Fullnæingarmisréttið! Lýsir fullnægingargapið fyrirlitningu feðraveldisins á konum?

Meiri og betri fullnæging í kynlífi hefur löngum verið baráttumál kvenfrelsunarhreyfinganna – sem á sokkabandsárum, þegar styrkir frá Rockefeller og Ford streymdu í kassann – voru nær eingöngu konur eða kvenkarlar í skápum. Þær gjörðust leiðar á því að gera sér upp fullnægingu til að gleðja kúgandi karla sína.

Í kvikmyndinni, „Þegar Harry hitti Sally“ (When Harry Met Sally), gerði Megan Ryan sér upp einhverja eftirminnilegustu fullnægingu kvikmyndasögunnar. Kvikmyndin kom á markað árið 1989. Hún er sum sé orðin býsna roskin, en gildi hennar hefur þó ekki rýrnað. Því enn hefur fullnægingarjafnrétti ekki verið náð.

Lisa Bosos skrifar t.d. í Wahington Post, að Harry sé dæmigerður karltuddi, sem gefi dauðan og djöfulinn í kynnautnir kvenna. Almennt séð megi líta svo á, að í samböndum gagnkynhneigðra, sé fullnæging kvenna ekki ofarlega á dagskránni. Það er vitaskuld karlmönnum að kenna. Vísindin hafa skoðað þetta kúgunartilbrigði í kristalskúlu sinni.

Fyrir þrem árum síðan færðu þrír valinkunnir kvenfrelsunarvísindamenn sönnur á það, að enn sé líf í feðraveldinu, að þessu leyti. Þær gerðu nefnilega giska merkilega yfirlitsrannsókn á fullnægingu kvenna í kynlífi.

Vísindamennirnir segja m.a: „Rannsóknir hafa þrálátlega leitt í ljós fullnæingarklyft, sem lýsir sér í því, að karlar fá oftar fullnægingu en konur í gagnkynhneigðu samlagi. … Yfirlit okkar yfir tiltölulega nýlegar rannsóknir bendir til, að kynbundna fullnægingargjáin sé enn óbrúuð.“ … Enn fremur „bendir yfirlitið til, að dálæti menningarinnar á samræði fremur en snípmiðuðu kynlífi, tengist hinu kynbundna fullnægingargapi.

Það mætti ætla, að kynlíf kvenna með konum byði upp á lausnina. Þær slægju tvær flugur í einu höggi, þ.e firrtu sig karlokinu og iðkuðu snípkynlíf. En það kynni engu að síður að vera tálsýn, því rannsóknir benda til, að kynlífsdoði færist hraðar yfir sambönd lesbía en gagnkynhneigðra. Þá eru góð ráð dýr.

Vangeta er því greinilega ekki bundin við sjálfselska og kúgandi karlkyndólga, sem ekki hafa nennu til að fullnægja ástmeyjum sínum. En svo er málið alvarlegt, að það hefur löngum verið gild skilnaðarorsök, dugi karl illa í bólinu. Íslenskar kvinnur beittu þessum rétti sínum, þegar á landnámsöld. Og vissuleg er hún gild í dag eins og ýmis konar aðrar hrellingar og hremmingar af hendi ástmanns.

Í „jafnréttissamfélagi“ samtímans þarf ekki geturýran karl, svo skilnaður sé veittur konu. Ákúrur eða ásakanir um ofbeldi af hendi karla dugar þeim vel til framdráttar – jafnvel efnahagslega. Meira að segja bankar stunda nú löggæslu og refsingar í anda kynjajafnréttis. Og á því sviði eins og hinum eiga konur skilið meira jafnrétti. Séu karlarnir ódælir, að sögn konu, eða hafi þeir rangar hugmyndir, má svipta þá bankareikningum og meina þeim um fyrirgreiðslu.

Konur geta – eins og allir vita – leitað til kvennaathvarfa um valdeflingu, sé að þeim sorfið með kúgun og öðru ofbeldi. Það er vissulega ekki nóg að gert. Því hafa verið stofnuð efnahagsleg athvörf (Centre for Women‘s Economic Safety). Hin ástralska Catherine Fitzpatrick er frumkvöðull á þessu sviði. Það vakir fyrir henni, að veita konum innblástur til að koma í veg fyrir efnahagslega misnotkun þeirra og beina spjótum að kynhlutdrægni gagnvært konum. Það á meira að segja gerast i anda sjálfbærni. (Eins og klippt út úr sjálfbærnimarkmiðalista SÞ og Alheimsefnahagsráðsins.)

Í sambandi við fullnægingargjánna má nefna, að samkvæmt rannsóknum sálfræðingsins, Roy F. Baumeister, og félaga, sýna karlar almennt meiri áhuga á kynlífi og þörf fyrir það, samtímis því, að kynlífssvelti verður hlutskipti stöðugt fleiri gagnkynhneigðra karla, kvenfælnanna (incel), sem svo eru kallaðir, því þeir telja sig ekki höfða til kvenna.

Það fylgir ekki sögunni, hversu margir þeirra eru umskornir, en talið er, að umskurður dragi úr kynnautn karla. Það má til fróðleiks geta þess, að í rannsókn James L. Nuzzo, kom í ljós, að oftast var notað hugtakið „umskurður“ (circumcision), þegar drengir áttu í hlut, en „limlestingu“ (mutilation), þegar fjallað var um stúlkur í sambandi við kynfærameiðingar. Umskurður drengja er mikilvægur heilbrigðis- og lyfjaiðnaður í Bandaríkjunum og víðar. Forhúð þeirra er eftirsótt.

Moira Donegan sagði, fyrir nokkrum árum síðan, við hinar ólánsömu kvenfælur: „Í raun réttri er það svo, að við skuldum ykkur ekki kynlíf, og það mun aldrei koma til þess.“ (En karlar í krapinu gleyma ekki dúkkunum – eða hvað?) Moira telur kvenmannsleysið meira að segja hafa stuðlað að morðæði nokkurra kvenfælna.

https://xyonline.net/sites/xyonline.net/files/2020-04/Mahar%2C%20Orgasm%20Equality%20-%20Scientific%20Findings%20and%20Societal%20Implications%202020.pdf?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/13642987.2023.2199202 https://micheleomara.com/sexual-frequency-changes-lesbians/?utm_source=substack&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/male-circumcision-the-case-for-gender?utm_source=post-email-title&publication_id=1350013&post_id=134517314&isFreemail=true&utm_medium=email https://journals.sagepub.com/doi/10.1207/S15327957PSPR0503_5?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.washingtonpost.com/lifestyle/2019/07/12/ill-have-what-shes-having-how-that-scene-when-harry-met-sally-changed-way-we-talk-about-sex/?utm_source=substack&utm_medium=email https://fiamengofile.substack.com/p/when-feminists-met-sally?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.cosmopolitan.com/politics/a20138446/redistribution-sex-incels/ https://fiamengofile.substack.com/p/if-expressions-of-hatred-are-criminal https://menaregood.substack.com/p/feeling-good-in-a-red-pill-world-fa0?utm_source=substack&utm_medium=email https://bettinaarndt.substack.com/p/weaponising-banks-against-men?utm_source=substack&utm_medium=email https://theconversation.com/profiles/catherine-fitzpatrick-1450440 https://www.youtube.com/watch?v=6pQgbEEFPq0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband