Bændur og búalið á vonarvöl. Skrifræðismorðið

Fyrir rúmum tveim áratugum síðan sótti ég Kúbu heim með fjölskyldu minni. Ferðin var í senn ánægjuleg og fróðleg. Þar bar margt nýstárlegt fyrir augu og ferðafélagarnir veittu innblástur. Ég minnist rútuferðar til Havana um sveitir hinnar frjósömu eyju, þar sem Spánverjar drottnuðu og þar sem Bandaríkjamenn tóku fyrstu heimveldisskrefin. Við hlið mér sat skrafhreifinn bóndi úr Skagafirði. Skyndilega þagnaði hann. Eftir drykklanga stund, þegar við höfðum ekið milli óræktaðra akra um stund, drundi í karli; „Hér mætti rækta mikið af kartöflum.“

Svipuð hugsun hafði leitað á hugann, þegar ég festi ráð mitt í Danmörku fyrir mannsaldri eða svo, skömmu eftir að Evrópusambandið hafði verið stofnað. Dönskum bændum var þá greitt fyrir að láta hjá líða að yrkja jörðina. Það þótti mér kyndugt í heimi fátæktar, misskiptingar auðs og hungursneyðar. Hungursneyðin í Biafra var mér enn þá í fersku minni.

Síðar rann upp fyrir mér, að þessi landbúnaðarstefna væri svo sannarlega ekki eingöngu til þess ætluð að útvega þjóðum sambandsins ódýran, góðan mat. Hún var nefnilega til þess fallin að koma jarðnæði á fárra hendur og auka fleirþjóðlegt vald yfir örlögum fólks, bæði í framleiðslulandinu og einnig í svokölluðum þriðja heimi. Það, sem féll af borðum Evrópubúa, mátti selja ódýrt til Afríku og drepa niður alla samkeppni þaðan. Það sama á við um þá manngæsku að senda þangað ódýran afgangsklæðnað, sem framleiddur er í þrælabúðum Asíu. Þannig er innlendur iðnaður drepinn niður.

Þessari stefnu hefur verið lyft á æðra stig á Vesturlöndum. Alheimssinnar, sem áður góluðu um götin í ósonlaginu, sem nú eru gleymd, undu sínu kvæði í kross og hófu upp feiknlegan áróður fyrir gróðurhúsalofttegundum, hitun jarðar vegna m.a. koltvísýrings. Fólki hlyti að vera ljóst, að kýrnar prumpuðu of mikið. Samkvæmt gapuxunum munum við stikna í Helvíti bráðum.

Það er sem sé ekki bara of mikið af fólki í veröldinni heldur líka kúm. Hvoru tveggju verður að slátra. Sultur og hungursneyð vofir yfir okkur eins og Knut Hamsun í Ósló forðum daga.

Samtímis kaupa auðjöfrar upp jarðnæði um allar álfur með góðu eða illu. Í Úkraínu eru sex flugur slegnar í sama högginu; fólki (körlum) fækkað, frjósamt jarðnæði keypt upp af alþjóðalandbúnaðarauðvaldinu, uppgrip í vopnasölu, flóttamannastraumur, skerðing á ódýrri orku og áburði og Rússum ógnað.

Draumur alheimssinna er að búta Rússland niður eins og Júgóslavíu og stela auðævum þess eins og annars staðar á jarðarkringlunni. Þetta styður íslenska ríkisstjórnin heils hugar.

Alheimslandbúnaðarauðvaldið hefur þegar læst klónum í afrískan landbúnað eins og landbúnað í Ameríku allri.

En það er von. Bændur víðs vegar – og meira að segja í landi stríðsvíkinganna, Noregi - hafa risið upp gegn Evrópuskrifræðinu og hella mykju á stræti og torg. Þeir ættu líka að reka kusurnar til Brussel og leyfa þeim að prumpa þar eitlítið. Skriffinnarnir gætu vafalaust sett veirugrímur fyrir vit sér.

Það er vissulega ekki bara landbúnaðurinn, sem er á heljarþröm. Iðnaðurinn rambar og útgjöldin vegna stríðs Nató við Rússa tærir pyngjuna – líka þá íslensku.

Og þegar stjórnmálamenn Evrópu hafa enn á ný safnast saman í Brussel til að leggja á ráðin um frekari ógæfu í stríðinu gegn eigin þegnum og Rússum, verður mér hugsað til Neró keisara, sem lék á hörpu, meðan Róm brann, og til ömmu, sem sat upp á þaki og spilaði og söng, meðan kotið stóð í ljósum logum.

https://www.globalpolitics.se/landsomfattande-bondeuppror-i-indien-fortsatter/ https://www.realnewsandhistory.com/anyt-02-21-24/ https://gilbertdoctorow.com/2024/02/22/german-parliament-to-vote-on-delivery-of-long-range-air-borne-missiles-to-kiev/ https://www.faz.net/aktuell/bundestag-debattiert-ueber-ukrainekrieg-und-deutsche-waffenlieferungen-19537018.html https://www.zeit.de/wirtschaft/2023-02/institut-fuer-wirtschaftsforschung-kosten-energie-krieg-ukraine-folgen https://www.oaklandinstitute.org/new-report-take-over-ukrainian-agricultural-land https://www.globalpolitics.se/faller-eus-gemensamma-jordbrukspolitik-samman/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband