Hvað segja bandarískir ráðamenn um stríðið í Úkraínu?

Jospeh Robinette Biden, forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, lands hinna frjálsu, hefur margsinnis látið í veðri vaka og sagt beinum orðum, að Vladimir Putin verði að fjarlægja, að hann stefni að stjórnarbyltingu í Rússlandi. Það er skemmst að minnast stjórnarbyltingar forvera hans, Barrack Hussein Obama, í Úkraínu árið 2014.

Joseph hefur átt fundi með forsvarsmönnum hergagnaiðnaðarins í BNA og lofað gríðarlegum kaupum á hergögnum, sem sérstaklega henti í stríðinu í Úkraínu. Hann kallar þetta öryggisaðstoð, sem muni send „þráðbeint til vígstöðva frelsisins – til hinna óttalausu og snjöllu bardagamanna Úkraínu, sem berjast í fylkingarbrjósti.“

Leon Edward Panetta, fyrrum varnarmálaráðherra í stjórn Barrack og forstjóri Leyniþjónustunnar (CIA), sagði:

„Einasta leiðin til að eiga raunverulega við Putin er að bæta um betur (double down). Það felur í sér að útvega alla þá hernaðaraðstoð, sem þurfa þykir til Úkraínu, svo þeir geti haldið áfram stríðinu við Rússa. … Við erum á bólakafi í átökunum. Þetta er staðgengilsstríð, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það ber raun vitni um. Og þess vegna verðum við að tryggja, að við útvegum öll þau vopn, sem nauðsyn ber til. … Því skulið þið trúa, að samningar eru fánýtir án þeirra (leverage). Dráp á Rússum er í hreinskilni sagt leiðin til að öðlast samningsstöðu. Þetta verða Úkraínumenn að gera. Við verðum að blása lífi í stríðið. … Því þetta er valdatafl.“

Fjármálaráðherra BNA, Janet Louise Yellen, sagði um aukna aðstoð til Úkraínu:

„Áætlun okkar er að ráðstafa þessari beinu aðstoð til Úkraínu eins fljótt og auðið er, svo fullnægja megi bráðri þörf. Okkur er kunnugt um, að þetta er einungis upphafið að enduruppbyggingu í Úkraínu.“ Hún vék einnig að alheimsfaröldrum: „Covid-19 verður ekki síðasti alheimsfaraldurinn.“

Utanríkisráðherra, Anthony John Blinken, sagði:

„Rússar hafa þegar tapað stríðinu og Úkraína sigrað, því meginmarkmið Rússa, ásetningur Pútíns, að eign sögn, var að leggja Úkraínu í einu og öllu aftur undir Rússland. … Það hefur ekki gerst.“ (Þetta er reyndar í ósamræmi við orð Pútíns sjálfs.)

Hann heldur áfram:

„Við vitum ekki, hvaða mynd þetta stríð mun taka á sig, en hitt er víst, að fullvalda og sjálfstæð Úkraína mun blífa miklu lengur en Vladimir Pútín. Stuðningur okkar við Úkraínu verður óbrigðull … uns fullum sigri verður náð.“

Varnarmálaráðherra, Lloyd James Austin III, sagði:

„Von okkar er sú, að Rússar verði svo veikburða, að þeir verði ófærir um að endurtaka annað því um líkt og innrásina í Úkraínu. Þegar hefur dregið umtalsvert úr vopnamætti þeirra og herafla – svo skýrt sé kveðið að orði.“ Rússar „hafa reynt að beita hernaðar- og efnahagsmætti sínum. Við sjáum, að það er unnið fyrir gýg. Herinn er verulega veikburða og efnahagur þeirra er í rúst, þökk sé efnahagsþvingunum.“

Nýlega var haldinn fundur í „Ráðgjafahópi um varnir Úkraínu“ (Ukraine Defense Consultative Group) á bandarísku Ramstein herstöðinni í Þýskalandi. Allar Nató þjóðirnar voru boðnar til fundar og fjórtán utan þess, þar á meðal Finnar og Svíar. Lloyd Austin tjáði fundarmönnum, að viðræður myndu fara fram með skír siðgæði að leiðarljósi. Á fimmta tug ríkja tók þátt.

Utanríkisráðherranum varð tíðrætt um bráðahættu þá, sem Úkraínumenn standa frammi fyrir. Hann sagði m.a.: „Því sæi ég fundarmenn kveðja, að fundi loknum, með sameiginlegan og skýran skilning á bráðum öryggisþörfum Úkraínumanna – þar eð við munum enn sem fyrr einskis láta ófreistað til að koma til móts við þær.“ Hann lét einnig þau orð falla, að Úkraínumenn hefðu hrundið árás Rússa á sextíu og tveim dögum.

Hann beindi þessum orðum til „vinar“ síns, utanríkisráðherra Úkraínu, Alexei Reznikov, og fylgdarliðs hans: „Viðspyrna ykkar hefur veitt hinum frjálsa heimi innblástur, gert NATO einbeittara og fært Úkraínu dýrð. Aðstoð okkar mun berast hraðar en dæmi eru um. Og heimurinn allur mun verða vitni að úrslitaáhrifum hennar á vígvellinum.“

https://mronline.org/2022/04/21/the-civil-war-proxy-war-in-ukraine-and-the-russian-offensive/ https://breakingdefense.com/2022/04/from-jordan-to-japan-us-invites-14-non-nato-nations-to-ukraine-defense-summit/ https://www.politico.eu/article/ukraine-war-russia-united-states-defense-consultative-group/ https://www.defense.gov/News/Speeches/Speech/Article/3010300/secretary-austins-opening-remarks-at-the-ukraine-defense-consultative-group-ram/ https://www.youtube.com/watch?v=Ynu-RkPUDF0 https://triblive.com/news/world/janet-yellen-says-new-500m-is-only-the-beginning-of-ukraine-aid/ https://www.washingtonpost.com/world/2022/04/25/russia-weakened-lloyd-austin-ukraine-visit/https://www.washingtonpost.com/world/2022/04/25/russia-weakened-lloyd-austin-ukraine-visit/ https://www.bloomberg.com/news/videos/2022-03-17/u-s-is-in-a-proxy-war-with-russia-panetta-video https://www.newsweek.com/joe-biden-calling-regime-change-russia-this-time-it-isnt-gaffe-1694867


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband