Ofbeldiskonur, ofstæki og mee-too Amber og Johnny

”Gerðu það heyrum kunnugt, Johnny, segðu þeim: ”Ég, Johnny Depp, karlmaður, ég er einnig fórnarlamb heimilisofbeldis” og sjáðu til, hversu margir trúa þér eða taka afstöðu með þér.” Þetta sagði Amber Heart við ástmann sinn. Svo ólíklega fór, að fólk lagði trúnað á sakleysi Johnny og Amber var dæmd fyrir allra handa ofbeldi í garð andskota síns. Þetta kynni að benda til efasemda um kvenfrelsunarboðorðin og marka viðsnúning þeirra trúarbragða - og jafnvel stjórnarstefnu - á Vesturlöndum, að konum skuli alltaf trúa og að konur séu ævinlega kúguð fórnarlömb karla.

Svipaða sögu segir Bettina Arndt frá Ástralíu. Pilturinn, sem hún í áraraðir hefði reynt að rétta hjálparhönd gegn sýndar- eða kengúrudómstóli tiltekins háskóla, var fundinn sýkn saka, þegar mál hans rataði fyrir alvöru dómstól, enda þótt nú sé réttarskilningurinn á þann veg, að fólk skuli álitið sekt uns sakleysi verði sannað.

En það gerði einmitt dómstóllinn í Ástralíu. Hann trúði framburði piltsins, sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði ásamt vinum sínum aðstoðað ofurölvi skólasystur upp á herbergi í vistinni. En skyldilega vaknaði hún úr dáinu, gröð og glöð og gerði skólabróðurnum glingrur ákaflega. En hann var ekki til í tuskið. Engu að síður náði hin þurftamikla mær niður um hann buxunum. Hann stóð með þær á hælunum, þegar vinkonurnar komu á vettvang. Þá var ekki sökum að spyrja. Pilti var vísað úr skóla fyrir kynferðislegt ofbeldi.

Það hefur reyndar legið fyrir í áratugi í endurteknum niðurstöðum alvörurannsókna, að konur beri ekki síður ábyrgð á kynofbeldi eða heimilisofbeldi; löðrungi og svívirði karla sína engu minna en þeir kerlur sínar. Aukin heldur eru börn fremur ofbeldisfórnarlömb mæðra en feðra og föðurlaus börn eru berskjaldaðri fyrir vondum áhrifum umhverfisins, standa sig verr í námi og ná síður góðum manngerðarþroska. Allt er þetta margrannsakað og þekkt í árafjöld.

Í grein sinni, sem hér er að nokkru leyti lagt út af, nefnir Bettina Arndt nokkrar hinna nýrri rannsókna og drepur á umræðu seinni ára. Kunn rannsókn frá háskólanum í Lancaster á Englandi leiddi t.d. í ljós, að konur væru engir eftirbátar karla í ofríkistjórnun (coercive control). Margt bendir til, að þær séu aukin heldur sérfræðingar á þessu sviði. Amber sýnir dæmigerða hegðun að þessu leyti. Rannsóknir Áströlsku afbrotastofnunarinnar bentu t.d. til, að svipaður hluti barna yrði vitni að ofbeldi mæðra og feðra.

Í réttarhöldunum sagðist Amber ekki hafa löðrungað (punch) Johnny, heldur bara rekið honum kinnhest. Slíkt ofbeldi af hendi konu þykir ekki tiltökumál. Það veldur meira að segja oft og tíðum kátínu. Konur virðast hafa menningarvald til þessa.

Bandaríski félagsfræðingurinn, Murray Arnold Strauss (1926-2016), sem rannsakaði heimilisofbeldi í áratugi, varaði fyrir margt löngu við þessu ofbeldi kvenna, sem raunar felur í sér þá siðareglu, að konum sé heimilt að berja. Yfirlitsrannsókn frá Kansas State háskólanum bendir til, að slíkt ofbeldi af hálfu konu beri að líta á sem áhættuþátt við gagnkvæmt ofbeldi, þ.e. kynni að leysa úr læðingi líkamlegt ofbeldi karla.

Ofstækishugmyndafræði kvenfrelsaranna um heimilisofbeldi varð kveikjan að stofnun kvennaathvarfa um allan hinn vestræna heim. Það hefur reyndar sprottið heill ofbeldisiðnaður og -stjórnsýsla á þessum grunni, sem íslensk stjórnvöld og hluti embættisveldisins veitir brautargengi og tekur virkan þátt í.

Frægt er fyrirbærið, sem kvenfrelsararnir á RÚV kalla „mee-too – byltingu.“ Alþjóðasamtök, sem vinna gegn heimilisofbeldi hafa nú ýtt úr vör átaki, sem kallað er „MenToo campaign.“

Það væri sannarlega fróðlegt að sjá, hvað kvenfrelsunarfréttastofa RÚV muni kalla það fyrirbæri, fjalli hún um það á annað borð. Allavega hefur íslenska karlaathvarfið fengið rýra umfjöllum í sjónvarpi okkar allra. Fjólubláa ríkisstjórnin hefur heldur ekki séð ástæðu til að fjármagna það eins og kvennaathvörfin. Heldur ekki kvenfrelsararnir, sem stjórna Reykjavíkurborg. Vont er þeirra réttlæti, en jafnréttið jafnvel verra.

Harmleikur Amber og Johnny gæti bent til, að sumir séu að átta sig á rétttrúnaðarskekkjunni, þó ekki íslensk stjórnvöld. T.d. örlar fyrir andófi í Danmörku, þar sem m.a. rithöfundurinn og bókmenntafræðingurinn, Marianne Stidsen (f. 1962) , „rífur kjapt.“ Bók hennar heitir hvorki meira né minna en: „Norræna „Me-too“- byltingin 2018 og gjald hennar“ (Den nordiske metoo-revolution 2018 – og dens omkostninger). Bókin kom út 2019, en það gekk ekki þrautalaust og umsagnir kvenfrelsaranna voru einkar fjandsamlegar. Marianne segir:

„Þannig lýstu viðbrögð við bókinni því sem næst meginboðskapnum, þ.e. að við séum á leið inn í nýtt skeið alræðis með skoðanabannfæringu, þykjustumálatilbúnað og höfnun hefðbundins frelsis Vesturlanda í farteskinu. Það kallar Isaiah Berlin hið neikvæða frelsi andstætt hinu jákvæða, sértæka-óraunhæfa (abstrakt-utopiske). [Isaiah Berlin (1909-1997) var rússnesk-breskur heimspekingur, fæddur í Lettlandi, sem heimspekinga mest hefur velt vöngum yfir frelsinu.]

Að mínum dómi var þar með lögð áhersla á verstu tilhneigingu hins nýjar tíðaranda; að fólk sé svo gagntekið hræðslu við að andæfa þeirri velþóknanlegu tortímingu menningarinnar, sem er í burðarliðnum, að stundum mætti ætla, að innleidd hefði verið viðurkennd ritskoðun og vandarhögg.“

Aðra hugrakka konu og réttsýna, Lina Makboul (f. 1973), sem er sænskur fréttamaður, fýsti að vita um þátt fjölmiðla við ofsóknir á hendur karlmönnum og afdrif þeirra, sem féllu hefðu fyrir „mee-too“ spjótum kvenfrelsaranna.

Í því skyni vann Lina rannsókn, sem hún gerði grein fyrir í þættinum „Rannsóknarverkefninu“ (Uppdrag granskning). Hún fékk svipaða útreið og stalla hennar í Danmörku. Lina segir um vond orð í hennar garð: „Ein starfssystranna gekk feti lengra en hinar. Hún hringdi til mín og talaði eins og véfrétt væri. Rannsóknir á „me-too“ jafngiltu því að gagnrýna lögreglumann [„lögreglumanneskju“ á RÚVsku], sem aðstoðar barn yfir götu.“

Hluti starfsins sem blaðamaður er að taka við gagnrýni. En það, sem átti sér stað vorið 2018 var af öðrum toga. En það var andstyggilegt að verða fyrir aðkasti. Það er viðbjóðslegt að verða fyrir hatri. Það er áreynsla að verða fyrir einelti frá ókunnu fólki, sem lítur á sig sem fulltrúa kvenfrelsunarbyltingar.“

https://www.journalisten.se/debatt/sa-har-flyttar-nattrollen-fokus https://www.adlibris.com/no/bok/den-nordiske-metoo-revolution-2018-9788793060951 https://www.expressen.se/kultur/tyvarr-ar-metoo-valdigt-starkt-aven-i-danmark/ https://www.berlingske.dk/aok/to-aar-efter-metoo-kampagnens-start-metoo-er-en-terrorbevaegelse https://bettinaarndt.substack.com/p/whos-next-for-the-star-chamber?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=mvPsle2vMKQ https://www.berlingske.dk/kommentarer/marianne-stidsen-derfor-er-metoo-en-terrorbevaegelse https://www.weekendavisen.dk/2018-16/boeger/striden-om-det-svenske-akademi https://politiken.dk/debat/kroniken/art6367646/MeToo-bev%C3%A6gelsen-er-ude-af-kontrol-i-sin-selvretf%C3%A6rdighed-og-er-blevet-en-usund-folkedomstol1 https://www.visir.is/g/20222243539d/segir-metoo-hreyfinguna-vera-hrydjuverkasamtok?fbclid=IwAR245YaZ3ZR9k_kjKkT67ScIxO0zxOkQoNMH1gspkhmYpQ9Dhx9zdYK8PVU https://mannsforum.no/nyheter/boken-med-kritikk-av-metoo-var-like-vanskelig-a-utgi-som-sataniske-vers/?fbclid=IwAR2ypcV2XT7ZBJy1swNivl72nrs6rHCQzBeYOlQSRsYwKIcdkJd4bnMu_ds http://domestic-violence.martinsewell.com/Straus1996.pdf https://www.youtube.com/watch?v=DzltOobBt0E https://bettinaarndt.substack.com/p/rare-chance-for-truth-telling?s=r https://bettinaarndt.substack.com/p/johnny-depps-restraint?s=r


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband