Kófið eða Covid-19, lygafarsóttin og Astrid Stuckelberger

Astrid Stuckelberger (f. 1959) er norsk-svissnesk að ætterni, alin upp í Genfar. Við háskólann þar í borg stundaði hún nám í líf- og sálfræði og lauk doktorsgráðu lýðfræði og heilbrigðisfræðum árið 2000. Hún hefur birt 180 vísindagreinar og gefið út tólf bækur um sérsvið sín.

Astrid hefur starfað á alþjóðavettvangi um árabil og árið 1999 var hún verðlaunuð af aðalframkvæmdastjóra SÞ, Kofi Annan (1938-2018), fyrir störf að heilbrigði aldraðra.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) Sameinuðu þjóðanna (SÞ) bar víurnar í Astrid, þegar árið 2005. Í bréf frá stofnuninni frá 7. júlí skrifar Lee Jong-wook (1945-2006), þáverandi aðalframkvæmdastjóri:

„Ég hef þá ánægju að bjóða þér með formlegum hætti að ganga til liðs við siðanefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO Research Ethics Review Committee (ERC)). … Þú ert einstaklega vel til þess fallin sem rannsakandi og kennari með meistaragráðu við háskólann í Genfar, að leggja af mörkum til umræðunnar, og taka þátt í ákvarðanatöku ERC. Hún ber ábyrgð á því að reifa siðferðilegar hliðar fyrirhugaðra rannsókna, er lúta að fólki, og fjármagnaðar eru eða studdar með öðrum hætti af WHO. Ég væri þér af þakklátur, ef þú léðir máls á því að ganga til samstarfs við nefndina.“

Þegar Astrid sótti um stöðu prófessors og forstjóra alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við læknadeild háskólans í Genfar, árið 2013, skrifaði Dr. Caroline S. Brown, yfirmaður áætlanadeildar á sviði inflúensu og annarra sýkinga í öndunarfærum:

„Dr. Stuckelberger hefur lagt WHO lið á tveim lykilsviðum heilbrigðis á alþjóðavísu … þróun og kennslu námskeiðs um alþjóðlegra reglugerð WHO (2005), sem margir hagsmunaaðilja líta á sem eitt af árangursríkustu verkefnum WHO. … [Auk þess hefur hún] unnið í samvinnu við svæðisskrifstofu WHO í Evrópu að gerð leiðbeininga um viðbragðsáætlanir í sambandi við farsóttir - og jafnframt að gerð námsefnis fyrir vinnustofur um farsóttaviðbragðsáætlanir fyrir fjórtán þátttökuríki í austur og suðaustur-Evrópu, ásamt Ísrael og Sviss.

Dr. Stuckelberger hefur í störfum sínum á alþjóðlegu heilbrigðissviði sýnt fyrirtaks hæfileika til skipulagningar [og] kennslu fullorðinna og [jafnframt] sýnt víðtækan skilning á hinum ýmsu stofnunum (sectors) og hagsmunaaðiljum, sem starfa verða saman, svo takast megi að skapa margþætta skipan mála í því skyni að bæta heilsufar. … Það væri WHO ánægjuefni að starfa áfram með Dr. Stuckelberger í framtíðinni.“

Árið 2017, þann 10. feb. skrifar fulltrúi WHO aukin heldur: „Dr. Stuckelberger hefur á árabilinu 2009 til 2012 starfað á vegum WHO….. Hún hafði umsjón með þrem sviðum sérstaklega: stjórnun neyðaráætlana, boðskiptum og áhættuboðskiptum, viðbúnaði og áætlunum, heilbrigðiskerfum, mannréttindum og útfærslu fjögurra kennsludæma, sem voru kjarni námsskeiðsins. Hún á eingöngu lof skilið fyrir starf sitt og trúmennsku (commitment).“

En nú er, samkvæmt því sem Astrid segir, komið annað hljóð í strokkinn SÞ, sem reyna að reyta af henni fjaðrirnar. Og hví skyldi það vera? Er Astrid uppljóstrari? Hún segir:

„Ég er enginn uppljóstrari, ég útskýri bara á grundvelli vísindanna; um lygarnar, spillinguna, áróðurinn … og um skaðsemi bóluefnanna.“ Kjarninn í boðskapi hennar er: Það er ekki um að ræða neina farsótt; það er spilling á ferðinni, líka með rannsóknir; það eru gríðarmörg andlát af völdum bóluefnanna; lækingatölfræðingurinn góðkunni, John Ionannidis, við Stanford háskólann, hefur sýnt fram á, að andlát á árinu 2020 hafi ekki verið fleiri en á öðrum árum; WHO starfar eins og um væri að ræða alþjóðafyrirtæki með þátttökuríkin sem dótturfélög.

Aðspurð um áhyggjur, svarar Astrid: „Af bóluefnunum. Þau eru [í reynd] ekki bóluefni. [Það er um að ræða] líftæknilega gerviefnatilraun, þar sem erfðaefnum er breytt eins og í erfðabreyttri veru (genetic modified organism). Það hefði átt að upplýsa fólk um innihald bóluefnisins. Bóluefnið veldur sýkingu. Það er varhugavert. Að mínum dómi er það ekki broddhvítan [spike protein - sýkjandi þáttur bóluefnisins], sem veldur vandræðum, heldur grafít [grafen – graphene; gerviefni, notað m.a. við smíði tölva, þynnsta og sterkasta efni, nokkru sinni hefur verið uppgötvað] í bóluefnisblöndunni. Það veldur dauða og nú liggja staðtölur fyrir. Þetta er þekkt.“

Astrid segir, að WHO hafi tekið breytingum, sérstaklega síðan 2016: „WHO er ekki sama stofnun og fyrrum. … Ég hafði ekki komið auga á þetta, fyrr en núna í skilningsljósi stjórnmálanna.“ Stofnanir utan stjórnkerfisins (non-governmental organizations) hafa gengið til liðs við WHO eins og til að mynda Alþjóðasamtök um ónæmi með bólusetningu (Global Alliance for Vaccine Immunization – GAVI). Stofnunin lýtur stjórn Bill Gates eins og sjóðurinn, sem kenndur er við hann og eiginkonuna, Belinda Gates. (Sú hefur heldur betur látið til sín taka í alþjóðlegri kvenfrelsun.)

Astrid segir: „Síðan hefur WHO orðið að nýrri gerð alþjóðasamtaka. GAVI öðlaðist smám saman meiri áhrif – og algjöra friðhelgi – viðtækari en erindrekar SÞ njóta. GAVI starfar að eigin geðþótta [og] löggæslan er lömuð. … GAVI kynnti aðgerðaáætlun fyrir bólusetningar á tímabilinu 2012 til 2020. GAVI hafði sem sé í átta ár fulla stjórn. Bill Gates sá um bólusetningar, hann yfirtók.“

Astrid segir frá því, að GAVI, Alþjóðabankinn og WHO, hafi gengið í eina sæng og stofnað til alþjóðlegrar fjármögnunar ónæmisbólusetningar (International Facility Finance for Immunization). Astrid telur, að farsótt hafi verið skilgreind i þessu augnamiði.

Astrid er eins og gefur að skilja, ekki lengur óskabarn WHO. Auk þess hafa háskólarnir í Genfer og Lausanne í Sviss sýnt henni langt nef og fellt niður námskeið hennar. Þetta er sami útlegðardómur og fleiri starfssystkini hennar hafa hlotið, hafi þau vogað að upplýsa og viðrað aðrar skoðanir. Hún segir auðhringana fjármagna fjölmiðlana. „Alþjóðlegir ræningjar“ eru þeir, að sögn Astrid.

Um aukaverkanir segir Astrid: „Dauðsföllin og aukaverkanirnar, sem skýrt er frá, eru einungis einn til tíundi af hundraði þess, sem eiginlega á sér stað. Í lok október skráði evrópska aukaverkanaskráningin (EudraViligance) 29.000 dauðsföll, en áætlaðar skuggatölur gætu verið 290.000. En það er ekki heglum hent að henda reiður að því, þar eð ekki er krufið. Það er mikið um lygar og svindl í vísindunum og í stjórnkerfunum. PCR [kjarnsýru]prófið [polymerase chain reaction] er eitt dæmi um slíkt. Það er læknum ónothæft til sjúkdómsgreiningar. [Það á að greina erfðaefni frá aðkomuefni.] Læknar þiggja greiðslu fyrir að fullyrða, að dauðsfall sé af völdum Covid á grundvelli PCR, sem ekki virkar. Þetta gerist mjög oft, án þess að krufið sé. Sagt er, að sjúklingur látist, jafnvel þótt ekki sé um Covid að ræða.“

Astrid segir enn fremur: „Samkvæmt gögnum frá VAERS er stöðugt meiri fylgni milli andláta og bólusetningar. Það er hræðilegt til þess að hugsa, að ekki séu gerðar klíniskar rannsóknir. Upplýsingar eru eingöngu fengnar frá sjúkrahúsunum. Það er einstakt í sögu faraldsfræða, að upplýsingar séu ekki aðgengilegar. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) hefur verið tilkynnt um 17.000 andlát vegna bólusetninga, sem einnig taka til barna og hvítvoðunga. Það er ósiðlegt að halda áfram. Í BNA er tíðni dauðsfalla af völdum bólusetninga þrisvar sinnum hærri en samtals af öllum bólusetningum síðustu þrjátíu og fimm árin.“

Þekkt skilgreining á dauða af völdum kófsins er svohljóðandi: „hvers kyns andlát, sem á sér stað, áður en 28 eða 30 eða 60 dagar eru liðnir frá jákvæðu próf.“ Heilbrigðisstarfsmenn frá Ítalíu, Norður-Írlandi, Þýskalandi, BNA og Stóra-Bretlandi, hafa viðurkennt, að svo sé. Fyrir rúmu ári síðan bentu prófessorarnir, Yoon K. Loke og Carl Heneghan, sá fyrrnefndi læknir og lyfjafræðingur, sá síðarnefndi sérfræðingur í sannreyndum lækningum, á þetta fyrirkomulag skráningar hjá Lýðheilsustofnun Englands (Public Health England - PHE). Þeir segja m.a.:

„[Þ]egar sjúklingur gefur upp öndina, er andlátið skráð hjá heilbrigðisyfirvöldum (National Health Service – NHS) (þetta er ekki bundið við andlát á sjúkrahúsi). Daglega eru bornir saman listar yfir þá, sem greinst hafa jákvæðir á öllum rannsóknarstofum við miðlægan gagnagrunn NHS til að ganga úr skugga um, hvort einhverjir hafi látist.“

Greinarhöfundar halda áfram: „Samkvæmt þessari skilgreiningu PHE, verður engum kófsjúklingi nokkru sinni leyft að ná bata. Hafi sjúklingur verið greindur jákvæður, en verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir fullnægjandi meðferð, mun kófið samt sem áður verða talin dánarorsök, jafnvel þótt hlutaðeigandi hafi fengið hjartaáfall eða orðið undir strætisvagni þrem mánuðum síðar.“ https://www.spectator.co.uk/article/why-no-one-can-ever-recover-from-covid-19-in-england

Astrid er spurð, hversu marga skammta sé fyrirhugað að gefa. Svar hennar er: „Átta skammta, keyptir hafa verið átta skammtar. En það var engin farsótt. Það var um að ræða farsótt PCR [-prófanna], áróðurs, hræðsluáróðurs … [Við erum vitni að] umfangsmikilli spillingu og hagsmunavörslu. Vísindin og fjölmiðlar eru einnig spilltir, allt kerfið er spillt. Heilbrigðisstarfsmenn eru hafðir að ginningarfíflum með eignarhlutum í lyfjafyrirtækjunum. Þetta hefur verið úthugsað á síðustu tuttugu árum. Iðnaðurinn stjórnar fjölmiðlum [og] læknum … Lygarnar eiga rætur að rekja til háskólanna, sem segjast „bera kennsl á vísindi.“ Þetta er dæmalaust. Háskólarnir í Sviss selja [bóluefni eða lyf frá] Pfizer og Moderna. Fólk hefur verið blekkt. Það hefur ekki komið auga á áróðurinn og hin nýju tilbrigði við stjórnmálin, breyttar skilgreiningar.“

Í hjálagðri grein má finna viðtal við Astrid og finna fjölda tilvísana.

https://hemali.no/siste/professor-astrid-stuckelberger-en-pandemi-av-logner/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband