Sumardaginn fyrsta var haldinn alþjóðlegur vitundarvakningardagur um foreldrafirringu, þ.e. það fyrirbæri, þegar barn lendir í eldlínu foreldra við skilnað, og annað þeirra tekur barnið í gíslingu og beitir gegn hinu. Oftast er um mæður að ræða.
Eftir því sem ég best fæ séð, sýndi einungis einn fjölmiðill íslenskur, Viljinn, áhuga á deginum, með prýðilegri, aðsendri grein eftir Kristinn Sigurjónsson.
Hins vegar brá svo við, að stjórnmálamaður á erlendri grundu sá tilefni til að tjá sig í tilefni dagsins. Patrick Brown (f. 1978), borgarstjóri í Brompton, Ontario, Kanada, sem áður hafði lent í kynáreitnihakkavél kvenfrelsaranna, sagði: Í dag fögnum við alþjóðlegum vitundardegi um foreldrafirringu og í dag sýni ég samstöðu fórnarlömbum víðsvegar í veröldinni, einkum börnunum, sem þjást í vanmætti (voiceless). (Enn hefur Katrín Jakobsdóttir enga hluttekningu sýnt.)
Það stóð ekki á viðbrögðum atvinnukvenfrelsaranna: Farah Khan, kynjafræðingur og kvenfrelsunarráðgjafi við Ryerson háskólann í Toronto: Hugtakið foreldrafirring er oft og tíðum misnotað í forsjárdeilum til að beina athyglinni frá aðdróttunum um misnotkun barna í nánum ofbeldissamböndum, sér í lagi ofbeldi karla gegn konum. Hvernig má það vera, að kosnir embættismenn veki svo afvegaleidda athygli á efninu?
Farrah þessi og kvenfrelsunarkórinn erlendis á bræður og systur í trúnni á Íslandi, tríó íslenskra sálfræðinga; Gunnar Hrafn Birgisson, sem er sjálfstætt starfandi sálfræðingur í höfuðstaðnum, Sigrúnu Sif Jóelsdóttur, sem er verkefnastjóri hjá Menntavísindastofnun, HÍ, og Gabríelu Bryndísi Ernudóttur, sem er starfandi sálfræðingur í Reykjavík og á Reykjanesi. Sigrún Sif og Gabríela Bryndís eru forsvarskonur samtakanna: Lífs án ofbeldis, þ.e. mæðra, sem telja vitnisburð mæðra eða annarra um ofbeldi föður gagnvart barni, skuli skilyrðislaust virða við dóma um forsjá hafi ég rétt skilið.
Skotspónn ofangreindra er Richard A. Gardner (1931-2003), norður-amerískur geðlæknir og sálkönnuður, sem fyrstur vakti alþjóðlega athygli á fyrirbærinu. Ofangreindar starfssystur segja: Richard Gardner ráðlagði að börn væru tekin úr forsjá mæðra og sett í umsjá feðra sem sakaðir höfðu verið um kynferðisbrot gegn þeim. Gardner hélt því fram að mikill meirihluti af deilum foreldra stafaði af foreldrafirringarheilkenni móður en fullyrðingar hans voru ekki á nokkurn hátt studdar raungögnum. Þrátt fyrir það urðu skýringar Gardners vinsælar í fjölskyldurétti enda virkuðu þær vel sem valdatæki í höndum ofbeldismanna. Kenningasmiðurinn þénaði formúu fjár fyrir að vitna um sakleysi manna sem beitt höfðu ofbeldi með því að ljúga upp á börn og mæður geðrænu heilkenni.
Gardner hafði það einfaldlega að markmiði að réttlæta barnagirnd á kostnað barna og verndara þeirra og hafði lífsviðurværi sitt af því með góðum árangri.
[S]amkvæmt krufningarskýrslu framdi hann sjálfsmorð með ofskammti lyfja og með því að stinga sig sjö sinnum í bringu og háls með hnífi.
[K]enningin byggist ekki á fræðilegum grunni heldur er aðeins hugarburður eins manns sem fannst kynferðisofbeldi gegn börnum hálfgert aukaatriði.
Líkt og í Bretlandi og Bandaríkjunum á innleiðing þessarar hugsunar í réttarákvörðun og barnavernd sér stjórnarfarslegar rætur í gömlum hugmyndum um undirsetningu kvenna og hina ævarandi illgjörnu og undirförulu móður. Sú stefna að skylda móður til að uppfylla rétt föður til umgengni gildi fyrst í réttarákvörðun og sé barni ævinlega fyrir bestu er hápólitísk setning um feðrarétt en ekki byggð á faglegum grunni eða raunathugun á hagsmunum barna.
Það að samfélagið sé að bregðast þessum börnum vegna háværra radda feðra sem segjast vera tálmaðir og vísa til óréttmætra hugarsmíða og fordóma um börn og mæður sem ljúga, er óverjandi og verður að stöðva strax.
Gunnar Hrafn Birgisson, segir: "Þessi kenning hefur leitt til þess að börn hafa ekki verið tekin trúanleg og mæður ekki heldur í mörgum forsjárdeilumálum. Erlendis hefur það gerst að ofbeldismönnum hefur verið dæmd forsjá barna og rannsóknir á bak við þessa PAS-kenningu eru engar. Þetta er hugarsmíð eins manns sem setti fram og skrifaði um þetta bækur en það hefur aldrei verið sýnt fram á að það sé grundvöllur fyrir þessu og sömuleiðis hefur þessari kenningu verið hafnað í flokkunarkerfi bandaríska geðlæknafélagsins þeir neituðu að taka þetta þar inn, ameríska sálfræðingafélagið hefur varað við þessu og dómarar í Bandaríkjunum er nú búnir að vísa því frá að það megi nota þetta PAS-hugtak fyrir rétti þar svo alvarlegar afleiðingar hefur þetta haft."
Í ummælum tríósins er margt forvitnilegt að lesa. Krufningarskýrslu Richard hef ég ekki undir höndum. En ættingjarnir tilkynntu um sjálfsvíg hans og sögðu ástæðu sjálfsvígsins vera kvalafullan taugasjúkdóm. Látið er að því liggja, að hugtakið hafi ekki verið boðið velkomið í sjúkdómsgreiningarskrá norður-ameríska geðlæknafélagsins, DSM (Diagnostic Statistical Manual).
Það er rétt, en skiptir engu máli fyrir skýringar- og notagildi þess. Það er einnig rétt, að reynsla Richard (og margra annarra) lá til grundvallar frumhugtakinu um foreldrafirringu. En fyrirbærið var þá þegar þekkt. Það er hins vegar rangt, að það hafi ekki verið rannsakað vísindalega eða fræðilega. Ég hirði ekki um að elta ólar við slíka firru, en bendi áhugasömum á yfirlit alþjóðlegs greiningarhóps (krækja að neðan) yfir rannsóknir. Margendurtekin reynsla skiptir vissulega einnig máli. Það má m.a. segja Richard til hróss, að hann snerist gegn múgsefjuninni um kynferðislega misnotkun barna, sem fór sem hæst á níunda og tíunda áratugnum á Vesturlöndum. En vafalaust hafa honum verið mislagðar hendur eins og okkur hinum og jafnvel tríóinu.
Umræðan ber óneitanlega aðalsmerki fræðilegs kvenfrelsunarmálflutnings; vegið að manninum, en málefnin varla rædd af skynsemi; fræðilegar afbakanir og óheiðarleiki; hártoganir og útúrsnúningar; vafasamar fullyrðingar; hugmyndafræðilegar ofsóknakenningar, samsæriskenningar; villandi fræðimennska; hugsunarlausar upptuggur frá skoðanasystrum og bræðrum, fræðilegt jórtur; rangt farið með staðreyndir. Þetta er átakanlega dapurleg fræðaumræða
Amy J.L. Baker (f. 1969) er norður-amerískur þroskasálfræðingur, einn þeirra fræðimanna, sem rannsakað hefur umrætt fyrirbæri. Fimm þátta frummat á hegðun barns, þegar foreldrar þess eiga í illvígum forsjárdeilum, er ættað frá henni. Það getur verið gagnlegt: 1) Barnið hafnar samneyti við foreldri, dæmir það í útlegð; 2) Hlutaðeigandi barn átti, áður en hörmungarnar dundu yfir, gott samband við útlegðarforeldrið; 3) Eðlilega engin saga um misnotkun eða vanrækslu af hálfu útlegðarforeldris; 4) Náðarforeldrið (þ.e. foreldrið, sem barnið hefur valið) sýnir dæmigerða firringarhegðun; 5) Barnið sýnir (önnur) einkenni um firringu, t.d.. breytir hegðun sinni gagnvart útlegðarforeldrinu í samræmi við afstöðu náðarforeldris, t.d. talar illa um það, afneitar góðum stundum og finnur því allt til foráttu.
Nokkur dæmi um ofangreind einkenni; Náðarforeldrið leggur sig fram um að hindra samveru og samband barns og útlegðarforeldris, níðir það og rægir, reynir að endurtúlka góðar minningar og tilfinningar, ástundar illt umtal í garð þess og hótar og refsar barninu beint og óbeint með tilfinningakulda eða snýr við því baki; flytur stundum milli staða til að torvelda yfirvöldum afskipti og tengsl útlegðarforeldris og barns.
(Hér er að finna gagnsafn og fræðslumyndbönd: https://ckm.vumc.org/pasg. Bendi einnig á prýðilega grein um efnið í Fréttablaðinu 27. sept. 2019 eftir Dofra Hermannsson)
Nýjustu færslur
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021