Tæknihyggjugerræðið. Mattias Desmet

Við þurfum nýja menningu í stjórnmálunum, þar sem sannleikurinn er hafinn til vegs og virðingar. Við þurfum öðruvísi orðræðu, samtal, sem á uppsprettu sína í sálinni sjálfri og hjartanu, þar sem grunnhyggninni, holum rómi og áróðri er kastað fyrir róða. Við þörfnumst þess, að stjórnmálamenn gerist sannsögulir leiðtogar á nýjan leik, leiðtogar sem gera sér far um beina fólki á rétta braut en ekki villigötur.

Svo mælti sálfræðingurinn, Mattias Desment, í rúmenska þinginu nýlega.

Mattias er prófessor í sálfræði við Háskólann í Ghent í Belgíu. Hann skrifaði bókina, „Sálfræði gerræðishyggjunnar“ (The Psychology of Totalitarianism) og fetar þar í slóð margra merka manna eins og Wilhelm Reich (1897-1957), Theodor W. Adorno (1903-1969), Hanna Arent (1906-1975) og Robert A. Altemeyer (f. 1940).

Hann segir í hnotskurn: Nýtt úrval hefur sprottið úr jarðvegi efnahyggjunnar, sem altekur huga fólks um þessar mundir. Þetta úrval beitir áróðri í því skyni að stjórna alþýðunni, þar sem tengsl hafa rofnað og einsemdar gætir í vaxandi mæli. Fólk einangrast með tækni sinni og verður sífellt næmara fyrir sefjun. Það lýtur valdinu umyrðalítið. Það finnur öryggi í ríkisvaldinu.

Mattias vísar til orð þýska félagsfræðingsins, Hönnu Arendt: Alræðið er afsprengi djöfullegs samnings fjöldans og stjórnmálaleiðtoganna. Hann rifjar einnig upp orð forngríska heimspekingsins, Aristótelesar, um þá dygð að segja satt, jafnvel þótt samfélagið skelli skollaeyrum við.

Samfélagið lifir í lygi, sem sögulega séð er ný af nálinni. Lygin felst í áróðri, sbr. veirukreppuna, Úkraínukreppuna og stríðið í Ísrael/Palestínu. Áróður er leiðin, sem yfirvöld beita til að stjórna hjörðinni. Þannig fæst fólk til að hlýða, gleypa stjórnarstefnuna. Lausnin er ekki áróðurstæknialræði.

Það eru siðgæðin í hinu opinbera samtali sem er kjarni hins góða samfélags. Þegar upp er staðið, er maðurinn siðvera. Og þegar samtalið er brenglað, verður samfélagið sjálft brenglað. Það er markmið í sjálfu sér að tala satt. Það gerir okkur mannleg. Við berum öll ábyrgð; tölum sannleikanum samkvæmt.

Að þessu sögðu gæti verið hollt og gott að rifja upp orð annarra fræðimanna:

Hannah Arendt (1906-1975), var alræðið hugleikið. Hún segir í bók sinni „Uppruna alræðisins“ (The Origins of Totalitarianism):

„Kjörviðfang alræðisins er hvorki sannfærður nasisti né sannfærður kommúnisti, heldur fólk, sem misst hefur skynbragð á aðgreiningu staðreyndanna og ímyndunarinnar (þ.e. reynslunnar af raunveruleikanum) og aðgreiningu sannleikans og ósannindanna (þ.e. viðurkenndrar hugsunar).“

Kanadíski sálfræðiprófessorinn, Robert (Bob) Anthony Altemeyer (f. 1940), skrifaði merkilega bók með titlinum, „Valdlægjurnar“ ( eða undirlægjurnar - The Authoritarians), sem kom út árið 2006.

Þar segir Róbert m.a.: „Drottnurunum er það að skapi, að þú verðir afhuga stjórnmálum og finnir til vonleysis. Þú flækist fyrir þeim. Þeir óska þess, að lýðræðið líði undir lok, að frelsi þitt verði skert, að jafnræði verði upprætt. Þeir vilja stjórna öllu og öllum, þeir vilja gína yfir öllu. Og undirlægjurnar eru búnar til hergöngu í anda „hinna fornu trúarbragða“, til krossfarar, sem mun eiga sér stað, ef þú spyrnir ekki við fótum.“

Austurríski sálkönnuðurinn, Wilhelm Reich, skrifaði fjölda verka. „Hjarðsálfræði fasismans“ (Massenpsychologie des Faschismus) er trúlega þeirra mikilvægust. Hann segir m.a.:

Fasismi er sprottinn úr íhaldssemi jafnaðarmanna annars vegar og þröngsýni og glöpum auðvaldssinna hins vegar. Fasisminn bjó yfir grimmilegri íhaldssemi, engu minni en þeirri, sem hafði lagt líf og eignir í rústir á miðöldum. Lögð var rækt við svonefnda þjóðlega hefð á goðsögulegan og grimmdarlegan hátt, sem hafði ekkert með sanna þjóðerniskennd eða tengsl við jörðina að gera. Með því að kalla sig bæði byltingarmenn og jafnaðarmenn hlupu fasistarnir í skarðið fyrir jafnaðarmennina.

Í bók sinni (og fl.) „Undirgefnu manngerðinni (The Authoritarian Personality), varaði þýski félagsheimspekingurinn, Theodore Adorno, við því, að enda þótt alræðissamfélög tuttugustu aldar hefðu liðið undir lok, hyrfu ekki hætturnar, þ.e. sefjunarnæmi fjöldans, hjarðarinnar, væri enn til staðar. Fólki stafaði eftir sem áður hætta af fjölmiðlun og þrýstingi yfirvalda, sem leituðust við að móta líf þeirra, hugsun og hátterni.

https://thorsteinn.substack.com/p/mass-formation-and-the-totalitatian https://efrat.substack.com/p/sincere-speech-by-prof-mattias-desmet?utm_source=post-email-title&publication_id=1148466&post_id=139752878&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://winteroak.org.uk/2024/01/29/our-quest-for-freedom-remembering/ https://frettin.is/2022/10/12/eru-stjornvold-illgjorn-arodur-dulsmal-og-daudans-thogn/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2274502/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2274503/ https://twitter.com/DesmetMattias/status/1704169340461821958?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1704169340461821958%7Ctwgr%5Ea3ea064edaf32ca0b26a8711aaca6e3bf60394b3%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fsteigan.no%2F2024%2F01%2Fmattias-desmet-holdt-tale-i-det-rumenske-parlamentet%2F https://lovoghelse.no/2024/01/28/mattias-desmet-holdt-tale-i-det-rumenske-parlamentet/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband