Árið 2011 skrifaði Elin Arvidsson ritgerð í félagsráðgjöf við Miðháskólann (Mittuniversitetet) í Sundsvald. Titill ritgerðarinnar er: Fórnarlamb á forsendum samfélagsins: Eigindleg tilviksrannsókn um ofbeldi kvenna gegn körlum í nánum samböndum og viðbrögð samfélagsins við þessum flókna vanda (Offer på samhällets villkor: En kvalitativ fallstudie om kvinnors våld mot män í näre relationer och samhällets bemötande av denna komplexa problematik.
Aðferðin fólst sem sé í viðtali við einn karlmann, sem orðið hafði fyrir ofbeldi eiginkonunnar. Elín segir:
Rannsóknin beinir athygli að og vekur spurningu um, að hve miklu leyti kynhlutverk skipti máli með tilliti til aðgerða og samfélagslegra úrræða fyrir þá karlmenn, sem berskjaldaðir eru fyrir ofbeldi. Ofbeldi kvenna í nánum tengslum er samfélagslegur vandi, sem sjaldan ber á góma í fjölmiðlum og vísindalegri umræðu. Það leiðir til, að vandinn fellur í gleymsku og dá, ásamt nauðsynlegum samfélagsúrræðum.
Árið 2012 skrifuðu þær Madeleine Högsander og Sanna Sandin kandidatsritgerð í félagsráðgjöf við Háskólann (Högskola) í Gävle. Titill ritgerðarinnar er, Hún réði því, hvort ég dró lífsandann eða ekki. Reynsla karla af ofbeldi kvenna í nánum tengslum (Det var hon som bestämde om jag skulle andas eller inte. Mäns erfarenheter av kvinnors våld i nära relationer).
Stöllurnar áttu viðtöl við fjóra karla, sem buðu sig fram í kjölfar eftirgrennslanar á karlaathvörfum (mansjour) í Mið og Norður Svíþjóð. Þeir voru allir yfir tvítugu. Þær segja:
Niðurstöður rannsóknarinnar drógu fram í dagsljósið angist, sjálfmeiðandi hugsanir, hræðslu, skömm og sektarkennd hjá þátttakendum. Sektarkenndin tengdist sjálfsskilningi þeirra og atlögum gegn honum. [Sektarkenndin] ]átti rætur í þeirri reynslu að vera fórnarlamb kvenkyns árásarmanns. Karlarnir urðu þess einnig varir, að samfélagið hvorki gæti, né kærði sig um að liðsinna þeim. Niðurstöðurnar benda til, að karlar, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu [kvenkyns] lífsförunautar, kynnu að búa við andlegar kaunir. [Enn fremur] kynnu viðhorf til karlmennsku að stuðla að andlegri vanheilsu. [Jafnframt] þyrftu valdhafar að koma betur til móts við hlutaðeigandi karla.
Sama ár skrifaði Linda Dackemo lokaritgerð í sálfræði við Tækniháskólann í Luleå. Titill ritgerðar hennar er: Ofbeldi kvenna gegn körlum. Hvernig berskjölduðum körlum, fórnarlömbum ofbeldis náinna kvenna, líður í Svíþjóð (Kvinnors våld mot män. Hur män utsatte för intimt partnervåld av kvinnor har det í dagens Sverige).
Aðferðin er eigindleg, viðtöl við tólf karla, sem berskjaldaðir voru fyrir ofbeldi [kven]lífsförunautar. Linda segir m.a.:
Þegar fjallað er um ofbeldi karla gegn konum í Svíþjóð er oft og tíðum bent á, að orsökina megi finna í misrétti kynjanna (bristande jämställdhet). Þrátt fyrir umræðu um jafnrétti ber ofbeldi kvenna gegn körlum ekki á góma.
Niðurstöður sýna, að umræddir karlar höfðu mátt þola andlegt, líkamlegt og jafnvel kynferðislegt ofbeldi í nokkrum tilvikum. Þegar þeir bára sig illa undan ofbeldinu við valdhafa voru þeir gerðir að athlægi, lítilsvirtir (nonchalarade) og ekki teknir góðir og gildir.
https://www.aftonbladet.se/relationer/a/KvWpJE/misshandlad--och-hanad
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021