Það fjölgar í "aðdáandaklúbbnum.“ Umræðuþroskinn

Á gamals aldri hef ég óvænt eignast nokkurn fjölda ”aðdáanda.” Þar er að finna fólk af öllum kynjunum sjö eða sjötíu. Sumir hafa fagnað því, hversu hrumur ég sé, því þá muni ég skilja við bráðum og taka óþverrahátt og rugl með mér í gröfina. Aðrir hafa farið þess á leit, að ég fremdi sjálfsmorð og enn aðrir hafa óbeint boðið að sjá um líflátið.

Það tekur varla að telja til ærumeiðingar, ósvífni og ókurteisi – aðrar en þær, sem að neðan greinir. Oftast hafa skrif mín um kyn leyst úr læðingi slíkar umsagnir.

Nú bregður hins vegar svo við, að sjálfum Agli Helgasyni hjá RÚV er misboðið. Hann fjargviðrast út í Moggabloggið og segir: „Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör ruslakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð.“ Egill á hér við pistil með fyrirsögninni: „Svo mæltu hinir lærðu öldungar frá Zion.“

Mér hefur áður verið borin heimska á brýn, sbr. umsagnir Kynjafræðingateymis Landsspítala fyrir nokkru. Skilji ég Egil rétt, eru vangaveltur um hið dularfulla plagg öldungana lærðu frá Zion og samhengi þess í sögunni, „glórulaus óþverri og bullandi gyðingahatur.“ Ég vissi ekki, að ég æli á slíku hatri.

Sæmundur Garðar Halldórsson, sem kynnti sig sem textagreini úr þrem löndum (og vissi þess vegna, hvað hann syngi), tekur í svipaðan streng:

„Arnar birti fyrst þennan óþverra á bloggsíðu Margrétar Friðriksdóttur, Stjórnmálaspjallinu. Fjöldi manns kvartaði undan þessari birtingu við stjórnanda spjallsins og höfund greinarinnar með beiðni um að textinn yrði fjarlægður. Enda byggður á hreinræktuðum rasisma. Þess í stað setti Margrét ,,like" undir greinina! [Ég varð reyndar ekki var við þennan stuðningshóp Sæmundar Garðars.]

Ég kvartaði auk þess við Facebook og fékk að sjálfsögðu það svar að þessi texti ,,bryti ekki í bága við samfélagsreglur fb" en að mér væri velkomið að blokkera höfundinn!

Eftir að hafa átt í orðaskiptum við sjálfan höfundinn um þessa ritsmíð er ljóst að maðurinn er lokaður inni í eigin ímyndun og ekki aðgengilegur rökhugsun. Síðan bætir hann við betur og birtir þennan sora á Moggablogginu. Og Mogginn lætur sér vel við líka! Í siðmenntuðu landi væri þetta lögreglumál.“

Ég vissi heldur ekki að ég væri kynþáttahatari, en hins vegar hef ég haft órökstuddan grun um, að ég væri „ekki aðgengilegur rökhugsun.“ Svo hef ég heyrt, að ég sé kvenhatari, en það jaðrar reyndar við ástarjátningu úr munni kvenfrelsara. Með þessu áframhaldi verður grafskriftin býsna mergjuð.

Egill og Sæmundur Garðar krefjast þess að þaggað verði niður í mér. Þeir bera hag lesenda fyrir brjósti. Hlutaðeigandi miðlar hafa enn ekki ljáð máls á því eins og Vísir gerði, í kjölfar þöggunarkröfu frá kvenfrelsurunum. Kannski kemur þrátt fyrir allt betri tíð með blóm í haga málfrelsisins og batnandi umræðuþroska.

En ég segi nú bara eins og Eiríkur Fjalar: „Ja, nú er fjör.“ Um leið þakka ég tilgreindum heiðursmönnum – og kynjafræðingum Landsspítalans (enn og aftur) - fyrir greiningarnar, en miklu fremur þeim, sem hafa átt góð orð í eigu sinni handa mér, þroska og hugrekki til að tjá þau – í skrifum og samtölum.

https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2288704/?fbclid=IwAR2Vk0buqoJn_DeBFDxuQt8arvah71E14hCfdhIoErnP6n5bdLaAdY28mko https://www.dv.is/frettir/2023/4/8/egill-helgason-fordaemir-moggabloggid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband