Trú, skynsemi og stríð

Það stoðar lítt að rökræða um trúarbrögð, enda er trú öndverð skynsemi. Sumir draga í efa, að skynsemi og rökræða sé affararsælli í mannlífinu en trú og tilbeiðsla. Vel kann það að vera rétt ályktað. Allavega sýnist skynsemin ekki í hávegum höfð.

Skynsemi, staðreyndir og rök mega sín einnig lítils, þegar um er að ræða trúarþrungin viðhorf í stjórnmálum, meira að segja alþjóðstjórnmálum. Þá verður veröldin oft og tíðum svört eða hvít, fólk verður annað hvort gott eða illt, engl (Þetta er skynuga afastráknum mínum, fjögurra vetra, afar hugleikið. Það er að renna upp fyrir honum, að fólk og verur geti verið bæði illar og góðar og að aðstæður skipti máli og aðdragandi, þegar brugðist er við.)

Þegar ofstækismenn eiga í hlut er rökræða vonlaus. Skynjun manna og túlkun ræðst og litast af hugarfarinu. Því, sem kynni að raska hugarónni, er bægt í burtu. Gömul sannindi og ný.

Hið skelfilega stríð í Úkraínu virðist skipa fólki í svart-hvítar fylkingar – rétt eins og um trúarbrögð væri að ræða. Það leikur enginn vafi á því, að Rússar séu illir og Úkraínumenn góðir. Það spannst umræða um þetta við fésbókarvini í tengslum við úkraínsku nasistanna, sem eru þjálfaðir samkvæmt Nató-staðli af fleiri ríkjum í varnarbandalaginu, sem umbreyttist í stríðsbandalag. (Ein grein stjórnmálatrúar, kveður á um, að um sé að ræða bandalag frjálsra lýðræðisríkja, sem séu að vernda fjöreggið sitt, lýðræðið. Því hafi það heilagan rétt - eins og heilagir stríðsmenn aðrir – til að knésetja fullvalda ríki með vopnavaldi.)

Viðræðuvinir mínir fögnuðu nefndri þjálfun nasistanna, vestrænum vopnum þeirra og vopnaburði, því þörf væri á harðskeyttum vígamönnum (sem líka koma frá leifum hins íslamska ríkis) til að berja á gersku eða rússnesku djöflunum. (Holdgerving gerska djöfulsins er vitaskuld Valdimar Pútín.)

Endur fyrir löngu sagði Lúkas, lærisveinn hins friðelskandi spámanns, Jesúsar: „Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“

Hér má sjá umrædda nasistalærlinga Nató að verki. Heimildin er kynnt af bandarískum kvikmyndagerðarmanni, Gonzalo Lira, sem dvalið hefur í Úkraínu við heimildasöfnun um stríðið.

https://t.me/realCRP/4022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband