Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Verða Íslendingar útlagar í nýjum heimi? Sér grefur gröf

Það virðist renna upp fyrir Bandaríkjamönnum, að „alþjóðareglur“ þeirra um samskipti við önnur ríki verði stöðugt óvinsælli. Enda eru þær samdar af þeim sjálfum til að vernda eigin hagsmuni.

Uppgangur Kína, Rússa og Indverja, gefur þjóðum „þriðja heimsins“ eða ríkjum sunnan miðbaugs, fyrirheit um annars konar alþjóðareglur. Þau dreymir meira að segja um heim, þar sem þau verða fær um að hrista af sér ok aldalangs arðrás alþjóðlegra auðhringa og nýlenduvelda.

Einu sinni voru Íslendingar nýlenduþjóð og eru það í vissum skilningi enn þá, andlega og stjórnmálalega. Við höfum gagnrýnilaust gert fyrrum kúgara að vinum og skipum okkur í sveit með þeim í alþjóðamálum. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Ofangreindir vinir hafa á síðustu árum beitt Íslendinga viðskiptaþvingunum og Barrack Obama, Bandaríkjaforseti, gaf á sínum tíma út tilskipun þess efnis, að halda skyldi samskiptum við Íslendinga í lágmarki, nema hvalveiðibanni hans yrði hlýtt.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, gerði okkur að hryðjuverkamönnum. Vinirnir, að Norðurlandaþjóðunum undanskildum, höfnuðu fjárhagslegri fyrirgreiðslu, þegar bandaríska kreppan reið yfir þjóðina. Þá sýndu Rússar vinsemd. Þorskastríðunum hafa líklega flestir gleymt.

Það leikur varla á tveim tungum, að í utanríkismálum séu Íslendingar taglhnýtingar Bandaríkjamanna og annarra vina í Nató. Þeir hafa óbeint tekið þátt í fjölmörgum brotum á alþjóðalögum og lagt blessun sína yfir hryðjuverk og hernað gegn vinaþjóðum, síðast, þegar gasleiðsla granna okkar á meginlandinu var sprengd í loft upp. (Yfirklór Bandaríkjamanna þess efnis, að tveim úkraínskum köfurum sé um að kenna, er blátt áfram grátbrosleg.)

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hinn háaldraði Jimmy Carter, hefur lýst því yfir, að lýðræði sé ekki lengur við lýði í ríki hinna hugprúðu og frjálsu, að „Bandaríkin séu án vafa herskáasta ríki veraldar fyrri og síðar.“ (Samkvæmt þessu er því rangt að halda því fram, að Bandaríkjamenn flytji út lýðræði - nema þá í líkpokum.)

Í nýlegri bandarískri samantekt er upplýst (The Military Intervention Project – Tuft University), að fjörutíu ríki, víðs vegar um heim, hafi verið beitt viðskiptaþvingunum. Fjögur hundruð sinnum hefur bandaríski herinn farið með ófriði á hendur öðrum ríkjum undir gunnfána lýðræðis og frelsis.

Sama á við um svokölluð stríð gegn hryðjuverkamönnum, sem gengið hafa af tæpri milljón manns dauðri, skapað glundroða, eymd og fátækt. Þessum stríðum eigum í megingreinum það að þakka, að flóttamönnum fjölgar stöðugt í veröldinni.

Þegar vinir okkar höfðu blekkt veröldina með áróðri um gereyðingarvopn í Írak, létu þeir til skarar skríða og skópu íbúum Íraks helvíti á jörðu. Íslendingar stóðu þá með vinum sínum og greiddu flutningi hertóla leið til þessa fjarlæga fornmenningarlands, þar sem vagga menningarinnar stóð. „Annað hvort eru þið með okkur eða móti,“ sagði hinn heillum horfni forseti Bandaríkjamanna, George W. Bush.

Þessi boðskapur laust eyru fulltrúa um 90% jarðarbúa á þingi nýlega. Þeir skirrast við að styðja þá stefnu Bandaríkjanna/Vesturlanda að steypa lýðræðislegri stjórn Úkraínu og koma á fót úkraínskum Natóher, með þeim fyrirséðu afleiðingum, að Rússar gerðu innrás. Nefndir fulltrúar neita líka að taka þátt í kunnuglegri yfirlýsingahræsni og bolabrögðum Vesturlanda í viðskiptum.

Því efnahagslegar og hernaðarlegar hamfarir auðdrottna Vesturlanda og auðsveipra stjórnmálamanna þeirra á alþjóðavettvangi, er illur fyrirboði. Stríð og kreppugerð eru þaulreyndar aðferðir hertólaframleiðenda til að auðgast. Þannig sækja þeir aura skattgreiðenda í ríkissjóði og vefja ríki og þegna þeirra í skuldir.

Auðdrottnarnir hafa þegar hagnast vel á bóluefnum og lyfjum. Þegar ríki fara á hausinn bíður Alþjóðabanki auðhringanna með opinn arminn. En nú gæti komið babb í bátinn. Það eru nefnilega líkur til, að fleiri og fleiri ríki fúlsi við seðlum þeirra. Þá er viðbúið að spilaborgin falli. Bandaríkin er í raun gjaldþrota.

Þegar heimurinn tekur á sig nýja mynd og fnæst verður að yfirgangi og yfirlæti Vesturlandabúa, er hætt við, að Evrópu og Bandaríkjunum fatist flugið. Vængjaslátturinn er þegar orðinn næsta veiklulegur hjá sumum aðildarríkja Nató. Mótmælendum vex fiskur um hrygg, þó varla sé á það minnst í fréttaskeytum.

Tyrkir kurra og murra og urra, margfaldir í roðinu. Uppsögn gæti verið á næsta leyti. Ungverjar eru óþægir. En þegar allt um þrýtur er næsta ólíklegt að alþjóðlegum böðlum og vinum þeirra verði boðið til borðs.

Ætli Íslendingar verði útlagar í nýrri veröld? Ætli þeir verði látnir sæta viðskiptaþvingunum af þeim, sem þeir hafa skorið upp herör gegn? Það gerðist um árið, þegar þeir fóru í viðskiptastríð við Rússa undir forystu "hárkerastofukvenfrelsarans" frá Sauðárkróki, Gunnars Braga Sveinssonar.

Íslensk stjórnvöld leggja lóð sitt á vogarskál ósættis og ófriðar í viðbjóðslegu og ónauðsynlega stríði (nema fyrir hergagnaiðnaðinn að sjálfsögðu) í Úkraínu.

Þar falla unglingspiltar í hrönnum. Samtímis verður stríðsáróðurinn sífellt grátbroslegri. Rússneskum hermönnum er att á foraðið með skóflur og stinningarlyf að vopni, segja Sameinuðu þjóðirnar og RÚV. Þrátt fyrir þennan skringilega vopnabúnað hefur „hakkavélin“ í Bakhmut þjónað tilgangi sínum.

Ég skora á íslensk stjórnvöld að girða sig í friðarbókina. Hvar er andi Þorgeirs Ljósvetningagoða, mesta friðarhöfðingja Íslendinga?

https://sonar21.com/the-fall-of-bakhmut-a-prelude-to-the-fall-of-ukraine/ https://steigan.no/2023/03/lognen-og-hatet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://covertactionmagazine.com/2023/02/20/left-and-right-join-together-to-rage-against-ukraine-war-on-its-one-year-anniversary/ https://covertactionmagazine.com/2023/03/06/with-us-or-against-us-fails-in-munich-and-bengaluru-as-u-s-tries-offer-they-cant-refuse/?mc_cid=95cc78f2f2&mc_eid=5cd1ec03b1 https://apnews.com/article/g-20-summit-bangalore-janet-yellen-china-india-54d46cf97ab66a6325ccc259e62e36b2 https://www.reuters.com/world/host-india-does-not-want-g20-discuss-more-sanctions-russia-sources-2023-02-22/ https://thecradle.co/article-view/21844/in-munich-west-sounds-alarm-over-global-south-stances https://www.newsweek.com/nearly-90-percent-world-isnt-following-us-ukraine-opinion-1743061


Örlög Úkraínu og heimsins. Er NATO leigumorðingaskrifstofa?

Finnska teitistildran, Sanna Marin, forsætisráðherra þjóðar sinnar, og fjölfróður fyrirlesari – alla vega hjá Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum) - um varnir Evrópu, virðist hafa steingleymt öllum ráðum Uhro Kekkonen (1900-1986), landa síns og fyrrum forsætisráðherra. Hann var einn af merkustu stjórnmálamönnum álfunnar. Uhro var maður sátta, samlyndis og samninga, friðarsinni og raunsæisstjórnmálamaður af bestu gerð. Þeir eru jafn sjaldgæfir og hvítir hrafnar um þessar mundir. Finnar og veröldin öll eiga honum mikið upp að inna.

Sönnu er það - eins og vorum eigin kvenfrelsunarráðherrum – mjög í mun, að Nató vinni fullnaðarsigur á Rússum í Úkraínu. Það felur í sér, að barist verði til síðasta drenghnokka í landinu. Hugsun þeirra virðist gerólík hugsun Nóbelskáldsins, sem þótti það hollt úngum drengjum að tölta um tún.

Stríðsbrjálæðingar á Íslandi, Finnlandi og víðar, vilja hins vegar láta þá tölta um tryllingslega stríðsvelli, þar sem flestir þeirra verða vafalaust skotnir í tætur eins og ungu drengirnir í liði breska heimsveldisins fyrr á árum.

Síbylja stríðsæsingaáróðurs stjórnvalda og fjölmiðla á Vesturlöndum glymur nær látlaust í eyrum. Íslendingar verða jafnframt herskárri. Gamlir draugar á borð við Rússagrýlu og íslenskan her eru endurvaktir. Þórdís Kolbrún er kokhraust og ber sér stríðsglöð á brjóst. Henni svellur stríðsmóðurinn, enda af miklum valkyrjum komin.

Íslenska ríkisstjórnin ætlar sér að skattleggja íslenska borgara enn meira til að fjármagna stríð. Tveir af hundraði ríkisútgjalda skal renna til hernaðar. Norski forsætisráðherrann býr norska skattgreiðendur undir enn þá hærri skatta til Úkraínu. „Stríð Úkraínumanna er okkar stríð,“ segir hann. Danska þingið hefur samþykkt að kaup eftirlits- og stríðsflygildi til Grænlands. Auk þess á að stofna grænlenska herdeild. Færeyskur her kynni að einnig að verða til.

Umsvif verndara okkar á Keflavíkurflugvelli aukast enn. Herstöðin er orðin bækistöð fyrir hryðjuverk. Í raun réttri er Ísland herstöð Bandaríkjamanna/Nató eins og áður. Hernaðarlegt mikilvægi hennar eykst með stígandi spennu á norðurslóðum. Bandaríkjamenn og Nató styrkja herstöðvakeðjuna í Noregi, Grænlandi og Íslandi. Það eru verulegar líkur til, að þeir hafi komið fyrir kjarnorkuvopnum í Noregi. Þetta er svipuð þróun og í Suðaustur Asíu, þar sem Kínverjar eru nú umkringdir.

Þórdís Kolbrún, Annalena, Kaja, Kamala, Mette, Liz, Anniken, Magdalena og Sanna, eru að verja frelsi okkar og lýðræði á Vesturlöndum. Því eru þær líklega jafn herskáar og raun ber vitni. En ætli þær væru jafn ódeigar skrifstofuskjadmeyjar, ef konum væri att á frelsisforaðið? Liz og Magdalena heltust að vísu úr vígtólalestinni eins og Jacinda og Nicola úr veiruvígs- og kynleysulestinni. En hinar berjast ótrauðar áfram, þrátt fyrir, að hernaðarsérfræðingar Vesturlanda búi þær undir tap í hinu heilaga lýðræðisstríði í Úkraínu.

Meira að segja finnskur málaliði Sönnu, sem þjálfað hefur stráklingana í Úkraínu, er orðinn mjög svartsýnn á sigur sameinaðra frelsisherja Evrópu. Hann segir úkraínska herforingja styðjast við stríðsleiki. Úkraínskir hafa, að sögn hans, mikið álit á hermennsku sinni. En menn verða ekki góðir hermenn af því að hírast hræddir í kulda og trekki skotgrafanna, bendir finnski herþjálfinn á.

Bandaríski herforinginn, Daniel Davis, reynir að koma svipuðum skilaboðum til hins hnífskarpa forseta síns, Jósefs, og biður hann lengst allra orða, að ganga ekki lengra í stríðinu við Rússa, því Bandaríkjamenn geti ekki borið sigurorð af þeim.

En það kynni að vera vonarglæta til friðar, áður en veröldinni verður tortímt, þrátt fyrir friðsama og ástsæla kvenfrelsara til rórs. Raddir þeirra, sem syngja með Bítlunum, „Give Peace a Chance,“ heyrast nú betur (nema á RÚV náttúrulega). Norræn friðarsamtök skipa sér í flokk og Larouche friðarsamtökin hafa gefið út skýrslu, sem nær til fimm síðustu áratuga. Þar er því haldið fram, að Nató sé í raun leigumorðingjaskrifstofa.

Í skýrslunni má m.a. lesa: Það er áberandi, hversu slæma útreið þeir leiðtogar fá, sem dirfast að móta stefnu um frið og jákvæða þróun. Það er vegið að þeim með ýmsum hætti, þeim er steypt af stóli við litaskrúðsbyltingar (color revolutions) eða hreinlega drepnir [ófáir Bandaríkjaforsetar eru í þeim hópi]. Þannig skapa angló-amerískir auðdrottnar skelfingu meðal fólks og berja almenning og stjórnvöld til hlýðni við eigin „regluvæddu skipan heimsins“ (rule based order). [Það ber ekki á öðru, en Katrín sé afskaplega hlynnt þessari skipan mála.]

Það ber nauðsyn til að brjóta bresku stríðsvélina á bak aftur. Það felur í sér að leysa upp Nató og stuðla þannig að varanlegri tilvist mannkyns.

Því má bæta við, að hernaðarauðdrottnar veraldar hafa verið undirrót styrjalda um áratugi og aldir - til að græða peninga. Nú eru veirustríð einnig orðin vinsæl gróða- og kúgunarleið.

Það er hryggilegt til þess að hugsa, að fjölmiðlar og stjórnvöld á þeirra vegum eða undir áhrifum þeirra, skuli fljóta sofandi að feigðarósi kynslóð fram af kynslóð. Klettafjallaskáldið góðkunna reyndi að spyrna við, þegar herkvaðningarsefasýkin rann á íslenska Kanadamenn fyrir fyrsta heimsstríðið. Hann kallaði okkur „smalaða hjörð.“ Hluti hjarðarinnar hefur verið dreginn í Alþingisdilkinn. Þeir heittrúuðustu verma stóla ríkisstjórnarinnar.

Á meðan heldur Volodymyr áfram betli sínu um vígtól og peninga. Hann leikur enn á ný þann eldfima leik, tálhernaðarleikinn, sem er til þess fallinn að mana Rússa til heiftúðlegri hernaðaraðgerða og skattgreiðendur Vesturlanda til aukinnar gjöfli, sbr. síðustu árásir í Bryansk héraðinu með dyggri aðstoð hryðjuverkasveita Nató.

Samtímis feta Rússar nú í fótspor Bandaríkjamanna og segja upp samningum um beitingu kjarnorkuvopna. Bandaríkjamenn róa að því öllum árum, áamt Ísrael og „mannréttindasamtökum“ auðdrottnanna, að steypa stjórn Írans einu sinni enn. Það eru ýmist njósnir Mossad um framleiðslu kjarnavopna eða kúgun kvenna, sem eru tylliástæður uppþotanna. En kjarnorkusprengjur eru á hverju strái eins og t.d. í Ísrael - og víða brjálað fólk við stjórnvölinn.

Aukin heldur er undirbúið stríð á hendur Kínverjum af hálfu Nató, Bandaríkjanna og Japan. Vissulega er það svo, að sagan endurtaki sig ekki, en aflvaki þróunarinnar er í megindráttum sá sami og fyrir fyrstu heimstyrjöld og framhald hennar tveim áratugum síðar.

Sá merki maður, Sigmund Freud (1856-1939), upphafsmaður sálkönnunar (psychoanalysis), lifði af fyrsta helvítishildarleikinn, en lést rétt um það leyti, sem framhaldið hófst. Því meira sem hann gruflaði og skoðaði mannlegt eðli, því sannfærðari varð hann um, að maðurinn væri haldinn tortímingarhvöt. Ætli hann hafi haft rétt fyrir sér?

https://api.army.mil/e2/c/downloads/2021/03/15/9944046e/regaining-arctic-dominance-us-army-in-the-arctic-19-january-2021-unclassified.pdf https://laroucheorganization.com/sites/default/files/2023-02/2023%20TLO%20Assassination%20Bureau.pdf https://www.berlingske.dk/globalt/donald-trumps-oenske-om-at-koebe-groenland-var-foerste-tegn-arktis-kan https://steigan.no/2023/03/arktis-den-nye-kalde-krigens-vinder-uler-ved-polarsirkelen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.fredsministerium.dk/22nyheder.php#221113 https://steigan.no/2018/09/kina-vil-bygge-silkevei-til-gronland/ https://arbejderen.dk/udland/ung-groenlaender-afviser-usas-militaer-og-kolde-krig-i-arktis/ https://konfront.dk/groenland-er-ikke-til-salg/ https://www.altinget.dk/artikel/189931-forsvarskonsulent-saadan-smider-usa-danskerne-ud-af-groenland https://www.fmn.dk/da/nyheder/2021/politisk-aftale-om-arktis-kapacitetspakke-til-15-mia.-kroner/ https://www.sn.dk/udland/blinken-fik-klimabekymringer-bekraeftet-paa-tur-til-indlandsisen/ https://www.aftenposten.no/norge/politikk/i/5BWPj6/stoere-om-neste-aars-budsjett-krigen-i-ukraina-vil-prege-statsbudsjettet-direkte https://www.indianpunchline.com/ukraine-a-war-to-end-all-wars-in-europe/ https://corbettreport.substack.com/p/flashback-the-real-middle-east-nuclear?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://caitlinjohnstone.com/2022/12/23/the-claim-that-the-ukraine-war-advances-us-interests-discredits-the-claim-that-its-unprovoked/ https://www.cnbc.com/2023/02/09/bakhmut-on-a-knife-edge-as-russia-claims-its-soldiers-are-in-the-city.html https://korybko.substack.com/p/zelenskys-fearmongering-about-a-nato?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.forbes.com/sites/davidaxe/2023/02/19/ukraine-wanted-whole-brigades-of-western-tanks-its-getting-fractions-of-them-instead/?sh=f65b08566d52 https://abcnews.go.com/International/wireStory/ukraine-official-military-pull-back-bakhmut-97545605 https://www.nytimes.com/2023/03/01/world/europe/ukraine-bakhmut.html https://www.nytimes.com/live/2023/01/31/world/russia-ukraine-news https://www.npr.org/2023/01/16/1149375103/what-russias-claim-on-the-capture-of-soledar-means-for-ukraine https://www.washingtonpost.com/world/2023/03/03/bakhmut-battle-ukraine-russia/ https://korybko.substack.com/p/analyzing-the-nato-backed-neo-nazi?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.cnbc.com/2023/03/04/russia-close-to-encircling-ukraines-bakhmut-after-months-of-fighting.html https://www.telegraph.co.uk/world-news/2023/03/03/ukrainian-troops-detonating-bridges-withdrawal-encircled-bakhmut/ https://www.politico.com/news/2023/01/23/u-s-ukraine-russia-military-gains-00079041 https://www.nytimes.com/2023/03/03/world/europe/bakhmut-ukraine-russia.html https://www.19fortyfive.com/2023/03/bakhmut-hangs-by-a-thread-what-its-likely-loss-means-for-ukraine/ https://www.independent.co.uk/world/russia-tanks-aircraft-ukraine-b2279724.html https://geopoliticaleconomy.com/2023/02/28/arctic-new-cold-war-us-russia-china/ https://www.foxnews.com/media/daniel-davis-catastrophic-us-ukraine-russia https://svenska.yle.fi/a/7-10029576 https://yle.fi/a/74-20019659


Átök og örvinglun á Alþingi Úkraína og öryggisstefna þjóðarinnar

Susanne Heart er gáfuð kona og þroskuð, þingmaður á fylkisþingi Rogalands í Stafangri, utan flokka. Eins og þroskuðum manni sæmir sýnir Susanne örlagaríkum heimsmálum áhuga. Hún temur sér að brjóta til mergjar, áður en hún tjáir sig. Það á t.d. við um stríðið í Úkraínu.

Þann 27. febrúar skrifaði Susanne á bloggsíðu sína athyglisverða grein um það skelfilega stríð. Hún segir m.a.:

”Í þeirri viðleitni að gera mér grein fyrir forsögu stríðsins í Úkraínu - á líðandi stundu - skoðaði ég heimasíðu félags Sameinuðu þjóðanna í Noregi (FN-sambandet). Á grundvelli upplýsinga þaðan leitaðist ég við að gera yfirlit yfir helstu atriði framvindunnar.

Jafnvel þó sú mynd, sem ég dreg upp, sé hvorki í fullu jafnvægi, né geri efninu skil til hlítar, er það trúa mín, að almenningur skuli eiga kost á að kynna sér þessar upplýsingar. Einhliða áróður er alltof áberandi í fjölmiðlum.

Stóru spurningarnar, sem sækja á huga minn, eru þessar: Hvers vegna var Nató ekki leyst upp, þegar kalda stríðinu lauk, og hvers vegna er þrýst á Úkraínumenn að kasta hlutleysi sínu fyrir róða.

Susanne segir umrætt stríð hafa byrjað árið 2014. Framvindunni gerir hún grein fyrir 37 töluliðum.

Í ágætri grein Susanne má finna ræðu, sem bandaríski hagfræðingurinn, Jeffrey Sachs, flutti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Henni hef ég áður gert grein fyrir.

Þar er að finna aðra mikilvæga ræðu úr Öryggisráðinu, ræðu Raymond McGovern, sem er þaulreyndur greinandi frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Það er afar lærdómsrík ræða. Raymond kemur víða við.

Raymond nefnir viðbrögð Leyniþjónustunnar við uppljóstrun Seymour Hersh um ábyrgð Bandaríkjamanna og Norðmanna á eyðileggingu rússnesk-evrópsku gasleiðslunnar í Eystrasalti, sem hann segir í raun marklaus. Raymond þekkir sitt heimafólk. Hann nefnir líka fjölmiðlafárið í sambandi við lygarnar um efnavopn í Írak og fl. Raymond talar fyrir samtali og samningum, bendir á, að Vesturveldin séu meðábyrg fyrir harmleiknum í Úkraínu.

Önnur kona handan Atlantsála, tekur einnig til máls. Það er hin glögga Caitlin Johnstone. Hún bendir m.a. á að spennan aukist stöðugt milli valdhafanna í Bandaríkjunum og þeirra ríka, sem hafa reisn og burði til að andæfa yfirgangi þeirra, þ.e. Kína, Rússlandi og Íran. Samtímis eykst úlfúð ríkisstjórna á alþjóðavettvangi. Nú er þörf öflugrar viðspyrnu gegn stríðsæsingum.

Hún segir m.a. á þessa leið: Þeir, sem falið er að verja heimsveldið [Bandaríkin], munu segja heimshamfarastefnu sína baráttu gegn blóðþyrstum harðstjórum, sem sækjast eftir heimsyfirráðum, því þeir séu illa innrættir og hafi viðurstyggð á frelsinu.

Þeir munu reyna að sannfæra fólk um þann áratuga gamla stórasannleik bandarískra stjórnvalda, að þau ein eigi að stjórna veröldinni, einmiðjuveröldinni (unipolar doctrine).

Það væri mikið lán, ef því fólki, sem hér er nafngreint, yrði boðið eins og Volodymyr, að skjáræða við Alþingismenn. Hræðsluáróður Nató hefur greinileg sett Alþingimenn og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing frá Akureyri, úr jafnvægi, sbr. viðtal í fréttum RÚV.

Fólkið veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það er engu líkara, en Rússagrýlan viðkunnanlega sé vöknuð úr mókinu og komin á ról. Sefasýki er óheillavænleg, ekki síst við landsstjórnina.

https://www.fn.no/Konflikter/ukraina?fbclid=IwAR3t54UBnoXRQT6jIhVZ08ST6tdh90mv5rz7ljAP4IxhPi1nq2-51DUSdQQ https://archive.md/wlBz5 https://susanneheart.substack.com/p/krig-nar-vanlige-menneskers-liv-blir


Hvítu kvenfrelsunarfjarðrirnar. Íslenskir og breskir stríðshaukar

Það var fyrir bráðum mannsaldri, að konur í rauðum sokkum kröfðust þess að fá að stjórna veröldinni utan stokks sem innan. Eða eins og ástsæll forsætisráðherra vor segir í dag: Konur eiga að vera þar, sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar.

Rauðsokkurnar sögðu með hönd á hjarta og brosi á vör, að þær væru hjartnæmar og friðsamar eins og konum einum er lagið. Undir þeirra stjórn myndi fólk lifa í sátt og samlyndi, elska frið og strjúka kvið. (Það var áður en kynofbeldi og kynáreitni var fundin upp.)

Íslensku rauðsokkurnar voru töfrandi á allan hátt, sungu og dönsuðu. Miklu skemmtilegri en kvenfrelsarar um þessar mundir í ofbeldisiðnaðum, Öfgum og Lífi án ofbeldis – að ógleymdri íslensku kvenfrelsunarríkisstjórninni. Þær sungu og voru glaðar og gerðu körlum glingrur, þ.e. sýndu þeim kynferðislega áreitni. Karlar vildu allt fyrir þær gera eins og óbrengluðum körlum er tamt. Þeir fórna sér fyrir konurnar sínar.

En Rauðsokkurnar voru ekki mikið fyrir lestur. T.d. höfðu þær í aðgerðastöð sinni mynd af frönsku beggjakynjaheimspekingnum, Simone de Beauvoir (1908-1986). En fáar nenntu að lesa hinn ógnarlega doðrant hennar (Le Deuxíeme Sexe) um síðra kynið, enda hafa íslenskar konur aldrei verið hið síðra kyn. En þær hefðu mátt kynna sér sögu Pankhurst mæðgnanna og hryðjuverkakvenfrelsunarsveit þeirra.

Það vill nefnilega svo til, að þær voru valkyrjur eins og systurnar í ríkisstjórn Íslands, Katrín og Þórdís Kolbrún.

Nokkrir fróðleiksmolar um bresku hryðjuverkakvenfrelsarana, súffurnar (suffragettes):

Þær börðust m.a. fyrir kosningarétti kvenna. Þá var einungis fámennum hópi efnaðra karla leyft að kjósa (eins og á Íslandi). Þær stofnuðu „Félags- og stjórnmálasamband kvenna“ (Women‘s Social and Political Union - WSPU) með „ættmóðurina,“ Emmeline Pankhurst (1858-1928), efnaða efri millistéttarfrú, í fararbroddi.

Saga þessa hryðjuverkahóps er að sumu leyti einnig fjölskyldusaga, hryggileg í mörgu tilliti. Dætur Emmeline tók allar þátt í baráttunni. Þær voru: Christabel Harriette Pankhurst (1880-1958), Estelle Sylvia Pankhurst og sú yngsta, Adela Constantia Mary Pankhurst Walsh (1885-1961).

Adela hraktist til Ástralíu, varð meðstofnandi byltingarflokks (kommúnistaflokks) og síðar fasískrar hreyfingar. (Það fetuðu fleiri kvenfrelsarar í fasísk fótspor Adelu Pankhurst, t.d. Norah Elam (1878-1961) og Mary Sophia Allen (1878-1964)).

Það kastaðist einnig í kekki með Sylvíu, móður hennar og systur, Christabel. Hún klauf sig út úr samtökum móðurinnar og stofnaði eigin kvenfrelsunarflokk.

Sylvía, öndvert við móður og systurina, Christabel, gerðist byltingarsinni. Baráttan gegn heimsvaldastefnu auðvaldsríkjanna bar hana allar götur til Eþópíu. Þar bar hún beinin og var grafin með viðhöfn.

Ættmóðirin og eftirlætisdóttir hennar, Christabel, tóku þveröfuga stefnu. Þær beittu sér ákaft fyrir herkvaðningu og stríðsrekstri. Fyrsta heimstyrjöldin var handan við hornið.

Christabel fórust svo orð, að jafningjar leystu ágreining með samtali, en það væri fánýtt háttalag, þegar karlar ættu í hlut, því „annað kynið [karlar] haldi hinu í ánauð. … það gerði konum gott að skera upp herör. Þær hafi feykt burtu dömubölinu, feimnislegri hæversku, sem væri dæmigerður kvenleiki á öndverðu Viktoríutímabilinu, en frábrugðinn [eiginlegri] kvenmennsku.“

Það var ekki orðum ofaukið. Hersveit kvenfrelsaranna stundaði sprengingar, skemmdarverk, íkveikjur, sýruárásir og handalögmál – og vitaskuld alls konar óspektir.

Fjölda hinna ungu stríðsmeyja var stungið í steininn. Oft og tíðum fóru þær í hungurverkfall til að mótmæla því, að þeim væru „boðin kjör“ venjulegra fanga. Þær sögðust eiga betra atlæti skilið. Margar þeirra voru þvingunarfóðraðar. Þær voru í kjölfarið sæmdar sérstökum orðum WFPU.

Hryðjuverkasveitin lét sverfa til stáls „Svarta föstudaginn“ í nóvember 1910. Um þrjú hundruð súffur efndu til ofbeldismótmæla. Þeim var svarað í sömu mynt af lögreglu, sem var gagnrýnd harkalega fyrir framgöngu sína, sérstaklega þó kynferðislega áreitni. Að sögn urðu brjóst súffanna fyrir hnjaski í slagsmálunum.

Lögreglumennirnir voru beinlínis óskammfeilnir. Elisabeth Freeman (1876-1942), segir svo frá, að einn þeirra hafi gripið um læri hennar. Hún útskýrði:

„Ég krafðist þess, að hann sleppti takinu á læri mínu. Það væri hatursfullt tiltæki gagnvart konu.“ Hann ku hafa svarað: „Ó, gamla, gæska mín, í dag get ég gripið í þig, hvar sem er.“ (Nýlega varð læraþukl dönskum karlráðherra að falli.) Kynferðisleg áreitni gegn konum er síður en svo ný af nálinni.

Kennarinn, Emily Wilding Davison (1872-1913), var ein af skrautfjöðrum hreyfingarinnar. Sú var þvingunarfóðruð 49 sinnum. Einu sinni stakk hún sér fram af háum stiga í fangelsinu til að mótmæla kúgun kvenna.

Emily útskýrði síðar: „Ég notaði allan minn viljastyrk og gerði þetta af ásettu ráði, því mér þótti sýnt, að einungis sjálfsfórn mannveru mundi duga til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir þeim skelfilegu pyndingum, sem konur sæta. Ég er þess fullviss, að hefði mér tekist ætlunarverkið, hefði þvingunarfóðrun ekki verið tekin upp aftur.“

Ofangreind Elisabeth, sem mátti þola hramm lögreglumannsins á læri sér, kom frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Breskar súffur fengu einnig liðstyrk frá Kanada, Mary Raleigh Richardson (1882/83-1961). Sú vann sér það m.a. til afreka, að tæta sundur málverkið, Rokeby Venus, eftir spænska málarann, Diego Velázquez. Eins og Emily áður útskýrði hún gjörning sinn:

„Ég hef reynt að eyðileggja málverk af fegurstu konu goðsagnanna. Í því felast mótmæli gegn eyðileggingu ríkisstjórnarinnar á frú Pankhurst, sem býr yfir fegurstu manngerð samtímasögunnar.“

Eftirmæli Helen Lewis, sem skrifaði bók um sögu „erfiðra kvenna“ (Difficult Women) eru þessi: “Ef til vill var það svo, að fyrsta heimsstríðið – sem leiddi til þess, að Emmeline Pankhurt stöðvaði hernaðaraðgerðirnar – hafi komið í veg fyrir, að konur … [úr hryðjuverkahópi súffanna] hefðu valdið dauða … manna jafnvel hundruðum saman.”

„Þessar konur [súffurnar] höfðu þjáðst undan þvingunarfóðrun, fangelsun, kynferðislegum árásum og eftirliti af hálfu breska ríkisins. Í kjölfar þess bjuggu þær við blóðugasta eyðingarstríð, sem nokkurn tíma hafði verð háð. Ó, já! Aukin heldur bættist það smáræði við, sem Spænska veikin hét, sem drap 228.000 manns í Bretlandi.” (Eftir því sem ég best veit, drap hún ekki konur sérstaklega, kom upp meðal hermanna (karla) í Kaliforníu.)

Harm- og píslarvættistúlkun á sögu hryðjuverkasveitar Pankhurst hefur þó tæpast við söguleg rök að styðjast.

Það vill nefnilega svo til, að bresk yfirvöld og auðdrottnarnir, sem stjórnuðu þeim, sáu sér leik á borði og virkjuðu stríðeðli kvenfrelsaranna í eigin þágu. Þær tóku því upp gamlan, breskan kvennasið og nældu hvítri fjöður í hvern þann karlmann, sem ekki bar einkennisbúning hermanns.

Þær frýjuðu piltunum hugprýði, svo þeir skæru upp herör gegn Þjóðverjum, sem nauðguðu konum um alla Evrópu, að sögn áróðursskrifstofu stjórnvalda. Velþekkt áróðursbragð! (Katrín hefur lagt drög að slíkri skrifstofu hjá Fjölmiðlanefnd og hefur löggjöf gegn „hatursorðræðu“ í smíðum. Það er þaulreynd aðgerð ríkisvaldsins til að stjórna hugsun og hegðun sauðsvarts almúgans – sérstaklega í stríði, þar með talið veirustríðið og stríðið gegn drengjum/karlmönnum, sem er í algleymingi.)

Þakklæti sýndi breska hergagnaiðnaðarstéttin og stjórnmálamenn í þjónustu hennar, með því að leysa úr haldi alla hryðjuverkamenn úr röðum Pankhurst kvenfrelsaranna.

Nú eru það hins vegar rússneskir hermenn, sem nauðga konum í Úkraínu – meira að segja á stinningarlyfjum frá félaga Vladimir, sögðu Sameinuðu þjóðirnar.

Vígorð Kolbrúnar Þórdísar eru nokkurn vegin svona: Barist verður við Rússa til síðasta úkraínska sveinstaula. Vígorð bresku kvenfrelsunarsystranna voru; berjist gegn Þjóðverum til síðasta (karl)manns.

https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-british-studies/article/abs/white-feathers-and-wounded-men-female-patriotism-and-the-memory-of-the-great-war/C876388B8CF63FACB1593CFD51FED4A5 https://avoiceformen.com/feminism/pankhurst-the-white-feather-betrayal-of-history/ https://spartacus-educational.com/WpankhurstE.htm https://www.opendemocracy.net/en/5050/white-feather-girls-womens-militarism-in-uk/


« Fyrri síða

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband