Hví eru morð og misnotkun kvenna á börnum látin liggja í þagnargildi?

Angela Shanahan er blaðamaður og niu barna móðir. Að áliðnu síðasta vori skrifaði hún áhugaverða grein; „Í hinu nýja stríði kvenfrelsara gegn körlum munum við öll verða skotin í fótinn“ (Feminism‘s new war on men will backfire on us all). Greinin er hjálögð. Hún segir m.a.:

„Í Ástralíu er háð stríð, sem hefur breiðst út frá öðrum þróuðum heimshlutum … Það er háð gegn körlum. … á nokkrum vígstöðvum. Ástæðurnar eru flóknar. Um er að ræða hrærigraut af valdaásælni nýrra kynslóða kvenfrelsara, sem bráðvantar ný málefni sem vettvang beiskju sinnar, einskæran gunguhátt stjórnmálamanna og stefnumótenda, gagnvart nýrri ásjónu kvenfrelsara, og mistúlkun félagslegra vandamála.“

Angela vísar til rannsóknar Thea Brown og fl., sem framkvæmd var árið 2012. Thea þessi er prófessor í félagsráðgjöf við Monash háskólann. Rannsóknin tók til morða á börnum á árabilinu 2000 til 2010. Niðurstöður voru m.a. sem hér segir:

„Fyrir hendi foreldra féllu 284 börn. Mæður drápu 133 þeirra, feður 81 og stjúpar voru ábyrgir fyrir þeim, sem út af standa.“ Aðgreining kynja ódæðismanna var síðar felld úr greininni, segir ástralski kynfræðingurinn, Bettina Arndt.

Rannsókn gerð árið 2015 gaf að þessu leyti svipaðar niðurstöður. Mæður voru gerendur í rúmum helmingi tilvika (52%), þegar afkvæmi voru myrt. https://www.aic.gov.au/publications/rip/rip38

Bettina segir: ”Kerfisbundin þöggun talnagagna, sem varpa ljósi á ofbeldi kvenna í garð barna sinna, er ein hinna miklu frásagna, sem liggur í þagnargildi – hneisan, sem auðsveipir fjölmiðlar sneiða hjá, en hanga þess í stað eins og hundar á roði á viðkvæðinu um ”hinn hættulega föður.””

Í aldarfjórðung hefur ríkisvaldið í Ástralíu þagað yfir tölulegum staðreyndum um morð og misnotkun kvenna á börnum. Árið 1996 birti Ástralska heilbrigðis- og velferðarstofnunin (Australian Institute of Health and Welfare) niðurstöður rannsóknar, sem sýndu, að mæður væru u.þ.b. tvöfalt líklegri en feður til að bera ábyrgð á vanrækslu eða misnotkun, hvarvetna um álfuna, þar sem áreiðanleg gögn töluðu skýru máli. Í skýrslunni stendur skýrum stöfum, að „fleiri tilvik staðreyndrar misnotkunar af tilfinningalegu og kynferðislegu tagi áttu sér stað í einsforeldris fjölskyldum en í öðrum gerðum fjölskyldna.“ (https://drive.google.com/file/d/1C63Se4BoBcyf7UscZqzEa5EpOLRA0Wj2/view)

Stjórnvöld í Vestur-Ástralíu „neyddust“ til að láta af hendi upplýsingar um málaflokkinn fyrir tímabilið 2007 til 2008, samkvæmt lögum um upplýsingarskyldu stjórnvalda. Niðurstöðutölur eru þessar: Mæður voru ódæðismennirnir í 73% tilvika, þar sem vanræksla og misnotkun kom við sögu; í 68% tilvika tilfinningalegrar og andlegrar misnotkunar; í u.þ.b. 53% tilvika barsmíða og rúmlega í 93% allra tilvika. (Bettina Arndt)

Ástandið er svipað víðast hvar í hinum vestræna heimi, samkvæmt breskri yfirlitsrannsókn frá árinu 2017. Skoðuð var samtals 9431 rannsókn. Þar af voru þó einungs 126, sem stóðust strangar rannsóknakröfur. Rannsóknin, sem tók til 44 landa leiddi t.d. í ljós, að konur voru ábyrgar fyrir tæplega 55% allra morða foreldra á börnum sínum. https://bmjpaedsopen.bmj.com/content/1/1/e000112

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku kom í ár út skýrsla um illa meðferð á börnum fyrir tveim árum síðan (US Department of Health & Human Services, Children‘s Bureau (2021). Child Maltreatment 2019). Nokkrar niðurstöður um áhættu barna ýmist hjá einsforeldrisfjölskyldu móður eða föður eða þar sem stjúpa eða stjúpi kemur við sögu: „Barni er meira en tvöfalt hættara við að týna lífi sínu hjá móður en föður, og hér um bil þrefalt hættara að týna því, búi móðirin með öðru foreldri en föður þess - miðað við sams konar fjölskylduaðstæður á heimili föður.“ (Bettina Arndt).

Úti í hinum stóra heimi eru mýmörg dæmi um morð og allra handa misnotkun mæðra á börnum sínum. Þrátt fyrir þá óskhyggju almennings og stjórnvalda, að slíkt eigi sér ekki stað, og áróður kvenfrelsara í sömu veru (reyndar um alla glæpi kvenna), eru til fjölmiðlar og fólk í útlöndum, sem upplýsa almenning. Það gerist örsjaldan á Íslandi. Það brýtur í bága við rétttrúnaðinn, þ.e. bábiljuna um, að feður einir sýni slíkt háttalag. Rétttrúnaður ruglar fólk í ríminu, skerðir dómgreind og skynsemi.

Þessi pistill er sniðin að grein Bettina Arndt frá 28. nóv. 2021; „Útstrokun ofbeldis mæðra gagnvart börnum sínum. Hagræðing opinberra talnagagna til að blása lífi í frásögnina um hinn hættulega föður“ (Erasing mothers‘ violence towards their children. Official Statistics censored to promote dangereous dad narrative). Greinina má finna á heimasíðu hennar: bettinaarndt. substack.com.

(Áhugasömum bendi ég einnig á eftirfarandi pistil á arnarsverrisson.is: „Ofbeldi mæðra.“)

https://www.theaustralian.com.au/inquirer/feminisms-new-war-on-men-will-backfire-on-us-all/news-story/a9ff3c42a89d1abf723c744769713e9d


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband