Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024

Fóstureyðingaforsætisráðherrann

Forsætisráðherra vor, hin gjörvilega Katrín Jakobsdóttir, er sæl með hreyfingu sína, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð eða VG í daglegu tali. Kvenfrelsun er ein grunnstoða hreyfingarinnar. Þar segir m.a., að „konur [séu] undirskipaðar en karlar yfirskipaðir. ... Kvenlægir eiginleikar eru þannig taldir minna virði en þeir karllægu. Á því byggir svo yfir- og undirskipan kerfisins.“ Lögð er áhersla á, að „Ísland [líklega átt við Íslendinga] taki virkan þátt í baráttu kvenna hvarvetna fyrir kynfrelsi og yfirráðum yfir eigin líkama. ... Standa þarf vörð um rétt kvenna til fóstureyðinga.“ (Þetta mætti allt eins lesa í prófritgerð frá kvenfrelsunardeild Háskóla Íslands.)

Það virðist ljóst, að undirokun karla sé einhliða. Allavega minnist hin dugmikli forsætisráðherra aldrei á karlfrelsi, eftir því sem næst verður komist. Misréttið verður einungis leiðrétt með því að auka rétt kvenna og/eða skerða rétt karla. Þegar Katrín berst með VG fyrir „meira jafnrétti“ á hún líklega við minna misrétti. Kredda VG og Katrínar um harðneskju og grimmd karla hljómar óneitanlega kunnuglega sem bergmál úr fjarlægri fortíð. Einn frumkvöðla kvenfrelsunar, Elizabeth Cady Stanton (1815-1902) hafði á orði: „Karlinn er þrunginn tortímingu; harðneskjulegur [og] sjálfselskur. Hann unnir stríði, ofbeldi [og] sigurvinningi, miklast af sjálfum sér og leggur að fótum sér. Eins og í hinum veraldlega heimi sáir hann í siðferðið ósætti, glundroða, sjúkdómum og dauða.“ Stefanía Traustadóttir einfaldar kreddu kynsysturinnar: „Ég lít svo á að konur séu kúgaðar vegna þess að þær eru konur.“

Enn eru til konur í vestrænum samfélögum, sem eru undirokaðar og í alvarlegri kröm, en gera sér ekki grein fyrir kúgun feðraveldisins - og þá er „[f]öðurveldið ... [nefnilega] skeinuhættast, þegar kúgunin virðist ekki vera kúgun, ...“ (Marcie Bianco). En VG kemur til skjalanna og vekur konur til vitundar um kúgun sína, frelsar þær eins og hvítir riddarar Alþingis.

Mona Eltahawy (f. 1967) gæti sem hægast mælt fyrir munn Höllu Gunnarsdóttur, aðalhugmyndafræðings VG um kvenfrelsun og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í málaflokknum, þegar hún segir: „[K]venfrelsun snýst um það að koma konum til valda, svo þær megi uppræta feðraveldið, fremur en að halda því við.“ ... „Ímyndið ykkur feðraveldið sem kolkrabba. Höfuð hans er feðraveldið, því þaðan kemur hugmyndafræðileg stjórnun griparmanna átta. Þeir eru, hvað kalla má, kúgunarkerfin eða hinar aðskiljanlegu stofnanir, sem kúga oss – eins og yfirráð hvítra, auðvaldið, kvenfæð, samkynhneigðarfælni, ofstæki og lítilsvirðandi fordómar (ableism).“

Skipulögð kvenfrelsun (sé franska byltingin undanskilin) hefur bráðum staðið yfir í tvær aldir. Enn þá hefur smiðshöggið á frelsun konunnar ekki verið rekið, að dómi kvenfrelsara innan VG og utan. (Að vísu virðist söguþekkingu þeirra í nokkru ábótavant, t.d. frelsara, sem stöðugt frelsa geirvörturnar sínar og móðurlíf.) Því eru boðaðar nýjar leiðir: „Ég bið fólk að hugleiða ... sviðsmynd, þar sem við [konur] myrðum ákveðinn fjölda karlmanna í viku hverri. Hversu mörgum þyrftum við að koma fyrir kattarnef, þar til feðraveldið sest niður handan borðsins og segir: „Gott og vel, látum gott heita. Hvernig er það í okkar valdi til að stansa aflífunina?“ (Mona Eltahawy) Eftirfarandi orð Mary Daly (1928-2010) mætti einnig sjá fyrir sér í stefnuskrá byltingarflokksins: „Afeitrun jarðarinnar verður að eiga sér stað, eigi líf að þrífast til framtíðar. Ég hygg, að hún verði samhliða þróun, sem hafi í för með sér verulega fækkun karlmanna.“ Eins og allir vita eru karlar ábyrgir fyrir tortímingu jarðarinnar.

Í ljósi undirokunar karla á konum og eyðingar þeirra á vistkerfinu sýnist einboðið að leita þurfi leiða til að auka vald konunnar. Rétturinn til eyðingar fósturs er ein þeirra, enda „[h]afa konur í ljósi sögunnar verið skilyrtar til að trúa því ... að megintilgangur þeirra í lífinu sé að búa til börn.“ (Marcie Bianco) Valdefling kvenna heitir slíkur réttur á tungumáli kvenfrelsaranna. Katrín Jakobsdóttir er í þann mund að skipa sér á bekk þeirra öfgafyllstu. („Þar fór góður biti í hundskjapt,“ hefði amma sagt.) Katrín sagði við atkvæðagreiðslu á Alþingi um hið nýja frumvarp til laga um fóstureyðingu eða þungunarrof (orðið leiðir hugann óhjákvæmilega að landrofi, rofabarði og vítahringjum), að það sé „skref í þá átt, að gera konur í þessu landi frjálsari.“ Helst hefði forsætisráðherra viljað, að verðandi móður væri heimil fóstureyðing fram að fæðingu barns. Systir hennar í trúnni, Svandís Svafarsdóttir var í sigurvímu og fagnaði „því sérstaklega, að við [séum] hér með þessum lögum að festa í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama og ákvörðunin um það, hvort hún vill halda meðgöngu áfram eða ekki fram að ákveðnum tíma meðgöngunnar er hjá henni, en engum öðrum ...“Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, kvenfrelsunarsystir úr Sjálfstæðisflokknum, tekur í sama streng: „Hér greiðum við atkvæði um eitt stærsta réttindamál kvenna í seinni tíð...“

Það vekur athygli, að umræddum hugmyndafræðingum, sem lagt hafa gjörva hönd á samþykkt alþjóðasamninga um mannréttindi, vernd barna gegn ofbeldi og lögleiðingu kvenna sem fórnarlamba karla - í samræmi við stefnuskrá VG - virðist ekki leiða huganna að því, að ofangreindir samningar og lög gætu átt við fóstur eða börn í móðurkviði. Er réttlætanlegt að beita ófædd, heilbrigð börn ofbeldi, þegar líf og heilsu móður er engin hætta búin? Sameinuðu þjóðirnar skilgreina ofbeldi svo: „[Það er ofbeldi ], þegar afli er beitt eða beitingu þess er hótað gegn sjálfum sér, einstaklingi, hópi eða samfélagi, í þeim ásetningi að valda skaða [líkamlega] eða andlega, hefta þroska eða skerða - eða stuðla að því, að slíkt gerist.“

Ofbeldi gegn börnun – eins og annað ofbeldi – er daglegur kostur í mannfélögum. Fóstureyðingar eru tiltölulega nýtilkomnar sem ofbeldisaðgerð gegn börnum og þekkjast því varla í samfélögum einfaldari að gerð miðað við hin vestrænu. En ungbarnadráp eru þekkt meðal fjölda þjóða og ættflokka. Ungar mæður af kynþætti Ayoreo í Bólivíu og Paragvæ kviksetja (eða kviksettu) ungabörn, jafnvel hvert á fætur öðru. Ástæður eru m.a. þær, að móðir nýtur ekki stuðnings föður; að barnið sé afmyndað; að annað ungbarn sé fyrir; að um tvíbura sé að ræða. Auk þessa eykur móðirin með gjörningnum líkur á því að krækja sér í eiginmann. Ungbarnamorð tíðkast með svipuðum hætti hjá Yanomamö og Ache fólkinu í Suður-Ameríku. Hið síðastnefnda drepur unglinga einnig. Á tilteknu tímabili voru rúm níu af hundraði barna undir fimmtán ára aldri, sem misst höfðu feður sína, líflátin. En þetta átti við einungis um 0.6 af hundraði barna, sem átti föður á lífi.

Öll samfélög í Asíu fremja (eða frömdu) ungbarnamorð; í Afríku, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku eru (eða voru) þau algeng. Í samfélögum, þar sem iðnbyltingin átti sér stað, voru börn einnig drepin – í um helmingi þeirra.Útburður hvítvoðunga á Íslandi er væntanlega kunnur flestum landsmönnum. Nú er slíkt háttalag bannað með lögum, en löggjafinn heimilar verðandi móður eyðingu fósturs fram yfir miðja meðgöngu. Það er kaldranaleg sviðsmynd og nöturleg, þar sem læknar berjast á stofu við að bjarga fóstri á meðan læknar handan þils eyða öðru á svipuðu reki.

Fóstureyðingar eru algengar. Þegar fyrir aldarfjórðungi síðan var endir bundinn á tæpan þriðjung þungana með fóstureyðingu, sem þá var algengust læknisaðgerða í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) - svo dæmi sé tekið. Í Stóra-Bretlandi er fimmtungi fóstra eytt sökum vanheilsu móður. Tíu af hundraði þeirra mæðra sýna verulegar og þrálátar truflanir á sálinni, að aðgerð lokinni. Ótalin eru þau þrjú af hundraði reifabarna (í BNA), sem láta lífið vegna fíkniefnaneyslu móðurinnar. Það er öflug fóstureyðing. Reyndar eru rúm tíu af hundraði barna í BNA fædd fíkniefnaneytendum. Þau sýna yfirleitt margvíslegar þroskaskerðingar. Hlutaðeigandi mæður eru ekki sóttar til saka. Máttur þeirra er mikill.

Enn þá eru börn deydd á Vesturlöndum, einkum af ungum og ógiftum mæðrum, sem myrða börn sín á grófan hátt, þegar feður barnanna skirrast við að ganga í hjónaband til að styðja þær. Í Kanada til að mynda eiga ógiftar konur, að meðaltali um tuttugu og þriggja ára, um tólf af hundraði nýbura. Þær myrða hins vegar börn sín í rúmlega sextíu af hundraði tilvika. Í dómsmálum, tengdum barnsmorði, kennir margra grasa; ung pör, sem deyða nýfætt barn sitt, unglingsmóðir, sem víkur sér af dansleiki, fæðir barn, deyðir, kastar líkinu í sorptunnu og heldur dansleiknum svo áfram. Mæður deyða einnig stálpuð börn. Dæmi: Nýskilin móðir, Súsanna, átti tvo sonu, þriggja ára og fjórtán mánaða. Í tilhugalífi sín með nýjum ástmanni ásakaði hún negra um að hafa numið drengina á brott. Það sanna í málinu var hins vegar, að hún drekkti þeim, þar eð kærastinn vildi ekki ala upp annars manns börn. „Það kynni að vekja skelfingu og undrun, að morð Súsönnu sé ekki djöfulleg undantekning heldur að mörgu leyti dæmigert. Hin morðæðislega æxlunarrökhyggja hennar er áþekk þeirri sem konur víðs vegar um veröldina beita, þegar barn stendur í vegi fyrir hjónabandi ellegar ógnar tímgunaröryggi þeirra til lengri tíma litið. Barnsvíg virðist ritað í erfðir okkar, en slík hegðun losnar einkum úr læðingi hjá ungum, ógiftum og örvæntingarfullum mæðrum, sem sálga nýfæddum börnum sínum.“ (Michael P. Ghiglieri)

Forsætisráðherra vor virðist ekki hafa áhuga á ofangreindu valdi mæðra án afskipta dóms og laga. Nýveittur réttur þeirra til að deyða fóstur er hugleiknari. Hann skyldi aukinn enn. Ofangreindir morðingjar sleppa vel sökum allsráðandi móðurhyggju. Afbrotafræðingurinn, Barbara Kervin, hefur bent á, að engin þrjú hundruð mæðra í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Bretlandi, sem drepið hafa hvítvoðunga sína, þurfti að gista fangageymslur eina einustu nótt. Staðan hjá grönnum okkar er svipuð. Haft eftir Vibeke Ottesen, afbrotafræðingi, sem varði doktorsritgerð sína um barnsmorð í Noregi á árunum 1990 til 2009: „Mæðurnar eru tilgreindar, en engin þeirra er látin sæta ábyrgð. Morðin eru þess í stað skilgreind sem einstaklingsbundinn harmleikur kvenna í lífskreppu.“ Og hún heldur áfram: „Morð eru oftast framin, þegar kreppir að í lífinu. Hlutaðeigandi konur vekja samúð öndvert t.d. við karla, sem myrða sambýliskonur sínar. Þeir eru sömuleiðis á bólakafi í kreppu og hafa týnt ástinni í lífi sínu. Í því sambandi vekur enginn máls á miskunn.“ Réttarkerfið virðist deila þeirri trú Katrínar, að mæður skuli ekki hljóta refsingu fyrir ofbeldi gegn börnum – og feðrum þeirra. Mikill er máttur kúgaðra kvenna.

Enn skulu sem sé völd kvenna aukin með nýrri löggjöf um fóstureyðingar og enn eykst raunverulegt misrétti gegn körlum. Þeir eiga helming fósturs eða barns. Hví skyldu þeir ekki eiga sama rétt til yfirráða yfir líkama sínum og konur? Hví skyldi faðir ekki eiga sama rétt til eyðingar sameiginlegs fósturs og móðirin, t.d. þegar sæði hans er stolið eða svikið út úr þeim?

Ætli það sé vegna þess, að konur séu æðri hluti mannkyns: Iris Marion Young (1949-2006) prófessor í stjórnmálafræði, bergmálar aldagamla sannfæringu kvenna: „Í kvenmiðaðri kvenfrelsun ... er fólgin sú hugsun, að gildi hefðbundinnar reynslu kvenna sé æðri og því er gildum í þeim stofnunum, sem karlar ríkja, hafnað. ... Líkami kvenna og hefðbundin sýsla þeirra er uppspretta jákvæðra gilda. ... Félagsleg mótun okkar og venjubundið móðurhlutverk þjálfar okkur í að næra og vinna saman. [þ]að gæti verið einasta leiðin til björgunar heimsins ..., [því] í venjubundinni kvenmennsku er að finna þau gildi, sem ber að rækta til að skapa betra samfélag.“

Nú er kátt í höllu kvenfrelsarana, „feðraveldið“ líður senn undir lok: „Þegar stjórnmálaflokkar eða foreldrar keppa um að sýna stúlku/konu (female) ástríki til að vinna ástir hennar, er uppskeran ekki þakklæti heldur réttindi. ... [Þannig] fer forgörðum verkefni sérhvers foreldris og stjórnmálaflokks til að geta af sér fullveðja einstakling í stað þess að ala önn fyrir [eilífðar]barni. ... Þegar réttindabörnin eru meirihluti kjósenda snýst málið ekki lengur um, hvort við búum við mæðra- eða feðraveldi. [V]ið búum við fórnarlambsveldi.“ (Warren Farrell)


Karlfæðareyríki Clementine Ford

Eins og kunnugt er hafa konur átt undir högg að sækja frá örófi alda í kúgandi feðraveldi.

Hlín Agnarsdóttir (f. 1953) sagði t.d. um samskipti kynjanna: „[Þau] … endurspegla [oftar en ekki] augljósa kynóra karlmanna, sem aldrei blygðast sín. Konur og þeirra viðhorf hafa þar lítil áhrif, eins og víðast annars staðar í þessum heimi. Þær eru sem fyrr hið þögla viðfang. … Frumstæðar kynórahugmyndir misþroska og ofvirkra karla hafa dómínerað umræðuna of lengi og viðhorf kvenna hafa í þessu sem öðru orðið útundan og ósýnileg.“

Lögð hefur verið áhersla á systrasamstöðuna til að uppræta þetta kúgunarfár. Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku, hin tékknesk fædda Madeleine Jana Korbel Albright (f. 1937), var skorinorð: „Það er til ákveðinn kimi í helvíti fyrir konur, sem ekki leggja lið kynsystrum sínum,“ sagði hún. (Og hver vill ferðast þangað í kófinu miðju?)

Því sætir það varla undrum, að konur dreymi um betra samfélag. Stundum birtist það óvænt í feðraveldinu miðju eins og eyja í Ballarhafi, t.d. hjá norður-ameríska leikaranum, Anne Bancroft (1931-2005) við töku myndarinnar, „Hvernig á að búa til ameríska ábreiðu“ (How to make an American Quilt). Hún réði sér ekki af einskærum fögnuði við upptökurnar á myndinni, þegar engan sá hún karlmanninn: „Ég hélt ég væri dauð og hefði horfið til himna.“ Það er vafalaust til kvenfrelsunarkimi þar uppi eins og kimi fyrir ófrelsaðar systur í neðra. En þó eru það vitaskuld karlar, sem verða að taka sig á.

Ónafngreindur kvenfrelsari reit: „Karlar verða að þroskast eða deyja út ella. Konur munu einfaldlega stofna fjölskyldu án eiginkarla eða lífsförunauta, þar eð þær eru nú þegar í stakk búnar til að sjá um sig sjálfar. Það er nóg sæði að finna í sæðisbönkum, svo sérhver kona á jörðinni megi eignast tvö börn alla næstu öld. Þið [karlar] eruð úr ykkur gengnir.“

Spænska kennarann og félaga í spænska jafnaðarmannaflokknum, Aurelia Vera (1966?), dreymir um samfélag kvenlegra gilda. En hvernig á koma því á? Hún segir: „Ég hef hugmynd; gelding útvalinna [karla]; ég sé í hendi mér, að það verði ljótt. Í því felst ákveðinn ókostur. En mun ekki tilgangurinn helga meðalið í þessu tilviki, [þ.e.] að bjarga veröldinni í skiptum fyrir geldingu fjórðungs mannkyns?“

Hún talar til karlnemenda sinna: „Það kæmi ykkur vel, ef böllurinn væri skorinn undan ykkur; [því] karlar yrðu knúnir til gefa frá sér völdin og afhenda þau konum. Völdin myndu þeir láta gefa andstöðulaust frá sér, [en] við þurfum að rétta þeim hjálparhönd við geldingu útvalinna. … Hún yrði framkvæmd strax eftir fæðingu. Þið þekkið, hvernig söngfuglar meðal drengja eru vanaðir. … Það er flókið mál að skera burtu eistu fullorðins karlmanns. Sjálfsvirðing karla felst í reðinum.“

Egypsk/norður-ameríski blaðamaðurinn, Mona Eltahawy (f. 1967) hefur kynnt svipaða hugmynd: “Ég bið fólk að hugleiða ... sviðsmynd, þar sem við [konur] myrðum ákveðinn fjölda karlmanna í viku hverri. Hversu mörgum þyrftum við að lóga, þar til feðraveldið sest niður handan borðsins og segir: „Gott og vel, látum gott heita. Hvað getum við gert til að stansa aflífunina?“

Norður-ameríski kennarinn og rithöfundurinn, Sally Miller Gearhart (f. 1931) hefur mælt út hæfilegan fjölda karla. „Hlutfall karla verður að skera niður í og halda í u.þ.b. tíunda hluta mannkyns.“ Hún er þó ögn hófsamari en landi hennar og starfssystir, Valerie Solanas (1936-1988), sem talaði um að „gerreyða karlkyninu.“

Það fjölgar stöðugt nýstirnum á kvenfrelsunarhimninum. En „eplið fellur ekki langt frá eikinni.“ „Fyrir neðan“ í Ástralíu skín Clementine Ford (1981), rithöfundur og einstæð móðir sonar, í kappi við aðrar stjörnur. Og sannast nú aftur hið fornkveðna, „að skín á gull, þótt í skarni liggi.“ Hér lýsir Klementína draumi sínum um karlfæðareyríkið:

”Ég, organdi kvenfrelsunarrefsinornin, hef um langa hríð átt þann draum að sigla fleyi mínu um hafsjó karlatára til eyjarinnar, þar sem manngildi kvenna er metið að verðleikum – og hreiðra þar um mig. Konur af öllum litum, stærðum og gerðum, með mismunandi trúarbrögð og reynslu í farteskinu, myndu lifa þar saman í sátt og samlyndi undir jafningjastjórn. …

Að kvöldlagi myndum við horfa á sólarlagið saman. Við fengjum okkur í glas og hrærðum í því með þurrkuðum reðum, meðan við lofsyngjum samfélag, sem lætur hjá líða að staðsetja okkur á jaðri hins raunverulega mannheims og væntir þess ekki, að við göngumst auðmjúklega við veikleikum, sem okkur eru bornir á brýn. …

Við létum brandarana fjúka, því konur eru svo fyndnar. Þar væri hvorki að finna mýflugur né baráttumenn karlréttinda, því áreitið suð andstyggilegra skaðræðiskvikinda yrði bannað.

Frúr mínar! Ég á mér þennan karlfæðardraum. En hvaða undur önnur mætti finna á Karlfæðareyju? Sláist þið í för. Ég velti vöngum yfir, hvernig slík staðleysa liti út.”

Hér eru nokkur undranna: Konur myndu þiggja þrjátíu af hundraði hærri laun en karlar, án tillits til hæfni; í skólum yrði kennt á kvenfrelsunarbækur; kvikmyndir yrðu gerðar um hrellda kvensnillinga; fósturvígsstöðvar yrðu gerðar aðgengilegar; samfélagsmiðillinn myndi heita Kvenbók; stofnsett yrði æxlunarmiðstöð, þar sem skapaðar yrðu konur með leysigeislaaugu.

„Með þessum hætti væri hugsanlega unnt að hneppa karla í þrældóm, gangi þeir of langt, í ljósi þeirrar ógnar, sem við búum yfir til að refsa þeim. Líklega þyrftum við ekki að nota leysigeislann neitt að ráði; það ætti að duga til árangurs, að þeir hafi vitneskju um, að gætum beitt honum.“

Í þessu móðurveldi verður konum umbunað fyrir það eitt að vera konur. Körlum verður haldið í skefjum.

„Og hvað með þá, sem halda uppteknum hætti, sýna uppsteit eða fara í taugarnar á okkur? Tja! Við göngum af þeim dauðum.“

http://www.dailylife.com.au/news-and-views/dl-opinion/misandry-island-this-is-what-a-feminist-utopia-would-look-like-20150126-12yk8a.html


Hin fagra veröld án feðra

Á líðandi stundu eru feður feigðarfé, mæðrum og börnum til óþurftar. Enn má þó notast við þá sem sæðisgjafa, svo og til framfærslu, hvort tveggja sem meðlags- og skattgreiðendur. En það eru blikur á lofti í þessum efnum! Sæði hefur rýrnað mjög að gæðum á Vesturlöndum, karlar draga sig í hlé frá fjölskyldu- og atvinnulífi, kinoka sér við að ganga „kvenmenntakerfinu“ á hönd, samtímis því, að karlfósturvísum er í auknum mæli eytt.

Að óbreyttu mun kvenfrelsunardraumurinn um gyðjusamfélagið rætast fyrr en varir, þ.e. draumurinn um kvenveldið, þar sem fjöldi karla er takmarkaður við u.þ.b. tíu af hundraði til undaneldis og til óþrifa- og áhættustarfa. Verulegur hluti barna elst nú þegar upp, án föður, og sum þeirra kannast einungis við karlmann af afspurn eða af myndum eins og risaeðlur væru. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru þegar til kvenveldisríki í ríkinu meðal þeldökkra, þ.e. samfélög „raðgetnaðarmæðra,“ þar sem „sæðisgjafar“ koma og fara. Framfærslan er að mestu leyti á könnu hins opinbera.

Eru mæður fullgildir foreldrar í sjálfum sér? Þessi unga kona, lætur það í veðri vaka. Feðra er ekki þörf. Í fréttinni veltir hún vöngum yfir erfiðleikum með sæðisval, hamingju sjálfrar sín, menntun og fjárhagi. Hugsanlega tjáir hún sig um velferð sonarins síðar.

Það vill nefnilega svo til, að föðurleysi hefur vond áhrif á bæði kyn, en hefur sérstaklega meinlegar afleiðingar fyrir drengi. Rannsóknir gefa skýrar vísbendingar í þá veru, sbr. eftirtaldar glefsur úr greininni: „Föðurleysi, umhverfi og aðbúnaður drengja,“ sem birtist í sama miðli 17. júní 2020: (Aðgengileg á: arnarsverrisson.is.)

„Athyglisbrestur (ADHD), geðsjúkdómar, þroskaskerðing og námsörðugleikar færast í vöxt, jafnvel svo, að talað er um „taugaþroskakreppuna“ (neural crises). Börn þunglyndra mæðra eru allt að tvisvar sinnum líklegri til að glíma við ADHD, svo og þeir drengir, sem ekki búa við aðhlynningu feðra sinna. Konur verða stöðugt daprari í bragði og neyta ógnarlegs magns þunglyndislyfja, samtímis því, að mikill fjöldi drengja nýtur ekki föðurhandleiðslu. T.d. elst um þessar mundir um þriðjungur barna upp við föðurleysi í Bretlandi og BNA.

Drengjum er þrefalt hættara, en stúlkum, við að ánetjast tölvuleikjum. Þeim er einnig hættara við að ánetjast klámi, áfengi og öðrum fíkniefnum. Þeir hrökklast umvörpum úr framhaldsskóla og stunda síður nám við æðri menntastofnanir. Þeir eru reknir þrisvar sinnum oftar úr skóla, en stúlkur. Einkunnir þeirra eru yfirleitt lakari, nema séu þeir stúlkulegir í hátt. Þá fá þeir svipaðar einkunnir. Slök frammistaða í lestri er sérstakt áhyggjuefni, því lestur er nefnilega fyrirboði árangurs í lífinu. Greind drengja hrakar einnig. Það er skiljanlegt í ljósi aðbúnaðar þeirra í samfélagi og skóla. Rannsóknir frá Bretlandi benda til, að drengir hafi glutrað niður 15 stigum greindarvísitölu síðan 1980. Jafnvel þótt samvistir með föður fyrir 11 ára aldur stuðli ákveðið að aukinni greind þeirra, er föðurleysið samt sem áður geigvænlegt.“

Læknaneminn ungi er fulltrúi nýrra tíma, nýs upphafs í lífi mannkyns. Fyrir um hálfri milljón ára birtist umhyggjufaðirinn í þróun tegundarinnar, þ.e. faðirinn, sem veitti móður og afkvæmum skjól og aflaði þeim verulegs hluta fæðunnar. Án þeirra hefði mannkyn ekki þróast í núverandi mynd. Það voru þessir sömu feður, sem beittu sér fyrir þróun tækninnar, sem nú gerir þá feiga. Þetta er skíma dagrenningar í nýrri veröld - án feðra.

https://www.frettabladid.is/frettir/auveld-akvorun-a-vera-einstok-moir/


Húsenglar. Móðurgjörningur og kvenfrelsun

Ég var lánsamur, ólst upp við aðstæður, sem löngu eru horfnar. Mamma starfaði heima. Það gerðu reyndar allar mæður mínar í stigaganginum, átta að tölu; það var þvegið, matreitt úr frumhráefni, skinn voru verkuð, gert var að fiski, saumað, bakað og bjástrað að degi og nóttu. Yfrið nóg að sýsla. Mæðurnar skutust í heimsóknir milli anna og „fengu sér tíu.“ Þær svolgruðu í sig heilu kaffifljótunum, þegar því var að skipta og mikið lá við, t.d. þegar rædd var landsins gagn og nauðsynjar – og okkar litlu veröld var stýrt að tjaldabaki. Það efaðist enginn um, hver hefði tögl og haldir. Þar var mörg „Ásdísin“ bak við tjöldin: „[F]rú Ásdís Þorgrímsdóttir [móðir Önnu Sigurðardóttur, kvenréttindafrömuðar] var hin styrka stoð heimilisins, prúð, hávaðalaus, en þó stjórnsöm. Húsmóðir í beztu merkingu.“ Húsfreyjuvaldið hefur alltaf verið öðru valdi ofar í raun og sann. Þessar konur eru stundum kallaðar „húsenglar.“

Húsengillinn var arfur frá nítjándu öldinni, tillíking við hina hreinu mey, Maríu guðsmóður. Svo segir norður-ameríski kvenfrelsarinn, sálfræðingurinn og sállæknirinn, Shari L Thurer (SLT), í bók sinni: „Goðsagnir um móðurgjörninginn. Hvernig menningin endurskapar hina góðu móður“ (The Myths of Motherhood: How Culture Reinvents the Good Mother. „Það var ... um miðja nítjándu öldina að Madonna var alfarið endurtamin til að gegna hlutverki móður Viktoríutímabilsins.“

„Móðurgjörningurinn varð að „göfugri köllun.“ Það dró úr mikilvægi föðurins á heimilinu, en móðurinnar jókst.“ ... „[Þ]að væri einfeldningslegt að trúa því, að móðir á Viktoríutímanum væri algjörlega áhrifalaus. Hún beitti oft og tíðum því afli, sem fólst í ósjálfstæði og sjálfsfórn til að hvetja karl sinn til góðrar hegðunar. Karlinn er ekki alfarið firrtur samvisku. ... Nokkrar konur af hverri kynslóð hafa verið færar um að beita ókostum undirskipunar sinnar sjálfum sér til framdráttar.“

Þetta hafði enginn í stigaganginum mínum hugmynd um. Lífið var leikur. „Þegar saman safnast var, krakkar léku saman.“ Það var oft kátt í koti og höllu. Yfirleitt sýndu mæðurnar barnahópnum umhyggju. Það gerðu reyndar feðurnir einnig, þegar svo bar undir, grunlausir um þá kúgun, sem þeir beittu. Þeir voru þó ekki hvunndagsverur. Feðurnir voru „úti“ að vinna dagvinnu, eftirvinnu, yfirvinnu og helgarvinnu. Stöku mæður unnu stundum „úti“ til að drýgja tekjur heimilisins. SLT lýsir stöðunni svo: Á tuttugustu öldinni var fjarvera feðra frá heimili meiri og meiri. „Feður voru nú sem óðast að verða óviðkomandi í hvunndagslífi fjölskyldunnar. ... Í augum barnanna varð hann fremur launaumslag, heldur en faðir. Greind börn og langþjáðar eiginkonur skopuðust að honum, notfærðu sér hann og sýndu yfirlætisgóðvild.“ En ég rek ekki minni til, að nokkur hafi orðið var við kúgun mæðranna, fyrr en þær birtust, konur á rauðu sokkunum.

Ég hafði brennandi áhuga á þessum „rauðu sokkum“ og mannlífinu. Þegar ég svo komst til vits og ára las ég mér til. Mér til nokkurrar undrunar uppgötvaði ég, að mæðurnar mínar átta sættu umfangsmikilli kúgun og að kúgararnir væru sem sé pabbarnir og við, strákarnir, þ.e. karlkynið. Samviskubitið hefur nagað mig síðan. Hafði ég verið vondur við mæður mínar, ömmur, systur, frænkur, bekkjarsystur og vinkonur?

Ég fór að lesa mig til. Og viti menn! Þennan boðskap fluttu margar klókar konur; Simone de Beauvoir (1908-1986), Elizabeth Gould Davis (EGD) (1910-1974), Shulamith Firestone (1945-2012), Marilyn French (1929-2009), Katherine Murray Millet (1934-2017), Germaine Greer (f. 1939) og Betty Friedan (1921-2006), svo nokkrar séu nefndar til sögu.

Við, strákarnir, dáðum mæður okkar og hefðum vaðið fyrir þær eld og reyk eins og óskrifuð lög frá fornu fari gera ráð fyrir. Við hefðum vafalítið tekið undir með SB, þegar hún sagði: „Móðirin er rótin, er greinist djúpt í iðrum alheimsins. [Hún getur] sogað upp safana; hún er uppsprettan. Þaðan gýs hið lifandi vatn, sem einnig er næringarrík mjólk.“

Það olli okkur heldur meiri umhugsun, að við værum síðri mannverur, heldur en mæður og systur. Því hélt EGD fram í bók sinni: „Úrvalskyninu“ (The First Sex). Hún sagði m.a. “Æxlunarfæri konunnar eru miklu eldri og þróaðri, heldur en [æxlunarfæri] karlsins. ... Sönnun þess, að reðurinn varð til miklu síðar í þróunarsögunni, heldur en sköp kvenna, er rakinn til ummerkja þess efnis, að karlinn sjálfur sé síðkomin stökkbreyting frá hinni upphaflegu kvenveru. Því karlinn er bara ófullkomin kona.” ... “Fyrstu karlarnir voru stökkbrigði, viðrini, sem urðu til við tjón á erfðavísum. [Þau] orsökuðust hugsanlega vegna sjúkdóms eða heiftarlegrar geislunar frá sólinni.” Viðrinin hafa fjölgað sér skart.

EGD sagði, að andlegt líf okkar, karla, ætti meira eða minna rætur í öfund og miðaði að því að kúga konur: “Í menningarsamfélögum samtímans ... tekur snípöfund og skautafbrýði á sig óræðar myndir. Óseðjandi þörf karlsins til að til að smána konuna, auðmýkja hana, meina henni um jafnrétti og gera lítið úr afrekum hennar – eru tilbrigði við meðfædda afbrýði og ótta hans [gagnvart konunni].”

Hins vegar voru hugmyndir hennar um kvenveldið ekki eins framandi: “Hugmyndin um kvenvaldið hefur rækilega skotið rótum í mannlegri undirvitund. Þrátt fyrir að hafa um aldir búið við föðurrétt, líta börn sjálfkrafa á móðurina sem hið hæsta yfirvald. Barnið lítur á föður sinn sem jafningja í sömu skör settan og það sjálft. Það verður að kenna börnum að elska föður sinn, heiðra hann og virða. Það verkefni tekur móðirin venjulega að sér.”

Karlmenn eru svo sannarlega aumkunarverðar verur. Við, strákarnir, höfðu óneitanlega orðið þess áskynja, að kynfæri okkar væru viðkvæm og háskalega staðsett. Þannig að þessi boðskapur kom ekki verulega á óvart: „[K]arlar eru berskjaldaðir. Staðsetning kynfæra þeirra eru háskalegri [og því] er áhættan á áverkum meiri, heldur en á kynfærum kvenna. Konur eru færar um [ýmist] að gera sér upp kynörvun eða leyna henni. Fyðill karls getur orðið leiksoppur óumbeðins holdriss; lafir í þvermóðsku eða lyppast niður, þegar minnst varir ... – auðmýkjandi aðstæður. Konan getur fengið fullnægingu margsinnis við samfarir; geta karls [til þess arna] er takmarkaðri. Getuleysi karla hefur m.a. í för með sér vangetu til frjóvgunar. Jafnvel þótt kona sé ekki kynferðislegra örvuð býr hún yfir getu til samræðis, getnaðar og móðurgjörnings. Kynferði karla jafnast engan veginn á við kvenna. Það er ekki að undra, að karlar hafi lifað í eilífum ótta við konur.“ (ST).

Ég lærði líka, að tímabil hinna átta mæðra í mínu lífi, var kennt við „nafnlausa vanda“ kvennanna eða kvenfrelsaranna öllu heldur. Þeir gengu sem sé í rauðum sokkum andstætt við kynsystur þeirra í Lundúnum heilli öld fyrr, sem þyrsti í fjölþætta menntun og gengu í bláum sokkum, Blásökkurnar svokölluðu. Kúgun húsfreyja og mæðra var nú í brennidepli. Þær skyldi frelsa. Byltingarforkólfarnir í Rússlandi sögðu, að í vinnu fælist frelsun. Það sagði líka þjóðernisjafnaðarmannaforinginn, Adolf Hitler: „Vinnan frelsar (Arbeit macht frei)“ eins og einhverja lesendur rekur vafalaust minni til. Lögð var áhersla á efnahagslegt sjálfstæði kvenna og betra kynlíf. Mæður skyldu menntast betur og losna undan barnaati og heimilisstússi. Gerð var krafa til feðra um að sinna börnum sínum meira. Krafan um vistun yngri barna varð hávær. Margt var af skynsemi sagt á þessum árum.

Samfélagið var statt í annarri bylgju kvenfrelsunar. BF gerði eftirfarandi uppgötvun í bylgjunni miðri.: „Engin kona fær [kynferðislega] fullnægingu við það að bóna eldhúsgólfið.“ Við, strákarnir, höfðum reyndar rætt þetta á málfundum okkar um kynlíf og þess háttar óræð fyrirbæri - og reyndar komist að sömu niðurstöðu. Við höfðum eftir þetta mikið dálæti á BF og gerðum hana einróma að heiðursfélaga í kynfræðafélagi okkar.

Við fylltumst forvitni um kúgun BF, lásum lýsingu hennar sjálfrar: „Öll þau ár, sem ég vann að [bókinni], „hinni kvenlegu dulúð ([Feminine Mystique],“ lagði ég glaðlega frá mér vinnu mína, þegar dóttir mín litla kom heim úr skólanum eða drengirnir ... [stunduðu íþróttir] og eins þegar ég veitti karli mínum Martini, að vinnu lokinni. [Sama átti við, þegar fyrir lá að] elda, ræða málin, skreppa í kvikmyndahús, stunda kynlíf, fara með í verslun eða á sveitauppboð á laugardögum, skipuleggja útimáltíð á Eldeyju [Fire Island], skreppa með börnin á vígvelli Gettysburg, fara í útilegu á Hatteras höfða – það sem fjölskyldulíf snýst um.“

Þrátt fyrir kúgunartalið virtust forkólfar annarrar bylgju þó ennþá tiltölulega sáttir við fjölskyldulífið eins og baráttumenn fyrstu bylgju, ef marka má líferni og móðurgjörning Elizabeth Cady Stanton (1815-1902). Hún segir í bréfi til annars forsprakka hreyfingarinnar, Susan Brownell Anthony (1820-1906): „Ég vildi ekki eiga færri en sjö [börn], þrátt fyrir skammirnar, sem yfir mér dundu fyrir slíkt óhóf.“ SLT segir eitthvað á þess leið: Hinir fyrstu aðgerðasinnar sáu ekki þörf fyrir að beina sjónum að móðurgjörningnum sem kúgunarfjötrum. Þeir mótmæltu ekki móðurskyldum sínum. Það viðhorf átti rætur í „stöðu þeirra sem forréttindakvenna á þeim tímum, þegar heimilisfólki gnægtaheimila var þjónað til borðs og sængur. T.d. hafði frú Stanton afbragðsgóða þjónustustúlku, Amy Willard. Móðurhlutverkið taldi hún enga byrði, sem þyrfti að létta af sér.“

En viðhorf til fjölskyldulífs, kynlífs og móðurgjörnings áttu eftir að breytast. T.d. segir KM: „Karlar og konur búa í raun við sitt hvora menninguna sökum mismunandi félagslegra aðstæðna. Og lífsreynsla þeirra er allsendis ólík.“ Og hún hélt áfram: „Almennt hefur líf kvenna einskorðast við dýrslegt líferni í rás menningarsögunnar, þar eð þær hafa veitt körlum kynferðislega útrás og sinnt því dýrslega verkefni að æxlast og fóstra ungviðið.“ Ah, ha, sagði mamma, þegar ég bar þessa kennisetningu undir hana.

KM furðaði sig á því, að konur skyldu ekki umsvifalaust gerast kvenfrelsarar upp til hópa. Skýringuna kann hún að hafa fundið í byltingarfræðum, Karl Marx (1816-1883), sem samdi kenningu um falska vitund, eða við lestur bókarinnar, „Kúgunar kvenna,“ sem breski heimspekingurinn, John Stuart Mill (1806-1873), samdi skömmu fyrir þar síðustu aldamót. Að vísu var hann ekki öldungs klár á því, hvort orðin væru hans eða ástkonunnar, kvenfrelsarans og heimspekingsins, Harriet Taylor Mill (1807-1858). En hvernig sem því víkur við, sagði KM: „Margar konur líta svo á, að þeim sé ekki mismunað. Það er óræk sönnun þess, hversu gjörsamlega þær hafa verið skilyrtar.“ Já, einmitt það, sagði mamma, með þykkju í röddinni. „Eyðing hefðbundins hjónabands er „hið byltingarkennda og draumórakennda (utopian)“ markmið kvenfrelsunar.“ Nú varð mútterin dolfallin og „átti ekki til orð í eigu sinni.“

SF sló á svipaða strengi. Hún sagði m.a.: „[U]mgjörð fjölskyldunnar er uppspretta kúgunar í sálarlegum, efnahagslegum og stjórnmálalegum skilningi.“ ... „Það verður ekki gengið milli bols og höfuðs á bandormi þrælkunarinnar, nema byltingin uppræti grundvallarstofnunina, hina náttúrulegu (biological) fjölskyldu, [því] hún getur [auðveldlega] orðið gróðrarstía andlegs valds.“

Sheila Cronin, leiðtogi Þjóðarsamtaka kvenna (National Organization of Women) í Bandaríkjum Norður-Ameríku, tók undir orð SF: „Þar eð hjónabandið felur í sér þrælahald fyrir konur, ætti það að vera augljóst kvennahreyfingunum að einbeita sér að árás á þessa stofnun. Frelsun kvenna verður ekki að veruleika, nema hjónabandið sé afnumið.“

Sjálfri þótti SF ekki nóg að uppæta feðraveldið, karlmenn. Ráðast þyrfti einnig til atlögu við náttúruna sjálfa og þurrka karlkynið endanlega út: „[V]ið getum með engu móti lengur réttlætt kynstéttarmismunun með skírskotun til náttúrulegs upphafs þess.“ ... „[K]venfrelsarar verða ekki einasta að brjóta til mergjar vestræna menningu eins og leggur sig, heldur einnig innri skipan hennar og ... jafnvel skipan náttúrunnar [sjálfrar].“ ... „Lokatakmark kvenfrelsunarbyltingarinnar er ekki einvörðungu uppræting karlforréttinda eins og fyrsta kvenfrelsunarhreyfingin [fyrsta bylgja kvenfrelsunar] barðist fyrir, heldur að þurrka út kynjamun í sjálfum sér. Mismunandi kynfæri fólks ættu ekki lengur að skipta máli í menningarlegu samhengi.“

Árin hafa færst yfir. Flest það, sem ofangreindir og fleiri kvenfrelsarar hafa skrifað um mannlífið, hef ég að mestu lesið mér til skemmtunar, gerði ráð fyrir, að skrifin hyrfu á vit gleymskunnar eins og svo mörg önnur mannanna verk. Ég gerði einnig ráð fyrir, að ofstækið myndi dvína. Það rann þó stöðugt skýrar upp fyrir mér, að ég hefði verið tekinn í bólinu. Æsingaskrif, ævintýri og áróður eru orðin að rétttrúnaði og ætlunarverk kvenfrelsaranna langt komið.

Fjölskyldan er meira eða minna í rúst, heimilistekjur eru svipaðar tekjum einnar fyrirvinnu (föðurins) áður, fleiri börn alast upp föðurlaus, drengir eru hornrekur í menntakerfinu, tíðni sjálfvíga meðal drengja og ungra karla er ógnvænleg, konur verða stöðugt vansælli, karlar draga sig í hlé, kynvitundarbrenglun eykst og er orðin að tískufyrirbæri jafnvel, börn og unglingar þjást.

Við stefnum hraðbyri til fyrirheitna landsins; draumríki kvenveldisins, sem öðrum þræði er hvorugkynsparadís einnig. Og ennþá er körlum stjórnað með afli samviskubitsins, vondrar samvisku yfir því að reynast konunum ekki nægilega vel, fullnægja þeim ekki. Sumar eru meira að segja með verulegt óþol líka. Mikil eru völd fórnarlambsins.


Hin nýju vísindi vífanna

Seinni heimstyrjöldin skók veröldina, svo um munaði. Spurt var áleitinna spurninga um mannlíf, stjórnmál, menningu og vísindi. Fljótlega, eftir að hildarleiknum lauk, skall þriðja bylgja kvenfrelsunar á Vesturlöndum af fullum þunga. Gerð var krafa um jafnrétti kynjanna. Vinda þyrfti bráðan bug að því að fjölga konum í vísindum.

Franski heimspekingurinn, Simone de Beauvoir (1908-1986), virtist þó full efasemda um skynsemi slíkrar kröfu: „Konur skortir yfirsýn eins og sjá má, þegar þær vísa á bug siðboðum og lögmálum rökvísi - og lýsa vantrú á lögmálum náttúrunnar. Heimurinn virðist konunni ruglingslegt safn einstakra atburða. Þess vegna tekur hún meira mark á slúðri nágrannans fremur en vísindalegri skýringu.“

Norður-amerísku fræðimennirnir, Daphne Patai (f. 1943) og Noetta Koertge (f. 1935) benda á, að þau einkenni, sem Simone lýsir, séu reyndar hæfileikar, sem sóst er eftir í kvenvísindum: „Þeir, sem stunda kvenfrelsunarrannsóknir, skulu sýna hugmyndafræðilegri aðgerðaskrá hollustu sína, fremur en sýna hæfni til rannsókna og rökhyggju.“

Norður-ameríski lögfræðingurinn, Catharine McKinnon (f. 1946), gagnrýndi vísindi karlanna, taldi karlmenn fremja vísindi í anda kyneðlis síns, þ.e. nauðgunareðlis og reðurhugsunar. Þeir iðkuðu nauðgunarvísindi. Þroski þeirra væri heftur og eðli þeirra eitrað, sagði hún. Catherine útfærir kenninguna um heftan þroska og eitraða karlmennsku nánar með tilliti til vitþroska og vísinda: „Skortur á sjónarhorni (aperspectivity) er afhjúpaður sem drottnunarkænska af hálfu karlforustunnar. ... Óhlutdrægni er hin þekkingarfræðilega afstaða karlanna, sem samræmist þeirri veröld, er þeir skapa. ... Huga karlmannsins teljum við í reðurlíki . ... Það er að renna upp fyrir kvenfrelsurum, að vita hafi merkt að serða. “ Og karlar serða veröldina svo sannarlega.

Elizabeth Fee (1946-2018) heldur sig við svipað heygarðshorn. Hún segir í ritgerðinni „Eðli konunnar og vísindaleg hlutlægni“ ( Women´s Nature and Scientific Objectivity), að vísindaleg frjálslyndishugsun grundvallist á „röðum kynfólskulegra tvígreininga (sexist dichotomies).“ Hún ítrekar: „Við ætlum, að eiginleikar vísinda séu eiginleikar karla; ... kaldir, hörkulegir, ópersónulegir, hlutlægir. ... Ef við samsinnum róttækum kvenfrelsurum, verður að umhverfa vísindunum. … stofna til nýrra tengsla milli mannveru og eðlisheimsins …“

Ruth Harriet Bleier (1923-1988) samsinnir viðhorfum kynsystranna. Hún segir í bókinni, „Vísindi og kyn“ (Science and Gender): „[S]annleikur, raunveruleiki og óhlutdrægni, [eru] að okkar dómi vandræðahugtök; við greinum karlskapaðan sannleika og veruleika, karlleg sjónarmið, karlskilgreinda óhlutdrægni.“

Fleiri kvenfrelsunarfræðimenn taka i sama streng: Í ritgerð sinni: „Áleiðis til aðferðafræði kvenfrelsunarrannsókna,“ (Towards a Methodology for Feminist Research), segir Renate Klein (f. 1945): „Í stað þeirrar fullyrðingar, að rannsóknir séu óháðar gildum [og] hagsmunum – og séu óhlutdrægar gagnvart viðfanginu, þarf að koma meðvituð hlutdrægni. ... Óhlutdræg og íhugandi „þekking rannsakandans“ verður að víkja fyrir aðgerðum, hreyfingum og baráttu fyrir frelsun kvenna.“

Barbara du Bois, segir í ritgerðinni „Tilfinningaþrungin fræðimennska“ (Passionate Scholarship): „Í hefðbundnum vísindum er brugðist við samkvæmt samhljóma skilningi á veruleikanum. Gengið er að slíkum skilningi sem gefnum, raunverulegum, innan seilingar hugans. Hver sem er getur borið kennsl á hann utanfrá, hlutlægt og hlutlaust. Kvenfrelsarar vísa á bug skilningi feðraveldisins á veruleikanum.“

Simone hafði greinilega ekki áttað sig á því, að vísindaleg nálgun karla skyldi víkja fyrir yfirburðavísindum kvenna. „Í nýjum vísindum tuttugustu og fyrstu aldarinnar verður kraftur andans allsráðandi á kostnað hins efnislega. Eftirspurn eftir efnislegum hæfileikum mun réna, en aukast eftir hæfileikum til huga og anda. Skynvit mun víkja fyrir yfirskilviti. Konan mun aftur sýna yfirburði á þessu sviði. Hún, sem einu sinni var dáð og dýrkuð af hinum fyrsta karli fyrir hæfileikann til að rýna í hið óræða, mun aftur verða þungamiðjan – ekki sem kynvera, heldur sem gyðja. Í hinni nýju menningu verður hún miðdepillinn.“ (Elizabeth Gould Davis (1910-1974))

Hin nýju gyðjuvísindi runnu saman við kvenfrelsunarþekkingarfræðina samkvæmt Florence Rosenfeld Howe (f. 1929), sem var meðal frumkvöðla að stofnun kvenfrelsunarfræða við æðri menntastofnanir á Vesturlöndum. Í ritgerð sinni: „Kvenfrelsunarfræðimennska: Framhald byltingarinnar“ (Feminist Scholarship: The Extent of the Revolution), segir hún fullum fetum:. „Kvenfrelsun og kvennafræði ... eru samheiti fyrir mér.“ Í skýrslu hennar til Menntamálaráðuneytisins Bandaríkja Norður-Ameríku ítrekar hún, að „nauðsyn beri til, að kennarar séu ekki einungis vel að sér á eigin fræðavettvangi, heldur einnig í kvenfrelsunarfræðum [kvenfrelsunargreiningu].“

Á grundvelli ofangreinds blómstra kvenfrelsunarvísindin, t.d. kvenfrelsunarjöklafræðin. Hér er úrdráttur greinar, sem birtist í ritrýndu vísindatímariti: „Með samruna vísindarannsókna á sviði nýlendukvenfrelsunar og stjórnmálalegrar kvenfrelsunarvistfræði [skapast undirstaða] kvenfrelsunarjöklafræða, sem elur af sér traustvekjandi greiningu á kynferði, valdi og þekkingaröflun, í kvikum, félagsvistfræðilegum kerfum. Þannig leiðir [greiningin] til réttlátari og jafnræðislegri vísinda og samskipta íss og manna.“


Kvenfrelsun, ýgi og ýtar

Einu sinni lifðu konur saman í ást, sátt og samlyndi, sakleysi og syndarleysi. Í fyrirmyndarsamfélagi þeirra voru allar jafnar að verðleikum. Þær þroskuðust góðlátlega hver í kappi við aðra. Gyðja þeirra virðist enn lifa, algóð, alvitur og réttlát yfirburðakona, enda er litið á konur sem yfirburðakyn, sem hefur búið við kúgun karla frá örófi alda. Kvenfrelsararnir eru sannleiksspámenn hennar.

Svo kom syndafallið. Fyrir um hálfri milljón ára síðan rak karl á fjörur þeirra. (Tímasetning er nokkuð á reiki. Oft er einnig miðað við þrjátíu þúsund ár.) Ein þeirra var veikgeðja og átti samfarir við hann. Það var fyrsta nauðgunin, því samfarir eru óhjákvæmileg nauðgun af karla hálfu. Konur undirskipuðust þar með körlum, urðu fórnarlömb (sbr. stefnuskrá Vinstri-grænna). Óþverrakörlum fjölgaði. Þeir sáu sér leik á borði og stofnuðu með sér hin hræðilegu kúgunarsamtök, feðraveldið, með það að markmiði að kúga miskunnarlaust ástkonur sínar, mæður, dætur, sonar- og dótturdætur, vinkonur og frænkur.

Í ljósi þessa ævintýris er þróun mannsins og mannkynssagan túlkuð. Í sama ljósi eru greind samskipti hinna gömlu kynja, karla og kvenna, sem nú eru á hverfanda hveli, m.a. fyrir sakir áratuga baráttu kvenfrelsara fyrir sköpun kvenkennds hvorugkyns.

Kvenfrelsunarbaráttan miðar einnig að því að endurheimta hina horfnu kvennaparadís. Vísindi og fræðaiðkun kvenfrelsaranna snýst að verulegu leyti um að sýna fram á sannleika þessa ævintýris og afhjúpa hinar ýmsu birtingarmyndir kúgunarinnar. Eitt tilbrigða við kúgunina er ofbeldi gegn þeim af karla hálfu. En konur eru í eðli sínu – eins og ýjað er að – lausar við tilhneigingar í þá veru. Konur (og karlar), sem velkjast í vafa um hið ævintýralega fagnaðarerindi, búa við falska vitund.

Kvenfrelsararnir ætla sér með góðu eða illu að bæta úr því. Þeir hafa svo sannarlega haft erindi sem erfiði. En eins og alkunna er, vilja þeir „meira jafnrétti,“ sem á þeirra tungumáli merkir meiri kvenfrelsun, enda þótt þeir geti varla sameinast um neitt, nema þá sannfæringu, að karlar séu vondir við konur. T.d. er ekki ýkja langt síðan, að einn hópur þeirra hraktist berbrjósta um Bankastræti og frelsaði geirvörtur sínar og annarra kvenna einu sinni enn. Á meðan mótmælti annar hópur þeirra í Seðlabankanum afhjúpun sömu geirvörtu í myndlist. Ámóta dæmi eru mýmörg.

Reyndar hafa kvenfrelsararnir svo sannarlega í nógu að snúast, samkvæmt því, sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, rísandi stjarna meðal íslenskra kvenfrelsara, segir. Hún virðist ekki velkjast í vafa um kúgunarævintýrið: „Veruleiki kvenna er þessi. Kynbundið ofbeldi ógnar lífi þeirra og heilsu. ... Vondi karlinn á sér enga eina birtingarmynd, hann er alls staðar og hvergi og þú veist aldrei hvort eða hvenær þú mætir honum. Stundum þekkir þú hann bara af góðu einu þar til hann snýst gegn þér. Stundum laðar hann þig til sín og brýtur á þér.“ Um þessar mundir hefur hann fengið liðsstyrk af Kínaveirunni og viðbrögðum yfirvalda við henni.

En það eru aðrar leiðir til að skoða þróun mannlífsins, kynin og samskipti þeirra í aldanna rás, þ.m.t. talin þroskun vitmuna. Þróunarfræðin eru gagnleg við slíka skoðun. Grundvöllur þeirra eru verk hins snjalla náttúrufræðings, Charles Robert Darwin (1809-1882) um þróun tegundanna.

Síðustu áratugina hefur kenningum hans verið aukinn gaumur gefinn og fjöldi rannsókna unninn í anda kenninga hans. Þar hafa margir ágætir vísindamenn komið við sögu. T.d. norður-ameríski þróunar- og vitþroska sálfræðingurinn, David Cyrril Geary ( f. 1957). Í bók sinni „Karlkyn, kvenkyn: þróun kynjamismunar manna“ (Male, female: The Evolution of Human Sex Differences),“ sem kom út á vegum Norður-ameríska sálfræðingafélagsins árið 2010 í annarri útgáfu, gerir hann grein fyrir helstu framförum í kenningasmíði og rannsóknum um efnið. Leitast verður við að rekja nokkur meginatriði úr bók hans, er lúta að grundvallarsundurgreiningu kynjanna með tilliti til ýgi og baráttu um völd.

Barátta þessi á sér að töluverðu leyti stað á mismunandi sviðum. T.d. draga rannsóknir hvarvetna og úr mörgum sjónarhornum, upp skýra og einhlíta sviðsmynd um mun kynjanna; konur sýna meiri áhuga á ósérplægnum, gagnkvæmum samskiptum; karlar sýna meiri áhuga á völdum, samkeppni og baráttu, t.d. stjórnmálum.

Mismunandi valdabarátta kvenna og karla kemur greinilega í ljós við æxlun. Karlar velja sér til mökunar konur, sem líklegar eru til frjóvgunar og uppeldis afkvæma. Karlar berjast um konurnar. Þeir eru þó ekki jafn vandlátir og konurnar, sem velja sér öflugasta, fáanlega karlinn, góðan skaffara. Ríkjandi karl leitast við að einoka mökun til að tryggja erfðum sínum framgang. Engu að síður velja konur stundum valdaminni karla til mökunar. En bæði í heimi dýra og manna bregður oft og tíðum svo við, að einungis fá karldýr auka kyn sitt sökum samkeppni og drottnunar. Sæði keppa líka innbyrðis hjá mönnum eins og frjóvgun tveggja eggja með sæði sín hvors karlsins ber með sér, þ.e. tilurð tvíbura, sem eiga sinn hvorn föðurinn.

Eins og drepið er á keppa konur um vænlegasta karlinn. Í samfélögum fyrri tíma, þjónaði bæði heimanmundur og brúðgumaþjónusta þeim tilgangi. Heimanmundur tíðkaðist aðallega í lagskiptum samfélögum, þar sem einkvæni var lögbundið (í um sex af hundraði tilvika). Eljurígurinn getur orðið býsna beinskeyttur eins og að hressa upp á útlitið, brigsla öðrum konum um lauslæti eða deyða börn keppinautanna.

Í sumum samfélaga velja konur marga álitlega karla til samræðis í þeirri viðleitni að krækja í bestu erfðirnar handa barni sínu (samkvæmt viðurkenndum hugmyndum um erfðir). Þar sem svona fyrirkomulag gildir er einn eljaranna talinn fyrstifaðir. Konur meðal Achne og Bari þjóðanna í Suður-Ameríku, eiga til að mynda samræði við marga karlmenn, þegar getnaður hefur átt sér stað, í þeirri viðleitni að skuldbinda þá tilframfærslu barnsins. Þeir eru kallaðir aukafeður.

Ákveðinnar samsvörunar gætir í nútímasamfélögum, þegar konur velja sér vel stæðan eiginmann, en leita til æskilegri karla um erfðir. Í sumum nútímasamfélaga eru karlar ekki færir um að ala önn fyrir fjölskyldu. Mæður stunda því raðeinkvæni eða fjölveri.

Einnig má greina mismunandi þróun ýginnar í leikþroskanum. Þykjustubardagar eða leikbardagar tíðkast hjá ungviði margra tegunda fremdardýra (apa). Hún er mest áberandi hjá karldýrum og tíðust, þar sem samkeppni karldýra er heiftúðugust. Sum bragðanna eins og bit, eru ásköpuð. Stimpingar, líkamleg ýgi og drottnun verða áberandi snemma á gelgjuskeiði drengja eins og hjá öðrum karldýrum. Leikir snúast oft og tíðum um afl, drottnunargirni og árás. Drengir/karlar búa yfir meira afli, heldur en stúlkur/konur og kasta því lengra, hraðar og af meiri nákvæmni. Sviðsmynd leikþroskans er frábrugðinn hjá telpum. Líkt og hjá mörgum fremdardýrum öðrum (öpum) sýna þær aukinn áhuga á ungabörnum og eldri börnum á gelgjuskeiðinu. Þetta gæti verið tengt aukningu kvenkynvaka (estrogen) á þessu tímabili. Leikir þeirra snúast iðulega um tengsl, fjölskyldu og uppeldi barna.

Svo virðist sem kynin þroski misjafnt næmi, hvað varðar tengsl, sjálfsskilning og ýgitengda skynjun. T.d. er stúlkum/konum tamara að lýsa sér sem nánum félagsverum. Þær eru sérstaklega næmar fyrir óyrtum (ósögðum) boðum hverrar annarrar. Stúlkur og konur virðast einnig yfirleitt áhugasamari um eðli sitt og hátterni. Líkami þeirra er oft og tíðum í brennidepil. Sambönd og draumórar höfðu líka meira til þeirra. Þær eru sömuleiðis nákvæmari við túlkun tilfinninga eins og þær birtast í svipbrigðum og andlitsdráttum, líkamsstöðu og raddbrigðum. Þessi munur kynjanna hefur komið berlega í ljós við rannsóknir víða um heim.

Andstætt því sem almennt á við um stúlkur/konur leggja strákar/karlar mesta áherslu á þátttöku í teymi eða hópi. Þegar hópur hefur verið myndaður, sýna þeir meiri samstöðu og samvinnu. Tilburðir til hópdrottnunar eru áberandi, án tillits til þjóðernis, uppruna, stéttar, menntunar, trúar og stjórnmálaflokks. Þessar tilhneigingar eru veikari hjá konum.

Strákum/körlum lætur betur að greina reiðileg svipbrigði í ásjónu kynbræðra sinna, heldur en kynsystra. Aftur á móti eru þeir næmari fyrir svipbrigðum í andliti kvenna, sem túlka má sem óbeit, ótta og depurð, heldur en í ásjónu kynbræðranna. Ungir karlar, sem að eigin dómi eru líkamlega vel á sig komnir og hafa til að bera drottnunareinkenni í andlitsdráttum, hafa meira sjálfsálit og telja sig hafa meiri kynþokka, heldur en aðrar karlar.

Auðsýnd ofbeldishegðun kynjanna er mismunandi. T.d. á það við um fremdardýr (mannapa), að kvendýrin beiti hvert annað áþreifanlegu ofbeldi. En það er sjaldan jafn heiftúðugt og meðal karldýranna – og ekki jafn skeinuhætt, jafnvel þótt það geti haft dráp í för með sér. En þess í stað stunda þau óbeint ofbeldi við rógburð, lygar og fláræði.

Í grundvallaratriðum má rekja orsök valdabaráttu kvenna/kvendýra til samkeppni um bjargráð. Karlar eru þar meðtaldir. Þeim mun háðari sem kvendýrið er maka sínum, þeim mun illvígari er ýgin. Þetta á t.d. við um konur í fjölkvænissamfélögum. Venjan var sú, að ný brúður flyttist til heimkynna eiginkarlsins (e. patrilocal). Þar gat hún lent í baráttu um tilvistarrétt sjálfrar sin og afkvæma sinna við hinar eiginkonurnar og kvenættingja karlsins. Mæður áttu það til að eitra fyrir börnum hinna eiginkvennanna til að ota eigin barni. Þetta er m.a. þekkt meðal þjóða í Afríku. Konur hafa einnig gripið til þess ráðs að deyða sveinbörn í samkeppni um arf. T.d. er dánartíðni drengja meðal Dogon þjóðarinnar í Austur-Afríku rúmlega tvöfalt hærri, en meðal telpna.

Hvarvetna beita karla meira líkamlegu ofbeldi, heldur en konur. Einungis kemur til átaka, svo fremi að siðboð og sýndarátök dugi ekki til að leysa ágreining um vald og stöðu. Ofbeldi meðal karla er meira, þar sem erfitt er að henda reiður á efnalegum gæðum . Það á t.d. við um Yanomanö þjóðina á landamærasvæðum Venesúela og Brasilíu. Þar láta átta af hundraði karla lífið í innbyrðis átökum um konur og yfirráð. Fjórðungur deyr sökum blóðugra átaka inn á við sem út á við í baráttunni um að fjölga kyni sínu. Stríðsmennirnir eru eftirsóttir af konunum, þeir giftast fyrr og fleiri konum, þ.e. rúmlega tvöfalt fleiri, heldur en meðaljóninn. Auk þess eignast þeir þrisvar sinnum fleiri börn. Þetta á í aðalatriðum við um önnur samfélög svipaðrar gerðar og jafnvel þar, sem innbyrðis samkeppni karla um mannvirðingar virðast skorður settar. Þetta á til að mynda við um samfélag Gebusi í Nýju-Gíneu. Þó er morðtíðni hvergi meiri. Svipaðar sviðsmyndir eiga einnig við um svonefnd friðsæl samfélög.

Það á almennt við um samfélög safnara og veiðimanna, að um þriðjungur karla geispar golunni vegna vígaferla, tengdum æxlun, þ.e. baráttunni um konur. Slík hjaðningavíg eru einnig algeng meðal hirðingja sem og þjóða, sem stunda akuryrkju og landbúnað.

Áætlað er, að karlar vegi hvern annan þrjátíu til fjörtíu sinnum oftar, heldur en konur hver aðra. Tíðust eru vígin á því lífsskeiði, sem maka er leitað. Oftar er því um að ræða ógifta karla. Í þrem fjórðu hluta tilvika er kveikjan að drápinu ósætti og í helmingi tilvika eiga drápin rót sína í samkeppni um stöðu - eða þau eru framin í því skyni að verja sjálfsvirðinguna. Sömuleiðis drepa karlar konur miklu oftar en konur karla. Dráp karla á konum – sem og annað alvarlegt ofbeldi - á ósjaldan rætur að rekja til kynlífstengdrar afbrýði og verndar á kynlífsrétti, þ.e. í tengslum við hjúskaparbrot.


Íslensk kvenfrelsunarheimspeki og "tréhestar“ í stífum jakkafötum

Sigríður Þorgeirsdóttir (f. 1958) hefur ritað athyglisverða bók; Kvenna megin: Ritgerðir um femíníska heimspeki. Bókin kom út árið 2001, útgefin af Hinu íslenzka bókmenntafélagi í ritröðinni, Íslenzk heimspeki.

Sigríður er merk kona, fyrst kvenna til að gjörast lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1997. Hún er svo kynnt á bókarkápu: „… lauk prófi í heimspeki frá Boston University í Bandaríkjunum 1981, M.A. prófi frá Freie Universität í Berlin 1988 og doktorsprófi frá Humboldt háskólanum í Berlín … 1993.“

Um kvenfrelsunarheimspeki segir hún m.a.: ”Femínisk heimspeki sprettur upp úr þeim jarðvegi sem nefndur hefur verið ”önnur bylgja” femínismans, þ.e. kvenfrelsishreyfingum á síðari hluta 20. aldar. … Femínismi er reistur á hugmynd um frelsi og sjálfræði hvers einasta manns yfir sínu lífi. … [B]arátta femínista felst í því að losa sig undan hefðbundnum gildum og krefjast réttinda og frelsis, … [T]ilgangur femínískrar gagnrýni innan hugvísinda [hefur sem forsendu] að kynhlutverkin móti sjálfsmynd og félagsmótun einstaklinganna. Þegar haft er hugfast að þessi skipan kynhlutverkanna mismunar konum er hlutverk femínískrar gagnrýni fólgið í því að greina og afhjúpa þá mismunun í öllum sínum myndum.“

Fjölskylduna telur höfundur kúgunartæki karla eins og kvenfrelsarar yfirleitt: „Það samvinnumynstur innan fjölskyldu sem er algengast skipar konum í valdaminni stöðu og gerir þeim erfitt um vik að losa sig undan fyrirfram gefnum væntingum og gildum. … Algengt er að konur búi við óréttlæti í einkalífinu, vinni tvöfaldan vinnudag og eigur þeirra og laun séu minni en karla.“

Eins og margir kvenfrelsarar úr sauðahúsi annarrar flóðbylgju ætlar Sigríður ásamt stöllum sínum að frelsa karla í sömu andrá og konur. Hún segir, greinilega í nöp við jakkaföt (mér til sárrar gremju): ”Hluta af eymd vissra hópa karla eins og t.d. ofbeldishegðun, má að einhverju leyti rekja til hefðbundinna kynjahlutverka sem spretta úr jarðvegi aldagamallar kvenfyrirlitningar. Enn er kynt undir slíkum hugmyndum, t.d. með klámi sem hlutgerir konur, með kynjuðu orðfæri sem gerir lítið úr kvenleika og upphefur karlleika, með því að gera lystarstols-líkamsvöxt að fyrirmynd og þvinga með því stúlkur í lífstykki sem gefa þeim sem tíðkuðust á 19. öld ekkert eftir. … Raunar eru slík viðhorf ekki síður heftandi fyrir karla. Þeim er gert erfiðara fyrir að vera tilfinningaverur og ímynd karlsins í stífum jakkafötum í valdastöðu er tréhestaleg.”

Þetta er bæði fróðleg og skemmtileg kvenfrelsunarheimspeki. Ég bíð þess spenntur, að Sigríður fjalli af sama innsæi um kynjað orðfæri um karla eins og „karlpungur, ballarboli og jólasveinn,“ sérsniðið klám handa konum og nánar um karla sem tilfinningaveruleysur.

Eins og títt er um kvenfrelsara veltir Sigríður fyrir sér gildi eðlis – eðlishyggjukenningu. Hinn forngríski vísindamaður, Aristóteles (384-322), sem enginn hefur borið herðar yfir (nema hugsanlega Leonardo da Vinci (1452-1519)), verður ævinlega skotspónn nútíma heimspekikvenfrelsara, sem eru á höttunum eftir ummerkjum um kvenhatur karla í fyrndinni. (Leirtöflurnar, sem Aristoteles ritaði á, eru löngu komnar í glatkistuna. Sama má segja um afritun þeirra. Við eigum arabískum fræðimönnum það upp að inna, að einhverjum handritum var bjargað. Þau hafa verið þýdd og endurþýdd á ógrynni tungumála. Aristótetes var reyndar fallinn í gleymsku og dá, uns fræðimenn kristinnar kirkju uppgötvuðu hann á ný og lögðu út af „kenningum hans.“)

Svo þroskandi finnst kvenfrelsurunum að narta í þetta andans ofurmenni, að þeir telja hann ekki hafa kunnað að telja tennur í konum. Og svo skammast þeir um þetta ár út og ár inn i æðri menntastofnunum um allar álfur. Og svo „munnhöggvast“ þeir líka um „eðlishyggjukenningu“ hans og „tvíhyggju,“ það er, að greinarmunur sé á eðlislægu karl- og kvenkyni. Sjáum, hvað Sigríður hefur um þetta að segja:

”Aristóteles rekur karleðli og kveneðlið til líffræðilegs mismunar kynjanna og því er kynjakenning hans líffræðileg eðlishyggja. Annað sem er mikilvægt í þessu samhengi er að eðlishyggjukenningar af þessum toga eru ævinlega tvíhyggjukenningar. … Hvort kyn um sig er fulltrúi ákveðinna eiginleika, hefur ákveðnum hlutverkum að gegna í samræmi við kyn sitt. Sundurgreining kynjanna gerir að verkum að þau mynda andstæður sem geta af sér hugtakapör.“

„Karlmaðurinn er staðallinn eða viðmiðið og kynkyn er frávik frá því. Aristóteles segir: „Okkur ber að líta á konuna sem væri hún vanskapnaður sem kemur þó engu að síður upp við náttúrulegar aðstæður.“ … Karlinn er samkvæmt hinni aristótelísku líffræði hinn virki aðili, en konan óvirk og tekur við því sem karlinn gefur frá sér. Við getnað gefur karlinn frá sér formið, en konan leggur til efnið … Konan, segir Aristóteles, er „ófrjór karl.“ … Líffræðilegt og samfélagslegt hlutverk kvenna er fyrst og fremst að ganga með og ala börn. Hinar samfélagslegu skilgreiningar á konunni draga augljóslega dám af því … Allt hennar eðli miðast við þetta hlutverk og einskorðar hana við það. Það er dygð eða ágæti (gr. Arete) hennar.“ (Því má svo skjóta hér inn, að líferfðalega séð er karlinn flóknari náttúrsmíði, svo færa mætti rök að því, ef verkast vildi, að karlinn sé „ofskapaðri“ konunni. Svo vangaveltur Aristótelesar um þetta efni sem önnur eru ekki öldungis fjarri lagi.)

Aristóteles segir svo sem ekki annað en það, sem allir vissu á hans méli út um allar koppagrundir veraldarinnar og margir vita enn. Konur bera börn, en karlar ekki. Karlar veiða, vernda og serða. Að öðrum kosti deyr stofninn út. Þetta kalla kvenfrelsarar kúgun kvenna, en varla er hún körlum að kenna, nema skaparinn hafi verið karlmaður auðvitað og skipulagt feðraveldið, samsærið gegn konum, þegar í árdaga mannkyns.

Vitaskuld skipast kynin í tvö horn að þessu leyti. Og það er óumdeilanlega „tvíhyggja“ að halda því fram. Að þessu leyti eru kyn eðlislæg og ólík. En það er alveg óþarfi að hanga á orðavali þýðenda eins og hundar á roði. Það hlýtur að vera skynsamlegra að ráða í merkingu útjaskaðra og margþýddra orða af fræðilegu samhengi og tíðaranda. Þáttur eggsins í æxlun var t.d. uppgötvaður fyrir tveim öldum eða svo og konur í hinu forna Grikklandi höfðu ekki síður völd en karlar, enda þótt þær tækju ekki beinan þátt í stjórnmálum og hernaði. Það hefur fram á okkar daga óhjákvæmilega verið vettvangur karla að miklu leyti, einn þátta karlmennskunnar eins og vísindaiðkun og skáldskapur, en með mörgum undantekningum þó.

Heimspekikvenfrelsarar há fræðilegar orrustur við eigin vindmyllur í þessu efni. Þeir ímynda sér, að hugsun Aristótelesar hafi verið jafn fátækleg og ferhyrnd og þeirra eigin. Og svo agnúast þær út í hann og kalla sömu illu nöfnum og karlmenn samtímans.

Höfundur segir í þessum anda: „[T]víhyggjan, sem eðlishyggja kynferðisskilgreininga byggir á, fær ekki lengur staðist í fræðunum. Heimspeki og vísindi 20. aldar samþykkja ekki lengur sundurgreiningu skynsemi og tilfinninga annars vegar, og líkama og sálar hins vegar, … „Flestar eðlishyggjukenningar standast ekki nánari skoðun, því kenning sem kveður á um hvað er sameiginlegt með öllum mönnum, öllum konum, öllum körlum reynist röng ef hún á ekki við alla menn, alla konur, alla karla.“

Tja! Slíka staðhæfingu og hugtakaleikni virðist ekki þurfa að útskýra nánar. Það er tvíhyggja að segja, að veröldin sé svört-hvít. Þannig getur hún verið. En hvert mannsbarn veit, að tilbrigði þar á milli eru mörg. Og þetta vissi ábyggilega Aristóteles.

Flestir kynjafræðinganna sitja í þessari hugtakasúpu. Það er sama, hvernig þeir snúa sér, ævinlega þvælast hin andstæðu skaut fyrir þeim, þó engum sé tamari já/nei hugsun, þ.e. að ekkert sé annað hvort, allt sé bæði og. Alhörðustu „bæði-og-sinnar“ tala því um kynrófið, þ.e. að kynferði sé reikult á rófi milli tveggja skauta. Þar hefur eðlishyggjutvískautahugsunin skotið upp kollinum aftur. Þetta ruglar þá í ríminu, almenning, svo og öll börnin, sem leita kyni sínu staðfestu.

Norður-ameríski heimspekingurinn, Judith Butler (f. 1956) hefur sig þó yfir tvíhyggjuna. Hún fullyrðir, að kyn sé ekki til, það sé bara um að ræða spjall og gjörninga, gjörningakynleysu. Sjálf er hún kynleysa. Sigríður segir heimspekisysturina fullyrða, „að hugtakið „konur“ merki ekki annað en ótilgreint svið mismunar, sem ekki er unnt að alhæfa eða draga saman með ákveðnu einkunnarorði. Að mati Butler er annar helsti annmarki mismunarskilgreininga sá að þær eru ævinlega brenndar marki hefðbundinnar tvíhyggju kynjaskilgreininga, sem viðheldur stigsskiptingu kynjanna og misréttinu sem einkennir hana.“ (Stigskipting í þessu sambandi merkir væntanlega misrétti!)

Sigríður tekur kröftuglega til andmæla gegn kynleysuhugtakinu og segir kyn víst vera til. Hvernig ættu kvenfrelsarar að öðrum kosti að frelsa konur undan körlum, ef ekkert er kynið?


Hryðjuverk í hugarfylgsnum. Taugatæknifræði og stjórn hugans

Flestir þekkja yfirvarp innrása Vesturveldanna í annarra manna ríki; frelsa íbúa og kenna þeim lýðræði - eða varðveita eigið frelsi og lýðræði. Þetta er eins konar vörumerki Bandaríkjamanna og Nató.

Færri gera sér grein fyrir, að ríkisstjórnir Vesturlanda vinna gegn eigin þegnum, að töluverðu leyti, til að ná yfirþjóðlegum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum) - og Evrópusambandsins reyndar einnig, sbr. þróunar- og rannsóknaráætlunina, „Sjóndeildarhring Evrópu“ (Horizon Europe).

Það vakir t.d. fyrir yfirvöldum Evrópusambandsins aðlaga okkur að loftlagsbreytingum, rafmynt, snjallborgum og netöryggi (stafrænt aðgengi að netinu), svo eitthvað sé nefnt. Ofurtölvan og gervigreindin eru mál málanna.

Viðleitni stjórnvalda og ofangreindra aðilja til að ná beinni stjórn á huga vorum og taugakerfi, er á fárra vitorði. Vitundariðnaðurinn er svo sannarlega margfaldur í roðinu.

Þróun þessarar tækni er komin vel á veg. Beint inngrip í hugann og eftirlit er t.d. framkvæmt með stafrænni tækni, rafsegulbylgju-, örgjörva- og tölvuagnatækni (nanotechnology - ). Sú síðastnefnda var m.a. notuð við gerð bóluefna gegn covid-19 veirunni. En taugaflöguígræðsla er vissulega líka þekkt.

José Manuel Rodriguiez Delgado (1915-2011), var brautryðjandi við flöguígræðslu (chip) í heilabú manna og dýra. Hann skrifaði árið 1969 bókina: „Efnisleg stjórnun hugans: Áleiðis til sálsiðaðs samfélags (Physical Control of the Mind: Toward a Psychocivilized Society). Hann segir m.a.:

„Maðurinn hefur engan rétt til eigin hugþroska. Frjálslyndisleg viðhorf í þessu efni hafa víðtæka skírskotun. Það verður að raftengja heilann. Sá dagur mun koma, að herjum og hershöfðingjum verði stjórnað við raförvun heilans.“

Aukin þekking í líffræði og tölvutækni býður forsjárhyggju- og stjórnlyndisfólkinu sífellt upp á nýjar aðferðir við notkun tölvuagnstýra eða -ráða (nanobot). Fræðigreinin um þetta kallast tölvuagnfræði (nanobotics). Ofursmáar agnir úr gerviefnum eru forritaðar, svo þær megi örva eðlileg boð líkamans eða yfirtaka þau.

Raymond Kurzweil (f. 1948) hefur líka skrifað bók um efnið; „Sérstaðan er nálæg: Þegar mannkind rýfur múra eðlisins (The Singularity is Near: When Humans Transcend Biology). Hann hefur einnig skrifað um þetta grein í The Guardian.

Agntölvurnar, sem streyma um blóðrásina, má forrita með ýmsum hætti, t.d. til að greina og virkja varnir gegn sjúkdómum, endurræsa frumur eða styrkja, hugsanlega með þeim árangri, að við yrðum ódauðleg. Slík inngrip gera manninn að tölvumenni (transhumanism, cyborg (tölvuvélmenni)), blending lífveru og tölvu. Líftölvuagnfræði heitir sú grein (bionanotechnology).

Agnir (nano eða nanometre eða agnmetri er einn milljarðasti úr metra) voru t.d. notaðar til að koma hluta covid-19 veirunnar inn í frumur líkamans, sem þannig dreifðist með blóðrásinni og virkjaði ónæmiskerfið til varna. Tæknin hefur líka verið notuð til að hnitmiða notkun krabbameinslyfja.

Tékkneski heimspekingurinn og hagfræðingurinn, Mojmir Babacek (f. 1947) hefur skrifað athygliverðar greinar um þessa þróun. Hann hefur sömuleiðis ritað opið bréf til Evrópusambandsins, þar sem hann greinir frá þeirri ógn við frelsi, sjálfræði, sjálfsvirðingu og lýðræði, sem af þessari tækni stafar.

Mojir bendir eins og fyrrgreindur José Manuel, á, að hernaðaryfirvöld hafi líka fengið augastað á þessari tækni. Cornelis van der Klaauw, hollenskur herforingi í Nató og sérfræðingur í herkænskumiðlun (strategic communication), segir til að mynda:

Ástæða þess að fórnarlömbin (target) verða ekki vör við innrásina í huga sinn, er sú, að hún sneiðir hjá árvekni hugans, beinist að ómeðvitaðri deild hans, en þar eru flestar ákvarðanir teknar. Innrásir í fylgsni hugans eiga sér ekki bara stað í vísindaskáldsögum lengur. Þær eru raunverulegar.

Taugatölvutækni (neural nanotechnology) má beita til að koma stjórnráði (nano-sized robot) í blóðrásina, sem tekur sér bólfestu í námunda við tiltekna frumu. Þannig má beintengja heilann við gervigreindartölvu fram hjá vökulum skilningarvitum. Jafnvel þótt vinna megi áfangasigur á öðrum vígvöllum (tactical and operational victory), er mannshugurinn sá einasti vígvöllur, þar sem fullum sigri má ná.

Taugavopnin (neuroweapon) eru vopna farsælust og er beitt gegn einstaklingum, svo og hjörðum (crowd control technology, radio frequency weapons, directed energy weapons). Það er með þessi stríð sem önnur, minnir David Skripac okkur á; þau eiga rót sína í græðgi og hagsmunagæslu(https://www.bitchute.com/video/fo3pOKatXitc/).

Þróun taugahernaðartækni er stunduð víða. Hún er samtvinnuð annari þróun á boð- og snjallsviði. Vonir standa til, að sjötta kynslóð snjallsíma- eða boðkerfa (6G) sé þess megnug að tengja taugakerfi fólks beint við alnetið.

Ætli íslenska leyniþjónustan, sem nú er í örum vexti fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, hugsi sér ekki gott til glóðarinnar?

https://frettin.is/2022/05/31/tolvuagnastyring-huga-og-heilsu-liftolvuagnfraedi-og-sjalfbaera-saelurikid/ https://www.globalresearch.ca/author/david-skripac https://www.globalresearch.ca/our-species-genetically-modified-witnessing-humanity-march-toward-extinction-viruses-friends-not-foes/5763670 https://rumble.com/v4gd9rw-trudeau-panics-as-arrest-warrants-issued-against-wef-young-global-leaders.html https://www.globalresearch.ca/moving-toward-global-empire-humanity-sentenced-unipolar-prison-digital-gulag/5818824 https://expose-news.com/2024/02/29/horizon-europe-is-a-euphemism-for-technocracy/ https://eufunds.me/articles-horizon-europe/ https://www.globalresearch.ca/if-democracy-win-world-united-nations-organization-must-become-democratic/5826398?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/peoples-brains-bodies-not-protected-against-attacks-electromagnetic-waves-neurotechnologies/5820193 https://www.globalresearch.ca/why-governments-around-world-classify-information-about-effects-pulsed-mirowaves-extra-low-frequency-electromagnetic-waves-human-brains/5839545 https://www.globalresearch.ca/let-us-try-save-freedom-democracy/5839838 https://www.globalresearch.ca/world-competition-control-human-brains-should-stopped/5849422?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/about-time-stop-world-competition-control-human-brains/5850919


Guðlegar grillur, meiðing og múgsefjun

Það fór svo aldrei svo, að trúarleiðtogar gætu ekki sameinast í einni trú. Það er trúin á helvítishlýnunina, sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna svo kallar. Þeir hafa gefið út boðorðin tíu um loftlagsiðrun:

Við erum þjónar veraldarinnar; sköpun ber vitni um guðdóm; lífið er allt samtvinnað; bakið ekki tjón; hugsið til morgundagsins; hefjumst yfir sjálf okkur; breyttu innra andrúmslofti; iðrastu og snúðu við; sérhver gjörningur skiptir máli og beittu huganum, opnaðu hjartað.

Lagður var grundvöllur að hinum nýju sameiginlegu trúarbrögðum mannkyns árið 1991, þegar samkunda auðkýfinga og stjórnmálamanna, Rómarklúbburinn svonefndi, gaf út Nýju biblíuna; „Fyrstu alheimsbyltinguna: Skýrslu ráðs Rómarklúbbsins“ (The first global revolution: A report by the council of the Club of Rome). Þar skrifar Herra Alexander King, einn stofnenda þessarar virðulegu samkundu:

„Í leitinni að sameiginlegum óvini til að skipa okkur saman fæddist sú hugmynd, að mengun, ógnin af ofhitun alheimsins, vatnsskortur, hungursneyð og þess háttar, væri líkleg til árangurs. … Hinn raunverulegi óvinur væri mannkynið sjálft.“

Þetta fagnaðarerindi hefur nú verið „meitlað“ í tíu boðorð eins og Moses gerði forðum í Sínaí eyðimörkinni, þegar hann meitlaði orð Guðs, Jahve, í stein.

Það hlýtur að koma á óvart, að páfi kristinna manna skuli afbaka orð og gjörning Jesúar Maríusonar og Jósefs. Jesús boðaði nefnilega, að mannkyn skyldi tímgast í ást og virðingu - og ekki stunda okurlánastarfsemi. Enda var hann líflátinn fyrir tilstilli afkomenda Mósesar, Farísea eða Gyðinga.

Nú er sum sé öldin önnur. Páfi er genginn til liðs við Farísea og vill fækka fólki, því – eins og Rómarklúbburinn hélt fram – mannkynið er óvinur sjálfs sín.

Því miður er þetta ekki brandari dagsins. Þetta er vitnisburður um skelfilega múg- eða hjarðsefjun, rétt eins og lygaveirufarandurinn var.

Er ekki ráð að rumska? Íslensk stjórnvöld reka okkur í inn þessa rétttrúnaðarrétt – og hrópa hott, hott.

https://www.globalresearch.ca/biggest-lie-in-world-history-the-data-base-is-flawed-there-never-was-a-pandemic-the-covid-mandates-including-the-vaccine-are-invalid/5772008 https://matthewehret.substack.com/p/cop27-and-pope-francis-attack-on?utm_source=cross-post&publication_id=260045&post_id=87271769&utm_campaign=260045&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.prnewswire.com/news-releases/global-religious-leaders-promote-climate-action-during-un-climate-conference-cop-27-301677245.html https://rumble.com/v4ikcuw-wef-insider-reveals-the-new-911-will-be-a-global-famine.html


Sjónhverfinga- og svikamyllusamfélagið

(Birtist í vefritingu Krossgötum í júlí 2024)

Í ársbyrjun 1941 strengdi Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), forseti Bandaríkjanna, eins konar ármótaheit. Hann sagði Bandaríkjamenn „líta til framtíðar í veröld, sem reist væri á fjórum grunnstoðum frelsis.“ Þessar grunnstoðir eru:

Tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi þjóða til að tryggja þegnum sínum viðurværi og frelsi frá ógn og ótta, þ.e. víðtækri afvopnun til að koma í veg fyrir árás grannríkja.

Það er alkunna, að svo fór ekki. Raunar kveður hér við yfirgengilegan hræsnistón. Yfirlýsing James Monroe (1758-1831), forseta, um yfirráð Bandaríkjamanna í Nýja heiminum (Ameríku), var þá í fullu gildi og bandarísk yfirvöld höfðu beitt vélabrögðum, bæði gagnvart Mexíkó og Spánverjum, til að stofna til landvinningastríðs. Báðir þjóðirnar voru sakaðar um árásir.

Þriðja tálbeitan var í undirbúningi, þ.e. árás Japana á Perluhöfn (Pearl Harbour), sem svar við efnahagsþvingunum og afarkostum Bandaríkjamanna. Stjórnvöld og fjölmiðlar áttu samvinnu um að blekkja almenning, móta vitund hans og tryggja stuðning við stríð og landvinninga.

Efnahagsleg undirokun þjóða í Mið- og Suður-Ameríku, í þágu bandarískra auðjöfra, var þegar hafin á grundvelli Monroe yfirlýsingarinnar. Skírskotað var til hinnar „guðlegu“ skyldu Bandaríkjamanna að boða með öllum ráðum ágæti eigin hugmyndafræði. Það trúboð reið frumbyggjum Norður-Ameríku að fullu, myndbirtist í margföldum þjóðarmorðum.

Þannig var sniðmát að heimsveldisstefnu Bandaríkjanna í sjálfu sér fullmótað, þegar Franklin forseti flutti sína fjálglegu ræðu um frelsið. [1]

Það er einnig áhugavert í þessu sambandi, að þrátt fyrir yfirlýst stríð á hendur Þjóðverjum (Öxulveldunum) í annarri heimstyrjöldinni, baráttunni fyrir frelsi og lýðræði í Evrópu, flökraði Bandaríkjamönnum ekki við að eiga samvinnu við Þjóðverja, meðan á stríðinu stóð. Það átti bæði við um stjórnvöld og athafnamenn.

Samvinnan átti sér meira að segja stað, meðan á réttarhöldum bandamanna yfir Þjóðverjum stóð í Nürnberg. T.d. fluttu Bandaríkjamenn fjölda vísinda- og menntamanna Þjóðverja vestur um haf og leyniþjónustan, með Allan Welsh Dulles (1893-1969) í fararbroddi, skipulagði nýja þýska leyniþjónustu undir forystu Reinhard Gehlen (1902-1979), leiðtoga þeirrar gömlu á austurvígstöðvunum.

Neðanjarðarherdeildir Nató, stundum kenndar við Gladio (Gladiator), voru að hluta skipaðar þýskum hermönnum. Þeim var beitt til að hrella almenning til fylgispektar við kaldastríðsstefnu yfirvalda á Vesturlöndum með hryðjuverkum og morðum. Andstæðingum þeirra var oft og tíðum kennt um. Óþekkir þjóðarleiðtogar eins og Aldo Moro (1916-1978) og Charles de Gaulle (1890-1970) voru skotmörk hryðjuverkasveitanna. Aldo drápu þeir, en Charles slapp u.þ.b. þrjátíu sinnum við kúlur þeirra. Athafnamanninn, Enrico Mattei (1906-1962), drápu þeir líka. [2]

Kaldastríðspáfar Bandríkjanna/Nató létu sér ekki nægja að stofna hryðjuverkasveitir, sem beint var gegn almenningi og leiðtogum Vesturlanda, heldur lögðu þeir drög að hryðjuverkasveitum Múhammeðstrúarmanna - einkum tengdum Bræðralagi þeirra – undir leiðsögn sjálfs Zbigniew Brzezinski (1928-2017), aðalhugmyndafræðings um árásar- og heimsveldisstefnu Bandaríkjanna og fylgihnatta þeirra í Nató. En það yrði of langt mál að fjalla nánar um það hér. [3]

Í dagsins önn um átta áratugum, eftir að Franklin D. Roosevelt flutti frelsisræðu sína, erum við rækilega minnt á „brostna drauma“ forsetans á mörgum sviðum - og hvað eftir annað. Við höfum t.d. öðlast innsæi í hug- eða vitundarhernaðinn, þ.e. aðferðir fyrirtækja, samtaka, stjórnvalda og leyniþjónusta þeirra til að stjórna hugsun okkar og viðhorfum. Þær fela m.a. í sér brenglaða fjölmiðlun og þekkingu, skerðingu málfrelsis og annarra lýðréttinda eins og réttar til atvinnu og ferðalaga sem og ógnir um hamfarir af ýmsu tagi. Í raun réttri gengur ríkisvaldið enn lengra og þvingar fólk til þátttöku í vafasömum tilraunum með lyf eða bóluefni, sbr. covid-19 faraldurinn.

Hinir óþekku hljóta refsingu eins og alkunna er. Fjöldi lærðra og leikinna verða að þola viðurlög af hálfu hins opinbera í sambandi við umræðu um nefnd bóluefni og hvaðeina, sem hið opinbera, þjóðir og alþjóðasamtök, kunna að boða og framkvæma.

Það kveður svo rammt að þessu, að sumir tala – eins og áður er ýjað að - um „hugstríð“ (psychological eða cognitive warfare) gegn almenningi með reyndum og úthugsuðum aðferðum, allt frá rangfærslum til markvissra heilaþvottaaðgerða, jafnvel studda lyfjum. [4]

Hugveitur ríkisvaldsins og þeirra hagsmunaaðilja, sem það styður – það er nánast um samruna að ræða (stakeholder governance) – semja áróðursálitsgerðir um viðbrögð við gagnrýninni. Samdar eru áróðursþulur og -stef. Gagnrýni er sögð samsæriskenning. Og si svona til ofureinföldunar verður grunnstefið iðulega Gyðingahatur eða andstyggð á Semítum (þjóðir eða þjóðflokkar, sem lifðu og hrærðust í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs).

Og þá má einu gilda, hvað er gagnrýnt; bóluefni, styrjaldarrekstur, stundarfjórðungsborgir eða 5G. Oft og tíðum koma þó í brennidepil Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum) eða stríðin í Úkraínu og Ísrael. [5]

Uppljóstrarar eiga skiljanlega ekki sjö daganna sæla, þegar slíkir vindar blása. Svívirðilegastar hafa ofsóknirnar verið á hendur Edgar Snowden og Julian Assange. Hið lýðræðislega ríkisvald hefur berlega sýnt Medúsuandlit sitt, sem flestum var líklega framandi; þ.e. ofbeldis- og gerræðisásjónuna. Eins og kunnugt er, skutu stjórnvöld í Ekvador skjólshúsi yfir Julian í sendiráði sínu í Lundúnum.

Leyniþjónustu Bandaríkjanna er sérstaklega uppsigað við Julian, þar sem honum hefur tekist að skyggnast inn í þeirra helgustu tölvuvé (vault 7). Því skyldi krækja í hann með öllum ráðum. Meira að segja voru áætlanir um að ráða Julian af dögum. En hallarbylting í Ekvador varð lausnin, tilbrigði við „litaskrúðsbyltingar“ (colour revolution), sem notaðar hafa verið víða um heim.

Ný stjórnvöld í Ekvador framseldu Julian til Breta, sem vörpuðu honum í Belmarsh fangelsið. Því er stundum jafnað við pyndingafangelsi Bandaríkjamanna, Guantanamo, á Kúbu.

Stjörnublaðamaðurinn, Chris Hedges, er ómyrkur í máli: „Hin svarta mulningsvél heimsveldisins, sem Julian Assange auðsýndi veröldinni, reyndi að mylja hann í fjórtán ár. Það skrúfaði fyrir fjármögnun hans, lokaði bankareikningum og greiðslukortum. Upp á hann voru lognar sakir um kynofbeldi til að framselja hann til Svíþjóðar. Þar átti að koma honum í hendur Bandaríkjamanna.“

Í þessu samband er hollt að rifja upp orð samfélagsfræðingsins, Hannah Arendt (1906-1975), sem að öðrum ólöstuðum hefur lagt mest af mörkum til skilnings á alræðinu (totalitarianism).

„Markmiðið með allsherjar eftirliti er ekki, þegar upp er staðið, að ljóstra upp um glæpi, heldur að hafa allt til reiðu, þegar ríkisstjórnin tekur ákvörðun um fangelsun tiltekinna hópa þegnanna.“

Chris leggur út af orðum Hannah: „Þetta stöðuga eftirlit og einstaklingsbundin gögn eru sem banvæn veira í gagnahvelfingum stjórnvalda. Þau bíða þess að sleppa henni lausri gegn okkur. Það má einu gilda, hversu fánýtar eða sakleysislegar þessar upplýsingar eru. Í alræðisríkjum skiptir réttlætið ekki máli frekar en sannleikurinn.“

Julian er nú góðu heilli frjáls maður, þökk sé almenningsvaldinu, enda þótt barátta einstakra stjórnmálamanna í Ástralíu, heimalandi Julian, hafi trúlega haft úrslitaáhrif. Nefna ber sérstaklega þátt Anthony Albanese, fyrrverandi forsætisráðherra, í því sambandi.

Fyrrum vopnaeftirlitsmaðurinn, Scott Ritter, er þó ekki öldungis sáttur við málalokin. Hann kallar þau „Hinn svarta dag Bandaríkjanna“ og bætir við:

„Með því að leyfa bandarískum stjórnvöldum að þvinga Julian Assange til að játa á sig glæp, sem hann ekki framdi, hafa Bandaríkin dæmt sjálf sig til að verða það land, þar sem það telst glæpur að segja sannleikann.“ [7]

Ástralski þingmaðurinn, Malcolm Roberts, hélt ræðu í þinginu í tilefni af heimkomu Julian. Hann þakkaði þeim, er stuðluðu að frelsun hans. Malcolm þakkaði jafnframt Julian fyrir uppljóstranir sínar og gagnrýndi fjölmiðla fyrir að látið hjá líða að krefjast þess, að stjórnmálamenn öxluðu ábyrgð. Í stað þess að gagnrýna gengu fjölmiðlar í eina sæng með alheimsvaldinu (globalist) og töluðu fyrir áætlunum þess. Þingmaðurinn leggur áherslu á rétt fólks til að tjá sig og undrast bolabrögð ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir það. [8]

Þýski blaðamaðurinn, Udo Ulfkotte (1960-2017), gaf svipaðan vitnisburð um fjölmiðla:

„Ég hef verið blaðamaður í aldarfjórðung. Ég var menntaður til að ljúga, svíkja og fela sannleikann fyrir almenningi. En nú er nóg komið og engin leið til baka, þegar ég verð vitni að því, hvernig þýskir og bandarískir fjölmiðlar leitast við að efna til stríðs í heimahögum Evrópubúa og eggja til stríðs við Rússa.

Ég spyrni við fótum og játa fyrri mistök, þ.e. að hafa fólk að ginningarfíflum og semja áróður gegn Rússum. Starfsbræður og -systur hafa rangt við nú sem endranær. Þeim er mútað til að svíkja fólk, ekki einungis í Þýsklandi, heldur um alla Evrópu.“ [9]

Julian var handtekinn í kjölfar birtingar trúnaðargagna Bandaríkjastjórnar og Leyniþjónustunnar - sem stundum virðist ríki í ríkinu – einkum og sér í lagi vegna stríðsglæpanna í Írak. Hvað stríðsglæpi varðar, er af mörgu að taka, enda hefur ekkert ríki í veröldinni hegðað sér í svo einskærri mótsögn við orð Franklin D. Roosevelt og einmitt Bandaríkin; ríki hinna hugdjörfu og frjálsu.

Julian sagði: „Sérhvert stríð síðustu fimmtíu árin hefur verið háð vegna lyga í fjölmiðlum. Almenningur kærir sig ekki um stríð. Það verður að blekkja hann til stuðnings við stríð.“

Fyrrum þingmaður á bandaríska þinginu, Dennis Kucinich, tekur óbeint undir orð Julian, þegar hann segir, að stríðin, sem nú eru í burðarliðnum, séu ekki háð til varnar föðurlandinu, heldur séu þau birtingarmynd hörmulegrar stjórnmálaforystu. Enn fremur:

„Þeir, sem frásögninni stjórna og hvetja í síbylju til alvarlegri stríðsátaka til lausnar allra ágreiningsefna, halda um stjórnartaumana í Bandaríkjunum, og hafa örlög framtíðarkynslóða Bandaríkjamanna í hendi sér. [Þeir] leiða okkur út á glötunarhyldýpi. Þaðan verður ekki snúið.

Hergagnaiðnaðarbáknið (military industrial complex), sem [Dwight David] Eisenhower (1890-1969), forseti Bandaríkjanna], lýsti svo hyggilega, hefur um þessar mundir heljartak á fjárlögum Bandaríkjanna, stjórnmálum, utanríkismálum og fjölmiðlun.

Bandaríkin eru að springa innan frá, meðan leiðtogar okkar þeytast hvað eftir annað umhverfis jörðina í tortímingarleiðangra,“ heldur Dennis áfram. [10]

Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, Larry Johnson, gefur sjónhverfingastjórnmálamönnum heimalandsins hefur bága einkunn. Heilaspuni, hugvillur og sjónhverfingar hafi gert þá að eins konar veruleikavillingum, sem trúi því m.a., að stjórnmálamenn annarra þjóða séu haldnir sömu villu. Hann segir:

„Ólíkt því sem við á um marga leiðtoga Vesturlanda, segja rússneskir erindrekar það, sem þeir meina. Það temja sér ekki að setja fram hégómlegar, innantómar hótanir.“

Larry bendir á varautanríkismálaráðherra Rússa, Sergei Ryabkov, sem dæmi. Sergei sagði:

„Ég hvet þessar verur [stjórnmálamenn í Bandaríkjunum] … til að verja hluta tíma síns, sem þeir virðast eyða í tölvuleiki, ef marka má kæruleysislega nálgun þeirra, til að ígrunda ítarlega, hvað [Vladimir] Putin hefur látið sér um munn fara.“ [11]

Breski blaðamaðurinn, Matthew Kennard, hefur skrifað um þetta bók, ”Svikaríkið. Frakki fréttaritarinn gegn bandaríska heimsveldinu” (The Racket: A Rogue Reporter vs The American Empire), þar sem hann flettir ofan af vélabrögðum bandaríska heimsveldisins; grimmd, lygum og hættulegum hugvillum, sem fulltrúar þess, blindir á eigin gjörðir, trúa sem heilögum sannleika. Flóttinn inn í eigin hugvillur og ímyndanir, gera þá ónæma fyrir beinhörðum og óþægilegum staðreyndum.

Óheiðarleika, lygum og fölsunum, virðast fá takmörk sett. Meira að segja þjófnaður er litinn hýru auga í heimi sjónhverfinganna. Það er nefnilega alkunna, að Bandaríkin og Bretar hafi stolið gjaldeyrisvaraforða Afgana og Venesúelabúa. Nú gerast fleiri evrópsk ríki þjófsnautar og stela sjóðum Rússa í raun, enda þótt það heiti að gera upptæka vexti til að standa straum af stríðsrekstri Úkraínumanna. Þetta er vitaskuld siðleysa og ólöglegur gjörningur samkvæmt alþjóðalögum. Það er svo sem engin furða, að blaðamaðurinn, Paul Cudenec, kalli þetta „glæpræði“ (criminocracy). [12]

Blaðamaðurinn, Jonathan Cook, talar hins vegar um þykjustustjórnmál (make-believe-politics). Skjölin, sem Julian Assange varpaði hulunni af, bera m.a. vitni um þau, og sýna þar að auki, að leiðtogar Vesturlanda skirrast heldur ekki við að tortíma heilu samfélögunum til að tryggja sjálfum sér auð. Og svo er ætlast til þess, að við leggjum trúnað á gildi lýðræðis, áreiðanleika og opið stjórnarfar.

Leiðtogarnir, segir Jonathan, „sýna engan áhuga á því að halda í heiðri virtum gildum eins og frelsi fjölmiðla, nema þegar hann beinist gegn fjandmönnum þeirra.“

Lygar, sjónhverfingar og þykjusta, minna um margt á starfsemi veruleikasmiðjunnar, Hollývúdd. Kvikmyndin, „Dillið seppanum“ (Wag the Dog) frá árinu 1997, er sérstaklega eftirminnileg. Stjórnmálamenn og stríðsauðvald vantaði stríð til að koma vopnum í verð – eða eins og það iðulega er kallað að verja lýðræði, frelsi og mannréttindi. Albanía varð fyrir valinu.

Á svipstundu var unnin fréttamynd með dæmigerðum uppspuna og hrollvekjandi myndefni. Búinn var til fjandi Bandaríkjamanna og hins frjálsa heims eins og hendi væri veifað. Almenningur ætti að þekkja til svipaðra áróðurssviðsetninga síðustu áratugina.

Kvikmyndaáhorfendur hafa vafalítið dáðst að töfra- og blekkingarbrögðum iðnaðarins, þar sem persónur eru endurskapaðar, eignast tvífara. Við þekkjum líka þær undursamlegu breytingar á útliti, sem listamenn meðal lækna eru færir um að gera. En færri vita líklega, að Leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi á að skipa heilli deild sjónhverfingamanna, sem – að sögn uppljóstrara – tók tæknimönnum Hollývúdd fram að snilli.

Fréttamenn, „Raddar fólksins“ (The People‘s Voice) hafa fjallað um þetta og telja sig hafa sýnt fram á, að fyrrum forsetafrú, Michelle Obama, sé kynskiptingur (transsexual), og að Jósep Biden eigi sér tvífara. Það tekur m.a. dóttir hans undir. Barrack Obama hefur margsinnis talað um Michelle sem Michael.

David Sörensen hjá „World Control“ tekur undir þessa greiningu á Jósep og telur slíkar hamfarir einnig skýra „stökkbreytingu“ á Vladimir Putin, sem einu sinni var „skólastrákur“ hjá Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum), en umbreyttist og varð kirkjurækinn þjóðernissinni og íhaldsmaður, andsnúinn eyðileggingu fjölskyldu og kyns m.a.

Svipaðar blekkingar hafa vitaskuld verið iðkaðar í stjórnmálum áður. Það er ekki ýkja langt síðan, að almúginn var upplýstur um, að leikari hefði verið fenginn til að flytja ræður Winston Leonard Spencer Churchill (1874-1965), forsætisráðherra Breta, þegar hann sauðdrukkinn hvorki mátti mæla né hugsa.

Hvað svo sem um hamfarir í þessu efni mætti segja, er óhætt að fullyrða, að víða sé maðkur í mysunni og að margt sé skrítið í kýrhausnum.

Hellislíking forngríska spekingsins, Plato (428/423-348/347), gæti verið skilningsljós. Í hellinum sáu hellisbúar nefnilega bara skuggamyndir veruleikans, en aldrei raun rétta. Og því gerðu þeir sér ekki grein fyrir. [1]

https://canadianpatriot.org/2021/01/08/fdrs-four-freedoms-indict-inspire-us-today/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2289636/ [2] https://canadianpatriotreview.substack.com/p/what-happened-to-americas-anti-fascist?utm_source=post-email-title&publication_id=2375857&post_id=143145754&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/month/2023/10/ https://rumble.com/v3xbe6m-ep454-jfkgladio.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.corbettreport.com/jfkgladio/ https://www.reddit.com/r/Documentaries/comments/29psbh/full_bbc_documentary_operation_gladio_1992/https://www.reddit.com/r/Documentaries/comments/29psbh/full_bbc_documentary_operation_gladio_1992/ https://www.corbettreport.com/episode-049-paperclipped-nazis-and-stay-behind-gladios/ https://www.corbettreport.com/episode-256-gladio-revisited/ https://www.corbettreport.com/episode-298-gladio-b-and-the-battle-for-eurasia/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2298915/ [3] https://www.sott.net/article/352366-Grand-architect-of-modern-terrorism-The-true-horror-of-Zbigniew-Brzezinskis-policies https://neistar.is/greinar/nato-bol-evropu-ganga-nato-til-strids/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR30-2eUs-orz-SQWZzz_EXypi8MVqOwaigY7GSBbYnUTplUDIMDo-PZvxA_aem_7plH338pzVg6C_WHVW0vgQ [4] https://canadianpatriotreview.substack.com/p/mindspace-psyops-and-cognitive-warfare?utm_source=post-email-title&publication_id=2375857&post_id=143145531&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://neistar.is/greinar/arodurssamfelagid/ https://frettin.is/2023/09/17/vitundarmotun-og-vitfirring-lygar-stjornmalamanna-og-fjolmidla/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300652/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2275849/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2294290/ [5] https://winteroak.org.uk/2024/07/03/the-military-industrial-guilt-complex/ - https://www.wlrk.com/docs/weforumorgDavosManifesto2020TheUniversalPurposeofaCompanyintheFourthIndustrialRevolution.pdf - https://corpgov.law.harvard.edu/2022/01/21/stakeholder-governance-and-purpose-of-the-corporation/ [6] https://chrishedges.substack.com/p/you-saved-julian-assange?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=146000775&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email [7] https://scottritter.substack.com/p/americas-dark-day?publication_id=6892&post_id=145990570&isFreemail=true&r=2waqwl&triedRedirect=true [8] https://efrat.substack.com/p/senator-roberts-acknowledges-julian?utm_source=post-email-title&publication_id=1148466&post_id=146140318&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email [9] https://frettin.is/2023/04/19/fjolmidlar-fylgja-logmaetu-mafiunni-ad-malum-fjolmidlavaendi/ https://frettin.is/category/arodur/ https://stopworldcontrol.com/ukraine/ [10] https://denniskucinich.substack.com/p/draft-notice-from-the-shop-of-horrors?utm_source=post-email-title&publication_id=1441588&post_id=145960007&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email - https://www.declassifieduk.org/the-impending-collapse-of-the-american-empire/ https://winteroak.org.uk/2024/07/03/the-military-industrial-guilt-complex/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2289517/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2301741/ [11] https://sonar21.com/russia-is-flashing-red-the-west-better-pay-attention/ [12] https://winteroak.org.uk/2024/06/25/the-acorn-94/#2 https://sputnikglobe.com/20240625/eu-accelerates-de-dollarization-by-stealing-russian-money-1119126047.html - https://winteroak.org.uk/2024/06/25/the-acorn-94/#2 [13] https://www.realnewsandhistory.com/anyt-11-26-23/ https://rumble.com/v55cuxo-leaked-docs-show-michelle-obama-listed-as-male-on-2024-voter-forms.html https://stopworldcontrol.com/ukraine/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband