Greindin sem glutraðist niður. Vísinda- og menningarkreppan. VI: Greind, vöxtur og viðgangur

Eins og vænta mátti, helst árangur í skóla, sbr. kannanir með PISA (Programme for International Student Assessment), TIMSS (Trends in International Mathematics and Science Study), PIRLS (Progress in International Reading Literacy Study) og SAT (Scholastic Apitude Test – innökupróf í háskóla), nokkurn veginn í hendur við frammistöðu á greindarprófum.

Svo virðist sem frammistaða á greindarprófum sýni tölfræðilega fylgni við aðra þætti í samfélaginu eins og t.d. þjóðarframleiðslu (Gross Domestic Product) og lýðræðisþátttöku jafnvel. Færð hafa verið rök að því, að greindarvísitala undir 90 kynni að torvelda lýðræðislegt þjóðskipulag.

Fylgni má einnig sjá milli greindarvísitölu og greiningarhæfni, sértækrar (abstract) hugsunar, skapandi hugsunar, menntunar, upphefðar, snilli, djúphyggni í ástundun fjölda áhugamála, málsnilldar, rökvísi, minnis, verkkunnáttu, félagsþroska og árangurs í starfi.

Þar að auki virðist hærri greindarvísitala haldast í hendur við hugfærni (cognitive abilities), fórnfýsi, þroskaða og rökrétta siðvendni, félagshæfni, fjárhagslega stöðu, traust, heiðarleika og ráðvendni. Einnig hafa verið færð rök að því, að greindarvísitala undir 90 kynni að torvelda lýðræðislegt þjóðskipulag.

Þýski sálfræðingurinn, Heiner Rinderman (1966), og enski sálfræðingurinn, James Thompson, gerðu merkilega útreikninga á ýmsum upplýsingum frá 90 þjóðum, víðs vegar um jarðarkringluna, t.d. mældri greind, fjölda vísindamanna, fjölda einkaleyfa, fjölda Nóbelsverðlaunahafa, svo og stjórnmálalega þætti eins og skilvirkni í stjórnsýslu, lýðræði, réttarfar, frjálslyndi, samfélagslega þætti eins og morðtíðni, alnæmi og fl.. Niðurstaðan var á þá leið, að driffjaðrir þróunarinnar væri að finna meðal tiltölulega fámenns hóps (um 5%) með háa greindarvísitölu. Gáfnafar stjórnmálamanna virtist ekki skipta sköpum í þessum útreikningum.

Heiner og James komust að því, að bein samsvörun væri milli aukningar greindarvísitölu og þjóðarframleiðslu. Rannsókn þeirra gaf einnig tilefni til að álykta, „að það sé hæfileikinn til úrlausnar vandamála, sem vænlegastur sé til árangurs – ekki ofbeldi heldur hugsun.“ Árið 2018 gaf Heiner út bókina, „Hugvitsauðvald: Mannauður og hagsæld þjóða“ (Cognitive Capitalism: Human Capital and the Wellbeing of Nations) um rannsóknir sínar. Á grundvelli þeirra setur hann fram svokallaða „snillibrots“ kenningu (smart fraction theory), sbr. ofangreint.

Í fyrri rannsóknum skoðaði Heiner fylgni þeirra alþjóðlegu þekkingarprófa, sem fyrr er getið, þ.e. TIMSS, PIRLS, og PISA. Niðurstaðan sýnir mikla fylgni milli meðaltalsgreindar þjóða og árangurs á þessum prófum. Hann staðfesti því í grófum dráttum niðurstöðu Richard Lynn og finnska stjórnmálafræðingsins, Tatu Vanhanen (1929-2015), sem þeir greina frá í bók sinni, „Greindarvísitölu og þjóðarauði“ (IQ and the Wealth of Nations).

Það má til fróðleiks geta þess, að Tatu fékk heldur bágt fyrir hjá yfirvöldum í heimalandi sínu, þegar hann lét hafa eftir sér, að lág greindarvísitala gæti skýrt fátækt í Afríku, að einhverju leyti. Finnska leynilögreglan rannsakaði málið, en komst svo að þeirri niðurstöðu, að Tatu hefði ekki viðhaft hatursorðræðu um þjóðernishóp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband