Nýheimsveldisstefna Bandaríkjamanna og Úkraína

Hagfræðingurinn, Jeffrey David Sachs (f. 1954) var einn bandarískra höfunda nýfrjálshyggjustuðsins á efnahagslíf og samfélag Rússa, Bólivíumanna og Pólverja undir, lok síðustu aldar. Hann hefur einnig þjónað sem ráðgjafi aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Jeffrey hefur skrifað fróðlega grein um nýíhaldshyggju eða nýheimsvaldahyggju (neocon – neoconservative) Bandaríkjamanna m.a. með tilliti til stríðsins í Úkraínu og dýpkandi heimskreppu. Hér er stiklað á stóru:

Eins og suma vafalaust rekur minni til náði bandaríska nýheimsveldishyggjan sér á flug á áttunda áratugi síðustu aldar. Fræðilegar grunnstoðir voru einkum reistar af Donald Kagan (1932-2021) og Leo Strauss (1899-1973). Hugsanlega er þó Paul Wolfowitz (f. 1943) annar kunnasti talsmaður hennar í stjórnmálum. Hinn er vafalítið Zbigniew Kzimierz Brzezinski (1928-2017), sem m.a. skrifaði „Stóra taflborðið“ (The Grand Chessboard) m.a. um nauðsyn þess, að Bandaríkin „girtu“ Rússland og Kína af með herstöðvum og næðu hernaðarlegum yfirtökum í Evrasíu.

Byltingarstjóri Barrack Hussein Obama (f. 1961) og Joseph Robinette Biden (f. 1942) við stjórnarbyltingu Bandaríkjamanna í Úkraínu árið 2014, Victoria Jane Nuland (f. 1961), og eiginmaður hennar og sonur Donald, Roger Kagan (f. 1958), eru rísandi stjörnur. Þau voru líka lykilpersónur við undirróður og valdaránstilraunina í Sýrlandi.

Grundvallarkennisetningin í bandarísku nýheimsveldishyggjunni er einföld; Bandaríkin eiga sjálfgefinn rétt til að ríkja yfir veröldinni. Af því leiðir aðra grunnkennisetningu; Bandaríkin hafa rétt til að berja niður alla, sem gætu ögrað yfirráðum þeirra.

Mikilvægustu andstæðingarnir eru Rússar og Kínverjar. En eins og allir ættu að vita hafa Bandaríkjamenn séð ögranir víða. Þeir fóru t.d. í stríð með handbendum sínum í Nató á hendur Serbíu 1999, Afganistan 2001, Írak 2003, Sýrlandi 2011 og Líbíu 2011. (Þar sló Jens Stoltenberg (f. 1959) í gegn með norska flughernum og var dubbaður upp í stöðu framkvæmdastjóra Nató).

Af sama meiði eru „litbrigðabyltingarnar“ (colour revolutions) eða byltingartilburðir í Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og í Úkraínu. Í þvísa landi höfðu þeir árangur sem erfiði. Þeim tókst að lokka Rússa til innrásar með linnulausri útþenslu Nató til austurs, vopnaflutningum og þjálfun úkraínska hersins, sem samhæfður var herdeildum Nató. Enn er ekki bitið úr nálinni með þann hörmungaratburð.

Þrátt fyrir loforð Vesturveldanna um að þenja Nató ekki til austurs við sameiningu þýsku ríkjanna, sbr. orð Hans-Dietrich Genscher (1927-2016) í því sambandi, hefur Jens Stoltenberg og Nató þverbrotið öll loforð og samninga þar að lútandi. Innganga Úkraínu í Nató og Evrópusambandið er angi nefndrar stefnu.

Það virðist ekki lengur vera samsæriskenning eða falsfrétt, að Nató og Bandaríkjamenn, með leyniþjónustuna góðu – og dyggilega stund af mannvinum með loðna lófa – í fararbroddi, hafa kerfisbundið undirbúið staðgengilsstríð sitt í Úkraínu. Fjölgun hermanna og vígtóla í Austur-Evrópu er hluti allsherjar vígbúnaðarstefnu þeirra síðasta áratuginn. Stefnan blasir nú við sjónum; t.d. fjölgun vopna og hermanna við landamæri að Rússlandi og innganga Finna og Svía í Nató. En þessar þjóðir hafa haft nána samvinnu við bandalagið í öryggismálum. Íslendingar undir forystu Katrínar Jakobsdóttur (f. 1976) taka virkan þátt.

Á lokaáratugi síðustu aldar lögðu – samkvæmt Wesley Clark (f. 1944), hershöfðingja – nýheimsvaldasinnarnar einnig á ráðin um að umbylta stjórnarháttum þeirra ríkja, sem hliðholl höfðu verið hinum látnu Ráðstjórnarríkjum.

Í kræktu viðtali útskýrir hagfræðingurinn, Michael Hudson (f. 1939), áhrif nýheimsveldisstefnu Bandaríkjamanna á efnahag heimsins og Bandaríkjanna sjálfra. Kalda stríðið gegn Rússlandi og Kína, sem nú er gengið í endurnýjun lífdaganna, mun stuðla að verðbólgu og drjúglangri kreppu í veröldinni. Í hinum vestræna heimi munu ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir undir forsjá Bandaríkjamanna leggja á ráðin um aukna eignaupptöku almennings, lækkun launa og atvinnuleysi, svo hinir auðsælu megi enn fitna eins og púkar á fjósbita.

Auðkýfingar heimsins hafa skipað sér í fylkingu og hafa sammælst um, að losa sig við um tvær milljónir manna, sem ekki er þörf fyrir, að sögn Michael Hudson.

https://steigan.no/2022/07/og-der-slapp-stoltenberg-katta-ut-av-sekken/?utm_source=substack&utm_medium=email https://multipolarista.com/2022/06/28/michael-hudson-inflation-fed-wages/ https://www.jeffsachs.org/newspaper-articles/m6rb2a5tskpcxzesjk8hhzf96zh7w7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband