Greindin sem glutraðist niður. Vísinda- og menningarkreppan. VII: Greind og hnignun menntunar

Hvað veldur því, að greindin gufar upp? Hvað er um að vera? Orsakirnar eru vafalaust margar. Helmuth Nyborg eins og margir fleiri benda á hnignun æðri menntastofnanna á Vesturlöndum. Hann segir:

Frá árinu 1968 hefur atferlisrannsóknum hnignað við marga háskóla. Þeir eru orðnir að hugmyndafræðilegum vettvangi, þar sem vinstrisinnaðir starfsbræður lifa og hrærast í uppeldislegri bjartsýni sinni á jafnréttishugsjónir með tilliti til kynja og kynþáttar. Því þykir þeim að sér vegið, þegar stundaðar eru rannsóknir, sem beinast að þýðingu lífeðlis á frábrigði greindarinnar, jafnt milli einstaklinga og hópa. Þetta tekur út yfir allan þjófabálk, jafnvel svo, að lífvarða, vopnaða hríðskotabyssum, sé þörf til að vernda frelsi til rannsókna og tjáningar.

Helmuth tiltekur hugmyndafræði marxismans, kvenfrelsunar og andkynþáttahyggju, menningarróttækni, jafnréttishugmyndafræði, ásamt hugmyndum um „Hvítu skömmina,“ og „Nýlenduskömmina.“ Kjarni hennar er þessi gagnvart vísindum:

Vísindi má lesa eins og hvern annan texta, lesa með siðferðileg gleraugu á nefinu og endurtúlka i ljósi þeirra.

Vísindi eru tæki stjórnmálanna til að kynna þá hugmynd; 1) að maðurinn sé skapaður af samfélaginu; 2) að frábrigði í fari fólks, kyn og kynþáttur, séu óréttlátar hugsmíðar, sem þurfi að leiðrétta; 3) að lífeðli sé atkvæðalaus (neutral) jarðvegur frábrigða hópa og einstaklinga.

Vísindi eru kúgandi. 1) Þeir, sem öðruvísi hugsa, eru óheiðarlegir, þá verður að draga í dilk, smána og gera að djöflum. 2) Koma þarf í veg fyrir, að rannsóknarniðurstöður þeirra nái til eyrna þeirra, sem með völd stjórnmálanna fara.

Vísindi eru bylting. Fagleg þekking á sálfræði hæfileikanna, sálfræði frábrigðanna (mismunar) og erfðafræði atferlisins verður að víkja fyrir stjórnmálalegum rétttrúnaðarviðhofum og -fræðum. Þetta á sér stað í nafni framfara.

Helmuth segir enn fremur: Breytingar á viðhorfum og afstöðu gagnvart vísindum og mannlegu eðli, endurspegla kerfisbundin, fræðileg svik, sem eru öndverð fræðimennskunni. Svikin eru almenn í þeim skilningi, að nokkrir málsmetandi vinstrisinnar og stofnanir, auðsýna ólöglega sviksemi. Í samvinnu við hinn þögla meirihluta hefur þeim tekist að spilla atferlisvísindunum, og afvegaleiða stefnumörkun á Vesturlöndum á sviði mennta, atvinnu og innflutnings á fólki.

Fjölmargir mætir vísindamenn taka í sama streng. Raunar má segja, að ríki vísindakreppa í hinum vestræna heimi.

Þegar árið 2005 skrifaði grísk-bandaríski lækningatölfræðingurinn, John P.A. Ionanidis (f. 1965), grein í vísindatímarit um aðferð og endurgerð rannsókna. Titillinn var ógnvænlegur: „Hvers vegna flestar birtar rannsóknaniðurstöður eru rangar“ (Why Most Published Research Findings Are False). Það er óhætt að segja, að rannsóknarniðurstöður hans hafi valdið titringi í vísindasamfélaginu – og varla hefur um hægst.

John komst að þeirri niðurstöðu, að það væri býsna algegnt, að athuganir væri ekki unnt að endurtaka eða endurgera, svo sannreyna mætti fyrri niðurstöður. Niðurstöður hans hafa síðar verið staðfestar að töluverðu leyti í öllum greinum, ekki síst í lækningafræðum og félagsvísindum. Þetta er kallað endurgerðarkreppan (replication crises eða reproduction crises). Því er einboðið, að niðurstöður verði að skoða í gagnrýnu, aðferðafræðilegu ljósi.

Fátt er mikilvægara í lífi og starfi en hæfileikinn til að gera grein fyrir, að beita rökum og rökföstum hugtökum, að læra, beita skynsemi og dómgreind, sýna glöggskyggni og rökhyggju. Þetta eru sjálfar undirstöður hugþroska fullorðins manns.

Kanadíski sálfræðingurinn, Steven Pinker, sagði um hana: ”Fegurð rökhyggjunnar felst í því, að henni má beita til að brjóta rökleysurnar til mergjar.”( „Upplýsingu nú þegar. Málsvörn skynsemi, vísinda, mannúðarhyggju og framfara“ (Enlightenment Now. The Case for Reason, Science, Humanism, and Progress.) Hann heldur áfram:

„Virðing fyrir vísindalegri hugsun er ekki fólgin í þeirri óbilandi trú, að allar vísindalegar tilgátur á líðandi stundu séu sannar. Flestar hinna nýju eru það ekki. Hringrás tilgátna og afsönnunar er sjálf lífæð vísindanna. Sett er fram tilgáta og síðan reynir á, hvort hún stenst tilraunir til að hafna henni. …

Hin vísindalega aðferð er haldbest í baráttunni við hindurvitni, fáfræði og dómgreindarbrest. En sjálfsrýni og meðrýni annarra er nauðsynleg á vísindalegum vettvangi sem og annars staðar. Það er auðvelt að gera sig að fífli. Norður-ameríski eðlisfræðingurinn, Richard Phillips Feynman (1918-1988), sagði skorinort um fyrstu reglu vísindanna: „[Þ]ú ættir ekki að blekkja sjálfan þig – og þig er auðveldast að blekkja.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband