Forsætisráðherra Breta, Winston Leonard Spencer Churchhill (1874-1965), hafði reyndar aðra áætlun á prjónunum, Áætlunina óhugsandi (Operation Unthinkable). Þessum léttgeggjaða leiðtoga datt það snjallræði í hug að vopna fanga úr hópi stríðsmanna Nasista og senda þá, ásamt breskum hermönnum, til innrásar í borgir Austur-Evrópu. Beita átti kjarnorkusprengjum þeim, sem Bandaríkjamenn framleiddu í erg og gríð.
En Harry S. Truman bað stríðsbróður sinn að hinkra ögn, því fullbúnar sprengjur dygðu aðeins til að granda Hirosima og Nagasaki. Þeim var varpað á varnarlausa borgara, þrátt fyrir mótmæli ýmissa vísindamanna og álit sjálfs yfirhershöfðingjans og síðar forsetans, Dwight David (Ike) Eisenhower (1890-1969), sem taldi það hernaðarlega marklaust.
Sprengjuáætlun hergagnframleiðenda og Harry S. Truman var kölluð Sprengjuhvellurinn (Operation Drop Shot). Hugmyndin var að framleiða 300 til 400 kjarnorkusprengjur og 29.000 vopn með gríðarlegum sprengjukrafti, sem varpa skyldi á 200 skotmörk í eitt hundrað borgum Ráðstjórnarríkjanna. Þegar þessi vitfirringaráætlun náði ekki fram að ganga, bollalögðu Bandaríkjamenn árið 1956 vetnissprengjuárás á Ráðstjórnarríkin, Austur-Evrópu og Kína.
Bandaríkjamenn létu ekki þar við sitja. Á Ítalíu og í Tyrklandi staðsettu þeir kjarnorkuvopn, sem voru nógu langdræg til að geta hitt skotmörk innan Ráðstjórnarríkjanna. Svar stjórnmálamanna þeirra var staðsetning kjarnorkuvopna á Kúbu, undir forystu Fidel Castro (1926-2016). Honum höfðu Bandaríkjamenn fleygt í fangið á Ráðstjórnarríkjunum með viðskiptaþvingunum og innrásum, rétt eins og Rússum nú í fangið á Kínverjum.
Samtímis hélt leynihernaður Bandaríkjanna áfram í Austur-Evrópu undir stjórn Harry S. Truman. Hann iðkaði þá skringilegu stjórnmálaiðju að gera fjendur úr bandamönnum, en vini úr fjöndunum. Íslendingar kynnu að hafa lært þá utanríkisstjórnlist af honum. Þeir leggja eins og kunnugt er, fæð á þjóðir, sem hafa verið þeim vinveittar, beita þær viðskiptaþvingunum, og eggja til stríðs við þær, en lofsama fyrrum kvalara sína og bindast þeim tryggðaböndum. Þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur. Um taumana halda tvær herskáar mæður og kvenfrelsarar, Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir úr sitt hvorum jafnaðarmannaflokknum.
Leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem frá árinu 1947 hét Central Intelligence Agency (CIA), var óspart beitt í Austur-Evrópu til að grafa undan stjórnvöldum. Í Úkraínu gekk CIA inn í samstarf þýskra nasista við þá úkraínsku (Organization of Ukrainian Nationalists). Leynilykillinn (code name) var PBCRUET-AERODYNAMIC. Samstarfið hélt áfram óslitið, þar til Bandaríkjamenn steyptu lýðræðiskjörinni stjórn Úkraínu af stóli 2014. Markmið úkraínskra nasista var/er arfhreint úkraínsk ríki.
Það var reyndar Harry S. Truman, sem setti ófreskjuna, CIA, á stofn. Einhvern veginn fór þó svo, að hann missti tökin á eigin afkvæmi. Forsetinn lét þau orð falla, að hann hefði aldrei órað fyrir, að CIA yrði bandarísk Gestapo (Geheim Staatspolizei þýska leyniógnarlögreglan á tímum nasista).
Þegar mest á reið, þ.e. skömmu áður en í algleyming komust atburðir, sem oft eru kallaðir Kúbu kjarnorkukreppan (Cuban MIssile Crises) og áttu sér stað árið 1962, höfðu Bandaríkjamenn borið gæfu til að kjósa til forseta John Fitzgerald Kennedy (1917-1963), einn fárra forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur lotið ægivaldi hergagnaiðnaðarins, heimsauðvaldsins, og fremur hrifist af fríði, en djöfuls stríði. En trúlega galt hann fyrir með lífi sínu ári síðar, þegar hann var myrtur.
Á sama hátt má segja, að heimsins börn hafi verið svo heppin, að hinn litríki Nikita Sergeyevich Khrushchev (1894-1971), sem barði í ræðustól Sameinuðu þjóðanna með skæði sínu, hafði þá tekið við stjórnartaumunum í Ráðstjórnarríkjunum af ógnvaldinum, Jospeh Vissarionovich Stalin (1878-1953).
Fyrrnefndir tvímenningar bjuggu yfir nægilegu siðviti og skynsemi til að átta sig á hættunni á gereyðingarstyrjöld, þar sem allir drægju hið styttsta strá. Engu að síður mátti litlu muna, að illa færi. Vegna misskilnings hafði kjarnorkusprengju rétt um það bil verið skotið úr kafbáti undan ströndum Kúbu undir merkjum Ráðstjórnarríkjanna. Það hindraði hins vegar kafbátaforinginn, Vasily Aleksandrovich Arkhipov (1926-1998), á elleftu stundu. Honum eigum við það að þakka, að ekki braust út kjarnorkustríð árið 1962.
Víkjum þá aftur að Ted sögu Hill: Leyniþjónusta hersins (U.S. Armys Signal Intelligence Service), forveri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (National Security Service) kom upp um þá félaga, Klaus og Ted, þegar árið 1950. Klaus var handtekinn af Bretum, leyniþjónustu þeirra M15. Hann sat í fangelsi í níu ár. Herinn hélt verndarhendi yfir Ted til að koma í veg fyrir, að bróðir hans flæktist inn í njósnamálið. Hann gat herinn ekki misst.
Ted og Joan fluttu til Englands með dætur sínar þrjár til að forðast múgsefjunarbrjálæði og ofsóknir John Edgars Hoover (1895-1972), fyrsta forstjóra FBI, gegn öllum, sem hugsanlega gætu verið hliðhollir jafnaðarmennskuhugmyndum og -ríkjum.
Drápsæði bandarískra stjórnvalda er lítt hamið. Illvirki, sem áður voru dulsmál leyniþjónustu þeirra, hers og -lögreglu, eiga sér nú í meira mæli stað fyrir opnum tjöldum, en með öflugum upplýsinga-, fjölmiðla- og sálhernaði hjarðheilaþvotti. Öflugur stuðningur svokallaðra áhugamanna- eða velgjörðastofnanna auðvaldsins á Vesturlöndum (non governmental organization) skiptir stundum sköpum.
Fyrrum forseta Bandaríkjanna, Donald John Trump, ofbauð morðæði og lygastríð bandarískra stjórnvalda. Hann sagði 9. október 2019: Bandaríkin hafa varið átta biljónum [miljón miljónum] dala til afskipta og stríðsátaka í Miðausturlöndum. Hinir mikilhæfu hermenn okkar hafa þúsundum saman orðið fyrir fjörtjóni eða hlotið örkuml. Milljónir manna hafa látið lífið hinum megin víglínunnar. Síðan Bandaríkin komust á koppinn hafa þau einungis haldið friðinn í fimmtán ár.
Blaðamaðurinn, Nicolas J.S. Davies, hefur reynt að slá máli á drápin. Hann hefur komist að því, að á síðustu árum hafi 2.4 miljónir verið drepnar í Írak, 1.2 miljónir í Pakistan og Afganistan, fjórðungur úr miljón í Líbíu, um ein miljón í Sýrlandi, í Sómalíu um 650.000 og í stríði Sáda, með stuðningi BNA í Jemen, um 175.000.
Drápin eru iðulega réttlætt sem stríð gegn hryðjuverkum eða hreinlega til að tryggja frelsi og lýðræði. Það stef er sígilt og hefur verið notað frá fyrstu heimsstyrjöldinni. Bandaríkin hafa gert innrásir í 84 ríki fram á þennan dag og fjármagnað innrásir leiguliða í fjölda ríkja.
Bandarísk yfirvöld virðast staðráðin í að tryggja okkur lýðræði og frelsi. Um 95% utanríkisherstöðva í veröldinni eru bandarískar. Bandaríkin hafa stofnað um 800 herstöðvar í rúmlega 70 ríkjum. Í 90 ríkjum öðrum hafa þau hernaðarlega aðstöðu. Þar að auki fjármagna bandarísk yfirvöld um 50 herstöðvar víðs vegar um veröldina einkum þó í Mið- og Suður-Ameríku hjá vinveittum ríkjum. Þar að auki sigla þau um heimsins höf með kjarnorkuvopn (eins og Rússneska ríkjasambandið reyndar gerir líka). Höfundur bókarinnar, Herstöðvaþjóðin (Base Nation), David Vine, hitti með titlinum naglann á höfuðið.
Margir spyrja sig, hvort kjarnorkustríð sé í uppsiglingu í Úkraínu. Rússar þvertaka fyrir, að þeim munu beita kjarnorkuvopnum, að fyrra bragði. Úr herbúðum Bandaríkjanna koma tvöföld skilaboð þessa efnis. En það vekur athygli, að Bandaríkin sögðu upp samningi við Rússa um framleiðslu og takmörkum meðaldrægra kjarnaeldflauga (Intermediate-Range- Nuclear Forces Agreement) árið 2018. Donald Trump var víst illa við alþjóðasamninga. Sendiherra Bandaríkjanna, Jon Meade Huntsman, kallaði samninginn þann árangursríkasta í sögu þeirrar viðleitni að takmarka útbreiðslu kjarnavopna.
Dwight D. Eisenhower varaði á sínum tíma við uppgangi og valdi auðjöfranna í hergagnaiðnaðinum. John. F. Kennedy gerði það líka. Í frægri ræðu, skömmu áður en honum var banað, sagði hann m.a.:
Hugdjörf og óttalaus verðum við að starfa í þágu friðar, en ekki gereyðingar.
http://www.informationclearinghouse.info/57388.htm https://www.britannica.com/biography/Georgy-N-Flerov https://www.history.com/this-day-in-history/klaus-fuchs-arrested-for-passing-atomic-bomb-information-to-soviets https://www.britannica.com/technology/nuclear-weapon/The-Soviet-Union#ref521147 http://www.jinr.ru/posts/remembering-founding-fathers-georgy-flerov/ https://spartacus-educational.com/Theodore_Hall.htm https://www.codepink.org/what_the_pentagon_doesn_t_want_you_to_know_about_china https://www.youtube.com/watch?v=PAiRmhXvJHs https://covertactionmagazine.com/2022/12/27/biden-protects-cia-by-withholding-5000-critical-documents-on-jfk-assassination/?mc_cid=9fe7062f99&mc_eid=5cd1ec03b1 https://www.dailymail.co.uk/news/article-11572881/CIA-spate-explosions-Russia-veteran-claims-CIA-NATO-ally-sabotage.html https://www.britannica.com/technology/nuclear-weapon/The-Soviet-Union https://caitlinjohnstone.com/2021/06/22/so-much-of-what-the-cia-used-to-do-covertly-it-now-does-overtly/ https://medium.com/traveling-through-history/only-15-years-of-peace-in-the-history-of-the-united-states-of-america-c479193df79f https://www.mi5.gov.uk/klaus-fuchs https://www.youtube.com/watch?v=Kv0IB-TwFH8 https://nypost.com/2021/02/03/admiral-warns-of-possibility-of-nuclear-war-with-russia-china/ https://www.history.com/topics/world-war-ii/the-manhattan-project http://www.informationclearinghouse.info/57392.htm https://covertactionmagazine.com/2022/09/26/is-that-a-chilling-echo-of-dr-strangelove-we-are-hearing-from-bidens-nominee-to-oversee-americas-nuclear-weapons-arsenal/ https://www.armed-services.senate.gov/hearings/nomination_-cotton https://www.theatlantic.com/international/archive/2018/10/trump-withdraw-inf-treaty-why/573715/ https://covertactionmagazine.com/2022/12/15/you-should-thank-this-russian-naval-officer-that-you-and-your-loved-ones-are-alive-today/?mc_cid=299b3e3b6d&mc_eid=5cd1ec03b1 https://steigan.no/2019/10/trump-innrommer-at-usa-har-drept-millioner-i-kriger-basert-pa-logner/ https://www.thenation.com/article/world/ted-hall-espionage-fbi/ https://nsarchive2.gwu.edu/nukevault/ebb538-Cold-War-Nuclear-Target-List-Declassified-First-Ever/ https://www.youtube.com/watch?v=QWJsx526LYw https://www.imdb.com/title/tt21376858/ https://covertactionmagazine.com/2022/09/12/ukraine-the-cias-75-year-old-proxy/ http://ronridenour.com/ https://spartacus-educational.com/Theodore_Hall.htm https://covertactionmagazine.com/2022/12/03/is-history-repeating-itself-and-who-will-be-todays-ted-hall-an-interview-with-the-director-of-a-compassionate-spy/?mc_cid=68c12cf8ef&mc_eid=5cd1ec03b1 https://consortiumnews.com/2018/03/22/how-many-millions-of-people-have-been-killed-in-americas-post-9-11-wars-part-one-iraq/ https://consortiumnews.com/2018/04/03/how-many-people-has-the-u-s-killed-in-its-post-9-11-wars-part-2-afghanistan-and-pakistan/ https://consortiumnews.com/2018/04/03/how-many-people-has-the-u-s-killed-in-its-post-9-11-wars-part-2-afghanistan-and-pakistan/ https://covertactionmagazine.com/2022/12/02/can-an-american-scientist-who-smuggled-critical-nuclear-secrets-to-the-russians-after-world-war-ii-be-considered-a-good-guy-new-film-says-yes/?mc_cid=9cd4a0b213&mc_eid=5cd1ec03b1
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021