Sorgir, spilling og eymd í Úkraínu

Þúsundir ungra karlmann falla í hinu viðbjóðslega stríði í Úkraínu um þessar mundir. Samtímis því, að um fjórðungur Bandaríkjamanna lifir undir fátæktar mörkum, fjármagna stjórnvöld þeirra dauða, eymd og eimyrju. Það gera íslensk stjórnvöld líka.

Stjórnvöld beggja þjóða – og fleiri - fjármagna einnig spillingu hinna ríku í Úkraínu. Þeir eru blóðsugur á þjóð sinni. Allt frá því, að Bandaríkjamenn og Nató fóru að undirbúa kollsteypu lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar Úkraínu til að vernda lýðræðið og stuðla að frelsi, hefur spillingin þrifist, sbr. þátt Biden feðga.

Þegar hergagnasendingar hófust fyrir alvöru, keyrði um þverbak. Verulegur hluti vopnanna var seldur á svarta vopnamarkaðnum og umtalsverður hluti fjármunanna rataði inn á bankareikninga úkraínsku mafíunnar, sem, ásamt bandarískum og breskum stjórnvöldum, stjórna strengjabrúðunni, Volodymyr.

Tvöfeldnin og yfirdrepsskapurinn er yfirgengileg. Meðan úkraínskir unglingar eru strádrepnir í sláturhúsinu á austurvígstöðvunum eru verðmæti úkraínsku þjóðarinnar sett á brunaútsölu á Wall Street og í einkasamningum við bandarískt/alþjóðlegt auðvald.

Það er kaldhæðni örlaga úkraínsku þjóðarinnar, að leiðtogar hennar og mafía skuli leggja á ráðin um eignayfirtöku erlendra aðilja undir leiðsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund) m.a. sölu á olíu- og gasauðlindum þjóðarinnar, meðan stjórnvöld kaupa rússneska dísilolíu til að knýja stríðstólin sín fyrir bandarískan og íslenskan skattaur.

Í Úkraínu gefst auðhringunum kostur á að beita aðferðum, sem eru litnar hornauga eða jafnvel bannaðar á Vesturlöndum. Úkraína er nefnilega eitt af spilltustu ríkjum veraldar og hefur lengi verið, enda þótt íslensku ráðherrasysturnar telji úkraínsk stjórnvöld dygðaljós lýðræðis og frelsis, faðma þau jafnvel og kyssa fyrir bragðið.

Olíuiðnaðurinn fer sömu leið og lyfjaiðnaðurinn. Notfærir sér spillt stjórnvöld til að beita saklausa þegna þeirra órétti og ofbeldi undir yfirskini lækninga og velgjörða.

Það er í þessu sambandi skemmst að minnast framferðis bandarískra stjórnvalda og olíuauðhringa í Írak, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn drápu um eina milljón manna. Bandarískum stjórnvöldum (og breskum) flökrar heldur ekki við að stela gjaldeyrivaraforða þjóða, sbr. Rússland, Afganistan og Venesúlela. Þau eru líka ófeimin við að stela olíulindum, sbr. Sýrland. Úkraína er næst í röðinni, þó „löglegur“ sé stuldurinn.

Bandarísk, úkraínsk og íslensk stjórnvöld eiga það raunar sameiginlegt að vera í stríði gegn eigin þjóð, bæði efnahagslega og menningarlega. Úkraínsk stjórnvöld þó sýnu grimmilegust; senda ungsveinana í dauðann fyrir alþjóðaauðvaldið, ráðast gegn trú- og málfrelsi, og svipta vinnandi fólk réttindum sínum. Morð og annað ofbeldi gegn minnihlutahópum hefur verið landlægt í áratugi.

Alþjóðlegir fjölmiðlar og stjórnvöld Nató slá stöðugt glýju í augu fólks. Úkraínskir sálarhermenn búa að dyggri aðstoð áróðursmeistara Breta og Bandaríkjamanna. Þeir hafa náttúrulega tileinkað sér sama áróðursbragð og íslenska Landlæknisembættið, að kalla skoðanir annarra á bólusetningatrúboði embættisins, „upplýsingaóreiðu.“ Illia Vitiluk, yfirmaður sálhernaðar Úkraínumanna, notar hugtakið „falsfréttir“ um skoðanir, sem ekki falla úkraínskum stjórnvöldum í geð. (Það hefur hann vísast lært á námskeiði hjá bandarísku leyniþjónustunni.)

Áróðurs- eða sálhernaðardeildirnar vilja fá oss til trúa því, að Rússar séu einir ábyrgir fyrir harmleiknum í Úkraínu, rétt eins og Þjóðverjar fyrir öðru heimsstríði. Þetta er síbylja eins og sú augljósa firra, að Bandaríkjamenn/Nató séu að vinna stríðið með fórn úkraínsku þjóðarinnar. Enn boða þeir kokhraustir endurheimt Krímskaga og annarra rússneskra byggða, sem nú eru hluti Rússlands eins og fyrrum.

Þrátt fyrir áróður úr glymskrattanum er raunveruleikinn annar eins og t.d. pólski hershöfðinginn Rajmund Andrzejczak hefur ámálgað. Það hefur víðar heyrst, m.a. í herbúðum bandarískra stjórnvalda. Samtímis vex andstaðan gegn stríðinu víða um lönd – nema á Íslandi.

Viðlagið við þessa vitfirringu er enn; Úkraína í Nató, sungið holróma af dúettinum Volodymyr Zelensky og Jens Stoltenberg.

https://www.theguardian.com/world/2023/mar/16/ukraine-poland-fighter-jets-mig-29 https://www.npr.org/2003/12/22/1559574/examining-halliburtons-sweetheart-deal-in-iraq https://strategic-culture.org/news/2022/02/04/how-american-duplicity-on-nato-expansion-ultimately-led-today-crisis/ https://strategic-culture.org/news/2023/04/28/nato-boss-ukraine-membership-stupid-comment-explained/ https://declassifieduk.org/u-s-intel-leak-reveals-50-elite-british-troops-in-ukraine/ https://www.leefang.com/p/how-the-fbi-helps-ukrainian-intelligence?sd=pf https://steigan.no/2023/04/ukrainakrigen-forandrer-det-politiske-landskapet-i-tyskland/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/polands-top-military-official-confirmed https://korybko.substack.com/p/polands-top-military-official-shared?utm_source=substack&utm_medium=email https://edition.cnn.com/2023/01/18/politics/biden-ukraine-new-tipping-point/index.html https://steigan.no/2023/04/seymour-hersh-utrolig-sorgelig-det-som-har-skjedd-med-usas-nyhetsmedier/?utm_source=substack&utm_medium=email https://sonar21.com/ukraines-promised-counter-offensive-destined-for-abject-failure/ https://www.businessinsider.com/halliburton-company-got-395billion-iraq-2013-3?r=US&IR=T https://ir.halliburton.com/news-releases/news-release-details/dick-cheney-resumes-role-chairman-halliburton-company https://www.ft.com/content/c1f06f80-7165-4f07-9fbb-04e225d7d7d9 https://geopoliticaleconomy.com/2022/06/26/cia-special-ops-ukraine-proxy-war-russia/ https://www.irishtimes.com/business/commercial-property/losses-at-world-s-biggest-fracking-provider-halliburton-1.2510030 https://www.theguardian.com/environment/2022/oct/26/rishi-sunak-ban-on-fracking-uk-no-10 https://www.naftogaz.com/en/news/naftogaz-ta-halliburton-posylyuyut-strategichnu-spivpratsyu https://mronline.org/2022/08/01/west-prepares-to-plunder-post-war-ukraine-with-neoliberal-shock-therapy/ https://geopoliticaleconomy.com/2022/07/28/west-neoliberal-recovery-conference/ https://www.sec.gov/news/press-release/2017-133 https://geopoliticaleconomy.com/2022/09/09/zelensky-selling-ukraine-wall-street/ https://www.ips-journal.eu/topics/democracy-and-society/a-full-scale-attack-on-ukraines-labour-rights-6501/ https://expose-news.com/2023/04/29/the-ukraine-biden-russia-invasion-connection/ https://steigan.no/2022/08/ukraina-bruker-krigen-som-unnskyldning-for-a-angripe-arbeidernes-rettigheter/ https://www.businesswire.com/news/home/20220905005440/en/President-H.E.-Volodymyr-Zelenskyy-rings-bell-at-NYSE-to-signify-Ukraine-is-open-for-business https://geopoliticaleconomy.com/2023/04/28/us-corporations-ukraine-oil-gas/https://geopoliticaleconomy.com/2023/04/28/us-corporations-ukraine-oil-gas/ https://geopoliticaleconomy.com/2023/01/25/ukraines-zelensky-thanks-us-corporations-big-business/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband