Þar heitir á Hálogalandi. Fyrir nokkrum árum féll í því landi dómur, sem þótti eftirtektarverður. Réttað var í máli látins karls, fjölskylduföður frá Búðarey (Bodö), sem er höfuðstaður Norðurlandsfylkis í Noregi. Þar um slóðir virðast skjaldmeyjar enn lifa góðu lífi.
Norska kvöldpóstinum (Aftenposten) segist svo frá: Héraðsdómstóli í Hálogalandi þótti á það færðar sönnur, að eiginkarlinn hefði árum saman orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, ógnandi hátterni og andlegri misnotkun. Ár á ár ofan var karl rekinn niður í kjallarastofu. Þar hafði hann ekki aðgang að baði, salerni og eldhúsi.
Skjaldmær þessi á áttræðisaldri, eiginkona karls og móðir þriggja barna þeirra og amma var vissulega hörð í horn að taka. Jafnaðarlega fékk hún fólskuköst. Þegar svo bar undir rústaði hún húsinu og réðist að karli sínum.
Dóttirin segir, að móðir hennar hafi pyntað þau í fjóra áratugi. Hún varð m.a. vitni að því, þegar móðir hennar skar föðurinn í handlegginn með hnífi. Meðan blóðið fossaði hótaði kerla að stúta karli. Hún gekk berserksgang froðufellandi og barði hann með hverju því, sem hönd á festi. Slíkar uppákomur voru venjulegar.
Í bílskúrnum geymdi hann mat og hafði með sér lyfin sín, hvert sem leið hans lá. Að öðrum kosti hefði hún getað neitað honum um lyfin, en líf hans lá við. Það hafði hún reyndar gert. Persónulegan póst lét hann senda á annað póstfang.
Einu sinni datt karli í hug að vera viðstaddur fermingu barnabarnsins. En kerling greip þá til þess ráðs að mála yfir glugga bifreiðarinnar, svo karl komst hvergi.
Hin ákærða neitaði öllum sakargiftum, sagði karl sinn hafa borið lygar í börnin, sem öll vitnuðu gegn henni. Dóttirin segir móður sína hafa fengið makleg málagjöld; þriggja ára fangelsisvist. Hæstiréttur hafnaði áfrýjun málsins.
Því má svo við bæta, að tveim árum, áður en til réttarhalda kom, hafði frúin snúið sér til lögreglu með beiðni um, að karlinn yrði fjarlægður af heimilinu.
https://www.nrk.no/nordland/_-mishandlet-ektemannen-i-40-ar-1.8138189
Nýjustu færslur
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
- Uppreisn í Ísrael og friðarhöfðinginn í Hvíta húsinu
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021