Kvenfrelsunartungan - Láadan

Suzette Haden Elgin (Patricia Anne Suzette Wilkins -1936-2015) var norður-amerískur málfræðingur, skáldsagnahöfundur og kvenfrelsari. Hún skrifaði m.a. þríleik vísindaskáldsagna,Móðurtunguna“ (Native Language), og samdi í því sambandi nýtt kvennatungumál, Láadan, árið 1982. Orðið er hebreskt að uppruna og vísar til, að því er virðist, nautnasjúkrar merkiskonu, ljósrar á hörund (enda þótt í Biblíunni sé það (líka) karlmannsnafn).

Suzette hreifst af þeirri gömlu, þýsku speki, að tungumálið hefði áhrif á hugsunarhátt fólks og mótaði skynjun þess. Fullyrðingin á rætur þýskri rannsóknarhefð í sálfræði (Moritz Lazarus (1824-1903) og Heymann (Hermann) Steinthal (1823-1899)), en oft kennd við upphafsmann tilrauna í sálfræði, enn þá eins frumherja hennar, Wilhelm Maximilian Wundt (1832-1920), sem m.a. gerði grein fyrir fræðuum í tíu binda verki sínu, â€Å¾Sálfræði þjóðanna“ (eða Sálfræði menningarinnar – Völkerpsychologie, sem í senn er undanfari samfélagsfræða og sálfræði tungumálsins). Fyrsta bindið kom út 1904.

Hugmyndin hlaut nútímalegri búning í meðförum þýsk/norður-ameríska mann- og málfræðingsins, Edward Sapir (1884-1939), og landa hans, mál- og verkfræðingsins, Benjamin Lee Whorf (1897-1941). Hún er oft og tíðum kölluð Sapir-Whorf tilgátan eða afstæðistilgátan um tungumál (linguistic relativity).

Suzette velti fyrir sér: ”[H]ver yrðu afdrif [norður-]amerískrar menningar, ef konur ættu og beittu tungumáli, sem tjáði skynjun þeirra. Myndi það ganga sjálfseyðingu á vit?” Tungumál hennar hefur enn ekki náð útbreiðslu að gagni meðal kvenna og frelsara þeirra. En von er til, að Eyjólfa hressist.

Niðurstaða Suzette á notagildi kunnra tungumála var, að þau væru ófullnægjandi fyrir konur: (1)Þessar tungur byðu ekki upp á orð, sem eru konum afar mikilvæg og gera [því] tjáningu óþjála og óþægilega. (2) Þau skorti leiðir til að tjá tilfinningalegar upplýsingar á þægilegan hátt, þannig að – sérlega í ensku – þyrfti að tjá sig með líkamanum og [því] hurfu þær hér um bil algjörlega í ritmáli. Þessir vankantar gerðu konur berskjaldaðar fyrir fjandsamlegri tungu. Við smíðar á Láadan einbeitti ég mér að því að berja í þessa tvo bresti.“

Suzette gerði sem sagt gangskör að tungmálssmíðinni, þegar hún skrifaði skáldsagnaþríleikinn, Móðurtunguna“ (Native Tongue). Þetta er vísindahryllingssaga, þar sem jafnréttisbarátta kvenna bíður skipbrot, konur eru litnar hornauga, fá ekki skipun í embætti og er meinað að lifa sem vitibornar verur. Þær eru jafnvel álitnar hættulegar, nema þeim sé â€Å¾haldið í skefjum við nákvæmt eftirlit og stöðuga gæslu grandvars karlmanns, sem tekur á þeim ábyrgð.“ En konur láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hópur valinkunnra kvenmálfræðinga tekur höndum saman og smíðar nýtt tungumál, sem er firrt feðraveldiskúgun, þ.e. vekja til lífsins ný hugtök, sem karlar hafa aldrei þurft á að halda og aldrei hefur dreymt um, og breyta þannig veröldinni.“

Norður-ameríski málfræðingurinn, Kelly Rafey, hefur ritað um hin nýju kvennatungu. Henni farast orð á þessa leið: Suzette samdi tungu sína til höfuðs karlmiðaðri tungu, sem þvingaði konur til að hugsa og tjá sig á forsendum karla. Því lá henni á hjarta að semja tungumál, sem væri sniðið að tjáningarþörfum kvenna, t.d. að ótvíræð orð, sem í senn tjáðu inntak og tilfinningu um það. Dæmi: "Rathom“ merkir þann, sem siglir undir fölsku flaggi, vinnur traust, en svíkur. "Ramimelh“ merkir að kinoka sér við spurningu sökum háttprýði eða vinsemdar. Í tungumálinu má finna þrjú mismunandi orð yfir tíðahvörf (menopause), fimm yfir þungun, sjö yfir blæðingar og ellefu orðstofna (root words) fyrir ást, sem margfalda má með þrjátíu stökkbreytingum.

Önnur orð eru flóknari eins og t.d. "doóledosh.“ Það merkir  tap ellegar sársauka, sem þó er léttir. Því það er verra að vita af honum í aðsigi. Byltingarkenndasta orðið í kvenfrelsunarlegum skilningi, er þó "be,“ sem er kynlaust fornafn. Kvenfrelsarar eygja von um að feykja megi feðraveldinu um koll með hinni nýju tungu eins og úlfurinn kofa grísanna í ævintýrinu. Einn þeirra (Cara) segir: ”Ládan [er] sérsmíðað tungumál til að hnitmiða tjáningu okkar svo fullkomlega, að feðraveldið fjúki um koll. ”Meira en bara orð,” ekki satt,” segir hún.

Fleiri kvenfrelsara dreymir um kvenfrelsunartungumál, sbr. bækurnar: “Drauminn um kventunguna” (The Dream of a Common Language), eftir Adrienne Rich, og “Aðra móðurtungu” (Another Mother Tounge), eftir Judy Grahn. Allir hafa höfundarnir ofurtrú á mætti orðanna til að breyta veröldinni, fólki og þekkingu. Grandvörum kvenfrelsunarfræðimönnum ofbýður þó.

Í bók sinni, "Að játast undir kvenfrelsun. Varnaðarsögur úr hinni skrítnu veröld kvennafræðanna“ (Professing feminism. Cautionary tales from the strange world of women’s studies), segja Daphne Patai (f. 1943) og Noretta Koertge, báðar kennarar í kvenfrelsunarfræðum (woman studies, gender studies):

“Kvenfrelsarar leggja öfgafulla áherslu á trú sína á einskært nafngiftarvald (power of names). Þeir færa rök að því, að allar götur frá Adam, hafi karlar haft valdið til að skilgreina veröldina með því að gefa henni nöfn. Á grundvelli þessa fullyrða þeir, að frelsun kvenna muni ekki rætast, nema þráðurinn sé tekinn upp aftur, og Evu falið að nefna öll kvikvendi jarðar. Þetta er mjög vinsælt efni í kvenfrelsunarfræðunum.”

Hér gefst kostur á leiðsögn: https://www.youtube.com/watch?v=ZkVF6MsVgmE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband