Druslu- eða valkyrjukór. B.Y. Valkyrja Guðmundsdóttir

Brynhildur Yrsa Valkyrja Guð¬mundsdóttir, kennari, er merk kona á fimmtugsaldri, einhverfur þolandi kynofbeldis, sæmd hetjuviðurkenningu Stígamóta fyrir baráttu gegn nauðgunum og öðru kynofbeldi, stofnandi Druslukórsins, ritstjóri vefmiðilsins, Flóru, svo eitthvað sé til tínt.

Hún er jafnframt forystumaður hóps kvenna eða kvenfrelsara, sem heldur úti baráttusíðu á félagsmiðlum, Öfgum, og háir baráttu við „Ingó veðurguð“ (Ingólf Þórarinsson). (Stígamótahetjur er virðulegur hópur. Þar er m.a. að finna Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, menningarfrömuð hjá Reykjavíkurborg, Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, kennara, og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra.)

Það er sterkt andlegt samband baráttusystranna í Öfgum. B.Y. Valkyrja hefur nú látið flúra á skrokk sinn byltingarspeki vinkonunnar, Ólafar Töru Harðardóttur, sem sú lét falla um ofangreindan „guð:“ „Kærðu það sorpið þitt.“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður, sem er umvafinn karlkyns misyndismönnum (sbr. grein hennar í Stundinni), átti fróðlegt viðtal við B.Y. Valkyrju í sama miðli fyrir skemmstu. Hún skrifar m.a.:

„Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir á að baki langa sögu af ofbeldi, en hún var fyrst beitt kynferðisofbeldi í æsku og hefur síðan lent í ýmsu sem hún hefur þurft að vinna úr. Samhliða þeirri vinnu hefur hún hlotið viðurkenningar Stígamóta fyrir baráttu sína gegn ofbeldi. Sem kona komin á fimmtugsaldur taldi hún að nú væri þessi tími að baki, að ofbeldið tilheyrði fortíðinni. Þar til henni var nauðgað á ný, inni á heimili sínu nú í vor. Í þetta sinn brást hún öðruvísi við en áður og ákvað að mæta nauðgara sínum.

Sársaukinn er minn og verður minn. Ég má gera allt við hann, hvað sem ég vil,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja, einstæð móðir sem kynntist manninum sem nauðgaði henni í gegnum stefnumótaappið Tinder. Hún segist nota appið mikið, ekki endilega til að verða sér úti um stefnumót heldur til að kynnast fólki og spjalla við það. „Ég nota þetta líka fyrir femínískan aktívisma og finnst áhugavert að sjá hvaða pælingar eru í höfðinu á fólki. Mér finnst áberandi að ungir íslenskir strákar virðast vera að upplifa miklar breytingar og fá betri fræðslu þannig að þeir vita betur hvað má og hvað má ekki. Á meðan skilja þessir eldri ekkert hvað er í gangi, sem er síðan hægt að yfirfæra yfir á útlendinga, sem skilja ekki hvar mörkin liggja.“

Nauðgun virðist hafa verið snar þáttur í lífi B.Y. Valkyrju. Það er afspyrnu raunalegt. Í viðtali við Mannlíf 20. október 2018, segir hún: „Þetta eru fleiri sögur en ég kæri mig að hugsa um. Það er erfitt að rifa þetta upp. Það á samt við um allar mínar sögur að ekki í eitt einasta skipti kom til greina að ræða þetta við einhvern alveg í blábyrjun. Ég treysti mér ekki til að ræða þetta við mitt nánasta fólk, hvað þá að fara með þetta eitthvað annað,“ segir Brynhildur sem varð meðal annars fyrir hópnauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum þegar hún var tvítug, árið 1997. „Það var bara þungt skammarský yfir mér í langan tíma eftir á. Á meðan ég var að reyna að fóta mig eftir þetta og átta mig á hvað hafði gerst þá var ég engan veginn tilbúin til að fara til lögreglu eða upp á bráðamóttöku. Ég var bara ungur kjáni á þessum tíma og þar var ekkert í umræðunni hvað maður ætti að gera ef svona kæmi fyrir. Þannig að það var bara ekki inni í myndinni.“

B.Y. Valkyrja er ötull baráttumaður gegn kynferðislegri áreitni karla gegn konum. Hún hefur – áður en Öfgar komu til sögu – unnið myndband, „Performance – Birta,“ hlaðið upp á vefi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands (You Tube), ásamt þjáningasystrum sínum Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, leikritahöfundi, og Brynhildi Björnsdóttur, blaðamanni. Þar kemur m.a. fram sú reynsla einhverrar þeirrar, að níu af hverjum tíu vinkonum hafi orðið fyrir kynofbeldi af hálfu karla. (Síðastnefndu tvær hafa m.a. gert fræðslumyndir um kynlíf fyrir börn á vegum hins opinbera.)

B.Y.Valkyrja er kona ekki einhöm og vokir yfir kynofbeldisvalnum. Hún stofnaði meira að segja kór til að boða fagnaðarerindi sitt. Stjórnandi er kórstjóri Hinsegin kórsins. B.Y. Valkyrja segir:

Ég „kannaði strax hvort fólk hefði áhuga á að stofna Druslukórinn. Móttökur voru vægast sagt góðar. Á örskömmum tíma höfðu yfir eitthundrað konur lýst yfir áhuga sínum og þá var ekki aftur snúið.“ …

„Einn karlmaður hefur bæst í hópinn okkar og tók það tíma fyrir hann að leggja í það að mæta þar sem hann taldi kórinn mögulega einungis vera fyrir konur. Kórinn er femínískur og býðst öllum femínistum að vera með í starfi okkar. … Ef þig langar að vera með og titlar þig kinnroðalaust sem femínista, þá áttu heima í kórnum okkar. … Druslukórinn æfir á fimmtudögum frá klukkan 19:30 til 22:00 og tökum við fagnandi á móti nýliðum.“ …

„Ef þú ert femínisti sem hefur áhuga á að pönkast meðal annars í nauðgunarmenningu og drusluskömmun, ef þú hefur gaman að söng og langar að vera með – þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.“

Nú er tækifærið að brýna (kvenfrelsunar)busana og hefja upp raust sína.

https://flora-utgafa.is/7-utgafa/velkomin-i-druslukorinn/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband