Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. III: Menning og vísindi

Á miðöldum hafði trúin sem sé skotið rótum víða utan Arabíuskagans og fyrir botni Miðjarðarhafs, m.a. í Mið-Asíu og á Indlandi. Þannig tengdu múslímar Miðjarðarhaf og Indlandshaf og færðu sig smám saman upp á skaftið í Suðaustur-Asíu, Mið-Asíu og Kína.

Múslímar voru iðnir við að læra af öðrum. T.a.m. tileinkuðu þeir sér náttúruspeki grískra og rómverskra heimspekinga og stærðfræði Indverja; á áttundu og níundu öld voru fyrir tilstilli áhugasamra kalífa þýdd verk úr persnesku, grísku og indversku. Arabíska varð á miðöldum (800 til 1400) nýtt alþjóðatungumál.

„Með hliðsjón af atorku og sköpunarkrafti arabískrar eða múslímskrar menningar hafa fræðimenn fært rök að því, að aldirnar frá 800 til 1300 hundruð séu einar mestu afreksaldir mannkynssögunnar.

Um þær mundir er tímabilið hófst óf persneski fræðimaðurinn al-Khwarzimi (d. um 850) saman gríska og indverska speki og samdi á þeim grundvelli töflur, er lutu að stjarnfræðilegri stærðfræði, sem síðar urðu grunnur að rannsóknum bæði í austri og vestri. Hann lagði einnig stund á algebru (al-Jabr á arabísku) og í kennslubók hans um efnið kemur orðið fyrst fyrir.

Kunnátta Araba um lækningar tók kunnáttu Vesturlandabúa verulega fram. Al-Razi (865-925), búsettur í Babýlon, var fyrsti læknir sögunnar til að greina á milli mislinga og bólusóttar. Auk þess reit hann rómaða alfræði um lækningar, sem var þýdd á latínu og fór víða um hinn vestræna heim.

Starfsbróðir al-Razis, hinn nafntogaði skurðlæknir, al Zahrawi (d. 1013) skrifaði einnig mikilsmetið verk um lækningar. Þar ræðir hann m.a., hvernig sauma má saman sár ... og hvernig mylja skal steina í blöðrunni.

Vísindi múslíma risu hæst í verkum Ibn Sina frá Bukhara (980-1037). Í Vestur-Evrópu er hann þekktur sem Avicenna. Í lækningariti sínu, al-Qanun, skráði hann gervalla þekkingu Grikkja og Araba um lækningar, lýsti smithættu við berkla og aðra sjúkdóma. Þar að auki skráði hann 760 lyf.

Múslímskir fræðimenn gáfu einnig út verk um landafræði, lögspeki og heimspeki. Al-Kindi (d. um 870) var fyrstur manna til að spreyta sig á að steypa saman inntaki Kóransins og grískrar heimspeki. Sömuleiðis leitaðist hann við að samræma speki forngrísku heimspekinganna, Aristótelesar og Platós (429-347) um góða siði og gott hátterni í hugmyndum íslamskrar trúar um manninn, samband hans við alheiminn og Guð.

Hinn þekkti heimspekingur, al-Farabi (d. 950) skrifaði stjórnmálafræðilega ritgerð um fyrirmyndarborgina. Þar réði ríkjum yfirvald, sem bjó að fullkomnun bæði í greindarfarslegu og siðferðilegu tilliti, og hafði að keppikefli og leiðarljósi hamingju íbúanna.

Fyrrnefndur Avicenna hélt því fram, að sannleikur sá, er finna mætti með skynseminni, gæti ekki stangast á við þann sannleika, sem fólginn er á síðum Kóransins.

Ibn Rushid eða Averroës (1126-1198), dómari í Sevilla og síðar hirðlæknir, lagði út af verkum Aristótelesar. Hann gerðist talsmaður þess, að alla þekkingu mætti selja undir lög skynseminnar, nema trúarsetningar. Trúarbrögð og heimspeki ættu samleið, taldi hann.“ (Mckay, J.P. og fl. A History of World Societies, Bedford/St. Martin‘s, Boston 2012, bls. 259.)

Fræðimaður úr röðum kvenna, Fatima bint Muhammad Al-Fihriya Al Quarashiya/Fatima al-Fihri (800? – 880?) stofnaði Háskólann í Al Qarawiyyin í Marokkó árið 859 fyrir föðurarfinn. Það var fyrsti háskólinn í veraldarsögunni.

Arabar voru einnig miklir tónlistarmenn. Á miðöldum í Evrópu voru það oftar konur en karlar, sem kyrjuðu óði um hina hreinu og óaðfinnanlegu ást riddara til ástmeyjar sinnar; um þrá, fegurð, hreysti og fórnfýsi. Ástaróðurinn, er farandsöngvararnir (trúbadúrar) sungu, er að líkindum ættaður úr menningu Múhameðstrúarmanna á Suður-Spáni. Farandsöngurinn barst til Provance í Frakklandi og blómstraði þar. Orðið trobar úr mállýsku Provancemanna er dregið af arabíska orðinu, taraba, sem merkir að syngja ljóð.

Eins og fram hefur komið iðkuðu Arabar trú sína af mikilli samviskusemi. Trúarathafnir gerðust stundum langar, svo hressingar var þörf. Trúlega fór kaffidrykkju fyrst að gæta að ráði við tilbeiðslu íslamskra Súfista í Jemen. Kaffið hélt þeim vakandi við langdregnar tilbeiðslur rétt eins og teið Búddamunkunum á Indlandi.

Um miðja fimmtándu öld varð kaffidrykkja æ vinsælli í löndum Múhameðstrúarmanna. Fyrsta kaffihús veraldar var opnað í Miklagarði (Istanbúl) 1555 og breiddist þaðan út um allan heim. (Fyrsta kaffihús Íslands var opnað í Reykjavík 1837. Um miðja öldina var íbúafjöldinn rétt um eitt þúsund. Hinir lærðu deildu þá um heilsufarsáhrif kaffis og gera það óspart enn.)

Áfengir drykkir og vímuefni hvers konar áttu hins vegar ekki uppá pallborðið og voru blátt áfram bannaðir í Múhammeðstrú. Það er á þeim grundvelli, að Talibanar hafa upprætt opíumræktun í Afganistan.


Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. II: Fjölskyldan og samskipti kynjanna

Muhammad fékk á unga aldri bónorð frá ríkri ekkju, Khaddija (555-620), sem var fimmtán árum eldri en hann. Verðandi spámaður giftist því til fjár. Að henni látinni kvæntist hann mörgum konum. Hann er sagður hafa verið kærleiksríkur eiginmaður og studdi eiginkonurnar til dáða, jafnvel hermennsku.

Síðar gerði persneski fræðimaðurinn, Abu Hamid Al-Ghazali (1058-1111), samskiptum kynjanna betri skil. Um hjónaband og kynlíf sagði hann m.a.:

„„Hjónabandið hefur fimm kosti; barneignir, fullnægingu kynhvata, heimilisstjórnun, vinskap og þá sjálfsögun að rækta það. Fyrsti kosturinn – barneignir – er meginkostur hjónabandsins og á þeim grundvelli var til þess stofnað. Tilgangurinn felst í því að viðhalda ættinni, svo að ekki hljótist af mannekla.“ …

„Það er áríðandi, að umsjónarmaður [eða faðir] meti, af umhyggju fyrir dóttur sinni, hvað tilvonandi eiginmaður hafi til brunns að bera. Því hún ætti ekki að giftast manni sem er ófríður sýnum, skortir góða siði, er veikur í trúnni, deigur við að halda réttindum hennar á lofti eða lakari henni að ætterni. Spámaðurinn sagði: „Hjónaband er þrælkun, því skyldi gæta varúðar við giftingu dótturinnar.““ ...

„Eigi [karlmaður] margar eiginkonur ætti hann að sýna þeim jafnan áhuga hverri og einni og ekki taka eina fram yfir aðra. Sé ferðalag í vændum og óski hann að hafa með sér eina [eiginkvennanna], ætti hann að varpa hlutkesti milli þeirra eins og Sendiboðinn [Muhammed spámaður] tamdi sér að gera. Svíki hann konu um nótt með sér, ætti hann að bæta henni nóttina. Það er skylda hans. ...

Karlmaðurinn ætti að gera konu sinni glingrur með hlýlegum orðum og kossi á vör. Spámaðurinn komst svo að orði: „Enginn skyldi fara á fjörurnar við konu sína eins og villidýr væri, ástúð (emissary) skyldi ríkja milli þeirra.“ Þá var hann spurður: „Hvað er ástúð, þú Sendiboði Guðs?“ Svarið var: „Kossar og [unaðs]orð.““ (McKay, J. og fl. A History of World Societies, Bedford, Boston 2012, bls. 250-151.)

Í heimi Múhameðstrúaramanna er vítt til veggja, þegar samskipti kynjanna eru annars vegar. Eitt dæmi er Woodabee/Bororo ættkvísl Fulaníþjóðarinnar (Fulani) í Afríku (í Tjad (Chad), Nígeríu, Kamerún (Cameroon) og Mið-afríska lýðveldinu (Central African Republic)).

Konur jafnt sem karlar njóta þar frjálsræðis í kynlífi. Þegar árleg menningarhátíð þeirra gengur í garð, dansa ógiftir karlar eins konar tilhugalífsdans. Þeir skreyta sig og fegra til að ganga í augu stúlknanna.

Kvendómarar velja þann snotrasta meðal karlanna. Þeir líta sérstaklega til hvítu í augum og tönnum. Og svo eiga þeir að vera hávaxnir og samræmis skal gæta í andlitsfalli. Konum er frjálst að velja sér eiginmann að geðþótta, eftir að hafa virt þá fyrir sér í dansinum og við uppröðun. Á hátíðum þessum er giftum konum einnig frjálst að taka sér ástmann meðal giftra karla, jafnvel giftast nokkrum körlum.

Annað dæmi er frá eyjunni Java í Indónesíu. Sagan segir, að eitt sinni hafi konungssonurinn, Pangeran Samodro, stungið af með stjúpu sinni, Nyai Ontrowulan. Uppi á fjalli einu, Kumukus (Gunung) eða Kynlífsfjallinu, áttu þau samræði. En þau náðu ekki að ljúka sér af, áður en þau voru gripin glóðvolg af útsendurum konungs, líflátin, og grafin í sömu holunni.

Sú trú hefur af sögunni sprottið, að eigi ókunnugir samræði sjö sinnum, muni happ þá henda. Þessi siður, viðhafður á rúmlega mánaðar fresti, hefur viðhaldist fram á okkar daga, en er nú á undanhaldi, eftir að fréttist um hinn stóra heim.

Kvennabúr (harem) tíðkuðust einkum meðal yfirdrottnara í samfélagi Múhammeðstrúarmanna, kalífum, rétt eins hjá kínversku keisurum. Kvennanna var venjulega gætt af karlkyns geldingum til að yfirvaldið hefði vissu fyrir því, að börn kvennanna væru getin af honum sjálfum. Sumar frillanna gátu hafist til verulegra metorða og þannig haft mikil áhrif á stjórnun hlutaðeigandi valdsmanna. (Orðið er dregið af arabísku orði, haram, sem merkir forboðið ellegar heilagt.)

Íslamskar konur bera oft og tíðum hulu, slæðu eða huliðsserk (veil, purdha, burca). Á voru méli hefur hugtakið sérstaka skírskotun til höfðuðhulu kvenna. Að öllum líkindum á siðurinn upphaf sitt í Persíu eða Býsanska ríkinu og greindi frjálsbornar konur frá ambáttum. Þetta átti einkum við í þéttbýli, þar sem hulan torveldaði vinnu til sveita og í eyðimörkinni. Kóraninn hefur engin ákvæði um huluna. Sums staðar í íslömskum samfélögum komst á sá siður að hylja líkama konunnar allrar. Huliðsserkurinn var einkum notaður í kvennabúrunum.

Helgiritin boða jafnræði, hvað varðar kynlíf og trúariðkun, og jafnframt hafa konur töluverð efnahagsleg réttindi. Boðaðar eru sömu refsingar fyrir hjúskaparbrot af hálfu karla og kvenna.

Í hinum arabíska heimi á miðöldum var menntun einkum sniðin að trúarskyldum, vísindum eða veraldlegri stjórnsýslu. Slíkt var hlutverk karla og því minni áhersla lögð á menntun kvenna. Engu að síður hlutu margar konur viðhlutamikla menntun fyrir tilstuðlan foreldra eða fjölskyldu; frumkvæði til þessa kom iðulega frá feðrum eða eldri bræðrum. (Svipað mynstur og á Vesturlöndum.)

Arabískar konur létu einnig að sér kveða í stjórnmálum og umsýslu eins og kynsystur þeirra meðal Frankanna. Nafntogaðar eru t.d. Aisha (614-678), dóttir fyrsta kalífans, og þriðja eiginkona Spámannsins. Hún er talin meðal bestu fræðimanna Múhammeðstrúarmanna. Sama má segja um sjöttu eiginkonu hans, Umm Salama/Hind bint Abi Umayya (596-681).

Konur; þ.e. mæður, eiginkonur, tíðleikakonur eða hjákonur, í kvennabúrum höfðingja, höfðu oft töluverð áhrif við hirðarnar, t.d. hirðar kalífanna.

Hlutverk kynjanna endurspeglast að nokkru leyti í söngvum kvenna, þegar þær hvöttu karlana til dáða. Í stríðsátökum í Arabíu árið 625 sungu konur m.a.:

Ó, þið synir Abdaldar,

ó, verndarar heimkynna okkar,

leggið til heiftúðugrar atlögu með sérhverju, beittu spjóti.

Við föðmum ykkur, ef þið sækið fram

og breiðum undir ykkur teppi mjúk.

En ef þið leggið á flótta, skulið þið yfirgefnir,

og ást okkar kólnar að eilífu.

Í kór þessum var kona, að nafni Hind bint Utbah (584-635). Hún hafði harma að hefna, því andstæðingarnir, hersveitir Múhammeðs spámanns, höfðu drepið son, frænda, bróður og föður hennar. Sigur vannst í stríðinu, sem kennt er við Uhud. Af því loknu örkuðu konurnar um vígvöllinn og svívirtu lík fylgisveina spámannsins. Þær skáru eyru þeirra og nef af höfði og andliti, og gerðu úr þeim arm- og öklahringi.

Hind bætti um betur. Hún skar lifrina úr búki banamanns föður síns, Hamza ibn Abd al-Muttlib (568-625), og lagði sér munns. En matarlystin hvarf henni. Hind spúði lifrarbitunum. Síðar gerðist Hind þó spakur fylgismaður Múhammeðs, sem fyrirgaf henni illgjörðirnar.

Í stríði Araba og Rómverja 636, gerði Hind bint Utbah, garðinn aftur frægan og hafði ásamt fleiri konum úrslitaáhrif um gang orrustunnar. Hún söng með kvennakórnum:

Ó þið, sem látið fætur toga á brott frá trygglyndum elskum,

sem geisla af fegurð og bifast ei.

Þið seljið þær í hendur Rómverjum,

sem grípa í hárlokka þeirra og góma.

Þeir munu njóta herfangsins til fullnustu

og berast innbyrðis á banaspjótum.

Valkyrjur þær, er kvennakórinn skipuðu, lögðu til atlögu við Rómverja, og reyndu að snúa veifiskötum og gungum til vígvallarins, þegar þær lögðu á flótta.

Þær kyrjuðu enn: Við erum dætur stjarnanna, er lýsa að nóttu.

mjúk teppi gæla við iljar okkar

og af okkur stafar vináttu.

Hendur okkar eru smurðar ilmsmyrslum

og perlur skrýða háls okkar.

Komdu því og vefðu okkur örmum.

Sá, sem við skirrist, mun einsamall verða.

Sér enginn elskhugi sóma sinn í að vernda þessar konur?

Enn er enginn hörgull á herskáum konum í Íslam. Ein þeirra er Írakinn, Samira Jassam/Samira Ahmed Jassim al-Azzwi (f. 1958), sex barna móðir, sem starfað hefur með ofbeldisfullum Múhammeðstrúarmönnum (Sunni), nefnd Móðir hinna trúuðu. Hún beitti m.a. nauðgunum á kynsystrum sínum til að sannfæra þær um að sprengja sjálfar sig í loft upp við hryðjuverk og styrkja þar með orðsporið.


Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. I: Inngangur og trúarbrögð

Bandaríski blaðamaðurinn, Robert Dreyfus, hefur skrifað áhugaverða bók með titlinum, „Djöfulsleikar. Hvernig Bandaríkin leystu úr læðingi rétttrúnað í íslamskri trú“ (Devil‘s Game. How United States Helped Unleash Fundamentalist Islam). Bókin kom út 2005.

Höfundur segir á þessa leið: Þetta er sagan um það, hvernig Bandaríkjamenn fjármögnuðu og hvöttu hægrisinnaða öfgamenn meðal Múslíma til dáða, stundum fyrir allra augum, stundum í leyni. Í „Djöfulsleiknum“ leitast ég við að varpa ljósi á leyndina. Það er mikilvægt, þar eð fátt eru um þá stefnu vitað, en henni hefur verið fylgt í sex áratugi. Stefnan hefur alið af sér hryðjuverk Múslíma um víða veröld. Satt best að segja var hið verðandi heimsveldi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, Norður-Afríku, Mið- og Suður-Asíu, svo skipulagt, að Íslam sem stjórnarstefna yrði ein grunnstoða þess.

Nokkur orð um Múhammeðstrú eða Íslam, áður en lengra er haldið: Múhameðstrú, þ.e. trúin á spámanninn Múhammeð eða Muhammad ibn Abdullah (570?-632) er einnig kölluð á enskri tungu „Muslimism, Islam, Mohammedanism, Muhammadanism og Muslimism.“ „Islamism“ eða „Pan-Islamism“ er oft og tíðum notað um rétttrúnaðarhyggju, öfgatrú og yfirráðahyggju.

Muhammad, fæddur í Mekka á Arabíuskaganum, fékk opinberun í helli og gerðist boðberi Guðs, Alla (Allah). Múhammeð var talinn fjórði í röð hinna miklu spámanna. Hinir fyrri voru: Abraham, Móses og Jesús Maríuson. Um þá er fjallað í Biblíunni, Gamla og Nýja Testamentinu.

Múhammeðstrú eða Íslam merkir að gefa sig Guði á vald. Sá sem það gerir er trúmaður (muslim). Muhammad lofaði öllum hinum stríðandi ættkvíslum Arabíuskagans skjóli í stórum faðmi hins nýja íslamska ríkis hans, umma. (Umma merkir samfélag fólks, sem sameinast með skírskotun til sameiginlegrar trúar fremur ættbálkatengsla.)

Lesa má um boðskap Allah í trúarritinu Kóraninum – sambærilegt rit Biblíu kristinna manna og Gyðinga. Allah er í sjálfu sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Trúræknin hvílir á fimm undirstöðum: (1) Bænagjörð fimm sinnum á dag, (2) föstum, (3) bænagjörð í hinum heilaga mánuði, Ramadan, (4) pílagrímsför til Mekka, að minnsta kosti einu sinni í lífinu, og (5) ölmusu handa fátækum trúarsystkinum.

Þegar andlátið bar að, var Muhammad máttugasti höfðingi Arabíu. Þá upphófust erjur um erfðaröðina. Sumir vildu að Ali bin Abu Talib (600-661), tengdasonurinn, tæki við. „Shiat Ali“ voru þeir kallaðri eða einfaldlega „Shia.“

„Imam“ er sá kallaður, er veitir bænahaldinu forystu, en „ulama,“ er sá hópur fræðimanna, sem trúað er fyrir (að hálfu Sunníta) túlkun Kóransins. „Jihad“ er lykilhugtak og merkir ýmist innri baráttu hvers og eins við samvisku sína eða baráttuna fyrir félagslegum og efnahagslegum rétti systra og bræðra í trúnni.

Hinn hópurinn, Sunnítar, sem er lang fjölmennastur, vildi hins vegar, að náinn vinur og tengdafaðir Spámannsins, Abu Bakr/Abd Allah Ibn Abi Quihafa (573-634), tæki við stjórnartaumunum. Hann varð fyrsti kalífinn. Fylgismenn hans kenndu sig við hefð (sunna) og urðu Sunni. Trúarlega er óverulegur munur á fylkingunum. Í Sádí-Arabíu eru Sunnítar fjölmennastir, Shia í Íran.

Safavidar er íslömsk trúarregla, sem stofnaði klerkaveldi í Persíu (Íran). Safavidar aðhylltust Shia tilbrigðið við Múhammeðstrú og beittu sér fyrir eflingu þess siðar. Í því tilliti var prestastéttin (ulama) einkar mikilvæg.

Löggjöf Múhammeðstrúarmanna er kölluð saría (sharia, shariah), þ.e. lög Guðs eða Alla. Þau tóku til stjórnunar, tengsla, afbrota, verslunar og trúar. Þau voru komin frá Guði, sem var óskiptur, einn og sannur. Lög- og guðfræði í Múhammeðstrú er stunduð í skólum, nefndum Madrasa. Bænahús Múhameðstrúarmanna eru moskurnar (mosque). Hadith er kallað spekisafn spámannsins – um orð hans og æði. Íslömsk lög grundvallast á túlkunum guðspekinga (ulama) á hinni helgu bók, Kóraninum og Hadith.

Áratugum og öldum eftir andlát Múhammeðs voru færð í letur boð hans eða skipanir í hina helgu bók, Kóraninn. Múhammeð var fyrirmynd hins fullkomna manns í guðslíki. Líferni hans skyldi vera til eftirbreytni, menn skyldu feta troðna slóð hans. Þessi eftirbreytni er kölluð sunna eða hefð eins og fyrr er ýjað að.

“Fyrstu tvær til þrjár aldirnar eftir dauða Múhameðs eru stundum nefndar öld arabískrar eingyðistrúar. Ýmis guðfræðileg og pólitísk atriði Íslams mótuðust: (1) Árið 651 (þ.e. tiltölulega snemma) kemst texti Kóransins, hins helga rits múslima, í endanlegt form. (2) Um kennivald Múhameðs og kalífans (eftirmanns hans). (3) Um lagaleg efni í tengslum við hadith (safn orða Múhameðs og sagna um hann). (4) Líf spámannsins varð siðferðilegt fordæmi, sunna (“hin farna leið” spámannsins, þ.e. afrek hans og ummæli sem leiðarvísir og fordæmi); fjórar meginstefnur (“skólar”). (5) Múhameð sem vammlaus maður, holdgervingur vilja guðs.“ …

“Fjórir „lagaskólar“ kenndir við stofnendur sína: (1) Abu Hanifah (699-767, Tyrkland, Mið-Asía). (2) Malik b. Anas (um 711-795; Norður-Afríka). (3) al-Shafi’I (767-820; A-Afríka, A-Asía). (4) Ibn Hanbal (um 780-855; Arabíuskaginn).

Tveir meginstraumar íslamskrar heimspeki, skólaspeki (kalam) og rökheimspeki (falsafa) sem byggði á kenningum [forngríska heimspekingsins] Aristótelesar [394-322].” (Sverrir Jakobsson. Námskeið í heimssögu, HÍ, haust 2013, glæra.)

Hlýðni við saría lögin er leiðin til hins góða lífs, lífs í guðsótta. Meginuppspretta laga og lagatúlkunar er sem sé Kóraninn sjálfur, svo og „Vegurinn“ (Sunnah, Hadith), orð og gjörðir Spámannsins. Túlkun saría er mismunandi eftir samfélögum. Sums staðar eins og í Tyrklandi gilda veraldleg lög. Annars staðar er farið beggja bil og í bland.

Íslömsk trú, þ.e. Múhammeðstrú og stjórnarhættir héldust hönd í hönd. Ættflokkar á Arabíuskaganum höfðu viðurkennt trúarreynslu Múhammeðs spámanns og kenningu hans um 632. Um öld síðar ríktu íslamskir leiðtogar meira eða minna í ríkjunum umhverfis Miðjarðarhafið, Írak og Persíu (Íran) og á Norður Indlandi.

Bagdad í Írak varð andleg miðstöð múslíma. Klofnings varð vart þegar á áttundu öld. Klofningur þessi hafði víðtækar afleiðingar, ekki einungis, hvað varðar yfirráð yfir heimsveldinu, heldur einnig með tilliti til trúarspeki og heimspeki. Innan Sunni hreyfingarinnar urðu til fjögur megintilbrigði eða lagastefnur.


Langþráð stríð ofstækismanna í Ísrael. Gyðingakóngurinn. Þjóðverjum stefnt fyrir Alþjóðadómstólinn

Bandaríski blaðamaðurinn, James Bamford, skrifar athyglisverða grein um leit hans í Ísrael fyrir þrem áratugum síðan að ódæðismanni, bandarískum Gyðingi, að nafni Robert Manning. Hann flúði bandaríska réttvísi til Landsins helga, þar sem Ísraelsmenn skutu yfir hann skjólshúsi og tóku hann í herinn, Varnarsveitir Ísraels (Israeli Defense Forces – IDF).

Robert fetaði í fótspor landa síns og trúbróður, prestsins (rabbi) Meir (Martin David) Kahane (1932-1990). Meir var fæddur í Brooklyn og stofnaði þar samtök 1968, „Varnarsveit Gyðinga“ (Jewish Defense League).

Þessi sveit minnir helst á Ku Klux Klan, kynþáttaofstækissamtök bleikskinna í Bandaríkjunum, dyggilega studd á sínum tíma af Frímúrarareglunni (Albert Pike). Meir var myrtur 1990. En hugmyndafræði hans lifir áfram í ofstækisflokknum, Kach, sem Meir stofnaði í Ísrael.

Gyðingaverndarsamtök Meir eru ábyrg fyrir fjölda ódæðisverka í Bandaríkjunum og Ísrael. Þar haslaði Meir sér völl í stjórnmálum. Hófstilltir þingmenn í Knesset sniðgengu hann meira eða minna. En þá kom Brjálaði Bensi til skjalanna og stofnaði kosningabandalag trúaröfgamanna með Kach innan vébanda sinna. Stjórnmálaarmur Kach er flokkur, sem ber heitið Otzma Yehudit (Hraustir Gyðingar).

Einn þessara hraustu Gyðinga, læknirinn, Baruch Goldstein (1956-1994), framdi fjöldamorð á Palestínumunnum; 129 lágu í valnum, þar af 29 dauðir. Sjálfsvígssprengingar Hamas fylgdu í kjölfarið. Þær kostuðu um eitt hundrað Ísraelsmenn lífið.

Annar þokkapiltur úr þessum hópi, Yigal Amir (1970-1995), myrti Yitzhak Rabin (1922-1995), fyrrum hryðjuverkaforingja og forsætisráðherra, sem snúist hafði hugur, og reyndi ásamt Yasser Arafat (1929-2004) að semja frið í Ósló.

Hópurinn hefur framið margvísleg óhæfuverk gagnvart Palestínumönnum eins og að hella bensíni ofan í sextán ára unglingspilt, Mohammad Abu Khdeir 2014, og kveikja síðan í honum.

Kach minnir á margt um annan öfgaflokk, Habayit Hayedudi (Heimahaga Gyðinga). Systurflokkur barnamorðingjans, Bibi, Likud, rekur sömuleiðis rætur sínar til hryðjuverkasamtaka ísraelskra landnema úr Austur-Evrópu. Þar er hryðjuverkasveitarforinginn og forsetinn, Menachem Begin (1913-1992), trúlega fremstur meðal jafningja. Öfgamenn unnu góðan sigur í kosningunum 2021.

Meir vandaði Palestínumönnum og Aröbum ekki kveðjurnar, kallaði þá t.d. hunda. Ísraelsk yfirvöld kalla þá dýr.

Meir naut stuðnings öfgahreyfingarinnar, Chabad, sem trúlega er stærsta öfgahreyfing meðal Gyðinga í veröldinni í dag. Stofnun einveldis í Ísrael er á stefnuskránni. Hún er stofnuð af prestinum (rabbi) Schneur Zalman frá Liade (1745-1812), sem rússnesk yfirvöld leystu úr haldi 1798. Foringi hreyfingarinnar er Yitzchak Feivish Ginsburgh (f. 1944), innflytjandi frá Bandaríkjunum eins og Meir. Kóngur vill hann verða í voðastóru Ísraelsríki.

Chabad rekur fjölda skóla í Ísrael, þar sem boðskapurinn er kenndur. Þeir eru fjármagnaðir af skattgreinendum og velunnurum í Bandaríkjunum.

Yitzchak kennir, að „gildi Gyðingsins sé ótakmarkað, [að] Gyðingur við búi óendanlega meiri helgi og sérstöðu en Ógyðingur.“ Þrátt fyrir þetta megi jafnvel deyða Ógyðing og taka úr honum líffæri til að bjarga Gyðingi.“

Hugmyndafræði Chabad er skýr; það er trúarleg skylda Ísraela að hefna sín, ríki Ísraels sé ekki réttlætanlegt, nema landið verði hreinsað. (Það liggur reyndar fyrir áætlun í þá veru.) Palestínumenn skal drepa eða reka á brott og Ísraelsmenn skulu lifa og hrærast í samræmi við ritninguna (Thorah) og koma á gyðinglegu trúræði (theocracy) meðal hinnar Guðs útvöldu þjóðar. Stofnun Ísraelsríkis 1948 sagði Yitzchak hefnd Guðs gegn hinum vantrúuðu.

„Ofbeldi Gyðinga til varnar hagsmunum sínum er aldrei slæmt,“ sagði Yitzchak einnig. Brjálaði barnamorðinginn og hirð hans virðist lifa samkvæmt þessari reglu, sbr. m.a. „hveitimorðin“ fyrir skemmstu, þegar hungrað fólk var strádrepið í hrönnum, örvæntingarfullt að verða sér úti um hveiti í brauð.

Þeim fjölgar í veröldinni, sem ofbýður morðæði ísraelskra stjórnvalda. Fyrrum hermenn í Bandaríkjunum krefjast þess t.d. að Bandaríkjamenn, sem eru beinir þátttakendur í aðgerðum á Gaza, hætti að senda vopn, og Nígaragúa hefur stefnt Þjóðverjum fyrir Alþjóðadómstólinn fyrir þátttöku í þjóðarmorði.

Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, líkir drápum Ísraels við helförina. Trúlega talar Luiz fyrir munn Latnesku Ameríku, Afríku og BRICS landanna. Barnamorðinginn hefur vitaskuld lýst hann „persona non grata“ (óalandi og óferjandi og óvelkominn til Ísraelsríkis).

Bandaríski blaðamaðurinn, Pebe Escobar, skrifaði grein þann 16. febrúar á vefmiðlinum, Cradle (ritskoðaður af Fésbók), þar sem hann færir rök að hliðstæðu árása Kænugarðsstjórnarinnar á íbúa í Donbas í borgarastríðinu í Úkraínu, sem hófst 2014.

Friðarumleitanir kynnu einnig að vera hliðstæðar. Það ætti að vera ljóst, að friðarsamningar í Úkraínu muni fela í sér uppgjöf Nató. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbolla í Líbanon, hefur gefið í skyn, að svo muni einnig fara í Ísrael, þ.e. að verði yfirleitt samið um landamæri verði um að ræða þau, sem giltu 1948.

Þjóðverjar og Vesturlönd sitja föst við sinn keip og berjast áfram gegn Palestínumönnum í gengdarlausri hagsmunagæslu og von um viðskiptahagnað. Það gera Íslendingar líka, samkvæmt yfirlýsingum og fylgispekt við Evrópusambandið og Nató.

Fornar kennisetningar úr stjórnmálatrúfræðum Kristilegra jafnaðarmanna (Sjálfstæðisflokksins), systurflokks Olaf Scholz, ráða þar för. Utanríkismálastefna Íslendinga hefur allar götur frá hernámi Bandaríkjanna verið eins konar neðanmálsgrein við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Fáir þjóðir eru hundtryggari, enda voru hermangssporslurnar góðar.

Vesturlönd berjast sem sé með hungurvofu og vopnum fyrir hagsmunum sínum í Miðausturlöndum, ásamt þeim ríkjum Araba, sem eru skuldunautar þeirra, og/eða njóta hernaðarverndar eins og Íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir.

Egyptar, Jórdanir og Sádí-Arabar eru þar mest áberandi. Það eru allar líkur til, að nefndar þjóðir séu vitorðsmenn í samsærisstríði hernaðarforystu Hamas og Ísraela.

Vesturlönd leika sér að eldinum. Þau leika svipaðan leik og í Úkraínu. Þau vilja heldur láta vopnin tala en setjast að samningaborði. En andstæðingarnir eru keikir.

Ansarullah í Jemen eru hvergi smeykir, þrátt fyrir sífelldar árásir, og Hisbolla heitir hefndum fyrir eldflaugaárásir Ísraels langt inn í Líbanon. Enn hafa andstöðuveldin, þ.e. Hisbolla, Íran, Írak, Sýrland og Íran, varla látið til sín taka.

Bandaríkjamenn eru engu að síður kokhraustir, Tony Blinken ekki síst: „Þeir, sem ekki setjast að borðum alþjóðakerfisins [þ.e. samkvæmt geðþótta Bandaríkjamanna], munu verða etnir,“ sagði hann á Öryggisráðstefnunni í München nýlega.

https://alexkrainer.substack.com/p/the-power-behind-the-throne-and-the?utm_source=profile&utm_medium=reader2 https://forward.com/news/352016/the-kabbalist-who-would-be-king-of-a-new-jewish-monarchy-in-israel/ https://merip.org/2021/02/three-decades-after-his-death-kahanes-message-of-hate-is-more-popular-than-ever/ https://steigan.no/2024/02/korstogets-sivilisasjon/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/02/hezbollah-advarer-israel-sivilt-blod-vil-bli-betalt-med-blod/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/03/amalek-og-motsetningen-mellom-offer-og-overgriper/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2023/12/israelerne-og-deres-bruk-av-dahiya-doktrinen/ https://www.aljazeera.com/news/2024/3/1/more-than-25000-women-and-children-killed-in-gaza-us-defence-secretary https://julianmacfarlane.substack.com/p/the-west-guilty-of-genocide?utm_source=post-email-title&publication_id=837411&post_id=141302579&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/a-false-flag-attack-operation-to-justify-the-israel-u-s-genocide-against-the-people-of-palestine/5847958 https://www.globalresearch.ca/israel-gas-oil-and-trouble-in-the-levant/5362955 https://expose-news.com/2024/02/16/energy-firms-face-legal-threat-over-israeli-licences-to-drill-for-gas-off-gaza/ https://www.globalpolitics.se/tredje-varldskriget-ar-har-asymmetriaxeln-gar-i-halsen-av-den-regelbaserade-ordningen/ https://www.timesofisrael.com/report-idf-intel-assesses-that-hamas-will-survive-as-terror-group-post-war/ https://electronicintifada.net/blogs/david-cronin/amid-genocide-eu-eyes-more-trade-israel https://www.globalpolitics.se/varfor-israels-krig-mot-unrwa-ar-sa-grymt/ https://informationclearinghouse.blog/2024/02/27/egypt-sells-out-palestinians-for-10-billion-loan-package/15/ https://www.voltairenet.org/article220453.html https://www.voltairenet.org/article220460.html https://www.globalpolitics.se/risk-for-storkrig-i-vastasien/ https://chrishedges.substack.com/p/the-chris-hedges-report-with-rabbi?utm_source=substack&utm_medium=email&utm_campaign=email-half-post&r=ry8jq https://steigan.no/2024/02/pa-sporsmal-om-dode-palestinske-barn-sier-rep-andy-ogles-drep-dem-alle/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.aljazeera.com/news/2024/2/18/brazils-lula-compares-israels-war-on-gaza-with-the-holocaust https://korybko.substack.com/p/lulas-holocaust-comparison-is-historically?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=141853894&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://steigan.no/2024/02/usa-gir-israel-gront-lys-til-a-drepe-sivile-i-rafah/?utm_source=substack&utm_medium=email https://libya360.wordpress.com/2023/12/05/the-greater-israel-scheme-and-its-global-power-play-a-delusional-recipe-for-armageddon/ https://derimot.no/david-og-goliat-har-hamas-vunnet-krigen-pa-gaza/ https://www.youtube.com/watch?v=ZRb5-_790wY https://www.youtube.com/watch?v=bFn7Zd_J69w J https://informationclearinghouse.blog/2024/03/02/us-veterans-demand-termination-of-weapons-to-israel/13/ https://archive.vn/4GSpv https://archive.vn/tcq16#selection-1211.0-1219.1 https://archive.vn/tcq16 https://archive.vn/ADRYW https://www.aljazeera.com/news/2024/3/2/nicaragua-drags-germany-to-icj-for-facilitating-israels-genocide-in-gaza https://archive.vn/b795N https://informationclearinghouse.blog/2024/03/02/israels-far-right-finally-gets-the-war-it-has-always-wanted/13/


Hryðjuverk í hugarfylgsnum. Taugatæknifræði og stjórn hugans

Flestir þekkja yfirvarp innrása Vesturveldanna í annarra manna ríki; frelsa íbúa og kenna þeim lýðræði - eða varðveita eigið frelsi og lýðræði. Þetta er eins konar vörumerki Bandaríkjamanna og Nató.

Færri gera sér grein fyrir, að ríkisstjórnir Vesturlanda vinna gegn eigin þegnum, að töluverðu leyti, til að ná yfirþjóðlegum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum) - og Evrópusambandsins reyndar einnig, sbr. þróunar- og rannsóknaráætlunina, „Sjóndeildarhring Evrópu“ (Horizon Europe).

Það vakir t.d. fyrir yfirvöldum Evrópusambandsins aðlaga okkur að loftlagsbreytingum, rafmynt, snjallborgum og netöryggi (stafrænt aðgengi að netinu), svo eitthvað sé nefnt. Ofurtölvan og gervigreindin eru mál málanna.

Viðleitni stjórnvalda og ofangreindra aðilja til að ná beinni stjórn á huga vorum og taugakerfi, er á fárra vitorði. Vitundariðnaðurinn er svo sannarlega margfaldur í roðinu.

Þróun þessarar tækni er komin vel á veg. Beint inngrip í hugann og eftirlit er t.d. framkvæmt með stafrænni tækni, rafsegulbylgju-, örgjörva- og tölvuagnatækni (nanotechnology - ). Sú síðastnefnda var m.a. notuð við gerð bóluefna gegn covid-19 veirunni. En taugaflöguígræðsla er vissulega líka þekkt.

José Manuel Rodriguiez Delgado (1915-2011), var brautryðjandi við flöguígræðslu (chip) í heilabú manna og dýra. Hann skrifaði árið 1969 bókina: „Efnisleg stjórnun hugans: Áleiðis til sálsiðaðs samfélags (Physical Control of the Mind: Toward a Psychocivilized Society). Hann segir m.a.:

„Maðurinn hefur engan rétt til eigin hugþroska. Frjálslyndisleg viðhorf í þessu efni hafa víðtæka skírskotun. Það verður að raftengja heilann. Sá dagur mun koma, að herjum og hershöfðingjum verði stjórnað við raförvun heilans.“

Aukin þekking í líffræði og tölvutækni býður forsjárhyggju- og stjórnlyndisfólkinu sífellt upp á nýjar aðferðir við notkun tölvuagnstýra eða -ráða (nanobot). Fræðigreinin um þetta kallast tölvuagnfræði (nanobotics). Ofursmáar agnir úr gerviefnum eru forritaðar, svo þær megi örva eðlileg boð líkamans eða yfirtaka þau.

Raymond Kurzweil (f. 1948) hefur líka skrifað bók um efnið; „Sérstaðan er nálæg: Þegar mannkind rýfur múra eðlisins (The Singularity is Near: When Humans Transcend Biology). Hann hefur einnig skrifað um þetta grein í The Guardian.

Agntölvurnar, sem streyma um blóðrásina, má forrita með ýmsum hætti, t.d. til að greina og virkja varnir gegn sjúkdómum, endurræsa frumur eða styrkja, hugsanlega með þeim árangri, að við yrðum ódauðleg. Slík inngrip gera manninn að tölvumenni (transhumanism, cyborg (tölvuvélmenni)), blending lífveru og tölvu. Líftölvuagnfræði heitir sú grein (bionanotechnology).

Agnir (nano eða nanometre eða agnmetri er einn milljarðasti úr metra) voru t.d. notaðar til að koma hluta covid-19 veirunnar inn í frumur líkamans, sem þannig dreifðist með blóðrásinni og virkjaði ónæmiskerfið til varna. Tæknin hefur líka verið notuð til að hnitmiða notkun krabbameinslyfja.

Tékkneski heimspekingurinn og hagfræðingurinn, Mojmir Babacek (f. 1947) hefur skrifað athygliverðar greinar um þessa þróun. Hann hefur sömuleiðis ritað opið bréf til Evrópusambandsins, þar sem hann greinir frá þeirri ógn við frelsi, sjálfræði, sjálfsvirðingu og lýðræði, sem af þessari tækni stafar.

Mojir bendir eins og fyrrgreindur José Manuel, á, að hernaðaryfirvöld hafi líka fengið augastað á þessari tækni. Cornelis van der Klaauw, hollenskur herforingi í Nató og sérfræðingur í herkænskumiðlun (strategic communication), segir til að mynda:

Ástæða þess að fórnarlömbin (target) verða ekki vör við innrásina í huga sinn, er sú, að hún sneiðir hjá árvekni hugans, beinist að ómeðvitaðri deild hans, en þar eru flestar ákvarðanir teknar. Innrásir í fylgsni hugans eiga sér ekki bara stað í vísindaskáldsögum lengur. Þær eru raunverulegar.

Taugatölvutækni (neural nanotechnology) má beita til að koma stjórnráði (nano-sized robot) í blóðrásina, sem tekur sér bólfestu í námunda við tiltekna frumu. Þannig má beintengja heilann við gervigreindartölvu fram hjá vökulum skilningarvitum. Jafnvel þótt vinna megi áfangasigur á öðrum vígvöllum (tactical and operational victory), er mannshugurinn sá einasti vígvöllur, þar sem fullum sigri má ná.

Taugavopnin (neuroweapon) eru vopna farsælust og er beitt gegn einstaklingum, svo og hjörðum (crowd control technology, radio frequency weapons, directed energy weapons). Það er með þessi stríð sem önnur, minnir David Skripac okkur á; þau eiga rót sína í græðgi og hagsmunagæslu (https://www.bitchute.com/video/fo3pOKatXitc/).

Þróun taugahernaðartækni er stunduð víða. Hún er samtvinnuð annari þróun á boð- og snjallsviði. Vonir standa til, að sjötta kynslóð snjallsíma- eða boðkerfa (6G) sé þess megnug að tengja taugakerfi fólks beint við alnetið.

Ætli íslenska leyniþjónustan, sem nú er í örum vexti fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, hugsi sér ekki gott til glóðarinnar?

https://frettin.is/2022/05/31/tolvuagnastyring-huga-og-heilsu-liftolvuagnfraedi-og-sjalfbaera-saelurikid/ https://www.globalresearch.ca/author/david-skripac https://www.globalresearch.ca/our-species-genetically-modified-witnessing-humanity-march-toward-extinction-viruses-friends-not-foes/5763670 https://rumble.com/v4gd9rw-trudeau-panics-as-arrest-warrants-issued-against-wef-young-global-leaders.html https://www.globalresearch.ca/moving-toward-global-empire-humanity-sentenced-unipolar-prison-digital-gulag/5818824 https://expose-news.com/2024/02/29/horizon-europe-is-a-euphemism-for-technocracy/ https://eufunds.me/articles-horizon-europe/ https://www.globalresearch.ca/if-democracy-win-world-united-nations-organization-must-become-democratic/5826398?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/peoples-brains-bodies-not-protected-against-attacks-electromagnetic-waves-neurotechnologies/5820193 https://www.globalresearch.ca/why-governments-around-world-classify-information-about-effects-pulsed-mirowaves-extra-low-frequency-electromagnetic-waves-human-brains/5839545 https://www.globalresearch.ca/let-us-try-save-freedom-democracy/5839838 https://www.globalresearch.ca/world-competition-control-human-brains-should-stopped/5849422?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/about-time-stop-world-competition-control-human-brains/5850919


« Fyrri síða

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband