Hernaðarkvenfrelsun og Nató

Það hefur varla farið fram hjá neinum, að Natóríkin vígbúist af kappi til að verja lýðræðið og frelsið gegn Rússum, sem ætla sér loksins að reiða til náðarhöggsins. Enda þótt tilgangurinn sé sá sami og áður, þegar Rússagrýlan hefur grenjað í vestrænun fjölmiðlum og munntaui stjórnmálamanna, þ.e. að auka vopnakaup skíthræddra skattgreiðenda, er yfirbragðið þó eilítið annað; kvenfrelsun.

Kvenfrelsunarherbragðið hefur reynst vopnaframleiðendum og vinum þeirra í jafnréttis-, upplýsinga- og ritskoðunariðnaðinum, afar vel. Þeir eru hluti af þeirra samsteypu auðjöfra og stjórnmálamanna, sem sækjast eftir heimsyfirráðum.

Innanríkisstefnan miðar að menntunar- og menningareyðingu, studd utanríkis- og efnahagsstríðsstefnu, sem veldur upplausn, glundroða, ótta og flóttamannastraumi. Þetta sér fólk nú ljóslifandi um allar álfur.

Á innlendum og erlendum vettvangi hefur beinskeytt stríð gegn körlum staðið yfir síðustu hálfa öldina eða svo. Eins og tæpt var á, hefur áróðurshernaðurinn fyrir frelsun kvenna skilað góðum árangri; menningarleg ringulreið ríkir, menntun er í skötulíki, kynið í uppnámi, fjölskyldan á í vök að verjast, kynin berjast, karlar falla eins og flugur, þroski drengja er heftur, gott siðferði og gildi eru rokin út í hafsauga. Að þessu sögðu er vel skiljanlegt, að Nató beiti svipuðum aðferðum til sundrungar og stríðs.

Varnarbandalagið eins og kristilegir jafnaðarmenn á Íslandi kalla þessa hernaðarvél, hóf fyrir tveim áratugum eða svo að gera kvenfrelsurum glingrur. Árið 2012 réð bandalagið einn slíkan, Kari Skåre. Hún sagði m.a.:

„Það er trúa okkar, að konur geti leikið lykilhlutverk við að koma á friði og öryggi, viðhalda og styrkja. Í samvinnu við samstarfsaðilja vora er hugmyndin að samþætta þessa grundvallarreglu daglegri sýslu á vettvangi stjórnmála, hernaðar og borgara – sem og köllunar og aðgerða.“

Í grein, sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Angelina Jolie (sem einnig er þátttakandi í Utanríkismálaráði Bandaríkjanna (Council of Foreign Relations), skrifuðu í breska dagblaðið, Guardian, kennir sömu grasa:

„Það er spurning um frið og öryggi sem og félagslegt réttlæti að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi. … Nató gæti leitt slíka viðleitni.“ Kynjaofbeldisköllun Nató heitir: „Konur, friður og öryggi“ (Women, Peace and Security (WPS).“

Stríðsbandlagið rembist nú við ímyndarsmíðina. Hin nýja ímynd lýsir friðsamlegum menningarsamtökum með jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi. Það auðsýnir gæsku í garð kvenna og barna, sem þau eru tilbúin að verja fyrir Rússum og öðrum illmennum, ef þurfa þykir.

Nokkur ríki í Nató eins og Ísland hafa mótað utanríkismálakvenfrelsunarstefnu. Íslendingar hafa t.d. sent tvær kynþokkafullar skjaldmeyjar til að kyssa og kjassa – einkum karla – í útlöndum. Það hefur heldur dregið úr kjassinu, eftir að leiðtogi kristilegra jafnaðarmanna, Bjarni Benediktsson, tók við keflinu.

Hernaðarbandalagið teflir fram snotrum kvenfrelsurum á mörgum vígstöðvum, þó ekki á hinum blóðuga vígvelli. Kvenfrelsun og jafnrétti eru vitaskuld takmörk sett. Ein þeirra er sum sé hin íðilfagra hetja úr Hollývúdd, Angelina Jolie, að ógleymdum Sanna Marir, Kaja Kallas og Annalena Baerbock.

Flestar þeirra bera einnig græna blæju og munu vafalítið verjast Vonda-Valda kolefniléttar í spori. Katrín Jakobsdóttir er auk þess sérstakur fulltrúi allsherjarsamtaka vopnasala og annarra heimsyfirráðasinna í Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum), sem m.a. eiga Alþjóðaheilbrigðisstofnunina að töluverðu leyti.

Hin fagra, friðsæla veröld vex í skauti kvenfrelsaranna og Nató.

https://carnegieendowment.org/2023/03/08/germany-has-new-feminist-foreign-policy.-what-does-it-mean-in-practice-pub-89224 https://www.cambridge.org/core/services/aop-cambridge-core/content/view/AA2BDAE69987A3854B4EE999E7962484/S0260210521000188a.pdf/natos_strategic_narratives_angelina_jolie_and_the_alliances_celebrity_and_visual_turn.pdf https://www.theguardian.com/world/2002/nov/28/nato.comment https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2290602/ https://frettin.is/2023/05/27/nato-er-vinur-og-verndari-kvenna-kvenfrelsun-sem-utanrikismalastefna/ https://unherd.com/2023/05/how-nato-seduced-the-european-left/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband