Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023
Endurskoðun sögunnar stendur nú sem hæst. Það á einnig við um samskipti kynjanna. Ég varð furðu lostinn fyrir nokkrum mánuðum síðan, þegar ég horfði á kvikmynd um Elísabetu I (1533-1603), Bretadrottningu.
Skömmu áður en Elísabet lét höggva höfuðið af frænku sinni og drottningu Skota, Maríu I Stuart (1542-1587), áttu þær spjall saman um lífið og tilveruna. Eitt hugðarefnanna á þessari ögurstundu voru karlmenn. Þær sammæltust um, að þeir væru kvenkyninu óþægur ljár í þúfu eða eitthvað á þá leið.
Það vakir fyrir kvenfrelsunarleikstjórum að rétta hlut kvenna í veröldu, sem karlar hafa ráðið, að þeirra sögn. Það fylgir sögunni, að bannsettur karlpeningurinn hafi gert lítið úr þætti systranna í mannkynssögunni.
Þessu eru gerð ágæt skil í þáttaröðinni og kvikmyndinni, Rauða tjaldinu (The Red Tent). Myndin er gerð eftir metsölubók Anita Diamant með sama nafni. Framleiðandi er Paula Weinstein og leikstjóri Roger Young.
Sögur Bíblíunnar eru endurtúlkaðar frá sjónarhóli kvennanna, samkvæmt hugarflugi höfundar. Aðalpersónan er Dína (Dinah) í Mósebók. Hún átti í raun fjórar mæður. Allar voru þær eiginkonur föðurins, Jakobs. Dína átti tólf bræður. Þeir urðu stofnfeður Ísraela.
Frásögn Dínu er í anda kvenfrelsunartúlkunar samtímans um grimmd karla í garð kvenna. Rauða tjaldið verður eins konar þjáningafangelsi kvenna við blæðingar, fæðingar, sjúkdóm, kynlífs- og trúarvígslu ættkvíslarinnar. Í tjaldinu rauða varðveita konurnar forna gyðjutrúararfleifð, sem Jakobi er í nöp við, því hann er föðurveldisnaggur.
Bræður Dínu eru fullir öfundar og grimmdar og ganga meira að segja af elskhuga hennar dauðum. Þá hefjast hrakningar Dínu. Hún flæmist alla leið til Egyptalands. En ljótu bræðurnir ellefu tóku líka upp á því, að selja yngsta bróðurinn og uppáhald föðurins, Jósef, í þrældóm. Leið hans lá einnig til Egyptalands, þar sem hann hófst til mikilla metorða. Þar hittust hálfsystkinin og urðu fagnaðarfundir. Jósef var sum sé ekki alslæmur.
Það er meira af svo góðu. Netflix sýnir um þessar mundir heimildarmynd um Kleópötru VII, hinn mikla einvald Egypta fyrir tveim árþúsundum eða svo. Um það bil þrem öldum fyrr hafði Alexander mikli (356-323), konungur Makedóníu, lagt undir sig Egyptaland, og m.a. stofnsett lærdómsborgina, Alexandríu. Yfirstéttin varð skiljanlega grísk. Ptolomy I Soter (367-282) úr lífvarðarveit Alexanders, varð ættfaðir ættarveldis, sem tók við af hinum fornu Faróum. En það voru Rómverjar, sem ríktu umhverfis Miðjarðarhaf, þegar Kleópatra VII fyrst barði heiminn augum.
Kleópatra er kynnt til sögu af sex sögumönnum. Fimm þeirra eru konur. Það svífur kvenfrelsunarandi yfir vötnum. Karlinn, Islam Issa, Alexandríubúi, er greinilega undir sterkum áhrifum heimsöguendurskoðunarstefnu kvenfrelsunar- og eymdarhyggju (woke). Á heimasíðu sinni, kynnir Islam sig sem bókmenntagagnrýnanda og sagnfræðing. Þar má líka lesa lofræðu frá BBC; einn af markverðustu hugsunum í Sameinaða konungsdæminu. Hann hefur frísklegar frásagnir á hraðbergi.
Ágrip: Það var einu sinni í fyrndinni, að konur drottnuðu, bjuggu yfir óviðjafnanlegu valdi sem stríðsmenn, drottningar og mæður þjóða. Þær beygðu sig ekki í duftið fyrir nokkrum karli. Afrek þeirra endurómuðu í sögunni og enginn karlmaður bar yfir þær höfðuð og herðar. En konur þurftu að horfast í augu við hættur, sem enginn karlmaður hefur þurft að gera eins og fæðingu.
Svona kona var Kleópatra. Sögumenn spyrja, hvort hún hafi verið stjórnsnillingur eða drottning, sem dró karlmenn á tálar. (Kynbunið ofbeldi heitir það í dag.) Svar þeirra virðist vera, að Kleópatra hafi beitt kynkænsku og grimmd.
Umræðan um hörundslit Kleópötru er býsna skondin. Amma Shelley P. Haley, eins sögumanna, hafði látið í ljósi þá speki, að það mætti einu gilda, hvað fræðimenn segðu, Kleópatra hefði verið svört eins og hún.
Það sama á við um Jesú Jósefs- og Maríuson, samkvæmt kvenfrelsunarfræðunum. Kynskipti fornmanna eiga sér líka stað í endurtúlkun kvenfrelsaranna. Og viti menn! Hin gríska gyðja, Kleópatra, í heimildarmyndinni, er jörp á hörund og með svarta lokka í haddi.
Bræður sína lét Kleópatra myrða, rétt eins og systurina. Það fór líka illa fyrir ástmönnum hennar, rómversku mikilmennunum, sem hún dró á tálar eða átti í stjórnkænskulegu kynlífssambandi við. Júlíus Sesar/Julius Caesar (100-44), var myrtur, og Marcus Antonius (83-30), drepinn eða myrtur.
Þeim var ég verst, sem ég unni mest, sagði eitt mesta flagð Íslenskra sögubókmennta, Guðrún Ósvífursdóttir. Það fylgir ekki sögunni, hvorum Kleópatra hafi unnað mest, Júlíus eða Markúsi.. En hugsanlega var það Markús. Hvernig sem því líður segir sagan, að almenningur í Róm hafi lagt fæð á Kleópötru. Karlsögumaðurinn segir lýðinn hafa verið haldinn kvenfyrirlitningu og útlendingafælni. Helga Kress sagði, að konur íslenskra fornbókmenntanna hefðu beitt körlunum sínum sem peðum í valdatafli í mannlífsskákinni stóru, jafnvel att sonum sínum barnungum til hefnda.
Stjórnsnilld Kleópötru fólst í því að beita kyn- og persónutöfravaldi til að ríkja ein yfir Egyptalandi og tryggja syni hennar og Júlíusar erfðir yfir ríkjunum báðum.
Sögumenn gera sér í hugarlund, að Júlíus hefði aldrei áður komist í kynni við konu, sem væri svo sátt við kynferði sitt og örugg í kynlífi sínu. Það er hér um bil spaugilegt, því Júlíus hafði árum saman barist við germanska þjóðflokka og býsna líklegt, að hann hafi brynnt fola sínum í meyjarbrunni þar um slóðir. Meðal Germanskra þjóðflokka voru konur þjálfaðar í hermennsku til neyðarbrúks, rétt eins og konurnar í hinni fornu Spörtu. En yfirleitt var það hlutverk karla að berjast með vopnum og vernda konur sínar og börn.
Samkvæmt sögumönnum var Kleópatra mikil stríðshetja. Hún er sýnd sveifla æfingasverði í útlegð í Sýrlandi. Það var í sjálfu sér einasti bardaginn, sem hún tók þátt í með vopn í hendi. Hins vegar sigldi hún (og lét herkarlana róa) flota sínum til Tyrklands með ástmanni sínum, Markúsi, til að berja á Gaius Octavius (63-14), sem síðar varð Ágústus, keisari Rómverja.
Það er frá því sagt, að herforingjar Markúsar hafi verið tregir til að fara að fyrirmælum Kleópötru. Sögumenn telja það hafa verið vegna kynferðis Kleópötru eins og viðkvæðið er í dag, en ekki vegna þess, að hún hefði ekki hundsvit á hernaði. Enda fór það svo, að Kleópatra sá sína sæng útreidda, skipaði herkörlum sínum að róa sem skjótast heim aftur og lét Markús róa einn á báti. Svo fór um sjóferð þá.
Fórnarlambsviðhorf sögumanna er neyðarlega greinilegt, þegar þeir segja, að Kleópatra hafi barist hetjulega við óvini sína og leikið á keppninauta, skilið eftir sig spor í mannkynssögunni svo djúp, að engum karlmanni muni lánast að má þau út.
Hvers vegna ættu þeir svo sem að gera það? Kannski til að kúga þær? Því halda kvenfrelsarar fram. En það voru þrátt fyrir allt karlar, sem tryggðu hásæti Kleópötru og féllu í hégómlegum stríðum hennar.
Það voru líka karlar (að mestu leyti), sem héldu minningu hennar á lofti og skrifuðu sögu hennar. Gríski sagnfræðingurinn, Plutarchos/Plutarch (46-119?), er þar fremstur meðal jafningja.
Það var reyndar heil sögubókmenntagrein karla á miðöldum að skrifa um konur fornaldar og samtímas, lofa þær og mæra. Sagnfræðingar meðal karla hafa síður en svo stungið afreksverkum og lífi kvenna undir stól. Það er hluti af óskhyggjusagnfræði kvenfrelsaranna. En það er hárrétt hjá sögumönnum, að voldugar drottningar og önnur kvenfyrirmenni hafi ríkt í veröldinni frá ómunatíð.
Eins og kunnugt er miðar kvenfrelsun einnig að því að fjölga konum í hlutverkum, sem lengi vel féll í skaut karla að sinna. Kvikmyndaframleiðendum rennur blóðið til skyldunnar að endurspegla þessa þróun. Hörkukerlingar og kvenhetjur hafa séð dagsins ljós á tjaldinu, hver á fætur annarri. Þær skjóta karlhetjunum yfirleitt ref fyrir rass, því þær eru svo öflugar, klárar, tilfinningalega þroskaðar og réttlátar, svo fátt eitt sé nefnt.
Óneitanlega fær þessi iðnaður á sig spaugilegt svipmót eins og þegar smávaxin og fíngerð kona rústar eins og tólf körlum í eins hvers konar fjölbragðaglímu, ýgari en uxi eða úlfur. Og það er víðs fjarri, að hún brynni músum eða sýni hluttekningu eða riddaraskap. Það er stundum eins og ofbeldisþættir karlmennskunnar umhverfist í góða og uppbyggilega kvenmennsku.
Kanadíski enskuprófessorinn fyrrverandi, Janice Fiamengo, skrifar í þessu viðfangi ágæta hugleiðingu um enn þá eina þáttaröð frá Netflix, Stjórnarerindrekann (The Diplomat). Þar er ofurafl kvenna áberandi. Titill greinar hennar er: Sæl Kata, hversu oft lemur þú karlinn þinn?
Í stuttu máli er boðskapurinn sá, að á vorum kvenfrelsunartímum sé andstyggðarhegðun af hálfu karla, bæði leyfileg og æskileg af hálfu kvenna. Þannig sýni þær árangur valdeflingar, mátt sinn og megin.
Hin nýja kvenmennska verður til við að tileinka sér skrumstælda karlmennsku. Kvenfrelsarar kalla það hins vegar nýja og eftirsóknarverða karlmennsku, þegar karlar hafa loksins lært að skæla og tjá tilfinningar eins og konur. Það er róið að því öllum árum að móta slíka karlmennsku.
En tólfunum kastar, þegar heimilis- og kynofbeldismaðurinn, Lorena Bobbit, er sýnd í hetjuljóma. Hún vann það sér til frægðar að skera fyðilinn undan eiginkarli sínum árið 1993.
Janice, Tom Golden og Paul Elam, ræða mál þessarar heimilisofbeldisófreskju, með skírskotun til heimildarmyndar um hana, sem Amazon gerði 2018. Það vakti fyrir Amazon að skoða glæpinn frá sjónarhóli Lorena, þjáninga hennar og sannleika.
Í raun réttri er Lorena fórnarlambið, samkvæmt endurtúlkuninni. Við handtökuna sagði Lorena: Sjálfur fær hann alltaf fullnægingu, en bíður aldrei eftir minni. Hann er sjálfselskur.
Við réttarhöldin setti hún fram ákæru um nauðgun og barsmíðar. Susan Fiester, geðlæknir, komst að því, að Lorena þjáðist af síðkominni áfallastreituröskun vegna ofbeldis í sambandinu og hefði skorið undan karli sínum í stundarbrjálæði. Lorena var því dæmd til fimm vikna vistar á geðsjúkrahúsi.
Í heimalandinu, Ekvador, fékk hún þjóðarhetjumóttökur, boðið í mat til forsetans m.a. Í Bandaríkjunum gerði Mary Beth Edelson höggmynd af Lorena. Hún er kölluð Kali Bobbitt. Ný gyðja fædd.
En Lorena var reyndar ekki sú fyrsta til að hefna sín með þessum hætti. Árið 1983 birtist, í bandarísku tímariti um skurðlækningar, grein um faraldur í Taílandi á áttunda áratugi síðustu aldar, þar sem konur skáru undan körlum sínum. Höfundar telja orsökina vera framhjáhald og niðurlægingu af hálfu karlanna.
https://en.wikipedia.org/wiki/The_Red_Tent_(miniseries) https://fiamengofile.substack.com/p/hey-kate-how-often-do-you-beat-your?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=5GvWxeVXV7E https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/0002961083904208?via%3Dihub https://www.nytimes.com/2019/01/30/arts/television/lorena-bobbitt-documentary-jordan-peele.html https://www.aljazeera.com/opinions/2023/5/1/cleopatra-was-egyptian-whether-black-or-brown-matters https://menaregood.substack.com/p/lorena-bobbitt-amazon-documentary?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://abcnews.go.com/US/25-years-back-infamous-lorena-bobbitt-case-captivated/story?id=56039933 https://en.wikipedia.org/wiki/John_and_Lorena_Bobbitt https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/9987415/ https://www.theguardian.com/education/2012/nov/19/improbable-research-thai-women-cut-off-penis
Sagnfræðingarnir, Gerry Docherty og Jim Macgregor, hafa í bókum sínum frá 2013 og 2018, sem bera titlana; Huldusaga. Leyndar orsakir fyrstu heimsstyrjaldar (Hidden History: The Secret Origins of the First World War) og Framlenging kvalarinnar: Hvernig ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna teygðu fyrstu heimsstyrjöldina um þrjú og hálft ár (Proloning the Agony: How the Anglo-American Establishment Deliberately Extended WW1 by Three-and-a-Half Years), sýnt fram á, hvernig auðkýfingar og stjórnvöld blésu lífi í styrjöldina.
Þeir segja: Það er fjarri lagi, að veröldin hafi gengið eins og grunlaus svefngengill á vit alþjóðlegs harmleiks. Það var leynifélag stríðsæsingamanna, sem gerði henni umsátur.
Þetta leynifélag er í raun hluti þess, sem nú er kallað heriðnaðarfjársamsteypan (military -financial-industrial complex). Heriðnjöfrarnir græddu á tá og fingri. Það þarf varla að taka fram, að nefndir hagsmunaaðiljar keyptu líka ritun sögunnar.
Þjóðverjar höfðu margsinnis beðið um friðarsamninga, án árangurs, áður en friðarsamningarnir áttu sér stað í París 1919. Þjóðverjar höfðu ekki tapað þumlungi lands. Í nauðungarsamningunum var allri skuld skellt á Þjóðverja og þeir neyddir til að greiða ógnarlegar skaðabætur.
Ofbeldið, óréttlætið og íþyngjandi sektir að viðbættum þeim hörmungum, sem hafnbannið olli varð jarðvegur að hreyfingu þjóðernisjafnaðarmanna eða nasista. Foringi þeirra var Adolf Hitler (1889-1945), sem heldur betur átti eftir að koma við sögu heimsmála.
Líklega var Adolf óskilgetinn krógi Rothschild ættarinnar. Samkvæmt bók Hansjürgen Köhler (Koehler), Gestapo að innanverðu: Skuggi Adolf Hitler yfir veröldinni (Inside the Gestapo: Adolf Hitlers shadow over the world), frá árunum 1939-40, segir hann söguna af Maria Anna Schicklgruber (1795-1847), ömmu Adolf. Höfundur skrifaði undir dulnefni. Hið rétta nafn hans var Walter Korode (1902-1983).
María Anna var þjónustustúlka á herrasetri Rauðskjöldunga í Vínarborg. Því má gera því skóna, að afa hans sé þar að finna. Sonurinn, Alois Schicklgruber Hitler (1837-1903), var faðir Adolf Hitler. Afinn er því líklega Anselm Salomon von Rothschild (1803-1874).
Bandaríski sálkönnuðurinn, Walter Charles Langer (1899-1981), segir sömu sögu í bók sinni, Hugur Hilter: Leyniskýrsla úr stríðinu (The Mind of Hitler: The Secret Wartime Report), frá árinu 1972. Walter var bróðir William Langer (1896-1977), yfirmanns Rannsókna- og greiningardeildar herleyniþjónustu Bandaríkjanna í annarri heimstyrjöldinni (The Office of Strategic Services (OSS), Research and Analysis Branch).
OSS var undanfari Leyniþjónustu Bandaríkjanna (Central Intelligence Service CIA). Walter starfaði þar sem sálkönnuður (psychoanalyst). Hann skrifaði leynilega 249 blaðsíðna skýrslu, sem var grundvöllur að ofangreindri bók.
Í Þýskalandi var loft lævi blandið í kjölfar heimsstyrjaldarinnar og smánarsamninganna í París og Versölum. Raunar má líta svo á, að um tímabundið vopnahlé hafi verið að ræða. Á rústum þýska keisaradæmis Otto von Bismarck, þ.e. sameinaðra þýskra smáríkja, var Weimar lýðveldið stofnað. Hópar byltingarmanna af sama sauðahúsi og hrifsuðu stjórnartaumana í Rússlandi, fóru þar hamförum.
Samtímis hófst öflug iðnaðaruppbygging í landinu. Alþjóðauðvaldið með Rauðskjöldunga í broddi fylkingar stofnaði til samvinnu við Adolf, óskilgetinn frænda sinn (að öllum líkindum). Laumuspil var hennar aðall.
Í bók sinni, Rothschild-ættinnni, (The Rothschilds), segir höfundur, austurrísk-bandaríski rithöfundurinn, Frederic Morton (1924-2015):
Jafnvel þótt ættin ríki yfir fjölda fyrirtækja í iðnaði, viðskiptum, málmvinnslu og ferðamennsku, kemur nafn Rothschild ekki fyrir. Þar sem þau eru í einkaeigu (private partnership), ber fjölskyldunni ekki skylda til að birta opinberlega greiðslujöfnunarbókhald (balance sheet). Og það gerir hún heldur ekki. [Ei heldur þarf hún] að birta annars konar skýrslur um fjárhagslega stöðu sína.
Rauðskjöldungar stunduðu atvinnurekstur víðs vegar um heim. Verkalýðurinn var ekki í stóru áliti. Alphonse de Rothschild sagði árið 1897:
Ég er þess fullviss, að verkalýðurinn sé almennt ánægður með hlutskipti sitt. Það verður að gera greinarmunum á vondum og góðum verkamönnum. Þeir, sem krefjast átta tíma vinnudags, eru latir og óhæfir. Hina, traustvekjandi fjölskyldufeður, fýsir í nægilega margar vinnustundir til að sjá fyrir sjáfum sér og fjölskyldunum. En ef svo færi, að þeir neyddust til að vinna einungis átta stundir á dag, er ljóst, hvað meirihluti þeirra myndi gera. Tja! Þeir myndu leggjast í drykkju. Hvað ættu þeir annars að gera?
Þetta viðhorf virtist ganga í erfðir. Natty Rotschild fnæsti og talaði - þegar velferð breskra verkamanna bar á góma um hina mjög svo ofdekruðu verkamenn, sem ynnu síður en svo of langan vinnudag.
Fræðimönnum hefur reynst ærið örðugt að skoða sögu Rauðskjöldunganna í þaula. Gary Allen skrifaði árið 1973 í bók sinni Enginn áræðir að kalla það samsæri (None Dare Call It Conspiracy):
Ein af meginástæðum þess sögulega myrkurs, sem umlykur hlutverk alþjóðlegra bankamanna í stjórnmálasögunni, er gyðinglegur uppruni Rothschild ættarinnar.
Gyðingættarþátttakendur í þessu samsæri hafa beitt fyrir sig Æruverndarbandalaginu (The Anti-Defamation League ADL) sem tæki til að telja alla á eða sannfæra um, að sérhver umræða um Rothschild veldið eða bandamenn þess, sé árás á alla Gyðinga.
Með þessum hætti hefur veldið komið í veg fyrir hér um bil alla heiðarlega fræðimennsku um alþjóðlega bankamenn og gert hana bannhelga við háskólanna. Sérhver einstaklingur eða bókarhöfundur, sem fjallar um efnið, verður umsvifalaust látinn sæta árásum á hálfu æruverndarsamtaka um land allt. Rökvísi eða sannleikur hefur aldrei þvælst fyrir þeim við atvinnumannslegan rógburð.
Reyndar er það svo, að engin hefur ríkara tilefni til reiði í garð Rotschild veldisins en aðrir Gyðingar. Rothschild-veldið tók þátt í fjármögnum Adolf Hitler.
Bankagyðingunum tókst með þessum hætti að þagga niður í bílaframleiðandanum, Henry Ford (1863-1947), sem meira að segja lét til leiðast að biðjast afsökunar á aðvörunum sínum um þjösnaskap þeirra fyrstnefndu.
Rauðskjöldungar sáu einnig gróðavon í fjármögnun sameignarríkisvalds eða samvinnuríkisvalds (corporate state) Benito Mussolini.
Ábending um lesefni:
Niall Ferguson. The House of Rothschild: The Worlds Greatest Banker 1849-1998.
C. Paul Vincent. The Politics of Hunger: The Allied Blockade of Germany Charles Higham. Trading with the Enemy: An Exposé of the Nazi-American Money Plot 1933-1949
Heimildir:
Mike King. The Bad War. Pdf. TomatoBubble.com Mike King. Wilson Warmonger. Pdf. TomatoBubble.com Mike S. King: Planet Rothschild I og II. Pdf. TomatoBubble.com
https://www.youtube.com/watch?v=kiY2XiRETPo https://stateofthenation.co/?p=17952 https://jinge.se/mediekritik/internationella-storfinansen-hjalpte-hitler.htm http://www.elliswashingtonreport.com/2021/03/07/a-brief-history-of-the-rothschild-khazarian-mafia-part-i-100-1200-ad/ https://www.forbes.com/2009/02/23/contrarian-markets-boeing-personal-finance_investopedia.html?sh=25e63911b59a https://en.wikipedia.org/wiki/Mayer_Amschel_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Nathan_Rothschild,_1st_Baron_Rothschild https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/ https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/2018/03/06/prolonging-the-agony-2-the-full-hidden-history-exposed/ https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/2018/02/27/prolonging-the-agony-1/ https://www.realhistorychan.com/ford--edison-vs-the-jewish-mafia.html https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/2017/05/16/first-world-war-hidden-history-blogs-an-update/ https://archive.org/details/wwi_20210205 https://winteroak.org.uk/2023/05/15/work-order-progress/ https://winteroak.org.uk/2023/05/02/adieu-to-the-illusion-of-democracy/ https://www.nytimes.com/2015/04/22/books/frederic-morton-author-and-essayist-dies-at-90.html http://www.elliswashingtonreport.com/2021/03/07/a-brief-history-of-the-rothschild-khazarian-mafia-part-i-100-1200-ad/ https://www.cia.gov/legacy/museum/artifact/a-psychological-analysis-of-adolph-hitler-by-walter-langer/ . https://en.wikipedia.org/wiki/Mayer_Amschel_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Nathan_Rothschild,_1st_Baron_Rothschild https://www.cia.gov/legacy/museum/artifact/a-psychological-analysis-of-adolph-hitler-by-walter-langer/
Eftir hernað í Serbíu, Sýrlandi, Írak, Afganistan og Líbíu, leikur það varla á tveim tungum, að Nató sé stríðsbandalag vestrænna þjóða, þar sem hagsmunir alþjóðaauðvaldsins ráði för. Hið raunverulega tilefni er iðulega sókn í auðlindir, hótun um eigin gjaldmiðil og hernaðaruppbygging.
Yfirskin og réttlæting málaliðanna í stjórnmálunum birtist með ýmsum hætti. Nær öll stríð Bandaríkjanna og taglhnýtinganna í Nató eru háð til að stuðla að friði, frelsi og lýðræði. En eftir ofangreindan stríðsrekstur er engu líkara en að áróðursmenn Nató hafi farið á tafsa, hiksta og hökta. Meira að segja þér, sem kæra sig kollótta um hringiðurnar í heimi úti, gátu vart annað klórað sér í kollinum.
En Natóskáldin voru undirbúin, þ.e. djúphugsuðir alheimsdrottnanna, sem veiddu kvenfrelsunarhreyfinguna í net sitt fyrir um hálfri öld síðan og kynlausingjahreyfinguna síðar. Peningar voru vitaskuld agnið. Auðjöfrasjóðir greiddu götuna og fjármögnuðu áróðurinn uns stjórnmálamenn komu honum á jötu skattgreiðenda. Þó eru auðjöfrasjóðirnir enn gjöfulir. Kvenfrelsunariðnaðurinn er orðinn eins og hver önnur áróðurssamsteypa.
Akurinn var plægður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og með góðum árangri. T.d. hefur verið stofnuð sérstök áróðursdeild, UN Women, og samin svokölluð sjálfbærnimarkmið. Frelsun kvenna og barna er eitt þeirra. Því var það í sjálfu sér nærtækt fyrir Natóskáldin að planta í sama frjósama farveg, enda var ráðinn sérstakur kvenfrelsunarerindreki að samtökunum, Kari Skåre. Hún sagði árið 2012:
Það er trúa okkar, að konur geti leikið lykilhlutverk við að koma á friði og öryggi, viðhalda og styrkja. Í samvinnu við samstarfsaðilja vora er hugmyndin að samþætta þessa grundvallarreglu daglegri sýslu á vettvangi stjórnmála, hernaðar og borgara sem og köllunar og aðgerða.
Í grein, sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Angelina Jolie (sem einnig er þátttakandi í Utanríkismálaráði Bandaríkjanna (Council of Foreign Relations), skrifuðu í breska dagblaðið, Guardian, kennir sömu grasa:
Það er spurning um frið og öryggi sem og félagslegt réttlæti að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi. Nató gæti leitt slíka viðleitni. Kynjaofbeldisköllun Nató heitir: Konur, friður og öryggi (Women, Peace and Security (WPS).
Stríðsbandlagið rembist nú við ímyndarsmíðina. Hin nýja ímynd lýsir friðsamlegum menningarsamtökum með jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi. Það auðsýnir gæsku í garð kvenna og barna, sem þau eru tilbúin að verja fyrir Rússum og öðrum illmennum, ef þurfa þykir.
Komi til stríðs, mun Nató fyrir alla muni gera sér far um að koma í veg fyrir, að herkarlar sýni konum kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni, kynferðislega áleitni og hlífi þeim við kynferðislegu áreiti, nema fyrir liggi staðfest samþykki auðvitað. Það má finna handhæg smáforrit til þess arna, sem beintengja mætti kynofbeldisdeild herstjórnarinnar.
(Til fróðleiks má geta þess, að hið forna Utanríkismálaráð Bandaríkjanna, hefur komið sér upp sérstakri kvenfrelsunardeild eins og Sameinuðu þjóðirnar.)
Í viðtali við sænska dagblaðið, Expressen, lagði Angelina áherslu á getu Nató til að vernda konur í stríði. Það vakir sum sé fyrir stríðsbandalaginu, Nató, að hlúa að konum og vernda þær fyrir körlum.
Í því tilliti kemur það varla á óvart, að sjónum sé beint að nauðgun. Henni var einnig mikið í mun að minna lesendur á, að í raun væri lítill munur á hjálparstarfsmönnum og hermönnum Nató, því hvorir tveggju ynnu að sama markmiði; friði.
Angelina er reyndar sérstakur áhugamaður um nauðgun, rétt eins og vopnavald, þegar nauðsyn ber til, að hennar dómi, eins og í gömlu Júgóslavíu, Sýrlandi og Líbíu. Hún lofaði uppreisnarmenn þar í landi hástöfum.
Í Líbíu var Muammar Gaddafi myrtur. Morðið var runnið undan rifjum Barrack Obama og Hillary Clinton, erkikvenfrelsarans, sem heldur því fram, að konur og börn séu helstu fórnarlömb í stríðum. Hillary hreykti sér af morðinu.
Angelina hefur gert kvikmynd um stríðið í Bosníu og Serbíu. Þar er nauðgunum karla á konum gerð góð skil. Síðar kom í ljós, að þar var að miklu leyti um kunnuglegan stríðsáróður að ræða. Það sama átti við um nauðgunarfaraldurinn í Kongó og nauðgunarbúðir Japana í Kóreu.
Það gefur auga leið, að karlar séu oftar gerendur við slíka glæpi en konur. En það gleymist iðulega að fjalla um þátt kvenna við nauðganir, t.d. í Rúanda, þar sem kvenherforingjar skipuðu hermönnum sínum að niðurlægja fjandkonurnar með þessum hætti. Svipaðar sögur er að segja frá Súdan og víðar, þar sem konur hvöttu karla sína til dáða.
Kvenfrelsarinn, Laura Sjoberg, hefur skrifað um þetta ágæta bók; Kvennauðgarar í stríði: Skyggnst handan staðalímynda og æsifregna (Women as Wartime Rapists. Beyond Sensation and Stereotyping). Í inngangi liggur við, að hún biðjist afsökunar á rannsóknarefninu, sem að sönnu er óvenjulegt fyrir kvenfrelsara.
Ásakanir um nauðgun eru hluti staðaláróðurs í stríðsbrölti. Það var t.d. áberandi í fyrstu heimstyrjöldinni. Breskir piltar voru eggjaðir m.a. af kvenfrelsunarhreyfingunni til að drepa þýska stráka, sem báru ungabörn á byssustingjum og nauðguðu mæðrum þeirra, að sögn.
Venjulega er nauðgun ekki beitt sem vopni í stríði. Í siðaðri hermennsku er það andstætt reglum. T.d. voru siðareglur þýskra hermanna í annarri heimsstyrjöldinni skýrar að þessu leyti. Öðru máli gegndi um framsókn Rauða hers Ráðstjórnarríkjanna til vesturs og inn í Þýskaland. Hermenn fengu gagnger fyrirmæli um að skapa sem mestan usla með misþyrmingum og nauðgunum.
Það eru tímanna teikn, að um þessar mundir séu kvenfrelsunarleiðtogar meðal harðsvíruðustu formælenda fyrir þátttöku Nató í styrjöldinni í Úkraínu. Þeir veita óspart herfræðileg ráð á grundvelli hugmyndafræði sinnar. Liz Truss lét t.d. í ljósi þá sannfæringu, að hefði Vladimir Putin verið kona, hefði engin styrjöld verið háð í Úkraínu.
Íslendingar þurfa svo sem ekki að leita út fyrir eigin rann. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tjá sig í síbylju um efnið. Vinkonur þeirra á Norðurlöndunum ber einnig hátt eins og Sanna Marin, Mette Frederiksen og hin eistneska Kaja Kallas. Hún segir fullum fetum: Ef konur stjórnuðu veröldinni, væri ekkert ofbeldi.
Það er líka tímanna tákn, að þegar skynsamir hernaðarsérfræðingar í sjálfum Bandaríkjunum biðja þing og ríkisvald um að slíðra sverðin og leita friðar, orga kvenfrelsararnir heróp hver í kapp við annan.
Þessir nýútsprungnu kvenfrelsunarherfræðingar hafa þó varla kynnt sér staðreyndir um afleiðingar stríða Bandaríkjanna og Nató á síðustu áratugum. Kvenfrelsunarblinda er alvarlegur skavanki. Stríðsgrimmd þeirra hefur stökkt milljónatugum á flótta, að lágmarki hálf fimmta milljón var drepin og tæplega átta milljónir barna svelta. Þessi grimmdarverk eru unnin í þágu lýðræðis, friðar og öryggis kvenna og barna, samkvæmt alþjóðlegum samskiptareglum Nató (rule based order).
Ei heldur hafa kvenfrelsunarherfræðingarnir beitt sér fyrir því, að konur verði sendar á vígvellina til jafns við karla. Það mætti ætla, að nauðgunum myndi fækka, trúi menn enn á kvenlæga friðsemdarnáttúru. Friðsemdarnáttúra kvenna gæti verið upplagt efni til umræðu á næsta þingi kvenfrelsunarutanríkisráðherra veraldar, en það eru samtök, sem græninginn þýski, Annalena, stofnaði.
Kvenfrelsunarhugmyndafræði, þ.e. ýmis konar tilbrigði við grundvallarstef þeirra, að karlar séu vondir við konur og skipi þeim skör lægra en sjálfum sér, hefur náð kyrfilegri fótfestu í alþjóðlegum samtökum og í utanríkis- og þróunarstjórnmálum ýmissa ríkja. Markmiðið er ævinlega að bæta þeim árþúsunda kúgun kvenkynsins og hygla konum og stúlkum með einhverjum hætti.
Svíar riðu á vaðið eins og við mátti búast. Kvenfrelsunarstríðsmaðurinn, Margot Wallström, er höfundur stefnunnar. Tilgangur sænsku stefnunnar er að veita kerfisbundinni alheimskúgun kúgun kvenna, viðspyrnu, segir hún.
Eins og allir, sem hafa fundið algildan sannleika, fann Margot hjá sér hvöt til að ausa úr brunni visku sinnar. Hún tók m.a. upp á því að skamma Sádí-Araba fyrir skilningsskort á kúgun kvenna og auðsýnda kvenfæð. Þeir brugðust hins vegar ókvæða við og kölluðu heim sendiherrann. Margot var þó ekki af baki dottin og rifti arðvænlegum vopnasölusamningi við Sádana, sænskum vopnasölum til sárrar gremju. En kvenfrelsunarutanríkisstefnunni (feminist foreign policy) hefur nú verið gefið langt nef í hinni norrænu kvenfrelsunarparadís.
Ástralski kvenfrelsarinn og þingleghafinn (að ég held), Joanna Pradela, segir um kvenfrelsunarutanríkismálastefnuna, að hún tengi saman vettvang einkalífs og stjórnmála. Hún segir líka, að kvenfyrirlitning og ofríkisstjórnun (authoritarianism) fari saman.
Eins og títt er í málflutningi kvenfrelsara er bent á niðurstöður (kvenfrelsunar)rannsókna, sem slegið hafa því föstu, að ójafnrétti kynja sé fyrirboði um ásteyting í ríkinu, en frjálsar kvenfrelsunarhreyfingar stuðli hins vegar að lýðræðislegum blómagarði. Því má skilja, að kjarni kvenfrelsunarutanríkisstefnu sé öryggi manna, samkvæmt þessum merka hugmyndafræðingi.
Fleiri vestræn ríki hafa fetað í fótspor Svíþjóðar og Ástralíu eins og t.d. Frakkar og Kanadamenn. Allt eru þetta annáluð kvenfrelsunarríki, þar sem mikilvægustu rúmin í ríkisstjórnum eru skipuð kvenfrelsurum, oftast leghöfum.
Stríðsæsingamaðurinn og kvenfrelsarinn, Chrystia Freeland, utanríkismálaráðherra Kanada, hefur lagt mikla vinnu í mótun Alþjóðlegrar kvenfrelsunaraðstoðarstefnu (Feminist International Assistance Policy), átt samráð við hvorki meira né minna en fimmtán þúsund manns. Svona eiga sýslukonur að vera.
Chrystia er gífurlega hrifin af sjálfri sér og ríkisstjórn Kanada:
Kanadamönnum vegnar betur og finna til meira öryggis, þegar fleiri ríki í veröldinni deila gildum okkar. Þau eru m.a. kvenfrelsun og barátta fyrir konum og stúlkum. Það er í senn sögulegt og mikilvægt, að við skulum hafa á að skipa forsætisráðherra og ríkisstjórn, sem hreykja sér með stolti af því að vera kvenfrelsarar. Réttindi kvenna eru mannréttindi. Þau fela í sér kyn- og æxlunarréttindi og réttinn til öruggra og löglegra fóstureyðinga. Þessi réttindi eru kjarni utanríkismálastefnu okkar.
(Það vill svo til, að í kvenfrelsunarsæluríkinu, Kanada, er stunduð heiftúðug barátta gegn tjáningarfrelsi og fyrir því opinbera heilsufarsúrræði að bjóða fólki jafnvel fyrir fátæktar sakir aðstoð við sjálfsmorð. Siðfræðingarnir, Kayla Wiebe og Amy Mullin hafa skrifað um þetta lærða grein í Journal of Medical Ethics. https://jme.bmj.com/content/early/2023/04/25/jme-2022-108871.abstract )
Íslendingar eru hér um bil jafn heppnir og systurnar í Kanada. Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir á þingi, að tekið sé mið af kvenfrelsun við allar ákvarðanir flokksins Þó runnu á hann tvær grímur, þegar Katrín Jakobsdóttir vildi festa í lög rétt mæðra til geðþóttafóstureyðinga, fram að fæðingu barns. Þá sló þessi skörungur í borðið og sagði. Kvenfrelsun trompar þó ekki allt. Þá kom snúður á forsætisráðherra.
Það er varla tilviljun, að langfestir kvenfrelsunarráðherranna, sem tilgreindir hafa verið, eru nemendur úr ungliðaskóla Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem hefur alheimsríkið á stefnuskrá sinni.
Eymingjans kvenfrelsararnir virðast vera með kyn, kynlíf og ofbeldi karla á heilanum. Það mun líklega seint renna upp fyrir þeim, að þeir séu leiksoppar alheimsins auðjöfra í Alheimsefnahagsráðinu. Þeir gefa nefnilega dauðann og djöfulinn í það, hvernig fólk litur út til klofsins, meðan þegnar þess, leg- og reðurhafar og kynlausingjar auðvitað, eru meðfærilegir og skapa þeim auð - og þjóni.
Ábending um lesefni:
George Szamuely. Bombs for Peace: NATOs Humanitarian War on Yugoslavia
https://www.cambridge.org/core/services/aop-cambridge-core/content/view/AA2BDAE69987A3854B4EE999E7962484/S0260210521000188a.pdf/natos_strategic_narratives_angelina_jolie_and_the_alliances_celebrity_and_visual_turn.pdf https://www.youtube.com/watch?v=5GvWxeVXV7E https://frettin.is/2023/04/04/sjuk-kvenfrelsun-kynbreytingaidnadurinn-redurofundin-og-ofbeldid/ https://menaregood.substack.com/p/title-ix-regarding-men-3?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://fiamengofile.substack.com/p/and-another-man-gone-and-another?utm_source=substack&utm_medium=email https://igorchudov.substack.com/p/assisted-suicide-for-the-poor-recommended?utm_source=substack&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/title-ix-regarding-men-3?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://eisenhowermedianetwork.org/russia-ukraine-war-peace/ https://watson.brown.edu/costsofwar/papers/2023/IndirectDeaths https://www.counterpunch.org/2018/01/09/natos-fraudulent-war-on-behalf-of-women/ https://www.youtube.com/watch?v=_i-C9Ko8LgA&t=1022s https://steigan.no/2023/05/hvordan-nato-forforte-den-europeiske-venstresiden/?utm_source=substack&utm_medium=emailhttps://steigan.no/2023/05/hvordan-nato-forforte-den-europeiske-venstresiden/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.shapingfeministforeignpolicy.org/papers/Guidelines_Feminist_Foreign_Policy.pdf https://www.bmz.de/resource/blob/146200/strategie-feministische-entwicklungspolitik.pdf https://www.lowyinstitute.org/the-interpreter/women-politics-new-world-order https://www.lowyinstitute.org/the-interpreter/ukraine-crisis-feminism-australia-s-foreign-policy https://foreignpolicy.com/2019/01/30/sweden-feminist-foreignpolicy/ https://onlinelibrary.wiley.com/doi/pdfdirect/10.1111/j.1467-8330.2007.00521.x https://unherd.com/2023/05/how-nato-seduced-the-european-left/?fbclid=IwAR3NyoS2pSVPaAx_gJd8kTaQuUmAWg5sNAZ_M2DNtLcRx-FTzzybbv_kZZs https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_128900.htm?selectedLocale=en https://www.dailymail.co.uk/news/article-2591513/Angelina-Jolie-highlights-plight-Syrian-refugees-UN-refugee-chief-warns-civil-war-tear-apart-region.html https://www.icty.org/x/cases/milutinovic/trans/en/060714IT.htm https://balkaninsight.com/2014/06/10/angelina-jolie-dedicates-summit-to-bosnia-rape-victim/ https://www.hrw.org/world-report/2017/country-chapters/libya https://www.nytimes.com/2014/06/11/world/europe/conference-to-draw-attention-to-sexual-violence-in-war.html https://www.international.gc.ca/world-monde/issues_development-enjeux_developpement/priorities-priorites/policy-politique.aspx?lang=eng https://www.diplomatie.gouv.fr/en/french-foreign-policy/feminist-diplomacy/#:~:text=They%20call%20on%20States%20to,Women,%20Peace%20and%20Security%20Agenda https://www.bbc.com/news/world-europe-63311743 https://www.bbc.com/news/world-europe-31831601 https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_99030.htm?selectedLocale=en https://www.theguardian.com/world/2011/apr/29/diplomat-gaddafi-troops-viagra-mass-rape https://www.theguardian.com/commentisfree/2017/dec/10/why-nato-must-defend-womens-rights https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_99030.htm?selectedLocale=en https://carnegieendowment.org/2023/03/08/germany-has-new-feminist-foreign-policy.-what-does-it-mean-in-practice-pub-89224 https://www.shapingfeministforeignpolicy.org/papers/Guidelines_Feminist_Foreign_Policy.pdf https://www.theguardian.com/global-development/2015/jun/13/warzone-rape-congo-questions-uk-campaign https://www.independent.co.uk/news/world/africa/amnesty-questions-claim-that-gaddafi-ordered-rape-as-weapon-of-war-2302037.html https://edition.cnn.com/2012/02/09/world/asia/syria-china-florcruz/index.html https://www.reuters.com/article/us-libya-jolie/angelina-jolie-praises-libyas-revolutionaries-idUSTRE79A3S820111012 https://www.marieclaire.co.uk/news/celebrity-news/angelina-jolie-in-tears-on-visit-to-bosnia-as-part-of-her-anti-war-rape-campaign-85769
Heimsstyrjaldirnar tvær ullu skelfilegum hörmungum fyrir almúgann í hinum stríðshrjáðu ríkjum sem og hinum, sem ekki tóku beinan þátt í hildarleiknum. Á meðan fitnuðu auðjöfrarnir á blóði og brjálæði eins og púkar á fjósbita. Það er erfitt að varast þeirri hugsun, að þeir hafi ráðið miklu um þróun heimsins og framvindu.
Burðarásinn í samvinnu auðmagnsaflanna í Bretlandi og Bandaríkjunum, undir lok þar síðustu aldar, voru John Pierpont Morgan (1837-1913) og Rothschild-fjölskyldan (Rauðskjöldungar), sem var bakhjarl þess fyrrnefnda.
Hvort tveggju bankaveldanna tók virkan þátt í fjármögnun heimstyrjaldanna. (Sbr. bók Carroll Quigley. Harmleikur og von: Samtímasagan og bresk-bandaríska veldið (Tragedy and Hope: A History of the World in Our-Time og The Anglo-American Establishment )
Rothschild-veldið skipar í þessu tilliti sérstakan sess. Rætur hinnar þýsku ættar kynnu að liggja um Úkraínu og allar götur aftur til Kasaríu (Khazaria), Hún hefur verið rakin aftur til 1577.
Kasarar voru herská þjóð, sem á fyrstu öld fyrir Krist lagði undir sig víðfem lönd í Kákasus, kringum Svartahaf og Kaspíahaf. Þau fólu í sér það landsvæði, sem nú er Úkraína. Líklegt er talið, að Kasarar hafi komið austan úr Asíu.
Norrænu Rússaríkin í Hólmgarði (Novorod) og Kænugarði (Væringjar), elduðu við þá grátt silfur. Ríkin tvö settu Kasörum afarkosti m.a. í trúmálum. Þeir yrðu að taka upp eingyðistrú. En Kasarar trúðu á fjölda guða. Í staðinn tóku þeir upp trú hinna fornu Ísraela eða gyðinglega trú. Þeir eru taldir Gyðingar, sem eiga gyðingtrúar móður.
Gyðingar frá Kasaríu dreifðust um alla Evrópu og eru kallaðar Ashkenazi Gyðingar. Stórveldi Kasara leið smám saman undir lok í stríði við norrænu-rússnesku ríkin og Tyrki. Þetta eru söguslóðir Íslendinga á þjóðveldisöldinni.
Gyðingarnir frá Kasaríu hafa getið af sér marga afburðamenn á öllum sviðum mannlífsins, m.a. í viðskiptum og bankastarfsemi. Þar á meðal eru Rauðskjöldungar.
Rauðskjöldungar kunna flestum betur þá list að græða peninga í kreppum og stríðum, sem þeir jafnvel leggja drög að. Ættmóðirin sjálf, Guttle Schapper Rothschild (1753-1849), tók þannig til orða;
Ef strákarnir mínir [þ.e. synirnir fimm] vildu ekki stríð, þá væru engin stríð.
Nathan Mayer Rothschild (1777-1836), þýsk-breskur aðals- og bankamaður, kemur eftirminnilega við sögu stríðsgróða og fjárfestingafræða. Hann ku hafa sagt:
Kaupið, þegar göturnar eru blóði drifnar, jafnvel þótt um eigið blóð sé að ræða.
Sjálfur fjárfesti hann ótæpilega í stríði Breta og Frakka við Waterloo árið 1815, sem raunar var meira eða minna fjármagnað af fjölskyldunni. Yngri bróðirinn, James (Jakob) Mayer de Rothschild (1792-1868) veitti einvaldi Frakka, Napóleon Bonaparte (1769-1821), lán. Þetta er trúlega fyrsta dæmið um fjármögnun náskyldra fjárfesta í herbúnaði andstæðra stríðsaðilja.
Fjárfestingar Nathan Mayer skiluðu sér tuttugufalt. (Svipað og fjárfestingar Bill Gates í veirustríðinu.) Þannig varð hann eins konar fjármálaeinvaldur í Stóra-Bretlandi. Nathan varð á orði:
Það varðar mig engu, hvaða strengjabrúða sest í hásæti Englands til að ríkja yfir heimsveldinu, þar sem sólin aldrei sest. Sá, er stjórnar peningaaðföngum Bretlands, stjórnar einnig breska heimsveldinu. Og ég stjórna þessum aðföngum.
Þess ber að geta, að Nathan þessi var sonur ættföðurins, Mayer Amschel Rothschild (1744-1812) og fyrrnefndrar Guttle. Þau eignuðust ellefu börn.
Mayer, lærifaðir sonanna, er m.a. þekktur fyrir þann skilning, að máttur fjármagnsins, sé lögum ofar:
Látið mig stjórna peningaaðföngum þjóðarinnar og þá má einu gilda, hverjir löggjafarnir eru. Þessi speki ávaxtaðist firna vel hjá afkomendum hans eins og nefnt er dæmi um.
Mayer Amchel gekkst fyrir stofnun Illuminati eða Ljósálfanna, leynihreyfingar í ætt við hina páfahollu Jesúítahreyfingu, ásamt lögfræðingnum, (Johann) Adam Weishaupt (1748-1830). Skoski rithöfundurinn og sagnaritarinn, Walter Scott (1771-1832), hefur haldið því fram, að Ljósálfarnir hafi fjármagnað frönsku byltinguna.
Mayer Amchel var einnig mikill áhugamaður um stofnun Gyðingalands eða Ísraelsríkis (zionism). En það var sonarsonurinn, Edmond (Benjamin) James de Rothschild (1845-1934), sem lét draum afa síns og ættarinnar um eigið ríki, rætast. Hann ferðaðist til Palestínu árið 1895. Í kjölfarið fjármagnaði Edmond James fyrstu Gyðingabyggðirnar þar um slóðir.
Tveim árum síðar stofnaði Edmond James Gyðingalandsráðið (Zionist Congress). Fyrsti fundur þess var á vegum Gyðingalandshreyfingarinnar (Zionist Organization). Fundarstjóri var ungversk-austurríski lögfræðingurinn og blaðamaðurinn, Theodor Herzl (1860-1904). Bretar höfðu boðið hreyfingunni land fyrir Ísraelsríki í Austur-Afríku. En Palestína skyldi það vera.
Gyðingalandshreyfingin notaði í auðkennismerki sitt hið rauða skilti Rauðskjöldunga. Það blasti við vegfarendum á húsi þeirra í Þýskalandi. Rúmri hálfri öld síðar, eftir skærur og styrjaldir, bæði á vettvangi Palestínu og alheimsstjórnmálanna, varð það að fána Ísraelsríkis, sem stofnað var 1948.
Við friðarsamningana í Versölum árið 1919, þegar endir var bundinn á fyrstu heimstyrjöldina eða öllu heldur samið um vopnahlé í heimstyrjöldinni, sem enn geisar, féll það í skaut Breta að hafa umsjón með Palestínu.
Samkvæmt samningi við bandaríska Gyðingaveldið, Balfour-samningnum, beittu Bretar sér nú fyrir stofnun Ísraelsríkis í Palestínu. Bandaríkjamennirnir höfðu staðið við sína skuldbindingu, þ.e. að draga Bandaríkin inn í stríðið.
Bandaríkjaforseti, Harry S. Truman (1884-1972), viðurkenndi Ísraelsríki við stofnun þess, en eftir að Rauðskjöldungar höfðu gaukað að honum tveim milljónum dala.
Þegar James Armand Edmond (Jimmy) de Rothschild (f. 1878) lést árið 1958, ánafnaði hann fjármunum til að reisa þinghús Ísraelsríkis, Knesset. Að hans sögn ætti Knesset að vera tákn um varanleika Ísraels í augum allra manna. Jimmy var sonur Edmond James, sem hóf uppkaup lands í Palestínu og fyrr er nefndur.
Fimm synir Mayer Amchel og Guttle stofnuðu viðskipta- og bankaveldi víða um heim, m.a. í Vín, París, Washington, Napólí og Lundúnum. Og eplið féll ekki langt frá eikinni. Þegar Bandaríkjaþing þráaðist við að endurnýja starfsleyfi Rothschild-bankans, Banka Bandaríkjanna (Bank of the United States), sló í brýnu, sem með góðum rökum mætti kalla baráttuna milli lýðræðis og auðræðis.
Umræddur banki var stofnaður af Nathan Mayer Rothschild (1777-1836) í samvinnu við góðkunningjann, Alexander Hamilton (1755-1804). Hann var einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna. Bankinn var stofnaður átta árum, eftir að sjálfstæðisstríði Bandaríkjanna við móðurlandið lauk árið 1783.
Benjamin Disraeli (1804-1881), forsætisráðherra Breta, lýsir Nathan Mayer, fyrrum trúbróður sínum, svo;
að hann væri guð og herra peningamarkaða í veröldinni og að sjálfsögðu guð og herra alls annars. Hann hefur bókstaflega ríkisfjárhirslu Suður-Ítalíu að veði. Einvaldar og ráðherrar allra ríkja þiggja ráð hans og leiðbeiningar.
Rauðskjöldungar ríkja enn, leynast í alþjóðlegum fjárfestingasjóðum á borð við Svarta klett (Black Rock) og Vanguard, sem meira og minna eiga hvorn annan og veröldina.
Sjóðseigendur auðgast stöðugt á stríðum, t.d. í Úkraínu, sóttum og hamfarahlýnun, undanfara Endurræsingarinnar miklu (The Great Reset) og Nýrrar heimskipanar (New World Order). Hvort tveggja er í burðarliðnum um þessar mundir.
Ábending um lesefni:
Charles Higham. Trading with the Enemy: An Exposé of the Nazi-American Money Plot 1933-1949
Heimildir:
Mike S. King: Planet Rothschild I og II. Pdf. TomatoBubble.com
https://www.nytimes.com/2015/04/22/books/frederic-morton-author-and-essayist-dies-at-90.html https://jinge.se/mediekritik/internationella-storfinansen-hjalpte-hitler.htm https://www.youtube.com/watch?v=kiY2XiRETPo https://stateofthenation.co/?p=17952 http://www.elliswashingtonreport.com/2021/03/07/a-brief-history-of-the-rothschild-khazarian-mafia-part-i-100-1200-ad/ https://www.forbes.com/2009/02/23/contrarian-markets-boeing-personal-finance_investopedia.html?sh=25e63911b59a https://en.wikipedia.org/wiki/Mayer_Amschel_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Nathan_Rothschild,_1st_Baron_Rothschild https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/ https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/2018/03/06/prolonging-the-agony-2-the-full-hidden-history-exposed/ https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/2018/02/27/prolonging-the-agony-1/ https://firstworldwarhiddenhistory.wordpress.com/2017/05/16/first-world-war-hidden-history-blogs-an-update/ https://archive.org/details/wwi_20210205 https://en.wikipedia.org/wiki/Khazars https://childrenshealthdefense.org/defender/blackrock-vanguard-own-big-pharma-media/ https://www.lewrockwell.com/2021/04/bill-sardi/who-runs-the-world-blackrock-and-vanguard/ https://geopolitics.co/2015/03/11/hidden-history-of-the-incredibly-evil-khazarian-mafia/?fbclid=IwAR3Wk2Zy4k9kV1MlpTAgyo5HDcIxqX2w0bsjyEvtyjwZKXM7E2JNgYenfk8 https://dailyexpose.uk/2022/04/04/khazaria-rothschilds-ukraine-and-nephilim-agenda/
Meðan sprengjugnýr ærir íbúa í Kænugarði og klukkurnar glymja á Wall Street, vex ógæfa Úkraínumanna. Land úkraínskra bænda er sprengt, mengað og selt. Samfélagið löðrar í spillingu, meira að segja hæstiréttur. Það hriktir svo sannarlega í grunnstoðum úkraínsks samfélags. Harðari atlaga gegn rússneskri tungu og menningu er boðuð í nýrri löggjöf.
Olena Gordina, prófessor við Þjóðarvísindastofnun (National Academy of Sciences of Ukraine) segir á þessa leið.
Um þessar mundir heyja stríð og deyja sínum drottni þúsundir pilta og stúlkna, bændurnir í stríðinu. Þau eru öreigar orðnir. Jarðnæðismarkaðurinn verður stöðugt frjálsari og jarðnæði í auknum mæli falboðið. Uppkaup rýra stöðug rétt Úkraínumanna til eigin lands, landsins, sem þeir láta lífið fyrir.
Og hverjir skyldu það vera, sem ásælast land Úkraínumanna, sem er svo frjósamt, að sögn, að einu má gilda, hverju þar er stungið niður. Allt vex, þroskast og dafnar. Þetta hafa auðjöfrar og alþjóðafyrirtæki lengi vitað, enda hefur ásælni þeirra verið stöðug.
Það eru margir um hituna. Sádí-Arabar og Kínverjar hafa krækt sér í spildur. En mestu munar um uppkaup alþjóðlegra auðhringa í samvinnu við innlenda auðvalda, sem beita fyrir sig gjörspilltum stjórnvöldum og siðblindum stjórnmálamönnum. Þeim tókst að hleypa upp samfélaginu, steypa stjórnvöldum og heyja stríð.
Yfirskin þessara aðgerða er kunnuglegt og margnotað í fyrri styrjöldum; tilefnislaus árás, stríð í þágu frelsis, lýðræðis, kvenna, barna og annars lítilmagna.
Hinn voldugi leiðtogi, Volodymyr, keyrði í gegnum þingið endurbætur á lögum um jarðnæði. Þar á eftir fagnaði hann nýunnu fjárfestingafrelsi á Wall Street með húsbændum sínum.
Fjárfestar virðast bjartsýnir á, að í úkraínskri jörð muni vaxa peningar eins og flest annað. Jarðnæði rennur út eins og heitar lummur, þrátt fyrir andstöðu úkraínskra bænda. Landbúnaðarsamsteypur Vesturlanda kaupa þar nú jörð sem óðast. Um þriðjungur jarðnæðis er um þessar mundir á þeirra höndum.
Uppkaupin eru skiljanleg í ljósi þess, að hinn fjárkæni forstjóri alþjóðafjárfestingasjóðsins, Svarta kletts (Black Rock), Larry Fink, mælti með fjárfestingum í jarðnæði og vatni. Gerið langtímafjárfestingar í landbúnaði og vatnsbúskapi og skreppið svo á ströndina, sagði hann.
Óháða hugveitan, The Oakland Institute, hefur samið fróðlega skýrslu um ástandið. Sama þróun á sér stað í Afríku. Alþjóðaauðvaldið gín yfir ræktarlandi bænda. Kornið (Grain), alþjóðasamtök í þágu smábænda, hafa einnig skrifað fróðlega skýrslu um málið.
Samkvæmt Oakland Institute berjast úkraínskir bændur um í heljarklóm Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins (International Monetary Fund) og Alþjóðabankans. Þessar stofnanir eru undir stjórn vestræns alþjóðaauðvalds og ótæpilega beitt til að mergsjúga íbúa þriðja heimsins svokallaða og ekki síður systur og bræður í neyð á Vesturlöndum - eins og eymingjans Íslendinga. Úkraínumenn eru þriðju stærstu skuldunautar Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins.
Það hafa greinilega margir tekið Larry á orðinu. Bólusetninga-Bill fer hamförum í uppkaupum á jarðnæði í Bandaríkjunum. Frænkur mínar og frænkur í Dakóta fnæsa. Það er viðbúið, að fylgt verði þeirri stefnu Evrópusambandsins að greiða bændum fyrir að rækta ekki akra sína.
Uppkaup á landbúnaðarlandi standa sömuleiðis yfir í stórum stíl í Evrópu. Í Hollandi er það mest áberandi. Alþjóðauðhringarnir skotra um leið rauðglóandi glyrnum sínum á land bænda í Ástralíu.
Það er nöturlegt til þess að hugsa, að meðan landi og þjóð Úkraínu hrakar stöðugt, hugsi leiðtogar þess um fátt eitt annað en vopn og stríð og eigin hag auðvitað. Það er ekki síður sorglegt, að vestrænir leiðtogar skirrist við að bera klæði á vopnin, en æsa sem mest þeir mega til frekari átaka eins og sjónarspilið í Hörpu ber svo skýran vott um.
Vaxandi mótmæli gegn þátttöku Vesturlandabúa í Úkraínustríðinu, láta Evrópuleiðtogar sig engu skipta frekar en flestir fjölmiðla.
Hinn volaði Volodymyr er teymdur eins og hver annar trúður milli stríðsráðstefna, þjóðþinga og þjóðhöfðingja, þar sem hann flytur sömu þuluna aftur og aftur um baráttu Úkraínumanna fyrir frelsun Evrópu og Bandaríkjannna.
Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum) býður Volodymyr meira að segja velkominn í smiðju sína. En þar er járnið hamrað meðan heitt er; Endurræsingin mikla (The Great Reset) eða hin Nýja heimsskipan (The New World Order), sem tók á sig mynd fyrir rúmri öld síðan. Volodymyr er þar vísmaður, en líklega býður hann ekki í grun, að stríð gegn almenningi og bændum í Úkraínu sé hluti Endurræsingarinnar miklu.
Þrástefið í úkraínsku harmkviðunni er, eftir sem áður, einfalt; drengir þjóðarinnar eru drepnir þúsundum saman í hjaðningavígum við rússneska frændur sína, fórnað á altari gírugra siðleysingja.
https://grain.org/e/6533#.X7z4qBcnmMg.twitte https://steigan.no/2023/05/krig-og-tjuveri-storfinansen-plyndrer-ukraina-og-norge-er-med/ https://www.globalpolitics.se/ukraina-antar-tva-nya-lagar-som-forbjuder-anknytning-till-ryskt-pa-offentliga-platser/ https://steigan.no/2022/12/pandora-papers-avslorer-offshoreformuen-til-den-ukrainske-presidenten-og-hans-indre-krets/ https://expose-news.com/2023/05/17/insane-is-now-the-new-normal/ https://expose-news.com/2023/05/18/great-reset-is-about-putting-them-in-charge/ https://www.occrp.org/en/the-pandora-papers/pandora-papers-reveal-offshore-holdings-of-ukrainian-president-and-his-inner-circle https://www.imf.org/en/News/Articles/2020/06/09/pr20239-ukraine-imf-executive-board-approves-18-month-us-5-billion-stand-by-arrangement https://www.brettonwoodsproject.org/2020/07/imf-and-world-bank-help-push-through-contentious-ukraine-land-reform-amid-covid-19-pandemic/ https://www.farmlandgrab.org/post/view/22001-investors-hungry-for-agriculture https://www.oaklandinstitute.org/sites/oaklandinstitute.org/files/takeover-ukraine-agricultural-land.pdf https://steigan.no/2023/05/flertall-i-tyskland-for-forhandlinger-mellom-ukraina-og-russland/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.oaklandinstitute.org/war-theft-takeover-ukraine-agricultural-land https://english.nv.ua/business/sbu-searches-oligarch-kolomoisky-s-residence-over-misappropriation-of-1-billion-50301357.html https://www.zerohedge.com/geopolitical/ukraine-rocked-corruption-scandal-wave-top-official-resignations-sports-cars-mansions https://www.merkur.de/politik/mehrheit-fuer-verhandlungen-zwischen-ukraine-und-russland-zr-92272809.html https://off-guardian.org/2023/05/13/sowing-seeds-of-plunder-a-lose-lose-situation-in-ukraine/ https://geopoliticaleconomy.com/2023/05/15/ukraine-neoliberalism-europe-economic-suicide/
Þýski hag- og félagsfræðingurinn, Werner Sombart (1863-1941), hélt því fram í bók sinni, Gyðingarnir og auðhyggja samtímans (The Jews and Modern Capitalism), að nítjánda öldin væri öld Rothschild-ættarinnar eða Rauðskjöldunga. Hann orðaði það svo:
Það er einungis einn valdhafi í Evrópu og það er Rauðskjöldungar.
Fjöldi auðmanna starfaði í umboði, í skjóli eða samvinnu við Rauðskjöldunga. Þekktastur er líklega þýsk-bandaríski auðkýfingurinn og bankajöfurinn, Jacob Henry/Jakob Heinrich Schiff (1847-1920).
Jacob stjórnaði m.a. bandaríska olíufélaginu Standard Oil, jafnvel þótt það sé venjulega kennt við John Davison Rockefeller (1839-1937). Jacob var náinn samstarfsmaður Rauðskjöldunga. Hann átti einnig samvinnu við aðra auðkýfinga, m.a. frumkvöðla að lagningu og rekstri járnbrauta, Jason (Jay) Gould (1836-1892) og Edward Henry Harriman (1848-1909).
Sonurinn, (William) Averell Harriman (1891-1986), tók við járnbrautarveldinu og fylgdi í fótspor föðurins. Averell var m.a. borgarstjóri Nýju Jórvíkur og sendifulltrúi Bandaríkjaforseta, Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), við hirð Jósef Vissarionovich Stalín (1878-1953), aðalritara byltingar- eða Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna (Sovétríkjanna).
Áhrif Averell við mótun utanríkisstefnu Bandaríkjanna voru veruleg. Hann var m.a. þátttakandi í vitringahópi (The Wise Men) forsetans um utanríkismál.
Nefndir auðjöfrar eða ræningjagreifar (robber barons) eins og þeir voru nefndir, lágu undir almennu ámæli fyrir spillingu, stjórnsemi og græðgi. Því bar brýna nauðsyn til, að Rockefeller-ættin og Rauðskjöldungar brygðust við og styrktu orðspor sitt. Vont orðspor var bad for business.
Afráðið var að ráða almannatengla. Rauðskjöldungar, sem eru gyðingtrúar eins og Schiff-ættin og fleiri merkar athafnamannaættir í Evrópu og Bandaríkjunum, stofnaði Æruverndarbandalag (Anti-defamation League), árið 1913, sama ár og Seðlabanki Bandaríkjanna (Federal Reserve), í eigu sömu aðilja, var stofnsettur.
Merkust ofangreindra ætta er trúlega Warburg-ættin, ætt afburða afreks- og athafnamanna, sem líklega átti uppruna sinn á Spáni (Spánargyðingar hispanic eða sephardic Jews), en fluttist til Feneyja vegna ofsókna á Spáni undir aldamótin fimmtán hundruð. Síðar lá leiðin til Bologna og þar eftir til Warburg í Þýskalandi.
Bankamenn á Norður-Ítalíu voru iðulega kallaðir, Svarti aðallinn. Í Feneyjum gekk ættin undir nafninu del Banco í upphafi sextándu aldar. Þekktur ættfaðir er Anselmo de Banco/Asher Levi Meshullam (d. 1532). Ríkisstjórn Feneyja veitti honum bankaleyfi, þ.e. lána út peninga með vöxtum.
Del Banco fjölskyldan tók upp ættarnafnið Warburg í Þýskalandi. Hún stofnaði til bankastarfsemi þar í landi, Englandi og Bandaríkjunum. Þekktastur bankamanna þeirra er trúlega Paul Mortiz Warburg (1868-1932), gagnmenntaður bankamaður og hugmyndafræðingur Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve), varaformaður hans um langt skeið.
Bróðirinn, Max Moritz Warburg (1867-1946), einn úr hópi bræðranna fimm (eins og Rothschild-bræður], var ráðgjafi (Generalrat) Þýska seðlabankans (Reichsbank) í Weimarlýðveldinu, sem stofnað var upp úr fyrsta heimstríði. Hann var einnig fulltrúi Þjóðverja við friðarsamningana í Versölum 1919. Bræðurnir, Paul og Max, voru ráðgjafar í fjölda ráða og fyrirtækja.
Warburg-ættin tók þátt í efnahagslegri uppbyggingu Þýskalands, þegar annarri heimstyrjöldinni lauk, og barðist fyrir hagsmunum Gyðinga alla vega yfirstéttarinnar -og hugmyndafræði Theodor Herzl (1860-1904) um rétt gyðingtrúar fólks til heimalands í Palestínu.
Bretar höfðu reyndar boðið Úganda, en það boð var ekki þegið. Frændi bræðranna, Otto Warburg (1859-1938), varð leiðtogi Heimshreyfingar heimalands-Gyðinga (World Zionist Organization).
Eins og kunnugt er, sbr. Balfour yfirlýsinguna, höfðu auðmenn og aðrir áhrifamenn meðal Gyðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi gert eins konar kaupmála við bresk yfirvöld. Tækist þeim að sannfæra Bandaríkjamenn um að veita lið í fyrstu heimstyrjöldinni, myndu bresk yfirvöld beita sér fyrir landnámi Gyðinga í Palestínu. Hvort tveggja gekk eftir og fulltrúi Rauðskjöldunga tók við undirritaðri Balfour yfirlýsingu. Þeir keyptu upp land í þessu skyni.
Það orkar varla tvímælis, að Gyðingar hafi verið og séu stórhuga athafnamenn í athafnalífi, ekki síst bankastarfsemi og fjölmiðlun. Þeim var/er umhugað um orðspor sitt, trú og hugmyndafræði. Því er varla kyn, að þeir hafi borið víurnar fjölmiðla og kvikmyndaiðnað. Á nokkrum áratugum urðu þeir afar umsvifamiklir í kvikmyndaiðnaði í Bandaríkjunum og heimi fjölmiðla á Vesturlöndum.
Rauðskjöldungar fóru í fararbroddi auðjöfra Vesturlanda, hvort heldur þeir voru gyðingtrúar eða kristinnar. Þeir voru eins konar Alheimsúrval og stjórnuðu veröldinni meira og minna á bak við tjöldin.
Allir, sem voguðu sér að efast eða skoruðu Alheimsúrvalið á hólm, voru stimplaðir andgyðinglegir. Elon Musk hefur nú lent í orrahríð vegna ummæla sinna um ungversk-bandaríska Gyðinginn og auðkýfinginn, George Soros/György Schwartz (f. 1930). Elon sagði karlinn hata mannkyn.
George hefur stofnað fjölda mannréttindahreyfinga og önnur frjáls félagssamtök (nongovernmental organization), sem hafa áróður og byltingar að leiðarljósi, t.d. í Úkraínu og víðar í Austur-Evrópu og Litlu-Asíu.
Áður en Gyðingaauðvaldið náði tangarhaldi á fjölmiðlum vestan hafs, höfðu Rauðskjöldungar komið sér upp þrem fréttaveitum í Evrópu, Wolff í Þýskalandi (stofnuð árið 1849), Reuters í Englandi (stofnuð árið 1851) og Havas í Frakklandi (stofnuð árið 1835).
Gyðingar gerðu garðinn frægan víða, t.d. í rússnesku byltingunni og fyrri heimsstyrjöldinni. The Times of London skrifar árið 1919 um byltingu Bolsévikka (meirihluta byltingarflokksins í Rússlandi). Þar er minnst á undarlegt hlutfall útlendinga í leiðtogahópnum. Í miðstjórninni eru þrír fjórðu hlutar Gyðingar, sagði blaðið.
Saga og örlög Rússa og Rauðskjöldunga eru samtvinnuð. Hún er á þá leið að snuggað hafði hressilega í Rauðskjöldungum, þegar Rússakeisari neitaði þeim um að stofna seðlabanka í stórveldinu. Því er það, að flugumenn á þeirra vegum streymdu til Rússlands til að ybba kíf og æsa til óeirða. (Þetta þekkjum við sem litaskrúðsbyltingar (color rervolution) í dag.)
Frá Bandaríkjunum kom Leon Trotsky/Lev Davidovich Bronstein (1879-1940), Gyðingur frá Úkraínu, hálfskólaður stærðfræðingur. Hann var látinn heita í höfuðið á náfrænda sínum, sem reynt hafði að myrða Alexander II (1818-1881), Rússakeisara. Byltingarmönnum tókst sú fyrirætlan um síðir.
Áður en Leon gekk til liðs við byltingaramenn Bolsévikka, starfaði hann innan raða uppreisnarhreyfinga, sem börðust gegn Rússakeisara fyrir miðja nítjándu öldina. Leon skrifaði fjölda bóka eins og sá, sem nú er nefndur til sögu.
Rússneski læknirinn, Vladimir Lenin/Vladimir Illyich Uyanov (1870-1924), var gerður út frá Sviss. Jewish Post International staðhæfði árið 1991, að hann hefði verið Gyðingur.
Samkvæmt ungversk-breska sagnfræðingnum, Victor Schestyen, hafði arftaki hans, Josef Stalin, látið hafa eftir sér, að félagi Lenin hefði metið Gyðinga mikils og látið hrífast af sérstökum hæfileikum þeirra. Bók Victor um efnið er; Alvaldurinn Lenin: Nærgöngul svipmynd (Lenin the Dictator: An Intimate Portrait).
Eftirfarandi orð Vladimir Lenin eru höfð eftir rússneska rithöfundinum, Maxim Gorky/Aleksey Maksimovich Peshikov (1868-1936):
Okkur skortir hæfileikafólk. [Rússar] hafa hæfileika til að bera, en við erum latir. Snjall Rússi er hér um bil ævinlega Gyðingur eða með gyðingblandað blóð í æðum.
Bókarhöfundur vitnar í ræðu félaga Lenin:
Það eru ekki Gyðingar, sem eru fjendur verkamanna. Fjendurnir eru auðmenn allra landa. Mikil meiri hluti Gyðinga eru sjálfir verkamenn. Þeir eru kúgaðir bræður vorir undir oki auðvaldsins og vopnabræður í baráttunni fyrir jafnaðarsamfélaginu (socialism). Gyðingarnar eins og Rússar eru beygðir í duftið af jarðeigendum (kulak), arðræningjum sínum, svo og auðvaldinu. Það sama gildir um allar þjóðir Það er auðvaldið, sem elur á hatri gagnvart Gyðingunum.
Hefndarþorsti Rauðskjöldunga virtist óslökkvandi. Þeir fyrirskipuðu málaliðum sinum, Bolsévikkum, að myrða Nicholai II Alexandrovich Romanov (1868-1918), Rússakeisara, eiginkonu hans og fjögur börn.
Nichoai II var sonarsonur Alexanders II, sem fyrr er nefndur. Sá bauð Englendingum, Frökkum og Spánverjum og veldi Rauðskjöldunga byrginn, með því að styðja Abraham Lincoln (1809-1865) í bandaríska borgarastríðinu. Það var dauðasök. Vilji fólksins (Narodnaye Volya) réði hann af dögum.
Abraham hafði einnig fallið í ónáð Rauðskjöldunga, þegar hann stofnaði eigin lögeyri Norðurríkjanna. Það gerði reyndar síðar kanslari Þýskalands, Adolf Hilter (1889-1945), í þeirri viðleitni að verjast bankaveldinu og féll einnig fyrir bragðið í ónáð hjá gyðinglega hluta alþjóðaauðvaldsins - að því að best verður séð.
Fyrrum flotamála- og forsætisráðherra Breta, Winston Leonard Spencer Churchill (1874-1965), þótti eitt og annað dularfullt við öreigabyltinguna í Rússlandi. Hann talaði árið 1920 um heimssamæri:
Alveg síðan á dögum leiðtoga Illuminati, [(Johann) Adam] Weishaupt [1748-1830], og fram til daga [Karl] Marx [1818-1883] og [Leon] Trotksy, hefur heimssamsærið vaxið og dafnað. Og nú er svo komið, að þetta síðasta gengi sérstakra manngerða úr undirheimum stórborga Evrópu og Bandaríkjanna, hefur gripið rússnesku þjóðina þjösnataki og útnefnt sjálft sig sem óumdeilanlega höfðingja þessa víðáttumikla heimsveldis [þ.e. Rússlands].
Í sögulegu samhengi er það óneitanlega skondið, að þessi heiðursmaður, Winston Churchill, hafi síðar orðið eins konar málaliði sömu afla og kyntu undir byltingum í Rússlandi. Hann var nefnilega, sökum lasta sinna (fíknar, hæfileikaskorts, sviksemi, siðleysis og manngerðarbresta), tekinn í gíslingu af umsvifamiklum bankamanni Gyðinga í Bandaríkjunum, Bernard Mannes Baruch (1870-1965), eiganda tveggja forseta Bandaríkjamanna, (Thomas) Woodrow Wilson (1856-1924) og Franklin Roosevelt. Baruch var ráðgjafi þess fyrrnefnda við friðarsamningana í París/Versölum 1919 og þess síðarnefnda við hervæðingu og undirbúning annarrar heimstyrjaldarinnar.
Meðstofnandi fyrrgreindra samtaka, Illuminati eða ljósálfanna, var sjálfur ættfaðir Rauðskjöldunganna, Meyer Amschel Rothschild (1744-1812). Ljósálfarnir var félagsskapur, sem hafði heimsyfirráð á stefnuskrá sinni og átti samvinnu við Frímúrararegluna (félagar hennar voru mishrifnir af) og auðmenn Evrópu, m.a. Páfagarð.
Ábending um lesefni: Victor Sebestyen. Lenin: The Man, The Dictator, and the Master of Terror.
Stephen Birmingham. Our Crowd. The Great Jewish Families of New York.
Heimildir:
Mike King. The Bad War. Pdf. TomatoBubble.com
Mike S. King: Killing America. Pdf. TomatoBubble.com
Mike S. King: The British Mad Dog. Debunking the Myth of Winston Churchill. Pdf. TomatoBubble.com
Mike S. King: Planet Rothschild I og II. Pdf. TomatoBubble.com
https://www.youtube.com/watch?v=kiY2XiRETPo https://stateofthenation.co/?p=17952 https://www.realhistorychan.com/anyt-05-17-2023.html https://www.aljazeera.com/features/2018/11/2/more-than-a-century-on-the-balfour-declaration-explained https://utvarpsaga.is/elon-musk-likir-george-soros-vid-ofurillmennid-magneto-hann-hatar-mannkynid/?fbclid=IwAR0BIGJAFPKOoHN9u-h5wgKZrxSBa8uFysxUtM3iRLvv9dcc_b-dNLSCNic https://www.myjewishlearning.com/article/who-are-sephardic-jews/ https://en.wikipedia.org/wiki/Warburg_family https://alphahistory.com/russianrevolution/alexander-ii/ https://alphahistory.com/russianrevolution/leon-trotsky/ https://alphahistory.com/russianrevolution/revolutionary-traditions/ https://www.thejc.com/news/features/lenin-s-jewish-roots-1.447185 https://forward.com/culture/325447/the-man-behind-the-fed/ http://www.elliswashingtonreport.com/2021/03/07/a-brief-history-of-the-rothschild-khazarian-mafia-part-i-100-1200-ad/ https://www.forbes.com/2009/02/23/contrarian-markets-boeing-personal-finance_investopedia.html?sh=25e63911b59a https://www.history.com/this-day-in-history/czar-alexander-ii-assassinated#:~:text=Czar%20Alexander%20II%2C%20the%20ruler,to%20overthrow%20Russia's%20czarist%20autocracy. https://en.wikipedia.org/wiki/Mayer_Amschel_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Nathan_Rothschild,_1st_Baron_Rothschild https://winteroak.org.uk/2023/05/15/work-order-progress/ https://winteroak.org.uk/2023/05/02/adieu-to-the-illusion-of-democracy/ https://www.youtube.com/watch?v=kiY2XiRETPo https://en.wikipedia.org/wiki/Mayer_Amschel_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Nathan_Rothschild,_1st_Baron_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Khazars https://dailyexpose.uk/2022/04/04/khazaria-rothschilds-ukraine-and-nephilim-agenda/ https://geopolitics.co/2015/03/11/hidden-history-of-the-incredibly-evil-khazarian-mafia/?fbclid=IwAR3Wk2Zy4k9kV1MlpTAgyo5HDcIxqX2w0bsjyEvtyjwZKXM7E2JNgYenfk8
Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Stóra-Bretlandi árið 1812, í forsetatíð James Madison (1751-1836), þ.e. ári eftir, að rekstrarleyfi Rothschild-bankans (Bank of The United States) rann út.
James, sem var einarður andstæðingur bankans, var einn svokallaðra stofnfeðra Bandaríkjanna. Samherji James, annar stofnfaðir, Alexander Hamilton (1755-1804), handgenginn Rothschild-bankaveldinu í Lundúnum, var hins vegar ákafur talsmaður hans.
Alexander var fjármálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Bandaríkjanna, ríkisstjórn þriðja stofnföðurins, George Washington (1721-1799). (Alexander var trúlega fyrsti ráðherra Bandaríkjanna, sem lokkaður var til bólfara, tekinn á löpp, og beittur fjárkúgun. Kynlífhneykslið kom líklega í veg fyrir forsetaframboð hans.)
Fyrrnefnt stríð var stundum kallað Madison-stríðið Forsetinn vildi hefna fyrir árásir Breta og Frakka á kaupskip Bandaríkjamanna. Í sögulegu samhengi er fróðlegt og skilningsaukandi að gefa því gaum, að í átökunum við Breta og Frakka beittu Bandaríkjamenn viðskiptabanni. Það rann þó upp fyrir þeim, að bannið kæmi þeim sjálfum í koll. Það er trúlega að renna upp fyrir Vesturveldunum nú í sambandi við viðskiptastríð þeirra við Rússa.
Skemmst er frá því að segja, að Bandaríkjamenn fóru halloka fyrir breska heimsveldinu. Breski herinn brenndi bæði Hvítahúsið og þinghúsið (Capitol). Friður var saminn í Ghent, Belgíu, þegar tvö ár voru liðin frá upphafi stríðsins.
Stríðið gegn Bretum var m.a. fjármagnað af vini Alexanders, þýsk-breska auðjöfrinum, Nathan Mayer Rothschild (1777-1836). Skuldir hlóðust upp, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Og svo braust borgarastríðið í Bandaríkjunum út árið 1861.
Stríðshetjan, Andrew Jackson (1767-1845), síðar sjöundi forseti Bandaríkjanna árin 1829-1837, andæfði framlengingu rekstrarleyfis og heimild til peningaútgáfu til handa Banka Bandaríkjanna. Rothschild auðjöfrarnir voru þar eins og áður er ýjað að, potturinn og pannan.
Orðaskipti Andrew og Nathan eru fróðleg:
Andrew: Sé svo, að þingið hafi rétt til að gefa út pappírspeninga, er það til eigin brúks, en ekki til að framselja til einstaklinga eða fyrirtækja.
Nathan: Annað hvort veitir þingið leyfi til framlengingar starfsleysis bankans, eða að Bandaríkin munu hverfa á vit hins skelfilegasta stríðs.
Andrew: Þið eruð höggormahreiður og ásetningur minn er að uppræta það. Almáttugur Guð er vitni mitt, ég ætla að eyða ykkur.
Síðar sagði Nathan: Kennum þessum óskammfeilnu Bandaríkjamönnum lexíu. Látum þá hverfa aftur til nýlendutímans.
Andrew Jackson var sýnt banatilræði. Sjálfur var hann sannfærður um, að Nathan Rothschild stæði bak. Andrew tókst að vissu marki að efna loforð sitt um að hnekkja veldi fjanda síns eða þar til Rothschild-ættin og skjólstæðingar hennar, stofnuðu Seðlabanka Bandaríkjanna, Federal Reserve, árið 1913, sem enn þann dag í dag er einkarekinn.
Í erfðaskrá sinni lét Andrew skrá fyrirmæli um, að á legstein hans skyldi ritað: Ég gekk af bankanum dauðum.
Abraham Lincoln (1809-1865) leitaði á náðir Rothschild-bankans um lán til að fjármagna stríð sitt gegn Suðurríkjunum. Honum ofbauð vaxtakrafan og lét prenta eigin peninga. Abraham sagði:
Við færðum þjóð þessa lýðveldis þá blessunarlegustu gjöf, sem hún nokkurn tíma hefur þegið; eigin pappírspeninga, svo hún megi greiða skuldir sínar.
Árið 1865 sagði Abraham: Ég á í höggi við tvo meginfjanda; annar er Suðurríkjaherinn, sem ég horfist í augu við, hinn, að baki mér, eru fjármálastofnanir. Þær eru minn versti andstæðingur. Seinna sama ár var Abraham myrtur.
Ágengni Rothschild-ættarinnar fór einnig fyrir brjóstið á Rússum. Keisari þeirra, Alexander II (1818-1881) og Abraham Lincoln áttu tal saman árið 1864, og mynduðu andstöðubandalag. Alexander sendi hluta flota síns til Kaliforníu og Nýju Jórvíkur til að liðsinna Norðurríkjunum í borgarastyrjöldinni. Alexander II var myrtur í Sankti Pétursborg af hryðjuverkahópi, sem kallaði sig Vilja fólksins.
En áhlaup Rothschild-ættarinnar á atvinnulíf Bandaríkjanna voru skæð. Áður hafði hún stutt lepp sinn, John Davidson Rockfeller (1839-1937), við að efla olíufyrirtækið, Standard Oil, sem smám saman öðlaðist hér um bil einokun á markaðnum.
Það er allrar athygli vert með tilliti til efnahags- og stjórnmálaþróunar í veröldinni, að Gyðingar höfðu tögl og haldir í heimi bankanna. Þeir virðast stundum hafa veitt kristnum auðjöfrum brautargengi og beitt þeim fyrir vagn sinn. Annað dæmi er John Pierpont Morgan (1837-1913). Augljós undantekning er þó Henry Ford (1963-1947).
Henry hélt um tíma úti dagblaði, Dearborn Independent, þar sem hann varaði við efnahagslegu ofríki Gyðinga og áhrifum. Greinasafn hans er kallað Alþjóðagyðingurinn (The International Jew). Mannrækt (eugenics) var honum einnig hugleikin. Henry var beittur þrýstingi vegna skoðana sinna, baðst afsökunar og lagði niður málgagnið. Henry var í miklum metum hjá Adolf Hitler (1889-1945), sem sæmdi hann heiðursorðu, árið 1938.
Kanslari Þýskalands, stórmennið Otto von Bismarck (1815-1898), fór ekki í grafgötur með skilning sinn á umsvifum bankaauðvaldsins. Árið 1876 sagði hann:
Löngu áður en til borgarastríðs kom í Bandaríkjunum, hafði fjármálaauðvaldið í Evrópu ákveðið, að Bandaríkjunum þyrfti að skipta í tvennt. Bankaauðkýfingarnir óttuðust, að Bandaríkin, sameinuð í eitt ríki, myndu öðlast efnahagslegt og fjármálalegt sjálfstæði, sem myndi hleypa heimsyfirráðum þeirra á fjármálasviðinu í uppnám.
Hæst bar rödd Rothschild-ættarinnar. Auðkýfingarnir sáu fyrir sér gífurlegan ránsfeng, [Þ]eir [gerðu] flugumenn út af örkinni til til að gera sér mat úr deilum um þrælahald og skapa hyldýpisgjá milli aðija á öndverðum meiði í Lýðveldinu.
Tuttugasti forseti Bandaríkjanna, James Abram Garfield (1831-1881), reyndi líka að andæfa fjármagnsöflunum. Hann sagði:
Hver sá, sem stjórnar peningamagni í umferð í landi voru, ríkir algjörlega yfir öllum iðnaði og viðskiptum. Og þegar þú gerir þér ljósa grein fyrir því, hversu auðveldlega fáeinir menn á tindinum stjórna kerfinu, með einum eða öðrum hætti, þarf ekki að leiða þig í sannleikann um, hvar kreppur og verðbólgur eiga uppruna sinn.
Þetta sagði James, viku áður en hann var ráðinn af dögum. Þar með lauk eitt hundrað daga valdatíma hans.
Undir lok nítjándu aldar teygðu krumlur Rothschild-ættarinnar sig víða um álfur. Auðlindir þjóða og atvinnuvegir voru í þeirra eigu og ríkissjóðir víða skuldugir henni. Árið 1891 mátti lesa í Lundúnadagblaðinu, Verkamannaleiðtoganum (The Labour Leader):
Þessi blóðsuguáhöfn hefur valdið meinum og eymd í Evrópu á þessari öld. Það liggur í þagnargildi. Hún hefur sankað að sér feikilegum auðævum, aðallega við það að etja saman ríkjum, sem aldrei hefðu átt að elda grátt silfur.
Hverju sinni, sem erfiðleika gætir í Evrópu eða orðrómur [um slíkt] hefur komist á kreik, og fólk getur ekki á heilum sér tekið vegna ótta um breytingar og hörmungar, er eitt víst; í grenndinni er bjúgnefja (hook-nosed) Rothschild að sýsla.
Schiff-ættin hélt Bandaríkjamönnum einnig við svipað heygarðshorn. Jacob (Jakob Heinrich) Schiff (1847-1920), náinn samstarfsmaður Rothschild-ættarinnar, forvígismaður Gyðinga og styrktaraðiji gyðinglegra aðgerðasinna eins Emma Lazarus (1849-1887) og byltingarsinna eins og Leon Trotsky/Lev Davidovich Bronstein (1879-1940), var ötull baráttumaður fyrir stofnun seðlabanka.
Jakob hélt árið 1906 ræðu í viðskiptaráði (Chamber of Commerce) Nýju Jórvíkur (NY). Hann sagði:
Ef við búum ekki svo um hnútana, að Seðlabankinn hafi fullnægjandi stjórn á lánaveitum (credit resources), mun landið eiga fyrir höndum dýpstu og illvígustu peningakreppu í sögunni.
Til skilningsauka má nefna, að sumir sagnfræðinga tala um Schiff-tímabilið í sögu bandarískrar bankastarfsemi, þjóðlífs og veraldarsögu. Japanskeisari sæmdi Jakob meira að segja orðu fyrir þátt hans í flotavæðingu Japana.
Jakob var eins og fyrr er vikið að ákafur stuðningmaður Gyðinga. Hann aðstoðaði við gyðinglegt landnám í Bandaríkjunum, Galveston hreyfinguna (Galveston Movement), og kom á laggirnar lánastofnun, Vaxtafrelsisfélaginu (Hewbrew Free Loan Society) í Nýju Jórvík (NY). Stofnunin kom á laggirnar útibúum víðar í Bandaríkjunum og starfar enn. Schiff-ættin náði síðar undirtökunum í New York Post.
Aftur að bankastríðinu: Borgarstjóri Nýju Jórvíkur, lögfræðingurinn, John Francis Hylan (1868-1936), sagði árið 1911:
Hin raunverulega ógn við lýðveldið, er huldustjórnin, sem teygir slímuga arma sína eins og kolkrabbi yfir borg vora, ríki og þjóð. Heila þess er að finna í fáeinum bönkum. Alþjóðlegir bankamenn eru þeir venjulega kallaðir.
Og John heldur áfram: Heilinn er Rockefeller-Standard olíufélagið og þröngur hópur alþjóðlegra bankamanna. Þetta úrval voldugra bankamanna rekur Bandaríkin svo að segja í þágu eigin sjálfsástar.
Úrvalið hefur í raun stjórn á báðum flokkunum, hlutast til um stjórnmálin, beygir flokksformenn í duftið, beitir fyrir sig framámönnum í frjálsum félagasamtökum (private organization) og lætur einskis ófreistað til að tefla fram til æðstu embætta fólki, sem líklegt þykir að muni ganga erinda stórfyrirtækjanna.
Úrvalið hefur undirtökin í flestum blaða- og tímaritaútgáfum í landinu. Þeim er óspart beitt til að þvinga til undirgefni eða gera útlæga alla þá embættismenn, sem þráast við að hlýða hinum valdamiklu hópum, sem huldustjórnina skipa. Huldustjórnin starfar eins og gefur að skilja undir huliðshjálmi. Hún læsir klóm sínum í starfsmenn stjórnsýslunnar, löggjafarsamkundunnar, skóla, dómstóla, dagblaða og stofnana til verndar almenningi.
Þessi áfellisdómur er felldur í kjölfar tveggja kjörtímabila í embætti. Dómurinn féll tveim árum, áður en huldustjórnin kom frumvarpi um stofnun Seðlabanka í gegnum þingið. Náinn samstarfsmaður Rothschild og Schiff-ættanna, Paul Moritz Warburg (1868-1932), var einn stjórnarmanna.
Paul starfaði við banka þýsku Gyðinganna, Solomon Loeb (1828-1903) og Abraham Kuhn (1819-1892). Þeir stofnuðu fjárfestingabankann, Kuhn, Loeb & Co. Bankastjóri hans var einmitt Jacob Henry Schiff, tengdafaðir bróður Paul. Sjálfur giftist Paul dóttur Solomon. Paul hafði víðtæka reynslu af bankastarfsemi, m.a. frá Frakklandi og Englandi. Bankafyrirtæki afans átti rætur að rekja til vöggu nútíma bankastarfsemi, Feneyja, höfuðseturs svarta aðalsins sem svo er kallaður.
Þegar lög um Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) voru samþykkt, ekki síst fyrir baráttu Paul, kvað þingmaðurinn, Charles August Lindbergh (1859-1924), lögfræðingur (fæddur í Svíþjóð), sér hljóðs og sagði:
Þessi löggjöf felur í sér gríðarlegt traust, sem aldrei áður hefur sést á jarðríki. Þegar forsetinn skrifar undir þessi lög, mun huldustjórn peninganna verða leidd í lög . Með þessari löggjöf um banka og gjaldeyri er drýgður mesti glæpur allra alda. (Bankinn hefur í reynd enga varasjóði, birtir enga ársreikninga, en hagnaðar hans er áætlaður um 150 milljarðar (billion) árlega.)
Fjölmiðill nokkur (The Century Magazine) sagði Paul háttprúðustu og hægverskustu byltingarhetju sögunnar.
Paul lét víðar að sér kveða. Hann gjörðist forstjóri Utanrikismálaráðsins (Council of Foreign Relations) við stofnun þess árið 1921. Ráðið hefur frá upphafi mótað utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Þannig voru samtvinnaðir hagsmunir alþjóðlegs auðvalds og utanríkisstefna Bandaríkjanna. Paul sat í stjórnum aragrúa stórfyrirtækja.
Eplið féll ekki langt frá eikinni. Sonur hans, James Warburg (1896-1969), varð efnahagsráðgjafi Franklin Delano Roosevelt (1882-1945). Hann er einkum þekktur fyrir dálæti sitt á Josef Vissarionovich Stalin/Ioseb Besarionis dze Jughashvili (1878-1953), ríkisframkvæmdir, í samvinnu við auðkýfingana, og stríðsbrjálæði.
Mike S. King. Andrew the Great. Pdf. TomatoBubble.com
Mike S. King:Killing America. Pdf. TomatoBubble.com
Mike S. King: Planet Rothschild I og II. Pdf. TomatoBubble.com
https://rielpolitik.com/2020/01/26/hidden-history-who-financed-bolshevik-revolution/ https://en.wikipedia.org/wiki/Paul_Warburg https://en.wikipedia.org/wiki/John_Francis_Hylan https://hfls.org/about/mission-history/ https://www.tshaonline.org/handbook/entries/galveston-movement https://www.myjewishlearning.com/article/the-galveston-movement/ https://counter-currents.com/2013/10/wall-street-and-the-march-1917-russian-revolution/ https://www.history.com/topics/inventions/henry-ford https://counter-currents.com/2013/10/wall-street-and-the-november-1917-bolshevik-revolution/ https://www.loc.gov/item/today-in-history/june-18/ https://www.history.com/topics/us-presidents/james-a-garfield https://www.nytimes.com/2015/04/22/books/frederic-morton-author-and-essayist-dies-at-90.html https://www.myjewishlearning.com/the-hub/jacob-schiff-a-most-honorable-jew/ https://www.womenshistory.org/education-resources/biographies/emma-lazarus https://www.history.com/topics/us-government-and-politics/bank-of-the-united-states https://www.realhistorychan.com/jacob-schiff-the-most-powerful-man-in-us-history.html https://www.history.com/topics/european-history/otto-von-bismarck https://www.history.com/news/5-things-you-didnt-know-about-alexander-hamilton https://www.history.com/topics/19th-century/treaty-of-ghent https://www.history.com/topics/us-presidents/james-madison https://geopolitics.co/2015/03/11/hidden-history-of-the-incredibly-evil-khazarian-mafia/?fbclid=IwAR3Wk2Zy4k9kV1MlpTAgyo5HDcIxqX2w0bsjyEvtyjwZKXM7E2JNgYenfk8 https://www.youtube.com/watch?v=kiY2XiRETPo https://stateofthenation.co/?p=17952 http://www.elliswashingtonreport.com/2021/03/07/a-brief-history-of-the-rothschild-khazarian-mafia-part-i-100-1200-ad/ https://www.elliswashingtonreport.com/2021/03/22/a-brief-history-of-the-rothschild-khazarian-mafia-part-iii-1913-9-11/ https://www.history.com/this-day-in-history/czar-alexander-ii-assassinated#:~:text=Czar%20Alexander%20II%2C%20the%20ruler,to%20overthrow%20Russia's%20czarist%20autocracy. https://en.wikipedia.org/wiki/Mayer_Amschel_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Nathan_Rothschild,_1st_Baron_Rothschild https://en.wikipedia.org/wiki/Khazars https://dailyexpose.uk/2022/04/04/khazaria-rothschilds-ukraine-and-nephilim-agenda/ https://www.forbes.com/2009/02/23/contrarian-markets-boeing-personal-finance_investopedia.html?sh=25e63911b59a
Þrátt fyrir Friðarráðstefnuna í París 1919, friðarsamninga í Versölum og fögur fyrirheit Þjóðabandalagsins um frið á jörðu, rétt þjóða og þjóðarbrota til sjálfsákvörðunar um eigin málefni, ríkjastofnun og helgi hefðbundinna búsvæða, fór veröldin öll í bál og brand seint á fjórða áratugi síðustu aldar.
Auðgunarþörf auðdrottnanna á fjármálamörkuðum hins vestræna heims, einkum í Bandaríkjunum, sem tekið höfðu við drottnunarhlutverki Bretlands, var friðarást, frelsi og réttlæti, yfirsterkari.
Auðdrottnar og stjórnvöld Vesturlanda seildust til áhrifa, bæði í austri og vestri. Í upphafi fyrsta heimsstríðs var rússneska stórveldið í upplausn og andófi gegn Nicholas II Alexandrovich Romanov (1868-1918), keisara. Andóf fátæks almúgans í Sánkti Pétursborg og hrakfarir gegn Japönum í austri, gerðu það líklega að verkum, að upp úr sauð.
Þjóðverjar sáu sér leik á borði, og hleyptu Vladimir Lenin/Vladimir Ilyich Ulyanov (1870-1924) til borgarinnar og Bandaríkjamenn Leon Trotsky/Lev Davidocich Bronstein (1879-1940). Þessir undirróðurmenn, reknir úr landi eftir fyrri byltingartilraun, og fylgismenn þeirra, bolsévikkar, hleyptu upp byltingarstjórninni og myrtu zarinn og fjölskyldu hans. Í kjölfarið fylgdi borgarastyrjöld í Rússlandi. Vesturlönd blésu óspart í glæðurnar.
Auðævi hins víðfema Rússlands hafa ævinlega haft magnað aðdráttarafl. En það hafði reyndar einnig hugmyndafræðin um alræði öreiganna og leiðtogakenning Vladimir, þ.e. að úrval gáfumanna skyldi leiða öreigana til fyrirheitna landsins, þar sem allri kúgun væri aflétt, öreigarnir hefðu bæði til hnífs og skeiðar, hefðu nóg að bíta og brenna, og yndu glaðir við sitt - í þeirri fullvissu, að þeim væri borgið í faðmi stjórnenda sinna.
Þetta alsælufyrirkomulag, sem Karl Heinrich Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895), sáu í hillingum og lýst var í Kommúnistaávarpinu, var í sjálfu sér þekkt hugmyndafræði frá síðmiðöldum, sbr. jafnaðardraumórasamfélög auðkýfinganna, Claude-Henri de Rouvroy Comte de Saint-Simon (1760-1825), Robert Owen (1771-1858) og Francois-Marie-Charles Fourier (1772-1837).
Í þessu sambandi og með tilliti til þróunar fasisma, nasisma og tækniauðræðis á líðandu stundu, mætti til skilningsauka nefna verkalýðshyggju Georges Eugéne Sorel (1847-1922). Hann var franskur heimspekingur og verkfræðingur, sem boðaði eignarhald verklýðsfélaga á atvinnutækjunum (syndicalism). Hann var einlægur aðdáandi fasisma Benito Mussolinis (1883-1945).
Það var einmitt Benito sem talaði um samvinnuríkisvaldið (corporate state), þ.e. samvinnu fyrirtækja og stjórnmálamanna. Það er grundvallarhugmyndafræði þjóðernisjafnaðarstefnunnar (nationalsozialismus), ríkisauðvaldsstefnunnar (state capitalism) og samstjórnunarstefnu auðdrottna og ríkisvalds (public-private partnership), sem Alheimsefnahagsráðið rær nú að öllum árum.
Fyrrgreindir hugsjónaauðjöfrar reyndu að láta samfélagsdrauma sína rætast, en án árangurs.
Karl og Friedrich leituðu skýringa og gripu í því skyni til framvindukenninga um mannsandann, sem runnar voru undan rifjum þýska heimspekingsins, Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831). Sá mikli hugsuður taldi menningu heimsins hafa náð hæstum hæðum, þegar hann barði augum franska keisarann, Napoleon Bonaparte (1769-1821), ríða inn í Jena á glæstum, hvítum stóðhesti.
Karl og Friedrich litu hins vegar svo á, að hreyfiafl sögunnar væri framleiðsluhættirnir eða eignarhald á þeim. Þeir töldu, að innbyggðar andstæður í auðvaldsskipulaginu myndu sjálfkrafa verða því að fjörtjóni í fyllingu tímans, á æðsta stigi þess.
Rússneskir byltingarmenn sáu vitanlega í hendi sér, að slík skilyrði væru ekki til staðar í Rússlandi. Í þessu ljósi má skilja velvilja gagnvart iðnjöfrum og fjármagnseigendum Vesturlanda og fyrirgreiðslu þeirra. Í raun réttri má líta á þetta fyrirkomulag, þ.e. þegar úrval öreiganna stjórnar atvinnulífi með hjálp fjármagnseigenda, sem nokkurs konar sameignarfélag (corporate socialism). Þetta fyrirkomulag hefur eins og drepið var á, gengið í endurnýjun lífdaganna undir heitinu blandað eignarhald og samstjórn hins opinbera og einkageirans (private-public ownership), sem auðkýfingar Vesturlanda, Sþ og Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum) hafa tileinkað sér í ríkum mæli. Það má t.d. sjá við framleiðslu hergagna, lyfja og bóluefna.
Í sjálfu sér skeyta auðdrottnar ekkert um hugmyndafræði. Það vakir yfirleitt fyrir þeim að afla fjár, að mata krókinn, að skara eld að eigin köku. Því er engin mótsögn í því, að milli stríða og þegar að önnur heimsstyrjöldin hafði skollið á, græddu sömu aðiljar beggja vegna víglínunnar.
T.d. fjárfestu bandarískir iðnjöfrar bæði í Rússlandi og Þýskalandi. Henry Ford (1863-1947), sem Adolf Hitler (1889-1945) taldi læriföður sinn í mannræktarfræðum (eugenics), reisti bílaverksmiðjur í landi lærisveins síns og einnig í Rússlandi á fjórða áratugi síðustu aldar. Adolf veitti Henry meira að segja orðu, svo hugfanginn var leiðtoginn af hugmyndafræðinni.
Iðnjöfurinn, (William) Averell Harriman (1891-1986), sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, síðar borgarstjóri í Nýju Jórvík (NY) og einn tíu utanríkismálavitringa (The Wise Men) Bandaríkjanna, var í miklu dálæti hjá úrvalsmönnum rússneska byltingarflokksins.
Í meðmælabréfi frá Franklin Delano Roosevelt (1882-1945) til Joseph Vissarionovich Stalin (1878-1953), aðalritara Kommúnistaflokksins, segir:
Kæri Stalin. Ég er þess fullviss, að opnast munu leiðir til að útvega gögn og vistir, sem duga mega til að berja á Hitler á öllum vígstöðvum, þínum meðtöldum.
Franklin talar einnig um hetjulegar varnir sovéska hersins. Nokkrum árum síðar ráðgerði sami forseti Bandaríkjamanna kjarnorkuvopnaárás á þessa vini sína í austrinu.
Averell hafði fjárfest ógnarlegum upphæðum í málmvinnslu. En þegar Joseph sagði samningum við hann upp, í þeirri viðleitni að draga úr fjárfestingum erlendra aðilja, voru fjárfestingarnar endurgreiddar með rausnarlegum hætti. Avarell bar hvergi skarðan hlut frá borði.
Annar auðjöfur skipar eftirminnilegan sess í sögu millistríðsáranna, Gerard Swope (1872-1957), forstjóri General Electric. Hann var heilinn á bak við svokallaða Swope áætlun, sem fól m.a. í sér New Deal hugmyndafræði Frank Roosevelt, þ.e. samvinnu auðjöfra og ríkisvalds í atvinnumálum.
Sömu auðjöfrar fjármögnuðu einnig Hina nýju skipan Adolf Hitler, sem sótti bæði innblástur í þessu efni til Rússa og Benito Amilcare Andrea Mussolini (1883-1945), sem rak ítalsk samfélag samkvæmt sams konar fyrirkomulagi, sameignarríkisskipan (corporate state). Svipað fyrirkomulag er nú kallað public-private partnership. Gerard Swope tók einnig þátt í fjármögnun þýskra nasista og rafvæðingu Ráðstjórnarríkjanna.
Þekkt er einnig þátttaka John Pierpoint Morgan (1837-1913), sem fjármagnaði svonefnda Dawes áætlun (Dawes Plan) frá árinu 1924, svo endurreisa mætti iðnað Þýskalands, eftir fyrsta heimsstríð.
Þess má geta, að J.P. Morgan menntaðist m.a. við háskólann í Göttingen, Þýskalandi. Umrædd áætlun er kennd við Charles Gates Daws (1865-1951), bandarískan bankamann og síðar varaforseta þjóðar sinnar og friðarverðlaunahafa Nóbels.
Fjórum árum síðar fylgdi í kjölfarið svokölluð Young áætlun, kennd við Owen D. Young (1874-1962), forstjóra General Electric. Hann hafði forgöngu um auknar lánveitingar til Þjóðverja, samhliða lækkun þeirra stríðsskaðabóta, sem ákveðnar voru í Versalasamningunum.
Áætlunin kvað einnig á um brottflutning erlends herafla frá þýskri grundu og stofnun ofuralþjóðabanka, sem enn lifir góðu lífi, Bank for International Settlements. Þegar lánabrunnurinn þornaði upp í heimshreppunni um 1930 fór Þýskaland aftur á hvolf og plægði enn betur akurinn fyrir almannahylli Adolf Hitler.
Þjóðverjar voru enn í sárum, eftir þá svívirðulegu friðarsamninga, sem Vesturveldin sveltu þá til að samþykkja. Það var einn af stríðsglæpum Breta og Winston Leonard Spencer Churchill (1874-1965) á fyrsta og öðru skeiði heimsstyrjaldarinnar (fyrstu og annarri heimsstyrjöldinni).
https://www.presidency.ucsb.edu/documents/letter-introducing-w-averell-harriman-stalin https://www.youtube.com/watch?v=zAKRjhzJzN4 https://www.youtube.com/watch?v=28un0dOUnuk https://www.youtube.com/watch?v=sLgCnoz7IBM https://www.history.com/topics/19th-century/manifest-destiny https://www.history.com/topics/19th-century/mexican-american-war https://www.youtube.com/watch?v=26raYPP4n7Q https://www.history.com/this-day-in-history/u-s-takes-possession-of-alaska https://www.smithsonianmag.com/history/how-the-louisiana-purchase-changed-the-world-79715124/ https://www.britannica.com/biography/James-Monroe https://www.britannica.com/event/Monroe-Doctrine https://spartacus-educational.com/GERfunk.htm https://www.bis.org/ https://history.state.gov/milestones/1914-1920/paris-peace https://history.state.gov/milestones/1921-1936/dawes#:~:text=Under%20the%20Dawes%20Plan%2C%20Germany's,currency%2C%20the%20Reichsmark%2C%20adopted. https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/ https://alphahistory.com/coldwar/truman-doctrine/ https://www.history.com/news/world-war-i-russian-revolution https://www.britannica.com/event/Truman-Doctrine https://responsiblestatecraft.org/2023/02/21/we-made-putin-our-hitler-zelensky-our-churchill-and-the-media-fell-in-line/ https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/
Djúp kreppa ríkir í heilbrigðis- og samfélagsvísindum. Það á vitaskuld einnig við um rannsóknir á geðlyfjum og aukaverkunum þeirra.
Það eru töluverð brögð að því, að grundvallarkröfu um tvíblindurannsóknir (double blind) á verkun lyfja, sé ekki fullnægt, þ.e. að hvorki markhópur, né samanburðarhópur viti, hvort tekið sé lyf ellegar lyfleysa. Fleiri vísindalegar grundvallarkröfur eru ekki í heiðri hafðar.
Lýðheilsustofnun Noregs var falið að gera úttekt á rannsóknum á geðheilbrigðissviði. Stofnun gekk bónleið til búðar. Leit að vandlega unnum yfirlitsrannsóknum gaf af sér 3987 rannsóknir. Engin þeirra fullnægði rannsóknaskilyrðum.
Þá var leitað að frumrannsóknum Og 12.640 komu í ljós. Átta komu til greina. Engu að síður er tiltrú til þekkingargildis rannsóknanna klént. Það er erfitt um vik að tjá sig um langtímameðferð (tvö ár eða lengur) með geðlyfjum, jafnvel þótt aðferðirnar séu góðar.
Ámóta þekkingarkreppa ríkir í sambandi við ADHD lyf. Henrik Vogt og Charlotte Lunde unnu gagnlegt yfirlit á þessu sviði. Þau segja:
Að okkar dómi ríkir þekkingarkreppa á ADHD sviðinu. Skýrt og skorinort: Mikill fjöldi barna hefur verið lyfjaður tugum þúsunda saman i Noregi um langa hríð, án þess að viðunandi þekking lægi fyrir. Samtímis er ljóst, að aukaverkanir eru umtalsverðar og lyfjagjöf felur í sér áhættu á misnotkun.
Áþekk rannsókn úr Cochrane gagnagrunninum á áhrifum amfetamínnotkunar (notað við ADHD meðferð) sýnir sömu niðurstöðu; skort á þekkingu. (Cochrane er alþjóðlegur gagnagrunnur á heilbrigðissviði, þar sem trúlega eru mestar líkur á að finna gildar rannsóknir.)
Árið 2018 var í British Medical Journal (sem enn má bera töluvert traust til) birt grein um rannsókn danska læknisins, Kristine Rasmussen, og félaga. Heiti greinarinnar er: Samvinna vísindamanna og iðnaðar við rannsóknir á áhrifum lyfja: þversneiðarskoðun útgefinna verka og yfirlit yfir forystuhöfunda (Collaboration between academics and industry in clinical tials: cross sectional study of publications and survey of lead acedemic authors).
Niðurstaða: Starfsmenn lyfjaiðnaðarins og vísindamenntaðir höfundar taka þátt í hönnun, framkvæmd og miðlun niðurstaðna lang flestra rannsókna [sem getið er um] í virtum (high impact) vísindaritum. Samt sem áður fer úrvinnsla gagna fram, án aðkomu vísindamanna. Þeim þykir samvinnan [yfirleitt] gagnleg. Sumir kvarta þó undan skertu rannsóknafrelsi.
Nánar tilgreint: Í 87% tilvika tók lyfjafyrirtækið þátt í að hanna rannsóknir á nýjum lyfjum, bóluefnum og búnaði. Í 73% tilvika tóku starfsmenn fyrirtækjanna þátt í úrvinnslu gagna.
Beinum nú sjónum að, aukaverkunum. Það er ákveðin sjón brennd í minni mitt. Það var góðviðrisdag einn, að ég hélt snemma heim úr vinnu. Sólin skein í heiði og því voru langtímasjúklingarnir drifnir út á Dikemark geðsjúkrahúsinu. Þeir voru allir með derhúfu. Haldol stóð á þeim skýrum stöfum. Ég varð furðu lostinn og innti deildarhjúkrunarfræðinginn eftir skýringum. Haldol-húfurnar voru sendar af lyfjaframleiðandanum til að vernda gegn algengri aukaverkun; ofnæmi fyrir sólarljósi.
En það má líka spauga með aukaverkanir geðlyfja. Woody Allen (f. 1935) sagði fyrir hálfri öld síðan:
Síaukin áhrif aukaverkana brengluðu skynbragð mitt. Þegar kom að því, að ég varð ófær um að gera greinarmun á bróður mínum og tveim linsoðnum eggjum, var ég útskrifaður.
Ernest Miller Hemingway (1899-1961) háði einnig sín andlegu stríð. Að lokum beittu læknar hans skaðræðivopninu, rafmagni. Hann undraðist:
Hvaða vit er í því að rústa höfði mínu og þurrka út minnið, sem er auðlegð mín (capital) og þar með svipta mig vinnunni?
Aukaverkanir geðlyfja hafa verið rannsakaðar í áratugi. Í grein, sem birtist fyrir rúmum þrjátíu árum síðan, var flokkun þeirra svofelld: Geðveikilyf (antipsychotics, major tranquilizers, neuleptics); þunglyndislyf (antidepressants) og kvíðastillandi lyf (antianxiety medicine, anxiolytics, hypnotics).
Stundum er aukaverkunum skipt í tvo flokka; annars vegar fyrirsjáanlegar og viðráðanlegar, t.d. með aukaverkanalyfjum; og hins vegar ófyrirsjáanlegar og sjaldgæfar, sem eru tiltölulega óháðar lyfjaskammti, eins og lyfjaónæmi (drug allergy) og miðtaugakerfisveiklun (neuroleptic malignant syndrome).
Megináhrif á miðtaugakerfi eru t.d.:
1)Bráðar hreyfitruflanir (acute extrapyramidal symtoms) eins og samhæfingartruflanir (dystonia), hreyfiskorðun (dyskinesia); lyfjaháð parkinsonveiki eða hreyfistirnun, óeirð (akathisia).
2) Ósjálfráðar hreyfingar (tardive dyskinesia); krampar í augnlokum (blespharospasm), munnkiprur, gómskellur, smjatt, varaskjálfti.
3)Lyfjahöfgi eða lyfjasefun (sedation), þ.e. óskýr vitund og svefnþörf.
4)Miðtaugakerfisveiklun, sem felur í sér; ofhitun (hyperthermia), stjarfa, vitundarsveiflur, óstöðugleika ósjálfráða taugakerfisins, hjartsláttarhröðun (tachycardia), háþrýsting (hypertension) og afbrigðileika í blóði, lifur og vöðvum.
5)Temprunarbrenglun (anticholinergic) eins og; munnþurrk, þvaglátstruflanir, þarmalömun (paralytic ileus), hægðatregðu, sjóntruflanir og þvagteppur (retension).
6)Þyngdaraukning (adipositas). Um 40% sjúklinga á geðdeildum er talinn of þungur.
7)Blóðþrýstingstruflanir (cariovascular); sortnar fyrir augum, óskýrleiki, lágþrýstingur (orthostatic hypotension), riða (ójafnvægi).
Þunglyndisegir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vera einhverja mestu lýðheilsuvá veraldar, 300 milljónir þjáist og þurfi á lyfjum að halda. Fólk gleypir þessi lyf sem góðar lummur væru eða Ópal, sem bætir, hressir og kætir. Svokölluð SSRI (Selective Serotonin Reuptake Inhibitor) hafa notið vinsælda síðustu áratugi.
Á markaðnum eru ýmis geðbótalyf, sem bera mörg nöfn eins og barnið kært; gleðipillan, hamingjupillan og lyftiduftið. Fólk þekkir líklega Fluoxitine, Fevarin, Celexa, Luvox, Paxil, Zoloft, Cipramil og Fontex (Prozac). Það er jafnvel vinsælla en lýsi.
Neysla þunglyndislyfja getur haft í för með sér meinviðbrögð líkamans. Þar á meðal er: drungi, skyntruflanir, geðveikieinkenni, aukið þunglyndi, svitakóf, lágþrýstingur, munnþurrkur, meltingartruflanir, hreyfitruflanar, höfuðverkur, óráð og kynlífstruflanir.
Í þekktri rannsókn, svokallaðri Tads (Treatment for Adolescents with Depression Study) rannsókn, sem unnin var á vegum Þjóðarheilbrigðisstofnunar (National Health Institute) Bandaríkjanna, voru rannsökuð áhrif Fluexitine (Prozac) á börn og ungmenni. Sjálfsvígáhættu var stungið undir stól.
Geðlæknirinn, Robert Gibbon, endurgreindi gögn nefndrar rannsóknar. Niðurstaðan var sú, að engin væri sjálfsvíghætta af lyfjunum. Þessa rannsókn kallaði British Medical Journal furðulega, villandi og óvandaða.
Írski geðlæknirinn, David Healy, tók í sama streng, svo og hópur vísindamanna undir forystu ítalska geðlæknisins, Benedetto Vitiello. Þeir segja á þá leið, að meðan á meðferð stóð, hafi hugleiðingar um sjálfsvíg og styrkur depurðareinkenna spáð fyrir um bráðasjálfsvígshættu.
Kvíðastillandi lyf (anxiolytic, benzodiazepin) eru einnig vinsæl til lækninga hjá bæði börnum og fullorðnum, rétt eins og þunglyndislyfin. Þekkt lyfjaheiti eru Xanax og Valium. Öll kvíðastillandi lyf skapa fíkn af sálrænum eða vefrænum toga. Aðrar aukaverkanir eru: Lyfjahöfgi, truflanir við samhæfingu hreyfinga (ataxia), óstyrkleiki og framburðartruflanir (dysarthria).
Seinni tíma rannsóknir hafa sýnt, að aukaverkanir við geðhvarfalyfinu, líþíum, séu m.a.; minnistruflanir, námsörðugleikar og ósamhæfðar fínhreyfingar. Það sjást sömuleiðis vísbendingar um, að heilinn skorpni við geðlyfjagjöf, með tilheyrandi vitskerðingu.
Gamalkunnur geðvísindamaður, Nancy C. Andreasen, sem var ritstjóri American Journal of Psychiatry árum saman, sagði þegar árið 2018, að þeim mun meiri lyfjum, sem sjúklingi er ávísað, þeim mun meiri heilavefur hverfur. (Eina undirtegund geðklofa, ungæðisgeðrof (dementia praecox, hebephrenia, ungdomsslövsind), ber að skoða sem taugahrörnunarsjúkdóm.)
Það er grundvallarhugsunin við notkun geðlyfja, að þau leiðrétti misfarin taugaboð eða ójafnvægi í miðtaugakerfinu. Það er mikill misskilningur, þar sem einasti boðruglingur, sem á sér stað, er rakinn til notkunar þessara lyfja. Það er óhjákvæmileg niðurstaða gildra rannsókna síðustu áratugina.
Sömu stef mátti reyndar heyra fyrrum, þegar lækningamáttur heilaskurðar (lobotomy) var lofaður. (Upphafsmaður hans hlaut Nóbelsverðlaun fyrir.) Fjölmiðlar endurómuðu sigurgönguna. T.d. kvað Saturday Evening Post heilaskurð hrífa sjúklinga úr lamasessi sínum og umbreyta þeim í nytsama þegna samfélagsins úr heimi, sem áður var þrunginn eymd, grimmd og hatri, en nú væri baðaður sól og umhyggju. Heilaskurður hafði oft dauða í för með sér.
Bandaríski vísindasagnfræðingurinn, Anne Harrington, segir í bók sinni, Hugreddarar: Örvæntingarfull leit geðvísindamanna að líffræðilegum lögmálum andlegra sjúkdóma (Mind Fixers: Psychiatrys Troubled Search for the Biology of Mental Illness):
Á okkar méli er nær ógjörningur að finna þann kunnáttumann, sem enn þá trúir, að með hinni svonefnda líffræðibyltingu níunda áratugar síðustu aldar, hafi [geðlæknar] gert grein fyrir forsendum vísinda og lækninga, flestum þeirra eða jafnvel öllum. Líffræðigeðlæknarnir fóru fram úr sér, lofuðu upp í ermina, ofsjúkdómsgreindu, ofurlyfjuðu og stefndu grundvallarreglum [greinarinnar] í voða.
Það var á þessum árum, að vísindamenn á heilbrigðissviði gerðu bandalag við lyfjaiðnaðinn. Á árunum 1987 til 2001 jókst sala geðlyfja sexfalt. Samvinnan blómstrar enn (og skattgreiðendur borga).
Þó eru ekki allir læknar sælir með þetta ástarsamband. Bandarískir læknirinn, Mark Ragins, segir t.d. frá vonbrigðum sínum með skort á áreiðanlegum vísindarannsóknum á þeirri grundvallarspurningu, hvort lyfin kunni að framkalla andsvar líkamans, sem geri það að verkum, að sóttin elni. Hann segist hafa misst alla trú á að geta sótt þá þekkingu til vísindamanna kerfisins. Mark heldur áfram:
Tiltrú mín hvarf gersamlega, þegar ég komst að því, að lyfjafyrirtækin leyndu sykursýkisáhættunni (diabetes) við notkun Zyprexa (geðlyf) og urðu þess valdandi, að ég stefndi fólki í hættu óafvitandi. Mark segir enn fremur:
Lyfjafyrirtækin eru óvenjulega hættulegir samstarfsaðiljar. Ég trúi ekki einu orði, sem frá þeim kemur, og enginn hefur fjármagnslega burði og sjálfstæði til að gera fullgilda vísindarannsókn
Þrátt fyrir auðsýnda skaðsemi geðlyfja til lengri tíma, halda heilbrigðisyfirvöld því fram, að þau bæti heilbrigði. Á heimasíðu norska landlæknisembættisins stendur um geðlyf og róandi lyf (benzodiazepin): Flestum líður betur og aðrir ná alveg heilsu við að taka þau. Annað hvort er um þekkingarskort að ræða eða blekkingar.
Staðhæfingar um læknandi mátt geðlyfja eru broslegar í ljósi faraldurs andlegra sjúkdóma um þessar mundir, þegar stöðugt stærri fjárhæðum er eytt í geðlyf. Á tímabilinu frá 1985 til 2008 jókst sala geðlyfja og þunglyndislyfja nærri 50-falt. Andvirði þeirra í Bandaríkjunum einum er 24.2 milljarðar dala. Ávísanir sökum geðhvarfa og kvíða hafa einnig rokið upp. Einu barni af átta, hvítvoðungar meðtaldir, er ávísað geðlyfjum.
Breski geðlæknirinn, Joanna Moncrieff, og félagar, segja:
Lyf, sem er ávísað til lækninga á geðsjúkdómum, hafa einnig [neikvæð] áhrif á eðlilegt starf hugans og hátterni. En það hefur átt sér stað víðtæk viðleitni til að túlka þessar breytingar sem væru af völdum sjúkdómsins. [Þetta á við um] algeng lyf, sem venjulega eru flokkuð sem þunglyndislyf, geðveikilyf (geðrofslyf), örvunarlyf, og lyf eins og Líþíum (lithium) og krampalyf (anticonvulsants) til lækninga á geðhvörfum (bipolar disorder).
Höfundar skýrslu Alþjóðamannréttindaráðs borgaranna (Citizen Commission on Human Rights International), um geðheilbrigðismál, kalla hana Geðlyf leiða til ofbeldis, skotárása í skóla og annars glórulauss ofbeldis (Psychiatric Drugs: Create Violence, School Shooting & Other Acts of Senseless Violence).
Bent er á, að ofbeldi sé ein aukaverkana SSRI-þunglyndislyfja eins og Prozac. Þeim hefur nánast verið skylduávísað samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda frá níunda áratugi síðustu aldar.
Yfirlit vísindarannsókna um undraverða aukningu andlegra veikinda síðustu hálfa öldina, sýna, að það sé ekki veikindunum sem slíkum um að kenna heldur lyfjunum við þeim, þ.e. þunglyndislyfjum.
Joseph Genmullen, geðlæknir við Harvard Læknaskólann, höfundur bóka um efnin, sagði: Pirringur og hvatvísi [af völdum þunglyndislyfja] getur skapað sjálfsvígshættu og drápsfýsi.
Patrick D. Hahn, prófessor í líffræði, og höfundur fleiri bóka um efnið, sagði: Það eru vel rannsökuð tengsl milli þunglyndislyfja og ofbeldis, þar með talin morð og sjálfsvíg.
David Healy, geðlæknir og geðlyfjasérfræðingur, sagði: Ofbeldi og aðrar hugsanlegar orsakir afbrotahegðunar af völdum ávísaðra lyfja, eru best varðveittu leyndarmál læknisfræðinnar.
Það eru skráðar rúmar 400 aðvaranir við notkun geðlyfja; 27 snúa að ofbeldi, ýgi, andúð, oflátum (mania), geðveiki eða morðhugleiðingum; 49 aðvara um sjálfsmeiðingar eða hugleiðingar um sjálfsvíg; 17 aðvara um fíkn og fráhvarfseinkenni og 27 eru tengd svokölluðu serótónín (boðefni) heilkenni (serotonin symdrome), sem sést við notkun þunglyndislyfja, og felur í sér einnkenni eins og geðshræringu, óeirð og rugling.
Þrátt fyrir algleymisvísindakreppu má þó enn finna vandaðar rannsóknir. Langtímarannsóknir bandaríska sálfræðingsins, Martin Harrow (1933-2023), eru meðal þeirra. Hann fylgdi 64 nýgreindum geðklofasjúklingum eftir árum saman sem og samanburðarhópi þeirra, sem engin lyf fengu. Um 40% ólyfjaðra náðu sér á strik, en 5% lyfjaðra.
Viðauki um raflækningar: Hér að ofan lýsir Ernest Hemmingway aukaverkunum af raflosti, sem nú er kallað rafkrampameðferð (electroconvulsive therapy). Hann var gerður minnislaus. En sumir týna lífinu.
Enn er fólki stungið í samband við rafmagn í lækningaskyni. Ung börn sleppa heldur ekki undan þessari lækningablessun. Áströlsku sálfræðingarnir, Steven Baldwin og Melissa Oxlad, skrifuðu merka bók um þetta árið 2000; Raflækningar og börn: Yfirlit fimmtíu ára (Electrochock and Minors: A Fifty-Year Review). Yngstu börnin voru þriggja ára.
Bandaríski barnageðlæknirinn, Lauretta Bender (1897-1987) var brautryðjandi við raflost barna. Hún lýsir árangri af raflosti á börn svo:
Að dómi starfsliðs sjúkrahússins, kennara, foreldra og annarra aðhlynnenda, fór börnum fram við hvert lost. Þau öðluðust betri sjálfsstjórn, aðlögðuðust betur, þroskuðust og glímdu betur við hinn félagslega veruleika. Þau urðu heilsteyptari, hamingjusamari og höfðu meira gagn af kennslu og sállækningu, bæði einstaklingbundið og í hópi.
Þetta er greinilega meðferð, sem mætti að bjóða úngum drengjum á Íslandi í staðinn fyrir ADHD hlýðnipilluna.
Ábending um lesefni: Seymour Fisher og Roger P. Greenberg. The limits of biological treatment for psychological distress Anne Harrington. Fixers: Psychiatrys Troubled Search for the Biology of Mental Illness - Owen Whooley. On the Heels of Ignorance David Healy. Pharmageddon og psychiatric Drugs - James Davies. Cracked Why Psychiatry Is Doing More Harm Than Good - Arnulf Kolstad og Ragnfrid Kogstad (ritstj.) Medikalisering af psykososiale problemer - Robert Whitaker og Lisa Cosgrove: Psychiatry Under the Influence of Institutional Corruption - Kelly Patricia OMeara. Psyched Out: How Psychiatry Sells Mental Illness and Pushes Pills that Kill - Peter Breggin. Brain-Disabling Treatments in Psychiatry: Drugs, Electroshock and the Psychopharmaceutical Complex - Peter Breggin. Electroshock: Its brain-disabling effects Peter Breggin. Brain-Disabling treatments in psychiatry Peter Breggin. Medication Madness: A Psychiarist Exposes the Dangers of Mood-Altering Medication - Joanna Moncrieff. Straight Talking Introduction to Psychiatric Drugs Sami Timimi og Leo Jonathan. Rethinking ADHD Carl I. Cohen og Sami Timimi (ritstj.) Liberatory Psychiatry: Philosophy, Politics and Mental Health Sami Timimi. Insane Medicine: How the Mental Health Industry Creates Damaging Treatment Traps and How you can Escape Them Robert Whitaker: Anatomy of an Epidemic: Magic Bullets, Psychiatric Drugs, and the Astonishing Rise of Mental Illness in America Mark Ragins. Journeys Beyond the Frontier: A Rebellious Guide to Psychosis and Other Exraordinary Experiences Patrick D. Hahn. Obedience Pills: ADHD and the Medicalization of Childhood.
https://www.madinamerica.com/2023/04/alzheimers-drugs-cause-brain-shrinkage/ https://min.medicin.dk/Artikler/Artikel/281 https://psychcentral.com/blog/history-of-psychology-the-birth-and-demise-of-dementia-praecox#2 https://www.psychologytoday.com/us/blog/how-everyone-became-depressed/201312/electroconvulsive-therapy-in-children https://www.huffpost.com/entry/electroshock-for-children_b_162606 https://www.forbes.com/sites/matthewherper/2011/08/10/a-former-pharma-ghostwriter-speaks-out/?sh=42fa1bd2528d https://www.cchr.org/documentaries/dead-wrong/watch.html https://cpr.bu.edu/wp-content/uploads/2013/05/Road-to-Recovery.pdf https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/1885708 https://www.forbes.com/2005/05/03/cz_mh_0502azn.html?sh=75ac7342633c https://www.aftenposten.no/viten/i/oRQPEa/lar-mediene-seg-bruke-som-salgskanaler-atle-fretheim https://forskning.no/forskningen-du-ikke-far-se-forskningsetikk-helse/forskere-aner-ikke-hva-som-har-skjedd-med-studier-pa-norske-pasienter/307034 https://forskning.no/medisin-sykdommer-om-forskning/legemiddelfirma-stanset-forskers-foredrag/489721 https://www.bmj.com/content/371/bmj.m4425 https://www.bmj.com/content/348/bmj.g4184 https://www.bmj.com/content/374/bmj.n2027 https://www.cchrint.org/pdfs/violence-report.pdf https://www.madinamerica.com/2023/02/chemicals-have-consequences-antidepressants-pregnancy-adam-urato/ https://www.fhi.no/globalassets/dokumenterfiler/rapporter/2018/langtidsbehandling-antipsykotika-schizofrenispektrum-rapport-2018-v2.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24327375/ https://www.madinamerica.com/2019/09/pies-polemic-and-the-question-of-theories-in-psychiatry-again/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30292574/ https://karger.com/pps/article/88/4/247/283160/Newer-Generation-Antidepressants-and-Suicide-Risk https://psykologisk.no/2022/03/stor-okning-i-bruk-av-antidepressiva/ https://www.madinnorway.org/2019/12/bruk-av-psykofarmaka-i-norge/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201106/now-antidepressant-induced-chronic-depression-has-name-tardive-dysphoria https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201011/new-rat-study-ssris-markedly-deplete-brain-serotonin https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201012/do-psychiatric-medications-impair-normal-brain-development https://www.abstractsonline.com/Plan/ViewAbstract.aspx?sKey=68c61d54-4ffc-46d4-a7ec-2e5303d00fd2&cKey=b6cfe4ca-b117-423e-85f4-b7111913cd48&mKey=%7BE5D5C83F-CE2D-4D71-9DD6-FC7231E090FB%7D https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/211084 https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201103/when-government-propaganda-masquerades-science https://tidsskriftet.no/2018/01/kronikk/adhd-medisinering-svakt-vitenskapelig-grunnlag https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201111/can-unethical-research-ever-lead-best-evidence https://www.madinamerica.com/2012/02/ssri-induced-suicide/ http://davidhealy.org/coincidence-a-fine-thing/ https://davidhealy.org/articles/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2702701/?tool=pubmedhttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2702701/?tool=pubmed https://www.madinamerica.com/2023/03/martin-harrow-the-galileo-of-modern-psychiatry-1933-2023/ https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2702701/?tool=pubmed https://www.madinamerica.com/2023/02/psychiatrys-cycle-of-ignorance-and-reinvention-an-interview-with-owen-whooley/ https://www.semanticscholar.org/paper/Suicidal-thoughts-and-behavior-with-antidepressant-Gibbons-Brown/3a435b97fe48ae0dc06db32572003ffee3b1eea3 https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201202/the-real-suicide-data-the-tads-study-comes-light https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4118946/ https://www.psychologytoday.com/intl/basics/psychopharmacology https://jamanetwork.com/journals/jamapsychiatry/fullarticle/211084 https://mentalhealth.bmj.com/content/26/1/e300654 https://www.madinamerica.com/2023/04/the-hidden-injuries-of-oppression/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america https://www.scientificamerican.com/article/has-the-drug-based-approach-to-mental-illness-failed/ https://www.madinamerica.com/2023/04/alzheimers-drugs-cause-brain-shrinkage/ https://www.madinamerica.com/2023/02/chemicals-have-consequences-antidepressants-pregnancy-adam-urato/ https://www.madinamerica.com/2023/03/martin-harrow-the-galileo-of-modern-psychiatry-1933-2023/ https://www.madinamerica.com/2023/02/psychiatrys-cycle-of-ignorance-and-reinvention-an-interview-with-owen-whooley/ https://link.springer.com/epdf/10.1007/s10912-023-09786-1?sharing_token=j6o8oS10GEkLj-xzQW7j2ve4RwlQNchNByi7wbcMAY7CKiiC13yiF60mZBypztpbjib2kb_C69e4n0rP_G9cYDIKWlKFZc-_gJNt3zLZfCwlbxyHMaoEJLLXErVs5WalkAdCE8b7cJytVfWc5VUs1tMSVCa9sYawnoyX2H5g4vk= https://www.madinamerica.com/2023/03/does-psychiatry-improve-outcomes-we-dont-know-according-to-jama-psychiatry/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29361992/ https://www.madinamerica.com/2023/03/gender-bias-in-direct-to-consumer-antidepressant-ads-82-of-ads-target-women/ https://steigan.no/2023/02/antipsykotika-og-verdensherredomme/?utm_source=substack&utm_medium=email https://blogs.scientificamerican.com/cross-check/can-psychiatry-heal-itself/ https://www.madinamerica.com/2017/03/the-door-to-a-revolution-in-psychiatry-cracks-open/ https://www.madinamerica.com/2019/12/medication-free-treatment-norway-private-hospital/ https://www.madinamerica.com/2018/02/soteria-israel-a-vision-from-the-past-is-a-blueprint-for-the-future/ https://www.psychologytoday.com/intl/blog/mad-in-america/201202/the-real-suicide-data-the-tads-study-comes-light https://www.fhi.no/nettpub/hin/psykisk-helse/psykisk-helse-hos-barn-og-unge/ https://www.aftenposten.no/viten/i/rL2EJ8/legemiddelindustrien-er-dypt-involvert-i-studiene-de-betaler-for-nina-kristiansen https://www.theclio.com/entry/88387 https://www.merriam-webster.com/dictionary/dementia%20praecox https://www.madinamerica.com/2014/02/electroshocking-children-stopped/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23496174/ https://www.bmj.com/content/340/bmj.c547 https://www.psychiatrictimes.com/view/psychiatry-social-construction-sami-timimi https://blogs.scientificamerican.com/cross-check/are-psychiatric-medications-making-us-sicker/
Bloggar | 11.5.2023 | 20:17 (breytt 13.5.2023 kl. 11:20) | Slóð | Facebook
Eins og flestum mun kunnugt hefur úkraínska stjórnin bannað hitt og þetta, sem henni geðjast illa að. Þar á meðal er fólk, sem henni þykir hallt undir Rússa og Rússar sjálfir auðvitað.
Það er yfirlýst markmið leyniþjónustu þeirra í nánu samstarfi við Nató að granda þessu fólki innan lands sem utan. Jafnvel innan landamæra Rússlands sjálfs.
Fjölmiðlar, m.a. BBC og Spiegel, velta sér nú upp úr því, hvern eigi að drepa næst. Líklega nær síðasta fórnarlambið, Zakhar Prilepin, ekki að kemba hærurnar, þó hann hafi sloppið nú. Vladimir Putin slapp líka.
En nú er Gonzalo Lira enn og aftur kominn á bak við lás og slá fyrir Rússaáróður. Hann er kunnugur þeim, sem reynt hafa að gera sér grein fyrir raunverulegu ástandi í Úkraínu. Í því efni er Gonzalo, sílensk-bandarískur rithöfundur og fréttamaður, haukur í horni.
RÚV hefur enn ekki flutt fréttir af handtöku hans og brotið gjörninginn til mergjar í anda rannsóknarfréttamennsku.
Það virðast vera blikur á lofti for Volodomyr, sem fer um veröldina eins og ofvaxið barn, betlandi, beiðandi og skammandi. Nú tekur hann andköf og skammar bændur í nágrannaríkjunum fyrir andóf gegn ódýra korninu frá Úkraínu, sem er að setja þá á hausinn, og átti reyndar, samkvæmt hástemmdum yfirlýsingum hans og Sameinuðu þjóðanna, að fæða fátæklinga.
Það virðist líka hlaupin snuðra á stríðsrekstrarþráðinn, þrátt fyrir tilflutning hergagna frá Ísrael til Úkraínu. Það rennur sem óðast víman af bandarískum herforingjum, þó að Jósef berji sér á brjóst.
Karlanginn gerist nú einnig torskiljanlegur eigin leyniþjónustu og hermönnunum sínum í Úkraínu. Þeir eru í biðstöðu við landamæri fyrirheitna landsins og vita ekki sitt rjúkandi ráð. (Hluti þeirra var sprengdur í tætlur fyrir nokkrum mánuðum síðan í neðanjarðarherstjórnarbyrgi.)
Vesturveldin pissa stöðugt í skóinn sinn. Það á ekki bara við um efnahagsárásirnar á Rússa heldur einnig vopnasendingarnar og stuðninginn við ofbeldishugmyndafræðina. Þungvopnaðir stríðsmenn þeirra snúa heim á leið og gera sig líklega til stórræða í anda úkraínskra nasista. Europol tekur andköf.
Áróðurs- og efnahagsstríðið gengur á afturfótunum. Það er einungis brot jarðarbúa eða ríkisstjórna þeirra sem styðja við Volodomyr og skútuhjúin í hásæti Bandaríkjanna. Og bráðum veltir Kamilla öldungnum úr sessi.
Ég held, svei mér þá, að Volodomyr veitti ekki af faðmlagi. Katrín og Þórdís Kolbrún ættu að skjótast til Úkraínu og faðma karl, enda þótt styttist í, að hann heiðri íslenska þjóð með raunverulegri nánd.
Veröldin er að ganga af göflunum og flestir vel bólusettir, sérstaklega fyrir covid-19. Einn flokkur aukaverkana er manngerðartruflun. Ætli það skipti máli?
Hvernig sem allt veltist og hrærist, láta evrópskir menningarstríðsmenn þó ekki deigan síga. Það er fyrir margt löngu orðið menningarklám og kórvilla jafnvel drottinsvik - að lesa Dostoveski, hlýða á tónlist Tjækovski, virða fyrir sér listfengan, rússneskan dans, og njóta saunglistar Kósakkana og afreka rússneskra íþróttamanna. Rússneski sendiherrann er borðflenna í boðum Alþingis. Það hefði ömmu minni þótt skortur á háttprýði og gestrisni.
Nú er það forljótur fáni Rússa (sem er jafn ljótur og Pútín sjálfur), sem ekki má draga að húni. Hann er bannfærður í Þýskalandi eins og snotra rússneska tréð í Hollandi, sem ekki fékk að taka þátt í evrópsku trjáfegurðarsamkeppninni.
Ætli bræður okkar og systur í sjimpansafjölskyldunni hafi, þrátt fyrir allt, meira vit til að bera en mannkyn?
https://www.berliner-zeitung.de/news/urteil-gefallen-russische-fahnen-am-8-mai-in-berlin-li.346195 https://korybko.substack.com/p/zelenskys-rage-at-europes-temporary?utm_source=substack&utm_medium=email https://thegrayzone.com/2023/05/09/neo-nazi-terror-threat-grows-as-ukraine-fighters-jailed-in-france/ https://video.icic-net.com/w/18907e79-a065-4f6e-853e-3c6c2e859a46 https://web.archive.org/web/20230410232755/https://www.washingtonpost.com/national-security/2023/04/10/leaked-documents-ukraine-counteroffensive/ https://caitlinjohnstone.substack.com/p/top-20-most-cringeworthy-zelensky https://thegrayzone.com/2023/05/09/ukrainian-media-car-bombing-russian-writer/ https://www.youtube.com/watch?v=4DmN8tGNlGU&t=18s https://markcrispinmiller.substack.com/p/are-the-vaccines-also-driving-people?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/kievs-worldwide-terrorist-campaign?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/vad-satsar-kina-egentligen-pa-i-ukraina/ https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2023/05/09/ukraine-war-propaganda.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1ReadMore&cid=20230509&cid=DM1396154&bid=1795292470 https://www.globalpolitics.se/ryska-flaggor-forbjudna-i-berlin-den-8-och-9-maj/ https://utvarpsaga.is/skilgreiningin-a-gedveiki-heimurinn-er-ordinn-brjaladur-eftir-ukrainustridid/?fbclid=IwAR0aIwHnfUpCHWYKGp6DKNMEYSltrKwfbMMxRY8QUnfxpqLl_JpH0m-k3zc https://www.dagsavisen.no/debatt/kommentar/2023/04/03/en-bekymringsmelding-fra-latin-amerika/ https://covertactionmagazine.com/2023/05/05/taking-the-capitalist-road-was-the-wrong-choice-for-ukraine-says-ukraine-expert/?mc_cid=654e30993e&mc_eid=5cd1ec03b1 https://www.cnbc.com/2023/03/30/ukraine-war-how-russias-support-is-growing-in-the-developing-world.html https://www.globalresearch.ca/zelensky-must-choose-between-talks-or-losing-more-territory-former-us-army-chief/5818279 https://steigan.no/2023/05/arrestasjonen-av-gonzalo-lira-nok-et-slag-mot-pressefriheten-i-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/@gonzalolira0229 https://www.helsinkitimes.fi/world-int/23512-detaining-gonzalo-lira-another-blow-to-the-freedom-of-press-in-ukraine.html
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021