Skoska stríðið gegn foreldrum og fjölskyldu Nicola Sturgeon

Fyrir löngu síðan benti þýsk-bandaríski heimspekingurinn, Eric Hoffer (1902-1983), á þá staðreynd, að öfgahreyfingar, sem hefðu yfirráð á stefnuskrá sinni, beindu spjótunum iðulega að foreldrum og fjölskyldu. Þessi viska á einnig við um lýðræðissamfélög Vesturlanda, þar sem hið opinbera verður stöðugt fyrirferðarmeira í fjölskyldulífinu. Þessi valdafíkn er iðulega dulbúin sem barnavernd í einhverri mynd.

Skosk yfirvöld eru í engu eftirbátar þeirra íslensku. Þau flétta einnig saman frelsun barna og frelsun kvenna. Áherslur kvenfrelsunarhreyfingarinnar eru eins og alkunna er, barátta gegn karlkyni, bæði kyninu sem slíku og þeirri menningu, sem þeir hafa skapað.

Skoski fornleifafræðingurinn, Neil Oliver (f. 1967), lýsir þessu svo: „Það er ekki bara sagan, sem er skotmarkið, heldur er fjölskyldunni ógnað um þessar mundir. ... Ríkisstjórn Skoska þjóðarflokksins virðist haldin þeirri þráhyggju að leita stöðugt leiða til að bora sér inn milli foreldra og barna. Alræmdustu tilburðir hennar í þá átt er frumvarpið um ríkisfulltrúa (named persons bill), sem á vegum hins opinbera hefði orðið hluti af lífi sérhvers barns og hefði umboð til að ræða í einrúmi við barnið til að safna upplýsingum, án leyfis foreldra.“ Til samanburðar má geta þess, að barnavernarnefnd Kópavogs fer hliðstæða leið með hjálp smáforrits, sem börnum er veittur aðgangur að.)

Eins og gefur að skilja leysti frumvarpið úr læðingi heiftarlega gagnrýni. Að lokum fór svo, að hæstiréttur dæmdi það ólöglegt árið 2016. En ríkisstjórnin er ekki af baki dottin og reynir nú að innleiða – ásamt kennsluleiðbeiningum um jafnrétti – hliðstæð vinnubrögð í opinberum uppeldisstofnunum.

Eins og á Íslandi og víðar á Vesturlöndum eru kynskiptingar komnir í eldheitan brennidepil þjóðmálaumræðunnar. Neil segir:

„Fyrir skemmstu ákvað sama ríkisstjórn, að börn, niður í fjögurra ára aldur, skyldu vera þess umkomin að skilgreina sjálf sig af gagnstæðu kyni, velja annað nafn og klæðast öðrum fötum – án vitundar foreldra.“

Það vill svo skemmtilega til í þessu sambandi, að Skotar eiga sína Katrínu. Sú heitir Nicola Sturgeon (f. 1970) og hefur troðið upp á kvenfrelsunarráðstefnum Katrínar á Íslandi – í boði skattgreiðenda. Hún er eins og gefur að skilja keikur kvenfrelsari – og talsmaður kynskipta barna. Hún lætur sem sé ekki duga að berjast fyrir sjálfsagðri mannúð gagnvart fulltíða kynskiptingum, heldur berst hún á barnakynskiptaflóðbylgu líðandi stundar.

Þar með gefur hún kvenfrelsurum á sér höggstað. Þeir eiga eins og kunnugt er í stríði við karla, sem umbreytast vilja í konur, gera lespukynsystrunum glingrur og krefjast afnota af öryggisafdrepum kvenna, sem víðs vegar er að finna, t.d. í æðri menntastofnunum. (Meira að segja í Hörpu má finna tvö nauðgunarvarnabílastæði handa konum.) Nauðgari í dulargervi konu, segja ekta kvenfrelsarar - eins og úlfurinn í sögunni um Rauðhettu.

En Nicola er hvergi smeyk og svarar kokhraust: „Við skyldum aldrei gleyma því, að konum stafar – eins og ævinlega hefur verið – hætta af ýgum körlum og skeinuhættum; af djúprættri kynfólsku og kvenhatri - og sums staðar í veröldinni frá löggjöfum, sem ætla sér að ræna [konur því] grundvallarfrelsi og [þeim] réttindum að ráða eigin líkama.“

https://www.newstatesman.com/comment/2021/09/nicola-sturgeon-is-refusing-to-back-down-on-trans-rights-but-resistance-is-growing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband