Vísir birti grein þann áttunda desember með þessum titli. Höfundur er Auður Ösp Guðmundsdóttir. Hún fjallar um BA ritgerð, unna af nemenda í uppeldis- og menntafræðum við Háskóla Íslands.
Almennt er ekki gert ráð fyrir vísinda- eða fræðaafrekum í BA ritgerð. Engu að síður gefur þessi og fleiri á sama fræðastigi, smjörþefinn af vísindamennsku hinnar ábyrgu menntastofnunar. Greinarhöfundi hefur greinilega metið það svo, að ritgerðin hafi sérstakt fréttagildi. Það endurspeglast væntanlega í titlinum.
Þegar gluggað er í ritgerðina sjálfa kemur margt fróðlegt í ljós. Hér er stiklað á stóru, en ég hvet lesendur með áhuga á kvenfrelsunarvísindum til að skoða hana nánar:
Á vinnumarkaði mæta konur oft ótal hindrunum og þegar konur verða mæður þá virðast þær aukast til muna.
Það er gjarnan litið á mæður sem aðal umönnunaraðila barna sinna. Það er lögð áhersla á að þær verji tíma með börnum sínum og sinni þeim eftir bestu getu.
Eigindleg aðferðafræði var notuð í rannsókninni. Tekin voru fjögur viðtöl við mæður á aldrinum 37 til 39 ára sem áttu það sameiginlegt að vera á framabraut og jafnframt í gagnkynja parasambandi. Gögnin voru greind með þemagreiningu Braun og Clarke (2006; 2013).
Slík viðtöl henta vel þegar afla á upplýsinga frá viðmælanda um efnið sem verið er að rannsaka (Helga Jónsdóttir, 2013; Lichtman, 2013). Viðtölin fela í sér samtal milli viðmælanda og rannsakanda þar sem rannsakandi hefur ákveðið umræðuefnið fyrir fram en viðmælandinn mótar áherslurnar út frá eigin þekkingu og reynslu.
Til að nálgast viðmælendur notaði rannsakandi tvær úrtaksaðferðir, tilgangs- og sjálfboðaliðaúrtak. Með tilgangsúrtaki er leitað eftir viðmælendum sem deila sameiginlegri reynslu á því sem rannsakað er hverju sinni. Sjálfboðaliðaúrtak byggir á því að viðmælandi bjóði fram þátttöku sína.
Ég vil þakka Lóu Guðrúnu Gísladóttur, leiðbeinanda mínum, fyrir góðan stuðning og traust í ferlinu. Einnig vil ég þakka foreldrum mínum fyrir mikinn stuðning í gegnum námið og þá sérstaklega mömmu sem hefur gefið sér mikinn tíma í yfirlestur verkefna.
Ég hef lengi haft áhuga á að skoða jafnrétti kynjanna og því lá beinast við að lokaverkefni mitt til BA prófs í uppeldis- og menntunarfræði myndi tengjast kynjajafnrétti. Að mínu mati er móðurhlutverkið eitt magnaðasta en jafnframt áhugaverðasta hlutverk sem hægt er að taka að sér. Ég dáist að mæðrum og er heppin að eiga eina frábæra sjálf.
Kynferði er þáttur sem getur haft mótandi áhrif á líf einstaklinga (Þórdís Þórðardóttir og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2016).
Konur þurfa til að mynda enn að berjast fyrir ótal réttindum því oftar en ekki bitnar misréttið á þeim (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2012a).
Það er gjarnan litið svo á að það sé í eðli kvenna að verða mæður og hugsa um börn (Annadis Greta Rúdólfsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2020).
Það er von rannsakanda að niðurstöðurnar veiti góða innsýn í málefnið og veiti samfélaginu aukinn skilning á stöðu mæðra á framabraut. Það er einnig óskandi að niðurstöður rannsóknarinnar bendi á þær hindranir sem geta fylgt því að samræma þessi krefjandi hlutverk og að þær opni augu samfélagsins fyrir því sem má gera betur.
Vinna mæðra felst ekki einungis í því að elda mat og sækja í tómstundir heldur sinna þær einnig meginþorra tilfinningavinnu heimila (Curran o.fl., 2015). Tilfinningavinna er hugtak sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og það má skilgreina hana sem athafnir sem eiga að auka undir velfarnað annarra og það að veita tilfinningalegan stuðning.
Í rannsókn Ciciolla og Luthar (2019) kemur fram að þessi mikla og jafnframt ósýnilega vinna mæðra geti leitt til tilfinningalegra vandamála, þreytu og þunglyndis.
Þessi tilfinningarvinna hefur einnig verið þekkt undir nafninu hugræn byrði (e. mental load) eða þriðja vaktin. Undanfarið hefur aukin athygli verið vakin á þriðju vaktinni og hana má skilgreina sem ólaunaða og ósýnilega ábyrgð sem konur og mæður bera meginþungann af (Power, 2020).
Þegar konur komast í háttsettar stöður halda þær áfram að mæta hindrunum og áskorunum í starfi vegna kyns.
Allar mæðurnar voru samdóma því að starfsumhverfi þeirra væri karllægt og þar ríkti mikið feðraveldi.
Flestar höfðu þær lent í atvikum þar sem karlkyns samstarfsfélagi talaði niður til kvenna á einn eða annan hátt. Rannsóknin gaf mér góða innsýn inn í líf mæðra á framabraut.
Ég vona að mæðurnar verði sannspáar um að hlutirnir séu að breytast í rétta átt og að hið svokallaða feðraveldi sé á undanhaldi með nýjum kynslóðum.
Eftir lestur margra ritgerða af þessu tagi er erfitt að verjast þeirri hugsun, að um ákveðið sniðmót sé að ræða. Fræðilegar forsendur eru þær sömu, gamlar og nýjar kvenfrelsunartuggur um feðraveldið og kúgun kvenna.
Aðferðin er oft kölluð eigindleg. Þá spjallar rannsakandi, kvennemandi, við fáeinar konur, sem áhuga hafa á efninu. Það kalla þær þemagreiningu. Venjulega þykir skilningur karla á þeirri kynsameiginlegu veröld, sem um er fjallað, ekki áhugaverður.
Kannanir miðast iðulega við hinn margrómaða reynsluheim kvenna, t.d. um skiptingu verkefna á heimili. (Ég rek ekki minni til þess, að spurt hafi verið um, hvort bóni bílinn.)Venjulega eru mæður heimildin um þroska, uppeldi og aðbúnað barna.
Niðurstaðan er líka stöðluð: Konur eru fórnarlömb karla. Rannsóknir sem þessar koma á færibandi.
Höfundar þeirra fá síðar störf hjá hinu opinbera, margir við uppeldi og kennslu einstaka við kvenfrelsunarjöklafræði, aðrar rata inn í kynofbeldisiðnaðinn eða kvenfrelsunarstjórnsýslu hins opinbera.
https://skemman.is/bitstream/1946/42512/1/Lokaverkefni%20-%20BDBxx.pdf https://www.visir.is/g/20222349858d?fbclid=IwAR0uOIFaPzBsVqfKIfaNdeuw66NBo6cCQLODESLP4NZVtyMHnXw3j3IeB6E
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021