Átök og örvinglun á Alþingi Úkraína og öryggisstefna þjóðarinnar

Susanne Heart er gáfuð kona og þroskuð, þingmaður á fylkisþingi Rogalands í Stafangri, utan flokka. Eins og þroskuðum manni sæmir sýnir Susanne örlagaríkum heimsmálum áhuga. Hún temur sér að brjóta til mergjar, áður en hún tjáir sig. Það á t.d. við um stríðið í Úkraínu.

Þann 27. febrúar skrifaði Susanne á bloggsíðu sína athyglisverða grein um það skelfilega stríð. Hún segir m.a.:

”Í þeirri viðleitni að gera mér grein fyrir forsögu stríðsins í Úkraínu - á líðandi stundu - skoðaði ég heimasíðu félags Sameinuðu þjóðanna í Noregi (FN-sambandet). Á grundvelli upplýsinga þaðan leitaðist ég við að gera yfirlit yfir helstu atriði framvindunnar.

Jafnvel þó sú mynd, sem ég dreg upp, sé hvorki í fullu jafnvægi, né geri efninu skil til hlítar, er það trúa mín, að almenningur skuli eiga kost á að kynna sér þessar upplýsingar. Einhliða áróður er alltof áberandi í fjölmiðlum.

Stóru spurningarnar, sem sækja á huga minn, eru þessar: Hvers vegna var Nató ekki leyst upp, þegar kalda stríðinu lauk, og hvers vegna er þrýst á Úkraínumenn að kasta hlutleysi sínu fyrir róða.

Susanne segir umrætt stríð hafa byrjað árið 2014. Framvindunni gerir hún grein fyrir 37 töluliðum.

Í ágætri grein Susanne má finna ræðu, sem bandaríski hagfræðingurinn, Jeffrey Sachs, flutti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Henni hef ég áður gert grein fyrir.

Þar er að finna aðra mikilvæga ræðu úr Öryggisráðinu, ræðu Raymond McGovern, sem er þaulreyndur greinandi frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Það er afar lærdómsrík ræða. Raymond kemur víða við.

Raymond nefnir viðbrögð Leyniþjónustunnar við uppljóstrun Seymour Hersh um ábyrgð Bandaríkjamanna og Norðmanna á eyðileggingu rússnesk-evrópsku gasleiðslunnar í Eystrasalti, sem hann segir í raun marklaus. Raymond þekkir sitt heimafólk. Hann nefnir líka fjölmiðlafárið í sambandi við lygarnar um efnavopn í Írak og fl. Raymond talar fyrir samtali og samningum, bendir á, að Vesturveldin séu meðábyrg fyrir harmleiknum í Úkraínu.

Önnur kona handan Atlantsála, tekur einnig til máls. Það er hin glögga Caitlin Johnstone. Hún bendir m.a. á að spennan aukist stöðugt milli valdhafanna í Bandaríkjunum og þeirra ríka, sem hafa reisn og burði til að andæfa yfirgangi þeirra, þ.e. Kína, Rússlandi og Íran. Samtímis eykst úlfúð ríkisstjórna á alþjóðavettvangi. Nú er þörf öflugrar viðspyrnu gegn stríðsæsingum.

Hún segir m.a. á þessa leið: Þeir, sem falið er að verja heimsveldið [Bandaríkin], munu segja heimshamfarastefnu sína baráttu gegn blóðþyrstum harðstjórum, sem sækjast eftir heimsyfirráðum, því þeir séu illa innrættir og hafi viðurstyggð á frelsinu.

Þeir munu reyna að sannfæra fólk um þann áratuga gamla stórasannleik bandarískra stjórnvalda, að þau ein eigi að stjórna veröldinni, einmiðjuveröldinni (unipolar doctrine).

Það væri mikið lán, ef því fólki, sem hér er nafngreint, yrði boðið eins og Volodymyr, að skjáræða við Alþingismenn. Hræðsluáróður Nató hefur greinileg sett Alþingimenn og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing frá Akureyri, úr jafnvægi, sbr. viðtal í fréttum RÚV.

Fólkið veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það er engu líkara, en Rússagrýlan viðkunnanlega sé vöknuð úr mókinu og komin á ról. Sefasýki er óheillavænleg, ekki síst við landsstjórnina.

https://www.fn.no/Konflikter/ukraina?fbclid=IwAR3t54UBnoXRQT6jIhVZ08ST6tdh90mv5rz7ljAP4IxhPi1nq2-51DUSdQQ https://archive.md/wlBz5 https://susanneheart.substack.com/p/krig-nar-vanlige-menneskers-liv-blir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband