Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023
Í þriggja ára gamalli skýrslu frá bandarískum yfirvöldum má lesa á þessa leið:
Í Úkraínu eru framin alvarleg mannréttindabrot; ólögleg dráp eða dráp af handahófi; pyndingar; ómannúðleg meðferð og niðurlægjandi af hendi laganna varða; lífhættulegur aðbúnaður í fangelsum landsins; tilviljanakenndar handtökur og varðhald og alvarleg spilling í dómskerfinu.
Í deilunni í Donbas eru íbúar beittir harðræði, m.a. er tjáningarfrelsi þeirra skert, fjölmiðlum er ógnað og vefsíðum lokað, blaðamenn ofsóttir, fólki ógnað og handtekið að geðþótta. Flóttamenn eru sendir nauðugir í hættulegt umhverfi (refoulement).
Alvarleg spilling er auk þess útbreidd; hvorki eru misgjörðir gagnvart konum rannsakaðar, né misyndismenn látnir sæta ábyrgð.
Andgyðinglegar ógnir og ofbeldi á sér stað, sömuleiðis ofbeldi gegn fötluðum, þjóðernisminnihlutahópum, samkynhneigðum, tvíkynungum (bisexual), kynskiptingum (transgender) og millikynungum (intersex). Aukin heldur sjást dæmi um verstu tegundir barnaþrælkunar.
Þetta minnir mig á fyrri dvergpistil: Englastrætið i Donbass. Refsisveitir Úkraínu
Fátt rennur fólki verr til hjartaróta, þegar vígavitleysingjar eigast við, en dráp á börnum. Viðbjóður á slíku er rótgróinn í ættinni. Þegar austurhéröð Úkraínu kröfðust með stuðningi Rússa sjálfstæðis frá Úkraínu í kjölfar stjórnarbyltingar Bandaríkjamanna árið 2014, urðu þau fyrir hefndaraðgerðum Úkraínska hersins með nasista í broddi fylkingar. Þúsundir manna hafa látið lífið, aftökur hafa átt sér stað. Hér er sagt frá börnum, sem misst hafa lífið og stræti englanna.
https://www.youtube.com/watch?v=JB1c9m8Esw0 https://www.youtube.com/watch?v=eU_91Hux5wk
Í öðrum dvergpistli spurði ég áleitinnar spurningar: Ert þú á aftökulista Úkraínumanna?
Flestir þekkja til drápslista trúarofstækisríkisstjórna og aftökulista leyniþjónustna lýðræðisríkja. Trúlega eru Bandaríkin þar í broddi fylkingar og Rússar eru engir nýgræðingar í þessari iðju. En Úkraínumenn eru fráleitt veifiskatar í greininni. Þeir hafa gengið á milli bols og höfuðs á fjölda landa sinna t.d. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki bara bannað frjálsa fjölmiðlun, stéttarfélög og stjórnmálasamtök, heldur hafa þeir gert langan lista yfir feigt fólk, sem fer með fleipur um Úkraínu - falsfréttir heitir það í dag. Yfirvöld vestrænna ríkja hafa hönd í bagga, m.a. þau bresku, sem kunna áróður öðrum betur. Nýlega fór einnig hin myrta Darina Dugina á þennan lista fyrir tilstuðlan sjálfs Boris Johnson. Trúleg hefur Boris eða M16 strokað hana út núna.
Á listanum er fjöldi manna, sem eru úkraínskum stjórnvöldum vanþóknanlegir; fréttamenn, fræðimenn og stjórnmálamenn. En ert þú á listanum?
https://steigan.no/2022/08/svartelister-og-dodslister-som-del-av-vare-demokratiske-verdier/?fbclid=IwAR3kvlB0aXNpWa0hjsHOd3_qteIInCDQglW9Q1qQFIMigxTGZ5PZf1FdZz0
Úkraínsk yfirvöld halda sem sé í samráði við Vesturlönd aftökulista fyrir dauðasveitir sínar. Á þeim lista eru börn og unglingar til viðbótar öllum þeim, sem úkraínskum yfirvöldum þóknast ekki eins og t.d. Henry Kissinger. Aftökusveitin hefur kálað fjölda manns innanlands og utan.
Nú hafa úkrainsk yfirvöld hafið til vegs og virðingar gamalreyndar refsingar, þ.e. gapastokkinn. Hann var sérstaklega vinsæll á miðöldum. Auðmýking hefur löngum reynst böðlum haldgóð refsing. En nú er nútíma tækni beitt. Fólk er bundið eða límt við staura, stundum nakið og stundum er poki settur á höfuð því. Dæmi eru um ellefu ára stúlku, sem þannig var farið með.
Götugengi öryggissveita Úkraínu sjá um þess háttar refsingar.
Valkyrjur íslensku ríkisstjórnarinnar, Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætla sér góðu heilli að beita áhrifum sínum, meðan á formennsku Íslendinga í Evrópuráðinu stendur, til að hvetja til rannsókna á stríðsglæpum í Úkraínu. Það er vel!
Og hver veit nem valkyrjurnar hvetji Evrópuráðið einnig til óháðra rannsókna á stjórnarbyltingu Bandaríkjamanna í Úkraínu árið 2014, hryðjuverkum Úkraínumanna í Ódessa og í Donbas, eftir að yfirvöld í Úkraínu, með stuðningi Nató, sögðu þessum þegnum sínum stríð á hendur. Mannfallið er skelfilegt, alþjóðalög ítrekað þverbrotin, svo og sáttmálar um mannréttindi.
Vanvirðing við Minsk samkomulagið er ótalin. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna átti meira að segja aðild að því.
Evrópuráðið mætti gjarnan kíkja á áróðurssviðsetningar um athæfi Rússa fyrir fjölmiðla á Vesturlöndum og hugsanlega stríðglæpi þeirra. Ég ætla að treysta kvenfrelsunarvalkyrjunum til góðra verka í þessu efni?
En skömmin vegna aðildar Íslands að hryðjuverkunum í Eystrasalti loðir við þær, engu að síður. Þau vilja hvorki íslensk stjórnvöld, né fjölmiðlar ræða um, frekar en borgarastríðið í Úkraínu.
Valkyrjurnar, sem stöðugt skírskota til stuðnings alþjóðasamfélagsins um stuðning við málstað sinn, sýndu hyggindi með því að lesa nýustu skýrslu frá eigin hugveitu Utanríkismálaráði Evrópu (European Council on Foreign Relations).
Ráðið fékk nefnilega Oxford háskólann til að gera fyrir sig gagnlega könnun, sem sýnir, að stefna þeirra og vinanna hefur skapað gjá milli Nató/Evrópusambandins annars vegar og annarra ríkja veraldar hins vegar.
https://ecfr.eu/publication/united-west-divided-from-the-rest-global-public-opinion-one-year-into-russias-war-on-ukraine/?utm_source=substack&utm_medium=email
Þetta merkir einfaldlega, að stríðsstefna Íslendinga ýtir undir klofning í veröldinni. Við höfum þegar tapað reisn og sjálfsvirðingu sem þjóð í þessu stríðsbrölti. En siðferðilegt gjaldþrot og veiklaður efnahagur gæti einnig orðið niðurstaðan innan fárra ára.
https://steigan.no/2023/02/fascistisk-terror-i-ukraina-med-vilkarlig-gatejustis/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.latimes.com/world-nation/story/2022-04-29/ukraine-traitors-helping-russian-troops https://www.zerohedge.com/geopolitical/dark-trend-martial-law-vigilantism-and-public-humiliation-ukraine https://www.npr.org/2022/03/25/1088879152/alcohol-bans-in-ukraine-have-led-to-a-whisper-network-among-those-seeking-a-drin https://www.theguardian.com/global-development/2022/mar/09/ukraine-urged-to-take-humane-approach-as-men-try-to-flee-war https://www.kyivpost.com/post/6863 https://www.state.gov/reports/2020-country-reports-on-human-rights-practices/ukraine/ https://observers.france24.com/en/europe/20220404-ukraine-poles-public-humiliation-punishment-looting https://cms.zerohedge.com/s3/files/inline-images/UkrainePunish1.png?itok=V7_PhZ7m
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er djúpur hugsuður og þekkingarbrunnur um samfélagsfræði, stjórnmála- og mannkynssögu. En þrátt fyrir það virtist hún jafnhissa á útnefningu sinni í starf utanríkisráðherra og lærifaðir hennar, Jósef Biden, þegar hann náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna.
Þórdís Kolbrún tjáði þjóðinni, að snillin í utanríkismálum fælist í því að velja rétt lið. Síðan hefur hún gert garðinn frægan á erlendri grundu eins og yfirmaður hennar, hinn ástsæli forsætisráðherra vor, Katrín Jakobsdóttir. Hún blandar sér óhikað í innanríkismál óvina Íslendinga, eins og Írana, les þeim hressilega pistilinn um kvenfrelsun, lýðræði, réttlæti, mannréttindi, alþjóðamál og svo framvegis.
Þórdís Kolbrún er líka hernaðarfræðingur. Hún gerir í Morgunblaðinu grein fyrir hernaðar- og utanríkismálastefnu sinni:
Við eigum enga möguleika í veröld Pútíns og þess vegna þarf niðurstaðan af þessu ömurlega, tilgangslausa og ógeðfellda stríði að vera sú að alþjóðakerfið lifi það af og þau gildi sem verið er að ráðast á lifi það af.
Þetta [koma flóttamanna frá Úkraínu] er auðvitað verkefni sem að koma óvænt til okkar eins og allra annarra og verkefnið sem er auðvitað ekki eins þungt erfitt og sársaukafullt eins og fyrir þá sem þurftu að flýja heimili sín og koma hingað. En við höfum auðvitað þurft að hafa hraðar hendur og gera okkar besta til að taka hlýlega á móti þeim og keyra upp kerfi sem að tryggir það að fólk fái svör hratt og fái þjónustu sem að það á rétt á.
Það kemur mér í opna skjöldu, að flótti frá eigin heimili í stríði sé verkefni. En líklega hef ég misskilið. Utanríkisráðherra minnist þó ekki á úkraínska hunda og ketti, sem Íslendingar sóttu í þotu. Það var mikið mannúðarbragð, sem skattgreiðendur vafalítið hafa hlaðið hana lofi fyrir.
Við erum einfaldlega ekki góð í því að viðurkenna menntun og réttindi fólks sem að kemur til Íslands. Hvorki þeirra né þeirra sem flytja hingað. Í þessum hópi fólks frá Úkraínu er gríðarlega mikil þekking sem að við sem samfélag ættum að sjá til þess að þau fái mjög fljótt viðurkenningu á því til þess að þau geti notið þeirra krafta og við getum fengið að njóta þeirra krafta sömuleiðis.
Flóttamenn frá Úkraínu, konur og börn, eru vafalaust upp til hópa sómafólk og sómi Íslendinga að hlúa að úkraínskum konum og börnum, meðan lífið er murkað úr feðrum og öðrum karlpeningi þjóðar þeirra. Það verður spennandi að fá nánari greinargerð fyrir menntun og réttindum þeirra. Hvaða réttindi ætli sé um að ræða? Ætli um sé að ræða réttindi umfram þau, sem aðrir flóttamenn hafa?
Okkar stuðningur hefur fram til þessa og mun áfram taka mið af þörfum Úkraínu, hvort sá stuðningur muni breytast það fer í raun eftir hvernig málið þróast og hvað úkraínsk stjórnvöld kalla helst eftir.
Þórdísi Kolbrúnu hlýtur að vera fullljóst, eftir hverju vinir okkar í Úkraínu kalla eftir; vopnum og peningum (ekki húfum og vettlingum).
Stuðning skuli áfram veita í réttum skrefum, segir utanríkisráðherra.
Þetta snýst ekki um það hvort að við séum tilbúin að fórna Úkraínu og þar með þá fórna grundvallarreglum alþjóðalaga og þar með hverfi málið. Rússland hefur miklar meiningar um það hvað er þeirra og það er ekki einangrað við Úkraínu. Rússland réðst inn í Georgíu 2008, réðst fyrst inn í Úkraínu 2014.
Þeir eru með mikil afskipti og mjög óeðlilega stöðu inn í Moldóvu. Margir innan Rússlands líta svo á að Eystrasaltsríkin séu í raun ekki sjálfstæð. Eystrasaltsríkin eru hluti af NATO, þannig að það sem mér finnst skipta mestu máli er að við gerum það sem þarf til þess að Úkraína vinni stríðið.
Loksins hefur runnið upp fyrir mér sannleikurinn um öryggismál í veröldinni, sögu Austur-Evrópu og Litlu-Asíu/Evróasíu.
Ég vona, að enginn hvísli því að utanríkisráðherra vorum, að margar vinaþjóðanna hafi endurtekin brot á alþjóðalögum og reglum um mannréttindi á afrekaskrá sinni. Þekkingarskortur veitir meiri hugarró og einfaldar hugsun og stefnumótun.
Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnfróður um utanríkismál, Diljá Mist Einarsdóttir, tekur einnig til máls. Í grein í Vísi kynnir hún röksemdafærslu fyrir þeirri tillögu, að þingfestri söguskoðun, að hungursneyðin í Úkraínu, á tímum Jósef Stalin, hafi verið fjöldamorð. Það var hún svo sannarlega, sem og svo margar aðrar í veröldinni eins og t.d. í Þýskalandi, þegar herir bandamanna höfðu sprengt það í loft upp, eða við Stóra stökkið formanns Maó eða í Jemen á líðandi stundu vegna hernaðar Sáda, með stuðningi Bandaríkjamanna. Enn mætti lengi upp telja.
En Diljá Mist virðist yppa öxlum við þeim hörmungum. Það vakir fyrir henni og fólki úr hennar sauðahúsi á Alþingi, að ávíta kristna Rússa, enda þótt Jósef hafi verið hundheiðinn aðalritari Ráðstjórnarríkjanna.
Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim.
Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega.
Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi.
(Hvernig ætli Diljá og vinir hennar hefðu brugðist við, ef krafa kæmi um að þingfesta þá söguskoðun, að úkraínskir nasistar hefðu framið fjöldamorð á Gyðingum og Pólverjum?)
Vonandi kynnir Diljá Mist skýrslu um stríðsglæpi rússneska hersins; í hverju þeir séu fólgnir, hverjar séu heimildir og hverjir höfundar. Það á að draga hina seku til ábyrgðar eins og alla aðra, sem fremja slík voðaverk. Ætli þessi göfugi hópur Alþingimanna að fylgja málinu út í ystu æsar, munu þeir hafa í nógu að snúast næstu árin.
https://www.visir.is/g/20232381653d?fbclid=IwAR2XY5iPm5Mk5OliNKhM2NxPwL8d47jSumNhbIXKVjM5CVXGiE5j1D2YKgM https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/02/24/eigum_enga_moguleika_i_verold_putins/?fbclid=IwAR1qcsqFL6cPWRz4-N6Asg-1I8rNHxpNK0UxEOhCLZVelKdeg-LPvILAG9o
Skemmst er að minnast kröfu þýska þingmannsins, Sevim Dagdelen, um rannsókn á hryðjuverkum Nató, þ.e. Bandaríkjamanna og Norðmanna, í býsna augljósu vitorði með Svíum, Dönum, Pólverjum og (væntanlega) Þjóðverjum.
Bandaríski hagfræðingurinn, Jeffrey Sachs, hefur nú beint þeirri skýlausu kröfu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um að þjóna nú tilgangi sínum, og rannsaka það, sem hann kallar alþjóðleg hryðjuverk í Eystrasalti.
Í reynd eru öll ríki Nató meðábyrg fyrir téðum hryðjuverkum. Það á líka við um ríkisstjórn Íslands. Hvernig mun hún bregðast við? Sú var tíðin, að Íslendingar kröfðust umfjöllunar í Öryggisráðinu vegna ásiglingar bresks herskips á varðskip Íslendinga. Það sýnist miklu smærra í sniðum.
Slóð Nató er blóði drifin. Það hlýtur allt hugsandi fólk að sjá í sögulegri sjónhendingu, sbr. eyðileggingu Líbíu, Sýrlands, Sómalíu, Írak, Afganistan og nú þátttaka þeirra í stríðinu í Úkraínu.
Bandaríkin og Nató fara með hernaði á hendur hverjum þeim, sem dirfist að ógna hagsmunum þeirra, efnahagslegum (dollaravæðingu) eða hernaðarlegum yfirgangi, eða þeim, sem neita að veita alþjóðlegum auðhringum aðgengi að auðlindum sínum, sérstaklega þó olíu og málmum.
Það er svikamyllan í sambandi við dollarinn, er gerir Bandaríkjunum, sem í raun eru gjaldþrota, kleift að halda úti herstöðvum um allar álfur, og stunda sífelldan stríðsrekstur.
Því er von, að þeir bíti frá sér, þegar gjaldeyri þeirra er ógnað; fyrsta dollarastríðið var háð gegn Írak, þegar Saddam Hussein neitaði að selja olíu sína í bandarískri mynt; annað dollarastríðið var svo háð, með sérstakri aðstoð Norðmanna, gegn Muammar Gaddafi, sem vildi versla með olíu í gulldinörum; þriðja dollarastríðið hófst, þegar Rússar nú Kínverjar og margir fleiri eins og BRICS ríkin reyna að slíta af sér viðjar hin bandaríska gjaldmiðils.
Það er ekki nema von, að Jósef Bandaríkjaforseti biðji Guð sinn að fjarlægja Vladimir Putin, þann djöful með horn og klaufir. En hann virðist treysta guði sínum rétt mátulega. Því heyr hann stríð í fyrstu staðgengilsstríð til að leggjast á sömu ár og Guð.
Samtímis er Volodymyr Zelensky hafinn upp til skýja í vitundariðnaðinum, orðinn hálfguð eða dýrlingur eins og Katrín í vitund Íslendinga. Stefið um góða og vonda gaurinn er sívinsælt og hrífur vel á huga fólks.
Stríð Bandaríkjanna og Nató eru ævinlega háð í nafni mannréttinda, umhyggju, mannúðar, friðar, farsældar og lýðræðis, jafnvel þótt stolið sé verðmætum eða gjaldeyrisvaraforða ríkja eins og Venesúela, Afganistan og Rússlands.
Nefnd ríki búa aukin heldur við viðskiptaþvinganir af hálfu vestrænna ríkja. Í aðförinni að Rússlandi standa 39 ríki. Það íslenska er eitt þeirra. Í þessu efni hafa þau ekki haft erindi sem erfiði. Markmiðið var að kollsteypa rússneska ríkinu.
Mörg þeirra hafa einnig sent hergögn á vígvellina í Úkraínu, þar sem ungir piltar eru drepnir umvörpum og fjölda óbreyttra borgara steypt í ógæfu. Vígvöllurinn í Úkraínu er orðinn sorphaugur fyrir úr sér gegnin vopn Vesturlanda, samtímis því að vera tilraunavettvangur fyrir nýrri drápstól.
Á fimmtugustu ráðstefnu bandalagsins árið 1999 var samþykkt ný herkænskustefna fyrir bandalagið, sem þá þegar hafði stækkað til muna. Hin nýja stefna felur í sér árásir utan svæðis, þ.e. um alla Evróasíu.
Nú teygir bandalagið anga sína til Eyjaálfu og Asíu í samræmi við heimsveldis- og hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Hún miðar að því að girða af Rússa og Kínverja með herstöðvum. Bandaríkjamenn hafa um þessar mundir um 800 herstöðvar utan eigin lands. Nató hefur skilgreint báðar fyrrgreindar þjóðir sem fjanda sína.
Nató lætur ekki þar við sitja, heldur ásælist einnig Suður-Ameríku. Árið 2018 gerði bandalagið samstarfssamning við Kólumbíu, þrátt fyrir, að ríkin í latnesku Ameríku og við Karabíska hafið, séu yfirlýst kjarnorkulaus svæði, sbr. Tlatelolco samninginn (treaty) frá 1967, en það var einmitt í Tlatelolco í Mexikó árið 1968, að murkað var lífið úr andmælendum gerræðis, sem sífellt færist í vöxt í lýðræðisríkum Nató.
Árið 2014 lýsti Nató því yfir, að blása skyldi nýju lífi í baráttuna gegn hryðjuverkum. Nýlega voru tvö þeirra, Noregur og Bandaríkin, staðin að hryðjuverkum gegn Rússum og nokkrum aðildarlöndum í Nató sjálfu.
Samvinna þessara hryðjuverkaríkja á sögu aftur til Víetnamsstríðsins, baráttunnar um Tonkin flóa, sem var ein af annáluðum lygaárásum (false flag) sögunnar eins og árás nasista á Ráðhúsið í Berlín á sínum tíma.
Lygaárásir og alls konar lygasviðssetningar í því skyni að varpa af sér sök og réttlæta vopnaskak, njóta mikillar hylli hjá stríðsóðu fólki. T.d. átti það við um hryðjuverkið í Eystrasalti. Nú kynnu Úkraínumenn - eins og þeir gerðu í Póllandi og Hvíta-Rússlandi að undirbúa sams konar árás á Transnistríu (Transdniester, klofningsríki úr Moldóvu, með landamæri að Úkraínu. Íbúar eru Rússar, Úkraínumenn og Moldóvar. Ríkið nýtur ekki alþjóðlegrar viðurkenningar, en varð til, þegar Ráðstjórnarríkin leystust upp. Það er á áhrifasvæði Rússa.)
Nató hefur staðsett kjarnavopn í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu og Tyrklandi. Líklegt má telja, að þau sé líka að finna í Noregi.
Hinn stríðsóði framkvæmdastjóri Nató, Jens Stoltenberg, hefur hvatt aðildarríkin til að vopnvæðast enn frekar og verja meira af skattfé almennings til stríðsundirbúnings og stríðsbrölts. Áður hefur verið miðað við 2% af landaframleiðslu. Það skal nú verða lágmark.
Nú þegar verja Natóríkin himinháum upphæðum til hermála. Aðrir komast hvergi nærri með tærnar, þar sem bandalagið hefur hælana. Í vígslóða Bandaríkjamanna, eftir lok annarrar heimsstyrjaldarinnar, liggja um tólf milljónir í valnum.
Nýlega áttu sér stað mótmæli (þann 19. þessa mánaðar) í Bandaríkjunum og víðar; Gegn hernaðarvélinni. Fordæmið stríðsvélina (rant against the war machine) voru vígorð þeirra. Mótmælendur hræðast hamslausan hildarleik í veröldinni. Meðal ræðumanna var Ron Paul, sem er kunnur fyrir afhjúpanir sínar á covid-19 hneykslinu.
Það eru fleiri sem ala á slíkum ótta. Í Lundúnum verða í dag (25. feb.) mótmæli gegn ógnarverkum stríðsbandalagsins, No to Nato Conference, sem er liður í stærri mótmælaöldu, Herferð gegn Nató (No2Nato Campaign) á vegum fleirþjóðlegra samtaka gegn ófríði og stríði. Þau kalla sig, Gegn stríði gegn Nató (No to war No to NATO). Samtökin voru stofnuð á sextíu ára afmæli Nató 2009. Stofnendur voru friðarfélög víðsvegar um heiminn.
Mótmælendur höfðu bókað Conway Hall fyrir viðburðinn. Þegar hótanabréf tóku að berast, sáu umsjónarmenn hallarinnar sig til knúna til að aflýsa honum. Mótmælunum verður þó ekki aflýst.
En hugsanlega hætta Bandaríkjamenn og Nató stríðsbrölti sínu í Úkraínu, þegar ávinningurinn minnkar. Þeir í samvinnu við hergagnaiðnaðinn hafa þegar stóraukið vopnasölu. Elskulegar frænkur okkar í Finnlandi og Svíþjóð fá nú að punga út aukalega fyrir bandarískum hergögnum til að verja sig og okkur hin fyrir Rússum.
Í nýlegri skýrslu frá hugsjónasmiðju Bandaríkjastjórnar, RAND stofnuninni, segir á þessa leið: Langdregið stríð í Úkraínu býður hættum heim og gífurlegum kostnaði. Hann vegur hugsanlega upp ávinning Bandaríkjanna af framlengingu stríðsins.
(Auðdrottnarnir reka margar slíkar smiðjur eins og: Project for the New American Century, Foreign Policy Initiative, American Enterprise Institute, Center for a New American Security, Institute for the Study of War, Atlantic Council, Brookings Institue.)
Pat Buchannan, fyrrum ráðgjafi Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, sagði svo: Með hliðsjón af óhjákvæmilegri hernaðaraðstoð til Úkraínu, getum við með rétti tilkynnt yfirvöldum í Kænugarði, þegar okkur sýnist svo, að áhættan við frekari stríðsaðgerðir vegi þyngra en ávinningurinn, og neitað þeim um meira af skotfærum.
Þessi orð verður að skoða í því ljósi, að Bandaríkmenn (og Nató), ásamt Japönum, standa nú í ströngu við að undirbúa stríð gegn Kínverjum um Taívan. Liður í þessum undirbúningi eru nýjar herstöðvar á Filippseyjum.
Það eru einmitt Kínverjar, sem til viðbótar Tyrkjum og Brasilíumönnum og fl., reyna nú að stilla til friðar í hinni ólánsömu Úkraínu. Þeir hafa sent frá sér friðartillögu í tólf liðum. Fyrsti liður kveðjur á um virðingu fyrir fullveldi allra ríkja. Sameinuðu þjóðirnar hafa algerlega brugðist í þessu tilliti.
https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/germany-ukraine-war-sevim-dagdelen?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.washingtonpost.com/world/2023/02/22/global-south-russia-war-divided/?utm_source=rss&utm_medium=referral&utm_campaign=wp_world&utm_source=reddit.com https://web.archive.org/web/20230223151018/https:/www.nytimes.com/interactive/2023/02/23/world/russia-ukraine-geopolitics.html https://www.aljazeera.com/news/2022/4/26/five-things-to-know-about-russian-backed-transnistria https://www.mintpressnews.com/chris-hedges-rage-anti-war-machine-speech/283753/ https://korybko.substack.com/p/the-new-york-times-admitted-that?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/china-actually-has-a-decent-chance?utm_source=substack&utm_medium=email https://mronline.org/2022/11/21/maligned-in-western-media-donbass-forces-are-defending-their-future-from-ukrainian-shelling-and-fascism/?fbclid=IwAR3vgdyL4e7Ka4SeQmkFYYQsZrV2jh84jQZfZnF2GDx2LVouk16xEB1xzIc https://responsiblestatecraft.org/2023/02/21/we-made-putin-our-hitler-zelensky-our-churchill-and-the-media-fell-in-line/ https://seymourhersh.substack.com/p/from-the-gulf-of-tonkin-to-the-baltic https://www.youtube.com/watch?v=au3sGTgRpAU https://korybko.substack.com/p/kievs-impending-false-flag-transnistrian?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2023/02/slutten-pa-verden-slik-vi-kjenner-den/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2023/02/den-tredje-dollarkrigen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://cnduk.org/campaigns/no-to-nato/ https://geopoliticaleconomy.com/2023/02/20/west-global-south-neutral-ukraine/ https://cnduk.org/resources/no-to-nato/ https://steigan.no/2022/11/en-malrettet-krigforing/ https://steigan.no/2023/02/max-blumenthal-pa-rage-against-the-war-machine/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.npr.org/2018/10/02/653779935/whats-changed-in-mexico-since-the-1968-student-protests https://original.antiwar.com/mbenjamin/2023/02/21/whos-winning-and-losing-the-economic-war-over-ukraine/ https://geopoliticaleconomy.com/2023/02/22/china-report-us-hegemony-wars-coups-intervention/ https://www.youtube.com/watch?v=0V-KbX3VPNM https://www.un.org/nwfz/content/treaty-tlatelolco https://www.youtube.com/watch?v=w4abLKf4p5U https://morningstaronline.co.uk/article/b/freedom-speech-fears-conway-hall-cancels-no-nato-event-after-intimidation https://rageagainstwar.com/#Speakers https://www.youtube.com/watch?v=dQn0l9ULlxQ https://www.youtube.com/watch?v=w4abLKf4p5U https://www.mfa.gov.cn/eng/zxxx_662805/202302/t20230224_11030713.html https://www.youtube.com/watch?v=syaIwLw0_m4 https://www.anti-spiegel.ru/2023/der-moment-der-wahrheit-innerhalb-der-nato/?doing_wp_cron=1677090625.3637430667877197265625 https://www.youtube.com/watch?v=wr5MBrvnPLw
Stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld sameinuðust í stríði gegn heilbrigði lýðsins og atvinnuvegunum. Heilbrigðisyfirvöld kynda stöðugt undir áróðrinum um hættuleysi og gagnsemi bóluefna. Samtímis sýnir fjöldi óháðra rannsókna hið gagnstæða.
Sífellt kemur svik og fúsk lyfjafyrirtækjanna betur í ljós. Þegar í upphafi var þó tiltölulega auðvelt að sjá í gegnum fúskið; ótæk rannsóknarframvinda, upplausn viðmiðunarhópa, meingallað val rannsóknahópa, frávísun fórnarlamba, þöggun meinviðbragða, brengluð talnaúrvinnsla og framsetning, og lítt hamdar alhæfingar.
Þetta hefðu allir með lágmarks vísindamenntun á heilbrigðissviði getað séð, stæði hugur til þess á annað borð. Það ættu þeir sömu að geta lesið út úr þeim gögnum, sem t.d. Pfizer og Lyfjastofnun Bandaríkjanna, hafa neyðst til að opinbera, en stóð til að halda leyndum í áratugi.
Aukin heldur hljómuðu varúðarbjöllur snemma í faraldrinum, bæði með tilliti til tilurðar og eðlis veirunnar, félagslegra og sálrænna aðgerða, svo og grímunotkunar. Heilbrigðisstarfsmenn mest þó land- og sóttvarnalæknir - hristu bara hausinn og gera enn.
Aðgerðirnar, sem gripið var til, minna um margt á sálrænar pyndingar. Sefjun, einangrun, fjarlægð, snertingarbann, skerðing eða útlokun áreita, og sjálfviljug aðþrenging eða meiðing, eru dæmi um slíkt ekki síst grímunotkunin, sem truflaði stórkostlega boðskipti og samveru, auk þess að valda öndunarerfiðleikum og skertum þroska barna. Í nýlegum rannsóknum hefur afleiðingum grímunotkunar verið gefið nafnið grímu-örmögnunar-heilkennið (Mask-Induced Exhaustion Syndrome).
Slíkum pyndingum var t.d. beitt í fangelsi Bandaríkjamanna í Írak (Abu Ghraib) og á Kúbu (Guantánamo Bay). Nú hefur samfélaginu öllu verið umbreytt í fangelsi í veirustríðinu.
Það virðist vera undirbúningur fyrir að hneppa íbúa í stundarfjórðungs-snjallborgafangelsin, sem þegar er kominn vísir að í Bretlandi. Snjallborgafangelsi er það vistarband, sem hindrar fólk í að hreyfa sig lengra, en sem nemur stundarfjórðungsferðalagi. Vistarbandið, þ.e. bann við vistaskiptum landbúnaðarverkafólks, er nú gengið í endurnýjun lífdaganna í nýrri mynd.
En nú verða þær raddir háværari, sem krefjast rannsókna á því, sem annað tveggja er vanhæfi/andvaraleysi eða meinfýsi ofangreindra yfirvalda. Nú þegar eru í undirbúningi eða standa yfir réttarhöld í Taílandi, Florida, Utah, Noregi og nú einnig í Þýskaland. Sums staðar hefur bólusetning, sem Landlæknir Íslendinga hvetur fólk til að þiggja, verið bönnuð.
Ríkisstjórn og embættismenn verður að sækja til saka. Annað væri óréttlæti af verstu gerð og lýðræðisháð.
https://frettin.is/2023/02/21/alrikisdomari-i-new-york-stodvadi-lagasetningu-um-hatursordraedu/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33475571/ https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/ https://greenmedinfo.com/blog/alert-meta-analysis-65-studies-reveals-face-masks-induce-mask-induced-exhaustion- https://brownstone.org/articles/why-mask-mandates-should-be-immediately-banned/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33923935/ https://www.theguardian.com/world/2013/may/04/open-letter-former-guantanamo-prisoners https://propagandainfocus.com/the-covid-19-concoction-a-recipe-for-successful-psychological-operations/ https://www.hartgroup.org/did-boosters-save-lives-in-europe/ https://childrenshealthdefense.eu/eu-issues/emas-failure-to-pull-covid-19-jabs-even-though-risk-benefit-balance-nullified/ https://twitter.com/FaithBasedLogic/status/1627137997224263680 https://soniaelijah.substack.com/p/eu-safety-report-on-pfizer-biontech https://www.hartgroup.org/what-have-viruses-and-vaccines-got-to-do-with-the-heart/ https://www.hartgroup.org/fauci-confesses-that-covid-vaccines-could-never-have-worked-as-claimed/ https://brownstone.org/articles/how-new-zealand-dealt-with-disinformation/ https://brownstone.org/articles/what-happened-at-georgetown-law-with-covid/ https://brownstone.org/articles/the-unforgivable-sin/ https://brownstone.org/articles/vaccine-harms-are-biodefense-plans-collateral-damage/ https://brownstone.org/articles/fall-of-a-scottish-tyrant/ https://brownstone.org/articles/focused-protection-jay-bhattacharya-sunetra-gupta-and-martin-kulldorff/ https://steigan.no/2023/02/tysk-presse-diskuterer-svindel-i-forbindelse-med-uttesting-av-pfizer-vaksiner-vil-det-komme-et-covid-oppgjor/?utm_source=substack&utm_medium=email https://igorchudov.substack.com/p/german-press-discusses-pfizer-vaccine http://igor.chudov.com/tmp/Die-Welt.pdf https://archive.md/m3snI
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hinir ríku í veröldinni sem samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum sameinuðu þjóðanna ætla að jafna kjörin fyrir 2030 mata krókinn á kostnað skattgreiðenda með hjálp stjórnvalda eins og þeirra íslensku.
Fjársvikamylla Vesturlanda er knúin blóði drifnu stríði og veirustríði. Mestu vopnaframleiðendur eru; Lockheed Martin, Raytheon, Boeing, Northrop Grumman og General Dynamics.
Eignarhaldið er eins og á við um lyfjafyrirtækin, hálfdulið í sjóðsaðild. En sjóðir, sem eru áberandi í þessari fjármagnssvikamyllu, eru eftirfarandi: State Street Corporation, Vanguard Group, Blackrock, Newport Trust, Capital International Investors og Longview Asset Management. Hversu mikið fjármagn eiga Íslendingar í þessum sjóðum?
Færri vita líklega, að fyrir nokkrum árum voru blikur á lofti í fjármagnsiðnaðinum eins og stundum áður. Þegar þannig stendur á, er sent neyðarkall til fjárhaldsmanna alþýðu, stjórnmálamanna, lýðræðiskjörinna yfirvalda. Gengið er í almannasjóði með mismunandi hætti til að bjarga fjármagnseigendum.
Í þessari lotu voru pöntuð tvo stríð (fyrir utan þau, sem Bandaríkamenn há jafnaðarlegu um veröldina); stríðið við Rússa, með alþýðu Úkraínu að leiksoppum, og svo veirustríðið, með öll heimsins börn að veði.
Óhugnanlegum fjármunum er veitt til kaupa á skaðvænlegum bóluefnum og stríðstólum. T.d. hækkaði reikningur bandarískra skattgreiðenda til vopnakaup um tæp 50% milli ára.
Sömuleiðis hækka útgjöld til bóluefna stöðugt. Lyfjafyrirtækin krefjast þess af stjórnmálamönnum, að skyldubóluefnaskráin í Bandaríkjunum sé lengd. T.d. er það í bígerð að skylda ung börn í covid-19 bólusetningu.
Það er ekki bara seilst í vasa bandarískra skattgreiðenda. Skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu pöntuðu hinir herskáu Pólverjar 250 Abrams skriðdreka frá Bandaríkjunum og Þjóðverjar síðar 35 orrustuþotur. Finnar og fleiri þjóðir vopnvæðast enn frekar. Enda er kátt í heljarhöllum Bandaríkjanna.
Jessica Lewis,aðstoðarvarautanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þessar drápsávísanir til þess fallnar að koma Rússum á hné: Okkur gefst nú tækifæri til að taka mið fyrir næsta áratuginn með því að beina kaupum á búnaði frá Rússum. Það kemur þeim í koll og felur í sér viðhald, varahluti, þjálfum, heræfingar og fleira.
Óhugnanlegum upphæðum var einnig varið til bóluefnakaupa hjá lyfjafyrirtækjunum að töluverðu leyti í eigu sömu hagsmunaaðilja og skattgreiðendur skuldsettir upp yfir haus vegna fjarstæðukenndra aðgerða til eyðileggingar atvinnuveganna. Sumar þeirra voru Schwachsinn (vitfirra) segir fyrrum ráðherra Þjóðverja, Karl Lauterbach.
Skuldsetning er sígild fjármagnskúgun á alþjóðamarkaði, sem Íslendingar þekkja vel gegnum Alþjóðabankann og fleiri slíkar stofnanir alþjóðaauðvaldsins. Í kjölfar skuldsetninga og stríða koma fjárfestingarnar alþjóðaauðvaldsins eins og t.d. í Úkraínu nú.
Það er varla tilviljun, að auðkýfingar nefndra sjóða sitja líka á rökstólum um það, hvernig megi öðlast alheimsstjórn og aðgengi að auðæfum jarðar. Því er háð stríðið um sálina samtímis vopna- og veiruskaki. Almúginn verður að halda, að vopnin og veiruaðgerðir séu í þeirra þágu.
Fjölmiðlar af ýmsu tagi þjóna þeim tilgangi með bjöguðum fréttaflutningi, lygum, áróðri, þöggun og útskúfun. Sett eru á stofn sannleiks- eða staðreyndafyrirtæki til að koma í veg fyrir upplýsingu almennings. Meira að segja eru vísindamenn og -tímarit keypt til hins arna til að koma í veg fyrir sjálfstæða hugsun. Fátt er nefnilega skeinuhættara nefndum yfirgangsöflum.
Upplausn, efi, skelfing og ótti gulltryggir, innrætingu og heilaþvott, átrúnað á yfirvaldið. Öryggið býðst í faðmi foreldris eða hins almáttka áss.
Við erum smöluð hjörð, sagði Klettafjallaskáldið. Við erum reyndar eins og sauðahjörð á flótta undan dýrbítum. Vígtóla- og veirustríð ógna.
En þriðja ógnin, vistógnin, sækir á hugann. Hún var fundin upp fyrir rúmri hálfri öld um svipað leyti og karlógnin. Samkvæmt þeim kenningum hafa karlar ógnað konum frá upphafi vega eins og mannkynið vistkerfinu. Það er illt í efni.
Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem einnig eru á valdi umgetinna, vísa veginn, að sagt er. Fækka þarf fólki, svo um muni, þ.e. óþurftarfólki. En það eru gamlar hugmyndir nasista og fleiri.
Hina skal gera hamingjusama í stundarfjórðungssnjallborgunum hinna hlýðnu, fjarstýrðu borgara, sem dunda sér við tölvuskjái og eta rannsóknastofuafurðir, svo þeir reki sem minnst við. Það stuðlar nefnilega að hamfarahlýnun.
Vitur kona kallaði þetta hina fögru nýju veröld. Vitru konurnar (fyðilfólkið meðtalið) í ríkisstjórn Íslands eru okkar leiðsögumenn til hennar.
https://expose-news.com/2023/02/21/faces-of-bilderbergers-who-controlled-covid-response/ https://www.cnbc.com/2022/12/28/zelenskyy-blackrock-ceo-fink-agree-to-coordinate-ukraine-investment.html https://www.president.gov.ua/en/news/prezident-obgovoriv-z-generalnim-direktorom-blackrock-koordi-80105 https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2023/02/21/covid-jab-gets-permanent-liability-protection.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1HL&cid=20230221_HL2&cid=DM1350439&bid=1727192870 https://libertarianinstitute.org/author/ted-snider/ https://www.yahoo.com/news/health-care-vaccine-mandate-remains-053924500.html?guccounter=1&guce_referrer=aHR0cHM6Ly9leHBvc2UtbmV3cy5jb20v&guce_referrer_sig=AQAAAEO4xfjpAG0-K9WVe7RjARwYLyRfQrGk7Lyn2J9pdY5ApkaRlDRNIXWuQwmmoB4Lr5BNUmooEhNTGVVP4GhNdIQsySYlyzeX-12iMcdAIdG_uhhJEJIsbA2FziHB5ehQGADIORBANkTsJ-hviR83PdlJlIopzh0cPimE5evRl1kO https://steigan.no/2022/04/det-militaerindustrielle-farmasoytiske-komplekset/ https://edition.cnn.com/2021/09/08/investing/blackrock-china-fund-intl-hnk/index.html https://steigan.no/2017/12/tre-selskaper-eier-de-storste-korporasjonene-i-usa-2/ https://www.citizen.org/article/restricting-access-to-affordable-medicines/ https://steigan.no/2022/04/det-militaerindustrielle-farmasoytiske-komplekset/ https://steigan.no/2022/11/de-eier-bankene-vapenindustrien-merkevarene-mediene-og-teknogigantene-2/ https://www.bloomberg.com/news/articles/2011-08-21/wall-street-aristocracy-got-1-2-trillion-in-fed-s-secret-loans https://www.defensenews.com/pentagon/2023/01/25/us-arms-export-approvals-soared-in-2022/ https://www.faz.net/aktuell/politik/inland/corona-manche-massnahmen-waren-laut-karl-lauterbach-schwachsinn-18667895.html https://steigan.no/2023/02/krigen-i-ukraina-gull-verdt-for-vapenindustrien/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.finansavisen.no/handel/2023/02/12/7984845/krigen-i-ukraina-gull-verdt-for-vapenindustrien?zephr_sso_ott=D2cLIx
Árla morguns, konudaginn sjálfan, kveikti ég á útvarpi RÚV. Mig fýsti að heyra um það, sem efst var á baugi í veröldinni. Úr viðtækinu hljómaði mjúk rödd kvenprests, sem sló botninn i trúarlega hugleiðingu sína og bæn.
Hún hljóðaði á þá leið, að himnamóðir vor var innilega beðin um að leggja lóð sitt á vogarskál kvenna og barna þeirra, stuðla að því, að þeim væri sýnd virðing og alúð, og sjá til þess, að hamingjan brosti við þeim. Gott hjá henni, hugsaði ég með mér. Hvað ætli hún segi á bóndadaginn?
Ég hafði varla sleppt hugsuninni, þegar fréttir brustu á. Ég beið spenntur. Ung karlmannsrödd flutti frétt af konu í Bandaríkjunum, sem hafði hlaupið berfætt úr bíl inn á bensínstöð, og tjáð starfsmönnum, að sér hefði verið rænt af ástmanni sínum og haldið fanginni. Þulur bætti svo við, að lögreglan liti málið alvarlegum augum. Það voru heimsfréttir þess fréttatíma.
Fréttastofu RÚV hefur greinilega ekki þótt markverðari heimsókn forseta Írans, Ebrahim Raisi, til Kína, þar sem hann hitti Xi Jinping, forseta þess máttuga ríkis.
Rannsóknablaðamönnum RÚV hefur eftir því sem ég best veit heldur ekki þótt þörf á að greina þá þróun í heimsmálum, sem þessi heimsókn endurspeglar, þ.e. sífellt aukna samvinnu Kínverja, Rússa og Evróasíulanda á öllum sviðum. Tilgangurinn er að komast hjá afarkostum Vesturlanda og berjast fyrir margmiðju eða margskauta (multi-polar) heimi. Það merkir vitaskuld, að Vesturlönd og heimsveldið, Bandaríkin, missa spón úr aski sínum.
Meðan ríki sunnan miðbaugs treysta böndin, stofna bandalög eins og efnahagsbandalagið, BRICS (Brasilía, Rússland, Indland, Kína, Suður-Ameríka), með langan lista umsóknarlanda, og meðan Tyrkir og Sýrlendingar friðmælast, hamast Bandaríkin, Vesturlönd og Ísrael, við undirróður og áróður gegn Írönum, Rússum og Kínverjum, magna stöðugt upp stríðið í Úkraínu og ybba kíf við Kínverja. Þau grafa sér eigin gröf.
Og það er ekki bitið úr nálinni með sérkennilega fréttamennsku ríkisfjölmiðils vors. Tuttugu ár nú eru liðin frá lygunum um yfirvofandi árásir Saddam Hussein á Vesturlönd, innrásarstríð Nató og brot á friðhelgi landamæra Íraks (sem RÚV klifar á í sambandi við hernað Rússa í Úkraínu), ásamt viðbjóðslegum efnahagshernaði á hendur íbúum landsins. Þetta þegir RÚV þunnu hljóði um, svo og mótmælin gegn stríðinu í Úkraínu í Bandaríkjunum og Evrópu.
https://steigan.no/2023/02/nar-startet-flyktningestrommen-fra-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://libertarianinstitute.org/articles/who-really-started-the-ukraine-wars/ https://www.medialens.org/2023/a-beautiful-outpouring-of-rage-the-observer-the-great-peace-march-and-nord-stream/ https://steigan.no/2023/02/nar-startet-flyktningestrommen-fra-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.indianpunchline.com/china-iran-ties-on-the-right-side-of-history/
Öldungurinn, Seymour Myron Hersh (f. 1937), er, samkvæmt skilningi RÚV, samsærisblaðamaður eins og þeir, sem gera sér hugmyndir um djúpríkið (þ.e. hagsmunaaðilja, sem stjórna samfélaginu að tjaldabaki).
Hugtakinu, samsæri, var upphaflega beitt af leyniþjónustu Bandaríkjamanna um málflutning þeirra, sem gerðu athugasemdir við skilning stofnunarinnar og áróður um menn og málefni, ekki síst eigin fólskuverk, glæpi, undirróður og njósnir um eign þegna.
Það fjallaði Seymour einmitt um á sínum tíma eins og lygarnar um morð Osama bin Laden, pyntingar í fangelsi Bandaríkjamanna í Írak og margt fleira. Því er hann vondur blaðamaður, beygir sig hvorki fyrir CIA, né brosir. Seymour segir hins vegar sannleikann, enda er hann sagna bestur.
Í hugarheimi fréttamanna RÚV er Seymour smiður samsæriskenninga. Því hafa reyndar fleiri látið liggja að og sagt. Sumar fréttastofur eins og hin ríkisrekna RÚV okkar allra reyna nú að þegja í hel síðustu grein Seymour um hryðuverk vina okkar, Norðmanna og Bandaríkjamanna. Þeir unnu það afrek að sprengja í sundur gasleiðslu Rússa og nokkurra vestræna ríkja.
Það hefur heldur ekki heyrst hósti né stuna frá ríkisreknu norsku fréttastofunni, NRK (Norsk rikskringkasting). Í Þýskalandi heyrast aftur á móti raddir, sem krefjast þess, að þýska ríkið bregðist við hryðjuverkunum á eigum þess.
Eins og þjóðum mun kunnugt er nefnt hryðjuverk til þess fallið að auka sölu á norsku gasi til Póllands og koma iðnaði annarra ríkja álfunnar á kné, enda þótt yfirlýst markmið hafi vitaskuld verið að hjálpa lýðræðis- og frelsisdýrlingi okkar, Volodomyr Úkraínuforseta, að rústa Rússum. (RÚV bauð íslenskum almúga upp á hyllingu leiðtogans í gær (15. feb. 2023) og Alþingi Íslendinga hefur boðið honum skjásamveru í þingsalnum).
En það kynni að fara svo, að vopnin snerust í höndum norskra og bandarískra. Þeir eru eins og óvitar með bjúgverpil. Orðspor Norðmanna býður enn einn hnekkinn. Þeir eru nú orðnir rakin hryðjuverkaþjóð. Undir forystu stríðsbrjálæðingsins, Jens Stoltenberg, sprengdu þeir Líbíu í tætlur. Síðar lömdu þeir á Afgönum.
Þrátt fyrir hryðjuverk, ógrynni fjármuna og hernaðartól, virðist harðna á dalnum í stríði Vesturveldanna og Rússa í Úkraínu, að sögn Christopher Cavoli, yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna. Hann sagði nýlega, á varnarráðstefnu í Svíþjóð, á þessa leið:
Æðstu leiðtogar Nató hafa áhyggjur af gríðarlegu tapi og notkun skotfæra í Úkraínu. Stríðið hefur vaxið áætlunum okkar yfir höfuð. En við verðum að bregðast við því.
En það er hængur á. Birgðir drápstóla virðast á þrotum eins undarlega og það hljómar. T.d. hefur Jósef Bandaríkjaforseti trúlega lofað upp í ermina á sér, hvað langdrægar drápsflaugar áhrærir, samkvæmt fréttum Politico. Jens Stoltenberg skælir líka yfir vopnaeyðslusemi úkraínska hersins.
Til að bæta úr skák ætlar Jósef að auka framleiðslu á fallbyssukúlum um 500%. Bretar hyggjast færa Úkraínumönnum heilu vopnaverkmiðjurnar til viðbótar við orrustuþotur og skriðdreka. Þessi óþverravarningur kemur til viðbótar lífefnavopnaverksmiðjunum, sem Bandaríkjamenn komu á laggirnar. Svo nú kætast menn á úkraínsku vígstöðvunum. Kjarnorkustyrjöldin gæti verið fótum nær en hyggur. Rússnesk kjarnorkuvopnafley sveima nú við landamæri Bretlands og Noregs.
Ola Tunander er gagnfróður, sænskur vísindamaður við Friðarrannsóknarstofnunina í Ósló. Hann hefur skrifað ágæta grein einmitt um þessa hættu: Leið okkar til kjarnorkustyrjaldar (Vår vei til atomkrigen).
Ola segir m.a., að þegar litið sé til þess í fyrsta lagi, að loforð vestrænna leiðtoga um að halda aftur af stækkun Nató að landamærum Rússa, hafi verið svikin, og í öðru lagi, að Rússar hafi margsinnis lýst því yfir, að brugðist verði við með hernaði af þeirra hálfu, verði þau loforð svikin, eru líkur til, að látið verði sverfa til stáls. (Því bera Íslendingar fulla meðábyrgð á.)
Loforð vestrænna leiðtoga voru aftur svikin í sambandi við Minsk samkomulagið. Það var meira að segja staðfest af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í þessu samkomulagi fólst m.a. sjálfstjórn rússnesku héraðanna, Donetsk og Lugansk. Rússar höfðu ekki ljáð máls á umsókn þeirra um aðild að Rússneska sambandsríkinu, þrátt fyrir látlausar árásir stjórnarinnar í Kænugarði og mannfall í námunda við 12.000. En það breyttist við brot á Minsk samkomulaginu.
Að þessu sögðu má ljóst vera, að samkvæmt skilningi Rússa, er um líf og dauða að tefla og lítil von til friðarsamninga, enda Vesturlönd varla samningshæf. Yfirhershöfðingi Nató í Evrópu, Wesley Clark, hefur látið þau orð falla, að Rússum sé sigurinn vís, nema herjum bandalagsins verði beitt gegn þeim í Úkraínu.
Jósef (og íslenski utanríkismálaráðherrann) hefur margsinnis lýst því yfir, að gengið verði milli bols og höfuðs á Rússum. Það liggur því ljóst fyrir, hvert stefnir.
Íslenska ríkisstjórnin er örlát á skattfé okkar til stríðsrekstrarins. Hún hefur valið okkur lið.
https://frettin.is/2023/02/16/island-veitir-hundrudum-milljona-krona-krona-i-breskan-stridsfjarmognunarsjod-fyrir-ukrainu/ https://www.nytimes.com/1974/12/22/archives/huge-cia-operation-reported-in-u-s-against-antiwar-forces-other.html https://www.politico.com/news/2023/02/13/u-s-wont-send-long-range-missiles-ukraine-00082652 https://news.antiwar.com/2023/02/13/stoltenberg-says-ukraine-using-way-more-munitions-than-nato-can-produce/ https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2023/02/16/did-us-build-bioweapons-in-ukraine.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1HL&cid=20230216&cid=DM1347562&bid=1722843457 https://www.nato.int/cps/en/natohq/opinions_211689.htm?selectedLocale=en https://sonar21.com/sy-hersh-speaks-and-nato-warns-of-escalation-in-the-war-in-ukraine/ https://sonar21.com/public-display-of-the-gross-incompetence-of-u-s-and-nato-military-leaders/ https://sonar21.com/why-are-so-many-in-the-west-lying-about-ukraines-casualties/ https://sonar21.com/persistent-delusion-among-the-american-and-nato-defense-establishment/ https://www.newyorker.com/magazine/2004/05/10/torture-at-abu-ghraib https://steigan.no/2023/02/seymour-hersh-presidenten-ma-stilles-til-ansvar/?utm_source=substack&utm_medium=email https://web.archive.org/web/20150623005156/https://pando.com/2015/05/28/seymour-hersh-and-the-dangers-of-corporate-muckraking/ https://therealnews.com/lapdogs-redux-how-the-press-tried-to-discredit-seymour-hershs-bombshell-reporting-on-cia-domestic-spying https://www.lrb.co.uk/the-paper/v37/n10/seymour-m.-hersh/the-killing-of-osama-bin-laden https://www.thegatewaypundit.com/2023/02/greenwald-nord-stream-spread-lies-behalf-cia-get-ahead-journalism/ https://www.theguardian.com/media/2018/sep/30/bellingcat-eliot-higgins-exposed-novichok-russian-spy-anatoliy-chepiga https://archive.ph/xsu6A https://www.businessinsider.co.za/ukraine-war-scale-out-of-proportion-with-nato-planning-cavoli-2023-2 https://schillerinstitute.com/blog/2023/02/08/helga-zepp-larouche-biden-lets-nord-stream-blow-up-german-government-must-act-immediately/
Í uppgjörinu um þróun nýliðins áratugar bendir Tom á eftirfarandi:
Um 50.000 þúsund karlmenn hafa týnt lífinu í vinnuslysum. Karlmaður verður fyrir dauðaslysi á tveggja klukkutíma fresti. Um 300.000 karlmenn hafa svipt sig lífi. Karlmaður drepur sig á stundarfjórðungsfresti. Milljónir feðra hafa verið sviptar börnum sínum við spillta dómsstóla, án þess að hafa unnið nokkuð til saka. Um tíu milljónir drengja hafa verið umskornar. Tveir drengir eru limlestir með þessum hætti á hverri mínútu.
Tom beitir hér sömu aðferð og kvenfrelsararnir við framsetningu talna og hlutfalla. Þetta er sérstaklega vinsælt í áróðurdeild Sameinuðu þjóðanna og útibúi þeirra á Íslandi, svo og í ofbeldisiðnaðinum. T.d. segir í fræðslumyndskeiði frá Vinnueftirlitinu, að um þriðjungur kvenna hafi verið kynáreittur. Heimild er ekki gefin upp. Er það ekki makalaust, að þessi stofnun skuli eyða kröftum og fjármunum skattgreiðenda í karlfjandsamlegan kynofbeldisáróður í stað þess að reyna að koma í veg fyrir atvinnuslys karlmanna.
Í fréttum RÚV fyrir skemmstu, á degi, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað umskurði ungmeyja, sagði fréttamanneskja frá þessari ósvinnu með andköfum og augun á stilkum. Hún bar SÞ fyrir skelfilegri limlestingatíðni. En heimildin var ekki skoðuð frekar.
Fréttamanneskjan veit líklega ekki, að það eru konur, sem framkvæma umskurðinn á ungmeyjunum, og um sé að ræða mismunandi gerðir slíks umskurðar. Heldur var ekki minnst á umskurð drengja, sem í tölum mælt er miklu tíðari.
Um svipað leyti fræddi naglalakkssérfræðingur í RÚV okkur um, að litun naglanna endurspeglaði ljóslega kúgun karla á konum. Fréttamennska af ofangreindu tagi og hreinn kvenpíslarvættisáróður dynur á skilningarvitum fólks á hverjum degi.
Hvernig samræmist það stöðugri valdeflingu kvenna að kenna ungmeyjunum, að konur séu píslarvættir og fórnarlömb. Við sáum dæmi um afleiðingarnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð nýlega.
Ætli umtalið og frægðin auðveldi meiðingar á körlum? Orð stórstjörnunnar, Sharon Stone (f. 1958), sem er vinsæl fyrirmynd kvenna, eru alla vega umhugsunarverð í þessu tilliti.: Vald mitt til að meiða karlmenn eykst með aukinni frægð og valdeflingu.
Illvirki karla gegn konum er þrástef i fjölmiðlum. Launakúgun er eitt þeirra. Það nýtur óbrigðulla vinsælda, t.d. í verkfalli Eflingar nú, þrátt fyrir að löngu hafi verið sýnt fram á, að misjöfn laun karla og kvenna ráðast í öllum aðalatriðum af vali kvenna sjálfra með tilliti til starfs og vinnutíma. Glerþakið margumrædda settu konur en ekki karlar.
Hvenær ætli komi að því, að konur taki ábyrgð á sjálfum sér og hætti að kenna körlum um eymd sína og volæði. Og það er svo skrítið, að þær frelsuðustu tala mest um kúgun og álag.
Samtímis eykst sala á taugalyfjum til kvenna, sérstaklega þó þunglyndislyf. RÚV sýndi raunar um þetta heila píslarvættisþáttaröð frá Svíþjóð; Þetta er okkur um megn.
Er ekki kominn tími til að endurskoða karlfjandsamlega stjórnarstefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og hins opinbera á Íslandi, beita almennri skynsemi og alvöru vísindum?
Hversu mörgum drengjum og körlum skal fórna á altari karlhaturshugmyndafræðinnar? Ætli það hafi verið rætt í ríkisstjórn? Líklega ekki, því Katrín hefur margsinnis lýst yfir, hversu hreykin hún sé af kvenfrelsunar- og karlhatursstefnu Vinstri-grænu hreyfingar sinnar.
Breski kvenfrelsarinn, Julie Bindel (f. 1962), er líka afskaplega hreykin af sjálfri sér og hreyfingunni. Hún orðar það svo: Líta ber á hatur kvenna á körlum sem kvenfrelsunarviðbragð. Við ættum að vera hreyknar af því.
Það ber ekki á öðru en Kvenfrelsunarávarp bandaríska sálfræðingsins, Valerie Jean Solanas (1936-1988), sé VG ámóta hugleikið og sjálft Kommúnistaávarpið. Hún segir m.a.:
Það rennur sífellt skýrar upp fyrir þeim [körlum], að hagsmunir kvenna séu þeirra hagur; að þeim sé einungis fært að lifa fyrir tilstuðlan kvennanna; að aukin hvatning til kvenna til að lifa lífi sínu og rætast sem konur, en ekki karlar, geri hann sjálfan lífvænlegri. Þeim er orðið ljóst, að auðveldara sé að lifa fyrir tilstuðlan kvenna, heldur en að hrifsa til sín eiginleika þeirra, ...
Áður en sjálfvirknin hefur verið innleidd og vélar koma í stað karla ætti karlinn að gera konunni gagn, þjóna henni til borðs, hlaupa eftir duttlungum hennar, hlýða hverju og einu boði hennar, beygja sig fullkomlega í duftið fyrir henni, ...
Það er ofur skiljanlegt háttalag í ljósi eftirfarandi: Á sama hátt og mannverur hafa æðri tilverurétt, heldur en hundar, því þær eru þróaðri og hafa yfirburðavitund, hafa konur æðri tilverurétt heldur en karlar.
Beygi hann sig í duftið með ofangreindum hætti, kynni að vera von, því líf konunnar snýst um að skapa tengsl, láta ljós sitt skína, elska og vera hún sjálf. Líf karlsins snýst um að framleiða sæði.
Konan mun, hvort sem henni líkar betur eða verr, taka öll völd í fyllingu tímas, jafnvel þótt væri bara af þeirri einu ástæðu, að hún neyðist til þess þegar öllu er á botninn hvolft hverfur karlinn af sjónarsviðinu.
Fyrirsætan og rithöfundurinn Clare Staples, gæti einnig veitt konum og kvenfrelsurum innblástur, bæði í VG og utan: Það er hollt bæði hundum og körlum, að þeim séu sett mörk og að þú setjir þau. ... þannig að hvorir tveggju sýni þér virðingu. Vertu ævinlega sjálfsörugg. Það er leynivopnið. Bæði körlum og hundum þykir það aðlaðandi, æskilegt og ómótstæðilegt. Skorti þig sjálfsöryggi, skaltu þykjast hafa það.
Egypsk/norður-ameríski blaðamaðurinn, Mona Eltahawy (f. 1967) vísar einnig veginn: Ég bið fólk að hugleiða ... sviðsmynd, þar sem við [konur] myrðum ákveðinn fjölda karlmanna í viku hverri. Hversu mörgum þyrftum við að lóga, þar til feðraveldið sest niður handan borðsins og segir: Gott og vel, látum gott heita. Hvað getum við gert til að stansa aflífunina?
Spænski kennarinn, Aurelia Vera, flytur heldur mildari boðskap: Við þurfum að láta okkur lynda (dabble) úrval [drengja] til geldingar. Ef þú vanaðir son þinn, væri hann ekki fær um að eignast börn. [Aukin heldur] væri honum hlíft við fjölda kynvakastýrðra breytinga, sem hafa í för með sér [aukna] líkamsburði. Þrótturinn kemur úr kynkirtlunum. Svo verða raddir þeirra áfram barnslegar.
Það er varla tilviljun, að hugmyndir Germaine, Aurelia, Mona, Clare og Valerie endurspeglast að töluverðu leyti í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem íslensku kvenfrelsunarríkisstjórninni er umhugað um að fylgja út í ystu æsar.
Mary Daly (1928-2010) var spámannlega vaxin: Afeitrun jarðarinnar verður að eiga sér stað, eigi líf að þrífast til framtíðar. Ég hygg, að hún verði samhliða þróun, sem hafi í för með sér verulega fækkun karlmanna.
Enn sem komið er deyr fólk og lestast við bólusetningar stjórnvalda fyrir tilstilli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og auðjöfra innan vébanda Alheimsefnahagsráðsins. Umframdánartíðnin er orðin óhugnanleg og frjósemi skert.
Í sjálfbærnimarkmiðum Alheimsefnahagsráðsins og SÞ er lögð sérstök áhersla á að veita börnum og konum brautargengi á kostnað karla. En hver veit, nema beitt verði þekkri kvenfrelsunarhugmyndafræði í fólksfækkunarframhaldinu, sbr. tillögu Sarah Jeong (f. 1988):
Það er engin þörf fyrir herkvaðningu. Við þurfum geldingarhappdrætti fyrir hvíta karla. Mánaðarleg drögum við út afmælisdag, sundurgreinum þá óþörfu og bregðum skærunum á nokkra poka [punga], helst við fjölmenna, opinbera samkomu.
Umhverfiskvenfrelsarar hafa sérstaklega lengið körlum á hálsi fyrir kjötát, en það eru almæli orðin, að viðrekstur bolanna valdi hamfarahlýnun. Því verður að fækka nautum, fjór- sem tvífættum.
https://www.visir.is/g/20232374776d/er-kynja-fraedi-lykillinn-ad-fjol-breyttara-nams-vali-?fbclid=IwAR03rgWEZMRnTO825_JwTD0j4qtNcl0fg-EYAgEyaESibtKsdkGxQbZgHMU https://menaregood.substack.com/p/fathers-save-the-human-race?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://www.youtube.com/watch?v=OFpYj0E-yb4 https://avoiceformen.com/author/tomgolden/ https://www.youtube.com/user/1menaregood1 https://tgolden.com/about/ https://menaregood.com/ https://www.reddit.com/r/MensRights/comments/5tuf3m/why_are_men_so_often_at_the_top_tom_golden_men/ https://ncfm.org/advisor-board/tom-golden-lcswauthor/ https://www.youtube.com/watch?v=0CKgWpkReUA https://menaregood.substack.com/p/intro-to-mens-issues?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.reddit.com/r/MensRights/comments/1v3hjw/equality_a_step_down_for_women_tom_golden_men_are/ https://avoiceformen.com/featured/the-western-butler-and-his-manhood-2/
Fyrir tíu árum eða svo tók bandaríski ráðgjafinn og sállæknandinn (psychotherapist), Tom Golden, saman helstu atriði um jafnrétti kynjanna, með karlaskekkjuna í brennidepli. Nú hefur hann litið um öxl og sýnist fátt hafa breyst til batnaðar.
Það er almælt, að á sumum sviðum mannlífsins eru karlar fjölmennari en konur eins í stétt hæstaréttardómara, hershöfðingja og forstjóra stærri fyrirtækja. Kveinstafir kvenfrelsaranna vegna þessa eru ærandi. Konur eiga að vera hvarvetna, þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar, segir Katrín kvenfrelsari.
En karlar eru líka miklu fjölmennari í stétt hermanna. Þó heyrast engin ramakvein þess vegna. Síður en svo, þvert á móti! Valkyrjurnar í ríkisstjórn Íslands hvetja t.d. eindregið til, að Úkraínumenn berjist til síðasta karlmanns. Nýlega fermdum unglingspiltum er nú att á stríðsforaðið eins og oft áður.
Kvenfrelsarar gera heldur ekki athugasemd við þá staðreynd, að uppeldi íslenskra barna í skólakerfinu sé að mestu í höndum kvenna, sem og félags- og heilbrigðisþjónusta, eins og ofbeldis- og jafnréttisiðnaðurinn. Leiðarljós kvenfrelsaranna er hlutfallsjafnrétti (nema þegar talið berst að fækkun karla). Hugmyndir um jöfn tækifæri líta þeir aftur á móti hornauga.
En sagan er ekki öll sögð. Lítum á nokkrar staðreyndir og tölur frá Tom (lýsa bandarískum veruleika og vestrænun, eftir atvikum) um jafnréttishlutföll kynjanna á ýmsum sviðum:
Karlar eru 98% fórnarlamba stríðs. Neiti þeir að hlíta herskyldu (í Bandaríkjunum) fá þeir 250.000 dala sekt eða verða að dúsa fimm ár í fangelsi. Konur búa almennt ekki við herskyldu.
Það er einnig miklu fátíðara, að konur séu myrtar. Myrða þyrfti eina konu á klukkutíma í eitt ár, svo hlutföllin yrðu jöfn, að þessu leyti.
Drengir og fullorðnir karlmenn eru 80% þeirra, sem deyða sjálfa sig. Vilji konur standa jafnfætis körlum á þessu sviði, þyrftu sjálfsvígum þeirra að fjölga fjórfalt.
Um 93% þeirra, sem látast í vinnuslysum, eru karlmenn. Svo jafnræði kæmist á milli kynjanna, hvað vinnuslys varðar, þyrfti ein kona að láta lífið á tveggja klukkutíma fresti.
Karlmenn vinna hættulegri og sóðalegri störf en konur. T.d. þyrfti að margfalda fjölda kvensorphirðumanna 35sinnum, til að jafnræði ríkti á því sviði. Dýpra þyrfti að taka í árinni í umhirðu ræsanna. Þar þyrfti að fjölga konum 85sinnum, svo að jafnrétti næðist.
Karlar lifa fimm árum skemur en konur. Þeir deyja sem sé yngri, og má þá hér um bil einu gilda, hver dánarorsökin sé. Til að jafnrétti ríkti, þyrftu miklu fleiri konur að deyja miklu fyrr. Svo að jafnist út fjöldi andláta, án tillits til orsaka, þyrftu 1000 konur að geispa golunni daglega í eitt ár.
Karlar slasast líka í heimiliserjum og bíða fjörtjón. Um 38% hljóta limlestingar. (Enn þá gætir trúlega skekkju við rannsóknir. Karlar eru oft og tíðum taldir hinir eðlilegu ofbeldismenn og þeir kvarta síður og kveina yfir ofbeldi maka. Endurteknar rannsóknir víða um Vesturlönd sýna, að almennt skiptist makaofbeldi til helminga milli kynja. Í lespusamböndum er hlutfallið einnig svipað milli maka.)
Falskar ákærur um ofbeldi karla eru algengar. T.d. eru um 40% ákæra um nauðganir falskar. Hví er svo lítið gert til að vernda unga karlmenn fyrir röngum dómum? (Hvar er lögregla og ríkissaksóknari? Hafa t.d. meiðyrðameyjarnar við Menntaskólann í Hamrahlíð verið saksóttar?)
Misþungir dómar fyrir sams konar brot eru einnig algengir. Dómar kvenna eru yfirleitt vægari en dómar karla. Við rán eru karlar dæmigert dæmdir í tíu ára fangelsi, konur átta. Við höfum tilhneigingu til að líta á karla sem illa, en konur kærleiksríkar og góðar. Leitað er dyrum og dyngjum að einhverju því í lífi konu á sakamannabekki, sem gæti mildað dóm yfir henni. Reynsla (jafnvel þótt upplogin sé) af kynáreitni eða -ofbeldi reynist oft vel.
(Það er til að mynda ekki ýkja langt síðan, að par var látið sæta gæsluvarðhaldi sökum sameiginlegra kynglæpa gagnvart börnum. Það varð mun skemmra hjá konunni, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, því hún var álitin bera minni sök. Býsna algengt.)
Fangelsin eru fleytifull af körlum. Það þyrfti að fangelsa fjórar konur á hverri sekúndu á eins árs tímabili til að jafna hlutföllin. Fjöldi fangelsaðra karla er greindarskertur.
Hugsanlega stjórnast dómarar af umhyggju kvenfrelsaranna fyrir körlum. Hinn mikli kvenfrelsunarspekingur, Germaine Greer (f. 1939), lætur að því liggja:
Líklega er öryggisfangelsi einasti staðurinn, þar sem karlar geta talið sig örugga, nema yfir þeim vofi sú hætta að verða leystir úr haldi.
Karlar eru miklu ofar en konur heimilislausir umrenningar. Svo jafnrétti sé náð á þessu sviði þyrfti að fjölga heimilislausum konum um 1000 á dag.
Óhróður um karla er algengur og almennur. T.d. er það talið skop og spé, þegar karlar meiðast, en samúð er vakin í brjósti fólks, þegar um meiðsli kvenna er að ræða. Þetta á sérstaklega við um allt, er lítur að kynferði og kynlífi.
Kynofbeldi gegn konum er glæpur. Kynofbeldi gegn körlum er skemmtilegt, segir Tom.
Hið opinbera er afskaplega upptekið af heilsu kvenna. Það hefur sett á laggirnar alls konar stofnanir, t.d. rannsóknastofnanir, til að stuðla að góðu heilsufari kvenna. Varla nokkurt sambærilegt er til fyrir karlmenn.
Rúm ein milljón sveinbarna er umskorin árlega. Þetta er eyðileggjandi, sáraukafull og gersamlega ónauðsynleg aðgerð. Limlesting á kynfærum drengja er heimil lögum samkvæmt, en bönnuð á stúlkubörnum. (Afskorin forhúð drengja er notuð í iðnaði.)
Jafnrétti á þessu sviði fæli í sér, að umskera þyrfti milljónir meyja og kvenna, verulegan hluta án deyfingar. Það á nefnilega við um mikinn fjölda núlifandi karlmanna í Bandaríkjunum.
Æxlunarréttur karla er í raun enginn. Konum er selt sjálfdæmi um fóstureyðingar. Þær taka geðþóttaákvarðanir. Þá má einu gilda, hvort faðirinn óskar barnsins eða ekki. Hún ræður líkama sínum og buddunni hans, kemst Tom að orði.
Rangfærsla faðernis er einhvers staðar í námunda við 30%. Feður greiða uppeldi afkvæma móðurinnar, hver svo sem raunfaðirinn er.
Við skilnað fá mæður óskoraðan foreldrarétt í 83% tilvika, en feður í 8% tilvika.
Greind karla og kvenna (mæld á hefðbundnum greindarprófum) dreifist misjafnlega, þ.e. greind kvenna mælist i meira mæli um miðju bjölludreifingar, karla til endanna. Sé jafnvægis óskað, þyrftum við að sjá miklu fleiri þroskaheftar konur og snillinga úr röðum kvenna.
Tom fjallar lítillega um stöðu drengja, sem öllum ætti að vera kunnugt um. Í leik- og grunnskólakerfi, sem fremur er sniðið að þægum stúlkum en fyrirferðarmiklum drengjum - og þar sem (ungar) konur eru nær einráðar - heltast drengir úr lestinni á flestum sviðum.
Sama má um æðri menntun segja. Í Bandaríkjunum yrði að meina 3 milljónum kvenna aðgengi að æðri menntastofnunum, svo jafnvægi skapaðist milli kynjanna. Þessar milljónir kvenna og margar fleiri, yrðu að gerast iðnaðarmenn (trade) til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Konur eru einungis 3% byggingaverkamanna, 3% pípulagningamana, 5% sjómanna (eða fiskara eins og það heitir á jafnréttisíslensku Vinsri-grænna), 5% skógarhöggsmanna og 3% rafvirkja.
Hvernig má það vera, að fólk undrist, að drengir margir án handleiðslu föður villist af leið, leyti í fíkniefni og afbrot, vilji skipta um kyn eða káli sjálfum sér.
Kvenfrelsararnir segja misrétti og hatur í garð karla réttlætanlegt, því þeir séu eitraðir, fæddir kúgarar kvenna og nauðgarar. Eða eins og annar meiriháttar kvenfrelsunarspekingur, Andrea Dworkin (1946-2005), tók til orða:
Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.
https://www.reddit.com/r/MensRights/comments/1v3hjw/equality_a_step_down_for_women_tom_golden_men_are/ https://avoiceformen.com/featured/the-western-butler-and-his-manhood-2/
Klaus Schwab, aðalhugmyndafræðingur og forstjóri Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), kallar ísraelska sagnfræðinginn, Yuval Noah Harari, spámann sinn. Á þingi ráðsins árið 2020 mælti hann svo:
Þeir tímar koma, að allir skulu bera lífmælisarmband (biometric). Það mælir stöðugt blóðþrýsting, hjartslátt og heilastarfsemi, allan sólarhringinn.
Þú leggur við hlustir, þegar leiðtoginn mikli talar í hljóðvarpi. Honum er kunnugt um, hvernig þér raunverulega líður. Þú getur klappað honum lof í lófa og brosað þínu blíðasta. En ef snuggar í þér, berast honum skilaboð um það, og að morgni muntu gista Gúlagið.
Vöxtur tölvugagnanýlendustefnunnar (data colonialism) og tilorðning stafrænueinræðis (digital dictatorship) mun leiða til fæðingar stéttar alheimsónytjunga. Gerðu þér í hugarlund, að þú sért fimmtugur vörubílstjóri, sem misst hefur vinnuna á tuttugustu og fyrstu öldinni.
Hin eiginlega barátta verður gegn ónytjungshætti (irrevlevance). Það er miklu verra að vera gagnslaus en hagnýttur. Þeir, sem tapa baráttunni og verða ónytjungar, skapa nýja stétt ónytjunga. Þeir eru gagnslausir af sjónarhóli stjórnmála og hagstjórnar. [Það var lærifaðir Klaus og Harari, Henry Kissinger, sem sagði öldunga vera gagnlaus átvögl. Þaðan kemur væntanlega orðfærið.]
Og hin nýja stétt ónytjunga mun skiljast frá úrvalinu, sem stöðugt sækir í sig veðrið. Gjáin milli þeirra mun stækka. Hvernig munu stjórnmál arta sig í þínu landi, þegar einhverjum í San Franscisco eða Peking er kunnugt um lífssögu sérhvers stjórnmálamanns, dómara og blaðamanns að heiman, þar með talin kynlífsævintýri, allir andlegir kvillar þeirra og spilling.
Munu sjálfstæð ríki verða við lýði? Eða munu þau þróast í átt að töluvgagnanýlendu, þegar nóg verður af gögnum. Þá þarf ekki að senda her á vettvang til að halda yfirráðum.
Hugur margra harðstjóra og ríkisstjórna stóð til þess. En enginn hafði næga þekkingu á líffræði, úrvinnslugetu og gögn til að rjúfa (hack) milljónir manna.
Hvorki Gestapo [leynilögregla nasista í öðru heimsstríð], né KGB [leynilögregla Ráðstjórnarríkjanna sálugu] réðu við verkefnið. En nú er öldin önnur. Fyrr en varir munu einhver fyrirtæki og ríkisstjórnir vera fær um að rjúfa almenning kerfisbundið. Dagar okkar sem dularfullra sálna eru taldir.
Við erum rjúfanleg dýr. Það erum við einmitt. Ef þessi völd féllu í skaut Stalin tuttugustu og fyrstu aldarinnar, blasti við skelfilegasta einræðisstjórn allra tíma.
Og nú þegar er fjöldi umsækjenda um stöðu Stalín tuttugustu og fyrstu aldar. Lausnir á alheimsvanda verður að finna á alheimsvettvangi. Góðir þjóðernissinnar verða að gerast gjaldgengir alheimssinnar.
Við höfum skapað hina regluvæddu frjályndisskipan í veröldinni. [Væntanlega á hann við alheimsskipan Bandaríkjamanna, rule based international order.] En ég el svo sannarlega þá von í brjósti, að réttindunum þurfi ekki að treysta, heldur leiðtogunum, sem hér eru staddir. Þakka þeim, sem hlýddu.
Á ráðstefnu samtakanna í Davos var einmitt málstofa um efnið. Frumtækni ytri og innri stýringar er nú þegar fyrir hendi og í eigu hagsmunaaðilja í Alheimsefnahagsráðinu. Unnið er að því að skilyrða aðgengi að nýjum afurðum tæknirisanna, þ.e. ýmis konar smáforritum, upplýsingum um heilavirkni.
Í Keníu eru þegar hafnar tilraunir með lífvöktun á brjóstmylkingum í sambandi við bólusetningar. Fingraför eru tekin af fjórum fingrum þeirra og rödd móður hljóðrituð.
https://reclaimthenet.org/kenya-testing-ground-for-biometric-based-vaccine-tracking https://mittval.is/the-world-economic-forums-ten-creepy-goals/ https://www.youtube.com/watch?v=4zUjsEaKbkM https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2286145/?fbclid=IwAR20zEGfyFfXLGgQpK_BVdFaVgU2fMe_yLxYTavS45jyV0e3JzuLc2Bp1po https://expose-news.com/2023/02/11/secret-plan-in-1989-to-microchip-everyone/ https://www.youtube.com/watch?v=za4Q8WXI4vQ https://rumble.com/v28o8uw-wef-declares-that-human-beings-are-no-longer-sovereign.html https://live.childrenshealthdefense.org/chd-tv/events/never-again-is-now-global/Never-Again-Is-Now-Global-Part-3/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021