Katharine Bement Davis (1860-1935), var norður-amerískur refsifræðingur (penologist) og umbótasinni, sem m.a varð fyrsta konan til að sinna opinberu embætti í Nýju Jórvík (NY) árið 1914, embætti fangelsismálastjóra. Hún var baráttumaður fyrir kosningarétti kvenna.
Katharine stóð fyrir ýmsum úrbótum í betrunarmálum fangelsanna á vísindalegum grunni. Hún er einnig kunn fyrir tímamótarannsóknir á kynlífi kvenna, sem áttu sér stað fyrir tíma annars brautryðjanda í klíniskri kynfræði, Alfred Charles Kinsey (1894-1956).
Katharine nam við Vassar háskólann, sem er einn þekktasti kvennaháskóli BNA. Framhaldsnám sótti hún við háskólann í Chicago og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu í stjórnmálahagfræði, first kvenna. Katharine stundaði einnig nám við háskólana í Berlin og Vín.
Árið 1910 skrifaði Katherine álitsgerð um kvenfanga, betrun þeirra og tilhögun mála í kvennafangelsum Nýju Jórvíkur. Álitsgerðin hlaut lof yfirvalda og var lögð til grundvallar við umbætur í fangelsismálum. Hún beitti sér m.a. fyrir aðskilnaði kynjanna í fangelsum og setti á stofn landbúnaðarskóla fyrir vandræðadrengi.
Til viðbótar vegtyllu sem fangelsismálastjóri var Katherine einnig skipuð yfirmaður Skrifstofu félagsmála (Burreau of Social Hygiene). Þessi skrifstofa sinnti m.a. málum vændiskvenna. Skrifstofan var sett á stofn fyrir tilstilli auðkýfingsins, John Davison Rockefeller (1874-1960).
Katharine veitti einnig forstöðu Rannsókarstofu í félagsmálum (Laboratroy of Social Hygiene), sem John setti á laggirnar. (Hann var heiðraður fyrir störf sín í þágu velferðarmála (Public Welfare Medal)).
Katherine var hliðholl kynbótahreyfingunni (eugenics), sem taldi sig geta ræktað út ýmsa kvilla í mannkyni eins og geðsjúkdóma og þroskaskerðingu, t.d. við ófrjósemisaðgerðir. (Slík viðhorf voru algeng á þessum árum.) Katharine var einn af leiðtogum hreyfingarinnar.
Í ofangeindu ljósi má einnig skoða rannsókn hennar á kynlífi kvenna. Þátttakendur komu af ýmsum félaga- og námsmeyjalistum, 2200 talsins. Þær svöruðu spurningalista undir nafnleynd. Rannsóknin beindist að sjálfsfróunarvenjum (auto-erotic), kynlöngun, reynslu af samkynhneigð, notkun getnaðarvarna, samfaratíðni, og kynlífsreynslu fyrir hjónaband, svo og framhjáhöldum. Rannsókninni voru gerð skil í: Athugun á ákveðnum sjálfsfróunarvenjum (A Study of Certain Auto-Erotic Practices), sem kom út árið 1924, og Þáttum í kynlífi tvö þúsund og tvö hundruð kvenna (Factors in the Sex Life of Twenty-two Hundred Women), sem kom út árið 1929.
Í ritdómi um bókina segir Louis E. Smidt: Það er áhugavert, að [niðurstöður birtist] um þessar mundir, þegar þeirrar tilhneigingar gætir í [fag]bókmenntum, að ræða sífellt nánar einkahagi í kynlífssamböndum. Það væri að taka of djúpt i árinni, ofmeta bókina og vanmeta [jafnframt], hversu flókið umrætt kynlíf er, að lýsa henni sem uppsprettu fróðleiks.
Þegar Katharine settist í helgan stein, var haldin hátíðarsamkoma henni til heiðurs. Þar var margt fyrirmenna, m.a. kvenjöfrar í opinberu lífi; Jane Addams (1860-1935), félagsráðgjafi, kvenréttindafrömuður og handhafi friðarverðlauna Nobels; Eleanor Roosevelt (1884-1962), forsetafrú; Carrie Chapman Catt (1859-1947), baráttumaður fyrir tilurð nítjánda viðauka við norður-amerísku stjórnarskrána (um kosningarétt handa konum), og Lillian D. Wald (1867-1940), rithöfundur og mannúðarsinni. Þar var vitaskuld einnig nefndur Rockefeller.
Þess má til fróðleiks geta, að Rockefellerstofnunin (The Rockefeller Foundation) hefur verið atkvæðamikil við fjármögnun kvenfrelsunarhreyfingarinnar æ síðan og líklega skipt sköpum fyrir vöxt hennar, þar til yfirvöld fóru að dæla fjármunum í hana.
Nýjustu færslur
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Ófært á Steingrímsfjarðarheiði
- Ráðuneytið hafi neitað aðstoðinni
- Janus bjargaði lífi Írisar
- Aðgerðir til að bregðast við PISA kynntar eftir PISA
- Hvernig væri að fá smá töffarasvip?
- Áhyggjufullir nemendur kalla eftir endurskoðun
- Dóttir hins látna liggur ein undir grun
- Boða til samverustundar vegna slyssins
- Víða hríðarveður - Útlit fyrir hægviðri og bjart veður um páskana
- Stórhættuleg staðsetning fyrir þá
Erlent
- Barn hafi látist vegna árásar Ísraels á spítala
- Kveikt í heimili ríkisstjóra Pennsylvaníu
- Pútín sýnir hið rétta andlit Rússlands
- Fulltrúi Trumps: Rússar fóru yfir öll velsæmismörk
- Loftárás gerð á Ísrael
- Án þrýstings halda Rússar áfram að draga stríðið á langinn
- Þorgerður fordæmir árás Rússa
- Skora á Bandaríkin að afnema með öllu gagnkvæma tolla
- Tugir féllu í árás Rússa
- Tala látinna hækkar: 226 látnir
Fólk
- Börn og listamaður leggja saman
- Laskaður Lótus
- Það eru svikin sem eru verst
- Gestur hátíðarinnar handtekinn
- Breskar poppstjörnur á Húsavík
- Fræg TikTok-stjarna opnar sig um ofbeldissamband
- Ósátt við forsjárkerfið
- Mikilvægt að búa til sýnileika
- Faðir hennar þegar byrjaður að skipuleggja greftrunina
- Tvö ný lög frá Sycamore Tree
Viðskipti
- Það vantaði ekki gersemarnar í Genf
- Höfum velt við hverjum steini
- Aukafundur ólíklegur
- Bregðast við sterku raungengi
- Innlend orka sem vörn gegn ytri ógnum
- Hvað þýðir þetta tollahlé?
- Svipmynd: Kvika banki stendur á tímamótum
- Hefur barist við tvö ráðuneyti
- Þjóðhagsvarúð skapar stöðugri tekjur
- Um 168 milljarðar falla á ríkissjóð