, hvort ákveðin kenning, tilgáta eða fullyrðing, hafi við rök að styðjast, sé raunsönn. Því þarf í sjálfri tilgátunni að segja til um, hvaða niðurstöður eða rannsóknargögn muni annað tveggja, sanna eða afsanna (falcification) hana. Rannsaka má í sjálfu sér, hvað sem er, en samt sem áður er gerð sjálfsögð krafa um, að rannsóknarefnið sé fræðilega undirbyggt með tilliti til þess, sem aðrir hafa gert og í fullum samhljómi við fræðilega (og almenna) skynsemi.

Niðurstöður vísindalegra athuganna verða sem sé að standast gagnrýna skoðun, svo leggja megi mat á áreiðanleika niðurstaðnanna og gildi þeirra mælinga og hugtaka, sem notast er við. Þess vegna er leitast við að staðfesta niðurstöðu með endurtekinni athugun annarra vísindamanna.

Bandaríski stærðfræðingurinn, James A. Lindsay (f. 1979) og breski sagnfræðingurinn, Helen Pluckrose, eru ómyrk í máli um þróun vísindanna:

„Eitthvað hefur farið úrskeiðis í æðri menntastofnunum – sérstaklega á vettvangi hugvísinda. Fræðimennska miðar síður að því að leita sannleikans, en snýst þess í stað um félagsleg harmkvæli (social grievance). [Þetta] er margstaðfest, jafnvel alls ráðandi á nefndum sviðum. [Hlutaðeigandi] fræðimenn iðka það í auknum mæli að þvinga (bully) nemendur, skrifstofumenn og aðrar deildir, til að deila heimsmynd sinni. Þessi heimsmynd er ekki vísindaleg, hún er laus í reipunum (not rigorous).“

Bandaríski vísindablaðamaðurinn, David H. Freedman, segir í grein sinni: „Lygar, bannsettar lygar og læknavísindi“ (Lies, Damned Lies, and Medical Science): Margar af þeim niðurstöðum, sem rannsakendur á sviði lækninga komast að, eru iðulega blátt áfram rangar. Svo hvernig má það vera, að læknar nýti sér falsupplýsingar í daglegu starfi sínu í verulegum mæli?

Bandaríski sálfræðingurinn, Linda Susanne Gottfredson (f. 1947) bendir á, að ástandið við bandarískar menntastofnanir dragi dám af rétttrúnaði við austur-evrópskar stofnanir fyrir hrun Ráðstjórnarríkjanna. Bandarískir vísindamenn játast opinberum rétttrúnaði stjórnvalda og sýsla með sitt. Hún segir:

Vísindasamfélag skal byggt á grunni „fræðilegrar viðmiðunar um hæfni, sköpunargáfu og agaðrar rökvísi (intellectual rigor). En slíkt samfélag verður samt sem áður uppspretta spillingar hugans, þegar félagar þess beita vísindalegum viðmiðunum í þágu annarra hvata – eins og peninga, stjórnmála, trúarbragða [eða] ótta.“

Það er ekki bara svo, að lygar hafi umhverfst í sannleika, heldur er rétttrúnaðaráróður á vegum vísindasamfélagsins, stjórnvalda, fjárglæframanna, fjölmiðla og iðnaðarauðvaldsins, svo yfirgengilegur, að þaggað er miskunnarlaust niður í fólki, vísindalegar niðurstöður fjarlægðar af vefnum og sniðgengnar af almenningsbókasöfnum og upplýsingaveitum.

Danski líffræðingurinn, Kåre Fog (f. 1949) hefur rannsakað fyrirbærið. Hann skrifaði greinina, „Kvenfrelsunarritskoðun,“ í „Tímarit fyrir upplýsingasiðferði“ árið 2018. Hann segir m.a.:

„Formælendur kvenfrelsunar eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum. Öðru máli gegnir um þá, sem andmæla málflutningi þeirra, jafnvel þótt í anda jafnréttis sé. Sömu sögu er af sjónvarpsþáttum að segja. Sé kvenfrelsurum andmælt, er tjaldið samstundis dregið niður og aðgangur bannaður. Það er afar erfitt að finna útgefanda að bók, þar sem kvenfrelsun er gagnrýnd. Takist það á annað borð, er líklegt að hún fái ekki umsögn í fjölmiðlum og falli í gleymsku og dá. Þetta á einnig við um fræðibækur, þar sem umfjöllun er mildileg og með skírskotun til margra heimilda.

Rannsókn á alþjóðlegum bókaskrám tíu þúsunda bókasafna leiddi í ljós, að kvenfrelsunarbækur – jafnvel þær, sem boðuðu svæsið karlhatur – eru keyptar inn í meira mæli, heldur en bækur, sem fjalla um sjónarmið karla. Venjulega eru þær einnig þýddar á miklu fleiri tungumál. Bækur, sem höfundur gefur út, eru óvíða aðgengilegar.

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku voru skoðuð átta yfirlitstímarit (review jounals) og þrjátíu og fjórir útgefendur. (Dwyer 2016). Niðurstaðan er sú, að 78% almenns starfsliðs eru konur, í framkvæmdastjórn er hlutfallið 58%.

Kvenfrelsarar boða hugmyndafræði, sem elur á hatri gagnvart körlum, sérstaklega þó hatri á karlmönnum, sem kynnu að verða elskhugar þeirra [kvenkyns kvenfrelsara]. Er líklegt, að þeim sé umhugað að ganga með höturum sínum í eina sæng? Hugsanlega mun karlfæðin stuðla að færri barnsfæðingum. Í Danmörku og víðar sjást vísbendingar um samhengi aukinnar kvenfrelsunar, upplausnar fjölskyldna og lækkunar fæðingartíðni.“ …

Þegar allt kemur til alls, er líklegt „að óheft kvenfrelsun muni stuðla að niðurrifi einmitt þeirra samfélaga, sem betur hlúa að og búa í haginn fyrir konur. En það er nýtt í mannkynssögunni.“


Helstefnan í heilbrigðiskerfinu

Flest okkar gera sér trúlega í hugarlund, að heilbrigðiskerfið hafi verið sett á laggirnar til að stuðla að heilbrigði – jafnvel hollustu og hamingju. Fólk hefur trúað eins og nýju neti, flestu, sem frá því kom. Ætli fólk sé jafn auðtrúa, eftir reynsluna af heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisþjónustu í covid-19 fárinu?

Enn þá hvetja yfirvöld til bólusetningar, enda þótt hrannist upp óháð vísindagögn, sem fletta ofan af þekkingarleysi sömu yfirvalda eða illgirni, eftir atvikum.

Kanadíski læknirinn, Roger Hodkinson, er ómyrkur í máli. Segir covid-19 fárið fordæmalausa hryllingssviðsetningu í sögu lækninga. Veiran, sem búin var til, var þó ekki skaðvænlegri en flensa. PCR prófanir léku lykilhlutverk. Í 95% tilvika jákvæðra niðurstaðna var um heilbrigt fólk að ræða. Roger fullyrðir, að við höfum verið höfð að ginningarfíflum. Þaggað var niður í þeim, sem reyndu að vara við. Læknar, stjórnmálamenn og fjölmiðlar, bera þá ábyrgð. Grímur, lokanir og fjarlægðarreglur voru út í hött. Engin gögn sýndu gagnsemi þeirra. Bólusetningar lýstu ótrúlegu gerræði.

Kevin Brass, bandarískur læknanemi og vísindamaður, hefur bæst í sístækkandi hóp heilbrigðisstarfsmanna, sem sjá að sér: „Ég var einarður stuðningsmaður viðleitni lýðheilsuyfirvalda í sambandi við covid-19. Mér sýnist sem yfirvöld væru að bregðast við umfangsmestu lýðheilsukreppu á okkar tímum af hluttekningu, kostgæfni og vísindalegri þekkingu. Ég fylgdi þeim heils hugar, þegar blásið var til lokana, bólusetninga og örvunarbólusetninga. [En] ég hafði á röngu að standa. Og það kostaði mannslíf.“

Kanadíski læknirinn, Patrick Provost, prófessor í örveirufræði, smitsjúkdómum og ónæmisfræði, benti á vanskráningu meinviðbragða eða aukaverkana við covid-19 bóluefnunum. „Það er ekki einungis svo, að hætt sé við hjartabólgum (myocarditis - heart inflammation) og öðrum aukaverkunum, heldur hafa börn engan raunverulegan ávinning af bólusetningu, þar eð börn eru ekki viðkvæm fyrir fylgikvillum vegna covid-19 sýkingar. …

„Virkni bóluefnanna hefur sýnt sig að vera neikvæð í Quebec, síðan í desember 2021 (yfirvöld fjarlægðu gögnin úr hlutaðeigandi skýrslum skömmu síðar …). Þetta merkir, að hinum bólusettu er hættara við smiti.“

Það þarf varla að taka fram, að Patrick var rekinn fyrir þessar ábendingar, enda þótt þær kæmu fram í ritrýndu tímariti.

Indversk-bandaríska örveiru- og ónæmisfræðingnum Poornima Wagh, var líka útskúfað fyrir svipaðar sakir. Hún sagði m.a.: Sjúkdómurinn „er tölvuundur. … Það er ekki einvörðungu veiran, sem er fölsk. Sjúkdómafræðin er að töluverðu leyti lík tiltölulega sviksamleg.“

Það er fjöldi óháðra rannsókna, sem varpa ljósi á allra handa aukaverkanir, aðrar en andlát, t.d. á starfsemi æxlunarfæra, ónæmiskerfis og miðtaugakerfis. Deilt hefur verið um, hvort þessar bólusetningar gerðu, þrátt fyrir allt, eitthvað heilsufarsleg gagn. Það efast sjálfur bólusetningapáfi Bandaríkjanna, Anthony Fauci, um. Í réttarhöldum yfir honum koma játningar þess efnis.

En kanadísk heilbrigðisyfirvöld bjóða fórnarlömbum bólusetninga og öðrum, sem þjást, lausn frá þjáningunum; sjálfsvíg með læknisaðstoð (medical assistance in dying – MAID), lækningasjálfvígi.

Lækningasjálfsvíg hafa færst mjög í vöxt, síðan löggjöfin var samþykkt á kanadíska þinginu árið 2016. Hún er trúlega frjálslegasta löggjöf sinnar tegundar á vesturhveli. Á síðasta ári létust rúmlega 10.000 manns við lækningasjálfsvíg eða drjúg 3% allra dáinna, sem er þriðjungsaukning frá árinu á undan. Þeim fjölgar sífellt, sem eiga kost á slíkri heilbrigðisþjónustu. Á næsta ári verður tekið á móti þeim, sem búa við andlegar kaunir eða veikindi (mental illness).

Dómsmálaráðherra Kanada, David Lametti, sagði í umræðum um ákvörðun sérfræðinga um lækninga(sjálfs)víg: „Athugið, að sjálfsvíg er almennt í boði fyrir fólk. [Það] … er hópur meðal þjóðarinnar, sem á örðugt með að taka ákvörðun um að fremja sjálfsmorð á eigin spýtur vegna bágs líkamlegt eða hugsanlega andlegs heilsufars. Þegar allt kemur til alls, er þetta mannúðlegri leið til að taka ákvörðun, sem það hefði að öðrum kosti tekið, væri það í færum til þess.“

Í umræðum í kanadíska þinginu, sagði læknirinn og heilbrigðismálaráðherra, Carolyn Bennett, að allir sjálfsvígsmatsmenn (assessor) og veitendur (provider) lækningasjálfsvíga hafa fengið þjálfun í að útrýma (eliminate) fólki við framangreindar aðstæður.

Yfirvöld eru þjónustulipur, þegar lækningasjálfsvíg eru annars vegar. Christine Gauthier, þátttakandi í Ólymíuleikum fatlaðara árið 2016 og gullverðlaunahafi í róðri, hefur lengi barist fyrir því að fá hjólastólalyftu á heimili sitt. Þjarkið hefur greinilega verið þreytandi, því hið opinbera sendi henni bréf, þar sem segir á þessa leið: Þar sem þú ert svo örvæntingarfull, gæti hið opinbera boðið þér sjálfsvígslækningu.

Það er margt spennandi að gerast í heilbrigðisþjónustunni. Sunnan landamæranna stendur til að bjóða föngum afslátt af refsingu, gefi þér úr sér líffærin. Mig minnir, að Bandaríkjamenn orði viðhorfið svo: „Business before all.“

https://www.rebelnews.com/growing_number_of_manitobans_are_accessing_maid_services_say_health_officials https://alexberenson.substack.com/p/dr-anthony-fauci-now-admits-the-mrna?utm_source=substack&utm_medium=email https://alexberenson.substack.com/p/dr-anthony-fauci-now-admits-the-mrna?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.rebelnews.com/liberal_justice_minister_david_lametti_is_again_in_hot_water_after_commenting_that_doctor_assisted_suicide_provides_a_more_humane_way_for_canadians_to_end_their_lives https://www.facebook.com/Washington-DC-News-110344545128047/videos/1213128792944567/ https://subsplash.com/cecapetownnorth-church/media/mi/+wygn6kc https://medmaldoctors.ca/dr-roger-hodkinson/https://medmaldoctors.ca/dr-roger-hodkinson/ https://www.newsweek.com/its-time-scientific-community-admit-we-were-wrong-about-coivd-it-cost-lives-opinion-1776630 https://www.rebelnews.com/massachusetts_democrats_propose_sentencing_reduction_for_prisoners_who_donate_their_organs https://ijvtpr.com/index.php/IJVTPR/article/view/65/170 https://markcrispinmiller.substack.com/p/canadas-minister-for-mental-health?utm_source=post-email-title&publication_id=383085&post_id=100888099&isFreemail=true&utm_medium=email https://www.theepochtimes.com/clinical-and-political-factors-to-blame-for-under-reporting-of-covid-vaccination-adverse-events-study_5006993.html https://www.theepochtimes.com/covid-measures-should-have-been-targeted-says-laval-university-immunology-prof-whose-article-was-abruptly-pulled_4561925.html https://celiafarber.substack.com/p/daily-mail-uk-reports-two-mds-in?utm_source=substack&utm_campaign=post_embed&utm_medium=web https://www.dailymail.co.uk/news/article-11611095/Canadian-doctor-whos-euthanized-400-says-helped-kill-man-deemed-incapable-choosing-suicide.html https://www.dailymail.co.uk/news/article-11507875/America-afraid-Canada-euthanizing-10-000-citizens-year-TOM-LEONARD.html https://www.theepochtimes.com/laval-u-prof-gets-second-suspension-for-covid-vax-comments-4-months-no-pay_5030022.html https://www.thenewatlantis.com/publications/no-other-options https://torontosun.com/news/local-news/warmington-health-canada-deems-400-deaths-after-receiving-covid-vaccine-low https://rumble.com/v1ga1e5-dr.-merritt-interview-with-poornima-wagh-phd-virology.html?fbclid=IwAR2XmwMrzN5F69FN-8DDyPh_1G4n7WSuB3JL01Q-97VUmk9UPz6gFA_mtks https://zeeemedia.com/interview/whistleblower-dr-poornima-wagh-covid-19-the-virus-that-never-existed/ https://truthcomestolight.com/virologist-dr-poornima-wagh-with-dr-lee-merritt-its-not-just-virology-thats-a-scam-most-of-pathology-is-actually-fraudulent-people-are-waking-up-very-quickly-i/ https://www.macleans.ca/opinion/dying-for-the-right-to-live/https://www.macleans.ca/opinion/dying-for-the-right-to-live/ https://www.ctvnews.ca/health/woman-with-disabilities-nears-medically-assisted-death-after-futile-bid-for-affordable-housing-1.5882202 https://twitter.com/PierrePoilievre/status/1621242894366433280?utm_source=substack&utm_medium=email


Frelsum börnin frá feðrum sínum

Frelsun barna frá feðrum sínum og konur frá körlum yfirleitt, er eitt sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum). Þar er íslenska ríkisstjórnin að sjálfsögðu með í för, með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar.

Þessi frelsun á sér stað á öllum vígstöðvum og víða um heim, t.d. í Ástralíu. Hinn ötuli baráttumaður fyrir jafnrétti, Bettina Arndt, hefur ritað grein um aðför stjórnar Anthony Norman Albanese, leiðtoga Verkamannaflokksins.

Samkvæmt greininni skal umbylt fyrri endurbótum á fjölskyldulöggjöfinni, í þá veru að tryggja jafnrétti foreldra til ábyrgðar og uppeldis barna við skilnað, m.a. með því að tryggja gagnkvæman rétt föður og barns til samvista við hvort annað. Þessi löggjöf er nokkurn veginn sambærileg þeirri íslensku, sem varð til fyrir einarða baráttu feðra og hliðhollra stjórnvalda. Kvenfrelsunarhreyfingin hefur aldrei tekið þessar breytingar í sátt.

Meginvopn kvenfrelsunarhreyfingarinnar í baráttunni fyrir forréttindum mæðra eru ákærur um ofbeldi feðra. Það kemur því ekki á óvart, að í hinni nýju löggjöf sé öryggi alfa og ómega. Drottnunarvopi kvenna, ákærum um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi, ofbeldi karla gegn börnum, ofbeldis- og eitureðli karla, og svo framvegis, skal nú beitt til hins ýtrasta á vettvangi fjölskyldunnar.

En það eru svo sem ekki ný tíðindi. Á Íslandi börðust kvenfrelsarar á Alþingi og í lögreglunni hatrammlega fyrir innleiðingu svokallaðrar „austurrískrar leiðar,“ sem felur í sér, að feður/karlar eru brottrækir gerðir af heimilum sínum, ásaki móðir/sambýliskona (eða einhver annar) þá um ofbeldi.

Kvenfrelsunarfræðimennirnir styðja drottnunartilburði kvenna með dæmalausum rannsóknum sínum, á borð við þær, sem Vinnumálastofnun nú auglýsir; þriðja hver kona á Íslandi telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni (óskilgreint og engin heimild gefin upp). Slíka kvenfrelsunarrannsóknir eru legio, bæði á Íslandi og Ástralíu – og reyndar um allan hinn vestræna heim.

(Vinnumálastofnun hefur nú blásið í herlúðra kynjastríðsins gegn körlum, sem háð er undir gunnfána jafnréttis, og skotið Vel-virk-um, svo og bandalagi Rauða krossins, forsætisráðherra og Ríkislögreglustjóra, Stígamótum og fleiri, ref fyrir rass. Samkeppnin á karlfjandsamlegum ofbeldismarkaði er býsna kröftug. Stríðið er fjármagnað af skattgreiðendum.)

Sálfræðingurinn, Jennifer McIntosh, sem komst að því, að feðrum væri ekki treystandi fyrir börnum sínum að nóttu til, er dæmi um slíka rannsókn. Sú rannsókn eins og mýgrútur annarra, ritrýndra áróðursrannsókna, hefur sýnt sig að vera aðferðafræðileg vitleysa.

Eftirtalin atríði munu verða felld úr gildandi löggjöf eða fá minni þýðingu, að dómi Bettina: Börnum verður ekki tryggður réttur til uppbyggilegs samneytis við báða foreldra; heldur ekki rétti barna til að þekkja báða foreldra og njóta umhyggju þeirra; á sömu lund fer um rétt barna til að dvelja hjá báðum foreldrum og öðru þýðingarmiklu fólki í lífinu, eins og ömmu og afa; rýrð er skylda beggja foreldra til að eiga hlutdeild í ábyrgð og skyldunum í sambandi við þroskun og aðbúnað barna; sömuleiðis rýrnar vænting um, að foreldrar verði á eitt sáttir um uppeldi barns til framtíðar.

http://www.warshak.com/e-libe/wp-content/uploads/2017/05/CR68-e-Stemming-the-Tide-6.5.pdf https://www.bettinaarndt.com.au/articles/youve-been-mcintoshed/ https://www.theguardian.com/law/2023/jan/29/government-to-scrap-equal-time-test-for-parents-in-custody-disputes-with-child-welfare-paramount https://12ft.io/proxy?q=https%3A%2F%2Fwww.afr.com%2Fpolitics%2Ffederal%2Ftime-s-up-for-equal-rights-in-court-custody-battles-20230201-p5ch1n https://bettinaarndt.substack.com/p/winner-takes-all?utm_source=substack&utm_medium=email


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband