Bandaríski blaðamaðurinn, Celia Ingrid Farber, hefur skrifað athyglisverða grein; Gildisbinding og dýrkun líknardráps (The Normalization and Glorification Of Euthanasia), þar sem hún veltir fyrir sér, hvort líknardrápsdýrkun sé að ná fótfestu í vestrænum samfélögum og gæti jafnvel verið grein af því, sem hún kallar covid-dauðatréð. Er þetta ættað frá Davosgenginu (Alheimsefnahagsráðinu) og fjölmiðlum þeirra. Ætli sköpuð verði líknardrápsréttindahreyfing? Þegar stór er spurt, verður einatt fátt um svör.
Líknardráp eru leyfð í Hollandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Þegar lögin voru samþykkt í Hollandi árið 2002 voru 24 líflátnir. Á árabilinu 2002 til 2020 völdu 24.520 manns að deyja. Í þeim hópi voru 16 börn á aldrinum 12-17 ára.
Það vakti mikla athygli fyrir skemmstu, þegar rúmlega tvítug, belgísk kona, Shanti De Corte, bað um líknardráp, sökum óbærilegrar líðanar í kjölfar áfalls. Áður hafði hún margsinnis verið lögð inn á geðdeild, stórneytandi þunglyndislyfja.
Í fyrra voru 10.064 líflátnir í Kanada að eigin ósk. Tæpur fimmtungur þeirra vildi yfirgefa jarðvistina vegna einangrunar og einsemdar. Rúmlega fimmtugur karlmaður, sem misst hefur hús sitt, óskar að deyja, því hann vill ekki búa á götunni. Hann hefur sótt um líknardráp. Í kanadíska þinginu er nú til umræðu frumvarp, sem heimilar líknardráp á nýfæddum, alvarlega sjúkum börnum.
Í Sviss er læknum heimilt að leggja fólki lið við sjálfsvíg. Lækni þar í landi hefur hugkvæmst að hanna sjálfsvígsbelg, þ.e. fólk stingur höfðinu inn í belginn, hleypir inn eitruðum lofttegundum og fellur fljótlega í öngvit. Það hverfur síðan yfir móðuna miklu á tíu mínútum.
Það verður fróðlegt að sjá, hvort greinarhöfundur reynist að einhverju leyti sannspár. Sjálfs-, hóp- og múgsefjun er þekkt fyrirbæri, enda þótt ofangreind löggjöf sé óvíða fyrir hendi.
Það er óneitanlega þrengt að fjörinu. Tilskipanir stjórnvalda, meðan á síðasta faraldri stóð, voru augljóslega mannvondar að öllu leyti. Maður er manns gaman, segir hið fornkveðna. Sjálfsvald, atlot og tjáningarfrelsi er hluti þess, allt skammskert, að tilskipun stjórnvalda. Fleirum en áður virðist þrautin þyngri að lifa. Þunglyndi er einn af algengustu sjúkdómum veraldar.
Flestir kannast væntanlega við sjálfsvígsfaraldur meðal drengja og svelti- og sjálfsmeiðingarfaraldur meðal stúlka. Nýjasti faraldurinn meðal barna áberandi meðal stúlkna er kynskipti. Tölvuleikjafíkn, einkum drengja, er kunn. Stjórnvöld og kvenfrelsunarhreyfingin hefur gefið út frjálst veiðileyfi á pilta og karla. Ofbeldishegðun færist í vöxt, að því er virðist, sérstaklega meðal tættra, heftra og föðurlausra drengja.
Það berast sífellt vondar niðurstöður rannsókna á geðheilsu barna og ungmenna. Varhugaverðri netnotkun sömuleiðis. Það er sérstaklega ískyggilegt, þegar börn og unglingar ánetjast dellu- og sefjunarkimum jafningja á netinu, stundum kallaðir bergmálshellar (echo chambers) eða sefjunarstofur. Þá verða þau fyrir gagngerum heilaþvotti eins og ofboðsleg fjölgun kynskiptastúlkna ber vott um.
Stundum er slík sefjun leidd af hugmyndafræðilegum æðstapresti, líkt og í trúarsamfélagi. Ístöðulaus börn, einmanna og tætt, eru auðveld bráð svikafrelsurum og boðberum dauðans. Börn og unglingar virðast umvörpum vansæl með kyn sitt, hlutskipti og líf. Boðskapur yfirvalda og áróðurssamtaka er skýr; stúlkur eru látlaus kúgaðar af drengjum kynferðislega og á aðra lund. Drengir eru kynfól, stúlkur fórnarlömb.
Aukin heldur vofði yfir piltum vorum og stúlkum tilbúin alheimsdrepsótt. Hlýddu þau ekki ofurvaldi valdhafanna um einangrun og skaðlega grímunotkun, yllu þau dauða eða kvölum fjölskyldu sinnar. Fjöldi barna þjáist af margvislegum aukaverkunum bólusetninga við covid-19; einbeitingarskorti, depurð, lífsleiða, óyndi, þróttleysi og höfuðverkjum. Covid-19 spekingarnir kalla ástandið löngu covid -19-sóttina. Það er langavitleysa. Nýjar drepsóttir eru í deiglunni. Æðstuprestar bólusetninga kunngera þær stöðugt.
Það vofir yfir börnum og unglingum (og okkur hinum) gereyðingarstríð og umhverfishamfarir, sjálf ragnarök, eru rétt handan við hornið. Þessu klifa stjórnvöld og fjölmiðlar látlaust á. Vonda samviskan læðist inn hugann eins og vofa. Skil ég eftir mig kolefnisspor. Verður hamfarahlýnun, ef ég fæ mér hamborgara og leysi vind?
Það er ólíft að vera stöðugt bitinn af samviskunni, lifið verður ógnarlega leiðinlegt og þreytandi. Ætli besta lausnin sé að farga mér, spyrja börn sig og láta bergmála í hellinum. Þau geta sums staðar leitað til líknardrápsstöðva. Líknardráp eru orðin að gildum atvinnurekstri í Bandaríkjunum, rétt eins og kynskipti og fóstureyðingar. Ég held það heiti á máli innfæddra; business before all.
https://metro.co.uk/2022/10/08/belgium-woman-23-euthanised-after-suffering-from-severe-ptsd-17527525/?ito=facebook%7Csocial%7Cmetroukfacebook&fbclid=IwAR2oFy-UnQ9HHTXueWaNHvwiWd2l5o4cZX-bq1TlXx3cAe2Q0JS6K5YNCBw https://nationalpost.com/news/quebec-college-of-physicians-slammed-for-suggesting-maid-for-severely-ill-newborns https://twitter.com/TPostMillennial/status/1582708189979721728?s=20 https://twitter.com/QuestionsinOnt1/status/1582432933121359872?s=20 https://www.swissinfo.ch/eng/sarco-suicide-capsule--passes-legal-review--in-switzerland/46966510 https://www.bbc.com/news/technology-59577162 https://cne.news/artikel/55-euthanasia-in-the-netherlands-its-neither-dignified-nor-beautiful https://www.dutchnews.nl/news/2020/07/euthanasia-law-proposed-for-healthy-over-75s-who-feel-their-lives-are-complete/ https://celiafarber.substack.com/p/the-normalization-and-glorification?utm_source=post-email-title&publication_id=257742&post_id=80688618&isFreemail=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Alvarleg netárás á Wise
- Skattamál verði líklega þeirra mesta klemma
- Tók ákvörðunina í gær
- Tjón bænda nam rúmum milljarði
- Ágreiningur um tekjuöflun ríkissjóðs
- Ég gerði mitt besta til að hjálpa til
- Guðmundur Ingi áfram þingflokksformaður
- Nokkrir bílstjórar fengið áminningu
- Snjóflóð í Esjunni í nótt
- Einn fær 9,9 milljónir