Frumkvöðull kynfræða og jafnfréttis - Katharine Bement Davis

Katharine Bement Davis (1860-1935), var norður-amerískur refsifræðingur (penologist) og umbótasinni, sem m.a varð fyrsta konan til að sinna opinberu embætti í Nýju Jórvík (NY) árið 1914, embætti fangelsismálastjóra. Hún var baráttumaður fyrir kosningarétti kvenna.

Katharine stóð fyrir ýmsum úrbótum í betrunarmálum fangelsanna á vísindalegum grunni. Hún er einnig kunn fyrir tímamótarannsóknir á kynlífi kvenna, sem áttu sér stað fyrir tíma annars brautryðjanda í klíniskri kynfræði, Alfred Charles Kinsey (1894-1956).

Katharine nam við Vassar háskólann, sem er einn þekktasti kvennaháskóli BNA. Framhaldsnám sótti hún við háskólann í Chicago og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu í stjórnmálahagfræði, first kvenna. Katharine stundaði einnig nám við háskólana í Berlin og Vín.

Árið 1910 skrifaði Katherine álitsgerð um kvenfanga, betrun þeirra og tilhögun mála í kvennafangelsum Nýju Jórvíkur. Álitsgerðin hlaut lof yfirvalda og var lögð til grundvallar við umbætur í fangelsismálum. Hún beitti sér m.a. fyrir aðskilnaði kynjanna í fangelsum og setti á stofn landbúnaðarskóla fyrir vandræðadrengi.

Til viðbótar vegtyllu sem fangelsismálastjóri var Katherine einnig skipuð yfirmaður Skrifstofu félagsmála (Burreau of Social Hygiene). Þessi skrifstofa sinnti m.a. málum vændiskvenna. Skrifstofan var sett á stofn fyrir tilstilli auðkýfingsins, John Davison Rockefeller (1874-1960).

Katharine veitti einnig forstöðu Rannsókarstofu í félagsmálum (Laboratroy of Social Hygiene), sem John setti á laggirnar. (Hann var heiðraður fyrir störf sín í þágu velferðarmála (Public Welfare Medal)).

Katherine var hliðholl kynbótahreyfingunni (eugenics), sem taldi sig geta ræktað út ýmsa kvilla í mannkyni eins og geðsjúkdóma og þroskaskerðingu, t.d. við ófrjósemisaðgerðir. (Slík viðhorf voru algeng á þessum árum.) Katharine var einn af leiðtogum hreyfingarinnar.

Í ofangeindu ljósi má einnig skoða rannsókn hennar á kynlífi kvenna. Þátttakendur komu af ýmsum félaga- og námsmeyjalistum, 2200 talsins. Þær svöruðu spurningalista undir nafnleynd. Rannsóknin beindist að “sjálfsfróunarvenjum (auto-erotic), kynlöngun, reynslu af samkynhneigð, notkun getnaðarvarna, samfaratíðni, og kynlífsreynslu fyrir hjónaband, svo og framhjáhöldum. Rannsókninni voru gerð skil í: “Athugun á ákveðnum sjálfsfróunarvenjum” (A Study of Certain Auto-Erotic Practices), sem kom út árið 1924, og “Þáttum í kynlífi tvö þúsund og tvö hundruð kvenna” (Factors in the Sex Life of Twenty-two Hundred Women), sem kom út árið 1929.

Í ritdómi um bókina segir Louis E. Smidt: „Það er áhugavert, að [niðurstöður birtist] um þessar mundir, þegar þeirrar tilhneigingar gætir í [fag]bókmenntum, að ræða sífellt nánar einkahagi í kynlífssamböndum. Það væri að taka of djúpt i árinni, ofmeta bókina og vanmeta [jafnframt], hversu flókið umrætt kynlíf er, að lýsa henni sem uppsprettu fróðleiks.“

Þegar Katharine settist í helgan stein, var haldin hátíðarsamkoma henni til heiðurs. Þar var margt fyrirmenna, m.a. kvenjöfrar í opinberu lífi; Jane Addams (1860-1935), félagsráðgjafi, kvenréttindafrömuður og handhafi friðarverðlauna Nobels; Eleanor Roosevelt (1884-1962), forsetafrú; Carrie Chapman Catt (1859-1947), baráttumaður fyrir tilurð nítjánda viðauka við norður-amerísku stjórnarskrána (um kosningarétt handa konum), og Lillian D. Wald (1867-1940), rithöfundur og mannúðarsinni. Þar var vitaskuld einnig nefndur Rockefeller.

Þess má til fróðleiks geta, að Rockefellerstofnunin (The Rockefeller Foundation) hefur verið atkvæðamikil við fjármögnun kvenfrelsunarhreyfingarinnar æ síðan og líklega skipt sköpum fyrir vöxt hennar, þar til yfirvöld fóru að dæla fjármunum í hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband