Greindin sem glutraðist niður Vísinda- og menningarkreppan. V: Greind og Flynn lögmálið

Vitanlega vísa kvenfrelsarar þróunarsálfræði, erfðasálfræði og hugfræði (cognitive science/cognitive psychology) á bug. Greind er eins og kyn hugsmíð vondra, hvítra karla, sem ekki kunna vísindi, samkvæmt þeim.

Bandarísk-nýsjálenski heimspekingurinn, James Robert Flynn (1934-2020) er þó ekki öldungis sammála kvenfrelsurunum. Á allra síðustu áratugum gerði hann rannsóknir á þróun greindarinnar á Vesturlöndum og víðar. Við hann er kennt svokallað Flynn lögmál (Flynn effect).

Lögmálið segir í stuttu máli það, að fram eftir tuttugustu öldinni jókst greind manna verulega, greindarvísitalan hækkaði, svo um munaði, m.a. samkvæmt mælingum með ofangreindum prófum. Fyrrnefndur Helmuth, sem áður hefur verið minnst á, telur þó, að það taki einungis til almennrar greindar.

Hverju sem því líður, eru blikur á lofti. Aukningin minnkaði, t.d. í Danmörku og Noregi, frá um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Á tíunda áratugnum og síðar virðist enginn vöxtur hafa verið. Í Noregi eru meira að segja teikn um, að greindarvöxturinn gangi til baka. Sömu þróun hefur verið veitt athygli víða annars staðar, þó ekki í „þriðja heiminum.“

Sálfræðingar og aðrir brjóta að vonum heilann um tildrög þessa og eðli; næring, skólakerfi, kennsluhættir, erfðir, breyting á þýði (þeim, sem rannsókn nær til), t.d. við fólksflutninga frá einni menningu til annarrar, og svo framvegis?

Áðurnefndur Olav Storsve og félagar hans komast að þeirri niðurstöðu, „að greindarvöxturinn, vaxtarstemma greindarinnar (utflatning), sem fylgdi í kjölfarið, og lækkun meðaltals greindarvísitölunnar, megi einvörðungu rekja til umhverfisþátta.

Í Noregi er talið líklegt, að tilurð velferðarríkisins, eftir aðra heimsstyrjöld, hafi haft afgerandi áhrif [með tilliti til greindaraukans]. „[Sú staðreynd], að lægstu þrep greindarvísitölunnar hurfu frá kynslóð til kynslóðar, bendir til, að betri menntun og heilbrigðisþjónusta, sem og aðrir [slíkir] þættir, hafi fyrst og fremst stuðlað að styrkingu þeirra, sem minna máttu sín.“

Finnski kerfisfræðingurinn og heiðursprófessorinn, Kyösti Tarvainen, tekur undir vangaveltur Olav og félaga, en beinir sjónum sértaklega að aðflutningi fólks til Vesturlanda frá ólíkum menningarsvæðum. (Það ber ekki á öðru, en að skrif hans hafi verið þurrkuð út af veraldarvefnum, meira eða minna. T.d. hefur „researchgate.net“ undanskilið greinar hans um greind og aðflutning fólks til Norðurlandanna.)

Kyösti bendir eins og fleiri á, að hömlulítill innflutningur fólks með framandi menningarbakgrunn skapi umtalsverðar áskoranir fyrir gestgjafana. Rannsókn hans leiðir í ljós mun á meðalgreind innfluttra Múhameðstrúarmann og innfæddra, sem nemur 20 greindarvísitölustigum. Í rannsókn Olav Storsve og félaga á greindarmælingum nýliða í hernum, reyndist munurinn 5 stig.

Kyösti segir: „Á grundvelli rannsóknarinnar er því spáð, haldist aðflutningur óbreyttur, að árið 2100 muni sjást rýrnun heildargreindar, sem í Svíþjóð næmi 8 stigum, 6 í Noregi, 4 í Finnlandi og 3 í Danmörku.“ Fyrrgreindum, Richard Lynn, reiknaðist til, að Bretar hefðu glutrað niður 6.9 stigum á 90 ára tímabili, frá 1920 til 2010.

Margumræddur, Helmuth, gerði útreikninga á áhrifum aðflutnings fólks úr framandi menningu á almenna greind. Hann spáði greindarbresti, sem næmi 6 stigum á árabilinu 1979-2072 í Danmörku. (Síðar var aðflutningur reyndar heftur. Það breytir spánni. Greinar Helmuth virðast einnig hafa tilhneigingu til að hverfa af veraldarvefnum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband