Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022
Jospeh Robinette Biden, forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, lands hinna frjálsu, hefur margsinnis látið í veðri vaka og sagt beinum orðum, að Vladimir Putin verði að fjarlægja, að hann stefni að stjórnarbyltingu í Rússlandi. Það er skemmst að minnast stjórnarbyltingar forvera hans, Barrack Hussein Obama, í Úkraínu árið 2014.
Joseph hefur átt fundi með forsvarsmönnum hergagnaiðnaðarins í BNA og lofað gríðarlegum kaupum á hergögnum, sem sérstaklega henti í stríðinu í Úkraínu. Hann kallar þetta öryggisaðstoð, sem muni send þráðbeint til vígstöðva frelsisins til hinna óttalausu og snjöllu bardagamanna Úkraínu, sem berjast í fylkingarbrjósti.
Leon Edward Panetta, fyrrum varnarmálaráðherra í stjórn Barrack og forstjóri Leyniþjónustunnar (CIA), sagði:
Einasta leiðin til að eiga raunverulega við Putin er að bæta um betur (double down). Það felur í sér að útvega alla þá hernaðaraðstoð, sem þurfa þykir til Úkraínu, svo þeir geti haldið áfram stríðinu við Rússa. Við erum á bólakafi í átökunum. Þetta er staðgengilsstríð, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það ber raun vitni um. Og þess vegna verðum við að tryggja, að við útvegum öll þau vopn, sem nauðsyn ber til. Því skulið þið trúa, að samningar eru fánýtir án þeirra (leverage). Dráp á Rússum er í hreinskilni sagt leiðin til að öðlast samningsstöðu. Þetta verða Úkraínumenn að gera. Við verðum að blása lífi í stríðið. Því þetta er valdatafl.
Fjármálaráðherra BNA, Janet Louise Yellen, sagði um aukna aðstoð til Úkraínu:
Áætlun okkar er að ráðstafa þessari beinu aðstoð til Úkraínu eins fljótt og auðið er, svo fullnægja megi bráðri þörf. Okkur er kunnugt um, að þetta er einungis upphafið að enduruppbyggingu í Úkraínu. Hún vék einnig að alheimsfaröldrum: Covid-19 verður ekki síðasti alheimsfaraldurinn.
Utanríkisráðherra, Anthony John Blinken, sagði:
Rússar hafa þegar tapað stríðinu og Úkraína sigrað, því meginmarkmið Rússa, ásetningur Pútíns, að eign sögn, var að leggja Úkraínu í einu og öllu aftur undir Rússland. Það hefur ekki gerst. (Þetta er reyndar í ósamræmi við orð Pútíns sjálfs.)
Hann heldur áfram:
Við vitum ekki, hvaða mynd þetta stríð mun taka á sig, en hitt er víst, að fullvalda og sjálfstæð Úkraína mun blífa miklu lengur en Vladimir Pútín. Stuðningur okkar við Úkraínu verður óbrigðull uns fullum sigri verður náð.
Varnarmálaráðherra, Lloyd James Austin III, sagði:
Von okkar er sú, að Rússar verði svo veikburða, að þeir verði ófærir um að endurtaka annað því um líkt og innrásina í Úkraínu. Þegar hefur dregið umtalsvert úr vopnamætti þeirra og herafla svo skýrt sé kveðið að orði. Rússar hafa reynt að beita hernaðar- og efnahagsmætti sínum. Við sjáum, að það er unnið fyrir gýg. Herinn er verulega veikburða og efnahagur þeirra er í rúst, þökk sé efnahagsþvingunum.
Nýlega var haldinn fundur í Ráðgjafahópi um varnir Úkraínu (Ukraine Defense Consultative Group) á bandarísku Ramstein herstöðinni í Þýskalandi. Allar Nató þjóðirnar voru boðnar til fundar og fjórtán utan þess, þar á meðal Finnar og Svíar. Lloyd Austin tjáði fundarmönnum, að viðræður myndu fara fram með skír siðgæði að leiðarljósi. Á fimmta tug ríkja tók þátt.
Utanríkisráðherranum varð tíðrætt um bráðahættu þá, sem Úkraínumenn standa frammi fyrir. Hann sagði m.a.: Því sæi ég fundarmenn kveðja, að fundi loknum, með sameiginlegan og skýran skilning á bráðum öryggisþörfum Úkraínumanna þar eð við munum enn sem fyrr einskis láta ófreistað til að koma til móts við þær. Hann lét einnig þau orð falla, að Úkraínumenn hefðu hrundið árás Rússa á sextíu og tveim dögum.
Hann beindi þessum orðum til vinar síns, utanríkisráðherra Úkraínu, Alexei Reznikov, og fylgdarliðs hans: Viðspyrna ykkar hefur veitt hinum frjálsa heimi innblástur, gert NATO einbeittara og fært Úkraínu dýrð. Aðstoð okkar mun berast hraðar en dæmi eru um. Og heimurinn allur mun verða vitni að úrslitaáhrifum hennar á vígvellinum.
https://mronline.org/2022/04/21/the-civil-war-proxy-war-in-ukraine-and-the-russian-offensive/ https://breakingdefense.com/2022/04/from-jordan-to-japan-us-invites-14-non-nato-nations-to-ukraine-defense-summit/ https://www.politico.eu/article/ukraine-war-russia-united-states-defense-consultative-group/ https://www.defense.gov/News/Speeches/Speech/Article/3010300/secretary-austins-opening-remarks-at-the-ukraine-defense-consultative-group-ram/ https://www.youtube.com/watch?v=Ynu-RkPUDF0 https://triblive.com/news/world/janet-yellen-says-new-500m-is-only-the-beginning-of-ukraine-aid/ https://www.washingtonpost.com/world/2022/04/25/russia-weakened-lloyd-austin-ukraine-visit/https://www.washingtonpost.com/world/2022/04/25/russia-weakened-lloyd-austin-ukraine-visit/ https://www.bloomberg.com/news/videos/2022-03-17/u-s-is-in-a-proxy-war-with-russia-panetta-video https://www.newsweek.com/joe-biden-calling-regime-change-russia-this-time-it-isnt-gaffe-1694867
John Pome Joseph Magufuli (1959-2021) jarðýtan - lést í fyrra. Hann var fimmti forseti Tansaníu. Tansanína er staðsett á austurströnd Afríku, ríki sem varð til við sameiningu fyrrverandi Tankaníku og Zansibar, eyríkis undan ströndum þess. Hinn merki leiðtogi, Julius Kambarage Nyerere (1922-1999) var fyrsti forseti hins nýstofnaða ríkis.
Þessi heimshluti hefur ekki farið varhluta af árásum og ágirnd nýlenduveldanna. Belgar, Arabar, Portúgalar, Þjóðverjar og Bretar hafa leikið þar lausum hala, kúgað og arðrænt eins og nýlenduveldunum er tamt. Flestar hafa nýlendurnar fengið frelsi, en hin gömlu nýlenduveldi hafa hvergi nærri hætt af þeim afskiptum og enn seilast stórveldin til áhrifa með öllum hugsanlegum ráðum ekki síst efnahagslegum.
Kínverjar gera hosur sínar óspart grænar fyrir Tansaníumönnum og fleiri Afríkuríkjum. Norska ríkisfyrirtækið, Statoil, hefur leitað að gasi undan ströndum Tansaníu, sem og alþjóðafyrirtækið, Exxon Mobil. Auðhringarnir stunda þar námugröft. Evrópusambandið var svo rausnarlegt að veita Tansaníu tuttugu og sjö milljónum evra í styrk til að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að skella atvinnu- og mannlífi í lás til að forðast Covid-19 drepsóttina miklu, sem hún bjó til.
En þá dró til tíðinda. John eins og fyrirmynd hans, Julius, hafði megna vantrú á öllum góðverkum Vesturlanda. Hann sló umsvifalaust varnagla við boðskapnum um alheimsdrepsóttina, enda sjálfur menntaður heilbrigðisvísindamaður. Eins og sumir vita beitti WHO vita gagnslausu, þýsk framleiddu PCR prófi til að sannfæra fólk um útbreiðslu veirunnar og hættuna af henni.
Hinn spaugsami forsætisráðherra tók til sinna ráða og gerði merkilega tilraun, lét PCR-prófa ávexti, kindur, hænur, geitur og olíu. Og viti menn! Sýnin úr hænum, geitum og ávöxtunum (paw-paw) reyndust jákvæð. WHO lét þó hjá líða að boða alheimsfaraldur í þess konar ávöxtum og skepnum góðu heilli. Við svo búið voru erindrekar WHO reknir heim til föðurhúsanna. Það höfðu Hvít-rússar og Búrundimenn einnig gert.
Um miðjan mars (samkvæmt Our World in Statistics) höfðu greinst 509 covid-19 smit, 21 höfðu látist, en 183 fengið bata. (Það fylgir ekki sögunni, hvort þeir hafi læknast af margumræddu ormalyfi, Ivermectin, eins og víðar í Afríku.)
Afstaða og rannsóknaniðurstöður Tansaníumanna þóttu auðvitað hinn mesta vanvirða við vísindin, þróunarhjálp og WHO. Í vestrænum miðlum var John úthrópaður andbólusetningarsinni og samsærismaður. En nú er komið annað hljóð í strokk Tansaníumanna.
Fyrsti kvenforseti þeirra, Samia Saluhu Hassan (f. 1960) eða mamma Samia, ætlar sér að sýna Vesturlöndum auðmýkra viðmót. Það verður fróðlegt að sjá, hvað í því felst, og hvort hún muni þá einnig samþykkja gífurlega efnahagsaðstoð Kínverja, sem forveri hennar vísaði á bug.
Ennþá einn af mikilhæfum leiðtogum Afríkumanna hefur nú hnígið í valinn, John Mangufuli. Hjartakvilli er opinber dánarorsök eins og hjá Pierre Nkurunziza (1964-2020), forseta Burundi. Sá bauð einnig alþjóðastofnunum birginn.
Andstæðingar John segja hann hafa látist af völdum Covid-19 veirunnar. Engar sögur fóru af heilsuleysi hans, áður en kallið kom. Á skömmum tíma blés hann lífi í efnahag Tansaníu, bætti lífskjör fólks, svo um munaði, og sagði alþjóðafyrirtækjum stríð á hendur. Þeim tókst ekki að kaupa hann. Auðvalds- og alheimsyfirráðasinnar glotta nú við tönn, almenningur og baráttumenn gegn spillingu fella tár.
https://markcrispinmiller.substack.com/p/the-new-york-times-latest-news-on?token=eyJ1c2VyX2lkIjo0Njk0NzAxNCwicG9zdF9pZCI6NTI0Mzg0NTMsIl8iOiJvVEw4TCIsImlhdCI6MTY1MDkxODIyMywiZXhwIjoxNjUwOTIxODIzLCJpc3MiOiJwdWItMzgzMDg1Iiwic3ViIjoicG9zdC1yZWFjdGlvbiJ9.dAxjsU42mQkKzawpWLCFxFFFKCdimK9D6pmXExqFBB0&s=r https://www.nytimes.com/2022/04/15/world/africa/tanzania-female-president.html https://www.bbc.com/news/world-africa-56293519 https://afrolegends.com/2020/06/11/pierre-nkurunziza-the-rebel-president-who-said-no-to-icc-who-un-bbc-and-voa-so-long/ https://en.wikipedia.org/wiki/John_Magufuli https://www.bbc.com/news/world-africa-56437852 https://www.tanzania.go.tz//profiles/profiles/details/23 https://en.wikipedia.org/wiki/Tanzania https://www.bbc.com/news/world-africa-14095776 https://afrolegends.com/2021/03/18/so-long-to-president-john-magufuli-of-tanzania-the-bulldozer/ https://home.solari.com/john-magufuli-death-of-an-african-freedom-fighter/#comments
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021