Hugmyndin um bólusetningabréf er ekki ný af nálinni. Það hefur verið beint og óbeint í undirbúningi í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA)og á alþjóðagrundvelli í áratugi. Hér eru nokkrar stiklur framvindunnar:
Þegar árið 1986 var samþykkt í Alríkisþingiðí BNA lög um bólusetningar barna (Childhood Vaccine Injury Act). Ríkisvaldið tók við ábyrgð lyfjafyrirtækjanna á hugsanlegu heilsutjóni vegna þeirra.
Fjórtán árum síðar eða þúsaldarárið 2000, varð Bill Gates, Microsoft auðjöfurinn, heltekinn mannúð og stofnaði með kerlu sinni þáverandi, Melinda, sjóð, sem ber nafn þeirra. Bill fékk snemma bólusetningar á heilann, meðan Melinda rótaðist um í kvenfrelsunarflaginu.
Hjónakornin létu hendur standa fram úr ermum. Á árinu (2000) voru þau meðstofnendur að Heimssamtökunum um bólusetningar og ónæmingu, (Global Alliance for Vaccines and Immunisation Gavi, ásamt Alþjóðbankanum (World Bank), Barnaheillasamtökum SÞ (Unicef, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization WHO), lyfjaframleiðendum, rannsóknarstofnunum, ríkisstjórnum og einkaaðiljum.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tók upp á því árið 2009 að breyta skilgreiningu á heimsfaraldri (pandemic). Ákvæðið um, að farsótt þurfi bæði að vera hættuleg og banvæn, sem sé drepsótt, var strokað út. Nú dugar sú skilgreining, að sóttin sé smitandi og fólk berskjaldað fyrir henni, þ.e. hafi ekki komið sér upp náttúrulegu ónæmi.
Með ofangreinda skilgreiningu að vopni lýsti þáverandi forstjóri WHO, kanadísk-kínverski læknirinn, Margaret Chan Fung Fu-chen (f. 1947), svínaflensuna frægu heimsfaraldur og mælti með fjöldabólusetningu. En það var gervibóla.
Nú færðust hjónakornin, Gates, öll í aukana, þrátt fyrir mislukkaðan svínaflensuheimfaraldur. Snemma á árinu 2010 lýstu þau því yfir, að komandi áratugur skyldi verða áratugur bólusetninganna. Þetta gerðist á árlegum fundi Alheimsefnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Þau seildust í rassvasann eftir tíu milljörðum dala til að koma þessari áætlun á koppinn. En drög að henni voru þarna lögð. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var falin verkstjórnin.
Á sama ári (2010) birtu samherjar þeirra, Rockefellerstofnunin (Rockefeller Foundation) skýrslu, þar sem meðal annars var fjallað um framtíðarsviðsmyndina, Sporgöngu eða gæsagang eða fjóturfót, (Lockstep), þ.e.: Heim, sem einkennist af þéttingsföstu stjórnunargripi að ofan og valdsboðsgjarnari stjórnun, takmörkuðum nýjungum og aukinni andstöðu lýðsins.
Önnur er kölluð Samsnilli (Clever together). Þar er lýst samstilltri veröld þegna með lífauðkennabréf (biometric ID), þar sem árangursríkar lausnir spretta upp, svo leysa megi aðsteðjandi vanda og greiða úr alþjóðlegum flókum. Það liggur beint við að álykta, að svo fremi sem andstaða lýðsins hverfi, muni samstilling nást.
Tveim árum síðar eða árið 2012 var áætlunin lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þingið, þ.e. 194 þjóðir, greiddu atkvæði með svokallaðri Heimsbólusetningaráætlun (The Gobal Vaccine Action Plan GVAP). Eitt meginmarkmiðanna var skapa næstu kynslóð bóluefna og finna tæknilegar lausnir í því sambandi.
Fyrsti kaflinn í Heimsbólusetningaráætluninni var Evrópska bólusetningaráætlunin 2015-2020, sem var samþykkt á svæðisráðstefnu WHO í Kaupmannahöfn árið 2014. Þar var m.a. til umfjöllunar bólusetningarandstaða og hvernig mætti notast við rafeindatækni til að skrá óbólusetta og bólusetta, skrá staðsetningu þeirra og félagslegar aðstæður.
Árið 2017 stóð Alheimsefnahagsráðið fyrir stofnun Bandalags um farsóttarundirbúningsnýjungar (Coalition for Epidemic Preparedness Innovations - CEPI), sem kynnt var í Davos á fundi í janúar. Eðli málsins samkvæmt skyldi efla alþjóðlegt, breitt samstarf stjórnmálamanna um sóttvarnir og bóluefni. Þarna tóku þátt m.a. Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, og okkar gamli kunningi, Bill Gates. Hann kynnti á blaðamannafundi áætlanir um að framleiða erfðabóluefni (DNA og RNA), sem að loknu smávægilegu öryggiseftirliti mætti dreifa um heiminn.
Stofnendur CEPI eru Noregur, Þýskaland, Japan, mannþrifasjóður Bill og Melinda, Wellcome fjárvörslusjóðurinn og Alþjóðaefnahagsráðið.
Ári síðar eða árið 2018 var hleypt af stokkunum þriggja ára áætlun, Sameiginlegu bólusetningarátaki (Joint Action on Vaccination), í því skyni að æfa og samhæfa upplýsingarherferðir eða áróður fyrir bólusetningum. Tuttugu Evrópuríki taka þátt í áætluninn. Fjármagnið kemur frá Evrópusambandinu (European Union). Eitt af mikilvægustu verkefnunum er talið að vinna bug á andstöðu við bólusetningar.
Á sama ári, 2018, skerst Bill Gates enn í leikinn og tekur frumkvæði að áætlun um sameiginleg, alþjóðleg rafeindaskilríki eða stafræn skilríki. Hún var kölluð ID2020 (Digital Identity Alliance). Samtökin eru kölluð mannþrifasamtök (nongovernmental organization), en það er þekkt fyrirkomulag auðjöfra og stjórnvalda um ýmis konar verkefni, sem kunna að vera varasöm lýðræðinu. Ávarp samtakanna er háleitt, trúin á mannréttindagildi sjálfsauðkenningar (identity) og eignaréttar hvers og eins á henni. Flóttamannastofnun SÞ (United Nations High Commissioner for Refugees UNHC) átti aðild að áætluninni.
Samtökin um stafræn skilríki nýta sér lífkennatækni (biometric) og tækni, sem viðskiptalífið, stjórnvöld og manngæskusamtök hafa á boðstólnum. Það vill svo til, að Microsoft er einn þátttakenda í þessu mannþrifastarfi, ásamt Rockefeller stofnuninni, GAVI, bólusetningarsamtökum evrópskra ríkja og fyrirtækja, Ideo-org, mannheillafyrirtæki, sem vill beita sér fyrir betra heimi, og Accenture, sem stefnir að hámarkssæld í heilbrigðisþjónustu. Tilraunin hófst í Bangaladesh.
Hér er raunar um að ræða áfanga í Áætlun SÞ 2030 um sjálfbæra þróun fyrir veröldina, þ.e. að binda enda á fátækt, vernda hnöttinn og bæta líf allra íbúa veraldar. Þó verður sérstaklega litið til þess að valdefla konur og stúlkur. Það er þó sérstakt verkefni kvenfrelsunardeildar SÞ, UN Women.
Á árinu (2018) átti aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og forseti Alþjóðabankans (World Bank) frumkvæði að því að stofna Alheimsundirbúnings- og vöktunarstjórn (The Global Preperedness Monitoring Board GPMB) ásamt stjórnmálaleiðtogum, forstöðumönnum stofnana og heimsþekktum sérfræðingum, sem hefur það verkefni að auðga stefnumörkun með víðtæku, óháðu áliti, þegar heimsfaraldur dynur yfir.
Leiðtogi þessara heimsins almannavarna var Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Meðal stjórnarmanna er sjálfur veirualvaldur BNA, Anthony Fauci, og forstjóri fjárvörslusjóðsins, Wellcome Trust, Jeremy Farrar.
Ári síðar gaf nefnd stjórn út skýrsluna, Heimur í hættu (World at Risk). Þar er m.a. skýrt frá löngum undirbúningi fyrir heimsfaraldur og ríkisstjórnum lagðar lífsreglurnar um aðgerðir og framvindu þeirra.
Síðar á sama ári, þ.e. 2018, gaf Evrópusambandsráðið (EU commission) út plagg, sem ber heitið Elfd samvinna gegn bólusetningarhæfum sjúkdómum (Strengthened Cooperation Against Vaccine Preventable Diseases). Plaggið felur í raun í sér vegvísi að framkvæmd bólusetningar Evrópubúa., þ.e. framkvæmdaráætlun. Þar er m.a. fjallað um þá framtíðarsýn, að það bresti á með óvæntum heimsfaraldri, sem kynni að réttlæta markaðsleyfi fyrir nýjungabóluefni.
Evrópskir framleiðendur voru hvattir til að taka stöðu við rásmarkið, því þeir hefðu lykilhlutverki að gegna. Mikilvægt er talið, að stafræn bólusetningarbréf verði innleidd. Lög, er að þessu lúta, skulu verða samþykkt 2022.
Fjárfestingarsjóðurinn, Svarti Klettur (Black Rock) tók nú við sér (2019). Sjóðurinn átti fund með seðlabankastjórum G7 ríkjanna um þá efnahagskreppu, sem í vændum væri, sbr. skýrslu sjóðsins Viðbrögð við næstu kreppu. Frá óhefðbundinni peningastefnu til fordæmalausrar samhæfingar við stefnumörkun (Dealing with the next downturn: From unconventional monetary policy to unprecendented policy coordination). Samhæfingin felst helst í því að afmá mörkin milli fjármálastjórnar seðlabankanna og fjárlaga ríkisstjórnanna. Gert er ráð fyrir skýru verðbólgumarkmiði og fyrirkomulagi um neyðarskattlagningu.
Áætlun Svarta Kletts og G7 er kölluð Handagangur í öskjunni, (Go direct), þ.e. að seilast í ríkissjóði eftir fjármagni. Til að bæta gráu ofan á svart fólu ríkisstjórnirnar Svarta Kletti að stjórna þessari áætlun.
Nú leið hratt að veirusleppingunni eða veiruflóttanum í Wuhan. Í september 2019 komu saman í Brussel, til skrafs og ráðagerða, Evrópusambandsráðið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, talsmenn Pfizer, GAVI og manngæskustofnun Bill og Melinda. Fundurinn hét því mikilfenglega nafni, Alheimsleiðtogafundur um bólusetningar (Global Vaccination Summit). Þar var m.a. rætt um heimsfarsóttina, sem í vændum væri, og náið samstarf við lyfjafyrirtækin.
Skömmu síðar eða í október 2019 hófst æfingin, Atburður 201 (Event 201), við John Hopkins háskólann í BNA. Æfð voru viðbrögð við kórónaveiru úr leðurblökum, sem smitast hafði í menn gegnum svín. (Þær skepnur hafa enn ekki gleymst í hagnýtum veirufræðum.) Bakhjarlar voru mannþrifastofnun Bill og Melinda og Alheimsefnahagsráðið. Málsmetandi fólki úr atvinnulífi, háskólum, heilbrigðisstéttum og fleirum, var boðið að æfa sig.
Boðskapur bakhjarlana er m.a. þessi: Það ber brýna nauðsyn til, að ríkisstjórnir eigi samstarf við hefðbundna fjölmiðla, jafnt sem félagsmiðla, til að fylgjast með og bregðast hratt við rangfærslum eða falsfréttum. Þetta krefst hæfileikans til að skapa flóðbylgju snöggsoðinna, nákvæmra og rökréttra upplýsinga. Fjölmiðlafyrirtæki verða að skuldbinda sig til að tryggja, að viðurkenndum fréttum sé skipað í forgang, og að falsfréttir séu þaggaðar niður, m.a. við hjálp tækninnar.
Nú fór heldur betur að draga til tíðinda. Í desember á sama ári (2019) kom fyrsta tilkynning kínverskra stjórnvalda um veiruna vondu, sem er orðinn heimilisvinur á hverju íslensku heimili. (Hún var þó að öllum líkindum komin á kreik, að minnsta kosti tveim mánuðum fyrr.) Veiran var framleidd á snjáðri, franskri rannsóknarstofu í Wuhan, með aðstoð frá háskólanum í North-Virginia í BNA, sem ljáði henni erfðatækni til að efla sýkingarmátt veirunnar í lungum hýslanna, manna.
Rúmum þrem mánuðum síðar, þ.e. í mars 2020, kvað aðalframkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, heilbrigðisfræðingur frá Erítreu, upp þann dóm, að alheimsdrepsótt væri skollin á. (Tedros þessi hafði áður verið á launaskrá hjá Bill Gates.)
Mannvinirnir, Bill og Melinda Gates, létu sitt ekki eftir liggja í baráttunni og juku í aprílmánuði framlag sitt til WHO, úr 100 milljónum í 250 milljónir Bandaríkjadala.
Það var svo snemma sumars eða í júní 2020 að Evrópuráðið kynnti sameiginlega áætlun um þróun, framleiðslu og dreifingu bóluefnis gegn covid-19.
Mánuði síðar, í júlí 2020, fór svo Alþjóðaefnahagsráðið á kreik og ýtti úr vör Sameiginlega [stafræna]vegabréfsverkefninu (Common Pass Project) á heimsvísu. Verkefnið er fjármagnað af Rockefeller stofnuninni, Google, J.P. Morgan, SÞ og fjárfestingarsjóðnum Svarta Kletti (Black Rock). Þessi sjóður hefur til umráða upphæðir, sem nema andvirði þjóðarframleiðslu Þýskalands.
Tedros lýsti því svo yfir, að hjarðónæmi næðist eingöngu með bólusetningum. Þá var rudd brautin fyrir neyðarmarkaðsleyfi covid-bóluefnanna.
Þrátt fyrir, að áætlanir og framvinda sé þekkt, hefur engu að síður vafist fyrir leiðtogum Vesturlanda að gera grein fyrir ákvörðunum sínum. Leyndarhyggjan er yfirþyrmandi. T.d. hafa dönsk yfirvöld neitað aðgangi að skjölum, sem hafa að geyma röksemdir dönsku stjórnarinnar fyrir lokun skóla og verslana þann 11. maí 2020. Mette forsætisráðherra laug meira að segja upp á embættismenn sína í þessu efni.
Erna var líka í vondum málum í Noregi. Hún skellti í lás degi síðar en Mette í Danmörku. Hún reyndi þó ekki að ljúga upp á embættismenn sína. Engu að síður heyrast raddir um landsdóm (riksrett), m.a. frá félagsfræðingnum og fyrrverandi ráðherra, Gudmund Hernes.
Katrín II mikla Jakobsdóttir svarar fyrirspurnum um málið á Alþingi út í hött. Hugsanlega tekst Umboðsmanni Alþingis að þvinga hana til skýrari svara. En Katrín er keik eins og allir vita, dáð af þjóðinni. Þegar systir hennar í kvenfrelsunartrúnni, Mette hin danska, umsvifalaust lokaði öllum skólum landsins af því bara, hélt Katrín þeim opnum, því ríkið ætti að mennta börn og sjá til þess, að konur yrðu ekki of heimakærar.
Útdæling á skattfé stendur nú yfir. Almannafé rennur í stríðum straumum til auðjöfra, lánastofnana, stórfyrirtækja og fjárfestingarsjóða. Efnahagur heimsins er í sárum. Nýtt upphaf er í sjónmáli.
https://topforeignstocks.com/2020/04/13/the-top-10-contributors-of-who/
https://www.gpmb.org/about-us
https://www.gpmb.org/annual-reports/annual-report-2019
https://www.gpmb.org/docs/librariesprovider17/default-document-library/annual-reports/gpmb-2019-execsum-annualreport-en.pdf?sfvrsn=660402fa_28
https://www.theguardian.com/business/2021/jan/25/covid-19-workers-lost-earnings-ilo-job-losses https://steigan.no/2021/09/i-2019-la-blackrock-fram-planen-for-den-kommende-krisa-en-finansiell-operasjon-uten-sidestykke/
https://www.blackrock.com/corporate/literature/whitepaper/bii-macro-perspectives-august-2019.pdf
https://www.blackrock.com/corporate/insights/blackrock-investment-institute/publications/global-macro-outlook/august-2019
https://www.un.org/sustainabledevelopment/development-agenda/
https://www.berlingske.dk/politik/sundhedsministeriet-moerklagde-afgoerende-detaljer-om-slettede-e-mail-der
https://www.gavi.org/
https://steigan.no/2021/12/kuppet-mot-verdens-befolkning-ble-forberedt-i-davos-i-2017-og-erna-solberg-var-med/
https://steigan.no/2022/01/hva-har-vaert-kommandolinjene-i-det-globale-koronakuppet/
https://www.morgenbladet.no/aktuelt/kommentar/2021/04/22/problemet-var-at-det-ikke-fantes-noen-stor-rod-knapp-hos-helsemyndighetene-skriver-charlotte-haug/
https://jyllands-posten.dk/politik/ECE12724106/rapport-fastslaar-myndighederne-anbefalede-ikke-nedlukningen-saadan-som-mette-frederiksen-paastod/
https://www.ft.dk/-/media/sites/ft/pdf/publikationer/haandtering-af-covid19-foraar-2020.ashx https://swprs.org/wp-content/uploads/2020/04/rockefeller-foundation-scenarios-2010.pdf#page=18
https://www.accenture.com/us-en
https://id2020.org/manifesto
https://id2020.org/alliance
https://newsvoice.se/2021/04/grona-passen/
https://www.youtube.com/embed/AoLw-Q8X174?feature=oembed
https://www.youtube.com/watch?v=HApdZBVtH0c
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021