Færsluflokkur: Bloggar

Byltingar og auðvaldsástir á millistríðsárunum

Þrátt fyrir Friðarráðstefnuna í París 1919, friðarsamninga í Versölum og fögur fyrirheit Þjóðabandalagsins um frið á jörðu, rétt þjóða og þjóðarbrota til sjálfsákvörðunar um eigin málefni, ríkjastofnun og helgi hefðbundinna búsvæða, fór veröldin öll í bál og brand seint á fjórða áratugi síðustu aldar.

Auðgunarþörf auðdrottnanna á fjármálamörkuðum hins vestræna heims, einkum í Bandaríkjunum, sem tekið höfðu við drottnunarhlutverki Bretlands, var friðarást, frelsi og réttlæti, yfirsterkari.

Auðdrottnar og stjórnvöld Vesturlanda seildust til áhrifa, bæði í austri og vestri. Í upphafi fyrsta heimsstríðs var rússneska stórveldið í upplausn og andófi gegn Nicholas II Alexandrovich Romanov (1868-1918), keisara. Andóf fátæks almúgans í Sánkti Pétursborg og hrakfarir gegn Japönum í austri, gerðu það líklega að verkum, að upp úr sauð.

Þjóðverjar sáu sér leik á borði, og hleyptu Vladimir Lenin/Vladimir Ilyich Ulyanov (1870-1924) til borgarinnar og Bandaríkjamenn Leon Trotsky/Lev Davidocich Bronstein (1879-1940). Þessir undirróðurmenn, reknir úr landi eftir fyrri byltingartilraun, og fylgismenn þeirra, bolsévikkar, hleyptu upp byltingarstjórninni og myrtu zarinn og fjölskyldu hans. Í kjölfarið fylgdi borgarastyrjöld í Rússlandi. Vesturlönd blésu óspart í glæðurnar.

Auðævi hins víðfema Rússlands hafa ævinlega haft magnað aðdráttarafl. En það hafði reyndar einnig hugmyndafræðin um alræði öreiganna og leiðtogakenning Vladimir, þ.e. að úrval gáfumanna skyldi leiða öreigana til fyrirheitna landsins, þar sem allri kúgun væri aflétt, öreigarnir hefðu bæði til hnífs og skeiðar, hefðu nóg að bíta og brenna, og yndu glaðir við sitt - í þeirri fullvissu, að þeim væri borgið í faðmi stjórnenda sinna.

Þetta alsælufyrirkomulag, sem Karl Heinrich Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895), sáu í hillingum og lýst var í Kommúnistaávarpinu, var í sjálfu sér þekkt hugmyndafræði frá síðmiðöldum, sbr. jafnaðardraumórasamfélög auðkýfinganna, Claude-Henri de Rouvroy Comte de Saint-Simon (1760-1825), Robert Owen (1771-1858) og Francois-Marie-Charles Fourier (1772-1837).

Í þessu sambandi og með tilliti til þróunar fasisma, nasisma og tækniauðræðis á líðandu stundu, mætti til skilningsauka nefna verkalýðshyggju Georges Eugéne Sorel (1847-1922). Hann var franskur heimspekingur og verkfræðingur, sem boðaði eignarhald verklýðsfélaga á atvinnutækjunum (syndicalism). Hann var einlægur aðdáandi fasisma Benito Mussolinis (1883-1945).

Það var einmitt Benito sem talaði um „samvinnuríkisvaldið“ (corporate state), þ.e. samvinnu fyrirtækja og stjórnmálamanna. Það er grundvallarhugmyndafræði þjóðernisjafnaðarstefnunnar (nationalsozialismus), ríkisauðvaldsstefnunnar (state capitalism) og samstjórnunarstefnu auðdrottna og ríkisvalds (public-private partnership), sem Alheimsefnahagsráðið rær nú að öllum árum.

Fyrrgreindir hugsjónaauðjöfrar reyndu að láta samfélagsdrauma sína rætast, en án árangurs.

Karl og Friedrich leituðu skýringa og gripu í því skyni til framvindukenninga um mannsandann, sem runnar voru undan rifjum þýska heimspekingsins, Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831). Sá mikli hugsuður taldi menningu heimsins hafa náð hæstum hæðum, þegar hann barði augum franska keisarann, Napoleon Bonaparte (1769-1821), ríða inn í Jena á glæstum, hvítum stóðhesti.

Karl og Friedrich litu hins vegar svo á, að hreyfiafl sögunnar væri framleiðsluhættirnir eða eignarhald á þeim. Þeir töldu, að innbyggðar andstæður í auðvaldsskipulaginu myndu sjálfkrafa verða því að fjörtjóni í fyllingu tímans, á æðsta stigi þess.

Rússneskir byltingarmenn sáu vitanlega í hendi sér, að slík skilyrði væru ekki til staðar í Rússlandi. Í þessu ljósi má skilja velvilja gagnvart iðnjöfrum og fjármagnseigendum Vesturlanda og fyrirgreiðslu þeirra. Í raun réttri má líta á þetta fyrirkomulag, þ.e. þegar úrval öreiganna stjórnar atvinnulífi með hjálp fjármagnseigenda, sem nokkurs konar „sameignarfélag“ (corporate socialism). Þetta fyrirkomulag hefur eins og drepið var á, gengið í endurnýjun lífdaganna undir heitinu blandað eignarhald og samstjórn hins opinbera og einkageirans (private-public ownership), sem auðkýfingar Vesturlanda, Sþ og Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum) hafa tileinkað sér í ríkum mæli. Það má t.d. sjá við framleiðslu hergagna, lyfja og bóluefna.

Í sjálfu sér skeyta auðdrottnar ekkert um hugmyndafræði. Það vakir yfirleitt fyrir þeim að afla fjár, að mata krókinn, að skara eld að eigin köku. Því er engin mótsögn í því, að milli stríða og þegar að önnur heimsstyrjöldin hafði skollið á, græddu sömu aðiljar beggja vegna víglínunnar.

T.d. fjárfestu bandarískir iðnjöfrar bæði í Rússlandi og Þýskalandi. Henry Ford (1863-1947), sem Adolf Hitler (1889-1945) taldi læriföður sinn í mannræktarfræðum (eugenics), reisti bílaverksmiðjur í landi lærisveins síns og einnig í Rússlandi á fjórða áratugi síðustu aldar. Adolf veitti Henry meira að segja orðu, svo hugfanginn var leiðtoginn af hugmyndafræðinni.

Iðnjöfurinn, (William) Averell Harriman (1891-1986), sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, síðar borgarstjóri í Nýju Jórvík (NY) og einn tíu utanríkismálavitringa (The Wise Men) Bandaríkjanna, var í miklu dálæti hjá úrvalsmönnum rússneska byltingarflokksins.

Í meðmælabréfi frá Franklin Delano Roosevelt (1882-1945) til Joseph Vissarionovich Stalin (1878-1953), aðalritara Kommúnistaflokksins, segir:

„Kæri Stalin. … Ég er þess fullviss, að opnast munu leiðir til að útvega gögn og vistir, sem duga mega til að berja á Hitler á öllum vígstöðvum, þínum meðtöldum.“

Franklin talar einnig um hetjulegar varnir sovéska hersins. Nokkrum árum síðar ráðgerði sami forseti Bandaríkjamanna kjarnorkuvopnaárás á þessa vini sína í austrinu.

Averell hafði fjárfest ógnarlegum upphæðum í málmvinnslu. En þegar Joseph sagði samningum við hann upp, í þeirri viðleitni að draga úr fjárfestingum erlendra aðilja, voru fjárfestingarnar endurgreiddar með rausnarlegum hætti. Avarell bar hvergi skarðan hlut frá borði.

Annar auðjöfur skipar eftirminnilegan sess í sögu millistríðsáranna, Gerard Swope (1872-1957), forstjóri General Electric. Hann var heilinn á bak við svokallaða Swope áætlun, sem fól m.a. í sér „New Deal“ hugmyndafræði Frank Roosevelt, þ.e. samvinnu auðjöfra og ríkisvalds í atvinnumálum.

Sömu auðjöfrar fjármögnuðu einnig „Hina nýju skipan“ Adolf Hitler, sem sótti bæði innblástur í þessu efni til Rússa og Benito Amilcare Andrea Mussolini (1883-1945), sem rak ítalsk samfélag samkvæmt sams konar fyrirkomulagi, sameignarríkisskipan (corporate state). Svipað fyrirkomulag er nú kallað „public-private partnership.“ Gerard Swope tók einnig þátt í fjármögnun þýskra nasista og rafvæðingu Ráðstjórnarríkjanna.

Þekkt er einnig þátttaka John Pierpoint Morgan (1837-1913), sem fjármagnaði svonefnda Dawes áætlun (Dawes Plan) frá árinu 1924, svo endurreisa mætti iðnað Þýskalands, eftir fyrsta heimsstríð.

Þess má geta, að J.P. Morgan menntaðist m.a. við háskólann í Göttingen, Þýskalandi. Umrædd áætlun er kennd við Charles Gates Daws (1865-1951), bandarískan bankamann og síðar varaforseta þjóðar sinnar og friðarverðlaunahafa Nóbels.

Fjórum árum síðar fylgdi í kjölfarið svokölluð Young áætlun, kennd við Owen D. Young (1874-1962), forstjóra General Electric. Hann hafði forgöngu um auknar lánveitingar til Þjóðverja, samhliða lækkun þeirra stríðsskaðabóta, sem ákveðnar voru í Versalasamningunum.

Áætlunin kvað einnig á um brottflutning erlends herafla frá þýskri grundu og stofnun ofuralþjóðabanka, sem enn lifir góðu lífi, Bank for International Settlements. Þegar lánabrunnurinn þornaði upp í heimshreppunni um 1930 fór Þýskaland aftur á hvolf og plægði enn betur akurinn fyrir almannahylli Adolf Hitler.

Þjóðverjar voru enn í sárum, eftir þá svívirðulegu „friðarsamninga,“ sem Vesturveldin sveltu þá til að samþykkja. Það var einn af stríðsglæpum Breta og Winston Leonard Spencer Churchill (1874-1965) á fyrsta og öðru skeiði heimsstyrjaldarinnar (fyrstu og annarri heimsstyrjöldinni).

https://www.presidency.ucsb.edu/documents/letter-introducing-w-averell-harriman-stalin https://www.youtube.com/watch?v=zAKRjhzJzN4 https://www.youtube.com/watch?v=28un0dOUnuk https://www.youtube.com/watch?v=sLgCnoz7IBM https://www.history.com/topics/19th-century/manifest-destiny https://www.history.com/topics/19th-century/mexican-american-war https://www.youtube.com/watch?v=26raYPP4n7Q https://www.history.com/this-day-in-history/u-s-takes-possession-of-alaska https://www.smithsonianmag.com/history/how-the-louisiana-purchase-changed-the-world-79715124/ https://www.britannica.com/biography/James-Monroe https://www.britannica.com/event/Monroe-Doctrine https://spartacus-educational.com/GERfunk.htm https://www.bis.org/ https://history.state.gov/milestones/1914-1920/paris-peace https://history.state.gov/milestones/1921-1936/dawes#:~:text=Under%20the%20Dawes%20Plan%2C%20Germany's,currency%2C%20the%20Reichsmark%2C%20adopted. https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/ https://alphahistory.com/coldwar/truman-doctrine/ https://www.history.com/news/world-war-i-russian-revolution https://www.britannica.com/event/Truman-Doctrine https://responsiblestatecraft.org/2023/02/21/we-made-putin-our-hitler-zelensky-our-churchill-and-the-media-fell-in-line/ https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/


Hamingjan í hylkjunum. Haldol-húfurnar og aukaverkanir geðlyfja – og fáein orð um raflost

Djúp kreppa ríkir í heilbrigðis- og samfélagsvísindum. Það á vitaskuld einnig við um rannsóknir á geðlyfjum og aukaverkunum þeirra.

Það eru töluverð brögð að því, að grundvallarkröfu um tvíblindurannsóknir (double blind) á verkun lyfja, sé ekki fullnægt, þ.e. að hvorki markhópur, né samanburðarhópur viti, hvort tekið sé lyf ellegar lyfleysa. Fleiri vísindalegar grundvallarkröfur eru ekki í heiðri hafðar.

Lýðheilsustofnun Noregs var falið að gera úttekt á rannsóknum á geðheilbrigðissviði. Stofnun gekk bónleið til búðar. Leit að vandlega unnum yfirlitsrannsóknum gaf af sér 3987 rannsóknir. Engin þeirra fullnægði rannsóknaskilyrðum.

Þá var leitað að frumrannsóknum Og 12.640 komu í ljós. Átta komu til greina. Engu að síður er tiltrú til þekkingargildis rannsóknanna klént. Það er erfitt um vik að tjá sig um langtímameðferð (tvö ár eða lengur) með geðlyfjum, jafnvel þótt aðferðirnar séu góðar.

Ámóta þekkingarkreppa ríkir í sambandi við ADHD lyf. Henrik Vogt og Charlotte Lunde unnu gagnlegt yfirlit á þessu sviði. Þau segja:

„Að okkar dómi ríkir þekkingarkreppa á ADHD sviðinu. Skýrt og skorinort: Mikill fjöldi barna hefur verið lyfjaður – tugum þúsunda saman i Noregi – um langa hríð, án þess að viðunandi þekking lægi fyrir. Samtímis er ljóst, að aukaverkanir eru umtalsverðar og lyfjagjöf felur í sér áhættu á misnotkun.“

Áþekk rannsókn úr Cochrane gagnagrunninum á áhrifum amfetamínnotkunar (notað við ADHD meðferð) sýnir sömu niðurstöðu; skort á þekkingu. (Cochrane er alþjóðlegur gagnagrunnur á heilbrigðissviði, þar sem trúlega eru mestar líkur á að finna gildar rannsóknir.)

Árið 2018 var í British Medical Journal (sem enn má bera töluvert traust til) birt grein um rannsókn danska læknisins, Kristine Rasmussen, og félaga. Heiti greinarinnar er: „Samvinna vísindamanna og iðnaðar við rannsóknir á áhrifum lyfja: þversneiðarskoðun útgefinna verka og yfirlit yfir forystuhöfunda“ (Collaboration between academics and industry in clinical tials: cross sectional study of publications and survey of lead acedemic authors).

Niðurstaða: „Starfsmenn lyfjaiðnaðarins og vísindamenntaðir höfundar taka þátt í hönnun, framkvæmd og miðlun niðurstaðna lang flestra rannsókna [sem getið er um] í virtum (high impact) vísindaritum. Samt sem áður fer úrvinnsla gagna fram, án aðkomu vísindamanna. Þeim þykir samvinnan [yfirleitt] gagnleg. Sumir kvarta þó undan skertu rannsóknafrelsi.“

Nánar tilgreint: Í 87% tilvika tók lyfjafyrirtækið þátt í að hanna rannsóknir á nýjum lyfjum, bóluefnum og búnaði. Í 73% tilvika tóku starfsmenn fyrirtækjanna þátt í úrvinnslu gagna.

Beinum nú sjónum að, aukaverkunum. Það er ákveðin sjón brennd í minni mitt. Það var góðviðrisdag einn, að ég hélt snemma heim úr vinnu. Sólin skein í heiði og því voru langtímasjúklingarnir drifnir út á Dikemark geðsjúkrahúsinu. Þeir voru allir með derhúfu. Haldol stóð á þeim skýrum stöfum. Ég varð furðu lostinn og innti deildarhjúkrunarfræðinginn eftir skýringum. Haldol-húfurnar voru sendar af lyfjaframleiðandanum til að vernda gegn algengri aukaverkun; ofnæmi fyrir sólarljósi.

En það má líka spauga með aukaverkanir geðlyfja. Woody Allen (f. 1935) sagði fyrir hálfri öld síðan:

„Síaukin áhrif aukaverkana brengluðu skynbragð mitt. Þegar kom að því, að ég varð ófær um að gera greinarmun á bróður mínum og tveim linsoðnum eggjum, var ég útskrifaður.“

Ernest Miller Hemingway (1899-1961) háði einnig sín andlegu stríð. Að lokum beittu læknar hans skaðræðivopninu, rafmagni. Hann undraðist:

„Hvaða vit er í því að rústa höfði mínu og þurrka út minnið, sem er auðlegð mín (capital) og þar með svipta mig vinnunni?“

Aukaverkanir geðlyfja hafa verið rannsakaðar í áratugi. Í grein, sem birtist fyrir rúmum þrjátíu árum síðan, var flokkun þeirra svofelld: Geðveikilyf (antipsychotics, major tranquilizers, neuleptics); þunglyndislyf (antidepressants) og kvíðastillandi lyf (antianxiety medicine, anxiolytics, hypnotics).

Stundum er aukaverkunum skipt í tvo flokka; annars vegar fyrirsjáanlegar og viðráðanlegar, t.d. með aukaverkanalyfjum; og hins vegar ófyrirsjáanlegar og sjaldgæfar, sem eru tiltölulega óháðar lyfjaskammti, eins og lyfjaónæmi (drug allergy) og miðtaugakerfisveiklun (neuroleptic malignant syndrome).

Megináhrif á miðtaugakerfi eru t.d.:

1)Bráðar hreyfitruflanir (acute extrapyramidal symtoms) eins og „samhæfingartruflanir“ (dystonia), „hreyfiskorðun“ (dyskinesia); lyfjaháð parkinsonveiki eða „hreyfistirnun,“ „óeirð“ (akathisia).

2) Ósjálfráðar hreyfingar (tardive dyskinesia); krampar í augnlokum (blespharospasm), munnkiprur, gómskellur, smjatt, varaskjálfti.

3)Lyfjahöfgi eða lyfjasefun (sedation), þ.e. óskýr vitund og svefnþörf.

4)Miðtaugakerfisveiklun, sem felur í sér; ofhitun (hyperthermia), stjarfa, vitundarsveiflur, óstöðugleika ósjálfráða taugakerfisins, hjartsláttarhröðun (tachycardia), háþrýsting (hypertension) og afbrigðileika í blóði, lifur og vöðvum.

5)Temprunarbrenglun (anticholinergic) eins og; munnþurrk, þvaglátstruflanir, þarmalömun (paralytic ileus), hægðatregðu, sjóntruflanir og þvagteppur (retension).

6)Þyngdaraukning (adipositas). Um 40% sjúklinga á geðdeildum er talinn of þungur.

7)Blóðþrýstingstruflanir (cariovascular); sortnar fyrir augum, óskýrleiki, lágþrýstingur (orthostatic hypotension), riða (ójafnvægi).

Þunglyndisegir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vera einhverja mestu lýðheilsuvá veraldar, 300 milljónir þjáist – og þurfi á lyfjum að halda. Fólk gleypir þessi lyf sem góðar lummur væru eða Ópal, sem bætir, hressir og kætir. Svokölluð SSRI (Selective Serotonin Reuptake Inhibitor) hafa notið vinsælda síðustu áratugi.

Á markaðnum eru ýmis geðbótalyf, sem bera mörg nöfn eins og barnið kært; gleðipillan, hamingjupillan og lyftiduftið. Fólk þekkir líklega Fluoxitine, Fevarin, Celexa, Luvox, Paxil, Zoloft, Cipramil og Fontex (Prozac). Það er jafnvel vinsælla en lýsi.

Neysla þunglyndislyfja getur haft í för með sér meinviðbrögð líkamans. Þar á meðal er: drungi, skyntruflanir, geðveikieinkenni, aukið þunglyndi, svitakóf, lágþrýstingur, munnþurrkur, meltingartruflanir, hreyfitruflanar, höfuðverkur, óráð og kynlífstruflanir.

Í þekktri rannsókn, svokallaðri Tads (Treatment for Adolescents with Depression Study) rannsókn, sem unnin var á vegum Þjóðarheilbrigðisstofnunar (National Health Institute) Bandaríkjanna, voru rannsökuð áhrif Fluexitine (Prozac) á börn og ungmenni. Sjálfsvígáhættu var stungið undir stól.

Geðlæknirinn, Robert Gibbon, endurgreindi gögn nefndrar rannsóknar. Niðurstaðan var sú, að engin væri sjálfsvíghætta af lyfjunum. Þessa rannsókn kallaði British Medical Journal „furðulega, villandi og óvandaða.“

Írski geðlæknirinn, David Healy, tók í sama streng, svo og hópur vísindamanna undir forystu ítalska geðlæknisins, Benedetto Vitiello. Þeir segja á þá leið, að meðan á meðferð stóð, hafi hugleiðingar um sjálfsvíg og styrkur depurðareinkenna spáð fyrir um bráðasjálfsvígshættu.

Kvíðastillandi lyf (anxiolytic, benzodiazepin) eru einnig vinsæl til lækninga hjá bæði börnum og fullorðnum, rétt eins og þunglyndislyfin. Þekkt lyfjaheiti eru Xanax og Valium. Öll kvíðastillandi lyf skapa fíkn af sálrænum eða vefrænum toga. Aðrar aukaverkanir eru: Lyfjahöfgi, truflanir við samhæfingu hreyfinga (ataxia), óstyrkleiki og framburðartruflanir (dysarthria).

Seinni tíma rannsóknir hafa sýnt, að aukaverkanir við geðhvarfalyfinu, líþíum, séu m.a.; minnistruflanir, námsörðugleikar og ósamhæfðar fínhreyfingar. Það sjást sömuleiðis vísbendingar um, að heilinn skorpni við geðlyfjagjöf, með tilheyrandi vitskerðingu.

Gamalkunnur geðvísindamaður, Nancy C. Andreasen, sem var ritstjóri American Journal of Psychiatry árum saman, sagði þegar árið 2018, að „þeim mun meiri lyfjum, sem sjúklingi er ávísað, þeim mun meiri heilavefur hverfur.“ (Eina undirtegund geðklofa, „ungæðisgeðrof“ (dementia praecox, hebephrenia, ungdomsslövsind), ber að skoða sem taugahrörnunarsjúkdóm.)

Það er grundvallarhugsunin við notkun geðlyfja, að þau leiðrétti misfarin taugaboð eða ójafnvægi í miðtaugakerfinu. Það er mikill misskilningur, þar sem einasti boðruglingur, sem á sér stað, er rakinn til notkunar þessara lyfja. Það er óhjákvæmileg niðurstaða gildra rannsókna síðustu áratugina.

Sömu stef mátti reyndar heyra fyrrum, þegar lækningamáttur heilaskurðar (lobotomy) var lofaður. (Upphafsmaður hans hlaut Nóbelsverðlaun fyrir.) Fjölmiðlar endurómuðu sigurgönguna. T.d. kvað Saturday Evening Post heilaskurð hrífa sjúklinga úr lamasessi sínum og umbreyta þeim „í nytsama þegna samfélagsins úr heimi, sem áður var þrunginn eymd, grimmd og hatri, en nú væri baðaður sól og umhyggju.“ Heilaskurður hafði oft dauða í för með sér.

Bandaríski vísindasagnfræðingurinn, Anne Harrington, segir í bók sinni, „Hugreddarar: Örvæntingarfull leit geðvísindamanna að líffræðilegum lögmálum andlegra sjúkdóma“ (Mind Fixers: Psychiatry‘s Troubled Search for the Biology of Mental Illness):

„Á okkar méli er nær ógjörningur að finna þann kunnáttumann, sem enn þá trúir, að með hinni svonefnda líffræðibyltingu níunda áratugar síðustu aldar, hafi [geðlæknar] gert grein fyrir forsendum vísinda og lækninga, flestum þeirra eða jafnvel öllum. Líffræðigeðlæknarnir fóru fram úr sér, lofuðu upp í ermina, ofsjúkdómsgreindu, ofurlyfjuðu og stefndu grundvallarreglum [greinarinnar] í voða.“

Það var á þessum árum, að vísindamenn á heilbrigðissviði gerðu bandalag við lyfjaiðnaðinn. Á árunum 1987 til 2001 jókst sala geðlyfja sexfalt. Samvinnan blómstrar enn (og skattgreiðendur borga).

Þó eru ekki allir læknar sælir með þetta ástarsamband. Bandarískir læknirinn, Mark Ragins, segir t.d. frá vonbrigðum sínum með skort á áreiðanlegum vísindarannsóknum á þeirri grundvallarspurningu, hvort lyfin kunni að framkalla andsvar líkamans, sem geri það að verkum, að sóttin elni. Hann segist hafa misst alla trú á að geta sótt þá þekkingu til vísindamanna kerfisins. Mark heldur áfram:

Tiltrú mín hvarf gersamlega, þegar ég komst að því, að lyfjafyrirtækin leyndu sykursýkisáhættunni (diabetes) við notkun Zyprexa (geðlyf) og urðu þess valdandi, að ég stefndi fólki í hættu óafvitandi. Mark segir enn fremur:

„Lyfjafyrirtækin eru óvenjulega hættulegir samstarfsaðiljar. Ég trúi ekki einu orði, sem frá þeim kemur, og enginn hefur fjármagnslega burði og sjálfstæði til að gera fullgilda vísindarannsókn …“

Þrátt fyrir auðsýnda skaðsemi geðlyfja til lengri tíma, halda heilbrigðisyfirvöld því fram, að þau bæti heilbrigði. Á heimasíðu norska landlæknisembættisins stendur um geðlyf og róandi lyf (benzodiazepin): „Flestum líður betur og aðrir ná alveg heilsu við að taka þau.“ Annað hvort er um þekkingarskort að ræða eða blekkingar.

Staðhæfingar um læknandi mátt geðlyfja eru broslegar í ljósi faraldurs andlegra sjúkdóma um þessar mundir, þegar stöðugt stærri fjárhæðum er eytt í geðlyf. Á tímabilinu frá 1985 til 2008 jókst sala geðlyfja og þunglyndislyfja nærri 50-falt. Andvirði þeirra í Bandaríkjunum einum er 24.2 milljarðar dala. Ávísanir sökum geðhvarfa og kvíða hafa einnig rokið upp. Einu barni af átta, hvítvoðungar meðtaldir, er ávísað geðlyfjum.

Breski geðlæknirinn, Joanna Moncrieff, og félagar, segja:

„Lyf, sem er ávísað til lækninga á geðsjúkdómum, hafa einnig [neikvæð] áhrif á eðlilegt starf hugans og hátterni. En það hefur átt sér stað víðtæk viðleitni til að túlka þessar breytingar sem væru af völdum sjúkdómsins. [Þetta á við um] algeng lyf, sem venjulega eru flokkuð sem þunglyndislyf, geðveikilyf (geðrofslyf), örvunarlyf, og lyf eins og Líþíum (lithium) og krampalyf (anticonvulsants) til lækninga á geðhvörfum (bipolar disorder).“

Höfundar skýrslu „Alþjóðamannréttindaráðs borgaranna“ (Citizen Commission on Human Rights International), um geðheilbrigðismál, kalla hana „Geðlyf leiða til ofbeldis, skotárása í skóla og annars glórulauss ofbeldis“ (Psychiatric Drugs: Create Violence, School Shooting & Other Acts of Senseless Violence).

Bent er á, að ofbeldi sé ein aukaverkana SSRI-þunglyndislyfja eins og Prozac. Þeim hefur nánast verið skylduávísað samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda frá níunda áratugi síðustu aldar.

Yfirlit vísindarannsókna um „undraverða aukningu“ andlegra veikinda síðustu hálfa öldina, sýna, að það sé ekki veikindunum sem slíkum um að kenna heldur lyfjunum við þeim, þ.e. þunglyndislyfjum.

Joseph Genmullen, geðlæknir við Harvard Læknaskólann, höfundur bóka um efnin, sagði: „Pirringur og hvatvísi [af völdum þunglyndislyfja] getur skapað sjálfsvígshættu og drápsfýsi.“

Patrick D. Hahn, prófessor í líffræði, og höfundur fleiri bóka um efnið, sagði: Það eru vel rannsökuð tengsl milli þunglyndislyfja og ofbeldis, þar með talin morð og sjálfsvíg.

David Healy, geðlæknir og geðlyfjasérfræðingur, sagði: „Ofbeldi og aðrar hugsanlegar orsakir afbrotahegðunar af völdum ávísaðra lyfja, eru best varðveittu leyndarmál læknisfræðinnar.“

Það eru skráðar rúmar 400 aðvaranir við notkun geðlyfja; 27 snúa að ofbeldi, ýgi, andúð, oflátum (mania), geðveiki eða morðhugleiðingum; 49 aðvara um sjálfsmeiðingar eða hugleiðingar um sjálfsvíg; 17 aðvara um fíkn og fráhvarfseinkenni og 27 eru tengd svokölluðu serótónín (boðefni) heilkenni (serotonin symdrome), sem sést við notkun þunglyndislyfja, og felur í sér einnkenni eins og geðshræringu, óeirð og rugling.

Þrátt fyrir algleymisvísindakreppu má þó enn finna vandaðar rannsóknir. Langtímarannsóknir bandaríska sálfræðingsins, Martin Harrow (1933-2023), eru meðal þeirra. Hann fylgdi 64 nýgreindum geðklofasjúklingum eftir árum saman sem og samanburðarhópi þeirra, sem engin lyf fengu. Um 40% ólyfjaðra náðu sér á strik, en 5% lyfjaðra.

Viðauki um raflækningar: Hér að ofan lýsir Ernest Hemmingway aukaverkunum af raflosti, sem nú er kallað rafkrampameðferð (electroconvulsive therapy). Hann var gerður minnislaus. En sumir týna lífinu.

Enn er fólki stungið í samband við rafmagn í lækningaskyni. Ung börn sleppa heldur ekki undan þessari lækningablessun. Áströlsku sálfræðingarnir, Steven Baldwin og Melissa Oxlad, skrifuðu merka bók um þetta árið 2000; „Raflækningar og börn: Yfirlit fimmtíu ára (Electrochock and Minors: A Fifty-Year Review). Yngstu börnin voru þriggja ára.

Bandaríski barnageðlæknirinn, Lauretta Bender (1897-1987) var brautryðjandi við raflost barna. Hún lýsir árangri af raflosti á börn svo:

Að dómi starfsliðs sjúkrahússins, kennara, foreldra og annarra aðhlynnenda, fór börnum fram við hvert lost. Þau öðluðust betri sjálfsstjórn, aðlögðuðust betur, þroskuðust og glímdu betur við hinn félagslega veruleika. Þau urðu heilsteyptari, hamingjusamari og höfðu meira gagn af kennslu og sállækningu, bæði einstaklingbundið og í hópi.

Þetta er greinilega meðferð, sem mætti að bjóða „úngum drengjum“ á Íslandi í staðinn fyrir ADHD hlýðnipilluna.

Ábending um lesefni: Seymour Fisher og Roger P. Greenberg. The limits of biological treatment for psychological distress – Anne Harrington. Fixers: Psychiatry’s Troubled Search for the Biology of Mental Illness - Owen Whooley. On the Heels of Ignorance – David Healy. Pharmageddon og psychiatric Drugs - James Davies. Cracked – Why Psychiatry Is Doing More Harm Than Good - Arnulf Kolstad og Ragnfrid Kogstad (ritstj.) Medikalisering af psykososiale problemer - Robert Whitaker og Lisa Cosgrove: Psychiatry Under the Influence of Institutional Corruption - Kelly Patricia O’Meara. Psyched Out: How Psychiatry Sells Mental Illness and Pushes Pills that Kill - Peter Breggin. Brain-Disabling Treatments in Psychiatry: Drugs, Electroshock and the Psychopharmaceutical Complex - Peter Breggin. Electroshock: Its brain-disabling effects – Peter Breggin. Brain-Disabling treatments in psychiatry – Peter Breggin. Medication Madness: A Psychiarist Exposes the Dangers of Mood-Altering Medication - Joanna Moncrieff. Straight Talking Introduction to Psychiatric Drugs – Sami Timimi og Leo Jonathan. Rethinking ADHD – Carl I. Cohen og Sami Timimi (ritstj.) Liberatory Psychiatry: Philosophy, Politics and Mental Health – Sami Timimi. Insane Medicine: How the Mental Health Industry Creates Damaging Treatment Traps and How you can Escape Them – Robert Whitaker: Anatomy of an Epidemic: Magic Bullets, Psychiatric Drugs, and the Astonishing Rise of Mental Illness in America – Mark Ragins. Journeys Beyond the Frontier: A Rebellious Guide to Psychosis and Other Exraordinary Experiences – Patrick D. Hahn. Obedience Pills: ADHD and the Medicalization of Childhood.

https://www.madinamerica.com/2023/04/alzheimers-drugs-cause-brain-shrinkage/ https://min.medicin.dk/Artikler/Artikel/281 https://psychcentral.com/blog/history-of-psychology-the-birth-and-demise-of-dementia-praecox#2 https://www.psychologytoday.com/us/blog/how-everyone-became-depressed/201312/electroconvulsive-therapy-in-children https://www.huffpost.com/entry/electroshock-for-children_b_162606 https://www.forbes.com/sites/matthewherper/2011/08/10/a-former-pharma-ghostwriter-speaks-out/?sh=42fa1bd2528d https://www.cchr.org/documentaries/dead-wrong/watch.html https://cpr.bu.edu/wp-content/uploads/2013/05/Road-to-Recovery.pdf https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/1885708 https://www.forbes.com/2005/05/03/cz_mh_0502azn.html?sh=75ac7342633c https://www.aftenposten.no/viten/i/oRQPEa/lar-mediene-seg-bruke-som-salgskanaler-atle-fretheim https://forskning.no/forskningen-du-ikke-far-se-forskningsetikk-helse/forskere-aner-ikke-hva-som-har-skjedd-med-studier-pa-norske-pasienter/307034 https://forskning.no/medisin-sykdommer-om-forskning/legemiddelfirma-stanset-forskers-foredrag/489721 https://www.bmj.com/content/371/bmj.m4425 https://www.bmj.com/content/348/bmj.g4184 https://www.bmj.com/content/374/bmj.n2027 https://www.cchrint.org/pdfs/violence-report.pdf https://www.madinamerica.com/2023/02/chemicals-have-consequences-antidepressants-pregnancy-adam-urato/ https://www.fhi.no/globalassets/dokumenterfiler/rapporter/2018/langtidsbehandling-antipsykotika-schizofrenispektrum-rapport-2018-v2.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24327375/ https://www.madinamerica.com/2019/09/pies-polemic-and-the-question-of-theories-in-psychiatry-again/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30292574/ https://karger.com/pps/article/88/4/247/283160/Newer-Generation-Antidepressants-and-Suicide-Risk https://psykologisk.no/2022/03/stor-okning-i-bruk-av-antidepressiva/ https://www.madinnorway.org/2019/12/bruk-av-psykofarmaka-i-norge/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201106/now-antidepressant-induced-chronic-depression-has-name-tardive-dysphoria https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201011/new-rat-study-ssris-markedly-deplete-brain-serotonin https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201012/do-psychiatric-medications-impair-normal-brain-development https://www.abstractsonline.com/Plan/ViewAbstract.aspx?sKey=68c61d54-4ffc-46d4-a7ec-2e5303d00fd2&cKey=b6cfe4ca-b117-423e-85f4-b7111913cd48&mKey=%7BE5D5C83F-CE2D-4D71-9DD6-FC7231E090FB%7D https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/211084 https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201103/when-government-propaganda-masquerades-science https://tidsskriftet.no/2018/01/kronikk/adhd-medisinering-svakt-vitenskapelig-grunnlag https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201111/can-unethical-research-ever-lead-best-evidence https://www.madinamerica.com/2012/02/ssri-induced-suicide/ http://davidhealy.org/coincidence-a-fine-thing/ https://davidhealy.org/articles/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2702701/?tool=pubmedhttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2702701/?tool=pubmed https://www.madinamerica.com/2023/03/martin-harrow-the-galileo-of-modern-psychiatry-1933-2023/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2702701/?tool=pubmed https://www.madinamerica.com/2023/02/psychiatrys-cycle-of-ignorance-and-reinvention-an-interview-with-owen-whooley/ https://www.semanticscholar.org/paper/Suicidal-thoughts-and-behavior-with-antidepressant-Gibbons-Brown/3a435b97fe48ae0dc06db32572003ffee3b1eea3 https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201202/the-real-suicide-data-the-tads-study-comes-light https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4118946/ https://www.psychologytoday.com/intl/basics/psychopharmacology https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/211084 https://mentalhealth.bmj.com/content/26/1/e300654 https://www.madinamerica.com/2023/04/the-hidden-injuries-of-oppression/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america https://www.scientificamerican.com/article/has-the-drug-based-approach-to-mental-illness-failed/ https://www.madinamerica.com/2023/04/alzheimers-drugs-cause-brain-shrinkage/ https://www.madinamerica.com/2023/02/chemicals-have-consequences-antidepressants-pregnancy-adam-urato/ https://www.madinamerica.com/2023/03/martin-harrow-the-galileo-of-modern-psychiatry-1933-2023/ https://www.madinamerica.com/2023/02/psychiatrys-cycle-of-ignorance-and-reinvention-an-interview-with-owen-whooley/ https://link.springer.com/epdf/10.1007/s10912-023-09786-1?sharing_token=j6o8oS10GEkLj-xzQW7j2ve4RwlQNchNByi7wbcMAY7CKiiC13yiF60mZBypztpbjib2kb_C69e4n0rP_G9cYDIKWlKFZc-_gJNt3zLZfCwlbxyHMaoEJLLXErVs5WalkAdCE8b7cJytVfWc5VUs1tMSVCa9sYawnoyX2H5g4vk= https://www.madinamerica.com/2023/03/does-psychiatry-improve-outcomes-we-dont-know-according-to-jama-psychiatry/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29361992/ https://www.madinamerica.com/2023/03/gender-bias-in-direct-to-consumer-antidepressant-ads-82-of-ads-target-women/ https://steigan.no/2023/02/antipsykotika-og-verdensherredomme/?utm_source=substack&utm_medium=email https://blogs.scientificamerican.com/cross-check/can-psychiatry-heal-itself/ https://www.madinamerica.com/2017/03/the-door-to-a-revolution-in-psychiatry-cracks-open/ https://www.madinamerica.com/2019/12/medication-free-treatment-norway-private-hospital/ https://www.madinamerica.com/2018/02/soteria-israel-a-vision-from-the-past-is-a-blueprint-for-the-future/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201202/the-real-suicide-data-the-tads-study-comes-light https://www.fhi.no/nettpub/hin/psykisk-helse/psykisk-helse-hos-barn-og-unge/ https://www.aftenposten.no/viten/i/rL2EJ8/legemiddelindustrien-er-dypt-involvert-i-studiene-de-betaler-for-nina-kristiansen https://www.theclio.com/entry/88387 https://www.merriam-webster.com/dictionary/dementia%20praecox https://www.madinamerica.com/2014/02/electroshocking-children-stopped/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23496174/ https://www.bmj.com/content/340/bmj.c547 https://www.psychiatrictimes.com/view/psychiatry-social-construction-sami-timimi https://blogs.scientificamerican.com/cross-check/are-psychiatric-medications-making-us-sicker/


Andóf og andköf í Úkraínu. Volodomyr og Gonzalo Lira

Eins og flestum mun kunnugt hefur úkraínska stjórnin bannað hitt og þetta, sem henni geðjast illa að. Þar á meðal er fólk, sem henni þykir hallt undir Rússa – og Rússar sjálfir auðvitað.

Það er yfirlýst markmið leyniþjónustu þeirra – í nánu samstarfi við Nató – að granda þessu fólki innan lands sem utan. Jafnvel innan landamæra Rússlands sjálfs.

Fjölmiðlar, m.a. BBC og Spiegel, velta sér nú upp úr því, hvern eigi að drepa næst. Líklega nær síðasta fórnarlambið, Zakhar Prilepin, ekki að kemba hærurnar, þó hann hafi sloppið nú. Vladimir Putin slapp líka.

En nú er Gonzalo Lira enn og aftur kominn á bak við lás og slá fyrir Rússaáróður. Hann er kunnugur þeim, sem reynt hafa að gera sér grein fyrir raunverulegu ástandi í Úkraínu. Í því efni er Gonzalo, sílensk-bandarískur rithöfundur og fréttamaður, haukur í horni.

RÚV hefur enn ekki flutt fréttir af handtöku hans og brotið gjörninginn til mergjar í „anda rannsóknarfréttamennsku.“

Það virðast vera blikur á lofti for Volodomyr, sem fer um veröldina eins og ofvaxið barn, betlandi, beiðandi og skammandi. Nú tekur hann andköf og skammar bændur í nágrannaríkjunum fyrir andóf gegn ódýra korninu frá Úkraínu, sem er að setja þá á hausinn, og átti reyndar, samkvæmt hástemmdum yfirlýsingum hans og Sameinuðu þjóðanna, að fæða fátæklinga.

Það virðist líka hlaupin snuðra á stríðsrekstrarþráðinn, þrátt fyrir tilflutning hergagna frá Ísrael til Úkraínu. Það rennur sem óðast víman af bandarískum herforingjum, þó að Jósef berji sér á brjóst.

Karlanginn gerist nú einnig torskiljanlegur eigin leyniþjónustu og hermönnunum sínum í Úkraínu. Þeir eru í biðstöðu við landamæri fyrirheitna landsins og vita ekki sitt rjúkandi ráð. (Hluti þeirra var sprengdur í tætlur fyrir nokkrum mánuðum síðan í neðanjarðarherstjórnarbyrgi.)

Vesturveldin pissa stöðugt í skóinn sinn. Það á ekki bara við um efnahagsárásirnar á Rússa heldur einnig vopnasendingarnar og stuðninginn við ofbeldishugmyndafræðina. Þungvopnaðir stríðsmenn þeirra snúa heim á leið og gera sig líklega til stórræða í anda úkraínskra nasista. Europol tekur andköf.

Áróðurs- og efnahagsstríðið gengur á afturfótunum. Það er einungis brot jarðarbúa – eða ríkisstjórna þeirra – sem styðja við Volodomyr og skútuhjúin í hásæti Bandaríkjanna. Og bráðum veltir Kamilla öldungnum úr sessi.

Ég held, svei mér þá, að Volodomyr veitti ekki af faðmlagi. Katrín og Þórdís Kolbrún ættu að skjótast til Úkraínu og faðma karl, enda þótt styttist í, að hann heiðri íslenska þjóð með raunverulegri nánd.

Veröldin er að ganga af göflunum og flestir vel bólusettir, sérstaklega fyrir covid-19. Einn flokkur aukaverkana er manngerðartruflun. Ætli það skipti máli?

Hvernig sem allt veltist og hrærist, láta evrópskir menningarstríðsmenn þó ekki deigan síga. Það er fyrir margt löngu orðið menningarklám og kórvilla – jafnvel drottinsvik - að lesa Dostoveski, hlýða á tónlist Tjækovski, virða fyrir sér listfengan, rússneskan dans, og njóta saunglistar Kósakkana og afreka rússneskra íþróttamanna. Rússneski sendiherrann er borðflenna í boðum Alþingis. Það hefði ömmu minni þótt skortur á háttprýði og gestrisni.

Nú er það forljótur fáni Rússa (sem er jafn ljótur og Pútín sjálfur), sem ekki má draga að húni. Hann er bannfærður í Þýskalandi eins og snotra rússneska tréð í Hollandi, sem ekki fékk að taka þátt í evrópsku trjáfegurðarsamkeppninni.

Ætli bræður okkar og systur í sjimpansafjölskyldunni hafi, þrátt fyrir allt, meira vit til að bera en mannkyn?

https://www.berliner-zeitung.de/news/urteil-gefallen-russische-fahnen-am-8-mai-in-berlin-li.346195 https://korybko.substack.com/p/zelenskys-rage-at-europes-temporary?utm_source=substack&utm_medium=email https://thegrayzone.com/2023/05/09/neo-nazi-terror-threat-grows-as-ukraine-fighters-jailed-in-france/ https://video.icic-net.com/w/18907e79-a065-4f6e-853e-3c6c2e859a46 https://web.archive.org/web/20230410232755/https://www.washingtonpost.com/national-security/2023/04/10/leaked-documents-ukraine-counteroffensive/ https://caitlinjohnstone.substack.com/p/top-20-most-cringeworthy-zelensky https://thegrayzone.com/2023/05/09/ukrainian-media-car-bombing-russian-writer/ https://www.youtube.com/watch?v=4DmN8tGNlGU&t=18s https://markcrispinmiller.substack.com/p/are-the-vaccines-also-driving-people?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/kievs-worldwide-terrorist-campaign?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/vad-satsar-kina-egentligen-pa-i-ukraina/ https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2023/05/09/ukraine-war-propaganda.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1ReadMore&cid=20230509&cid=DM1396154&bid=1795292470 https://www.globalpolitics.se/ryska-flaggor-forbjudna-i-berlin-den-8-och-9-maj/ https://utvarpsaga.is/skilgreiningin-a-gedveiki-heimurinn-er-ordinn-brjaladur-eftir-ukrainustridid/?fbclid=IwAR0aIwHnfUpCHWYKGp6DKNMEYSltrKwfbMMxRY8QUnfxpqLl_JpH0m-k3zc https://www.dagsavisen.no/debatt/kommentar/2023/04/03/en-bekymringsmelding-fra-latin-amerika/ https://covertactionmagazine.com/2023/05/05/taking-the-capitalist-road-was-the-wrong-choice-for-ukraine-says-ukraine-expert/?mc_cid=654e30993e&mc_eid=5cd1ec03b1 https://www.cnbc.com/2023/03/30/ukraine-war-how-russias-support-is-growing-in-the-developing-world.html https://www.globalresearch.ca/zelensky-must-choose-between-talks-or-losing-more-territory-former-us-army-chief/5818279 https://steigan.no/2023/05/arrestasjonen-av-gonzalo-lira-nok-et-slag-mot-pressefriheten-i-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/@gonzalolira0229 https://www.helsinkitimes.fi/world-int/23512-detaining-gonzalo-lira-another-blow-to-the-freedom-of-press-in-ukraine.html


Töfratöflur. ADHD dóp og stríðið gegn drengjum

“Sjúkdómsgreiningar- og tölfræði handbók” (Diagnostic and Statistical Manual) bandaríska geðlæknafélagsins, er fagbiblía geðlækna og (geð)sálfræðinga. Hún hefur komið út í fimm útgáfum. Andlegum sjúkdómum mannkyns fjölgar jafnt og þétt samkvæmt þessari geðsjúkdómaskinnu. Þeir eru nú á fjórða hundrað.

Það eru til margar fróðlegar skemmtisögur af vinnubrögðum geðsjúkdómasmiðjunnar. Bandaríski sálfræðingurinn, Paula Caplan, sem viðriðin var fjórðu útgáfu, segir m.a. frá því, að kvenfrelsunargeðlæknar í félaginu hefðu viljað bæta við sjúkdómsgreiningunni, „Sjálfsmeiðingarmanngerðarröskun“ (Masochistic Personality Disorder). Þannig skyldu sjúkdómsgreina konur, sem yrðu fyrir ofbeldi af hendi eiginkarla sinna.

(Gárungarnir hafa reyndar gert glingrur við enn þá einn alvarlegan geðsjúkdóm; „Fullorðinnaeinkennaleysisröskun“ (Adult Symptom Deficiency Dissorder)).

Paula og fleirum varð nóg um og sögðust bara samþykkja þennan nýja geðsjúkdóm, ef smiðjan samþykkti „Krapakarlamanngerðarröskun“ (Macho Personality Disorder) eða „Hugvilludrottnunarmanngerðarröskun“ (Delusional Dominating Personality Disorder). Þessi sjúkdómur hrjáir ofbeldisfulla karla. Lagt var til, að kröfum til greiningar væri fullnægt, ef finna mætti sex af fjórtán hugsanlegum skilmerkjum. En það fyrsta skyldi vera; „vanburðir til að stofna til og viðhalda mikilvægum félagstengslum.“

Geðsjúkdómasmiðja bandaríska geðlæknafélagsins bjó líka til sjúkdóminn „athyglisbrest og ofvirkni“ (ADHD) fyrir rúmri hálfri öld síðan eða svo. Í upphafi var gerð sú krafa til gildrar sjúkdómsgreiningar, að í frumbernsku mætti sjá skýr merki um athyglisbrest, óróa, óeirð og hömluleysi. „Greiningartækin“ voru skilmerkileg þroskasaga og bein athugun, margendurtekin við mismunandi aðstæður. Án slíkra upplýsinga var sjúkdómsgreining ýmist talin vafasöm eða ógild, faglegt fúsk.

Eiginlegur ADHD sjúkdómur greinist hjá 1 til 2% barna, samkvæmt vönduðustu rannsóknum. En útþynning hugtaksins hefur haft í för með sér tískusveiflu. Lyfjafyrirtækin og ADHD trúboðar telja, að um 15% þjóðanna sé haldin þessum sjúkdómi.

Í Bandaríkjunum hefur hálf sjöunda milljón barna fengið merkimiðann. Um tveir þriðju hlutar þeirra eru dópaðir. Um átta milljónir barna í ríki hinna hugumstóru og frjálsu ganga fyrir geðlyfjum.

Téðar „lækningar“ eru augljóslega fáránlegar. T.d. eru rúmlega 70,000 börn undir þriggja ára aldri dópuð gegn þunglyndi, 4.000 fá geðlyf við geðhvörfum (bipolar), tæplega 510.000 við kvíða og 11.000 við ADHD.

Lyfjameðferð er alls ráðandi við geðlækningar barna og ungmenna. Það á ekki síst við um ADHD. Algengasti flokkur lyfja er „methylphenidate.“ Lyfjaheiti eru t.d Ritalin, Concerta, Vyvanse, Adderall, Delmosart, Equasym, Medikinet og Focalin. Fráhvarfseinkenni eru m.a.: hrollur, þunglyndi, sljóleiki, vanlíðan, þreyta, höfuðverkir, pirringur, drungi, doði, martraðir, óeirð, sjálfsvíghugsanir og slappleiki.

Talið er, að lyfin hafi tilætlaða verkun, þ.e. auki athygli barnanna og sljákki í þeim í um það bil 80% tilvika. Fátt er vitað um aldurstengda verkun og áhrif á boðefni til lengri tíma litið. Hjá ungum dýrum verða varanlegar breytingar á lífefnabúskapnum, taugaboðkerfi (neurochemical imprinting).

(Nafngiftirnar eru stundum einkar áhugaverðar. Focalin leiðir hugann að fókusi eða brennidepli. „Ettu focalin og þá kemur veröldin betur í fókus,“ mætti jafnvel auglýsa. Einu sinni var bruggað lyf undir nafninu Alival. Það átti að glæða sjúklinga lífi, enda gefið við þunglyndi. En það reyndist bráðdrepandi og var tekið af markaði.)

Það er með ADHD lyfin eins og svo mörg önnur, að líkaminn vinnur gegn þeim, enda er um vímuefni að ræða. Líkaminn leitast við, eðli sínu samkvæmt, að gera að engu verkun þeirra, hlutleysa, rétt eins og á við um önnur aðskotaefni. Því þarf stöðugt að auka skammtana til að bera líkamann ofurliði. Því má við bæta, að ADHD lyfin eru vinsæl vímuefni og ganga kaupum og sölum á læknadópsmarkaðnum.

ADHD lyfin eru örvunarlyf (psychostimulants). Í þeim flokki eru líka amfetamín og kókaín. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna skipar þessum lyfjum á bekk með „verulega ávanabindandi lyfjum“ (highly addictive, Schedule II).

Þar er líka að finna „Methamphetamine“ (Meth) og ópíum. Ópíum notuðu Bretar einmitt á sínum tíma, til að sljóvga Kínverja. Nú eru hliðstæð lyf notuð til að sljóvga (einkum) „únga drengi.“ Opíum notuðu læknar einnig til að bæta svefn hjá ungabörnum.

Um Meth segir „Vímuefnastofnun Bandaríkjanna“ (National Institute on Drug Abuse):

Það kynnu að vera röksemdir fyrir því að gefa lyfið við ADHD og sem eitt af fleiri lyfjum til grenningar um skamma hríð. En það er gert í takmörkuðum mæli og því sjaldan ávísað til þess arna. Auk þess er skammturinn minni en hjá dæmigerðum fíkniefnaneytendum. (Það er óneitanlega huggun harmi gegn.)

Ofangreind lyf eru gefin til þess að bæta athygli og einbeitingu hjá börnum, sem sjúkdómsgreind hafa verið með ADHD. Það vill svo til, að grenning eða þyngdartap er ein dæmigerðra aukaverkana þeirra sem og lundarsveiflur, manngerðarbreytingar, magaverkir, hjartsláttartruflanir, ofskynjanir, kippir í andliti, aukinn blóðþrýstingur, húðofnæmi og hjartsláttur. Við ákveðna þéttni í líkamanum, eftir um það bil eins árs meðferð, gæti hægt á almennum þroska.

Um aukaverkanir Vyvanse segir framleiðandi: Minnkuð matarlyst, svefnleysi, vekir í efra kviðarholi, höfuðverkir, pirringur, uppsölur, ógeði og munnþurrkur. Lyfjarisinn viðurkennir, að „nákvæm lækning (therapeutic action) við ADHD sé óþekkt.“

Málið snýst um að hindra endurupptöku (reuptake) taugaboðefna (norepinephrine, dopamine) í taugafrumunni framan taugamóta (presynaptic) og auka þannig magn boðefnanna utan hennar.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gaf framleiðendum Vyvanse markaðsleyfi á grundvelli tveggja rannsókna. Þar var fylgst með 342 börnum á aldrinum sex til tólf ára í þrjár til fjórar vikur. Þau voru sjúkdómsgreind samkvæmt DSM. Árangursviðmiðun var bætt hegðun. Önnur viðbrögð við lyfinu þóttu ekki áhugaverð, þ.e. önnur áhrif á miðtaugakerfi, heilastarf eða önnur líffæri. Áhrif á hvítvoðunga, trítla og stálpuð smábörn voru ekki skoðuð.

Framleiðandi Vyvanse var sóttur til saka fyrir óheiðarlega markaðssetningu lyfjanna. Hann sættist á bótagreiðslu. Upphæðin var 57.5 milljónir dala. Öll meiri háttar lyfjafyrirtæki á markaðnum liggja undir ákúrum og ákærum fyrir sams konar hátterni.

Um Focalin (endurbætt Ritalin) segir það sama um verkun. Aukaverkanir eru að miklu leyti þær sömu. Þó er á þann lista bætt við: lystarstoli og sótthita. Í svokallaðri XR útgáfu mega börn, unglingar, eiga von á angist, verkjum í koki og meltingartruflunum.

Lyfin örva framleiðslu líkamans á boðefninu, dópamíni, og hafa sömu eða jafnvel sterkari áhrif en kókaín. Reyndar er það svo, að erfiðara er fyrir líkamann að brjóta Rítalín niður og losa sig við það. Þetta veldur aðlögunarbreytingum í heilanum, sem gera það að verkum, að næmi fyrir dópamíni minnkar. Þannig leitar líkaminn jafnvægis.

Annar meginflokkur lyfja eða efna við ADHD eru snjalllyf eða hugeflingarlyf (Nootropics). Talið er að þau bæti starfshæfni miðtaugakerfis, þar með talið minni, ákvarðanatöka og skapandi hugsun. Í þessum flokki má finna afurðir eins og Mematine og Provigil (Modafinil). Aderall og Ritalin eru stundum sett í þennan flokk.

Þunglyndislyfjum (antidepressants) er einnig töluvert beitt til að kæta lund og bæta athygli hjá ADHD börnum – hér um bil eins og Opal, sem „bætir, hressir, kætir.“ Lyf eins og Wellbutrin og Effexor eru vinsæl meðal barnageðlækna.

Rannsóknablaðamaðurinn, Roger Whitager, sem rannsakað hefur geðlækningar og lyfjaiðnaðinn í áratugi, veltir fyrir sér, hvort þunglyndis- og sálörvunarlyf, ADHD lyf, kynnu að eiga þátt í gífurlegri aukningu geðhvarfa (bipolar disorder).

„Vanörvunarlyfin“ (non-stimulants), sem svo eru kölluð, er síðasti ADHD lyfjaflokkurinn, sem hér er drepið á. Vinsæl lyf eru Qelbree, Intuniy og Strattera.

Heilbrigðisstjórnvöld (lyfjaeftirlit, landlæknisembætti og hliðstæð embætti) virðast ekki sjá ástæðu til að kanna í þaula meinviðbrögð við umræddum efnum. Enda er það venjulega svo, að leyfisveitendur láta sér nægja þau takmörkuðu gögn, sem framleiðendum þóknast að reiða fram. Það er m.a. ein orsaka þess, að efni eru misnotuð og ýmsum aukaverkunum jafnvel stungið undir stól.

T.d. gera hvorki framleiðendur, né stjórnvöld, nógsamlega grein fyrir örblæðingum (micro-hemorrhage) í heila af völdum ADHD lyfjanna, sem kynni að vera skýring á því, að um helmingur neytenda sýnir þráhyggju (obsessive-compulsive). Enda er tilætluð verkun lyfjanna sú að vinna gegn óstýrilátu, skapandi og vökulu viti, frumkvæði, ævintýraþrá og áfergju til könnunar og áskoranna.

Foreldrum barna virðist sjaldan gerð grein fyrir aukaverkunum geðlyfja á borð við fíkn, geðveiki, hjartatruflanir og sjálfsvíg.

Í umfangsmikilli rannsókn átján höfunda – þar sem einungis tveir voru ekki á mála hjá hlutaðeigandi lyfjafyrirtæki – kom í ljós, að þeim hafði ekki tekist „að koma auga á ummerki um betrun, þrátt fyrir ílengda lyfjameðferð.“ Rannsökuð voru börn á aldrinum sex til átján ára.

Sex til átta árum síðar voru skoðuð börn, sem enn fengu lyf. En „þeim hafði ekki farnast betur en hinum ódópuðu, þrátt fyrir meðalaukningu daglegra lyfjaskammta um 41%. [Því var] ekki unnt að staðfesta heilsubót af framlengdri lyfjameðferð.“

Í ljósi þekkingar á þroska barna og skaðsemi lyfjanna er ekki að undra, að skynsamir læknar vilji slá varnagla við. Einn þeirra er Allen J Francis. Hann segir:

ADHD sjúkdómsgreiningu á ekki að framkvæma eins og hendi sé veifað eða í þeirri viðleitni að fá snarlega viðgerð á barninu. Gild einkenni eru snemmkomin, þrálát, alvarleg, augljós við margs konar aðstæður og valda umtalsverðri vansæld eða skerðingu. Bein athugun og nákvæm er kjöraðferð. Upplýsingar ber einnig að sækja til þeirra, sem gerst þekkja til barnsins.

Nákvæm þroskasaga þarf að liggja fyrir. Athugun þarf að eiga sér stað yfir nokkra mánuði, þar eð barnið breytist hratt. Sannfærandi sjúkdómsgreining getur fyrst legið fyrir, þegar nákvæm skoðun, breyting umhverfis og streitustjórnun, hefur átt sér stað, uppeldisleg ráðgjöf og sállækning verið veitt og foreldrar þjálfaðir.

Það eru einkum drengir, sem eiga ADHD greiningu á hættu sem og aðrar sjúkdómsgreiningar, er beinast að hegðun. Þegar betur er að gáð, eiga þeir almennt undir högg að sækja. Þeir standa sig almennt illa í námi, margir heltast úr framhaldsskóla og skila sér illa inn í æðri menntastofnanir. Það er sífellt undan þeim kvartað og kveinað.

Drengir eru í þokkabót sagðir eitraðir og hvattir til að hugleiða kynskipti. Slíkur skilningur á drengjum og kyni er kenndur í skólum íslenska ríkisvaldsins. Hegði þeir sér ekki eins og kvenfrelsurum þóknast í ástamálum, er ást þeirra kölluð sjúk af hálfopinberum stofnunum á sviði ofbeldisiðnaðar. Félag skólameistara í framhaldsskólunum segir þá bera ábyrgð á „nauðgunarmenningu“ í skólum sínum. Þeir verða frekar fíkn að bráð. Sumir hefja ferilinn á læknadópinu. Drengir drepa sig umvörpum.

Bandaríski sálfræðingurinn, Michael Corrigan, segir: Börn, sem sýna ADHD svipbrigði, þurfa, þegar öllu er á botninn hvolft, aukna alúð og handleiðslu foreldra, hvetjandi kennslu, svo og ómælda ást og þolinmæði. Þau er bara einu sinni börn.

Ég þekki ekki þær fjárhæðir, sem íslenska ríkisvaldið og foreldrar greiða fyrir varasöm lyf handa svokölluðum ADHD börnum. En í Bandaríkjunum ku sú upphæð vera rúmir tíu milljarðar dala árlega. Spakir menn hafa reiknað út, að fyrir þau útgjöld megi ráða 365.000 kennara eða 827.000 leiðbeinendur.

Heilbrigði og þroski ADHD barna rýrnar, uppeldi, kennsla og atlæti er sjúkdómsvætt, meðan lyfjafyrirtækin fitna eins og púkar á fjósbita.

Er það nokkuð svo undarlegt, að vansæld barna og fíkniefnaneysla aukist?

Ábending um lesefni: Michael W. Corrigan. Debunking ADHD: 10 Reasons to Stop Drugging Kids for Acting Like Kids – John Horgan. Mind-Body Problems: Science, Subjectivity & Who We Really Are.

https://www.psychologytoday.com/intl/blog/dsm5-in-distress/201507/checklist-stop-misuse-psychiatric-medication-in-kids https://www.psychiatrictimes.com/view/checklist-stop-misuse-psychiatric-medication-kids https://www.linkedin.com/pulse/reflective-checklist-child-mental-health-who-endorsed-dave-traxson/?published=t http://antidepaware.co.uk/reflective-checklist/ https://journals.plos.org/plosmedicine/article?id=10.1371/journal.pmed.0030182 https://www.psychologytoday.com/intl/blog/saving-normal/201402/how-parents-can-protect-kids-the-adhd-epidemic https://www.psychologytoday.com/intl/blog/saving-normal/201604/stopping-the-false-epidemic-adult-adhd https://openexcellence.org/wp-content/uploads/2013/10/Mta-at-8-years.pdf https://www.psychologytoday.com/intl/blog/saving-normal/201603/keith-connors-father-adhd-regrets-its-current-misuse https://jamanetwork.com/journals/jama/article-abstract/194125 https://my.clevelandclinic.org/health/treatments/11766-adhd-medication https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/2538518 https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/2538518 https://www.madinamerica.com/2016/08/study-finds-adhd-drugs-alter-developing-brain/ https://www.webmd.com/vitamins-and-supplements/features/nootropics-smart-drugs-overview https://psycnet.apa.org/record/1991-05371-001 https://www.verywellmind.com/add-and-attention-deficit-disorders-2161810 https://psycnet.apa.org/record/1991-05371-001 https://medicalxpress.com/news/2019-08-adhd-medication-affect-brain-children.html https://www.cchrint.org/issues/psycho-pharmaceutical-front-groups/chadd/ https://www.cchrint.org/2022/10/07/cchr-warns-children-labeled-adhd/ https://nida.nih.gov/publications/research-reports/methamphetamine/what-methamphetaminehttps://nida.nih.gov/publications/research-reports/methamphetamine/what-methamphetamine https://www.nytimes.com/2012/06/10/education/seeking-academic-edge-teenagers-abuse-stimulants.html?_r=0 https://www.nytimes.com/2013/02/03/us/concerns-about-adhd-practices-and-amphetamine-addiction.html https://www.nytimes.com/2010/08/31/health/views/31mind.html?scp=1&sq=Lasting%20pleasures&st=cse https://www.psychologytoday.com/intl/blog/kids-being-kids/201503/mind-bottling-malarkey-medicine-or-malpractice https://www.centerwatch.com/directories/1067-fda-approved-drugs/listing/3547-focalin-focalin-xr-dexmethylphenidate-hcl https://www.arznei-telegramm.de/html/1991_10/9110093_01.html https://publications.aap.org/pediatrics/article-abstract/130/6/1012/30306/Age-Academic-Performance-and-Stimulant-Prescribing?redirectedFrom=fulltext https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3507253/pdf/peds.2012-0689.pdf https://www.healthline.com/health/substance-use/what-is-meth https://www.centerwatch.com/directories/1067-fda-approved-drugs/listing/4437-vyvanse-lisdexamfetamine-dimesylate https://www.madinamerica.com/2015/06/3-facts-all-parents-should-know-about-adhd-stimulant-drugs/


Heimskur er jafnan höfuðstór. Eru ADHD börnin gáfuðust barna

Fyrir nokkrum árum birtust áhugaverðar fréttir í sumum helstu fjölmiðla heims um ADHD.

The Telegraph sagði: „ADHD er heilasjúkdómur, en ekki heiti fyrir slæmt uppeldi, segja vísindamenn“; Newsweek sagði: „Rannsóknir leiða í ljós, að heilar þeirra, sem þjást af ADHD séu minni en annarra.“ CNN sagði: „Svæði í heila ADHD sjúklinga, tengd tilfinningum, eru minni um sig.“ WebMD sagði: „Myndgreiningar staðfesta mun á heila ADHD sjúklinga og annarra.“ Yahoo gerði sér í hugarlund, að nú væri loksins staðfest, að ADHD væri raunverulegur sjúkdómur eins og lyfjafyrirtæki og ADHD trúboðar halda fram.

Skýrt var frá skírskotaðri rannsókn í tímaritinu, Lancet. Hún heitir: „Mismunur á umfangi svæða í neðanhvelaheila fullorðinna og barnungra þátttakenda með athyglisbrests- og ofvirknisjúkdóm. Samanburður við yfirlitsgreiningu“ (Subcortical brain volume differences in participants with attention deficit hyperactivity disorder in children and adults: A cross-sectional mega-analysis. https://www.thelancet.com/pdfs/journals/lanpsy/PIIS2215-0366(17)30049-4.pdf

Á mannamáli merkir þetta, að höfundar, sem eru hvorki meira né minna en 82 að tölu, hafa sjúkdómsgreint börn og fullorðna samkvæmt skilmerkjum DSM (Diagnostic and Statistical Manual) sjúkdómsgreiningakerfisins eða ICD (International Classification of Diseases). Þátttakendur voru einnig greindarprófaðir.

Þessi höfundafjöld, undir forystu hinnar hollensku Martine Hoogman, taugasálfræðings, komst að því, að fólk með ADHD hafi minni heila en hinir heilbrigðu. Skoðaðir voru 1713 ADHD sjúklingar. Í samanburðarhópi voru 1529, sem ekki höfðu fengið slíka sjúkdómsgreiningu – reyndar án frekari athugunar. Þeir eru sagðir „heilbrigðir.“ En það fór engin heilsufarsskoðun fram á þeim frekar en ADHD greining. Greiningar voru aukin heldur ósamstæðar, ýmist á grundvelli ICD eða DSM, gerðar af hinum og þessum, kennurum og foreldrum.

Engar viðhlítandi upplýsingar er að finna um þennan „heilbrigða“ samanburðarhóp. Sama má raunar um rannsóknarhópinn segja. Það lá ekki fyrir mat á alvarleika einkenna hjá stórum hluta hans og upplýsingar um aðra sjúkdóma/fylgikvilla voru ófullkomnar.

Það er ekki að sjá, að höfundar hafi haft áhuga á að gera samanburð við alla hina sjúklingahópana, t.d. þunglyndissjúklinga. Sömu greiningaratriði er að finna við greiningu fjölda annarra geðsjúkdóma. Það er einfaldlega nauðsynlegt standi hugur til þess að sýna fram á, að ADHD sé sérstakur sjúkdómur.

Niðurstaðan er í stuttu máli sú, „að umfang aðlegukjarna ([nucleus] accumbens), möndlungs (amygdala), rófukjarna (caudate [nucleus]), dreka (hippocampus), gráhýðis (putamen) og umfang heilabús (intracranial volume), væri minna í einstaklingum, sjúkdómsgreindum, miðað við þá í samanburðarhópnum.“

Tilgreind svæði er að finna í þróunarlega eldri hluta heilans, þ.e. neðan hvelaheila eða nýheila (neo cortex). Þau eru virk við athygli, hvatir, áhuga og tilfinningar.

Niðurstaðan er undarlega og glannalega fortakslaus: „Gögnin úr þessari öflugu rannsókn staðfesta, að sjúklingar með ADHD búa við breytta heila (altered brain) og þess vegna er ADHD heilasjúkdómur.“

Í fyrri sambærilegum rannsóknum höfðu sést vísbendingar í þá veru, að ADHD lyfin yllu heilaskorpnun. Því er vísað á bug. Í rauninni fer engin trúverðug skoðun fram á hugsanlegum áhrifum lyfjanna á ADHD þátttakendur. Það er heldur engin vitræn umræða um það, hvort ofvirki og athyglisbrestur gætu átt rætur í mismunandi miðtaugakerfisferlum.

Það er síður en svo traustvekjandi, að rannsókn þessi sé unnin á vegum Þjóðarheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna (National Health Institute). Hún er kunn að nánum tengslum við lyfjaiðnaðinn. Það á einnig við um hluta vísindamannanna.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós fjöldi skringilegra ágalla. Þýðin eru ósamstæð, sótt héðan og þaðan um veröldina. Notuð eru misjöfn viðmið eins og t.d. við myndgreiningu. Dreifing mælinga á umfangi heilasvæða er nálægt því sú sama í öllum þýðum (effect size).

Höfundar sjá ástæðu til að „stinga undir stól,“ að ADHD sjúklingarnir, þrátt fyrir heilaskorpnum sína, stóðu sig betur greinarprófum. (Leita þarf í viðauka til að finna þessar upplýsingar.) Sé út frá því gengið, að um sé að ræða stöðluð greindarpróf, er líklegt, að þau endurspegli greindargetu þátttakenda nokkurn veginn. Það veldur líka furðu, að þessi gögn séu ekki rædd. Það er erfitt að varast þeirri hugsun, að þau hafi fallið illa að gefinni niðurstöðu. Kannski sannast nú hið fornkveðna, að heimskur sé jafnan höfuðstór.

Hefðu blaðamennirnir haft rænu á að brjóta rannsóknina til mergjar, hefðu fyrirsagnir hugsanlega litið svona út: „ADHD börn eru gáfaðri en önnur börn.“ Eða: „Kappkosta ber að gefa börnum ADHD greiningu, því þá verða þau svo gáfuð.“

Það yrði of langt mál að skoða hvern krók og kima rannsóknarinnar. Bendi á þessa viðbrigðagóðu grein til frekari glöggvunar: https://www.madinamerica.com/2017/04/lancet-psychiatry-needs-to-retract-the-adhd-enigma-study/

Höfundar greinarinnar, vísindablaðamaðurinn glöggi, Robert Whitaker, og sál - og tölfræðingurinn, Michael W. Corrigan, setja greinina í ruslflokk og fara fram á, að hún verði fjarlægð eins og greinin góða um kúgandi kynlíf hunda og pantaðar þvælugreinar um covid-19.

Robert og Michael spyrja: „Gæti svo verið búið um hnútana, að börn, sjúkdómsgreind með ADHD, séu greindari en almennt gerist? Gæti verið að dópaðar séu milljónir glöggra barna? Það sækja auðveldlega að þeim leiðindi [sökum skorts á áskorunum og áhuga] og skólarnir láta hjá líða að veita þeim örvandi námsumhverfi.“

Hvers konar sjúkdómur ætli ADHD sé í raun? Í þriðju útgáfu DSM var ADHD kynnt til sjúkdómasögunnar og varð fljótlega að tískusjúkdómi, sem að sögn áhugamannafélaganna og lyfjarisanna hrjáir um 15% þjóðanna.

„Einkenni sem í dag teljast til ADHD hafa lengi verið þekkt. Til dæmis lýsti Hippókrates, árið 473 fyrir Krist, ýktum viðbrögðum við áreitum og eirðarleysi hvað varðar athygli hjá sjúklingum sínum.

ADHD eins og við þekkum hana í dag er þó tiltölulega nýskilgreind röskun. Almennt er litið svo á að breski læknirinn George [Frederic] Still [1868-1941] hafi árið 1902 fyrstur formlega lýst hegðun sem líkist ADHD hjá börnum sem læknisfræðilegri röskun í röð fyrirlestra sem birtust seinna í tímaritunu Lancet. ...

Tímamót urðu varðandi ADHD í kringum árið 1960, meðal annars með skrifum [barnageðlæknisins] Stellu Chess [1914-2007]. Á þessum tíma kom hugtakið ofvirkni (e. hyperactivity) fram og áhersla fór að færast yfir á einkenni í stað orsaka ásamt því að hugmyndin um að ofvirkni gæti verið til staðar án heilaskaða fór að ryðja sér til rúms.

Í kjölfarið var farið að tala um væga heilatruflun (Minimal Brain Dysfunction, MBD) í stað vægs heilaskaða auk þess sem hugtakið tilfinningatruflun (e. emotional disturbance) var notað yfir svipaðan klasa einkenna.

Árið 1968 var röskunin svo fyrst innleidd í greiningarkerfi bandaríska geðlæknafélagsins en þá var hún kölluð ofvirkniröskun í bernsku (e. hyperkinetic reaction of childhood). Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1994 sem röskunin var tekin inn sem greining í greiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, ICD. (Baldvin Logi Einarsson. Áhrif ADHD á aðlögunarfærni hjá börnum með röskun á einhverfurófi.)

Vinnuhópur Landlæknisembættisins greindi þrjá kjarnaþætti sjúkdómsins:

1)„Athyglisbrestur; „hugar illa að smáatriðum og gerir oft fljótfærnislegar villur, á erfitt með að halda athygli við verkefni eða leiki, virðist ekki hlusta þegar talað er beint til hennar/hans, fylgir ekki fyrirmælum til enda og lýkur ekki við verkefni, á erfitt með að skipuleggja verkefni og athafnir, forðast viðfangsefni sem krefjast mikillar einbeitingar (t.d. heimanám og skólaverkefni), týnir oft hlutum sem hann/hún þarf á að halda til verkefna sinna eða annarra athafna, truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreiti, er gleymin/n í athöfnum daglegs lífs.“

2) Ofvirkni: „Er oft stöðugt á ferðinni eða eins og þeytispjald, talar óhóflega mikið, hendur og fætur á sífelldu iði, fer úr sæti í skólastofu eða við aðrar aðstæður þar sem ætlast er til kyrrsetu, hleypur um eða prílar óhóflega við aðstæður þar sem slíkt á ekki við, á erfitt með að vera hljóð/ur við leik eða tómstundastarf.“

3) Hvatvísi: „á erfitt með að bíða eftir að röðin komi að honum/henni í hópvinnu eða leik, grípur fram í eða ryðst inn í samræður eða leiki, grípur fram í með svari áður en spurningu er lokið.“

Hér eru viðmiðanir greinilega sóttar til dæmigerðs umhverfis í leik- og grunnskóla. Kastljósinu er beint að barninu sjálfu. Áhrif umhverfis eða samskipti við barnið eru virt að vettugi.

Í síðustu útgáfu DSM er felld niður sú greiningarkrafa, að einkenni skuli hafa komið í ljós fyrir sjö ára aldur og hafa valdið hömlun við tvenns konar aðstæður. Listanum svipaðar til matseðils. Það dugar að velja fimm (eða sex) af níu einkennum. Þá er sjúkdómurinn í höfn.

Söluaðiljar lyfja hafa útbúið handhægar leiðbeiningar til sjálfssjúkdómsgreiningar, svo auðvelda megi aðgengi að lyfjunum. Afskaplega fróðlegt! Að lokinni sjúkdómsgreiningu fjölskyldunnar væri vafalaust hægt að fá fjölskylduskammt af örvandi lyfjum. https://www.youtube.com/watch?v=Gj5VYYMeUZk

Skoðum fleiri gögn frá ríkisvaldinu:

„ADHD er alþjóðlega viðurkennd röskun á taugaþroska sem kemur fram sem frávik í athygli, virkni og sjálfsstjórn sem eru það mikil að þau valda einstaklingnum, fjölskyldu hans og umhverfi víðtækum og langvinnum vanda. … Þrátt fyrir að enginn vafi sé á því að ADHD sé af líffræðilegum toga er það svo að beinar orsakir eru oftast ekki þekktar,“ segir í skýrslu Félags- og tryggingamálaráðuneytisins frá 2008.

Í prýðilegri, íslenskri rannsókn segir:

„Vaxandi notkun ADHD lyfja er umdeild í ljósi mögulegrar of- og misnotkunar vegna óvissu um langtímaáhrif lyfja. Enn er lítið vitað um langtímaáhrif örvandi lyfjameðferðar og þekkingu vantar um áhrif meðferðar á námárangur barna með ADHD. …

Lægst var algengið í Finnlandi (1.2 á hverja 1000 íbúa) en hæst á Íslandi (12.5 á hverja 1000 íbúa). Árið 2007 voru íslensk born (7-15 ára) nærri fimm sinnum líklegri en sænsk born til að fá útleyst ADHD lys. Angengi notkunar var rúmlega fjórfalt hærra hjá norrænum drengjum (7-15 ára) en norrænum stúlkum.“ (Helga Zoëga, lýðheilsufræðingur.)

Í nefndri rannsókn kom fram um tengsl lyfjagjafar og árangurs í skóla, að námsárangur versnaði við inntöku örvunarlyfja, mest hjá þeim, sem hófu lyfjatöku tveim til þrem árum, eftir fjórða bekk.

Það er engum blöðum um það að fletta, að börn – einkum „úngir drengir“ - geti átt í erfiðleikum með sjálfsstjórn, biðlund og athygli, samkvæmt reglum fjölskyldu og skóla. Það er líka ljóst, að öll hegðun eigi sér rót í miðtaugakerfi og jafnframt forsendur í erfðum. En ennþá hefur hvorki heilaskaði þeirra fundist, né greiningartæki til að greina hann. Sama á við um líðseðlisleg skilmerki.

„Úngir drengir“ (fyrst og fremst) áttu líka í brösum, þegar ég var vígður til starfa við sérdeild fyrir börn með allra handa þroskaskerðingar og -raskanir. Þá beittum við hugtökunum, „smávægilegum heilaskaða“ (minimal brain damage), „ofvirkni“ (hyperactivity) og „athyglibresti“ (attention deficit).

Bandaríski taugasálfræðingurinn, (Carmen) Keith Conners (1933-2017), lagði á þessum árum til heitið „athyglibrest og ofvirkni“ eða ADHD, sem eins konar safnheiti yfir þann fjölda truflana á vitmunum, sem vafalítið mátti rekja til meina í miðtaugakerfi. Og enn er það svo.

Keith samdi við rannsóknir sínar ágætan gátlista, sem nýttist prýðilega til að sundurgreina hinar ýmsu svipmyndir andlegra brenglana. Hann var frumkvöðull rannsókna á virkni örvunarlyfja eins og rítalíns (methylphenidate) . Þá var reyndar ekki talað um sjúkdómsgreiningu.

Keith lítur eins og ég á ADHD-sjúkdómsgreiningarbólguna með skelfingu. Hann segir:

„Í árafjöld horfði ég á ADHD umsvifin í jákvæðu ljósi: aukið fé til rannsókna og fleiri rannsóknaniðurstöður; meiri athygli fagmanna; aukin áhersla á örvandi lyfjameðferð; áhugi foreldra og kennara; löggjöf um sérkennslu fyrir ADHD börn; og jafnvel stuðningur lyfjafyrirtækjanna við læknanám og hagsmunasamtök foreldra.“

En það varð breyting á, ekki síst fjöldi óvandaðra rannsókna og sjúkdómsgreininga, þó með undantekningum. T.d. faraldsfræðileg rannsókn Adrian Christopher Angold og Elizabeth Jane Costello við Duke háskólann, upp úr síðustu aldamótum.

Keith heldur áfram: „Niðurstöður þessarar einstöku könnunar voru óvæntar. Einungis 1-2% greindust með ADHD. Aukin heldur kom í ljós, að fjöldi heilbrigðra barna hafði fengið örvandi lyf. … Þessar niðurstöður voru síðar staðfestar í fjölda eftirfylgdarrannsókna.“

Keith víkur að sjúkdómsáróðri og spillingu lyfjafyrirtækjanna:

„Vitaskuld bera læknar drjúgan skerf af ábyrgðinni. Ávísanir á örvunarlyf koma bara frá læknum. Flestir almennra barnalækna og heimilislækna eru góðgjarnir, en gefa sér ekki tíma til að kynnast sjúklingum sínum og þekkingu þeirra er of ábótavant til að þeir geti goldið varhug við villandi áróðri lyfjafyrirtækjanna.“

Það telja sumir kórvillu að láta hjá líða að dópa börn, sem fengið hafa ADHD sjúkdómsgreiningu. Meira um það síðar.

Ábending um lesefni: Michael W. Corrigan. Debunking ADHD: 10 Reasons to Stop Drugging Kids for Acting Like Kids. - Marilyn Wedge. A Disease called Childhood: Why ADHD Became an American Epidemic. - Alan Schwarz’s book ADHD Nation: Children, Doctors, Big Pharma, and the Making of an American Epidemic. - Jeff Emmerson og fl. Beyond ADHD: Overcoming the Label and Thriving. - Paula Caplan. They Say You’re Crazy: How the World’s Most Powerful Psychiatrists Decide Who’s Normal.

https://www.madinamerica.com/2023/04/new-study-shows-music-therapys-positive-impact-on-adhd-treatment/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2672740/ https://adhdhistory.com/sir-george-f-still/ https://today.duke.edu/2017/07/duke-flags-lowered-c-keith-connors-noted-researcher-hyperactive-children-dies https://www.cchrint.org/2022/10/07/cchr-warns-children-labeled-adhd/ https://archive.org/details/b24976295/page/n3/mode/2up https://www.nytimes.com/2017/07/13/health/keith-conners-dead-psychologist-adhd-diagnosing.html?_r=1 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/25/tengsl_milli_einkunna_og_lyfjamedferdar_vid_adhd/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/abcs-child-psychiatry/201805/adhd-is-real-brain-differences-in-preschool-age-children https://www.huffpost.com/entry/conclusive-proof-adhd-is-overdiagnosed_b_10107214 https://www.psychologytoday.com/intl/blog/saving-normal/201603/keith-connors-father-adhd-regrets-its-current-misuse https://www.psychologytoday.com/intl/basics/nootropics https://publications.aap.org/pediatrics/article-abstract/130/6/1012/30306/Age-Academic-Performance-and-Stimulant-Prescribing?redirectedFrom=fulltext https://www.madinamerica.com/2023/04/adult-symptom-deficiency-disorder/ http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item23317/ADHD%20loka%C3%BAtg%C3%A1fa_2014.pdf - http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/ADHD-7.%20mars%202012.pdf.) (http://skemman.is/stream/get/1946/9869/24779/1/HelgaZoega_PhDThesis_FINAL.pdf) https://www.madinamerica.com/2023/05/psychiatrogenesis/ https://www.madinamerica.com/2023/05/systemic-harms-psychiatry/ http://skemman.is/en/stream/get/1946/11886/30011/1/Baldvin_Logi_B.S._verkefni.pdf https://notendur.hi.is//~sbs5/adhd/islenska%206%20til%208%20ara%20born.pdf) https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/acrobat-skjol/adhdskyrslaapril2008.pdf https://www.huffpost.com/entry/conclusive-proof-adhd-is-overdiagnosed_b_10107214


Gef oss í dag vort daglega dóp

Í grennd við Gaustad geðsjúkrahúsið í Noregi má finna Ris kirkjugarðinn. Þar má berja augum minningarstein, sem oft og tíðum er kallaður, ”Skammarsteinninn.” Þessi minnisvarði er reistur á fjöldagröf geðsjúklinga, sem ekki þoldu lækningarnar og guldu fyrir með lífi sínu. Það er að sönnu athyglisvert, að þarna voru grafnir geðsjúklingar fram til ársins 1989.

Það vekur undrun og angurværð að hugsa til þessa fólks. Margt var beitt ofbeldi, þegar við innlögn. Hvers vegna ætli yfirvöld hafi reynt að hindra minningarstund þeim til heiðurs og okkur til áminningar? Ég fylltist líka hryggð, þegar ég rölti milli ómerktra grafa við geðsjúkrahúsið í Nyköbing.

Norski rithöfundurinn, Per-Aslak Ertesvåg, fjallar um þetta í bók sinni, ”Sofðu nú vært, litli Noregur” (Sov, mitt lille Norge). Þarna eru mörg leyndarmál grafin með fólki sem hlaut geðlækningu.

Leyndarmálið er svo viðkvæmt, að valdhafar neita að upplýsa um fjölda líkamsleifa og dánarorsakir. En það má gera sér tiltölulega skýrt í hugarlund, að þarna hvíli fórnarlömb meðferðartilrauna á sviði geðlækninga. Hinir fróðu geta sér til um, að þarna kynni að hvíla hluti þeirra, sem urðu fyrir heilaskurðlækningum (lobotomi – hvítuskurður, geiraskurður).

Í sögu geðlækninganna er mannvonska áberandi, enda þótt dæmi séu um annað eins og t.d. sveitamennsku sem og hvíldar- og næringarkúrainnlagnir Silas Weir Mitchel (1829-1914).

Áberandi eru aðferðir eins og til dæmis köld böð, raflost (electrochock), einangrun, spennitreyjur, strekkingarbekkir, lyfjadá (krampadá), innkirtlabrottnám, gelding, höfuðkúpuborun, skynvillulyf og svo framvegis. Sumum þessara aðferða hefur verið beitt við pyndingar.

Nokkrar aðferðanna eru enn við líði eins og spennitreyjur, einangrun og raflost. Það er nú kallað rafkrampalækning (electro convulsive therapy). Einhverra hluta vegna hafa geðlæknar mikið dálæti á krömpum, sem flestir læknar reyna þó að koma í veg fyrir. Og nú eru skynvillulyfin komin í tísku. Það er margt skrítið í geðlækningum ekki síður en í kýrhausnum.

Við lyfjatilraunir á sjötta áratugi síðustu aldar uppgötvuðu læknar óvænta aukaverkun. Sjúklingarnir urðu værir og sljóir. Geðlyf hafði séð dagsins ljós. „Chlorpraomzine“ var afkvæmið skýrt. Í Bandaríkjunum gekk það undir nafninu „Thorazine.“

Það var þá sem nú; kært barn hefur mörg nöfn. T.d. heitir einn ADHD lyfjaflokkanna „Methylphenidate,“ en lyfjaheiti eru m.a.: Ritalin, Medikinet, Delmosart, Equasym.

Það er býsna algengt, að nýjum lyfjum sé bætt við þau gömlu. Stundum er þó skipt um lyf. Öll eiga það sameiginlegt að lækna engan, þótt þau ýmist hvetji eða letji starfsemi miðtaugakerfisins. Öll hafa þau í för með sér margvíslegar og alvarlegar aukaverkanir.

Þegar fyrrnefnd uppgötvun var gerð, sáu lyfjafyrirtækin sér leik á borði, góða viðskiptahugmynd. Þau hafa heldur ekki setið auðum höndum. Það upphófust alls konar tilraunir með áhrif hinna margvíslegustu lyfja á hugann, meðal annars í samstarfi við leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem hafði sterkan áhuga á hugstjórnun (mind control).

Það höfðu/hafa einnig ýmsir geðlæknar eins og John Rawling Rees (1890-1969), breskur hergeðlæknir og stofnandi Tavistock Clinic, ásamt Hugh Crichton-Miller (1877-1959). Hann sagði m.a.:

„Við verðum að stefna að því að gera þær [geðlækningar] snaran þátt í lífi þjóðarinnar. Áhrifa okkar ætti að gæta í opinberu lífi, stjórnmálum og iðnaði. – Herinn og aðrir hópar í þjónustu hans eru tilvaldir hópar til tilrauna, þar sem þeir eru í sjálfu sér heil samfélög. Því er unnt að skipuleggja tilraunir, sem erfitt væri að fást við í lífi almennra borgara.“ (Það breyttist að vísu með covid-19.)

Annar merkur hergeðlæknir, William Menninger (1899-1966), tók sig til og skrifaði yfirlit um hegðun, sem honum þótti samrýmast geðveiki. Það var í senn yfirlit um lyfjagjöf, en örvandi lyf voru óspart notuð, svo hermönnum yxi ásmegin. Það var forstigið að gervigreindarhermönnunum, sem nú er verið að búa til.

Heftið litla William, varð grunnurinn að bíblíu geðlækna (og fleiri heilbrigðisstétta), Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders. Skömmu eftir miðja síðustu öld voru þar skráðir 112 geðsjúkdómar, í 1968 voru þeir orðnir 178. Í endurskoðaðri, annarri útgáfu, hafði þeim fjölgað í 259. Í fjórðu útgáfu voru skráðir tæpir þrjú hundruð sjúkdómar. Fimmta útgáfa, DSM-5-TR (2022), liggur nú fyrir. Geðsjúkdómar eru nú á fjórða hundrað, en það virðist torvelt að henda reiður á nákvæmum fjölda.

Í þriðju útgáfu DSM á níunda áratugi síðustu aldar komu nýjar tískugreiningar eins og athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD). Þessar greiningar hafa valdið miklum usla og aukið gróða lyfjafyrirtækjanna til muna. Notkun lyfja (fíkniefna) við ADHD jókst fjórfalt í Noregi frá 2004 til 2018.

DSM bólgnaði og bólgnaði sem sé. Sjúkdómsbólgan er komin á verulega alvarlegt stig. Það eru sífellt fleiri svið mannlegrar hegðunar, sem talin eru merki um geðsjúkdóm. Sjúkleg ást Stígamóta og eitruð karlmennska kvenfrelsunarsamtakanna hafa þó ekki ratað þangað enn þá. En samkynhneigð og kynami eru rokin út.

Við samningu DSM hefur aldrei verið krafist þekkingar um orsakir geðsjúkdóma. Ákvarðanir um sjúkdóma eru teknar af hópi geðlækna á vegum bandarísku geðlæknasamtakanna. Fleiri stéttir hafa bæst í hópinn.

DSM er skrá um tilbrigði mannlegar hegðunar og hugsunar af hugmyndafræðilegum og stjórnmálalegum toga, en ekki tæki til vísindalegrar sjúkdómagreiningar.

David Schaffer, geð- og barnalæknir, lýsir samkomunni svo: Okkur var troðið inn í allt of þröngt herbergi. Robert Leonard Spitzer (1932-2015), leiðtoginn sjálfur, spurði spurninga. Þeir sem kölluðu hæst, fengu mestan hljómgrunn. Mér þótti samkoman alltaf minna meira um tóbaksuppboð en ráðstefnu.

Sálfræðingurinn, Renee Carfinkel, sagði: „Mér rann þekkingarskorturinn (low level of intellectual effort) til rifja. Sjúkdómsgreiningar urðu til við handauppréttingar, rétt eins og valið snerist um veitingastað. Mig langar á ítalskan, mig á kínverskan – jæja! Förum barasta á kaffihús. Það [orðavaðallinn] var svo færður til bókar [tölvu]. Athöfnin kynni að lýsa einfeldni okkar, en við trúðum því engu að síður, að tilraun yrði gerð til að skoða með vísindalegu hugarfari.“

Þessi skemmtilega geðsjúkdómafæðingarsmiðja er nú leynileg, en bandaríska geðlæknafélagið upplýsir, að um tvö hundruð sérfræðingar víðs vegar úr veröldinni komi að verkinu. DSM skráin hefur að nokkru marki verið samhæfð sjúkdómaskrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO), International Classification of Diseases eða ICD-11 (2022).

Rannsóknir og tilraunir með geðlyf hófust til flugs, þegar Joseph J. Schildkraut (1934-2006), datt í hug, að andlegar kaunir fólks stöfuðu af ójafnvægi boðefna í miðtaugakerfi – heila. Á Norðurlöndunum er það líklega Erik Strömgren (1909-1993), geðlæknirnn danski, sem er kunnastur fyrir þessar hugmyndir. Og reyndar er einungis um hugmynd eða tilgátu að ræða.

Mauriðnir geðlæknar, lífefnafræðingar og lífeðlisfræðingar, yfirleitt á mála hjá lyfjafyrirtækjunum, hafa í áratugi leitað dyrum og dyngjum að geðveikisveiru, skorti á boðefni og ójafnvægi boðefnanna, en ekkert fundið. Nýjustu myndrannsóknaaðferðir hafa heldur engu skilað. (Þetta á ekki við um taugahrörnunarsjúkdóma af ýmsu tagi og þroskahamlanir.)

Marica Angell (f. 1939), fyrrum ritstjóri, „The New England Journal of Medicine,“ orðar þessa staðreynd svo: „Eftir viðleitni um áratuga skeið til að færa sönnur á (boðefnaójafnvægið), hafa vísindamenn gengið bónleiðir til búðar.“

Hvað þunglyndi varðar, segir sálfræðiprófessorinn, Irving Kirsch (f. 1943), við Harvard læknaskólann:

„Niðurstöður rannsókna, áratugum saman, á boðefnarýrnun, leiða til einnar óumflýjanlegrar ályktunar; takmarkað magna boðefna (serotonin, norepinephrene, dopamine), veldur ekki þunglyndi.“

En það má í sjálfu sér einu gilda. Lyfjaiðnaðurinn hefur komið ár sinni vel fyrir borð hjá yfirvöldum, háskólum, vísindamönnum og embættismönnum, enda er alvarleg vísindakreppa í algleymingi í heilbrigðisvísindunum Öflug markaðsetning og áróður – stundum hrein lygimál – hefur greinilega enn sín áhrif.

Að sögn breska hjartalæknisins, Aseem Malorta (f. 1977), eru lyf þriðji stærsti orsakavaldur andláta. Í því sambandi bendir hann á niðurstöður rannsókna John Ioannidis (f. 1965); hagsmunatengsl stuðla að óvandvirkni við vísindarannsóknir. Um það er mýgrútur dæma.

Aseem segir: Leiddu hugann að viðskiptahugmyndafræði lyfjaiðnaðarins. Hún felst í því að sannfæra eins marga og kostur er til að taka eins mörg lyf og kostur er og eins lengi og kostur er. … Ávísuð lyf læknanna er þriðja helsta dánarorsökin á heimsvísu. Hún kemur á eftir hjartasjúkdómum og krabba.

Markaðssetningin á árabilinu 1985 til 2008 skilaði fimmtíufaldri sölu þunglyndislyfja og geðlyfja í Bandaríkjunum. Einn af átta Bandaríkjamönnum – ungabörn meðtalin – ganga nú fyrir geðlyfjum (psychothropic medication). Andvirði lyfjanna er 24.2 milljarðar (billion) dala. Geðlæknar sækja vit sitt og aðferðir að töluverðu leyti til lyfjafyrirtækjanna.

Lyfjasölumaðurinn, Gwendolyn (Gwen) Leslie Olson, lýsti sambandi lyfjaiðnaðarins og geðlæknanna svo: Það leikur enginn vafi á því, að það ríki heilagt bandalag milli geðlækna og lyfjafyrirtækja. Það er eins og himnaríkishjónaband.

Spillingin er stundum spaugileg eins og t.d. þegar hagsmunaaðiljar í rafkrampalækningum töldu Maltvæla- og lyfjastofnunina (Food and Drug Administration) á að flokka rafstuðarana, sem gefa frá sér í einu losti rafmagn, sem dugar til að knýja þrjár lyftur, í sama áhættuflokk og smokka og augnlinsur.

Það er einnig alkunna, að þekktir vísindamenn láni nöfn sín fyrir dágóða þóknun við ritun vísindagreina, oft sérpantaðra. En það tíðast líka að fela „skriftarfyrirtækjum“ að skrifa heilu vísindaritin fyrir „höfundanöfnin.“ (Snjallmennin taka nú við.)

Lyfjaáróðrinum er beint að börnum, rétt eins og bóluefnaáróðrinum. Svona lítur geðlyfjaát barna í Bandaríkjunum út, nokkurn veginn. Öll geðlyf meðtalin. Sami einstaklingur kynni að vera tví- eða margtalinn, taki hann fleiri en eitt lyf á ársgrundvelli. Um er að ræða börn á aldrinum 0 til 17 ára:

Heildarfjöldi 6.155.852. Rúmur helmingur er ADHS lyf. Rúmlega þrjú hundruð reifabörn eru ADHD sjúklingar. Heildarfjöldinn skiptist svo eftir aldursflokkum:

Á fyrsta ári: 85.003; tveggja til þriggja ára: 138.822; fjögurra til fimm ára: 57.010; sex til tólf ára: 1.750. 481; þrettán til sautján ára: 1.409.348.

Það er sem sé á lokastigum leikskóla, að fjöldi geðsjúklinga meðal barna rýkur upp og u.þ.b. þrefaldast í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Geðlæknar eru gjöfulir, þegar börn eru annars vegar. Í Bandaríkjunum skrifa þeir upp á geðveikilyf eins og Zyprexa og önnur þvíumlík, en þau eru – eins og önnur geðlyf – kunn að margvíslegum aukaverkunum.

Það er full ástæða til að óttast, að jafnvel skammvinn lyfjagjöf hafi vond áhrif á þroska til frambúðar. Tilraunir á dýrum benda til langvarandi þroskatruflunar í miðtaugakerfi.

Það er ekki að ósekju, að kunnáttumenn taki svo til orða, að um sé að ræða stórfenglega tilraun, þar sem vöntun er á rannsóknum á langtíma áhrifum lyfjanna.

Það er ekki síður sorglegt, að það séu engin haldbær, vísindaleg rök fyrir því, að kaunir barnanna eigi rætur í brengluðu miðtaugakerfi. Ungir hugar þeirra eru dópaðir og deyfðir, án einasta snifsis sannana, gildra greiningaraðferða, lífeðlislegra einkenna (biological markers) eða áreiðanlegra sannindamerkja af erfðafræðilegum toga.

Þvert á móti sýna rannsóknir, svo ekki verður um villst, að „geðsjúkdómarnir,“ sem læknar – og því miður vaxandi fjöldi sálfræðinga í geðlæknisgervi – staðfesta, lýsa í raun og sann tilbrigðum (stundum þreytandi) við heilbrigðan þroska.

Stundum er um seinþroska að ræða, sem er uppeldisáskorun í sjálfu sér. En þol uppeldisstofnana er lítið og örvasa foreldrar, sem alltaf eru að vinna, hafa takmarkaða afgangsorku. Því virðist auðveldast að setja sjúkdóm í barnið og fá geðlækni til að dópa það með vondum afleiðingum til lengri og skemmri tíma.

Einn af merkilegustu geðlæknum veraldar fyrr og síðar, Thomas Szasz, sagði eitt sinn:

„Það er forsmán (stigmatization) að segja barn geðsjúkt, en ekki sjúkdómsgreining. Það er eitrun að gefa barni geðlyf, en ekki lækning. … Ég hef lengi haldið því fram, að barnageðlæknar séu meðal varhugaverðustu andstæðinga barna og einnig fullorðinna, sem halda í heiðri börn og frelsi, tvennu því í lífinu, sem mest hætta er búin.“

Að síðustu nokkrar ábendingar um viðbótarfræðsluefni: James Davies: Cracked. Why Psychiatry Is Doing More Harm Than Good. - Robert Whitaker: Anatomy of an Epidemic: Magic Bullets, Psychiatric Drugs, and the Astonishing Rise of Mental Illness in America. - Martin Whitely. Overprescribing Madness: What’s Driving Australia’s Mental Health Epidemic. - Marcia Angell. The Truth About the Drug Companies. -Gwen Olson. Confessions of an Rx Drug Pusher. - Elliot S. Valenstein. Great and Desparate Cures. Sami höfundur: Blaming the Brain: The Truth About Drugs and Mental Health.

https://www.cchrint.org/psychiatric-drugs/children-on-psychiatric-drugs/https://www.psychiatry.org/psychiatrists/practice/dsmhttps://fee.org/articles/antipsychiatry-quackery-squared https://journals.library.columbia.edu/index.php/bioethics/article/view/5993 https://www.minnpost.com/second-opinion/2010/05/ex-editor-nejm-tells-how-big-pharma-has-corrupted-academic-institutions/https://www.psychiatrictimes.com/view/requiem-dsm https://www.lifevisionseminars.com/gwen-olson-d-c/ http://www.szasz.com/ https://cchri-zgph.campaign-view.com/ua/viewinbrowser?od=3z6cdfd8546f24cd5b9b2d9564f764cdea0e85fd49de58101b377365f9817838bc&rd=1b10678f7c82fbc6&sd=1b10678f7c82795d&n=11699e4c078cb7f&mrd=1b10678f7c827947&m=1 https://www.encyclopedia.com/psychology/dictionaries-thesauruses-pictures-and-press-releases/rees-john-rawlings-1890-1969 https://www.huffpost.com/entry/dsm-5-unveiled-changes-disorders_n_3290212 https://www.psychologytoday.com/intl/basics/child-development https://www.youtube.com/watch?v=kOW8LNU2hFE https://en.wikipedia.org/wiki/William_C._Menninger https://cchri-zgph.campaign-view.com/ua/viewinbrowser?od=3z6cdfd8546f24cd5b9b2d9564f764cdea0e85fd49de58101b377365f9817838bc&rd=1b10678f7c6eea78&sd=1b10678f7c6e958f&n=11699e4c1daeae9&mrd=1b10678f7c6e9551&m=1 https://www.cchrint.org/2022/08/26/replacing-prozac-with-lsd-is-like-switching-seats-on-the-titanic/ https://cchri-zgph.campaign-view.com/ua/viewinbrowser?od=3z6cdfd8546f24cd5b9b2d9564f764cdea0e85fd49de58101b377365f9817838bc&rd=1b10678f7c709c4e&sd=1b10678f7c70569d&n=11699e4c14a7996&mrd=1b10678f7c70567f&m=1 https://cchri-zgph.campaign-view.com/ua/viewinbrowser?od=3z6cdfd8546f24cd5b9b2d9564f764cdea0e85fd49de58101b377365f9817838bc&rd=1b10678f7c7a576f&sd=1b10678f7c79c2fc&n=11699e4c0c1472d&mrd=1b10678f7c79c2e2&m=1 https://www.psychologytoday.com/intl/basics/dopamine https://www.cchr.org/documentaries/making-a-killing/introduction.html https://www.psychologytoday.com/intl/blog/kids-being-kids/201503/mind-bottling-malarkey-medicine-or-malpractice https://steigan.no/2023/05/forretningsmodellen-til-bigpharma-er-a-gi-folk-sa-mye-medisiner-som-mulig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2021/10/legemiddelindustrien-er-dypt-involvert-i-studiene-de-betaler-for/ https://www.youtube.com/watch?v=gigZD4RIXhg https://www.madinamerica.com/2014/02/adhd-diagnosis-war-semantics-waged-children/ https://www.madinamerica.com/2014/02/adhd-bigfoot-missing-links-research/ https://www.madinamerica.com/2014/06/news-flash-4-5-million-children-forced-daily-caretakers-cocaine-like-drugs/ https://www.madinamerica.com/2015/04/young-young-part-1-prescribing-psychiatric-drugs-infancy-toddlerhood/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201011/new-rat-study-ssris-markedly-deplete-brain-serotonin https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201010/samhsa-alternatives-and-a-psychiatrists-despair-over-the-state-of https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201106/now-antidepressant-induced-chronic-depression-has-name-tardive-dysphoria https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201102/disability-in-the-age-prozac https://psykologisk.no/2022/03/stor-okning-i-bruk-av-antidepressiva/ https://www.madinnorway.org/2019/12/bruk-av-psykofarmaka-i-norge/ https://steigan.no/2023/04/psykiatri-myten-om-kjemisk-frelse/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201005/schizophrenia-mystery-solved https://www.regjeringen.no/no/dep/hod/org/styrer-rad-og-utvalg/tidligere-styrer-rad-og-utvalg/paulsrud-utvalget/id612314/ https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2011-9/id647625/?ch=1 https://www.regjeringen.no/contentassets/edc9f614eb884f1d988d16af63218953/no/pdfs/nou201120110009000dddpdfs.pdf https://www.madinamerica.com/2023/03/does-psychiatry-improve-outcomes-we-dont-know-according-to-jama-psychiatry/ https://www.madinamerica.com/2023/05/breaking-blind-antipsychotic-drug-efficacy-may-be-overestimated/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201012/do-psychiatric-medications-impair-normal-brain-development https://blogs.scientificamerican.com/cross-check/are-psychiatric-medications-making-us-sicker/ https://www.madinamerica.com/2023/03/martin-harrow-the-galileo-of-modern-psychiatry-1933-2023/ https://www.madinamerica.com/2023/02/chemicals-have-consequences-antidepressants-pregnancy-adam-urato/ https://www.madinamerica.com/2023/02/psychiatrys-cycle-of-ignorance-and-reinvention-an-interview-with-owen-whooley/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201111/can-unethical-research-ever-lead-best-evidence https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201103/when-government-propaganda-masquerades-science https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201012/the-glaxosmithkline-ghostwriting-documents-part-two https://www.nytimes.com/2010/11/30/business/30drug.html https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201011/a-ghostwritten-psychiatric-book-hints-at-a-much-larger-problem https://www.psychologytoday.com/intl/basics/psychopharmacology https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29960692/ https://www.scientificamerican.com/article/has-the-drug-based-approach-to-mental-illness-failed/ https://www.psychiatrictimes.com/view/psychiatrys-new-brain-mind-and-legend-chemical-imbalance https://blogs.scientificamerican.com/cross-check/psychiatrists-must-face-possibility-that-medications-hurt-more-than-they-help/


Drengir reka á reiðanum – strákafarsóttin. Leonard Sax

Leonard Sax er norður-amerískur sálfræðingur og læknir, sem töluvert hefur skrifað um kynin og samskipti þeirra. Fyrir nokkrum árum kom út ný útgáfa af bók hans:

„Drengir á reki: Þættirnir fimm, sem knýja vaxandi farsótt áhugaleysis og dvínandi áorkunar meðal drengja og ungra karlmanna“ (Boys Adrift: The five Factors Driving the Growing Epidemic of Unmotivated Boys and Underachieving Young Men).

Þættirnir fimm, sem að dómi höfundar skýra, hvers vegna drengi skortir áhuga og eljusemi og láta vaða á súðum, eru; Breytingar á skólastarfi, tölvuleikir, óeirðarlyf (ADHD), innkirtlaskaðvaldar og hefnd hinna yfirgefnu guða. (Nánari skýring: „Sundrun og lítilsvirðing (devaluation) karlmennskuhugsjónarinnar er fimmti orsakavaldur að þeirri öru farsótt, sem hér hefur verið til skoðunar.“ (Bls. 225)

Hér verður í hnotskurn fjallað um umhverfisspjöll, kynþroska og miðtaugakerfi á grundvelli bókarinnar.

Kynlitningar kvenkyns eru táknaðir með XX, en karlkyns með XY - alveg eins og í þeim dýrum, sem nánust eru okkur að skyldleika, þ.e. simpönsum. Sameiginlegt erfðaefni karldýra meðal þeirra og karlmanna er 99.4%, heldur meira en milli karla og kvenna.

Þetta gæti þess vegna merkt, að karldýr beggja tegunda horfi, heyri og lykti með svipuðum hætti. Þannig eiga mennskir karlar meira sameiginlegt með tilgreindum öpum á þessum sviðum en með kvenkyninu.

Hegðun karlkyns ungviðis meðal simpansa er áþekkt því, sem gerist meðal drengja. Þeir eru rásgjarnari, eirðarlausari, slást meira og líta síður eftir þeim, sem yngri eru. (Bls.29)

Eins og gefur að skilja er munur á miðtaugakerfi kynjanna, enda þótt kvenfrelsarar haldi öðru fram: „Síðasta áratuginn hefur borist straumur rannsóknaniðurstaðna, sem sýna fram á mismun í heilaþroska telpna og pilta.“ (Bls.19) (En það var raunar löngu vitað.) …

„Þykjustuleikurinn um einsleitni kynjanna - að kynfærum frátöldum - hefur engan veginn fært heim jafnréttisdýrðina, þar sem drengir virða stúlkur og heiðra.“ (Bls. 257)

Meginsmíðaefni heilans, gráninn (grey matter), þroskast fyrr og hraðar hjá stúlkum. Á unglingsárum hefur stúlkan að meðaltali þroska tveggja ára sem forskot.

Magn karlkynvaka (testosterone) veldur meiri þykkni í sjónberki heilans (visual cortex) hjá drengjum, andstætt því, sem verður hjá stúlkum. Mismunandi heilasvæði þroskast mishratt hjá kynjunum einnig. Sömuleiðis er framvinda þroskans mismunandi.

Gráninn í hvirfilblöðum (parietal) þroskast með svipuðum hætti, en hraðar hjá stúlkum, sem nemur tveggja ára meðalþroska. Á þessu svæði á sér stað samþætting upplýsinga frá skilningarvitunum.

Aftur á móti gætir nokkru hraðari þroska hjá drengjum í gagnaugablöðum. Þar eru borin kennsl á hluti (object recognition) og þar á rúmskynjun (spatial perception) sér stað.

Í sjónheila eða hnakkablöðum gætir verulegs misræmis í þroska. Þroski þessa svæðis er hraður á aldrinum sex til tíu ára hjá stúlkum. Því er ekki þannig farið um drengi. Í upphafi gelgjuskeiðs verður aftur á móti hrörnun hjá stúlkum, meðan þroskinn tekur stökk hjá drengjum. (Bls. 20)

Það er líklegt, að heilinn starfi einnig með ólíkum hætti að einhverju leyti. Svo kann að virðast sem karlheilinn mótist af starfsemi innan heilahvelanna, en kvenheilinn af starfsemi þvert á þau bæði. Karlheilinn virðist sérhæfður til að auðvelda tengingu skynjunar og athafnar, en kvenheilinn greiningar og innsæis. (Bls. 282)

Karlmaðurinn er frá náttúrunnar hendi flóknari smíð en konan. Því er oftar ágalla að finna í miðtaugakerfi drengja. Það virðist einnig eiga við um kynkerfi, sem eru viðkvæm fyrir umhverfisspjöllum, gerviefnum, svokölluðum innkirtlaskaðvöldum. Einn þessara er vaki (hormón), sem líkist kvenkynvökum, og stuðlar að kvengervingu (feminization), bæði hjá mönnum og dýrum. Innkirtlaskaðvaldar í umhverfinu brengla kynþroskann.

Stúlkur verða fyrr kynþroska. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) telja barnalæknar nú eðlilegt, að stúlkur séu kynþroska og noti brjóstahöld um átta ára aldur.

Kynþroski drengja brenglast einnig, en með öfugum formerkjum. „Vísindamenn skýra nú frá því, að ... síðkominn kynþroski, ofþyngd og ofvirkni /athyglisbrestur (ADHD) séu einkennandi fyrir svipmynd, sem birtist oftar en ætla mætti, ef tilviljun réði för – en einungis hjá drengjum.“ (Bls. 12)

Ágallar í gerð og starfsemi kynfæra drengja eru einnig áberandi: Líkur á því, að drengir fæðist með kynfæragalla hafa tvöfaldast síðustu hálfa öldina eða svo. Ágallar eru einkum; örfyðill (smaller-than-normal penis), eista, sem ekki gengur niður, og neðanrás (hypospadias ), þ.e.þvagrásin opnast á neðanverðum bellinum.

Aukin heldur er tíðni krabbameins í eistum áberandi og dregið hefur úr framleiðslu kynvaka, Ófrjósemi hefur aukist, hugsanlega vegna fyrrnefndra kirtlaskaðvalda í umhverfinu. Rannsóknir í BNA hafa einnig leitt í ljós, að mæður, sem höfðu mikið magn plastþjálniefnisins, þalats (phtalate), í líkamanum, eignuðust hér um bil tífalt oftar drengi með kynfæraágalla. (Bls. 146 -147)


Draumur Alþingis um ofbeldissnautt samfélag

Alþingismenn eiga sér draum. Drauminn um samfélag án ofbeldis – sérstaklega þó kynferðislegs og kynbundins (karlaofbeldis). Svipaðan draum hefur marga dreymt áður. Hann rættist í Hálsaskógi, en hvergi annars staðar. En draumurinn er vitaskuld fagur - og því enn má reyna, þrátt fyrir aukið eftirlit, skriffinnsku og álögur á almenning.

Skólakerfið kemur óhjákvæmilega í brennidepil í þessu efni, enda er nú stofnaður hópur valinkunnra ellefu kvenna (og tveggja stráka), sem á að vísa okkur leið. Ferðalagið hefst þegar í leikskólum landsins. Lilja menntamálaráðherra gat með engu móti fundið fleiri stráka eða karla í vinnuhópinn. En ekki virðist hafa verið hörgull á snjöllum, sætum konum og kvenfrelsurum.

Hópurinn á að taka mið af neðangreindum þingsályktunum. Athygli vekur m.a. áherslan á „mee-too“ arfinn og kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, þ.e. kynofbeldi karla, þátttöku Stígamóta og Kvennaathvarfs beint og óbeint í fyrirhuguðum aðgerðum. Fræðsluefni Stígamóta um sjúka ást og eitraða karlmennsku verður m.a. gert hátt undir höfði.

Hér eru nokkrar glefsur úr viðeigandi þingsályktunum:

Þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingu þess (7. júní 2019): Um að vinna bug á ofbeldi: „… ekki síst kynbundið ofbeldi, einelti, haturstal og myndbirtingar á stafrænum miðlum sem hvetja til ofbeldis. Horft verði meðal annars til frásagna og umræðu sem birtist í samfélaginu undir myllumerkinu #églíka/#metoo.“

„Kynning og innleiðing [á fyrirmyndarstarfi í íþrótta- og æskulýðsstarfi] verði skipulögð í samráði við samstarfsaðila og viðeigandi fræðsla veitt ásamt eftirfylgni í samræmi við aðgerðir á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í kjölfar frásagna úr íþróttahreyfingunni í tengslum við #églíka/#metoo.“

Kennsla um kynheilbrigði og kynhegðun: „… fræðsla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi. Þetta stuðli að því að einstaklingar taki ábyrga afstöðu til kynlífs, kláms, kynbundins ofbeldis og kynferðislegra birtingarmynda eineltis og haturstals sem og eigin framkomu á netmiðlum og birtingar myndefnis. Kennsla verði endurskipulögð í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu undir myllumerkinu #églíka/#metoo, þ.m.t. kennsla til nemenda, kennara og annarra sem vinna með börnum.“

Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni (3. júní 2020):

„Kennsla grundvallist á gagnreyndri þekkingu sem hæfi aldri og þroska nemenda.“

„Skólaskrifstofur sveitarfélaga, með stuðningi frá forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, miðli þekkingu og veiti leikskólum og grunnskólum, ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, stuðning til að tryggja að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði samþættar skólastarfi, einkum í kennslu, og að starfsfólk hljóti fræðslu. Skólaskrifstofurnar tryggi að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði markviss þáttur í skólastefnu sveitarfélaga og í forvarnastefnu hvers skóla um sig.“ „

Innan Menntamálastofnunar starfi ritstjóri/verkefnisstjóri í a.m.k. hálfu starfi sem hafi það hlutverk að byggja upp þekkingu á námsefnisgerð sem styðji forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, þar á meðal gerð námsefnis í jafnréttis- og kynjafræðum. Verkefnisstjórinn skal fylgja eftir þeim verkefnum sem Menntamálastofnun eru falin samkvæmt aðgerðaáætlun þessari.“

„Tryggt verði að leikskólar hafi aðgang að vönduðu námsefni sem stuðli að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og henti leikskólabörnum á öllum aldri, sbr. grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla.“

„Í hverjum grunnskóla starfi teymi sem hafi það hlutverk að tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda.“

„Fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni verði beint til unglinga í gegnum félagsmiðstöðvar. Stígamótum verði falið að halda áfram fræðslu til starfsfólks félagsmiðstöðva sem fram hefur farið í tengslum við átakið Sjúk ást.

„Staðið verði að kynningarátaki um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum og þar á meðal um gildi þess að gera kynjafræði að skyldufagi, sbr. 23. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Samhliða verði námsefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og um kynheilbrigði og kynhegðun kynnt fyrir framhaldsskólakennurum, …“

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/15/Solborg-leidir-starfshop-um-eflingu-kynfraedslu-i-grunn-og-framhaldsskolum-/


"Það er lýjandi fyrir stráka að hlusta alltaf á að þeir séu vandamálið,“ segir Áslaug Arna

Svo mælti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í viðtali við Morgunblaðið. Hún talar meira að segja „með [af] festu,“ segir blaðamaðurinn. Er komið nýtt hljóð í strokkinn ráðherrans? Ágrip:

„Stór hluti háskólanemenda í dag, til dæmis í Háskóla Íslands, eru konur og strákarnir skila sér ekki nægilega vel inn í háskólana, eins og í löndunum sem við berum okkur saman við.“

Orsakanna gæti verið að leita í kerfinu. Við „verðum að átta okkur á því að kerfið er að bregðast ákveðnum hópum.“

Í því sambandi er „brýnt að líta til drengja …. Staða drengja á landsbyggðinni er líka töluvert verri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu …

Ég hugsa að rótin gagnvart strákunum liggi mjög snemma í skólakerfinu, … [Þ]egar litið er til strákanna sérstaklega er það námsárangur sem er stærsta ástæðan þar, þeir sjá ekki tilganginn með menntuninni og finna ekki áhuga sínum farveg.

Kerfið er vandamálið. Það er líka lýjandi fyrir stráka að hlusta alltaf á að þeir séu vandamálið. Ég myndi ætla að við gætum horfst í augu við að það er eitthvað að í kerfinu sem gerir það að verkum að strákarnir okkar ná ekki meiri árangri í lestri, ekki meiri námsárangri en raun ber vitni og skili sér ekki inn í háskólana. …

Það er ekki samfélaginu til góðs að við eigum Evrópumet í að ungir strákar séu ekki í námi. Okkur langar að sýna þeim nám í því ljósi að það greiði þeim leið inn í spennandi framtíð og efli getu þeirra, líðan og stöðu og þá er mjög mikilvægt að háskólarnir haldi vel utan um nýnema.“

Það er ekki barasta lýjandi fyrir stráka að heyra stöðugan óhróður um sjálfa sig, kyn sitt, afa, bræður, feður og frændur. Það er beinlínis mannskemmandi.

Það er karlskemmandi, að drengir séu nær eingöngu aldir upp af konum. Þær kunna ekki karlmennsku. Drengir eru kvengerðir og tileinka sér kvenlega hegðun og dygðir. Kvenfrelsararnir hafa sagt okkur að þær séu þroskavænlegar fyrir stráka. Sérstaklega fyrir „únga drengi,“ sem eru aðsópsmiklir.

Konurnar á leikskólanum og mæðurnar, sem stjórna uppeldi barna í raun, ná vel saman. Kvenfrelsunarandinn svífur yfir vötnum eins og í barnaverndinni. Börn eru kvennamál. Hinn góðkunni félagsráðgjafi, Guðrún Kristinsdóttir, hefur vakið athygli á svonefndri „barnaverndargildru.“ Í þessu hugtaki felst, að í umfjöllun starfsmanna verður móðirin miðdepill athyglinnar, en börnum og feðrum er vikið til hliðar. Drengir í skóla lenda í hliðstæðri gildru.

Kvenfrelsunarkennarar leggja almennt fæð á drengi. Segja þá eitraða eins feðurna. Ástralski kvenfrelsunarforinginn, Jane Caro, skrifaði fróðlega grein í „Sydney Morning Herald“ með fyrirsögninni: „Hvernig má koma drengjum til bjargar í skóla: hættið að liðsinna þeim utan hans“ (How to help boys do better at school. Stop giving them a leg up in the outside world).

Litlu skattakollarnir vita nefnilega fullvel, að þeir þurfi ekkert á sig að leggja. Vegur þeirra verði engu að síður beinn og breiður í heimi karlkúgara.

Aðrar kvenfrelsunarkonur taka svo til orða, að oss sé nýr nauðgari fæddur, þegar drengur er í heiminn borinn. Enn aðrir vilja gelda verulegt hlutfall þeirra til að stuðla að kvenvænni veröld. Skynsömustu kvenfrelsunarmæðurnar láta eyða drengfóstrum í móðurkviði. Það eru í senn kven- og mannréttindi, enda varla munur á.

Þegar uppeldiskonurnar, mæður og kennarar, verða úttaugaðar og vita ekki sitt rjúkandi ráð, er farið með ódæla drengi í greiningu. Í landinu er notaður listi um virkni drengja, sem íslenskir vísindamenn útbjuggu í samvinnu við mæður og leikskólakonur fyrir áratugum síðan. Þar segir, hvernig drengir eigi að hegða sér og hvenær þolmörkum kvenuppaldenda sé náð.

Sé hegðun þeirra mæld einu staðalfráviki undir hinu „eðlilegri hegðun,“ fá þeir greininguna „athyglisbrest og ofvirkni“ (ADHD). Vandvirkustu greinendurnir kalla þá líka í greindarpróf í nýju og framandi umhverfi.

Þar eru þeir greindir sjúkir. Geðlæknarnir segja þá vanta boðefni í miðtaugakerfið. Það er allsherjar skýring á allra handa geðvanda, sagði danski geðlæknirinn, Erik Strömgrein (1909-1993) á sínum tíma.

Efnið dularfulla hefur þó ekki fundist enn, þrátt fyrir þrautseigjuleit vísindamanna á vegum lyfjafyrirtækjanna. (Sum börn – fyrst og fremst drengir – geta þó átt við starfrænan miðtaugakerfisvanda að stríða, seinþroska miðtaugakerfi á tilteknum sviðum.)

Að sjúkdómsgreiningu fenginni eru drengirnir dópaðir inn í kvenlegt hegðunar- og hugsanamynstur. Umfram allt er þeim kennt að pissa sitjandi og tala um tilfinningar eins og konur gera. Það þykir ofur mikilvægt, prófsteinn á hinu nýju karlmennsku, sem kvenfrelsararnir hafa skilgreint; þ.e. fyðilhafi, sem talar um tilfinningar eins og konur. Þetta er meginuppeldismarkmið kvenfrelsunarmæðra og -kennara.

Þegar pjakkarnir hafa þörf fyrir ærsl og at, að kanna veröldina, taka áhættu, takast á um stöðuna innan hópsins og iðka hagnýta eðlifræði, eru þeir lokaðir inni með perlur og liti.

Ætli orð Áslaugar Örnu séu fyrirboði þess, að ADHD greiningum fækki, dregið verði úr lyfjavæðingu uppeldis, og karlmennska verði hafin til vegs og virðingar í skólakerfinu.

Ætli orð Áslaugar Örnu séu fyrirboði þess, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir jafnrétti í leikskóla- og grunnskóla og ráði viti borið karlfólk til að ala drengi upp? Marga þeirra skortir föðurfyrirmyndir. Það sama á við um stúlkurnar, sem fara á mis við karlsálina – nema í spéspegli mæðra sinna og opinberrar umræðu. Það er ófögur mynd, sem þar er upp dregin.

Áslaug Arna kynni að vera á öðru máli en kvenfrelsunarstríðskonan breska, Rose Hackman. Hún hefur líka fjallað um utangarðspilta og -karla í grein í „Guardian.“ Fyrirsögnin er: „Ég bað ekki um að fæðast gagnkynhneigður, hvítur á hörund og karlkyns: eru karlmenn líðandi stundar kynpíslarvættir?“ (I didn‘t choose to be straight, white and male: are modern men the suffering sex?“

Höfundur átti viðtöl við nokkra karlmenn um reynslu þeirra af mismunun og andúð. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að í raun ættu þeir ekki betra hlutskipti skilið. Þjáningar þeirra væru eðlilegar í ljós þess, að þeir hefðu þurft að láta sér lynda brotthvarf karlforréttinda í jafnréttissamfélagi.

Ætli fyrir Áslaug Örnu vaki að knýja fram vopnahlé í stríðinu gegn drengjum? Þá þyrfti hún að eiga orðastað við sjálfan karlastríðsráðherrann, Katrínu Jakobsdóttur. Þær gætu spjallað um Kynungabók Katrínar.

Áslaug gæti líka spjallað við Lilju Alfreðsdóttur. T.d. innt hana eftir skýringum á því, hvers vegna nefndin um stefnumótun um jafnréttisfræðslu í skólum var skipuð ellefu konum og tveim körlum.

Það væri ekki úr vegi, að Áslaug ráðherra skimaði ofurlítið um kerfið, sem hún segir réttilega, að sé andstætt drengjum. Þar eru „kvenfrelsunarhliðverðir“ hvarvetna, ekki síst á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kvenfrelsarar- og kynleysufræðingar hafa skrifað umtalsverðan hluta námsefnis um kyn og leiðbeiningar um kynfræðslu. Enda eru samtök kennara að ganga af göflunum, dáleiddir af kvenfrelsunar- og kynleysudellunni.

Stríðinu gegn drengjum verður að linna í samfélaginu öllu. Skólinn er spegilmynd þess. Ætli það vaki í alvöru fyrir Áslaugu Örnu?

Það á eftir að koma í ljós. Alla vega er batnandi fólki best að lifa. Hljóðlátt og hikandi húrra fyrir Áslaugu Örnu, ráðherra.

https://www.smh.com.au/lifestyle/life-and-relationships/how-to-help-boys-do-better-at-school-stop-giving-them-a-legup-in-the-outside-world-20160811-gqqhyj.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.theguardian.com/world/2016/sep/05/straight-while-men-suffering-sex-feminism?utm_source=substack&utm_medium=email https://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/2258884/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/30/strakarnir_ekki_alltaf_vandamalid/


Sálfræðingar sem andæfa sálhrellistjórnvöldum

Það eru óneitanlega tíðindi til næsta bæjar, þegar félög sálfræðinga/sállæknenda brýna raustina opinberlega um ósvinnu stjórnmálanna. Sálfræðingar beina sjaldnast sjónum sínum út yfir svið einstaklinga og hópa. Þeim hefur heldur ekki verið tamt að taka afstöðu til þjóðþrifamálefna eða siðspillingar valdsins.

En nú gera breskir bragarbót. Christian Buckland, formaður Sállæknendaráðs (Council for Psychotherapy) þarlendra, hefur nú sent ríkisstjórn sinni opið bréf, er lýtur að aðförum hennar í covid-19 faraldrinum. Þar segir hann m.a.:

„Það er trúa mín, að mér beri atvinnumannsleg skylda til að skrifa þér í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir frekara tjón af völdum siðlausrar beitingar rannsókna og aðferða sálfræðinnar.

Ég fordæmi heils hugar, hvernig ríkisstjórn Bretlands beitir siðlaust sálfræðilegri tækni til að vekja ótta í brjósti fólks, skömm og sekt, í gervi atferlisvísinda og innsæis, í því skyni að breyta hegðun almennings, án vitundar hans og vilja. … Við urðum einnig vitni að því, hvernig boðskapur ríkisstjórnarinnar stuðlaði að félagslegri vanþóknun og sekt.“

Christian gerir einnig að umtalsefni, hvernig blekkingin var samhæfð í málflutningi stjórnvalda og fjölmiðla og hvernig þaggað var niður í heilbrigðisstarfsmönnum, sem viðruðu hugmyndir, andstæðar boðskapi ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórn Bretlands hefur sett á stofn sálhernaðardeildir til að berjast gegn þjóðinni. Þær ganga undir ýmsum nöfnum eins og „Hnippteymi“ (Nudge Unit eða Behavioural Insights Team) og Sálhernaðardeild (Psychological Warfare Unit).

Sálhernaðaráætlun eins og „Hugarfylgsnin: Hvernig hafa má áhrif á hegðun í opinberri stefnumótun“ (Mindspace: Influencing behaviour through public policy), er sérstaklega áhugaverð.

Stjórnvöld eða leyniþjónustur þeirra í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sýslað með hugstjórnun (mind control) í áratugi, sbr. MK-Ultra áætlun bandarísku leyniþjónustunnar.)

Í einni hernaðaráætluninni (Scientific Pandemic Insight Group on Behaviours) má t.d. lesa:

„Enn er það svo, að töluverður fjöldi fólks finnur ekki nægilega fyrir persónulegri ógn.“ Því eru þessi ráð gefin:

„Hinir sjálfumglöðu verða í auknum mæli að skynja ógnina með því að beina hnitmiðað að þeim tilfinningaþrungnum skilaboðum. [Einnig þarf að beita þá] nauðung og félagslegri vanþóknun.“

Bréfritari bendir á, að sumir kynnu ekki að bera sitt barr, eftir slíkar aðfarir. Þær gætu einnig leitt til sundrungar og aukið hættu á sjálfsvígum.

Christian bendir sálfræðingum líka á ábyrgð sína og góða siði. Hann segir um heilindi og ráðvendni:

Sálfræðingur starfar af heilindum, þegar heiðarleiki og sannindi ráða för, þegar hann er nákvæmur og samkvæmur sjálfum sér í því, er hann fæst við, í orðum, ákvörðunum, aðferðum og ályktunum.

Sálfræðingar skulu hafa að leiðarljósi gildi eins og réttsýni, heiðarleika, nákvæmni, skýrleika og sanngirni í samskiptum við hvern og einn og leggja sig fram um að koma á framfæri ráðvendni í hvívetna í starfi og vísindum.

Lokaorð Christian eru þessi: „Það veldur þungum áhyggjum, að almenningur skuli hafa verið sviptur tækifæri til að gefa upplýst samþykki. [Sama á við um] alvarlegar og hættulegar afleiðingar þess að beita innsæi og tækni atferlisvísinda á andvaralausan almúgann.“

Christian gerir orð David Solomon Halpern (f. 1966) að sínum:

„Að mínum dómi ber það vott um siðleysi breskra stjórnvalda að beita innsæi og sálfræðilegri tækni til að losa úr læðingi tilfinningar eins og ótta, skömm og sekt, síðan í mars 2020. Enn er ekki bitið úr nálinni með afleiðingar, en þær virðast m.a. vera skert tiltrú til stjórnvalda og stofnana þeirra, heilbrigðiskerfis (NHS) og vísindamanna.“ (Úr bókinni: Inside the Nudge Unit: How small changes can make a big difference. David er sálfræðingur, formaður Hnippteymis breskra stjórnvalda.)

Í þessu sambandi má geta kenninga pólska sálfræðingsins, Andrzej Lobaczewski/Andrew M. Lobaczewski (1921-2007). Hann hefur m.a. skrifað bókina, „Stjórnmálafræðileg illskufræði“ (Ponerologia Polityczna), sem útgefin var á frummálinu árið 1984 og þýdd á ensku ári síðar. Enski titillinn er: „Political Ponerology: A Science on The Nature of Evil adjusted for Political Purposes.“ Aukin útgáfa forlagsins, Red Pill, heitir: „Political Ponerology: The Science of Evil, Psychiatry and the Origins of Totalitarianism.“

Höfundur segir rannsóknir sínar og félaganna hafa snúist um „kjarnasálsýki“ (essential psychopathy). Samfélög, sem búa við forystu hinna sálblindu eða geðveiku kallar hann „brjálræði“ eða „sturlunarræði“ (pathocracy).

Andrzej heldur því fram m.a., að í sérhverju samfélagi stofni siðblindingjar og aðrir afbrigðungar (deviants) á þeirra valdi, félög til leynimakks og undirróðurs. Félög þessi eru bara að litlu leyti á vitorði almennings, enda þótt þau séu iðulega rekin fyrir skattfé þeirra.

Að þessu sögðu má bæta við, að gervigreind er beitt í auknum mæli í sálhernaði. Heimpekingurinn, James Giordano (f. 1953), lýsir þessari þróun eins og hverjum öðrum stríðsvettvangi og aðvarar gegn misnotkun tækninnar. Skyldi engan undra. Nató hefur þegar fundið smjörþefinn. Áætlun þess heitir: „Hugstríðsáætlunin“ (Cognitive Warfare Project). Þar segir m.a.:

„Hugstríð er því að skilja sem óhefðbundinn hernað, þar sem tölvutækni (cyber) er beitt til að skapa hugarfarsbreytingu og nýttir eru hleypidómar eða spegilvirk (sjálfhverf) hugsun (reflexive thinking) til að brengla hugarfar, hafa áhrif á ákvarðanatöku og koma í veg fyrir hegðun, sem hefði neikvæðar afleiðingar, hvort heldur sem einstaklingur eða múgur á í hlut.“

Höfundur umrædds bréfs segir, að nú sé mál að linni hugstríði eða sálhrellingum yfirvalda. Þetta tekur bandaríski blaðamaðurinn, Alex Berenson, undir. Hann segir:

„Öll misstum við vini. Flest okkar ættingja líka. Það var vitaskuld ekki covidveiran sem varð þeim að fjörtjóni. Þó eru þar sorglegar undantekningar á, fólk yfir miðjum áttræðisaldri eða óhóflega vel í holdum eða fársjúkt. Við misstum vini sökum aðgerða stjórnvalda og lokunaræðis, sem fjölmiðlar kyntu undir ….“

Glæpsamlegt athæfi stjórnvalda er nú víða til skoðunar, nema á Íslandi. Ríkisstjórn Florída hefur þegar hafið rannsókn á lyfjafyrirtækjunum og „covid-vísindunum.“ Texas hefur nú einnig bæst í hópinn. Samtímis stendur lögsókn víða yfir, nema á Íslandi.

https://frettin.is/2022/05/31/tolvuagnastyring-huga-og-heilsu-liftolvuagnfraedi-og-sjalfbaera-saelurikid/ https://igorchudov.substack.com/p/covid-reckoning-is-underway-texas?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.theepochtimes.com/masks-had-no-effect-on-covid-cases-among-children-study_5228347.html?src_src=partner&src_cmp=ZeroHedge https://frettin.is/2023/04/21/sidblindir-samferdamenn-og-stjornmalaleg-illskufraedi-brjalraedi/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2278984/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2275849/ https://alexberenson.substack.com/p/on-friendship-with-self-righteous?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.middleeasteye.net/news/twitter-executive-also-part-time-officer-uk-army-psychological-warfare-unit https://www.history.com/mkultra-operation-midnight-climax-cia-lsd-experiments https://ahrp.org/1953-1964-operation-midnight-climax-cias-lurid-ventures-into-sex-hookers-and-lsd/ https://www.cs.mcgill.ca/~rwest/wikispeedia/wpcd/wp/p/Project_MKULTRA.htm https://jermwarfare.com/tnt/vaccine-history https://expose-news.com/2022/11/06/warfare-manual-on-dealing-with-political-dissidents/ https://www.instituteforgovernment.org.uk/sites/default/files/publications/MINDSPACE.pdf https://expose-news.com/2022/11/25/modern-psychological-and-spiritual-warfare-1/ https://www.pandata.org/responsible-inflicting-nudges-on-british/ https://unherd.com/2022/01/how-the-government-abused-nudge-theory/ https://www.instituteforgovernment.org.uk/explainers/nudge-unit https://www.theguardian.com/politics/2018/nov/10/nudge-unit-pushed-way-private-sector-behavioural-insights-team https://www.telegraph.co.uk/news/2023/03/24/suicide-rates-mental-health-units-covid-lockdown/ https://www.gov.uk/government/publications/options-for-increasing-adherence-to-social-distancing-measures-22-march-2020 https://expose-news.com/2023/05/01/to-rishi-sunak-ceaseuse-of-all-behavioural/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband