Blaðamaðurinn, Chris Hedges, átti á dögunum viðtal við óvenjulegan, bandarískan stjórnmálamann, Dennis J. Kuchinich. Hann er fyrrum borgarstjóri í Cleveland og frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Honum var bolað úr stöðu borgarstjóra vegna þrákelni við að selja orkufyrirtæki borgarinnar.
Hann hefur skrifað bókina, Skiptingu ljóss og valds (The Division of Light and Power), sem var 40 ár í smíðum. Dennis býður sig nú fram til þings, en óháður flokkunum tveim, sem drottna á víxl í augljósu gervilýðræði.
Dennis er einn fárra bandarískra stjórnmálamanna, sem reynt hefur að andæfa stríðsbrjálæðingunum á vegnum vopnaframleiðenda, sem stjórna utanríkisstefnu þjóðarinnar. Stríðsreksturinn hefur kostað sérhverja fjölskyldu, í landi hinna hugprúðu og frjálsu, ógnarlegar upphæðir, og enn er barist fyrir lán.
Dennis viðurkennir umbúðalaust ábyrgð Bandaríkjanna á þjóðarmorðinu á Gaza.
Chris segir m.a.: Það eru eingöngu hernaðarmáttaröflin, fyrirtækin og auðmennirnir, sem að staðaldri vinna kosningar í Bandaríkjunum og sviðsetja kosningasjónhverfingarnar.
Í sjálfu sér er enginn munur á stefnuskrá flokkanna tveggja í raun; langvinn stríð, viðskiptasamningar, afiðnvæðing, stjórnvaldseftirlit, velferðarskerðing, gróðamiðað heilbrigðiskerfi, sem auðveldar fyrirtækjum að græða á hinum sjúku, fjölgun fanga og hermiðuð lögregla.
Spurt er, hvernig má okkur auðnast að endurheimta lýðræði vort, sem heimspekingurinn, Sheldon Wolin, hefur kallað umsnúið alræði (inverted totalitarianism)?
https://chrishedges.substack.com/p/the-chris-hedges-report-with-independent?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=144021905&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021