Andarslitur lýðræðisins og úkraínsku unglingarnar í Noregi

Öðru hverju stíga á stokk herfræðingar, stjórnmála- og fræðimenn, og tíunda áhyggjur sínar af þróun vestræns lýðræðis. T.d. lýsir ástralski stjórnarerindrekinn, John Lander, fyrrum sendiherra þjóðar sinnar í Kína og Íran, hvernig ríkisstjórnin sverfur að lýðræði og lýðfrelsi á öllum sviðum. Þetta virðist eiga sér stað hvarvetna á Vesturlöndum.

Í Bandaríkjunum bendir Ron Paul á, að síðustu afrek þingmanna þar um slóðir, þ.e. löggjöf, sem bannar TikTok og sambærilega miðla annars vegar, og heimila hins vegar ógnarlegar viðbótarfjárveitingar til manndrápa í Ísrael og Úkraínu, megi líta á sem síðasta naglann í líkkistu Bandaríkjanna. Það er hér um bil spaugilegt, að Bandaríkjamenn bollaleggi að nota þýfi, þ.e. fjármuni Rússa, til að standa straum af vopnakaupum frá bandarískum vopnaframleiðendum.

Bandaríkjamenn eiga í vök að verjast gegn illum öflum í veröldinni, sem vilja þá feiga, lýðræði þeirra og frelsi, enda hafa þeir gert fjölda þjóða sér handgengnar í varnarstríðum sínum. Í Úkraínu hafa hundruð þúsunda ungra drengja og karlmanna fallið eins og flugur. Sumir þeirra taka þó hvatningu Rússa og gefast upp. Aðrir flýja eins og fætur toga. Til að mynda þeir 15.860, sem hafa fengið vernd gegn herþjónustu í Noregi, en liggja undir ámæli hernaðaryfirvalda. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að vernda lýðræði Vesturlanda eins og Noregs og Íslands.

Það virðist vera að renna upp fyrir stríðsóðum stjórnmálamönnum Vesturlanda, að tapist Úkraína, hafi þeir sungið sitt síðasta heimsyfirráðavers. Stríðskempan, Boris Johnson, sem hefur beitt sér af atorku gegn friðarsamningum, fer ekki í grafgötur með það.

En hvað er þá til ráða? Emmanuel Macron, nýr franskur Napóleon, hefur þegar fjölgað í frönsku herliði sínu í Úkraínu og nýlega fjallaði Foreign Affairs, sem oft og tíðum leggur línurnar um stjórnarstefnu Bandaríkjanna, um stofnun herliðs frá Evrópu til að berjast gegn Rússum.

En líklegt má telja, að þeim frelsishetjum verði fljótlega velgt undir uggunum með heitum tortímingarkveðjum. Það ber ekki á öðru, en mesta herveldi sögunnar og framlenging þess fyrir botni Miðjarðarhafs, Ísrael, neyðist til að endurskoða hermáttinn, eftir að Íranar sendu ofurflaugar sínar í heimsókn eins og Rússar hafa gert í Úkraínu. Ofurflaugarnar ráða Vesturveldin ekki við.

Því kann vel að fara svo, að Ísraelsríki í núverandi mynd hverfi af sjónarsviðinu eins og Henry Kissinger spáði. Sannfærist ísraelska þjóðin um samsæri yfirvalda sinna og vina þeirra í Hamas, kynni að sverfa til stáls á vettvangi stjórnmálanna einnig.

Það er næstum grátbroslegt, að sárafátæk þjóð Jemena, skuli einust þjóða gera sér far um að virða alþjóðalög, þ.e. að reyna að koma í veg fyrir þjóðarmorð.

https://informationclearinghouse.blog/2024/04/24/blood-on-their-hands-79-us-senators-approve-billions-more-in-military-aid-for-israel/10/ https://www.globalresearch.ca/ukraine-war-funding-failed-russian-sanctions/5855512 https://rumble.com/v4r2z35-michel-chossudovsky-the-dangers-of-nuclear-war.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://informationclearinghouse.blog/2024/04/24/final-nail-in-americas-coffin/11/ https://steigan.no/2024/04/krigslobbyen-i-usa-europa-ma-sende-soldater-til-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.indianpunchline.com/ukraine-us-doubles-down-russia-is-cool/ https://www.voltairenet.org/article220735.html https://steigan.no/2024/03/sagaen-om-de-fire-klovnene/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/03/ukraina-frankrike-er-allerede-tapt-i-odessa/?utm_source=substack&utm_medium=email https://informationclearinghouse.blog/2024/03/16/european-powers-stab-each-other-in-the-back-over-ukraine-proxy-war-defeat/13/ https://steigan.no/2024/03/ola-tunander-om-den-totalitaere-mediemaskinen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/ukraine-is-facing-the-scenario-of?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=142636067&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://janataweekly.org/the-military-situation-in-the-ukraine/ https://ninacappelen.substack.com/p/hvem-profitterer-pa-bistanden-til https://informationclearinghouse.blog/2024/03/23/its-war-the-real-meat-grinder-starts-now/15/ https://steigan.no/2024/03/fransk-general-sier-haeren-forbereder-seg-pa-de-hardeste-slag/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/foreign-mercenaries-fighting-kiev-regime-forces-should-leave-immediately/5852795 https://www.globalresearch.ca/biggest-us-allied-lies-about-war-ukraine/5852670 https://www.newdawnmagazine.com/articles/why-did-russia-really-invade-ukraine https://korybko.substack.com/p/putins-talk-of-setting-up-a-sanitarysecurity?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=142715159&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.voltairenet.org/article220630.html https://steigan.no/2024/04/linjene-fra-hitlers-sikkerhetssjef-til-nazinettverkene-i-dagens-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.unz.com/estriker/the-collapse-of-the-american-empire-part-i-demographics/ https://steigan.no/2024/04/biden-ber-xi-jinping-om-stabilisering-av-forholdet-mellom-kina-og-usa/?utm_source=substack&utm_medium=email https://citizensparty.org.au/betrayed https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/ukraine-war-end-western-hegemony-boris-johnson?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=143973970&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://jackrasmus.com/2024/04/23/ukraine-war-funding-failed-russian-sanctions-print/ https://korybko.substack.com/p/whats-really-behind-polands-interest?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=144023179&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/is-the-gaza-israel-fighting-a-false-flag-they-let-it-happen-their-objective-is-to-wipe-gaza-off-the-map/5835310 https://www.globalpolitics.se/kommer-sionismen-att-forstora-sig-sjalv/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband