Stepan Andriyovych Bandera (1909-1959), var af grískum ættum. Hann fæddist í Galísíu (Halychyna, Galicja), landsvæði, sem ýmist hefur verið hluti af smákonungsveldi eða stærri ríkjasamsteypum eins og sambandsríki Póllands og Litháen og Ungversk-austuríska keisaradæminu. Svæðið liggur í námunda við núverandi landamæri Póllands, vestanvert í því ríki, sem nú er kallað Úkraína.
Galísía hefur um aldir verið suðupottur mismunandi þjóðarbrota, tungumála og trúarbragða, Gyðingar þar á meðal. Héraðið hefur af sagnfræðingum verið nefnt fátækasta hérað Evrópu.
Galisía fór ekki varhluta af sífelldum óeirðum í álfunni og fólksflutningum. Þar hafa verið róstur frá alda öðli, landsvæðið leikvangur hagsmunastríða stórvelda álfunnar. Í fyrri heimstyrjöldinni laust þar saman Rússum annars vegar og Miðríkjasambandinu hins vegar (Þjóðverjar, Austurríkismenn, Ungverjar, Ottómanar (Stórtyrkir)og Búlgarar), í baráttu um olíuauðævi héraðsins.
Þegar þeim djöfulgangi lauk, var Galísía innlimað í Pólland, eftir tilvist skammlífs úkraínskt alþýðulýðveldis í Vestur-Úkraínu. Pólverjar og Rússar sömdu frið í Riga í Lettlandi árið 1923. En þar fæddist Ukraína Ráðstjórnarríkjanna (Sovétríkjanna).
Við þessa skiptingu varð hluti úkraínsku þjóðarinnar innlygsa í Póllandi. Rúmur tíundi hluti Pólverja voru þá í raun af úkraínsku bergi brotnir. Þeir stofnuðu skæruliðasamtökin Úkraínskra þjóðernissinna.Stepan var aðalhugmyndafræðingur þeirra og tók þátt í skæruhernaði og morðum, dæmdur til dauða fyrir morðið á innanríkisráðherra Pólverja. Hann var þó ekki líflátinn og losnaði úr fangelsi í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland árið 1939.
Stepan gerðist hliðhollur Þjóðverjum, sem gerðu hann að málaliða sínum, áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Stepan stundaði m.a. njósnir og skemmdarverk á vegum þýsku hernaðarleyniþjónustunnar, Abwehr. Hann lýsti yfir endurreisn úkraínska lýðveldisins, sem Pólverjar höfðu gert að engu. Skömmu, eftir að Þjóðverjar hófu sókn sína í austurveg, veittu þeir umtalsverðu fjármagni til úkraínskra hersveita (Nachtigall og Roland), sem höfðu það verkefni að stunda undirróður og skemmdarverk innan landamæra Ráðstjórnarríkjanna.
Sveitir þessar nutu verndar hernaðarleyniþjónustunnar og ríkisleyniþjónustu Þýskalands, Gestapo. Þegar þýsku hersveitirnar náðu Úkraínu árið 1941, lýstu úkraínskir nasistar yfir sjálfstæðu úkraínsku ríki. Samtímis hófu þeir falsanir, mannrán, ofsóknir, aftökur og fjöldamorð á Gyðingum, Pólverjum og Rússum. Grimmdin var ógnarleg. Kunnust eru trúlega voðaverkin með pyndingum, limlestingum og drápi á tugum þúsunda Pólverja í Volhynia í Austur-Galisíu - að mestu leyti konum og börnum. Fólk var krossfest, kviðrist, limlest, hálshöggvið, brennt og því nauðgað. Slátruninni linnti ekki, fyrr en Rauði herinn skarst í leikinn árið 1945.
En það voru ekki bara Þjóðverjar, sem studdu úkraínsku nasistana. Það gerði einnig breska leyniþjónustan, M16, allar götur frá upphafi fjórða áratugarins. Það gerði einnig hernaðarleyniþjónusta Bandaríkjahers (Counter Intelligence Corps Army CIC) frá lokum seinni heimsstyrjaldar og Alþjóðleg samtök gegn rússnesku byltingunni. Stepan var myrtur af rússnesku leyniþjónustunni í München.
Árið 1991 ákváðu Úkraínumenn að segja skilið við Ráðstjórnarríkin, sem voru í andaslitrunum, þrátt fyrir hvatningu Bandaríkjaforseta, George Bush eldri (1924-2018), til hins gagnstæða. En hann sneri við blaðinu og beitti sér fyrir stórfelldri efnahagsaðstoð til Úkraínumanna. Samtímis því deildu þeir við Rússa um Svartahafsflotann og Krím, um leið og glæpastarfsemi jókst og umferð með fíkniefni sömuleiðis. Mansal jókst einnig, vændi varð útflutningsgrein og fíkniefnasjúklingum fjölgaði skart. Spilling í efnahags- og stjórnmálum varð landlæg.
Á síðustu árum hefur minning Stepan verið heiðruð með ýmsu móti. Í Lviv, stærstu borg gömlu Galisíu, hefur verið reist stytta honum til heiður. Á aldarafmæli Stepan var hans víða minnsti í Úkraínu samtímis því, að frímerki með andlitsmynd af honum var gefið út. Þjóðsöngur úkraínska nasistalýðveldisins var endurvakinn og önnur ríkistákn þess.
Þriðji forseti þeirrar Úkraínu, sem er eins og fyrr segir, arfleifð samninga Pólverja og Rússa í Riga árið 1923, Viktor Andriyovych Yuschencko (f. 1954), gerði Stepan að þjóðhetju Úkraínumanna árið 2010. En þess má geta, að Viktor komst til valda í kjölfar Glóaaldingulu byltingarinnar (Orange revolution - Pomaraancheva revoliutsiia), andófsaðgerðum vegna spillingar og kosningahneyksla árin 2004 til 2005 - með dyggum stuðningi Vesturveldanna.
Arftaki Stepan er Andriy Biletsky (f.1979), sem sat á þingi í fimm ár, frá 2014 til 2019. Hann er meðstofnandi þjóðernisflokksins, Þjóðernisjafnaðarmannafylkingarinnar (Social-National Assembly).
Sá er einn nokkurra öfgahernaðarhópa í landinu, eins og til að mynda Hægri vígvöllurinn (Right Sector) og C14. Síðarnefnda sveitin berst undir merkjum Svoboda flokksins, þ.e. Frelsisflokksins.
Öfgaherflokkarnir hafa unnið hafa ýmis konar mykraverk. Morðæðið í Odessa árið 2014 er eitt þeirra. Þar féllu um eitt hundrað og fimmtíu úkraínskir Rússar í valinn, samkvæmt mati Evrópusambandsins. Sömu hópar kynnu að vera viðriðnir aftökur tæplega þrjú hundruð óbreyttra borgara eða kvenna á ólíkum aldursskeiðum í Donbass í austur Úkraínu.
Foringi C14 er Yevhen Karas (f. 1987). Foringi Hægri vígvallarins til 2015 og hershöfðingi í Úkraínska sjálfboðaliðshernum (Ukrainian Volunteer Army), er Dmytro Anatoliyovych Yarosh (f. 1971). Það kom til tals, að Hægri vígvöllurinn yrði lögleiddur sem Þjóðvarðlið. Dmytro sat á úkraínska þinginu frá 2014 til 2019. Árið 2016 stofnaði hann Stjórnunarfrumkvæði Yarosh (Governmental Initiative of Yarosh).
Það eru töluverðir kærleikar með öfgahópunum og Vesturlöndum. Þeir berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandið og Nato og njóta dyggs stuðnings öfgahópa í Vestur-Evrópu, sem einnig veita þeim liðsinni á vígvellinum, rétt eins og herskáir Múhameðstrúarmenn Íslamska ríkinu.
Úkraínsku nasistunum er vinsamlega tekið af málsmetandi þingmönnum í Washington eins og t.d. John Sidney McCain (1936-2018). Nasistarnir njóta stuðnings leyniþjónustu Bandríkjanna og stjórnvalda jafnframt. Leiðtogi Frelsisflokksins er Oleh Yaroslavovych Tyanhnybok (f. 1968). Hann segir flokk sinn ástarflokk, þ.e. hafi ást á öllu, sem úkraínskt er.
Það tókust greinilega ástir með John og Oleh. Sá fyrrnefndi sagði: Hinar hugrökku konur og hugrökku karla skulu ekki ganga að því gruflandi, að þau eru ekki ein og afskipt. Vinir þeirra umhverfis hnöttinn sýna þeim samstöðu.
Árið 2010 var Frelsisflokkurinn fjórði stærsti flokkur á úkraínska þinginu. Flokkurinn er þátttakandi í Samtökum evrópskra þjóðernissinna (Alliance of European National Movements). Ástarflokkurinn á einnig vísa bandamenn í svokölluðum borgarahópum eða mannvinasamtökum (non-governmental organizations), sem fjármögnuð eru af Evrópusambandinu, ríkisstjórnum vestrænna ríkja og auðkýfingum eins og hinum ungversk-bandaríska George Soros (f. 1930). (Ungverjar hafa áratugum eða öldum saman verið þátttakendur í ýmsum hildarleikjum á þessum slóðum.)
Leiðtogar Frelsisflokksins áttu reyndar líka hlýlega fundi með aðstoðarutanríkisráðherra (Assistant Secretary of State for European and Eurasian Affairs) Bandaríkjanna, Victoria Nuland (f. 1961), sem færði þeim gildan sjóð frá stjórnvöldum í landi hinna frjálsu. Hún var fulltrúi Bandaríkjastjórnar í samskiptum við leiðtoga Sjálfstæðistorgsbyltingarinnar (Maidan) eða Sæmdarbyltingingarinnar (Revolution of Dignity) árið 2014, þegar lán frá stjórninni voru ábyrgst. John Forbes Kerry utanríkisráðherra (f. 1943), sat einnig til borðs við þá athöfn. (Stjórnir Vesturveldanna hafa verið ósparar á styrki til Úkraínu, m.a. frænkur okkar í Noregi.)
Úkraínumenn rækta nú ástir sínar við forseta Bandaríkjanna, Joseph Biden (f. 1942), og Alríkisþingið. Þeir hafa m.a. ráðið atvinnumenn í þingþrýstingi til að afla sér frekari stuðnings og hernaðaraðstoðar í viðbót við þau hergögn og fjármagn, sem þeir hafa þegið frá skattgreiðendum Vesturveldanna.
Uppsögn samninga Evrópuþjóða við Rússa um Nord Stream 2 gasleiðsluna töldu þeir sérstakt vinarbragð, því að öðrum kosti myndu þeir missa spón úr aski sínum, þar sem Nordstream myndi rýra gildi leiðslunnar, sem liggur í gegnum Úkraínu. Ákalli Úkraínumanna hefur nú verið svarað.
https://en.wikipedia.org/wiki/Massacres_of_Poles_in_Volhynia_and_Eastern_Galicia
https://www.theguardian.com/world/2014/may/02/ukraine-dead-odessa-building-fire
https://www.businessinsider.com/john-mccain-meets-oleh-tyahnybok-in-ukraine-2013-12?r=US&IR=T
https://steigan.no/2022/02/det-er-oppdaget-massegraver-med-sivile-ofre-i-donbass/ https://www.youtube.com/watch?v=5SBo0akeDMY
https://en.wikipedia.org/wiki/Dmytro_Yarosh
https://www.theguardian.com/world/2014/sep/10/azov-far-right-fighters-ukraine-neo-nazis https://steigan.no/2021/05/ukraina-feiret-seiersdagen-med-a-bombe-sivile-i-donbass/
https://en.interfax.com.ua/news/general/184696.html https://steigan.no/2014/10/hvor-var-du-under-nazi-massakren-i-odessa/
https://www.britannica.com/place/Ukraine/Independent-Ukraine
https://steigan.no/2021/03/tausheten-om-krigen-i-donbass/
https://www.kyivpost.com/article/content/ukraine-politics/stepan-bandera-becomes-ukrainian-hero-57781.html
https://www.kyivpost.com/article/content/ukraine-politics/mp-euromaidan-exposed-to-neo-nazi-trends-334612.html
https://archive.ph/20140102201229/http://www.appeal-democrat.com/news/regional_news/europe/nationalists-march-in-ukraine-s-kiev/article_c2c05de8-c3ab-5fdd-a475-d01beb7f5448.html
https://www.cambridge.org/core/journals/slavic-review/article/abs/peasants-into-perpetrators-the-ounupa-and-the-ethnic-cleansing-of-volhynia-19431944/06C077944BEF4845FFC986FBC3CFD1B5
https://steigan.no/2022/02/facebook-tillater-ros-av-den-nazistiske-azov-bataljonen/
https://theintercept.com/2022/02/24/ukraine-facebook-azov-battalion-russia/
https://foreignpolicy.com/2019/04/17/theres-one-far-right-movement-that-hates-the-kremlin-azov-ukraine-biletsky-nouvelle-droite-venner/
https://en.wikipedia.org/wiki/Stepan_Bandera https://steigan.no/2018/01/ukrainas-framtidige-nazi-leder/
https://www.channel4.com/news/ukraine-mccain-far-right-svoboda-anti-semitic-protests
https://www.jpost.com/Diaspora/Ukrainian-parliament-recognizes-militia-that-collaborated-with-Nazis-396848
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021