Leyniþræðir og leyndarlíf auðkýfinganna. 3. kapítuli

Lara Logan er suður-afrískur rannsóknablaðamaður. Hún gerðist yfirlýsingaglöð, sagði á þá lund, að meginstraumsfjölmiðlar hefðu ævinlega verið „vinstri sinnaðir,“ en nú kastaði tólfunum, því yfirskin hlutlægni hefði verið kastað fyrir róða: „Við höfum gerst aðgerðasinnar í stjórnmálum, áróðursmenn, að sumra dómi.“ En það keyrði um þverbak, þegar hún hélt því fram, að alheimsstjórnarúrvalið „slokaði í sig barnablóði.“ Hvar eru öll týndu börnin, spurði hún, þrátt fyrir allt eftirlitið.

Það hverfur barn sporlaust á fjörutíu sekúndna fresti í Bandaríkjunum. Á sérhverju ári hverfa 800.000 börn. Fyrir fjörutíu árum var tilkynnt um 150.000 mannshvörf á ári. Nú eru þau 900.000. Það jafngildir u.þ.b. 2.300 Bandaríkjamönnum daglega. Rúmlega 99% horfinna barna koma í leitirnar á lífi. Í Brasilíu hverfa 40.000 börn; í Kanada 50.500; í Frakklandi 39.000; í Þýskalandi 100.000; í Mexikó 45.000 og í Bretlandi 230.000 börn, þ.e. fimmtu hverja mínútu hverfur barn.

Það eru fleiri en Laura, yfirleitt uppljóstrarar og fórnarlömb myrkraafla í afþreyingariðnaðinum, sem hafa svipaðar sögur að segja. Þeirra á meðal eru Mel Gibson, Justin Bieber, Cory Feldman, Corey Haim, Kanye West, Jim Caviezel og Elijah Wood.

Á grundvelli samtala við starfsmenn í mansalsiðnaðinum þykir Laura morgunljóst, að barnaverndaryfirvöld (Child Protection Services) séu þátttakendur í ósvinnunni, þ.e. barnasölu til ómenna eins og klámframleiðenda og drápsmyndaframleiðenda (snuff video). Með skírskotun til sömu heimilda, segir hún barnsölumenn kappkosta að flytja varning sinn til Bandaríkjanna. Þar væri markaðurinn bestur. Því væri vart véfengjanlegt, að þátttaka stjórnvalda væri víðtækari en sem næmi starfsemi barnaverndaryfirvalda.

Og ekki bætti úr skák, þegar hin málglaða Laura hélt því fram, að sjálfur „lyfja- og bólusetningaguð“ Bandaríkjanna (og jafnvel heimsins alls), Anthony Fauci, væri fjöldamorðingi, og að hún vildi heldur ekki taka þátt í „fréttakláminu“ um stríðið í Úkraínu.

Laura er ekki ein um að ásaka barnaverndaryfirvöld um glæpsamlegt athæfi í garð barna. Það gerði einnig Nancy Shaefer, íhaldssamur aðgerðasinni i Georgíuríki, BNA. Hún fannst látin, ásamt eiginmanni sínum, í íbúð hjónanna. Lögreglan taldi, að hér væri um að ræða morð af hendi eiginmannsins, Bruce, sem síðan svipti sig lífi.

Það hafa fleiri fallið frá, sem rýna í kynsvall og kynódæði úrvalsfólksins. Kvikmyndastjórinn góðkunni, Stanley Kubrick, féll skyndilega frá. Löggæslan sagði sjálfsvígi um að kenna. Nicole Kidman staðhæfir, að um morð hafi verið að ræða: „Stanley sagði mér, að veröldinni væri stjórnað af barnaníðingum,“ sagði hún. „Þeir þekkja allir til myrkra leyndarmála hvers annars … Taugin milli þeirra heldur ævina alla.“

Náin vinkona ástralska leikarans, Heath Ledger, heldur því fram, að hann hafi hlotið sömu örlög og Stanley. Hinn látni sætti sig illa við kynlífsóþverraskapinn í Hollývúdd. Sagt var, að Coolio/Artis Leon Ivey yngri, hafi ætlað sér að ljóstra um um barnaníðingasamtök, skömmu fyrir óvænt andlát sitt.

Nokkrir hafa lýst viðbjóðnum sem eins konar vígsluathöfn, þar sem börnin eru beitt kynferðislegum misþyrmingum - og eru drepin í lokin. Að ódæðinu loknu skála þátttakendur í barnablóði.

Leikstjórinn, James Gunn, tísti: „Mér finnst það notalegt, þegar smávaxnir drengir þukla mig á forboðinn hátt (silly places). Þetta var aðeins mitt fyrsta þukl (manicure). Ég er aðeins hársbreidd frá því að stinga reði í munn mér.“

Justin segir: ”Ætlir þú að verða félagi í klúbbnum, er ætlast til að framið sé níðingsverk á veslings barninu. En svo rann upp fyrir mér, að það dygði ekki til, barnið skyldi myrða.”

Cory Feldman segir: „Barngirnd er, var, og mun ævinlega vera, stærsti vandinn í Hollývúdd.“

Elijah Wood segir: „Það eru margar nöðrur í þessum iðnaði, fólk, sem hefur eingöngu áhuga á því að tryggja eigin hagsmuni. Það er myrkur undir niðri.“

Brad Pitt sagði um tilgang Hollývúdd: „[Starfsemin] snýst um peninga, þó miklu fremur völd og eftirlit. Þeir, sem stjórna Hollývúdd, stjórna einnig Bandaríkjunum og veröldinni, að miklu leyti. Þá varðar ekkert um kvikmyndir.“

Mel segir um upptökusalina í Hollývúdd, að þar „fljóti (drench) blóð saklausra barna.“ … „Hollývúdd er barnaníðingastofnun. Þar eru börn notuð og misnotuð.“ …

„Ógnarlegur fjöldi barna streymir (churn through) í gegn á ári hverju. Átrúnaður hlutaðeigandi, ef svo má að orði komast, eggjar þá til að soga í sig (harvest) orkuna úr börnunum. Þeir gera sér glaðan dag og þrífast. … Þeir tappa blóði af börnunum. Þeir leggja sér til munns hold þeirra. Þeir trúa því, að þannig fái þeir lífsorku. Þeir hafa þá trú, að þjáningar barns á líkama og sál fyrir andlát sitt, færi þeim sérstakan örvunarskammt.“

Úrvalsfólkið í Hollývúdd „þrífst á sársauka, sálarsköddun, streitu, misnotkun og þjáningum.“

„Blóð hvítvoðungs, sem misþyrmt hefur verið kynferðislega, er álitið sérstakt „gæðablóð“ (enriched). Það er hátt verðlagt. … Ungabörn eru eftirsóknarverður gjaldmiðill í sjálfu sér.“

Kynsvall, þar sem börn á öllum aldri, ánauðugir kynlífsþrælar, eru þvinguð til þátttöku, virðist víða haldin. Þekkt er svallið á vegum banka nokkurs í Omaha, Nebraska, „Franklin Community Federal Credit Union.“ Lögmaðurinn, John W. DeCamp (1941-2017), fletti ofan af þessu athæfi, sem gengur undir nafninu „Franklin hneykslið“ (Franklin Scandal). Hann hefur skrifað um það bókina, „Yfirklórið í Franklin: Misnotkun barna, djöfladýrkun og morð í Nebraska“ (The Franklin Cover-up: Child Abuse, Satanism, and Murder in Nebraska).

Bankastjórinn, Larry King, sem var höfuðpaurinn í þessari óþverrastarfsemi, hafði samband víða um Bandaríkin, og útvegaði níðingum börn til að gamna sér með, flaug með þau ríkja á milli, ef því var að skipta. Hann sótti bæði börn af götunni og í drengjaskóla á staðnum. Gerð var árið 1993 bresk heimildarmynd, „Samsæri þagnarinnar“ (Conspiracy of Silence) um þessa starfsemi, en sýning hennar var stöðvuð. En hér má sjá hana: https://archive.org/details/conspiracy-of-silence-banned-discovery-channel-documentary-360p-30fps-h-264-128kbit-aac

Þegar í hámæli komst, að Larry bankastjóri hafði dregið að sér fé, komust lögregluyfirvöld ekki hjá því að kíkja betur á fjölda kæra, sem borist höfðu frá kynsvallsfórnarlömbum hans. Eitt þeirra var dæmt og fangelsað fyrir meiðyrði.

Þá var þingmanninum, Loran Schmitt, nóg boðið, og efndi til sérstakrar rannsóknar, ásamt Garry Caradori. Hann lést í dularfullu flugslysi. Loran var beittur þrýstingi og hætti við rannsóknina. John óttaðist um líf sitt og fjölskyldunnar og flutti burt, eftir að vinur hans, forstjóri Alríkislögreglunnar, hafði varað hann við.

Ally Carter er ung blökkukona, sem segir farir sínar ekki sléttar. Hún ólst upp í fátækri fjölskyldu með móður sinni og fjölskyldu. Móðir hennar var fjöllynd og tókst snemma upp á því, að selja dætur sínar. Barnaverndin var kölluð til, en þá hófst hin eiginlega martröð. Barnaverndin seldi hana kóngi og presti, m.a. öfuguggunum í Hollývúdd. Hún greinir frá misnotkun margra betri borgara, þar á með Michelle og Barrack Obama og Joseph Biden.

Það skyldi svo sem ekki undra, að staðreyndafyrirtækin fari hamförum við að afneita, þagga niður eða bera í bætifláka. Sum lögregluyfirvöld gera það líka og áratugalangar rannsóknir Alríkislögreglunnar (Federal Investigation Bureau – FBI) eiga ekki greiða leið í sviðsljósið, sveipaðir leyndarhulu. Þó var hulunni svipt af skýrslum, sem sumar eru um hálfrar aldar gamlar. Marie Koh hefur fjallað um skýrsluna. Hún segir m.a. á þessa leið:

Skýrslurnar afhjúpa djöfladýrkun, vígsluathafnir, þar sem börnum er misþyrmt kynferðislega, mannfórnir, mansal, barnaklám og hugstjórnunartilraunir á börnum. Enda þótt þessir glæpir séu hræðilegir í sjálfu sér eru þó aðrir ekki síður skelfilegir, nefnilega þeir, sem eiga sér stað í dómskerfinu, Leyniþjónustunni, Alríkislögreglunni, öðrum leyniþjónustum og tengslum þeirra við valdamenn ríkisstjórna; í Dómsmálaráðuneytinu; innflytjendastjórnsýslunni; Hergagnaframleiðendaveldinu (Military Industrial Complex); skólakerfinu; læknavísindunum; úrvalsstéttinni; hryðjuverkasamtökum; áætlunum jafnaðar- og byltingarmanna (socialist and communist agenda), bæði innan lands [Bandaríkjunum] og utan.

Athafnasamir glæpamenn hafa hreiðrað um sig í stjórnsýslunni. Hún er virk um þessar mundir og teygir arma sína um Bandaríkin öll og umhverfis hnöttinn.“

https://ia802907.us.archive.org/34/items/TheFranklinCover-upByFormerGreenBeretJohnDecamp/the_Frankklin_cover-up_-_ebook.pdf https://www.youtube.com/watch?v=DHIUQj0b0pY https://newspunch.com/coolio-was-about-to-take-down-hollywood-pedophile-ring-before-he-died/ https://www.youtube.com/watch?v=XQYGyUl_Dds http://www.tparents.org/Library/Unification/Talks2/Koh/Koh-200805.pdf https://www.factretriever.com/missing-people-facts https://www.youtube.com/watch?v=sKfZsUotMGU https://www.patreon.com/posts/justin-bieber-13698867 https://www.rollingstone.com/culture/culture-features/corey-feldman-expose-pedophilia-hollywood-darkest-secrets-825375/ https://newspunch.com/corey-feldman-hollywood-pedophiles-list/ https://www.theguardian.com/film/2016/may/23/elijah-wood-hollywoods-child-sex-abuse-comparable-to-jimmy-savile-case https://www.standard.co.uk/showbiz/elijah-wood-claims-hollywood-is-griped-by-a-powerful-pedophile-ring-a3254136.html https://www.eutimes.net/2018/10/hollywood-is-a-den-of-parasites-who-feast-on-blood-of-kids-mel-gibson/ https://www.unicef.org/media/89026/file/CSAE-Report.pdf https://www.youtube.com/watch?v=U5ZpTZmY_6c https://stopworldcontrol.com/abuse/# https://thesecondadam.com/mel-gibson-hollywood-is-den-of-parasites-who-feast-on-blood-of-kids/ https://www.cbsnews.com/news/ralph-shortey-republican-senator-child-prostitution-charges-plans-to-resign-oklahoma/ https://newspunch.com/washington-daycare-pimping-children-busted/ https://www.childwatch.uio.no https://newspunch.com/the-world-is-run-by-pedophiles-wikipedia-co-founder-blows-whistle-on-elite-high-society/ http://directoryofus.com/ash/index.php/breaking-lindsay-lohan-pedos-run-hollywood-and-they-murdered-heath-ledger/ https://www.australiannationalreview.com/lifestyle/mel-gibsons-shocking-revelation-on-hollywood/ https://archive.ph/WoK7T https://www.youtube.com/watch?v=zTcOGAbMXw0 https://www.baptistpress.com/resource-library/news/nancy-shaefer-conservative-activist-killed/ https://www.youtube.com/watch?v=6O6ywbBZ4bA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband