Hernám hugans í kófinu Upplýsingastríðið

Sagan hefur kennt okkur að slá varnagla við, þegar reynt er að þagga niður í fólki, dæma það, án dóms og laga, útskúfa því, ritskoða og brenna bækur, njósna um ferðir þess og hátterni, og jafnvel hvetja það til uppljóstrana um hvert annað. Það er venjulega háttalag valdboðsstjórna eða gerræðisstjórna. Þörfin fyrir að ráðskast með náungann er ríkur þáttur í fari fólks. Það eru bara sjötíu og fimm ár síðan slíkt gerræðisstjórnarfar var áberandi í veröldinni. Það er líklega almælt, hvað það hafði í för með sér.

Nú eru aftur blikur á lofti. Ný heimsvaldastefna stórveldanna, sem berjast um völdin í veröldinni og í alþjóðastofnunun, er auðsæ hverjum manni. Það er nöturlegt til þess að hugsa, að á Vesturlöndum skuli lýðræðiskjörnar ríkisstjórnir stunda bæði undirróður og áróður í milliríkjasamskiptum sem og á heimavelli. Um það fjallar hjálögð grein. Pistillinn er í aðalatriðum saminn á grundvelli hans. Bretland er í brennidepli.

Breska ríkisstjórnin fjármagnar um þessar mundir eins konar hugnámsáætlun (influence operation) til að sannfæra almenning um ágæti „bólusetninga“ við kófinu. Aðferðin er yfirskins- eða yfirvarpsáróður (astroturfing) með skírskotun til skoðana almennings.

“Markmiðið með áætluninni er gerð sálsvipsmynda (psychological profiling) af breskum borgurum, sem andæfa stjórnvaldsaðgerðum, svo sem bólusetningarkvöð og sóttkvíum. Gögnin eru notuð til að opna rásir á á You Tube, þar sem ofangreindir eru kynntir sem hættulegir “ofurtalsmenn rangfærslna.” Ásjóna ríkisvaldsins er “Hin konunglega stofnun” (Royal Institution) með Carl Bretaprins í broddi fylkingar.

Konunglega stofnunin hefur fengið “Valent Projects” í lið með sér. Þetta fyrirtæki sér um herkænskuáætlanir. Það hefur m.a. reynslu af undirróðursstarfsemi í Sýrlandi, þegar Bretar meðal annarra kyntu undir borgarastríði á þeim slóðum. Fyrirtækið er einnig fjármagnað af bandarískum yfirvöldum, USAID (US Agency for International Development). Leyniþjónustan hefur m.a. með höndum verkefni, sem beinist að “rannsóknum á rangfærslum.”

Það vakir fyrir nefndu „almannatengslafyrirtæki“ að skipuleggja „fjöldamiðaða herferð á samfélagsmiðlum.“ Leiguliði þess er breski leikarinn, Abigail Thorn (f. 1993), sem er samfélagsmiðlastjarna og áhrifavaldur. Hún rekur eigin rás „Heimspekirásina“ (Philosophy Tube) og er félagi í svonefndu „BreadTube“ bandalagi á „YouTube“ samfélagsmiðlinum. Markmið fyrirtækisins er að „valda mælanlegu, breyttu hugarfari hjá markhópnum.“ Breska „RÚV,“ það er BBC, leggur lið í þessari viðleitni.

Abigail er ógnarlega vinsæl og samkvæmt BBC umtalaðasta karlkona (trans woman) Bretlands. Hún hrósar sér af rúmri milljón aðdáendum og fær fjárhagslegan stuðning frá sjö þúsundum þeirra. Í orði kveðnu berst hún, ásamt félögum sínum á „BreadTube“ gegn svokölluðum hægri öfgamönnum. Einn þessara er talinn kanadíski sálfræðingurinn, Jordan Peterson.

Abigail slær tvær flugur í einu höggi, því áhorfendum og aðdáendum lofar hún fjárstuðningi við kvenfrelsunarsamtökin „Óskoraðar systur“ (Sisters Uncut). Systurnar játa trú á samskipunarafbrigði kvenfrelsunar (intersectional feminism) og býður kynskiptinga velkomna í sínar raðir. (Það er reyndar makalaust, hversu oft baráttan fyrir kvenfrelsun – jafnvel á alþjóðavísu – helst í hendur við baráttu fyrir öfgafullri umhverfisvernd, kynleysu, þöggun, útskúfun, ritskoðun og þvinguðum hjarðbólusetningum.)

Því er það varla tilviljun, að vísindablaðamaðurinn, Angela Saini (f. 1980), var herstjórnandi að annarri herferð Abigail, „Skorað á gervivísindin.“ En Angela er margföld í roðinu – sannkallaður áhrifavaldur. Hún situr í ráði tímaritsins, „Lancet,“ eins konar aðgerðahópi, sem starfar að alþjóðatengslum á sviði kóftengds heilbrigðis (The Lancet Covid-19 Commission Task Force on Global Health Diplomacy.) Þetta tímarit hefur m.a. unnið sér það til frægðar að birta vísindalega villugrein um „bólusetningar.“ (Nú fjarlægð.) Angela er hvergi nærri af baki dottin. Hún er nú að leggja síðustu hönd á bók um rætur feðraveldisins. Og var nú ekki vanþörf á.

Í nefndum aðgerðahópi situr einnig gamall „kunningi,“ Peter Daszak. Í fyrri pistli um skyld efni skrifaði ég: „Árið 2014 hófu breski skordýrafræðingurinn, Peter Daszak, og ónæmisfræðingurinn, Ralph Barric (1954), frá Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA), í samvinnu við veirufræðinginn, Shi Zhengli (f. 1964), frá Kína, rannsóknir á því, hvernig flytja mætti sýkla úr leðurblökum í „mann-erfðabreyttar“ mýs þ.e.a.s. að lungu þeirra tillíktust nú fyrir tilstilli erfðatækni lungum manna. „Starfsemisauki“ (gain of function) er það kallað.“ (Sjá: „Veira og vont lýðræði“ á: arnarsverrisson.is)

Peter er forseti óopinbers (non-governmental) félagskapar, Umhverfisheilsubandalagsins“ (EcoHealth Alliance), en þurfi nýlega að segja af sér vegna hagsmunaárekstra. En meðan á rannsóknum í Wuhan stóð, þáði félag hans milljónatugi dala frá bandarískum stjórnvöldum, stofnun, sem annaðist takmörkun ógnar og vann gegn fjöldatortímingar vopnabúnaði og tilfallandi, ógnvænlegum samtökum (Defense Threat Reduction Agency - a divison countering weapons of mass destruction and improvised threat networks).

Peter hafði þegar í desember 2019 haft á orði, að kórónaveiran ætti greiða leið inn í frumur mannslíkamans, því þær mætti auðveldlega fitla við – og engin væru bóluefnin gegn henni.

Það er iðulega svo, þegar skoðuð er fjármögnun kvenfrelsunaráróðurs og áróðurs fyrir hjarðbólusetningu, þöggun og ritskoðun, að nafn bandaríska tölvuauðjöfursins og frelsisverðlaunahafans, Bill Gates (1955), beri á góma, og/eða eiginkonunnar fyrrverandi, tölvuvísindamannsins og forstjórans, Melinda French Gates (f. 1964). Samkvæmt greinarhöfundum keypti Bill, ásamt ungversk-bandaríska auðjöfrinum, George Soros (1930), upp til agna fyrirtæki í Bretlandi, sem starfaði að hönnun kófprófs. Skömmu síðar stofnaði hann með tæknigreifanum, Reid Garret Hoffmann (f. 1967), stofnanda Linkedln, fyrirtækið „Góða upplýsingu“ (Good Informations). Það má nærri geta, hvað það mun sýsla.

Áður en gengið var til samninga við Abigail og „Valent Projects“ höfðu bresk yfirvöld stofnað sérstaka eftirlitseiningu í stjórnsýslunni, þ.e. Einingu skjótra viðbragða (Rapid Response Unit - RRU). Hún gengur einnig undir nafninu; „villuupplýsinga- eða rangfærslueiningin (fake news unit). Þar ráða ráðum sínum „„teymi greinenda, tölvuvísindamanna, ásamt sérfræðingum í stafrænni tækni og fjölmiðlun.“ Einingin er vel búin nýjustu hugbúnaðartækni, svo megi starfsmenn „vinna sólarhringinn inn og út við að komast yfir nýjar vefsögur og umræður á veraldarvefnum.“ Þessi eining hefur einkum beint sjónum sínum út á við, en svo virðist sem breyting sé að verða þar á. Um þetta fjallar Mike Robinson á vefmiðlinum „Anti Empire.“ (https://anti-empire.com/britains-77th-psy-ops-brigade-has-been-activated-to-counter-coronavirus-disinformation/)

En bresk yfirvöld reiða sig ekki eingöngu á „almannatengslafyrirtæki“ og njósnadeild í stjórnsýslunni. Herinn hefur verið kallaður til. Hann hefur á að skipa heilli deild, sem sérhæfir sig í hugnámi og viðhorfsmótun.

Samkvæmt ofangreindri heimild lét Nick Carter, hershöfðingi, hafa eftir sér í í daglegum kófupplýsingaþætti stjórnarinnar: „Sjötugasta og sjöunda herfylkið hefur átt samstarf við Einingu skjótara viðbragða í stjórnarráðinu með það fyrir augum að kveða niður rangfærsluorðróm sem og annars konar upplýsingavillur. Við höfum á okkar snærum þrjú til fjögur þúsund manns, sem að þessu starfa, [og] um það bil tuttugu þúsund í bakvarðarsveit, sem er til þjónustu reiðubúin, þegar mikið liggur við.“

Hughernaðarfylkið hefur starfað á erlendum vettvangi, en beinir nú sjónum í auknum mæli að hinum innlenda vígvelli. Hershöfðinginn segir: „Það ber þó brýna nauðsyn til að efla okkur að allri dáð á þessum nýja stríðsvelli. Og að mínum dómi er mikilvægt að byggja á þeim grunni, sem lagður var fyrir upplýsingahernað á vegum sjötugasta og sjöunda herfylkisins. Það gerir okkur í stakk búin til samkeppni í frásagnarstríðinu [og] hnitmiðaðra árása (at the tactical level).“

Um umrætt herfylki segir greinarhöfundur: „Það andæfir ekki einungis rangfærslum, heldur vakir það yfir félagsmiðlum og greinir, hvernig villuupplýsingar, þar með taldar þeirra eigin, dreifast. Alnetið er kortlagt sem og miðlun upplýsinga í vefkimum.“

https://thegrayzone.com/2021/12/24/leaked-files-syria-psyops-astroturfing-breadtube-covid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband